24.7.2011 | 00:28
Drusluganga á Ísafirði og sjóstökk og sund.
Þessi dagur var yndislegur, bæði hvað varðar veður og svo bara í sjálfu sér. Ég var í algjöru letikasti og sat mestmegnis fyrir utan húsið mitt og naut veðursins og þess sem í kring um um er.
Það er ágætt svona inn á milli að leyfa sér að vera löt og gera nákvæmlega ekkert. En ég mætti samt til að taka nokkrar myndir af druslugöngunni.
Þetta hús (bleika) byggðum við Elli á sínum tíma. Það var gott hús og ég setti skjal inn í grunninn, þar sem stóð að íbúar þess væru blessaðir.
En hér erum við komin niður á sjúkrahústún, og fólk farið að safnast saman fyrir gönguna.
Fólk á öllum aldri, öllum stærðum og gerðum, en ákveðið í að ganga þessa göngu.
Stubbarnir fóru með, og hér eru þeir í sérstöku ljósi
Forsvarsmenn göngunnar að leggja lokahönd á gönguna.
Og fólk hélt áfram að streyma að, það átti að byrja hér við gamla sjúkrahúsið, fara að kirkjunni og ræða það um biskupsmálin, það var að vísu ekki gert vegna þess að það var verið að jarðsetja gamla kempu hann Sigurð Sveinsson frá Góustöðum blessuð sé minning þess mæta manns. Þess í stað var ræðan haldinn á sjúkrahústúninu, svo var gengið niður að hérðaðsdómi og þar var haldin tala, og svo lögreglustöðin og endað á Silfurtorgi. Ég er stolt af ykkur stelpur og þið sem tókuð þátt.
Aðeins að skerpa á ræðunum.
Það var nú ekki amalegt veðrið heldur. Sólstafakonur voru þarna afar sýnilegar.
Ég held að svona uppákoma hljóti að vekja menn til umhugsunar um hversu alvarlegir glæpir nauðganir eru.
Svo var gengið af stað. Það báru margir spjöld, sem fólk hafði búið til daginn áður í Stúdíói Dan.
Flott skrúðganga.
Spjöldin borin.
Já þetta er sannarlega gott og þarft mál.
Kúlubörnin að fá sér að borða, við höfðum pasta í matinn og börnin gerðu því góð skil. Og Daníel kominn í hópinn.
Eftir matinn vildu þau fara að hoppa í sjóinn, en það er mikið stundað af unglingum hér á Ísafirði.
En þar sem sum þeirra voru svo ung, og önnur sem ekki máttu hoppa nema einhver fullorðin væri með þeim, ákvað ég að fara með þau og leyfa þeim að leika sér aðeins í góða veðrinu.
Það var töluvert flaggað til samúðar norðmönnum, enda rík ástæða til.
Það er töluvert um skútur í höfninni og á Pollinum, enda mikil skútuhefð hér og gert út á slík áhugamál af áhugasömum strákum hér sem stunda skútusiglingar.
Við erum að fikra okkur nær höfninni.
Venjulega er ég löt að fara eitthvað svona eftir kvöldmat, en ég stóðst ekki mátið í þetta sinn og sé ekki eftir því.
Sæfari siglingaklúbburinn hefur svo sannarlega staðið sig vel í að vekja áhuga krakkanna á sjónum, kajakróðri og allskonar sjósporti, þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Svo er líka hægt fyrir meðlimi að fá lánaða neoprangalla og björgunarvesti sem eru nauðsynleg fyrir þau yngri til að vera í við að stökkva í sjóinn. Úlfur sem hefur verið á námskeiðum bar ábyrgðina og var afar ábyrgðarfullur um að öllum slíkum reglum væri fylgt.
Þá er að drífa sig að stökkva. Fyrsta stökkið er erfiðast, eftir það sýnist mér að það sé bara gaman.
Við gömlu húsin í Neðsta Kaupstað var líka flaggað fyrir norðmönnum.
Úlfur búin að fara fyrstu húrruna, Alejandra að búa sig undir fyrsta stökkið.
Úlfur stökktu með mér bað hún og ekkert sjálfsagðara.
Og áfram niður...
Og Bomms....
Flottur bátur.
Og þá er Daníel búinn að ýta frá....
Búmms á leiðinni niður.
Alejandra í loftinu...
Og bomsaradaysi...
Ég held að þetta sé mesta kikkið, einmitt að vera frjáls og svífa í lausu lofti.
Sama stökk aðeins neðar.
Daníel, þetta er örugglega rosalega gaman, ég held að ég hafi skemmt mér jafn vel og börnin.
Aron er bara átta ára en samt duglegur að stökkva frá stiganum.
Kristján ætlaði aldrei að þora og það fór í taugarnar á honum, hann gerði margar tilraunir.
Hahahaha..
Já þetta var rosagaman.
Ég skal sagði Kristján en guggnaði aftur, svona ég veit að þú getur þetta sagði Úlfur.
Ekkert smá flott stökk.
Svo var tekið tilhlaup og ....
Búmmms
Aron glaðbeittur.
Enn og aftur.
Lending verður brátt..
OJamm
Hvað er meira sakleysi en einmitt svona leikir, sem þó reyna á hugrekki hvers og eins, og allir verða að takast á við sjálfan sig.
Það eru margir krakkar sem stunda svona sjóstökk hér.
Enda bíður aðstaðan upp á þetta og svo auðvitað eldra fólkið sem er með námskeið og kennir þeim að njóta þess að vera til.
Búúúmmms!!!
Jæja Kristján þá er komið að því að þú verður að stökkva.
Nú á að reyna snúning..
Ójá það er ekki málið..
Nú förum við í smá leik sagði Úlfur, þið látið sem þið séuð að sparka mér ofan í.
Já ekki málið...
Úbbbs!
Farinn niður.
Þetta fer nú að vera ansi gott krakkar mínir.
En ef þið leiðið mig sagði Kristján þá get ég hoppað.
Allt í lagi.. og þar með hafði Kristján sigrast á sjálfum sér.
Já það er það besta.
Hetjur, vantar bara eina þann yngsta, hann var að stökkva.
Skólabróðir Úlfs og afar flinkur trommari, sat og horfði á. Það er skötuselur hérna niðri sagði hann og benti..
Og þá er bara eftir að ná þeim uppúr og heim.
Og stökkva svo.
Dálítið hreyfð en samt skemmtileg.
Og svo að synda.
Dragðu mig upp.
Já þau skemmtu sér prýðilega.
Klifurdýrið Kristján.
Á sjó!!!
Eða Í sjó...
Nei á sjó.
Og nú var orðið erfitt að koma þeim uppúr.
Það var nefnilega svo gaman.
Heilbrigð yndisleg saklaus börn.
Þessum tveim var orðið dálítið kalt svo það var ekkert annað að gera en drífa þá heim.
Litla Hafmeyjan.
Marar í hálfu kafi.
Tilbúin að synda burtu.
Svona nú krakkar tími til að fara uppúr.
Rákumst á þessar tvær á leiðinni heim, litlu systurnar hans Daníels.
En svona var nú dagurinn minn, ég vona að ykkur leiðist ekki myndasýningin. En ég skemmti mér konunglega ekkert síður en krakkarnir.
En nú er komin tími á að leggja sig. Ég býð ykkur öllum góðrar nætur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.7.2011 | 10:49
Samúðarkveðjur til norðmanna og svo um daginn og veginn.
Ég vil byrja á að senda norðmönnum mínar innilegustu samúðarkveðjur, þetta er hræðilegra en orðum taki. Og fjölskyldan mín þarna rétt hjá, það hefur verið algjör tilviljun hverjir áttu leið þarna framhjá.
Það er annars lítið af mér að frétta, ég er að hamast við að koma plöntunum mínum í betra horf, eftir margra ára vanhirðu. Ég lét sem sagt bæjarbeðin alltaf ganga fyrir, svo var of seint að gera eitthvað hjá sjálfri mér. En það er gaman að takast á við þessa mikla verkefni. Svo koma margir og fá að skoða, garðinn, það er gaman að fá afar jákvæð viðbrögð fólks. Flestir nefna; ævintýragarður, eða: eins og að vera erlendis.
Við dundum okkur svo bara á milli krakkarnir og ég.
Eins og veðrið er búið að vera núna lengi hér, yndislegt, þá er mannlífið mikið í bænum, og afgreiðslufólkið getur setir úti í sólinni milli þess sem það afgreiðir viðskiptavini. Þetta er hún Sigríður Ásgeirsdóttir.
Hér sjáið þið hvernig flugfjaðrirnar eru að myndast á Pípí, hve sterklega þær eru, enda er þeim ætlað að halda honum á lofti yfir hafið til nýrra landa.
Hann er algjört krútt, búin að missa mesta dúninn, mér sýnist hann reita hann af og éta hann. Svo er hann komin með flösu, gæti verið út af því að hann er ekki að synda neitt, bara landdýr.
Annars er ég búin með morgunverkin. Að hleypa Pípí út í garð smúla garðskálann, huga að hænunum, þær sluppu út í gær. Ein svarta stóra hænan var búin að biðja um að fá að fara út í nokkra daga, ég vissi að hana langaði út, svo held ég að einhver álfur hafi ákveðið að hleypa þeim út, því allt í einu var búið að opna innnganginn inn í gerðið þeirra, ég veit að ég var þar sjálf síðust, að gefa þeim og ég veit að ég lokaði og það var enginn þarna nema ég og strákur sem hefur verið að vinna með mér. Ég heyrði allt í einu að ein hænan var farin að gala eins og hani. Ég sagði við drenginn, þetta er hæna sem er að gala. Nei sagði hann það getur ekki verið. Jú sagði ég, það er enginn hani í hópnum. Þetta var rosalega fyndið. Rétt seinna voru þær komnar út. Eg lofaði þeim að spóka sig í garðinum þann daginn, en seinnipartinn voru þær allar komnar inn í gerðið nema ein, svo ég varð að loka þær inn í kofanum og hafa gerðið opið. Hún var svo komin inn í morgun og búin að verpa. Svo þurfti að gefa þeim vatn, en nú er allt komið í sinn gang aftur með þessar elskur. Já og svo þurfti að gefa fiskunum auðvitað.
Tveir litlir ömmustubbar eru hjá mér núna þeir verða yfir þessa helgi. Þeir eru kátir og skemmtilegir strákar Kristján Logi og Aron Máni, komnir heim frá Noregsi til að heimsækja pabba sinn og okkur hin.
Þeir dunda sér við ýmislegt þessir kappar.
Pípí komin út í grasið eftir nóttina.
Hann er að verða mesta myndargæs.
Og fallegur, hér eru líka máríerluhjón með tvo unga, þær hafa verið hér í mörg ár, ég óttaðist alltaf að þær lentu í kattarkjöftum en þær sluppu sem betur fer, og nú er heimilið kattarlaust, þó ég sakni þeirra Brands og Snúðs, þá er fuglalífið dásamlegt, hér er líka mikið af auðnutittlingum sem ég hef lítið séð áður og svo sá ég í gær einn pínulítinn fugl sem var röndóttur, svakalega fallegur, hér hefur líka verið í mörg á einhver smáfugl sem hefur verið allt árið hér í einu trénu.
Pípí er að verða stór, bráðum hættir hann sennilega að pípa og fer að segja bra bra
Aron Máni.
Og þeir báðir saman og ég með myndavélina.
Þetta er nú svona bara smáóður til lífsins, yndislegs dags og svo auðvitað druslugöngu. Ég ætla að reyna að komast og taka nokkrar myndir, en ég er upptekinn í sölunni einmitt á þeim tíma sem gangan fer fram. 'Afram stúlkur, ég er með ykkur í huganum, og ætla að reyna að koma og taka myndir.
Svona til gamans er hér mynd af honum þegar hann var nýkomin í kúluna.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.7.2011 | 19:25
Aðgerðir vegna hvalveiða að undirlagi hvers?????
Sko fyrir mér eru þetta svona samleðeverker. Össur fer til Gasa og talar mikið um að Ísland muni styðja frálsa Palestínu, sem er í sjálfur sér gott mál. En Ísraelsmenn verða bálreiðir og hóta aðgerðum. Og hverjir skyldu nú ráða mestu í BNA? Og hvað ætli þeir hugsi nú með sér að komi sér verst fyrir Íslendinga?
Já einmitt, ég tel að þessar svokölluðu refsiaðgerðir séu runnar undan rifjum Ísraela. Þarna ætla þeir að ná sér niður á okkur. En ég held að þeim verði ekki kápan úr því klæðinu, því eins og bæði Össur og Jón Bjarnason hafa bent á þá erum við ekki að brjóta nein alþjóðalög. Þó bandaríkjamenn haldi að hvalir séu næstum því menn, þó búið sé að kanna að þeir hafa gullfiskaminni, þá gildir það bara ekki allstaðar. Og af hverju í ósköpunum ætla þeir þá bara að refsa íslendingum en ekki Japönum? Meikar engan sens. Og nóta bene Bandaríkjamenn eru mestu hvaladráparar heims, ef ég man rétt. Fyrir utan smáhveli sem þeir drepa í netum og öðru slíku.
Nei ég held að við eigum bara að halda okkar striki og sýna þeim að þeir eru óvart ekki heimslögga, þó þeir vilji vera það, og þó ísraelar liggi á þeim að framkvæma þessa vitleysu, þá sýnir það bara enn og einu sinni hverslags stjórn er þarna mannfyrirlitning og frekja að drepa þessa ráðamenn í Ísrael.
![]() |
Aðgerðir vegna hvalveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
19.7.2011 | 10:05
Ísafjörður, Pípí og blóm.
Enn einn góður dagur á Ísafirði. Svona eins og venjulega um þennan tíma.
Togararnir liggja letilega við höfnina, og allt er kyrrt og rótt.
Ísafjörður í tvívídd, reyndar svona flesta morgna áður en sólin kemur upp.
Pípí er búin að finna annan gæsarunga til að spjalla við Og hann er rosaánægður með félagsskapinn.
Ég týndi honum í gær, hann var með mér upp á lóð eins og venjulega, en ég þurfti að bregða mér frá til að sinna viðskiptavinum og þegar ég kom aftur var hann horfinn, ég leitaði að honum og uppgötvaði allt í einu hve ég saknaði pípsins og ungans. Úlfur fór svo að leita og fann hann og kom með hann reyndar bálreiðan, því hann hafði hreiðrað um sig inn í runnum upp á lóð.
Nykurrósirnar mínar flottar.
Garðskálin í blóma.
Nektarínurnar að vaxa.
Blómin óvenjufín á þessum tíma, venjulega illafarin af hitanum, en það er einmitt vegna Pípí að þau eru svona fín, því ég þarf að smúla skálann daglega og úða þá líka yfir blómin, og svo auðvitað að ég er sjálf meira heima og hef meiri tíma fyrir dýr og blóm.
Nelly moser og Villa De Lyon og gladiolan mín.
Keypti þessar út í Austurríki í vor, þær eru mjög fallega.
En þetta var bara svona smákveðja frá mér, eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.7.2011 | 21:52
Pípí verður stór.
Eins og þið vitið þá kom gæsarungi inn í garðskálann minn óforvarendis í vor smákríli, sem stóð ekki út úr hnefa. Hann fékk nafnið Pípí, vegna þess að það er nákvæmlega það sem hann segir.
Nú er Pípí að verða táningur, stirðbusalegur og tætingslegur. En það er gaman að fylgjast með honum, vaxa og dafna.
Þetta er uppáhalds stellinginn hans. Hann eltir mig upp á lóð, þegar ég fer í söluna. Þar heillar hann gestina og þeir fylgjast með honum. Hann er líka afar eftiritektarsamur, því hann virðist fylgjast vel með öllu sem gerist í kring um hann.
Af því að hann er svo mikill skítapési þarf ég að smúla garðskálann á hverjum degi. Honum er illa við slönguna. Þetta með að stökkva vatni á gæs á ekki við um Pípí. Og í morgun þegar ég var að ná í slönguna út í garð, sá hann til mín og hljóp sem fætur toguðu út í garð, til að verða ekki fyrir slöngunni. Ég var rétt búin að taka hana upp til að bera hana inn. Svo ályktunarhæfni Pípí er í ágætu lagi.
Systur mínar eru að gera grín að mér og segja að ég þurfi að kenna honum að fljúga. En ég segi þá bara að ég fari með hann upp á kúluna og hendi honum niður og segi: Fly or Die. auðvitað myndi ég aldrei gera það.
En þar sem dúnninn er að fara og fjaðrirnar að vaxa þarf hann sífellt að vera að snyrta sig.
Og það eru allskona tilfæringar, þessar myndir eru teknar í dag eftir vinnu, þegar við sátum og sóluðum okkur í kvöldsólinni.
Hann er afar hjálpsamur, elftinginn er best, svo er grasið og arfinn. Hann trampar niður blómin er étur þau ekki. En hann er duglegur að borða, svo borðar hann líka hænsnamat og allskonar kál.
Smá leikfimiæfingar. Hann er mesti klaufi að koma sér niður af tröppunum, hann kemst auðveldlega upp, en niður kútveltist hann ef maður hjálpar honum ekki.
Stundum liggur hann með báða fætur aftur fyrir sig. En hann er alveg vakandi yfir öllu sem gerist í kring um hann.
Fjaðrirna hans eru að byrja að vaxa yfir dúninn.
Jamm það þarf aðeins að líta í kring um sig, þó maður sé nokkuð öruggur hjá mömmu.
Best að færa sig aðeins.
Og snyrta aðeins meira.
Já svona ná betur undir krikann.
Og svo fjaðrirnar sem eru að myndast.
Og stélið.
Hér sést svo hvernig fjaðrirnar myndar, vaxa fyrst fram og svo fyllist á þær eftir sem á líður. Þetta verður glæsigæs.
Mamma fær svo smádekur líka.
Ekki veitir af að nudda þreytta fætur. Ósköp mjúklega samt.
Já þetta er lykt sem mér finnst góð segir hann.
Og ekki verra að mamma strjúki yfir kroppinn líka.
Svona kaup kaups. En Pípí er skynsamur fugl og ljúfur. Hann er samt að byrja að sýna smá tendensa til að passa húsið, ef einhverjir koma sem hann þekkir ekki. En hann lætur ekki þannig upp í garðplöntustöðinni, þar rabbar hann við gestina af miklum móð og fær hlýjar viðtökur.
Já samspil milli manns og dýrs er algjörlega eftir því hvernig við sjálf viljum hafa það. En nóg af Pípí litla sem bráðum verður stór og glæsilegur.
OG ég segi bara góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.7.2011 | 01:50
Erum við ekki komin dálítið langt í tepruskap og tvískinnungi?
Mikið erum við rosalega orðin langt frá uppruna okkar ef fólk fer á límingunum þó einhver sprangi um nakinn. Ég segi nú bara hverjum er ekki sama þó Jón Jónsson fari út á tippalingnum. Þvílíkur teprugangur. Fæðumst við ekki öll nakinn, og þó við höfum lært gegnum tíðina að klæða af okkur kuldan, þá er ekki þar með sagt að ef það er nógu hlýtt að við getum ekki gengið um án klæða ef við viljum, og af því að það TRUFLAR TEPRULEGA NÁGRANNA say no more.
Við höfum fengið líkama, og hann eldist svo hvað með það þó einhverjir komnir á aldur þurfi að fara út án fata.
Þvílík skömm að mann greyið hafi viljað þrífa bílinn sinn nakinn, og karlakerlingarnar og kerlingakarlarnir í næstu húsum hafa staðið á öndinni af hneykslun og teprugangi.
Er í alvörunni hægt að banna fólki að ganga um í fæðingarfötunum, eða verða næstu lög þannig að það sé bannað að fæðast nema barnið sé komið í föt áður en það kemur út, því það gæti hneykslað læknir og ljósmóður að sjá tilla eða píku, svona óforvarendis.
Nei mannskepnan er komin langt frá uppruna sínum og er í rauninni að afneita sjálfri sér með svona teprugangi, segi og skrifa.
![]() |
Áttræður strípalingur handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.7.2011 | 11:11
Lífið er geimvera .....eða ekki.
Það er að renna upp fyrir okkur almenningi í heiminum að við höfum orðið fyrir árásum geimvera. Nema þessar geimverur koma ekki utan út heimi að því best ég veit. Þær hafa fjölgað sér og stækkað meðal okkar, og með klíkuskap og peningum komið sér svo vel fyrir að þær ráða öllu sem þær vilja ráða. Þessar skepnur eru í líki manns, en hafa hvorki heila né hjarta. Þær eru blindar af græðgi bæði í peninga og yfirráð. Til þess að halda okkur mannskepnunum niðri, hafa þeir uppi allskonar tilburði, búa til stríð, olíukreppur, jafnvel hvalaelskendur. Þeir ráða öllu peningakerfi heimsins, og rúlla upp einu ríki, og hygla öðru. Allt er þetta gert í "mannúðarskyni" að því okkur er sagt. Þeir ráða líka öllum fjölmiðlum heimsins, nema rétt netinu að einhverju leyti, annars væri ég ekki að skrifa þetta. Ef þeir finna að þetta litla sem eftir er af netfrelsi er að gera þeim skaða, þá munu þeir loka þeirri upplýsingaleið líka. Það er ekki bara samtrygging meðal íslenskra ráðamanna, heldur nær þessi samtrygging sem net út um allan heim, þar sitja geimverurnar og plotta um hvað eigi að taka fyrir næst, og hvað þeir ágirnast þann daginn. Hvort sem það eru olíulindir, gullnámur eða jafnvel saltnámur ef út í það er farið. Næstu baráttumálin verða líklega að sölsa undir sig síminnkandi vatnsbýskap jarðarinnar, og jafnvel ef þeim tekst að gjaldfæra loftið sem við öndum að okkur.
Þess vegna eru menn sem vilja koma sannleikanum áleiðis hundeltir allstaðar. Læknar sem reyna að vara við lyfjum sem eru hættuleg eða öðru slíku eru þaggaði niður af mafíunni sem lítur stjórn lyfjarisanna, sem eru auðvitað hluti af geimverunum.
Ég veit ekki hvað er hægt að gera til að koma þessu oki af, því alltaf verður þetta augljósara og ljótara. Lygin stærri og leyndarmálin fleiri. Eina sem getur hugsanlega bjargað mannlegri reisn er samtakamáttur hins vinnandi manns. Og þá er ég að tala um allt venjulegt fólk í heiminum. Það er svo sem að gerast víða að fólk er að gera uppreisn gegn valdinu, og fá að finna fyrir því með allskonar stríðstólum og öðrum andstyggilegum meðulum ráðandi afla, sem ekkert vilja heldur en að við lúffum og gerum eins og okkur er sagt. Það er þegiðu og haltu áfram að skaffa okkur meiri peninga.
Ég er ekki að finna þetta upp, eða gantast, ef þið skoðið málið þá sjáið þið að þetta er bara svona. Og enginn vill eða getur breytt þessu nema við sjálf. Eða eins og maðurinn sagði; einhversstaðar þarf að byrja.
En nóg um þetta.
Ást er.....
Knús.
Og Pípí er að stækka, nú er hann farin að sýna takta við að passa húsið ef fólk kemur sem hann þekkir ekki. Ætli ég þurfi að binda hann úti á túni eins og varðhund?
Afi er farin til Noregsi að vinna. Ekki af því að hann skorti vinnu hér, heldur var hann beðinn sérstaklega um að koma. Stubbur kom að kveðja hann í gær.
Við munum öll sakna hans og vonum að hann komi sem fyrst heim aftur.
Það er munur að eiga tvo flotta afa.
Og Pípí vill vera með. Hann er orðin klunnalegur og er að fá fjaðrir og dúnninn að fara, gaman að sjá hvernig fjaðrirnar vaxa.
Ég held að þeir hljóti að vera að dansa!!!
Kvöldsólin kæru ísfirðingar brottfluttir, kvöldsólin og lognið.
Það er dálítið merkilegt með RUV að það er eins og hvergi megi vera gott veður nema á Akureyri og Egilstöðum. Þeir eiga góða veðrið, er gjarnan sagt, og þegar veðrið er vont hjá þeim, þá er ekkert talað um veður. En komi sólarglæta þá er strax byrjað; besta veðrið á Akureyri og Egilsstöðum. Jæja ég get frætt ykkur um að Júlímánuður er búin að vera yndæll hér fyrir vestan, og nú er hitin að nálgast 20° með sól. Það segja margir að veðrið á vestfjörðum sé best geymda leyndarmál landsins. Því það virðist vera markvisst þagað um það þegar veður er gott, en talað hátt ef það er slæmt. 'Eg veit satt að segja ekki af hverju þetta er. En svona er þetta bara.
Ein lítil saga af því. Hér fyrir nokkrum árum þegar ég var að vinna og byrjaði fyrir kl. 7 á morgnana, ég kom út og það var ekki ský á himni, og algjört logn, þá heyrði ég í útvarpinu að það var sagt að ekki yrði flogið til Ísafjarðar og Vestmannaeyja vegna þoku. Ég hringdi í fréttastofuna og spurði af hverju þeir segðu að það væri þoka hér. Við fengum þær upplýsingar á flugvellinum sagði maðurinn sem hafði svarað í símann. Skrýtið segi ég, því ég stend hér fyrir utan húsið mitt og það er ekki skýdróg á himni og algjört logn. Jæja getur þú sagt til um að það sé fært að fljúga, sagði maðurinn. Nei auðvitað ekki, svaraði ég, hverngi á ég að geta gefið leyfi til flugs hingað. En ég get sagt þér að það væri stórfrétt ef það væri EKKI hægt að fljúga í svona veðri. En þið eruð nú vön að tala veðrið niður hér fyrir vestan bætti ég við. Nú þú heldur kannski að við sitjum hér á kaffistofunni og ákveðum að það sé vont veður fyrir vestan, sagði hann snefsinn. Já sagði ég, ég gæti best trúað því. Honum varð svaravant.
Svo hringdi ég inn á flugvöll og viti menn, símsvarinn var ennþá í gangi síðan kvöldið áður með upplýsingum um að flugvöllurinn væri lokaður vegna þoku.
Ég hringdi svo eftir átta inn á flugvöll og sagði þeim frá samtali mínu og þeir urðu gapandi. En það KOM ALDREI LEIÐRÉTTING Á ÞESSARI FRÉTT hjá þeim á RUV.
Í morgun var þessi mynd tekinn.
Allt gengur sinn vana gang hér, tvö skemmtiferðaskip við kajann og börnin farin uppáklædd í vinnuna við að skemmta fólkinu.
Allur snjór farin út Eyrarfjallinu.
En nú verð ég að fara að koma mér út og njóta veðurblíðunnar. Eigið góðan dag elskurnar, og gætið ykkar á geimverunum. Látið þær ekki plata ykkur með fagurgala eða mútum. Þær eru ekki að hugsa um okkur heldur sjálfar sig, enda hvernig má annars vera, það gleymdist að setja í þær hjarta og heila
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.7.2011 | 11:57
Ég les ekki fréttir, þær gera mig dapra.
Sagði dóttir mín, en ég hef lítið náð í hana á netinu undanfarið. Hún er að skrifa ritgerðina sína, og barnið stækkar og stækkar í maganum á henni. Ásthildur er orðin óþolinmóð hún er búin að bíða og bíða og bíða!!!Ég er eiginlega sammála dóttur minni, það er vissulega dapurlegt að lesa og heyra fréttirnar í dag. Allskonar subbugangur að koma upp á yfirborðið, og auðvitað er enginn sekur nema þeir sem læðast inn í Bónus eða Samkaup til að fá sér að borða. Þeir eru gripnir strax og látnir greiða sektir sem þeir eiga ekki fyrir, því þá hefðu þeir væntanlega keypt sér matinn.
Ekki eru betri fréttir erlendis frá Grikkland, Írland, Spánn, Portúgal, og núna Ítalía á nánösunum í herkví furstanna í Brussel. Og svo er þa ástandið í Libýu, Súdan, Egyptalandi og öllum þeim löndum, lýðræðisbylting alþýðu heimsins er að vakna og vill fá að vera til, ég veit ekki hvort við höfum vaknað of seint, en það er svakalegt að horfa upp á stjórnvöld drepa sitt eigið fólk sem er að krefjast þess réttar síns að fá að vera til, jafnvel í Grikklandi og fleiri vestrænum löndum er örvæntingin orðin slík að þeir beita allskonar tækjum og tólum til að halda fólkinu niðri. Ekki veit ég hvar þetta endar, en það er víst að það fólk sem hefur sölsað öll lífsgæði heimsins undir sig, getur ekki verið án þrælanna, svo ef þeim tekst ekki að beygja þá aftur undir sig, verða þeir að útrýma þeim og búa sér til róbóta til að vinna þrælaverkin fyrir lítið sem ekkert. Við lifum núna á tímum Sódómu og Gómorru, og ekkert getur bjargað okkur nema samstaða fólksins í landinu okkar nákvæmlega sama og gerist og er að gerast annarsstaðar í heiminum.
Þess vegna er ég ein af þeim sem er eins og strúturinn, set hausinn í sandinn og hugsa meira um það sem í kring um mig er til að halda sönsum.
Það er ekki oft sem við fáum ættingja Ella í heimsókn, en í fyrradag kom systurdóttir hans Lára í heimsókn með son sinn og fjölskyldu. Það var afar gaman.
Sonur hennar Auðunn konan hans sem er sænsk og foreldrar hennar. Og Pípí undir stólnum hennar Láru að skoða rauðu skóna.
Systir mín og mágur komu líka og mamma Siggu það er ósköp notalegt að sitja fyrir framan kúluna og sleikja sólskinið. Ef þið haldið að Pípí sé ekki þarna, þá er hann undir stól systur minnar að narta í rauðu skóna
Jæja elskurnar allt gott að frétta héðan í dag, enginn heimsendir eða krýsur. Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.7.2011 | 09:23
Til hamingju með afmælisdaginn Júlli minn og Pípí fær heimsókn.
Hér komu tvær glaðværar skottur í gær, reyndar þrjár því sú þriðja kom í gærmorgun með ömmu sinni, vinkonu minni henni Dísu í kaffi í gærmorgun.
Hinar tvær komu svo með mömmu sinni í gærdag, hér ómaði því gleði og hlátur.
Þeim stóð nú ekki alveg á sama fyrst, en Pípí elskaði skóna hennar Bjargeyjar.
En svo var bara voða gaman.
Pípí var voða ánægður með báðar heimsóknirnar, því hann fékk nefnilega klapp og kjass.
Þetta eru rosaflottir skór hugsar hann örugglega. Ágústa María vildi strax koma og heimsækja kúluna.
Og svo fær hann klapp. Aldís sem kom í gærmorgun klappaði honum líka, hún var líka fyrst dálítið smeyk, en hún er orðin svo stór stelpa núna.
Hér eru svo fallegu börnin mín að fara niður í Neðsta kaupstað til að skemmta ferðafólki.
Það verður nóg að gera hjá þeim í dag, því hér eru tvö skemmtiferðaskip við höfnina.
Togararnir okkar eru eins og smátappar við hliðina á þessum risum.
Og hér kemur flugvélin inn til lendingar. Hér geta gamlir ísfirðingar séð hve mikill snjór er ennþá í fjöllunum komin 8. Júlí. afmælisdagur elsku Júlla míns.
Elsku fallegi drengurinn minn sem varst alltaf að hlú að þeim sem áttu bágt, og hugsaðir alltaf minnst um þig sjálfan. Til hamingju með daginn ljúfurinn minn hvar sem þú ert á himnum, við hjálparstörf þeirra sem eiga við erfiðleika að stríða. Góðar sálir sem hafa villst af leið, þar ert þú á heimavelli elsku Júlli minn. Þú veist að mamma elskar þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.7.2011 | 20:16
Ísafjörður... bærinn minn.
Ísafjörður í sól og sumri. Í gamni og alvöru, í blíðu og stríðu, það er bærinn minn.
Júlíus Geirmundsson komin að landi með met afla. Júlíus Geirmundsson var afi minn, og það voru pabbi minn og bróðir hans auk skipstjórans sem byggðu upp veldi Gunnvarar og áttu þetta glæsilega skip. Til hamingju áhöfn með glæsilegan árangur.
Við höldum okkur við höfnina í dag, því þar er fjörið. Þetta eru gömlu húsin í Neðstakaupstað og þangað koma túristar og aðrir landsmenn og ekki síst ísfirðingar til að njóta góðs matar og finna andblæ liðins tíma.
Hér eru líka listaverk sonar míns fiskarnir hans, hér er haldið utan um þá og þeirra gætt, og þeir vekja mikinn áhuga ferðafólks. Algjörlega umhverfi við hæfi.
Geimveran hans. Þegar hann var í fjörunni, þá sá hann fyrir sér hvað steinarnir gætu táknað. Þessi er afar raunveruleg.
Já andblær liðins tíma, Morrinn sér um að skemmta fólkinu sem kemur til að njóta.
Krakkarnir fara í leiki og syngja fyrir gestina. Hér er Úlfur, og hann nýtur sín í botn að vera í þessum góða félagsskap.
Einhver leikur sem ég kannast ekki við.
Í grænni lautu það geymi ég hringinn sem mér var gefinn og hvar er hann nú?
Og þau bæði skemmtu sér og öðrum.
Inn og út um gluggann... inn og út um gluggann.. inn og út um gluggann og alltaf sömu leið.
Svo eru farþegar kvaddir með virktum.
Skipið bíður...
Bless bless... nú er smá pása áður en næsta rúta kemur....
Og Tjöruhúsið lætur enginn fram hjá sér fara. Þýskur vinur okkar sem kemur hér í endaðan júlí er einmitt búin að bjóða okkur í mat þangað og ég er farin að hlakka til.
Og svo ísfirðingar og nágrannar, munið að ég er með opið upp í garðplöntustöðinni frá eitt til sex virka daga og tvö til fimm á laugardögum, það er mikið af blómum á góðu verði afar ódýr og góð, heimaræktuð með ást og umhyggju, tilbúin til að fara að heiman til ykkar... og það er sko nóg úrval. Endilega nú þegar sumarið er loksins komið að skella ykkur í heimsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 2023439
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar