Ég bauð þýskum vini mínum í mat í gær, sem ekki er í frásögur færandi, en yfir nýveiddri lúðu og nýuppteknum kartöflum og rauðvínsglasi ræddum við hitt og þetta. Þar á meðal Icesave sem hann hrósaði íslendingum mikið fyrir neiið. Síðan ræddum við um hrunið og það sem verið er að gera í því. Þá sagði hann; þið verðið að ná þessum útrásarvíkingum og ná af þeim þeim peningum sem þeir hafa tekið ófrjálsri hendi. Hann lagði mikla áherslu á þetta og hristi hausinn til að leggja áherslu á mikilvægi þess að það væri gert hreint í þessu máli.
Það er nú málið, við sem þjóð verðum ekki trúverðug ef við gerum ekkert í að ná þessum mönnum dæmum þá og látum þá afhenda okkur þá fjármuni sem þeir stálu.
Þegar rætt er um að hækka skatta eða skera niður, þá er það nú bara svo að það þarf ekki ef ríkisstjórn og saksóknarar sameinast um að ná þessu fé inn í hagkerfið. Og svo má benda á ótal aðrar sparnaðarleiðir, til dæmis má yfir fara allar nefndirnar sem til eru á vegum ríkisins, bruðlið í stjórnarliðum og ferðir um heiminn á tímum internetsins. Það má auka fiskveiðar eins og Guðjón Arnar benti ítrekað í á kosningabaráttunni.
En þennan vansa megum við alls ekki láta viðgangast öllu lengur að þessir menn berist á og eigi ógrynni auðæfa og eigna, sem þeir tóku sér úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, meðan almenningur er skorin niður við trog.
Svo er bara að taka saman höndum og vinda sér í þessa krossför. Síðan má ræða einhverjar aðrar úrlausnir.
![]() |
Björgólfur Thor enn umsvifamikill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.8.2011 | 16:45
Að skoða hlutina.
Ég er ekki stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar, ég er heldur enginn aðdáandi umhverfisráðherra, en ég get vel skilið að það þurfi að skoða svona mál vel. Það stendur einhversstaðar að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt svo. Stundum vilja menn ana áfram eftir gulrótinni og skoða ekki hvað liggur á bak við. Það getur leitt til hörmunga, þó það þurfi auðvitað ekki að vera þannig. En allt kapp er best með forsjá.
Menn muna ef til vill eftir konu nokkurri sem neitaði að selja útlendingum Gullfoss. Sjálfsagt hefur henni verið bölvað í sand og ösku fyrir að vilja ekki fá peninga inn. Í dag er þessarar konu minnst sem sérstakrar náttúruverndarkonu, þegar fólk áttaði sig á því hvað það var í raun og veru sem stóð til að selja.
Það er alltaf auðvelt í byrjun að hlaupa á einhver risatilboð, og víst erum við vön allskona gylliboðum, sem oft reynast svo orðin tóm. Því það er einhvernveginn svo að það er ekki allt sem sýnist.
Þess vegna finnst mér allt í lagi að skoða málin. Skoða hvað þetta tiltekna tilboð felur í sér, og hvað kemur á eftir. Hvað er auðkífingar koma hér fleiri og fleiri og vilja kaupa land og hlunnindi?
Þarf ekki að skoða þetta mál í samhengi við annað?
Með þessu er ég ekki að segja að þetta sé ekki ágætt og lyftistöng fyrir norðurland, vissulega gæti það verið. En má ekki skoða heildarmyndina fyrst?
![]() |
Stór plön þarf að skoða vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.8.2011 | 10:47
Opið bréf til Össurar.
Vil benda fólki á þessa færslu. http://jonl.blog.is/blog/jonl/entry/1186735/#comment3198000
Þetta er opið bréf frá Umbótahreyfingunni, formanni hennar Jóni Lárussyni. Þeir gefa utanríkisráðherra 14 daga frá dagsetningu bréfsins til að svara.
Þessar spurningar hljóta að brenna á íslendingum í dag. Svo það væri þarft verk og gott að styðja við bakið á fyrirspyrjendum og fylgjast með því hvernig svörin verða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2011 | 22:57
Já spurning um hvort menn vilja hætta að kenna börnum að lesa og skrifa.
Það er einmitt það sem ég var að segja hér: http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/
Ótrúlega slæleg viðbrögð við þessum ummælum borgarstjórans.
![]() |
Undrast ummæli borgarstjóra um skólamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.8.2011 | 14:54
Að læra að lesa og skrifa.
Ég hlustaði á viðtalið við Jón Gnarr í morgun. Ég er satt að segja á báðum áttum um hvað mér finnst um það sem hann sagði. Sérstaklega þetta að leggja niður skólaskyldu. http://eyjan.is/2011/08/23/jon-gnarr/
Ég er með ungling í grunnskóla sem er ofvirkur með athyglisbrest, honum leið stundum illa í skólanum því hann átti erfitt með að höndla þá sem í kring um hann voru. Það breyttist þegar hann var meðhöndlaður rétt. Þó hann sé enginn fyrirmyndarnemandi svo sem, þá er hann bráðklár og unir sér vel í skólanum í dag.
Ég fór að hugsa um hvað ef skólaskylda væri afnumin. Þá myndu einhverjir hugsa sig um, það kostar heilmikið að hafa börn í skólum, það kostar bækur og það sem til þarf, svo þarf að koma þeim í mötuneyti og svo ekki sé talað um skólafatnað. Hvað ef við tækjum Jón Gnarr nú á orðinu og skólaskylda væri afnumin. Hve mörg ár myndu líða áður en tungumálið færi forgörðum. Áður en blöð hættu að koma út og bloggarar hyrfu af sjónarsviðinu? Áður en grunnstoðir samfélagsins hreinlega myndu gliðna sundur?
Það er viðurkennt að grunnundirstaða móðurmáls er þekkingin á því. Og grunnundirstaða þess að læra önnur tungumál er að menn séu góðir í sínu eigin tungumáli. Vill ekki borgarstjórinn einmitt ganga í Evrópusambandið?
Hvað með reikningin? Þegar menn gætu ekki einu sinni reiknað út hvort þeir eru að fá rétt laun á launaseðlinum?
Ég skil vel að Jóni Gnarr hafi liðið illa í skóla, hann talar um að sér hafi verið hótað öllu illu, að það yrði ekkert úrhonum og hann jafnvel næði sér ekki í konu. En sem borgarstjóri getur þessi maður ekki leyft sér að tala svona. Því þó upp komi vandamál þá eru þau til að leysa þau en ekki til að bara hætta við og gefast upp.
Ég hef reyndar aldrei skilið fyndni hans. Og reyndar fer hann oftast í taugarnar á mér. En ég verð að viðurkenna að í svona einlægum viðtölum þá berjast í mér tvær tilfinningar, önnur er að það sé gott að til séu menn sem þora að tala á þessum nótum þó þér séu borgarstjórar, og svo hneykslunin yfir því að borgarstjóri tali svona óábyrgt.
Þá er ég að spá í fyrir utan ábyrgðarleysið að láta svona vitleysu út úr sér, þá er hann samt að segja eitthvað sem er öðruvísi og vekur fólk upp úr andvaraleysinu sem er daglegt brauð á Íslandi.
Ef til vill var hann bara í viðtali sem Jón Gnarr skemmtikraftur en ekki sem borgarstjórinn Jón Gnarr.
Ég get reyndar sagt honum að að hefur margt breyst í grunnskólum landsins síðan hann sat þar óviljugur á bekk. Í dag er meira lagt upp úr því að hlú að nemendum, gera ýmislegt annað til dæmis að fara í náttúr- og skoðunarferðir, temadagar og ýmislegt sem er gert til að létta þeim innisetur. Vandamálin eru rædd ef upp koma. Þ.e. ef foreldri fylgist með því hvað er að gerast með barnið þeirra í skólanum. En oft hafa skólastjórar og kennarara frumkvæði að því að ræða við foreldra ef þeir sjá eitthvað sem betur má fara. Þannig er það allavega hér í þessum skóla hér.
En ég get líka sagt honum að grunnurinn undir það að verða einstaklingur sem þarf að takast á við lífið er einmitt að læra að lesa og skrifa. Allt hitt kemur svo sem ábót á það.
Þess vegna vona ég að þetta hafi bara verið einn af Tvíhöfðaviðtali við skemmtikraftinn Jón Gnarr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.8.2011 | 17:08
Safariferð til Keldudals og matur í Tjöruhúsi.
Ég fór með vinnufélögum mínum fyrrverandi í ansi skemmtilega ferð í gær, dagsferð og grill í Keldudal í Dýrafirði.
Þetta var fróðleg ferð og dálítið óhugnanleg á köflum.
Ekið er gegnum Þingeyri og út fyrir Haukadal, svið Gísla Súrssonar, og yfir ófæru sem er all ófrýnileg til Keldudals.
Vegurinn er torfarinn slóði, hér áður var gengið fjaran, en háls einn gengur út í fjörðin, svo ekki er hægt að fara fyrir hann á fjöru, heldur var sett vað sem menn hífðu sig upp á hann til að komast leiðar sinnar, það hefur verið þrekvirki þegar þurfti að bera byrðar heim, þar sem ekki er gott að komast að frá sjó.
Við komumst samt klakklaust á leiðarenda, og fórum að leita að góðum stað til að grilla á.
Besti staðurinn reyndist vera í skjóli við Hraunskirkju, sem er gömul kirkja byggð á annari árið 1880. Hefur þarna staðið af sér öll veður og er í sjálfu sér afskaplega merkileg, var afhelguð, en hefur síðan fengið að þjóna fólki við ýmsar athafnir. Er í eigu Þjóðminjasafns Íslands.
Þær leynast víða perlurnar.
Fararstjórinn okkar var Gunnhildur Elíasdóttir. En hún er bæði fædd og uppalin til unglingsára hér í dalnum, og gat frætt okkur vel um búskaparhætti og dugnað fólks á þessu harðbýla en fallega svæði. Að vísu ekki mjög harðbýlt þannig, því dalurinn teygir sig langt iðagrænn og miklar sláttur, en vegna samgangna illbúandi.
Forláta gamlir munir eru þarna. Handverk liðinnar tíðar, sem ber fólki sveitarinnar fagurt merki.
Gunnhildur heklaði þennan altarisdúk, hún er eins og hennar ætt öll sömul sannkölluð handverkskona.
Hér les hún ljóð um kirkjuna eftir föður sinn Elías Michael Vagn Þórarinsson frá Hrauni í Keldudal, og það var dýrt kveðið. Það stóð til að rífa kirkjuna, en heimamenn gátu komið í veg fyrir það, og nú stendur þessi fagri minnisvarði sveitungum til heiðurs. Þó allir séu fluttir burtu.
Predikunnarstóllinn vakti greinilega mesta athygli okkar fólks.
Svo og gamla kirkjuklukkan. Sem er annað hvort gömul skipsklukka eða upprunalega kirkjuklukka. En hún hefur fögur hljóð. Við fengum að heyra það.
En þá var að huga að veraldlegum hlutum eins og að fá sér að borða.
Það var ósköp notalegt að vera í skjóli kirkjunnar, því það var dálítill vindur þó ekki væri kalt.
Hér er gamall kirkjugarður, og hér eru stórar sögur og sumar all hrikalegar.
Eins og sagan um hana Gunnhildi Sumarliðadóttur. Hún varð ófrísk og sagan segir að faðirinn hafi ekki viljað gangast við barninu. Bræður Gunnhildar en þau bjuggu á Sveinseyri, þurftu að fara yfir fjörðin til að heyja, hún fékk að fara með, en var þá barnshafandi. Sagt er að þegar þau voru á heimleið fór veður versnandi, og þegar þau voru komin í fjöruborðið valt báturinn, bræðurnir huguðu fyrst að heyinu, en fóru svo að svipast um eftir systur sinni. Hún fannst svo í fjörunni og þeim sýndist hún látinn, báru hana heim í skemmu. En hún rankaði við sér, og urðu þeir þá svo hræddir að þeir gengu frá henni, héldu að hún væri draugur.
Nema að svo gerist það að eftir jarðarförina fer hún að ganga aftur í ljósum logum um sveitina. Þessu er reyndar lýst í kvæði eftir Elías. Hún vitjaði hans þegar kona hans bar barn undir belti og vildi að barnið bæri nafn hennar. Og það var gert, og er það sú sama Gunnhildur sem var fararstjóri okkar þessa ferð. Ég ætla að láta ljóðið fylgja, því það er svo magnað.
Septembermyrkrið er svart og napurt
Sumri er brugðið, fólkip dapurt,
Á Brimnesi og Hálsum brotnar aldan
Blakta stráin við norðankaldann.
Við Sveinseyrarkambinn er súgur þungur
Svarrandi sleikja hann löðurtungur.
Dagsbirtan kafnar í kvöldsins grána
Kembir brimsjórinn Oddatána.
Bóndinn á Eyri er aldurhniginn
Eitthvað finnst honum vindleg skýin,
Hann eirðarlaus reikar og yfir fjörðinn
Augunum starir, en sjór og jörðin
Renna saman í rökkurmóðu
Regnskýjabólstrarnir upp sér hlóðu.
Skyldi ekki báturinn bráðum lenda
Þessir bölvuðu flutningar taka enda.
En hvað er að tala, það telst nokkur vandi
Þegar tún eru varla ljáberandi,
En úthaginn nálega yfirsetinn
Og ekkert sem getur jafnað metin.
Þeir höfðu því slegið handan fjarðar
Og heyskapinn, þennan gróður jarðar
Bundið og flutt til bjargar knúðir
Borið á skip við Helluflúðir.
Já, bræðurnir fóru í bítið í morgun
Að binda restina og inna borgun
Af höndum, fyrir það hey sem náðist
En hins ber að geta sem áður láðist:
Að með þeim hún Gunnhildur fékk að fara
Og fyrir það ætlaði hann að svara.
Því henni var erindið mjög í muna
Og meira en fólkið skyldi gruna.
Hann leyndist nú ekki sá ljóðurinn arni
Að líklega átti hún von á barni.
Sinn verðandi barnsföður vildi hitta
Og við hann í eitt skipti reikninginn kvitta.
Ef þráaðist hann yrði þungt í sinni
Þekki ég skapið í Gunnhildi minni.
Í Alviðru hafði sá vistina valda
Og vænti sér ríflegra endurgjalda.
Að setjast í búið mun beinlínis kætann
Af barnsaldri þó væri heimasætan.
En hvað sem því líður er löng orðin biðin
Hún leggst eins og mara á sálarfriðinn.
Eitt er þó víst að eitthvað tefur
Um sig í hjartanu myrkrið grefur.
Vaxandi brimhljóð til bæjar greinist
Bak við það óttinn og hættan leynist.
Að lenda með háfermi heys í slíku
Er hæpið að treysta, og því um líku.
Er betra að sinna á björtum degi
Svo bátur og mannafl duga megi.
Og fólkið á Sveinseyri situr og bíður
Samræður hljóðna en tíminn líður.
Þekjan á bænum er stormhviðum strokin
Það er stigið um hlaðið í vökulokin.
Hér voru þeir mættir bræður báðir
Blautir og kaldir, soltnir og hrjáðir.
Örþreyttir menn frá önn og striti,
Óskadraumurinn hvíld og biti.
Vel er að brimið ei varð til saka
En var ekki Gunnhildur komin til baka?
Spurningin féll líkt og högg frá hendi
Heimilisfólkið þeim bræðrum sendi-
-augnatillit sem andsvara krafðist,
En eitthvað fyrir þeim báðum vafðist.
Að lokum kom svarið nú seig á þorið
Menn sáu að hér hafði slys að borið.
Báturinn hjá okkur fór með flötu
Féllu brotsjóar upp í götu.
Gunnhildur sat upp við sátuhlaðann
Við sáum það eitt, hún var farin þaðan
Og héldum að heim þá hefði hún gengið,
Hita og hvíld eftir volkið fengið.
Við sinntum því einu að bjarga í bili
Bátnum og halda á réttum kili.
Þeir fóru um nóttina líksins að leita
Lagðist á hugina sorg og þreyta,
Með fjörunni gengu þeir gripnir kvíða
Geigþungt er myrkrið við að stríða.
Í Bótinni hafðana borið að landi
Biksvarta hárið var orpið sandi.
Þar lá hún og starði opnum augum
Annarleg, fögur, með köldum taugum.
Til naustsins þeir báru líkið og lögðu
Á líkfjöl, en fátt hvor við annan sögðu.
Þá slokknaði ljóstýran allt í einu
Eins og nú væri fátt á hreinu.
Til bæjar þá annar bróðirinn gengur
Að bjarga við ljósinu, óttans strengu
Bærðist hjá hinum sem beið hjá henni
Bogaði svitinn af fölu enni.
Þá reis hún upp það var reginkraftur
Hver ræður þessu, hún gengur aftur.
Hann greip þá exi og gekk til hennar
Ganga um þetta sögur tvennar.
En líkið þá niður seig að seti
Sem hún í bili undan léti.
Að Hrauni skyldi nú Gunnhildi grafa
Það gat ekki leikið á neinum vafa.
En kirkjusókn þangað Eyrarmenn áttu
Og embættisverka þar krefjast máttu.
Þeir lögðu af stað í logni og blíðu
Og lentu í dalnum í veðri fríðu.
Já, kistuna skyldi til kirkju bera
En karlmenn einir það máttu gera.
Um hálfnaða leið var sem heljarþungi
Í hendurnar sigi, en kaldur drungi
Bugaði alla, þeir báru sig miður,
Best var að setja kistuna niður.
Þeir hvíldust um stund og úr limum líður
En líksins í Hraunsgarði gröfin bíður.
Er kistuna aftur í hendur þeir hefja
Hugsuðu: Númá ei lengur tefja.
Þeim brá, hún var létt eins og léki á vafa
Að lægi þar nokkur sem þyrfti að grafa.
Í Hrauni sjá menn að upp holtin hendist
Og heim yfir túnið sem örskot sendist.
Konu í líkhjúpi, kræfan anda,
Kuldi frá henni þeim virðist standa.
Inn yfir garðsvegginn kona sú hverfur
En klukknahljómurinn eyrun sverfur.
Vaxa í skuggunum vofur bleikar
Varið þið ykkur, Gunnhildur reikar.
Áratugir og aldir renna
Atvikin mark sitt í hugann brenna.
Í Hraunsgarði liggur hún loks í friði
Leiktjöldin fallin kyrrt á sviði.
Græðlingskvistur á gröfinni stendur
Gróðursettu hann vinahendur.
Höfundur: Elías Mikael Vagn Þórarinsson
Hrauni Keldudal Dýrafirði.
Við urðum Gunnhildar ekki vör, enda hafði verið settur kross á leiði hennar nýlega. Og ef til vill hefur hún bara fagnað fjölmenninu.
Hraunshúsið hefur mátt muna sinn fífil fegri, aðeins lengra niðurfrá var svo annar Hraunbær en af honum var ekkert eftir nema grunnurinn og hluti strompsins, í því húsi fæddist Gunnhildur fararstjóri. En hér er mikið veðravíti á vetrum.
Rútubílstjórinn Elías Sveinsson og hans elskulega kona.
Fólk gerði sér gott að matnum og félagskapnum.
Hér les Gunnhildur upp hið magnþrungna ljóð um Gunnhildi Sumarliðadóttur.
Við skoðuðum svo sumarbústað sem er rétt þarna hjá. Fólkið sem hann á hefur plantað hér ýmsum áhugaverðum trjám, sá ekki betur en hér væru nokkrar steinbjarkir m.a.
Átta mig ekki alveg á þessari plöntu, það væri gott að fá nafn yfir hana. Kannast samt við ættina, en kem henni ekki fyrirmig.
Þessi horfir svo hraukfránum augum yfir landið og gætir þess örugglega.
Svo var slegið á létta strengi eins og okkar er von og vísa.
Margt að ræða og margir brandarar sem fuku.
Þegar hér var komið sögu var farið að rigna, svona léttum úða lóðréttum, þó var hlýtt.
Man ekki nafnið á fjallinu en tignarlegt er það með sinn gráa trefil.
Skemmtilega staðsettur bátur.
Fjölskyldan bjó svo hér uns þau þurftu að flytja þegar barnamegðin þurfti að fara í skóla. Þá var flutt í Haukadal þar sem var skóli og félagsheimili og sannkölluð menning.
Gunnhildur sagði mér að vinnukona á bænum hefði fundið þennan stein upp í fjalli, og komið með hann heim í svuntu sinni. Í fyrsta lagi hefur svuntan verið úr ansi sterku efni og svo er líka spurning hvort vinnukonan hafi ekki líka verið að tröllakyni. En þessi steinn var notaður til að gefa hundunum mat.
Hér eru svo bændurnir í ferðinni að skoða fornfálegt vinnutæki.
Ég lýk svo þessari dulúðugu sögu á ævintýraskipinu, ef til vill er þetta hinn eini og sanni Hollendingurinn fljúgandi, hver veit. Í íslenskum sveitum getur allt gerst.
Og innilega takk fyrir mig kæru vinnufélagar og eiginkonur. Þetta var frábær ferð.
Vinur okkar fjölskyldunnar Stefan Abright bauð okkur að borða í Tjöruhúsinu hjá Magga Hauks. Þessi staður er löngu orðin heimsfrægur og þangað flykkjast útlendingar allstaðar að úr heiminum og svo ísfirðingar sem vel kunna að meta þennan dýrðarstað. Og nýveiddan fiskinn sem þar er boðið upp á.
Það var yfirfullt út úr dyrum, en allir þolinmóðir og glaðir.
Takk fyrir matinn Stefan minn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.8.2011 | 11:50
Vont karma Hörpu.
Verð að segja að áhugi minn á Hörpu er nú ekki meiri en svo að ég missti af öllu þessu umstangi með tendrun ljósa og væntingar sem fólk hefur talað um hér. Ég hafði því engar væntingar hvað þá að ég vissi að það ætti að tendra þessi ljós.
Ég skildi ekkert í þessari útsendingu í gær. Fyrst þessi fáránlegu fíflalæti í niðurtalningunni sem var reyndar illa æft og útsendingin klikkaði oftar en einu sinni. Og svo flugeldasýningin sem hefur örugglega verið flott, en var klippt á í miðju kafi, þegar búið var að segja manni að það yrði rúsína í pylsuendanum, og ég beið spennt eftir síðasta flugeldinum sem alltaf er sá flottasti. Nei þá kom gamalt myndband af AC/ DC? Lá þeim svona mikið á að komast í jammið starfsmenn að hætt var í miðjum klíðum?
En aftur að Hörpu og ljósadýrðinni. Ég hafði sem sagt ekki hugmynd um að það ætti að tendra ljós, og skildi því ekki hvað var alltaf verið að sýna Hörpu og einhver blikkandi smáljós.
Mín skoðun er sú að Harpa hafi vont karma. Hver vandræðagangurinn eftir annan hafa elt bæði hús og starfsfólk.
Fyrst fannst fólki bruðl að halda áfram með byggingu hússins eftir hrun. Og mörgum fannst þar á meðal mér að það hefði mátt nota peningana í eitthvað þarfara en þessa kirkju elítunnar í Reykjavík.
Síðan kom í ljós að póstar pössuðu ekki og varð að rífa niður hluta hússins. Þá kom í ljós að byggingin er meira og minna ryðguð.
Svo hefur kviknað tvisvar sinnum í. Reiði vegna bílastæða, reiði hljómlistarmanna vegna ráðsemi stjórnar í sambandi við tæknimál og hljómlistagræjur. Reiði þeirra sömu vegna óréttlátra krafa um hvernig beri að greiða fyrir húsið og að ekki megi selja sínar vörur þar inni.
Allt þetta ber hrein merki þess að þarna er fólk að störfum sem ekki ræður við almannatengsl. Fólk sem hefur verið ráðið þarna út af klíkuskap en ekki hæfni. Hroki og yfirgangur er oft það sem einkennir slíkt fólk.
Þess vegna kom mér ekkert á óvart að fólk yrði fyrir vonbrigðum með ljósadýrðina sem átti eftir því sem fram hefur komið að ríkja þarna, endapunktur menningarnætur og ég veit ekki hvað.
Það hlýtur að vera erfitt að floppa svona gjörsamlega frammi fyrir alþjóð í beinni útsendingu. Ég sendi því þeim sem að þessu mannvirki hafa staðið og borið hita og þunga af þessu öllu saman mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eina sem ég vona er að þið hafið lært eitthvað af þessu. Og hugsið ykkur um næst þegar ykkur verður trúað fyrir svona hlutum að allt kapp er best með forsjá, og að enginn kemst lengra en þangað sem honum er leyft að fara. Það þýðir ekki að vaða yfir þá sem eiga að fylla húsið af list sinni, hrekja burtu fleiri listamenn með snobberíi.
En ef karma Hörpu verður ekki breytt með nýrri hugsun, umburðarlyndi og hógværð, verður þetta hús aldrei annað en það sem hún sýnist í mínum augum ryðhrúga til merkis um græðgi, bruðl og dansandi gullkálf og hananú!
![]() |
Glerhjúpur Hörpu tendraður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
20.8.2011 | 14:44
Má bjóða ykkur í ferðalag?
Fljótavík í Sléttuhreppi er mín paradís. Ég verð að komast þangað með barnabörnin mín einu sinni á sumri til að fá orku og útrás. Börnin eru reyndar ekkert skárri en ég, þau byrja að hlakka til að fara næsta ár um leið og þau fara heim úr síðustu ferðinni.
Það er hægt að fljúga eða fara með bát. En olía er orðin svo dýr að það liggur við að það sé á við utanlandsferð bara að komast norður. Það tekur kortér að fljúga með Fljótavíkurfluginu og flugmaðurinn Örn er afskaplega öruggur og góður flugmaður. Reyndar eru þrír flugvellir fyrir norðan, einn í Tungu og svo fjaran Atlastaðameginn og síðan tvær brautir á túninu.
En hér er beðið eftir fluginu.
Og hér er flugvélin.
Veðrið var yndislegt og við hlökkum öll til að komast norður.
Þá er að hlaða í vélina, flugmaðurinn Örn.
Útsýnið ekki amalegt inn Djúpið.
Bolungarvík.
Lágskýjað yfir Djúpinu, en sjórinn fagurblár.
Þegar komið er norður fyrir erum klettarnir marglitir af fugladriti og jarðvegsleifum.+
Þvílík auðn!!!
Og bárurnar brotna við kletta.
Þetta er kraftmikið umhverfi svo ekki sé meira sagt.
Alveg að koma.
Atlastaðir.
Og þá er bara að týna saman dótið og yfirgefa flugvöllinn. The Airport.
Eins og sjá má var hlýtt og notalegt hér við ysta haf.
Og flugvélin hefur sig til flugs heim á leið.
Stefan þýskur vinur okkar var komin á undan okkur og hafði tjaldað fram við Reiðá kvöldið áður og hafði veitt silung í matinn, sem við borðuðum með bestu list um kvöldið, steiktan á Fljótavíkurvísu.
Já það var gott að vera komin norður.
Reynir Atlason hjálpar mér við að steikja fiskinn.
Það er eins gott að kenna þeim hvernig ber að umgangast þessa paradís, því þau munu erfa landið.
Já þau skemmta sér vel börnin.
Allt að verða klárt fyrir dinner nýveidda bleikju ekki amalegt það.
Og börnin skála í barnakampavíni, (óáfengt auðvitað)Til að fagna því að vera komin norður.
Nammi namm.
Hér er ekkert rafmagn, bara gas, kerti og spil.
Og það var einmitt mikið spilað.
Sandur og vatn eitthvað sem heillar krakka á öllum aldri.
Ég fór að skoða hvalinn, hann liggur þarna og ilmar eins og .........
Einhverntíman fljótlega mun hann springa og þá verður veisla fyrir fuglana sem bíða eftir að komast í hræið.
Bíða á áhorfendapöllum eftir því að eitthvað gerist svo þeir komist að.
Stóru strákarnir eru líka að fara að skoða hann, þeir eru á gönguferð um Hornstrandir ætla í Hornvík og eitthvað áfram næstu daga.
Það þarf að hafa með sér stígvél og nóg af sokkum því hér heillar vatnið mest af öllu.
Svo þarf að höggva í eldinn. Úlfur kennir Daníel réttu handtökin.
Svona á að gera þetta!!!
Og ekki er amalegt að segja draugasögur í fullu tungli við kertaljós.
Bræður.
Nóg af býflugum og geitungum hér líka.
Svo er bara að láta fara vel um sig í góðu veðri.
Og svo kvöldar aftur.
Ljósashow.
Fallegt sumarkvöld.
Maður getur skynjað kyrrðina í myninni.
Eitt er það sem þau verða að fá að gera þarna fyrir norðan, en það er að fara yfir ósinn í Julluborgir og stökkva í sandöldum sem þar eru. Og þá fá þau lánaðan bát hjá Ingólfi og Boggu.
Það finnst þeim yndislegt.
Svo eru það bara mömmur og ömmur sem verða að þurrka fötin
Svo þarf alltaf að ganga vel frá öllu.
Það er gaman þegar fullorðna fólki nennir líka að spila við mann.
Og fara í andaglas, undir kontról frá ömmu.
Atli frændi nýkomin úr Reiðá með einn stóran. Veiddi reyndar fleiri en lét strákana hafa þá með sér í gönguferðina.
Kvöldsólin.
Kvöldið er fagurt.
Júlíana Lind.
Flottar stelpur og Sigurjón auðvitað.
Stubburinn, pabba hans langaði alltaf svo til að fá að fara með hann í Fljótavík, ég er viss um að hann hefur verið glaður með að sá stutti er farin að koma, þetta er í annað sinn sem hann kemur með mömmu sinni.
Þau eru ótrúlega góð hér í óbyggðum, frjálsir og glaðir krakkar.
Máninn fullur fer um heiminn.
Speglar sig í vatninu.
Og himininn rauður og fagur.
Og hér segir Atli uppáhaldsdraugasöguna þeirra Pitty pittý puff puff, og sumir þurfa smá umhald.
Og spila spila spila.
En það er góð skemmtun. Svo má líka horfa á Fire eitt tvö og þrjú á kvöldin þegar búið er að kveikja upp í kamínunni.
Svo er hugað að veiðigræjunum.
Smá fikt í kertunum tilheyrir líka.
Sunnudaginn grilluðum við læri, þá var aðeins byrjað að rigna.
Og það smakkaðist bara vel.
Og það varð að klæða sig upp í regngalla þegar farið var út.
En kvöldið var samt fagurt þegar sólin kvaddi.
Yndisleg tilfinning.
Sól og máni hlið við hlið.
Jamm sumt getur maður einfaldlega ekki staðist.
Það má gera ýmislegt sér til dundurs það gerðu stelpurnar mínar.
Þegar hér er komið sögu var skollið á þvílíkt veður með úrhelli og roki, þá var notalegt að vera innandyra.
Þá er tími fyrir knús, lestur, spil, krossgátur og hvað og hvað.
Og jafnvel fullorðna fólkið leggur kapal.
Þennan þarf ekki að kynna, hann er að verða heimsfrægur á Íslandi
Svo opnaðist smá glufa á himininn.
Svo fallegt.
Hér eru engin ljós til að skemma birtuna.
Það hafði snjóað í fjöll og það fjaraði ekki úr í fjóra daga, vegna þess að sandurinn hafði hrannast upp í ósinn.
En það var margt hægt að gera og við að vera samt sem áður.
En öll él birtir upp um síðir og Atli fór út á Langanes að veiða, og kom með 9 stykki heim, gaf Boggu tvo.
Svo er viktað og mælt, og gamli skátaforinginn kunni svo sannarlega að virkja ungviðið með sér.
Allt skráð niður í veiðibók, það er skylda. Svo var komið að mér að flaka og gera að fiskinum, ég er nefnilega best í því
Hrogn, við grófum og jafnavel reyktum silung og frystum til að flytja með heim.
Úlfur og Daníel vildu ekki láta sitt eftir liggja, þeir ætla fram á Langanes og jafnvel fram í Reiðá.
Klárir í slaginn.
En við Atli fórum niður í fjöru til að leita að sjóreknu timbri til að eiga til upp á seinni tíma.
Niður í ósnum voru frændur Pípí að leika sér.
Hvalurinn hafði snúið sér og færst nær landi við allt flóðið eftir þetta skýfall sem varði í þrjá daga.
Ekki beint frýnilegur blessaður.
Ingólfur heldur að hann fari ekki úr þessu, fyrst hann fór ekki út núna.
ég er viss um að ef þau hefðu vitað af Pípí hefðu þau beðið að heilsa honum.
Hér má sjá hvernig vegirnir enduðu í stöðuvötnum eftir regnið.
Stelpurnar höfðu bara haft það gott heima á meðan.
Drengirnir höfðu farið alla leið fram að Reiðá, en þessa tvo veiddu þeir við Langanes. Hæng og hrygnu.
Og það þurfti að vega meta og skrá.
Þessi fiskur er komin í vatnið hefur ekki verið þar áður, hann étur bæði seiði silungsins og fæðuna. Hann er því ekki aufúsugestur í Fljótavíkinni.
Allt tekur enda það gerði líka þessi dýrðarvika í Fljótavík. Og nú er búið að þrífa allt í hólf og gólf og ganga frá og beðið eftir fluginu.
Ísafjörður.
Margar skútur við festingar á pollinum.
Ég vona að þið hafið haft gaman af ferð til Fljótavíkur með mér.
http://www.youtube.com/watch?v=GO8NoJq-tJg
Eigið góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.8.2011 | 15:15
Pípí strýkur að heiman og lærir að fljúga.
Ég er komin úr vikudvöl í óbyggðum. Í Fljótavíkinni minni kæru. Ég ætla að segja ykkur frá því bráðum. En það tekur smá tíma að koma sér í rútínu eftir svona sælutíð í tímalausu rúmi, þar sem hvorki er rafmagn sími né neinn vegur.
En meðan ég var í burtu var Pípí aleinn heima, með fiskunum og hænunum, systir mín bjargaði mér samt með að gefa þeim á meðan.
Hmm eitthvað skrýtið hefur komið fyrir nykurrósirnar mínar, þær eru ekki svipur hjá sjón og laufin fljóta um alla tjörnina það skyldi þó ekki vera......
Stubburinn atarna, ójú nefnilega, hann fer núna daglega og oft á dag að fá sér sundsprett og þá eru um að gera að narta aðeins í blómin, þó hann borði þau ekki. HMPFR:::
Ég er eiginlega viss um að hann kom ekki hingað inn óvart. Hann var búin að planleggja þetta allt fyrir fram.
Og það má segja að hann hafi valið rétt.
Skömmin þín litla.
ég lét renna smávegis í tjörnina meðan ég var í burtu og þegar ég kom var hún tandurhrein svo fiskarnir sjást nú vel.
En það hringdi í mig fréttamaður frá RUV áðan og spurði hvort ég vildi veita viðtal um svæðið sem ég er að biðja um að taka í fóstur, og svo berjasprettuna.
Við ræddum nokkra stund svo segir hann hvaða gæs er þetta í grasinu, þetta er Pípí segi ég, þegar við fórum svo að kíkja á svæðið sem um ræðir elti Pípí auðvita. Og þá gerðist það allt í einu hann FLAUG!! Vá hvað það var gaman að sjá. ALveg sjálfur og án þess að ég þyrfti að kasta honum niður af kúlunni. ÞEgar hann sá hve Pípí var gæfur og skemmtilegur tók hann ákvörðun um að taka heldur viðtal við Pípí en spyrja um berjasprettuna.
En í gær áður en ég kom heim ákvað hann að strjúka. Ég skildi ekkert í því að skálinn var lokaður þegar ég kom heim, og hann svona líka þrælmóðgaður við mig. Talaði ekki við mig og lét sem hann sæi mig ekki.
Sigga mín hringdi svo í mig, hún hafði verið með okkur í Fljótavíkinni en fór heim daginn áður. Hún sagði mér að það hefði hringt í sig kona og spurt hvort hún vissi eitthvað um gæs sem væri að þvælast langt út á vegi. Hún hugsaði sig um og sagði að það gæti nú allt eins verið. Svo kom nágrannakona mín akandi og Sigga tók Pípí upp og þær óku honum heim og settu í stofufangelsi.
En hann var sármóðgaður við mig fyrir að yfirgefa sig í viku. En mér tókst að fá hann til að fyrirgefa mér.
Hér er svo viðtalið við Pípí. http://dagskra.ruv.is/ras2/4557892/2011/08/19/
Bloggar | Breytt 20.8.2011 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.8.2011 | 13:22
Gott veður á Ísafirði, í mest allt sumar. Fyrir utan Júní.
Dagarnir hér eru eins og í útlöndum, sól dag eftir dag og blíða. Það rignir víst í Noregi, Elli segir mér eftir norðmönnum að sumarið þar sé óvenjublautt í ár. En það er bara þannig að austurland og norðurland ásamt norðurEvrópu fylgjast að, og þegar sumarið er gott hér hjá okkur, þá er það síðra fyrir austan og í Evrópu. Einhverskonar veðurkerfi sem stýrir því líklega.
Svona á milli þess að hamast í plöntunum sit ég gjarnan fyrir framan húsið mitt og horfi á það sem gerist í kring um mig. Kajakróður er mikið stundaður hér á pollinum, svo sjókettir og allskonar sjósport.
Hér má sjá að mikið hefur farið af snjónum, þó er hann óvenjumikill á þessum árstíma eða viku af ágúst. Ótrúlegt.
Hér er Úlfur að planka...
Og Daníel horfir hlæjandi á.
Þetta er sólin. Ef til vill er hún svona stjörnulaga en ekki kringlótt.
Sést að það er tekið að kvölda, og svo ósköp notalegt að sitja fyrir utan og njóta þess að vera til.
Við Pípí erum dálítið móðguð, ég skrapp gangandi yfir til systur minnar sem vinnur hér skammt frá, hann elti eins og hundur, en var orðin voða sárfættur, því það þurfti að fara yfir grjót og leir. En hann pjakkaðist þetta alla leið. Þegar við komum svo á staðinn, komu allir karlarnir út að skoða hann, og fyrsta sem þeim datt í hug var jólasteik
Við erum því bæði sármóðguð yfir þessari græðgi. Við viljum hvorugt okkar enda sem jólasteik.
Atli frændi var með okkur og bauð honum að halda á honum heim, en hann þáði það ekki, og varð að plammpa á sínum breiðu viðkvæmu fótum heim aftur.
Vissuð þið að nicotiniur gætu orðið svona háar? meira en mannhæð, svona er það í bestu skilyrðum, þá vex allt betur.
Það er blómlegt yfir að líta. Mér var tilkynnt í morgun að það kæmi maður að sunnan að meta húsið mitt upp á uppkaup, ég er skíthrædd. En ég er ákveðin í að gera allt sem ég get til að forða þessum hryllingi.
Stubbarnir mínir tveir eru komnir heim til Noregsi, þeir komu til að kveðja ömmu sína.
Fiskarnir fá kál í matinn og Pípí langar heil ósköp til að ná sér í, en hann fer ekki aftur ofan í tjörnina, þar sem hann veit að hann kemst ekki uppúr aftur nema með aðstoð. Þarna er hann samt búin að smakka á nellikunni minni skömmin sú arna.
En svona eru dagarnir hér og það er gott. Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 2023434
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar