28.3.2012 | 00:14
Vínarferð og fjölskyldan í Austurríki.
Jæja þá er ég komin heim í heiðardalinn. Flaug heim frá Osló og vélin tafðist á flugi um ca 20 mín. vegna mótvinds. Á flugvellinum beið mín starfsmaður B&B þar sem ég gisti gjarnan og svo geyma þeir bílinn fyrir mig. Ég ætlaði að aka heim samdægurs. Fyllti tankinn og hélt af stað. Reykjanesbrautin var einn allsherjar hliðarvindur alla leið. Þurfti að útrétta í Reykjavík og hitti svo Dísu vinkonu mína á kaffihúsi. Svo var lagt af stað heim. Ég get svo svarið það að það var ekki bara rok heldur ofsarok alla leiðina. Á Þröskuldum mátti sjá á upplýsingaspjaldi að vindinn sló upp í 32 metra á Sek. Sem betur fer var þó vegurinn hálkulaus, enda hlýtt í veðri. Á Steingrímsfjarðarheiði var samt krap og ísing, svo að það var eins og að aka í sjóbrimi, rúðan bílstjórameginn varð eitt klakabúnt svo ekki sá út. Það mátti sjá á upplýsingum þar að þar fór vindurinn upp í 24 metra á sek. Og svo gekk alla leið heim. Verst var að mæta fjórum vöruflutningabílum þar sem vegurinn er hæstur og mjóstur í Skötufirðinum, en alls mætti ég tíu slíkum frá Staðardal og heim. OJ hvað það er ógeðslegt að mæta þessum trukkum á mjóum vegum, þar sem þeir frussa framan í mann slabbinu, svo ekki sést út úr glugga næstu sekúndur.
Ég var samt nokkuð fljót miðað við aðstæður, því ég fór upp úr þrjú frá Reykjavík, og var komin heim milli hálf átta og átta. Ég bjóst við að verða með harðsperrur í handleggjunum, því ég þurfti að halda fast um stýrið þegar hryjurnar skullu á bílnum, því það var eins og vindurinn vildi taka af mér völdin.
En ég ætlaði reyndar ekki að tala um þetta heldur halda áfram umfjölluninni um Austurríki og bjóða ykkur í Vínarferð.
Pabbinn stoltur með ungann sinn, hann er að vinna afar mikið og er mikið í burtu, svo það er notalegt þegar honum gefst tími til að sinna pæjunum sínum og litla manninum.
Ég var afar heppin með veðrið í Austurríki og reyndar Noregi líka, en það var hitabylgja helgina sem ég var í Austurríki það voru 24°c yfir helgina. Stelpurnar alsælar að leika sér í góða veðrinu.
Ýmislegt gert sér til dundurs. Og svo voru túlípanarnir sem við stelpurnar settum niður í haust farnir að stinga upp kollinum.
Naggrísirnir voru settir út í garð og Trölli var afskaplega forvitinn, hann gætir þeirra svo vel.
Og hér er svo ykkar einlæg í kjól af dóttur minni, því ég hafði ekki reiknað með svona hita.
Vissuð þið að það eru prinsessur í Austurríki?
Og það þarf að hafa öll dýrin sín með.
Fallega fallega prinsessan mín
Svo er það Lady Hanna Sól Senjorita.
Gamla brýnið. Vitið þið að það er hægt að fá eðalrauðvín frá Feneyjum Dante minnir mig að það heiti á eina evru níutíu og níu. Svo er auðvitað Burgenland vínin sem eru afskaplega góð hér. Og svo blönduð vín frá Burgenland og Ítalíu sem eru líka rosalega góð á svona þrjár evrur.
Stærsta prinsessan auparin Olga frá Reykhólum, frábær stelpa, sem var einmitt að skjótast til Barcelona þegar við Elli fórum til Noregs.
Ég og ástin mín út á svölum með Fortchensteinkastalann draugakastalann í baksýn.
Hér eru þau öll þessar elskur svo flott og falleg og yndæl.
Hvað er saklausara en ungdómurinn okkar, full af eftirvæntingum um lífið. Og það hefur enginn rétt á að svipta þau framtíðinni.
Litli unginn minn Jón Elli, kallaður Nelli. Frábær karakter, svo gaman að sjá hvað þau verða fljótt sjálfstæðar verur sem eru bara þau sjálf og enginn annar.
Hér er Lille Fee, bróðir hennar Carlos hefur týnst þessi elska.
En hér erum við komin til Vínar, á sunnudeginum var ákveðið að við tengdasonurinn og stelpurnar færum til Vínar. Hér erum við fyrir utan Gasometer, þar sem við skildum bílinn eftir, því héðan er hægt að taka neðanjarðarlestina hvert sem er í Vín, og planið var að fara fyrst niður á Stefans platz og síðan niður að ánni Dóná.
Við höfðum tvö hlaupahjól með fyrir stelpurnar.
Hér bíðum við á lestarstöðinni Simmering til Ottankring.
Og nú er kettlingurinn minn að veiða mús í skápnum hjá mér Með mínu leyfi reyndar.
Þetta var svona önnur helginn hér sem var svona gott veður, svo það var mikið af fólki, hér er breakdansflokkur frá Ungverjalandi sennilega að sýna listir sínar. Það er mikið gert af því hér að sýna allskonar listir, hér er mikið um túrista, Vínarbúar halda sig annarsstaðar á aðalverslunargötunni. Hér er meira um sögulega staði, eins og Dómkirkjuna og katakomburnar undir henni sem fróðlegt er að heimsækja og svo frábæran arkitektur.
Þessir krakkar voru algjörlega frábær.
Ég get svarið það að ég hélt að þetta væri stytta sá enga hreyfingu á manninum, en voila hann var lifandi, það sá ég svo seinna.
Hann minnir mig á hvað heitir hann nú aftur sá frægi í veðurmanninnum. (frú Robinson)Man það núna Justin Hofman.
Og kettirnir eru að skanna skápana í eldhúsinu mínu. Ég get svo svarið það að þeir finna lykt af bráð. ég ákvað að opna skápana sem ég hef séð ummerki um mýs og þeir eru að vinna heimavinnuna sína þessar elskur, en ég vorkenni samt músunum.
Það sem mér finnst frábærast við Vín er arkitektúrinn, þar ægir öllu saman gömlu og nýju, þeir eru óhræddir við að fara ótroðnar slóðir blanda saman gömlu og nýju en gera það svo smekklega að unun er að.
Og svo er þetta ein algengasta sjónin þar, hesta og vagnar.
Hér erum við svo að borða ís.
Trúið þið eigin augum?
Komið aðeins nær. Er þetta hægt Matthías? Segi og skrifa. Svo gaf hann mér þetta vinarmerki meðan ég myndaði hann hehehe.
Það sem ég var að segja um arkitektúrinn, hér er sennilega og er það frægasta í Vín, hvernig þeir blönduðu saman gamla og nýja tímanum í arkitektúr, gamla dómkirkjan og svo nýmóðins bygging, sem fellur svo vel inn í allt hérna þó ótrúlegt sé. Eins og ég segi þeir eru algjörlega einstakir í því að teikna byggingar svo fagrar og svo fallandi vel inn í umhverfið að það er unun að skoða.
En við vorum á leiðinni niður að Dóná, hér er svona svæði sem fólk safnast saman á góðum dögum, hér var margt um manninn þennan sunnudag, því veðrið var svo yndælt, og loksins vorið komið eftir sérlega harðan vetur, þar sem frostið fór upp í 20° sem ekki hefur gerst í 40 ár hér á þessu svæðí.
Og hér var slakað á. Í ánni er fljótandi trampolín, þar sem ungdómurinn getur unað sér við að hoppa og skoppa, og þar var endalaus ásókn, en við gátum setið á bekkjum þar við og slakað á.
Svo þegar maður kemur heim og sér alla kassana í húsagerð, þá getur maður ekki annað en dáðst að austurríkirmönnum með sínar mjúku línur og falleg hús.
Eigum við ekki að segja að þetta sé dæmigert gjaldþrot grikkja?
Þarna sést trampolínið, og fólkið foreldrarnir sem sitja og horfa á börnin sín skemmta sér rosalega vel.
Það var hoppað og hoppað og svo hoppað aftur.
Hér eru strákarnir allir eins, sagði Olga og hló, í þröngum buxum með sömu klippinguna, og hér er svo vínarstællinn á dömunum líka.
Á heimleiðinni fórum við aðeins inn í Gasometer, en það eru gamlir gastankar sem voru gerðir upp sem íbúðir, moll hljómleikasalir og margt fleira, Bára mín bjó í einum tankum í nokkur ár og eitt sinn þegar ég heimsótti hana var Oasis með hljómleika. Þá var nú aldeilis mikið um að vera, fleiri sjónvarpsbílar rútur og græjubílar. En svo eru gerð svona "PLAKÖT" í gólfið á tanki númer eitt. þar sem hljómsveitirnar setja fingur og tær og jafnvel undirskriftir greiptar í gólfið. Þarna má sjá ótal frægar stjörnur.
Hér er plakat um þessa fjóra tanka og það sem þar er.
En ég vona að þið hafið notið ferðalagsins. Því það sem gerist næst er að við förum til Osló og dveljum þar nokkra daga í Nittedal, hittum þá bræður Hjörleif og Hagbarð Valssyni, Smára Karls og Siggu, og fullt af öðru fólki.
En ég segi bara góða nótt elskurnar mínar og takk fyrir samfylgdina.
Vona að kettirnir annað hvort veið mýsnar eða fæli þær í burtu, þar sem mér finnst ekki skemmtilegt að haf þær í skápunum mínum, þó ég virði þeirra tilkall til lífsins, þá vil ég helst hafa þær utan dyra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.3.2012 | 11:24
Osló og Austurríki.
það er alveg greinilegt að komin er kosningahugur í fólk. ´Ég hef að vísu lítið verið á netinu núna, notið þess að eiga góðar stundir með fjölskyldunni, þess vegna bregður mér dálítið að sjá heiftina sem fólk lætur frá sér, og ætlar fólki allskonar illsku, fyrir það eitt að vilja taka höndum saman við að reisa landið úr öskustó. Fólk sem hefur unnið óeigingjarnt starf við að koma á nýjum framboðum, eins og Samstöðu og Dögun. Sem mér finnst reyndar afskaplega fallegt nafn.
En ég ætla frekar að bjóða ykkur smá myndasýningu af mínum högum hér út í Fortchenstein. Hér var hitabylgja um helgina og hitinn fór í 24° sem er frekar óvenjulegt á þessum tíma, en febrúar og mars hafa verið óvenjulega kaldir hér þennan veturinn. Frostið fór yfir 20°þegar verst var.
Mér datt nú í hug Hrútspungarnir og lagði þeirra þegar ég sá þessa skemmtilegur sýningu í Leifsstöð.
Hitti Sólveigu Huldu litlu mína á Oslóarflugvelli, þar sem ég hitti Ella við vorum að fara saman til Austurríkis. Amma kom með páskaegg að heiman.
Skaftir minn kom til að hitta mig. Og aka pabba sínum út á flugvöll.
Litla skottann okkar er orðin mikil afastelpa. Gott fyrir þau að hafa afa svona mikið hjá sér.
Hér sýnir hún ömmu Tai Kwon Do,
Engin smá einbeitning hjá þessari litlu hnátu.
Þetta lærir hún af stóra bróður sínum honum Óðni Frey.
En svo var komin tími til að kveðja fólkið mitt í Osló, því við þurftum að fara í flug til Vínar.
Og hér erum við komin til Forchtenstein, Jón Elli heilsar afa sínum.
Hér er hún Olga hún er aupair hjá Báru. Olga er eiginlega í fjölskyldunni, því hún er bróðurdóttir Gyðu sem var tengdadóttir mín í mörg ár. Og við amma hennar erum góðar vinkonur. Virkilega dugleg og frábær stelpa eins og hún á kyn til.
Afi með nafna sinn.
Sætur lítill maður
Ásthildur Cesil að greiða ömmu sinni.
Tvær neonbleikar barbieskvísur.
Litli maðurinn alltaf brosandi og kátur. Hann er að vísu búin að vera veikur litli karlinn.
Hanna Sólin stóra systir er líka dugleg við að hjálpa til. Hún er orðin svo stór átta ára.
Svo falleg bæði.
Ömmustelpan mín.
Yndislegt að geta verið innan um barnabörnin.
Ömmuskvísan Ásthildur.
Það er alveg rosalegur heimalærdómur hjá börnum hér í Austurríki, þau eru meira að segja látin sitja eftir strax í sex ára bekk ef þau ná ekki tilteknum einkunum, þá fara þau aftur í sama bekkinn aftur næsta ár. Það eru fleiri blaðsíður í fleiri bókum hvern dag, og ef þau eru veik, þá er komið heim með verkefni og þau þurfa að læra allt sem var gert í skólanum þann daginn og svo heimaverkefnið. Og ég get alveg sagt ykkur að þó barn sé yfir meðalgreind eins og þessi stúlka, þá er bara afar erfitt að fá hana til að sitja einn til tvo klukkutíma og læra. Ótrúlegt alveg. Sú stutta, er á leikskóla, og þar er líka agi, þau þurfa að sitja í trúarstellingum og biðja, og lesa í biblíunni, það þætti nú ekki góður gjörningur heima. En Ásthildur er í sjálfu sér uppreisnarseggur svo hún reynir að komast undan að vera í leikskólanum.
Afi er orðin ansi góður í barnauppeldinu.
Orkunni er eytt á trampólíni.
Það er sko gaman.
Svo var setið út í garði og við héldum partý, stelpurnar komu út með spilara og hér eru þær að dansa.
Gaman að þessu.
Hér erum við svo allar þrjár.
Krossgátubókin er aldrei langt undan hjá mér. En sólin er of sterk fyrir augun hennar Ásthildar.
Mér finnst voða notalegt að sitja og ráða krossgátur.
Hanna Sól í sjómanni við pabba sinn.
Það eru bara ofurhugar sem leggja í það, því pabbi er járningamaður og firnasterkur.
Litli maðurinn er að taka tennur og slefar alveg ógurlega. Hér virðist ekki vera hægt að fá slefsmekki, svona litla og krúttlega.
Við Bára mín.
Elli að kokka.
Það var nefnilega soðin fiskur, ekta vestfirsk Ýsa, beint frá Suðureyri.
Allar að gera eitthvað nytsamlegt.
En nú þarf ég að hætta í bili. Ég ætla að bjóða ykkur til Vínar einhvern daginn, þegar ég má vera að. En segi bara bless í bili. Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
10.3.2012 | 21:13
Ferðin til Mexico og San Fransisco.
Vindurinn gnauðar þó heyrist minna hér en í mörgum öðrum húsum, því kúlan liggur lágt og vindurinn nær ekki taki sínu á henni, fer yfir eins og flugvélavængur.
Úlfur sem átti afmæli þann 8 mars, fær að halda partý fyrir vini sína í kvöld, þeir eru núna að búa sér til Pizzu og ég læt lítið fyrir mér fara. Mér finnst alltaf notalegt þegar krakkarnir eru hér heima, maður veit þá hvar þau eru. Alejandra fékk að gista hjá vinkonu sinni.
Er búin að sá flestum sumarblómunum, nema þeim sem spretta hraðast eins og morgunfrúin dahlían og slík. Ætla svo að bregða mér af bæ og heimsækja Báru mína í Austurríki, það verður bara gaman að koma sér aðeins út úr rútínu.
En mér datt svona í hug þegar svona viðrar að það væri gaman að bjóða ykkur í ferðalagið mitt, við erum búin að fara gegnum Mexico, Guatemala og Belize, þá er eftir að skreppa til San Fransico.
Og hefst nú ferðin:
Ferðasaga Cesiljar. Fjórði og síðasti hluti. Mazatlán til Vestfjarða.
Það var gott að komast til Mazatlán, heim til mágkonu minnar, það var tilbreyting að komast inn á heimili og geta farið í venjubundið heimilislíf, þó við værum ekki komin alveg heim. Þarna var stjanað við okkur. Vöknuðum, fórum út á Patíó að lesa, fengum okkur morgunverð og svo var farið niður á strönd.
Á ströndinni.
Mazatlán er mjög falleg borg, þar búa um 140 þúsund manns. Aðalgatan liggur með fram hreinlegri sandströnd, þar koma margir ferðamenn á hverju ári. Aðallega frá Ameríku eða Kanada. Þeir stytta veturinn heima fyrir, með því að koma hingað í hlýtt og gott veður. Margir eiga íbúð eða villu þarna, og svili minn sér einmitt um hótel sem er í eigu margra Ameríkana og Kanadamanna. Hann hefur líka séð um glæsivillur ríka fólksins, eins og frú Grímhildar, en hún átti snyrtivörufyrirtæki Lancome að mig minnir. Við fengum að skoða villuna hennar, og þvílíkan og annan eins íburð hef ég aldrei séð fyrr né síðar. Glæsikerra var í bílskúrnum sem beið komu hennar, og þernur, garðyrkjumaður og bílstjóri sem voru þarna meðan hún var í burtu. Hún er að vísu búin að selja bæði fyrirtækið og húsið núna.
Götumynd frá Cerr De Jesus Mazatlán. Íbúarnir eiga gangstéttina út að götu, og þurfa að sjá um að gera þær og þrífa. Þess vegna eru gangstéttarnar mismundandi fyrir framan hvert hús, og sumir hafa ekki gert neina gangstétt. Bara sandur fyrir frama. Aðrir helluleggja og sumir steypa. Götutréð er Fícus Benjamínus. Og yfirleitt eru það garðyrkjumenn sem koma og snyrta trén, það er sama með þau íbúarnir eiga trén og láta klippa þau eftir eigin smekk. Við betri götur eins og þessa eru varðmenn sem íbúarnir deila með sér að greiða fyrir að vakta götuna á nóttunni. Á nóttunni er allir bílar fyrir innan grindurnar sem þið sjáið, og hliðin læst.
Þarna lifa menn á rækjuveiðum, humri, ostrum og ferðamennsku. Til skamms tíma voru nokkrir íslendingar þarna í útgerð og veiðarfæraþjónustu. Rækjan er stærri en við eigum að venjast, og humarinn líka. Á ströndinni vorum við alltaf á svipuðum slóðum hjá Playja del Oro. Sjórinn er tandur hreinn og ágætlega hlýr. Á hverjum morgni um nýju leytið kom maður syngjandi upp úr sjónum, með poka á bakinu, hann var á ostruveiðum. Hann hafði smáaðstöðu rétt við hliðina á okkur. Lítinn trékassa og salt og sítrónu. Þangað hélt hann með aflann og byrjaði að brjóta skeljarnar, maður get svo fengið nýja og spriklandi ostru hjá honum á 2 pesóa.
Þarna er stöðugur straumur af sölumönnum sem ganga um ströndina og reyna að selja manni allt mögulegt frá tyggjópökkum upp í flottar tréskurðarmyndir, og málverk. Handklæði og sólgleraugu. Margir sölumennirnir eru indíjánar. Einn maður gekk þarna um á hækjum og söng aríur, ekki var nú röddinn til að hrópa fyrir, en hann fékk stundum pening, menn tóku viljann fyrir verkið.
Strandsala.
Sinalóa fylkið sem Mazatlán tilheyrir er eitt helsta Mafíusvæðið í Mexícó. Hér er friðsælt á daginn, en margt gerist í skjóli nætur. Og margir eru myrtir. Þó maður trúi því ekki þegar maður gengur um þennan vinalega bæ að degi til, með öllum sínum ferðamönnum og friðsæld. Það mátti heyra skothvelli í kyrrð næturinnar, og enn hefur syrt í álinn hér, þegar fjölskylda sem átti litla verslun sem við gengum oft framhjá var myrt og höfuð þeirra stjaksett á girðinguna framan við húsið.
Hérna er karnival um þetta leyti, og er þegar byrjað að skreyta bæinn.
Úti að borða morgunverð í Mazatlán með fjölskyldunni.
Tíminn leið allt of fljótt þarna, því við höfðum ráðgert að stoppa þrjá daga í San Fransisco.
Yfirgáfum Mazatlán á fallegum sólardegi, til að fara út á flugvöll, þurftum að fljúga til Mexícósity, og svo þaðan til San Fransisco. Urðum að stoppa eina nótt í höfuðborg Mexícó, gistum á flugvallarhóteli Rezor mjög fínu hóteli með tveimur herbergjum nóttin kostaði 100 pesos. Þurftum að vakna um kl. 4 a.m. til að ná fluginu.
Maður finnur svo vel þegar maður kemur aftur til bandaríkjanna hve dónalegir þeir eru og leiðinlegir, þeir sem eru í einkennisbúningum þ.e.a.s. Að vísu lentum við á afskaplega elskulegum ungum manni í útlendingaeftirlitinu, við vorum fyrstu íslendingarnir sem hann hafði séð. Maður þarf að gera vel grein fyrir sér, og á hvaða hóteli maður ætli að dvelja, og við vorum ekki ákveðin. Æ ég set ykkur bara á Holliday inn sagði hann og hló.
Síðan tók við þrautarganga gegnum eftirlit þar sem þessir venjulegu ameríkanar komu við sögu ruddalegir og ofstopafullir. Til dæmis konan sem tók við tollmiðanum, hún hrifsaði hann úr hendinni á mér með fyrirlitningar svip, svo mig langaði mest til að sparka í rassinn á henni. Þarna voru engar almennilegar upplýsingar að fá um hótel og slíkt, við vildum vera niður í miðbæ. Þegar við spurðum í upplýsingum, sagði daman með þjósti að það væri ekki hennar mál að svara til um hvaða hótel væru í miðborginni. Meðan hún athugaði neglurnar á sér. En rétti okkur samt ferðamannabækling þar sem voru upplýsingar um hótel en við vissum náttúrulega ekki hvað snéri upp eða niður á San Fransisco.
Við stautuðum okkur fram út bæklingnum og komumst að því að sennilega væri Unik square í miðbænum. Þar fundum við hótel sem heitir King George Hótel. Þokkalegt hótel og í göngufæri við allt.
Leitað eftir hóteli á flugvellinum í San Fransisco.
Slöppuðum af eftirmiðdaginn, en fórum á röltið um kvöldið. Borgin iðaði af lífi, við fórum svo á hótelbarinn þar var live djass og blues, ungir strákar alveg frábærir músikantar.
Gaman að kíkja og skoða.
Við vöknuðum snemma morgunin eftir og löbbuðum einn og hálfan tíma til að leita að stað til að borða morgunverð, annað en kaffi hús með sætum kökum og vöfflum. Fundum loks einn.... við hliðina á hótelinu, þar sem við höfðum reyndar snætt kvöldið áður. Eftir hádegið tókum við einn af hinum frægu Cable vögnum niður í ferðamannahluta borgarinna við höfnina. Fengum okkur að borða humar og krabba á frábærum stað í Fiehermanswharf við höfnina.
Yndislegt og gott.
Útsýnið úr restaurantinum. Listamenn að störfum.
Teflt á Unik squaire.
Síðasti stóri jarðskjálftinn hér var 1989, hann lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Hér eru um 32 hæðir sem mynda borgina, en hún er frá sjávarmáli upp í 929 feta hæð. Þess vegna eru göturnar eintómar brekkur. Aðal samgöngutækin frá Höfninni í miðborgina eru rafmagnsvagnarnir. Þeir ganga fram og til baka, þessir gömlu vagnar.
Cable train. Þessir vagnar voru teknir í notkun um 1873, það var maður að nafni Andrew Smith Hallidie, sem fann þá upp, áður höfðu menn hesta til að draga vagna upp og niður hæðirnar, en eitt sinn horfði hann upp á að hestur féll og vagninn dró hann niður eina hæðina og þá hét hann að finna upp leið til að gera samgöngurnar mannúðlegri.
Fyrir 155 árum var hér aðeins þorp en svo fannst gull í nágrenninu og síðan hefur borgin þanist út. Hún er ekki síður fræg fyrir margvíslegan arkitektúr. Hér býr fólk frá öllum heimshornum.
Flottur arkitektúr.
Listin blómstrar í miðborginni.
Við sigldum svo undir hina frægu Golden gate brú. Hún var 17 ár í byggingu og lengi vel var talið ekki væri hægt að byggja brú á þessum stað. Því gífurleg rok geta orðið þarna, og mikil þoka.
Golden Gate. Liturinn er táknrænn og brúin er stöðugt máluð alla daga, öll ár. Brúin sveiflast 9 metra til og frá í mestu rokhviðum.
Sigldum um á fljótabátnum Queen Mary.
Þarna gátum við leigt heyrnartól og fengið söguna beint í æð. Það var afskaplega fræðandi.
Í mörg hundruð ár sigldu spánverjar og aðrar þjóðir þarna framhjá, án þess að uppgötva innsiglinguna. En það var fyrir tilviljum að spænskt skip hraktist þarna inn fyrir sjávarstraumum. Straumurinn er svo mikill að oft er erfitt að komast þarna inn. Brúin sveiflast um 9 metra til og frá þegar kári geisar af fullu afli. Það eru menn allt árið, alltaf að gera við brúna og mála hana. Þeir byrja á einum enda hennar og þegar þeir eru komnir yfir er byrjað aftur þar sem frá var horfið. Oft gella við þokulúðrar þegar bátarnir koma inn, í þokumistri. Þokulúðrarnir við innsiglinguna gefa frá sér mismunandi hljóð, til að sjómenn átti sig á aðstæðum.
Alcatraz hin illræmda fangaeyja. Ekki er hægt að synda frá henni í land vegna þungra strauma.
Inn á miðjum flóanum er fangaeyjan Alcatraz. Þar voru menn hafðir í haldi og afar fáum tókst að flýja. Því ekki var hægt að synda frá henni sökum straumsins. Eyjan er núna til sýnis fyrir ferðamenn. Þarna er önnur eyja þar sem innflytjendur voru geymdir. Uns þeim tókst að sanna að þeir mættu flytjast inn til landsins. Þeir urðu að eiga ættingja í landinu til að fá dvalarleyfi. Aðallega voru það kínverjar. Og eru þeir áberandi í borginni. Önnur stór brú er hér hún kallast Bay brigde öðru meginn og Oaklandsbrigde hinu meginn, hún liggur í gegnum tvær litlar eyjar og er önnur kvikmyndastúdíó. Í jarðskjálftanum féll efra dekk hennar niður og kramdi þó nokkuð marga bíla undir farginu og margir dóu.
Við fórum á nokkur söfn, vaxmyndasafnið, og safn sem heitir Ripley´s Believe it or not. Eða furður veraldar.
Elli í góðum félagsskap. Fídel, Hussein og Napóleon. Madam Tussaud er samt flottari.
Ýmislegt að skoða í San Fransisco.
Um borð í fljótabátnum.
Hótelið ekkert smáflott.
Hér er margt að sjá og mikið um að vera. Hér eru allstaðar bílageymslur, kallaðar Parkhótel. Upp á níu hæðir, og kostar 30 dollara að geyma bílinn 24 tíma.
Síðasti dagurinn lofaði ekki góðu regnið buldi á rúðum hótelsins. En það stytti upp sem betur fer. Fórum aðeins í búðarrölt, í Macys og Old Navi. Þá varð nú amman gráðug, þvílíkt úrval af barnafötum.
Um kvöldið röltum við um í höfninni hér er aðalferðamannasvæðið, og margt um að vera.
Við fengum okkur að borða á Johns steakhouse. Ég fékk mér ostrur í forrétt og grillaðan túnfisk í aðalrétt. Ekkert smágott.
Á góðri stund.
Í góðum félagsskap.
Röltum um og rákumst á litla sjoppu þar sem hláturmildar Havairósir buðu okkur að freista gæfunnar og velja okkur ostru og gá hvort í henni væri perla. Ef ekki væri perla þyrftum við ekki að borga. Til að gera langa sögu stutta, þá fann ég fyrst eina bláa perlu sem er mjög sjaldgæf, og svo fékk ég að prófa aftur og fékk aðra, reyndi einu sinni enn og fékk þá eina hvíta. Ég lét gera hálsmen og hring með tveimur bláu perlunum, til þess var nú leikurinn gerður, og svo hálsmen úr þeirri þriðju sem var hugsuð sem sængurgjöf fyrir dóttur mína. Þetta kostaði all plús skartgripir fyrir mágkonu mína með hennar perlum um 800 dollara. En það var svo gaman að þessu og hreint upplifelsi að kvöldinu og aurnum var vel varið.
Úbbs og hér var svo blá perla þær þykja flottastar reyndra fékk ég tvær bláar og tvær hvítar.
Svo var haldið upp á hótel King George, með cable train auðvitað.
Blómabarn sem lék fyrir þá sem biðu eftir fari með cable car. Hér sést aðeins í hringinn sem var snúið við til að rétta af vagnana. Gæinn átti örugglega bílinn i baksýn, svo hann hefur ekki verið á nástráinu.
Niður á höfninni. Hér hefur verið gert stórátak í að hreinsa flóann af mengun og sæljónin eru friðuð og þessi pallar gerðir sérstaklega fyrir þau. Það var bæði mikill hávaði og fnykur af þessum elskum.
Þegar heim á hótelið kom var verið að sýna í sjónvarpinu morðsögu með Jessicu Flecher, marga þætti, eiginlega alla nóttina. Og meðal annars þegar frú Flecher fór í cable car einmitt hér í San Fransisco. Vagnarnir ganga frá Unik torgi að Fishermans Wharf, á hvorum stað er svo snúningshleri sem er handsnúið, og svo aka vagnarnir til baka.
Daginn eftir var svo haldið til Boston og það þurftum við aðeins að bíða á flugvellinum, þá var tíminn notaður til að ljúka við að lesa þær bækur sem ég hafði fengið lánaðar hjá mínum ástkæra Mustrum. Og svo var farið upp í flugleiðavél og haldið heim á kalda gamla frón.
Gamla frón, Vestfirðir, í ljósbrotum. Það er einmitt á svona stöðum sem nornir verða til.
Og hér er fullt tungl.
Hér með lýkur þessum ferðabrotum mínum. Eg vona að þið hafið haft gaman af, og getað upplifað í huganum ferðalagið með mér. Þegar maður ferðast svona á eigin vegum, þá kemst maður nær fólkinu sjálfu og tengist betur landi og þjóð. Það gerir ferðalagið miklu innihaldsríkara.
Sögulok.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.3.2012 | 22:10
Að kjósa sér forseta.
Já það á að þvo af sér Samfylkingarstimpilinn? Ekki verður það auðvelt. Alveg sama hvað fólk ræðir og hvað menn langar að fá einhverja til að bjóða sig fram gegn Ólafi. Mér sýnist andstæðingar Ólafs leita með logandi ljósi að frambærilegum frambjóðendum, skiljanlega svo sem. Sumir vilja konu, aðrir þungavigtarmenn í pólitík eða þjóðlífi. Ég persónulega vona að fram komi sem flestir sem gefa kost á sér, því vissulega verður kosið fyrst Ástþór Magnússon hefur gefið kost á sér og býður þeim sem safnar flestum uppáskriftum Spánarferð, og fólk örugglega búið að gleyma ... síðast. Einnig hefur Jón Lárusson gefið kost á sér. En íslendingar eru nú einu sinni þannig að þeir hallast fyrst og fremst að þekktum andlitum. Við gerðum grín að þessu í eina tíð um ameríkana en erum sjálf föst í þessari þykjustu veröld í dag.
Ég er alveg ákveðin í að veita Ólafi Ragnari mitt atkvæði, ég skrifaði upp á áskorun þess efnis og stend við þá ábyrgð. Það geri ég vegna þess að ég hef trú á því að hann hafi vilja þjóðarinnar að leiðarljósi og vaki yfir okkar velferð. Hann hefur sýnt það bæði í Icesave tvö og þrjú. Einnig þegar hann er hugsi yfir á hvaða leið þessi ríkisstjórn er. Þar er ég honum innilega sammála. Við vitum hverju við göngum að men Ólaf, en við vitum ekkert hvað við fáum í hans stað.
Eftir að þessi vá er frá, vantraustið og ríkisstjórnin, þá má hugsa sér að kjósa einhvern annann. Enda hefur hann gefið út að hann ætli ekki að sitja lengur en þörf er á til að koma okkur út úr þessari krísu, sem er mesta áhugamál þessarar vanhæfu ríkisstjórnar.
Þá má hugsa upp á nýtt.
Vindhanar eins og Stefán Jón Hafstein finnst mér ekki koma til greina í þetta embætti. Menn sem í eðli sínu eru hrokafullir, læknast ekki af því að mínu mati, nema þeir lendi í einhverju þannig að þeir læri af því. Mér vitanlega hefur Stefán Jón ekki upplifað neitt nema að synda ofan á bárum velgengni, svo hvers vegna ætti hann að hafa lært umburðarlyndi og auðmýkt?
Ég er alveg sannfærð um að hann er sami hrokagikkurinn og spurði mig með yfirlæti á minni fyrstu og einu þátttöku í Músiktilrauna nánast hvað við værum eiginlega að gera þarna utan af landi og þar að auki kvenmenn. Þar var hann var kynnir.
Nei þá vil ég bara kjósa þann sem ég þekki og veit og treysti hvernig muni bregðast við.
Þannig er ég bara.
![]() |
Útilokar ekki forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (62)
4.3.2012 | 20:02
Mér er sama.
Búin að hlusta á allskyns vonbrigða raus Samfylkingar og Vinstri grænna um ákvörðun forsetans að vera lengur. Láta sem það sé voða lítil áskorun að rúmlega 30.000 manns hafi skorað á hann. Þetta er ekki brandari heldur beint út úr munni Þórhildar Þorleifs í Silfrinu. Sem sýnir að þegar maður vill láta hlutina líta illa eða vel út, þá er ekkert sem stendur í veginum, hvorki sannleikur réttlæti né skynsemi.
En svo ég haldi áfram, mér er bara slétt sama hvort Ólafur hafi plottað þetta frá upphafi, og hafi sjálfur átt þátt í svokallaðri fléttu sem óvinir hans vilja vera láta. Mér er líka alveg slétt sama um það sem þetta óánægjufólk reynir að sverta hann á alla lund, og mér er eiginlega alveg andskotans sama um allar samsæriskenningar um hvernig að þessu öllu saman var staðið.
Málið er að maðurinn hlustaði á raddir fólksins og ákvað að fara fram aftur. Ég treysti honum alveg til að halda áfram að tala máli þjóðarinnar og verja okkur áföllum svikulla stjórnmálamanna í þeirri vegferð sem þeir eru í að reyna að koma okkur inn í ESB. Þarna eigum við traustan bandamann, sem gerir sér grein fyrir þörfinni og verður við óskum fólksins um að standa með okkur vörð um fullveldi þjóðarinnar og velferð hennar.
Hann hefur gert mistök eins og að mæra útrásina, hverjir gerðu það ekki? Og hann hefur gert fleiri mistök örugglega,eins og að koma þessari ömurlegu ríkisstjórn á koppin. En þegar honum varð ljóst á hvaða leið við vorum þá einfaldlega snéri hann við blaðinu.
Þess vegna fagna ég þessari ákvörðun hans og er mikið létt. Því þessi áþján Össurar og Jóhönnu að þvinga okkur inn í ESB liggur á mér eins og svört mara. Ég vil þetta ekki, ég bað ekki um það og vil fá þetta lið burt því fyrr því betra.
Þegar fólk segir við mig að það megi ekki kjósa núna, ekki vegna þess að ríkisstjórnin sé að gera svo góða hluti, nei vegna þess að þá komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda, er orðin ömurleg afstaða og vonandi sér fólk að það bara gengur ekki.
Við verðum að láta stjórnmálaöfl eins og Samstöðu og Breiðfylkinguna fá tækifæri til að sanna sig og láta fjórflokkinn eiga sig í næstu kosningum. Það er eiginlega orðið bráðnauðsynlegt til að tryggja nýja Ísland, reisa alþingi upp úr þeirri niðurlægingu sem það er í dag og upphefja traust og virðingu fyrir pólitíkinni og stjórnmálamönnum. Það einfaldlega verður ekki gert með núverandi stjórnmálamönnum né fjórflokknum. Þeim verður að ryðja burt svo ný sjónarmið fái brautargengi.
Segi og skrifa og mér er alvara.
![]() |
Margvísleg óvissa er ástæðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
3.3.2012 | 12:21
Smá skilaboð til Málverja.
Eins og þið vitið liggja Málefnin niðri eins og er. Tæknimenn Málefnanna eru að vinna að því að koma þessu í lag. "Ægir og co. eru að vinna í þessu. Þetta hlýtur að komast í lag bráðlega" eru skilaboðin til mín.
Við skulum bara fylgjast með. Get glatt ykkur með því að Þetta er á tæknilegum nótum en ekki af neinum öðrum ástæðum.
Með kveðjum Cesil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
2.3.2012 | 13:08
Að ýta á vitlausan takka.
Um hvað er þessi frétt eiginlega? Hver var þessi slæma framganga Lilju? Mér sýnist hún hafa reynt að taka á þessu máli, ef bréfið er sannleikanum samkvæmt.
Þetta er auðitað högg fyrir samstöðu, en svona eftir orðanna hljóðan að dæma, hefur Sigurður gert of miklar kröfur til síns eigin egós.
Þegar nýjir flokkar komast á fót, eru alltaf innan um fólk sem er í raun og veru ekki að sækjast eftir að vinna í þágu kjósenda, heldur að lyfta sínu eigin egói til metorða. Sýnist að í þessu tilfelli hafi það einmitt gerst.
Þetta er hvorki gömul saga né ný. Sennilega þarf að gera meiri kröfur til þeirra sem bjóðat sig fram til metorða í nýjum framboðum. Til að forðast svona fólk.
En nú fara óvinir flokksins að smjatta á þessu og tala um að hann sé ekki á vetur setjandi. Vatn á myllu fjórflokksins. Þó ég hefi ekki ætlað mér að styðja þennan Samstöðuflokk, þá bar ég þá von í brjósti að þau myndu allavega brjóta skarð inn í hinn spillta fjórflokk. Og ég vona svo sannarlega að það eigi eftir að gerast þrátt fyrir þessa óheppilegu uppákomu. Þekki svona dæmi úr röðum míns flokks.
En hvað er þetta annars með fólk að vera endalaust að senda óheppileg skilaboð á óheppilega staði?
![]() |
Hún á að pakka saman og hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
1.3.2012 | 22:23
Ísafjörður í vetrarham.
Það er búið að vera afskaplega fallegt veður hér nú í marga daga. Sólin er að koma sér fyrir á himninum og færist alltaf neðar og neðar, og nú er hún svona um það bil að hefja sig yfir Ernin, sem er hátt og hún á fullt í fangi með að lyfta sér þar yfir. Svo inn í Engidalnum eru lægri fjöll og þar á hún auðvelt með að skína, svo kemur Kubbinn og ennþá nær hún ekki alveg að skína yfir hann, en svo er það Dagverðardalurinn.
En það er afar bjart yfir Ísafirði þessa dagana.
Það fennti í morgun fram að hádegi, svo allt var hvítt og hreint fjöll, tré og jörð.
Og krummi skimar eftir æti. Það þarf að gefa honum líka eins og smáfuglunum.
Og kúlan er eins og grænlenskt hús.
En ég er á leiðinni upp í gróðurhús að leika mér.
Það er friðsælt og notalegt að vera með fingurnar í moldinni og sjá líf kvikna í plöntunum sem ég setti í geymslu í haust. Sjá hvað lifir og hvort ég hef misst eitthvað að tegundum eða litum.
Lífið er yndislegt.
Og eiginlega var allt dálítið í bláleitri birtu í morgun.
Þarna uppi voru tveir menn á skíðum, ef til vill snjóaeftirlitsmenn.
Sjást betur hér.
Fururnar mínar.
Leikkofi barnanna, hér má sjá snjóþekjuna.
Þarna í baksýn er kúlan bakið á henni, eins og risasnjókúla.
Ein af tújunum mínum.
Og reynirinn byrjaður að bruma.
Og líka kirtilrifsið. Þau eru með hvíta sæng yfir sér og full af tilhlökkun til vorsins.
Geymslukofinn minn.
Og snjór um allt.
Milli gróðurhúsanna er allt fullt af snjó, sem ver þau gegn kulda.
Grýlukerti.
Hjólbörurnar fullar af snjó.
Hvað við erum heppin að eiga þetta hreina fallega land
Jafnt sumar sem vetur.
Við njótum þess vel.
Að eiga hér athvarf langt burt frá heimsins stríðum.
Perutréð alveg að fara að koma blómknúppunum sínum út.
Og kirsuberin líka. Þau eru aðeins of snemma á ferðinni því bíflugurnar láta ekki sjá sig alveg strax, þess vegna þarf ég að frjóvga þau með pensli.
Þegar þær koma drottningarnar feitar og pattaralegar er komin tíminn til að bjarga þeim upp úr tjörninni, því þangað rata þær gjarnan kjánarni þeir arna. En ég er orðin sérfræðingur í að veiða þær upp úr og setja þær varlega á eitthvert blóm þar sem sólin skín svo þær færi yl í kroppinn. Ég bjarga líka geitungadrottningunum.
En eins og er er þetta bara allt í góðum gír og mér til ununar. Þetta er svo skemmtilegur tími í gróðurhúsunum, svo kemur að því að fara að huga að blómunum úti. Og nú á ég allan tímann í heiminum. Enginn vinna sem kallar. Ég held að ég hafi hlakkað til þessa tíma í mörg ár. Að eiga mig sjálf og geta sinnt mínu. Hingað til hafa beð bæjarins alltaf haft allan forgang. En ekki núna. Og ég hlakka svo til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.2.2012 | 18:49
Búsáhaldabyltingin lifi, tunnunum sé heiður og öll mótmæli almennings á Íslandi en.......
![]() |
Við unnum Jón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
28.2.2012 | 14:38
Þetta var Steingrímur hann segir að þau séu farin!
Heitastað málið í umræðunni í dag er fréttin af upplýsingum Geir Jóns fyrrverandi lögreglustjóra og væntanlegum pólitíkusi hjá Sjálfstæðismönnum.
Mörgum liggur þungt niðri fyrir af vandlætingu yfir þessum orðum. Fólki finnst hann vera að stela af sér byltingunni.
Ég er þannig gerð að ég útiloka ekkert alveg strax. Heldur leitast við að skilja orsakir fyrir ummælum. Það hef ég líka reynt að gera hér.
Ég veit að byltingin okkar "búsáhaldabyltingin" var sönn og hrein, drifin áfram af réttlætiskennd og reiði yfir dofnum stjórnmálamönnum, sem ALLIR virtust vera langt í burtu frá almennum veruleika. Sú bylgja verður aldrei af okkur tekin.
Þessi bylting fór líka fram á Ísafirði, Akureyri og fleiri stöðum. Ekki voru alþingismenn þar að flækjast.
En var Geir Jón þá að ljúga? Ég get ekki ímyndað mér að maður í hans stöðu geri sjálfum sér það og öðrum. Hann veit eitthvað sem ekki hefur komið fram í dagsljósið enn, nema að hluta til.
Alltaf hefur verið á kreiki sú kenning að Álfheiður Ingadóttir og fleiri vinstri græn hafi verið með puttana í þessu. Og viðbrögð þeirra hennar og Steingríms eru lýsandi dæmi um sektarkennd eða ótta við að vera staðinn að einhverju misjöfnu.
Ég var að lesa ágætan pistil eftir Tómas Hafliðason. Þar opinberar hann símtal frá manni sem heyrði við Alþingishúsið samtal ungra drenga, svo segist honum frá:
"Nú hefur Ragnar Þór (Maurild) komið fram og lýst símtali, sem er efnislega á sama hátt og þær sögur sem hafa verið í gangi:
Þegar Kryddsíldarþátturinn alræmdi var úr sögunni vegna ofsalegra mótmæla var hópur ungra stráka mjög uppivöðslusamur og löngu eftir að mestur vindur var úr mótmælunum ráfuðu þeir fram og til baka eins og þeir væru að leita að besta staðnum til að mótmæla. Stundum voru þeir við Austurvöll, stundum í Lækjargötu og stundum í portinu aftan við Borgina.
Ég sá einn þeirra slíta símtali og snúa sér að hinum og segja: Þetta var Steingrímur. Hann segir að þau séu farin. Framhald samtalsins var á þá leið að það væri tilgangslaust að mótmæla áfram fyrst búið væri að lauma liðinu burt."
Pistillinn hér í heild. http://eyjan.is/goto/tomash
Það var og. Það virðist því vera nokkuð ljóst að þó búsáhaldabyltinginn hafi verið sprottinn upp frá alþýðu landsins, og meginn þungi hennar fólkið á götunni eins og ég og þú, þá voru þarna alþingismenn eins og Steingrímur og Álfheiður sem reyndu að róa á þessi mið og jafnvel draumurinn að yfirtaka byltinguna. Það þjónaði þeirra hagsmunum og skilaði ágætis árangri.
Við megum ekki bara skjóta sendiboðan, heldur skoða í róleg heitum hvort þarna hafi einhverjir nýtt sér aflið sem fólkið átti. Hafi reynt að manippulera atburðina, og jafnvel komið með sitt fólk inn í hópa til að æsa upp meira og jafnvel var nærri búið að eyðileggja friðsöm mótmæli. Þetta reyndu sjálfstæðismenn líka, því menn innan þeirra raða reyndu á hinn bóginn að eyðileggja mótmælin með því að koma af stað ofbeldi. Þeir þekktust úr, enda nokkuð kunnir sumir þeirra.
Það er einmitt svona trójuhestar sem fólk þarf að vara sig á, þegar efnt er til almennra mótmæla. Þó það sé erfitt, þá þarf lykilfólk til að vera til staðar og skanna svona lið burt. Bæði þá sem vilja eyðileggja mótmælin og ekki síður þá sem vilja taka þau í sínar hendur.
Hluti af þessari varúð var þegar Hörður Torfa bað fólk um að bera appelsínulita borða.
Mér finnst bara allt í lagi að þessi mál séu rannsökuð. Það hefur ekkert með sjálfa byltinguna að gera, heldur fólk sem stóð utan við og vildi hver á sinn hátt koma sínum eigin böndum á hana í eigingjörnum tilgangi. Fólk sem ekki skilur lýðræðið og frjálsan vilja fólks til að vinna að rétti sínum.
Látum engan taka þessa byltingu frá okkur, en um leið ekki reyna að verja þá sem reyndu að stela henni á einn eða annann hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar