26.2.2012 | 12:42
Davíð og Golíat - Ísland og ESB.
Ég hef nú þá trú að þjóðin muni ekki treysta Vinstri Grænum hvort sem er í næstu kosningum, nema það lið sem fylgir Steingrími að málum fari út, þau geta til dæmis fært sig yfir í Samfylkinguna þar slitnar ekki slefan á milli.
En það er augljóst á öllu að það verður ekki langt í næstu kosningar. Það sést á því að allur fjórflokkurinn er farin að hrista upp í gömlum gildum og hneykslast á því sem þessi ríkisstjórn hefur gert. Allt í einu núna. Menn eru líka orðnir þreyttir á þessu ástandi greinilega það er nefnilega ekki bara ég sem er orðin orðljót og grimm. Það segir ákveðna sögu þetta Farðu Farðu Farðu, Hættu Hættu Hættu. Eða hvaða orð sem voru notuð milli aþingismanna á fésbók.
Davíð Oddsson reyndi á sínum tíma að tala upp krónuna og uppskar hlátur og grín. Það er ekki hægt að tala upp gjaldmiðilinn sögðu menn.
Í þrjú ár eða lengur hefur þessi ríkisstjórn talað krónuna niður. Þó er hún ennþá til. Hvað ætli menn úti í heimi hugsi þegar æðstu stjórnarmenn landsins tala gjaldmiðilinn endalaust niður. Meira segja leggjast svo lágt að segjast komsat í skjól í evru, af öllum gjaldmiðlum, sem flestir eru á að hverfi eða a.m.k. komist í öreindir fljótar en menn vilja vera láta.
Nú hafa tveir ráðherrar, að vísu annar fyrrverandi komið fram og sagt okkur svart á hvítu það sem við aðlögunarsinnar höfum alla tíð talið. Að hér er ekki um aðildarviðræður að ræða heldur blákalda innlimun. Bæði Ögmundur og Jón Bjarnason eru orðnir verulega áhyggjufullir, og vita þeir þó meira um þetta mál en við hin.
Ég spyr líka hvar er þetta 90.000 blaðsíðna rit frá Evrópusambandinu sem stundum er vitnað í? er það rit ekki þýtt á íslensku, og af hverju ekki? Stendur eitthvað óþægilegt í því? Já það gerir það nefnilega. Þar segir hreint út að það sé ekkert til að semja um, bara að taka upp jafnt og þétt skipanir frá Brussel, bara spurning um tímasetningar. Og hvað er þessi svokallaða "samninganefnd" þá að gera? Þeir hljóta að vera áskrifendur að kaupinu sínu. Því samninganefnd sem er að semja um eitthvað sem er ekki hægt að semja um, hlýtur að vera í skrítnum málum. Ég krefst þess eiginlega að bókanir og umræður þessarar nefndar við ESB verði gerðar lýðum ljósar, birtar svo við getum séð svart á hvítu hvað þeir eru að nota peningana okkar í. Meðan verið að að herða sultar ól á íslenskum almenningi, svo alvarlega að fólk telur bestu leiðina að taka sitt eigið líf, eins og kom fram á bloggi Maríóns Njálssnar.
Þeir eru meira að segja orðnir svo frekir ráðamennirnir í Brussel að ýta við okkar mönnum um að opna landhelgina og leyfa veiðar annara ríkja. Þeir eru líka að komast yfir vatnsföll og aðrar auðlindir, sem þeir hafa takmarkað af. Og stærsta gulrótin svo notuð séu orð Össurar er auðvitað Norðurleiðin svokallaða frá Síberíu. Þeir vilja fá sinn hlut í þeim tækifærum sem þar bíða. Ekki minnkar áhuginn þegar ljóst er að olía er líkleg á Drekasvæðinu.
Ætlar lítil vel upplýst þjóð virkilega að kasta þessu öllu frá sér bara til að geta leikið við stóru strákana í Brussel?
Menn eru hissa á að það séu mest menntamenn og fólk úr Reykjavík (sem sennilega hefur aldrei migið í saltan sjó) sé hópurinn sem vill ólmur þarna inn. Það er vegna þess að þeir horfa einfaldlega á málin á annann hátt. Þeir vilja komast í samneyti við menningarelítuna úti, og sjá fyrir sér meiri möguleika á slíku. Ísland er orðið of lítið fyrir þetta fólk.
En við hin sem gerum okkur grein fyrir hvað er í húfi, munum áfram berjast við þetta ofurefli, sem hefur sett milljarða í sína baráttu fyrir innlimun, keypt sér þá ráðamenn sem við sjáum hvernig haga sér gagnvart landi og þjóð. Þetta er stríð Davíðs og Golíats. Með því að láta ekki ginna okkur tekst okkur að koma þessum óskapnaði af höndum okkar. Og vonandi fær landsdómur sitt herfang, það verður sennilega ekki Geir Haarde, það verða núverandi ráðamenn og þeirra pótiintátar, sem selja sálu sína fyrir gott veður í Evrópu.
Gott fólk það virðist vera að hvorki Ögmundur eða Jón Bjarnason hafi kjark til að stoppa þetta ferli af. Þó er þessi ríkisstjórn með eins manns meirihluta. Þeir eru að biðla til almennings að hugsa sína stöðu. Það sem við getum gert er að láta ekki glepjast af gulli og grænum skógum frá Brussel, þeir myndu ALDREI VERA AÐ EYÐA ÞESSUM TÍMA OG PENINGUM Í AÐ FULLVISSA OKKUR UM GÓÐSEMI ÞEIRRA OG SKJÓl. Ef þeir væru að hugsa um okkur þessa litlu þjóð með allar sínar auðlindir. Þetta eru ekki GÓÐGERÐARSAMTÖK, ekki BJÖRGUNARSVEIT og alls ekki ENGLAR ALHEIMSINS AÐ HUGSA UM LÍTILMAGNAN. Þeim gæti ekki verið meira sama um fólkið sem hér býr. Þeir eru að spá í gæðin sem þeir fá við það að við töngum inn. Og nú hugsi hver fyrir sig; Hvað verður þá um okkur?
Við vorum nýlendu þjóð undir dönum á sínum tíma, norðmönnum líka, það tók blóð svita og tár að fá sjálfstæði. Viljum við fórna því bara til að nokkrar klíkur geti fengið góð störf og aðstöðu í Lúxemburg og Brussel, jafnvel Berlín og við bara vinnudýr hérna heima stjórnað af klíku í Brussel, sem þjóðir Evrópu hafa ekki einu sinni til þess kosið. Þeir tóku sér þetta vald, og VILJA EKKI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR. Því þeir óttast lýðræðið meira en allt annað.
Nei og aftur nei... Við viljum vera sjálfstæði þjóð með okkar eigin utanríkisstefnu og okkar eigin gjaldmiðil og okkar eigin frelsi.
![]() |
Viðræðum ljúki fyrir kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
25.2.2012 | 00:53
ESB innlimun ekki það sem lagt var upp með í upphafi.
Mér er mikið létt að lesa þetta Ögmundur mæl þú manna heilastur. Þetta er nákvæmlega það sem við andstæðingar ESB höfum verið að reyna að segja. Þetta ferli er ekki það sem var lagt upp með. Og hver treystir Steingrími Joð þegar hann reynir að telja okkur trú um að hann vilji ekki þarna inn, og hver trúir honum þegar hann segist hafa Bjargað Íslandi hahahahahahaha Hve langt heldur þetta fólk eiginlega að það geti teymt okkur á asnaeyrunum?
Við finnum það á fokking eigin skinni að okkur hefur ekki verið bjargað heldur kastað fyrir ljónin. Hver treystir lygara sem talaði um að hann vildi ekki ASG ekki ESB og er nú í forsvari fyrir hvort tveggja. Steingrímur Joð þú ert að mínu mati meiri föðurlandssvikari en Össur og Jóhanna til samans, því það er hægt að forðast óvininn sem fer ekki í felur með afstöðu sína, en að forðast leyniskyttur eða hræsnara er bara öllu verra. Þú munt hljóta þín maklegu málagjöld svo hálpi mér allt sem heilagt er. Þetta er mín prívat og persónulega skoðun og hún er hér með sett fram í krafti skoðanafrelsis í lýðræðisríki. Ég fordæmi þig og það sem þú hefur staðið fyrir síðan fyrir kosningar 2009.
![]() |
Ögmundur: Ógeðfellt aðlögunarferli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.2.2012 | 13:36
Ísafjörður og tónlistin.
Úlfur minn var að spila á tónleikum Tónlistarskóla Ísafjarðar í gær. Við komum að vísu hálftíma of seint, því við héldum að tónleikarnir ættu að byrja kl. átta, en byrjuðu hálf átta. 'Eg missti því af frábærum tónlistarnemendum flytja lögin sín.
En fyrst veðrið á Ísafirði.
Myndirnar svolítið yfirlýstar vegna þess að það var sólskin.
En svo er líka orðið svo bjart.
Og svo þegar drifhvítur snjórinn bætist ofan á, þá verður allt svo hvítt.
Kúlan frá öðrum sjónarhóli. Reyndar sá ég þrjár rjúpur á lóðinni hjá mér í fyrradag. Það er aðeins farið að sá í dökkar randir á þeim.
En ég var semsagt á þessum skemmtilegu tónleikum í gær. Og missti af hálftíma því miður. En hér leika Aron Ottí, Davíð Sighvatsson, Elvar Ari Stefánsson og Hilmar Adam átthent á píanó. J. Brahms/Keller:Ungverskur dans nr. 2
Hér eru Hanna Lára, Marelle Maekalle, Kristín Harpa og Sunna Karen að leika A. Katsjarúían. Sverðdans, einn af mínum uppáhalds.
Þessir krakkar eru allir langt komnir í náminu og afar góðir músikkantar. Hef fylgst með þeim lengi.
Hér eru þessar hæfileikaríku stúlkur.
Ég lét svolítð hugann reika í gær meðan ég hlustaði á músikina. Ég man nefnilega svo langt aftur að vera á tónleikum í Alþýðuhúsinu á Ísafirði meðan Ragnar H. Ragnars var skólastjóri, ég held satt að segja að okkur hafi verið uppálagt að mæta á tónleika og ég sé ekki eftir því. Þar fóru þá fremst í flokki nemendur sem eru talsvert þekkt nöfn í dag, eins og Anna Áslaug Ragnars, Hjálmar Ragnars, Sigríður Ragnars börn Ragnars H. Lára Rafnsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir. Það er því einstaklega gaman að fá ennþá tækifæri til að fylgjast með þessum frábæru nemendum, sem örugglega eiga eftir að gera það gott í tónlistaheiminum. Ragnar H. var strangur og ég held að þá hafi mest verið kennt á píanó. Ég man að hann kenndi okkur tónlist og við áttum einu sinni að gera svona klippibók um uppáhaldshljóðfærið okkar. Ég setti saman heilmikla lofrullu um gítar, sem þá var mitt uppáhaldshljóðfæri, og fékk skammir frá meistaranum, þetta var ekki hljóðfæri að hans mati.
Þegar hann hætti tók eiginkona hans við Sigríður J. Ragnar og rak skólann uns dóttir hennar Sigríður Ragnar tók við og hefur rekið skólan af miklum myndarbrag. Og í dag er kennt á öll hljóðfæri auk söngkennslu. Við skólan eru líka lúðrasveitir barnalúðrasveit, miðsveit og lúðrasveit Tónlistarskólans þar sem menn eru komnir allt að sjötugt og niður úr. Þar eru líka a.m.k. tveir kórar og symfóníuhljómsveit auk minni rokkgrúppa og bara allskonar skemmtilegar uppákomur. Það má því segja að Tónlistarskólinn sé lifandi tónlistariðkun á Ísafirði. Hér er reyndar annar skóli líka Listaskóli Rögnvaldar, sem er með auk tónlistakennslu fleiri listgreinar eins og ballett, málun og allskonar flotta list.
Þessir upprennandi gítaristar léku G. Sanz: Folía d´Éspagnía. og Þrír þrjóskir þursar eftir kennarann sinn hann Sig. Friðrik Lúðvíksson.
Flottir, Daði Rafn, Gautur Óli, Helgi Hrannar, Sveinbjörn Orri og kennarinn Sig. Friðrik.
Ína Guðrún og Guðrún Kristín flygja Silungurinn eftir Franz Schubert.
Júlíana Lind og Lilja Dís leika hér Friða og Dýrið eftir Alan Menkel.
Björk Sigurðardóttir og Sunna Sturludóttir syngja hér Upp á himins bláum boga eftir Jónas tómasson eldri. Undirleikari er Iwona Frach.
Eva Björk og Guðrún Ósk léku hér Pólskt þjóðlag J. Garcia.
Árný Margrét og Ásdís Halla, leika hér einnig pólskt þjóðlag eftgir J. Garcia.
Hér má sjá Gísla Stein, Ísak Andra og Friðrik spila Þjóðlagið Þorraþrælinn.
Þórunn Birna leikur á fiðlu og Katla Vigdís píanó. S.M.v.Weber: Sígaunadans. Hvað annað fiðlan er jú hljóðfæri sígaunanna fyrir utan gítariinn.
Dóróthea og Svanhildur léku hér Trepak eftir P. Tchaikocsky.
Þessi ungi maður réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, Mikolaj Frach lék. I. Paderewsky: Menúett.
Agnes Ósk og uppáhaldssöngkonan mín Guðrún Jónsdóttir, sem hljóp í skarðið fyrir Línu Björg syngja lag eftir Eyþór Stefánsson. 'A vegamótum. En einkadóttir Stefáns Guðrún bjó hér og var afar virk í Litla leikklúbbnum og ein af okkur hennar er sárt saknað, því hún dó langt um aldur fram, þessi elska.
Flottir strákar með kennaranum sínum honum Þresti Jóhannessyni, Hákon Ari, Patrekur Brimar, Samúel Þórir þeir leika stórskemmtilega með tilþrifum Miles Davislagið SO WHAT.
Og þá er komið að síðasta laginu sem er hljómsveit sem ég held að sé ekki búið að finna nafnið á.
Þeir tóku lagið Apache eftir J. Lorden sem Shaddows gerðu frægt.
Virkilega flott hjá þeim og amman stolt af Úlfinum sínum.
Þeir verða einhverntímann góðir eða þeir eru góðir og lofa góðu.
Sigríður mín ég vil svo þakka þér og skólanum fyrir frábært kvöld á laugardaginn kl. 14 eru svo tónleikar í Ísafjarðarkirkju ég skora á fólk að mæta og hlusta á þessa frábæru tónlistamenn sem eru bænum okkar svo mikil lyftistöng og bæta mannlífið ótrúlega mikið. Með því að læra tónlist læra þau ákveðin aga, því það þarf allt að smella saman, sér staklega þegar tveir eða fleiri leika saman. Og Tónlistarskóli Ísafjarðar má svo sannarlega vera stoltur af sínum frábæru nemendum. Takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2012 | 13:09
Til hamingju með afmælið þitt Hanna Sól mín.
Innilega til hamingju með afmælið þitt í dag elsku Hanna Sólin okkar. Fallega prinsessan mín.
Orðin svo stór stúlka. En hvað tíminn líður hratt.
Hér er verið að horfa á mynd. Góðar saman systurnar.
Í afmæli litlu systur Ásthildar Cesil í fyrra, núna hélt hún risa afmæli og bauð öllum krökkunum í sinni deild á leikskólanum. það hefur Hanna Sól líka gert. Hún ætlar að halda upp á sitt afmæli næsta laugardag og hefur boðið öllum bekknum heim í afmæli. Það verður fjör.
Hún er líka rosadugleg við að passa litla bróður hann Jón Ella, sem nú er orðin 3ja mánaða og hefur stækkað heilmikið.
Baka fyrir afmæflið? Nei reyndar ekki hér erum við þrjár að gera pizzur. En Olga auperin sem er hjá þeim núna bakaði muffins í gær svona skemmtilegar kanínumuffins og Hanna Sól fór stolt með þær í skólann í morgun og allir krakkarnir í bekknum fengu eina.
Alltaf gaman að heimsækja Leo frænda og Eriku frænku í Graz.
Og margt fróðlegt að skoða hjá vinkonu okkar listakonunni Christinu.
Og fara til Heidi, Samúels og Miriam í Mary Ellend.
Og fara gegnum skóginn niður að Dóná.
Elsku Hanna Sól mín til hamingju með afmælið þitt í dag elskuleg mín. Knús frá ömmu, Úlfi, Alejöndru, Daníeli, Lottu, Blesa, hænunum og fiskunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.2.2012 | 23:49
Það er nefnilega það.
Það er einmitt þetta sem ég óttaðist. Þarna segir Pawel að hann hafi vonast eftir að þetta stjórnlagafrumvarp yrði sett í fastari ramma. Hann segir það sem segja þurfti. Það væri óþolandi ef málið fengi brautargengi í almennum kosningum og síðan gætu stjórnvöld sveigt og beygt þetta að sínum þörfum. Ég treysti ekki þessum stjórnvöldum, né þeim sem áður sátu til að krukka í þetta mál, með óútfylltan víxil í farteskinu. Þá er betur heima setið en að stað farið.
![]() |
Þingið brást stjórnlagaráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2012 | 15:48
Opið bréf til Össurar og fleira.
Nú er aldeilis völlur á Össuri utanríkis. Hann boðar okkur fagnaðarerindi. Evrusamstarf handan við hornið. Hve mörg ætli hornin þeirra Jóhönnu séu. Og hve margar vikur og ár svona að þeirra mati.
Þar segir Össur meðal annars:
"Eitt af því sem við munum þurfa að semja um við Evrópusambandið er er samvinna, aðstoð og liðsinni við að aflétta gjaldeyrishöftum. Það er forsenda þess að við getum gengið í ERM II. En þá er krónan sem sagt komin í það skjól, að þá er búið að aflétta gjaldeyrishöftum, búið að aflétta verðtryggingu, ekki þörf á henni og þar heldur Seðlabanki Evrópu krónunni innnan ákveðinna vikmarka "
Málið er einfaldlega ekki svona einfalt Össur, þú ert hreinlega að taka allof stórt upp í þig.
Hann segir líka.
"Össur sagði að á næstu dögum, hugsanlega í þessari viku, muni liggja fyrir drög að samningsafstöðu Íslands í sérstökum kafla um myntsamstarf við ESB. Ætlar hann að í þeirri afstöðu komi fram að Íslendingar sæki um að komast í ERM II eins fljótt og auðið er, en ERM II er undanfari þess að taka upp evru".
Og nú langar mig að spyrja Össur: Ertu ekki komin langt fram úr sjálfum þér: Hvaða umboð hefur þú frá alþingi um að sækja um að komast í evru og ERMII?
Þú hefur hingað til sagt fólki að það þurfi að kíkja í pakkann og svo verði kosið um aðild.
Í þessu samhengi langar mig að birta hér opið bréf sem þér var sent á síðasta ári. Ég veit ekki til að því hafi verið svarað:
Hægt að lesa betur hér:
http://www.umbot.org/files/Opi%C3%B0%20br%C3%A9f%20til%20%C3%96ssurar.pdf
Það væri fínt að fá svar við þessu bréfi, því umboðið sem þú hefur í hendinni er bara að skoða hvaða samning við náum. Og þegar ljóst er að það er enginn samningur heldur bara innganga með öllum skilyrðum ESB. Þá ertu að mínu mati kominn langt út fyrir valdsvið þitt.
Þess vegna legg ég til að umsóknin sem er ekki umsókn, verði dreginn til baka nú þegar, þar sem hún var send á RÖNGUM FORSENDUM. Það var logið að fólki, svo einfalt er þetta.
Svo langar mig til að benda á frábæra bloggsíðu Rakelar Sigurgeirsdóttur, sem er ein af grasrótarfólkinu ein af þeim duglegri. Ég set link inn á nýjasta pistilinn hennar, svo fólk sjái svart á hvítu að það er heilmikið að gerast í grasrótinni.
http://raksig.blog.is/blog/raksig/
Eigið svo góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2012 | 16:02
Maskadagur - mánudagur.
Í gær var maskadagur. Þá fara allskonar verur á kreik hér fyrir vestan. Þegar ég skutlaði unglingunum mínum niður í Félagsmiðstöð í gærkvöldi voru allskonar slíkar verur á sveimi, það sem þær áttu allar sameiginlegt var að þær voru með plastpoka. Það er nefnilega bankað upp á og þá er eins gott að hafa nammi tilbúið. Ég mundu eftir því á síðustu stundu að kaupa slíkt góðgæti og rakst þá á einn afa sem gerinilega var líka á síðasta snúning eins og ég
Var að leita að þessari mynd í gær, þetta er Úlfur 2ja ára að fara að maska
Hér voru í gamla daga alltaf haldinn maskaböll í Alþýðushúsinu á mánudagskvöldum. Þar voru margir skemmtilegir búningar og veit verðlaun fyrir flottustu búningana.
Þetta er að vísu ekki grímubúningar heldur hátíðabúningur þessa indíjánastofns sem við heimsóttum.
En það er gaman að þessu ég man þegar ég var lítil þá voru ekki svona flottir búningar til, það var gripið það sem hendi var næst, sængurver ef ekki vildi betur til, svo fór maður í heimsóknir og fengum rjómabollur, og svo hló heimilisfólkið þegar maður var að troða bollunni inn um smá gat sem klippt hafði verið á verið
Nú er verið að sjóða baunirnar og saltkjötið, mmmm þetta eru dýrðardagar.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Breytt 22.2.2012 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2012 | 17:50
Yndisleg minning.
Var að fá í hendur lag sem vinur okkar Júlíusar míns samdi við ljóð sem ég orti í minningu hans. Þetta lag og meðferð höfundar á því er alveg dásamleg mig langar þess vegna að deila því með ykkur.
http://www.youtube.com/watch?v=5kQqED7bq7E&feature=share
Hér er ljóðið.
Sorgin er sár
svíður hjarta.
Tómleiki og tár
tilfinning svarta.
Samt lifir sú von
að góð sé þín köllun
minn elskaði son
á Ódáinsvöllum.
Ljúflingur og ljósið mitt
leggðu á veginn bjarta.
Löngunin og lífshlaup þitt
liggur mér á hjarta.
Í dýpstu sorg um dáinsgrund
döprum hug mig teymdir.
en fórnfýsi og fagra lund
í fylgsnum hugans geymdir.
Ekki barst þú mikið á.
Elsku sonur mildi.
Varst samt alltaf þar og þá.
Þegar mamma vildi.
Í mér sorgin situr nú
sárt er upp að vakna.
Hér ég vildi að værir þú
vinur þín ég sakna.
Englarnir nú eiga þig.
engan frið það lætur.
Við það sætta má ég mig
móðirin sem grætur.
Elsku Júlli ástin mín.
yfir þér nú vaka.
Allir vættir. Ævin þín
er óvænt stefnutaka.
Ég veit að elsku mamma mín
miðlar með þér gæsku.
Hún var æðsta ástin þín.
öll þín árin æsku .
Nú gráta blessuð börnin þín.
bestur alltaf varstu.
alltaf setja upp í grín.
alla tilurð gastu.
Sendi ég þér sátt og frið.
með söknuði í hjarta.
held þú eigir handan við,
hamingjuna bjarta.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
18.2.2012 | 16:48
Framhald á ferðalagi. Belize, Gaye Caulker og (Maryposas) Mexico.
Frá landamærunum til Belizeborgar eru tveggja tíma akstur. Í Belize eru svartir menn, en þeir eru fíngerðari en þeir svertingjar sem maður sér oftast. Þeir eru fríðir og andlitsfall þeirra er meira evrópskt. Enda kalla þeir sig Creola eða blendinga. Enska drottninginn er ennþá á peningunum þeirra Belizedollurunum.
Strax sást að Belize er greinilega auðugra land heldur en Guatemala. Fallegri hús, mikið hreinlegra. Kirkjugarðarnir voru þó skreyttir á sama hátt. Með fallegum blómsveigum og allskonar litskrúðugu plasti. Hér eru líka fallegri garðar, og meira lagt upp úr umhverfinu. Fyrsta skiltið sem við sáum var áróður um að skipta um stjórn. Of lág laun, of mikil spilling, fjármunum sóað í vitleysu. kjósum rétt, kannast einhver við svona?
Fyrst ókum við gegnum þykkan skóg, þar næst tók við akurlendi með búfé á beit. Síðan lágaxin gróður, þar voru stofublóm okkar í sínum fegursta skrúða í skógarþykkninu. Við sáum að húsin stóðu gjarnan á stöplum, og greinilegt er að hér er há grunnvatnsstaða. Allstaðar dýki, sýki og leirur. Við vorum komin til Belizeborgar um kl. 10.30. Og fórum rakleitt niður á bátabryggju og tókum bát út á eyjuna Caye Caulker. Þetta er rúmlega klukkutíma bátsferð á hraðskreiðum bát.
Eyjan er sandfláki. Hún rétt stendur upp fyrir sjávarlínu. Þarna eru fáir íbúar, mest eru þarna ferðamenn, og svo þeir sem þeim þjóna. Á kajanum stóðu þeir í biðröð leiðsögumennirnir. Rifust um kúnnana, þeir voru með hjól með skúffu aftan á þar sem dóti ferða mannanna var komið fyrir, svo fóru menn fótgangandi, því það tekur svo sem eins og tuttugu mínútur að labba eyjuna enda á milli. Sá sem náði athygli okkar heitir Kristófer. Þeir stóðu nokkrir og hnakkrifust um hver ætti að aðstoða okkur, hver hefði séð okkur fyrst og hver ætti rétt á að koma okkur á hótel. Eftir nokkurt þjark settum við töskurnar okkar á hjólið hans Kristófers, voru hálf þreytt og dösuð og vildum helst komast á hótel sem fyrst.
Svona eru leigubílarnir á Caye Culker, þeir fá vörur frá landi.
Hér tala allir ensku öll skilti á enska tungu og auglýsingar, ágætis tilbreyting frá spænskunni. Við röltum svolítið um til að velja okkur hótel. Völdum loks eitt sem heitir Tropical Paradiso. Þrifalegt lítið hótel. Alveg niður við ströndina.
Hotel Tropical Paradiso.
Á fyrsta skiltinu sem ég sá stóð: Ókurteisi er fyrsta stigið í ofbeldi. Uncourtsy is the first step to violense. Þetta er frábær lítil eyja, verðurfar mátulega hlýtt og vindur af hafi sem kælir, engir bílar nema löggubíllinn. Nokkrir golfvagnar og reiðhjól og traktorar, kókbíllinn er til dæmis traktor með aftanívagni. Hér flauta menn ekki á vegfarendur, þeir segja Bíbb bíbb. Þeir segjast ekki vilja fá mengunina af bílum og hávaðan. Öll húsin eru lágreist og lítil. Allt hér í róleg heitum. Húsin standa öll á stólpum, við héldum að það væri vegna flóða, en fólkið sagði okkur að það væri til að óvelkomin dýr kæmu ekki inn.
Húsin standa öll á stöplum.
Kókbíllinn.
Aðalgatan í Caye Culker
Belizebúar eru vingjarnlegir og þægilegir. Ekki svo langt síðan þeir losnuðu undan bretum. Kristofer var glaðlyndur og þekkti greinilega alla. Hann á fjórar kærustur og 13 börn með þeim. Hann vinnur fyrir sér með því að fara niður á bryggju þegar bátarnir koma og krækja sér í kúnna til að leiðbeina á hótelin. Hann sýnir manni í leiðinni hvar allt er. Pósthúsið, bankinn, bestu veitingastaðirnir. We are good people segir hann og hlær.
Daginn eftir fórum við að snorka. Karabiska hafið er kjörinn vetvangur til þess. Við sáum skötur, þær eru gæludýr hérna, innan um þær syntu nokkrir hákarlar, og fór nú svolítið um okkur við að sjá þá. En skipstjórinn hann Glenn hló bara og demdi sér út í vatnið og svo fóru allir á eftir. Hann var með svolitla beitu sem hann hafði tekið með sér til að laða sköturnar að, og svo gat maður klappað þeim og jafnvel tekið í fangið. Þær eru mestu krútt Ég sagði honum að á Íslandi ætum við sköturnar. Hann hrópaði Alberto!! og benti á eina skötuna, Alberto ekki synda til Íslands þeir éta þigþar.
Svo var farið á næsta stoppistað út að kóröllunum, og þar var farið í langan sundtúr. Ég sleppti því nú samt og synti bara kring um bátinn og skoðaði fiskabúrs fiskana sem þar voru. Það var stoppað á einum stað enn, til að skoða fiska og þar dró Glenn upp melónu og skar í bita og gaf öllum um borð með sér.
Hákar og skötur.
Þetta var mjög skemmtilegt. Og hreinn er hann sjórinn við Belize. Þarna eru kórallarnir alfriðaðir og liggur refsing við að brjóta eða skemma þá. Innfæddir Belize búar hafa sitt eigið tungumál, þeir kalla það Creola. En mest tala þeir ensku eða spænsku. Eyjan er bara sandur, og hér og þar er smágróður, og pálmar. Göturnar eru bara sandur sem og patíóin hjá þeim, og þeir sópa bara eða raka yfir sandinn.
Vorum þarna í þrjá dag og nutum góða veðursins og hvíldar eftir allt rútuferðalagið. Þegar við komum til borgarinnar fengum við að vita að rútan upp til Mexícó var farinn þann daginn. Við ætluðum sem sé ekki gegnum Guatemala í þetta sinn nenntum ekki að hristast í rútunum á leirvegunum þar. Ferðinni er heitir til Chetemal. Okkur var sagt að það væru hótel þarna skammt frá, og röltum því af stað með allt dótið. Þar hóaði í okkur bílstjóri, við ætluðum ekki að sinna honum neitt. En svo var orðið svo heitt og við þreytt þannig að við ákáðum að fá hann til að fara með okkur á hótel. Eg þekki öll hótel, sagði hann það kostar bara 5belize dollara að aka ykkur. Allt í lagði sögðum við.
Bílstjórinn fór fyrst með okkur á gististað, þar sem húsráðandinn var austurlenst, sennilega frá Kína. Herbergin voru eftir okkar meiningu algjörar rottuholur. Eg myndi ekki setja hundinn minn þarna inn sagði hr. Cesil. Ég veit um annan góða stað sagði hinn greiðvikni bílstjóri og brosti út að eyrum. þetta var hvort sem ekki ekki nógu gott fyrir ykkur sagði hann svo sannfærandi. Á næsta stað bauð okkur velkomin kona frá Pakistan, allt svæðið var víggirt við vorum niður í miðbæ, og ekki frýnilegt að fara um. Ég myndi nú ekki einu sinni þora að fara út fyrir dyrnar hér að kvöldlagi sagði mágkona mín. Já sagði bílstjórinn, ég veit um mjög góðan stað. Þarna inni sat Palestínumaður þeir eru alltaf til vandræða sagði hann þegar út í bíl var komið.
Loksins komum við að mjög fallegu stóru húsi, The Great House. Stóra húsið. Þetta er hús byggt 1927 fyrri fjölskyldu Barney Methaldo. Frægan kaupmann frá Belíze. Glæsibygging, eins og plantekru húsin í Bandaríkjunum. Við fengum stóra svítu með öllum þægindum og gríðarstóru baði. Leigubílstjórinn var mann ákafastur að fylgja okkur upp á herbergi og skoðaði allt eins og krakki sem kemst í sælgæti, hljóp inn á bað, og svo hló hann og lék við hvern sinn fingur. Bíllinn kostaði svo 15 belize dollara, vegan þess að við stoppuðum þrisvar, sagði hann og brosti blítt. Ég gat gripið í handlegginn á hr. Cesil svo hann hjólaði ekki í þetta náttúrubarn. Við tékkuðum okkur inn og fengum okkur hádegismat á Smokey Mermaid Restaurant. Grillaðan humar, hvað annað hér eru humrar og rækjur það besta, vegna nálægðar við sjóinn og gjöful fiskimið.
The Great house. Appelsínu uppskerutíminn er greinilega núna.
Við höfðum beðið bílstjórann um að sækja okkur á hótelið næsta morgun. Frúin var með honum í bílnum, hann kynnti hana fyrir okkur, þetta er kærastan mín, sagði hann hróðugur. Hún var greinilega eldri en hann, en afskaplega elskuleg kona. Hún sagðist eiga tvö börn 9 og 12 ára, frá fyrra hjónabandi. Hann hefur sennilega verið að segja frá ævintýrum gærdagsins og hana langað að sjá þetta fólk frá fjarlægum heimshluta. Hann kom mínútu of seint og afsakaði sig í bak og fyrir, sagði að yfirvöld hefðu kolranga stefnu í málefnum borgarinnar, það væri ekkert gert í að laga umferðargötur og greiða fyrir umferð. Hér væri mikil spilling stjórnmálamanna, mútur og svindl. Svo selja þeir passa til glæpamanna sagði hann hryggur. Ég kaus sko ekki síðast sagði hann ég fór á kjörstað, en biðröðin var svo löng, ég nenni ekki að standa í biðröð. Kannski fer ég að kjósa núna, ef biðröðin verður ekki of löng. Sagði hann.
Á rútubílastöðinni snérist hann í kring um okkur eins og skopparakringla, voða hjálpsamur, ég stakk 5belize dollurum í lófa hans og hann ætlaði eiginleg ekki að taka við honum. Þakkaði fyrir sig og sagði að hann yrði að fara hann væri nefnilega búin að bjóða frúnni út að borða.
Hér heilsa manni allir og brosa, jafnvel heyrist Good morning my friend. Óvenjulegt í stórborg.
Þar sem við sátum og biðum eftir rútunni heyrðum við sálmasöng. Í dag er mánudagur, og þeir hér eiga frí á mánudögum. Það var samt einhver vígsla í gangi, því það var löng strolla af hempuklæddum manneskjum, körlum og konum einhversskonar dómarar, eða þannig. Skrúðganga, með sálmasöng.
Rútan sem átti að fara klukkan tíu, fór fimm mínútum yfir ellefu. Okkur hafði verið sagt að mæta hálftíma fyrir brottför til öryggis, svo mikið fyrir Mið Amerískan tíma.
Aðalvegir í Belize eru malbikaðir, en götur í þorpum og bæjum eru bara eins og jarðvegurinn er. Þeir slá grasið meðfram veginum að mestu leyti örugglega til að halda gróðrinum í skefjum. Húsin standa öll á stólpum. Þakið mest með bárujárni, stráum eða leirþakflögum.
Við komumst klakklaut yfir landamærin, þurftum að borga 30 dollara til að komast út úr Belize. Komum til Chatemale um kl. eitt. Fórum svo með rútu til Villa Hermosa, mjög fallegs bæjar. Leituðum að góðu hóteli, fórum þar á Casa inn ágætis hótel.
Ríó Grejalva í Villa Hermosa.
Morguninn eftir fórum við á bæjarrölt. Í Borginni eru margir garða og græn svæði og mjög snyrtilegt. Um hann rennur áin Rio Grejalva, við sáum ekki brú, en ferja eða kláfur virtist ferja fólk yfir hana. Rútan til Mexícó fór ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið, þannig að við höfðum nægan tíma, fengum að geyma farangurinn á hótelinu, og fórum og skoða dýragarð og plöntusafn sem er þarna rétt hjá, sem kallast Ymka sem þýðir á índíjánamáli Álfur sem verndar dýr og gróður. Það var fróðlegt að fara þarna um, dýrin eru að mestu frjáls, en ekið er um svæðið á traktor með vögnum þar sem eru sæti fyrir fólk.
Í Ymka
Voða notalegt.
Tókum góða rútu Linea one til Mexícó City, ákváðum svo að stoppa ekki þar heldur halda áfram til bæjarins Morelia, þar í námunda eru mjög fræg fiðrildi. Á leiðinni frá Villa Hermosa til Mexícó vorum við stöðvuð fjórum sinnum, og hermenn komu inn í rútuna og skoðu farþegana, báðu suma um passa, okkur létu þeir algjörlega í friði. Mágkona mín hélt að þeir væru að leita að fólki frá Guatemala. Það eru um 11 tíma akstur frá Villa Hermosa til Mexícó city.
Morelía er geysilega fallegur bær háskólabær, og eiginlega er allur miðbærinn eitt allsherjar listaverk. Miðbærinn var byggður allur á sama tíma um fimmtán hundruð. Þá var reistur varnarmúr umhverfis hann með 1200 bogagöngum. Hluti þeirra er nú hulin jarðvegi, en ennþá má sjá sum þeirra og um aðalbogagöngin er ekið inn í bæinn, yfir boga göngunum er freska með tveimur stúlkum sem halda á ávaxtakörfum, tákn um frjósemi og góða uppskeru.
Með fegurstu bæjum, Morelia.
Íbúar Morelia eru 1.500.000 og búa í 800 Coloníum, eða hverfum. Það er örugglega frábært fyrir arkitekta að fara þarna og skoða þessar fallegu og stílhreinu byggingar og hve allt er ótrúlega heillandi, að vísu eru göturnar í miðkjarnanum orðnar dálítið þröngar fyrir nútíma umferð. Aðalatvinnuvegur borgarinnar er ferðamennska og smásala í kring um það, og svo skólarnir.
Hér í grendinni er bærinn Ancangeó, þar er mjög stutt í Chicua Mountain Range Sierra Chincua. Sem er frægur fyrir fiðrildin. Á fimm stöðum hér um slóðir koma um 250 milljónir fiðrilda árlega frá Canada. Bara til Sierra Chincua koma um 40 milljón þeirra. La Mariposa Monarca. Þau klekjast út í suðurríkjum Bandaríkjanna, fljúga svo til Canada og þegar fer að hitna þar fljúga þau í stórum hópum til Mexícó, alast þar upp, í apríl fljúga þau svo yfir Mexícóflóann og aftur til Bandaríkjanna til að verpa. Þau lifa í níu mánuði, meðan önnur fiðrildi lifa bara í 27 daga. Atferli fiðrildanna var uppgötvað um 1870, en varð ekki aðgengilegt túristum fyrr en árið 1965, á þá aðeins á þeim tveimur stöðum af fimm. Fyrir nokkrum árum þegar við vorum í Guadalajara þá heyrðum við fyrst af þessum fiðrildum, þar sjást þau koma eins og ský yfir borgina á leið sinni til Sierra Chincua. Einnig sjást þau í Mondevideo.
Við fengum okkur morgunmat morgunin eftir og geymdum farangurinn á hótelinu, keyptum okkur fararstjóra til að fara með okkur upp í fjöllinn, við þurftum að borga aðeins meira þar sem við vorum bara þrjú, en lágmark eru fjórir, en þessu vildum við ekki missa af.
Lagt var af stað kl. hálf níu. Af þeim fimm stöðum sem fiðrildin koma á eru einungis tveir opnir almenningi. Og Sierra Chincua er auðveldari hann er þó í um 3400 metra hæð. Fararstjórinn sagði okkur að sífellt fækkaði fiðrildunum og í ár komu bara 110 milljónir, þeir hafa áhyggjur út af þessu, og miklar varúðarráðstafanir eru gerðar. Strangar reglur eru um umferð og umgengni. Til dæmis má ekki fara nálægt svæðinu með hesta né önnur dýr ekki tala hátt og engu henda á jörðina, alls ekki snerta neinar plöngur né fjarlægja dauð fiðrildi sem liggja á slóðinni. Á öllum svæðum sem fiðrildin hafast við vex planta sem heitir Asclepia sem nærir fiðrildin hún er eitruð öðrum skordýrum og ver fiðrildin fyrri ágangi annarra skordýra, vegna þess að þau taka eitrið í sig.
Leiðin var skemmtileg. Héraðið sem við fórum í gegnum eða fylkið heitir Michoacan. Við fórum fram hjá stóru svatni þar sem bílstjórinn sagði að væru ræktuð grasker, og heitir vatnið eftir þeim Graskerjavatn. Við fórum líka gegnum stóra akra af trjám sem hann sagði að væru ferskjuakrar. Hann sagði að það væri mjög flott að sjá þessa akra á vorin fyrst stæðu trén í blóma og svo kom ávöxturinn án þess að nokkurt blað væri á plöntunni. Reyndar voru menn nýbúnir að tína ávextina núna. Þegar þeir tína ávextina, setja þeir upp markaði meðfram veginum og selja og gefa(fátækum) vegfarendum ferskjurnar. En þær eru aðalútflutningsvara þeirra.
Við fórum líka framhjá stað þar sem vöktu athygli mína einkennilegar lágreistar byggingar. Trjásúlur með þaki, ýmist úr leirflögum eða bárujárni við þessar byggingar var hlaðinn einskonar turn með þaki yfir sem lá á lágum súlum.
Bísltjórinn sagði okkur að þarna framleiddu þeir steina og þakflögur úr leir. Turnbyggingin er ofnin sem þeir kynda með timburkurli.
Leirverksmiðja.
Við fengum að skoða eina slíka verksmiðju. Þarna var fjölskyldan að búa til þakflögur allt gert í höndunum. Þeir vinna leirin úr jörðinni sem er rík af leir. Hreinsa hann í höndum uns hann er alveg laus við sand og önnur efni. Svo er hann verkaður með vatni und hann er mátulega þykkur til að móta steinana eða flögurnar. Þeir eru svo með heimasmíðuð mót. Móta flögurnar eða steinana leggja það á gólfið uns nægileg magn er til staðar svo er þessu raðað í ofninn um 1.600 flögur. Byrgt fyrir opið með aflóga steinum og síðan fyllt inn í rifur með leir. Svo er lítill trékross látinn í leirinn til að Guð sé með þeim í verki. Ofnin kynntur í 12 til 18 tíma eftir stærð og þykkt steina. Sonurinn á bænum rauf gatið á ofninum til að sýna okkur Eftir 2 daga sem liðnir voru frá kyndingu var ennþá funhiti í ofninum.
Ofninn.
Ofninn opnaður, sjáið litla trékrossinn í opinu.
Við fórum í gegnum nokkur skemmtileg þorp í leiðinni. A sumum stöðum þarna hafa indíjánarnir ennþá sitt tungumál Purepec sem þýðir Fólkið í þorpinu. En það mál er frekar talað í sveitunum. Síðasta þorpið áður en haldið er á fjöllin er fallegt þorp sem heitir Ancangeo. Þetta þorp er í miklum halla í þröngu dalverpi og húsin upp um allar hlíðar. Smátorg er í miðjum bænum og tvær stórar kirkjur sitt til hvorrar handar. Önnur tilheyrir Guadalupe en hin Ensku Gevalisku kirkjunni. Hér trúa margir á svarta krist. Fararstjórinn sagði að þorpið væri vinsælt til kvikmyndunar og þar væru teknar upp sápuóperur, eða framhaldsþættir svipaðir og Leiðarljós. Húsin voru öll fagurlega skeytt með pottaplöntum aðallega pelargoníum. Virkaði mjög flott. Svo sá maður Friðarliljuna eins og túnfífil fyrir utan lóðina. Þorpið stendur í 3000 metra hæð. Og áttum við eftir 400 metra til viðbótar að staðnum þar sem ferðin til fiðrildanna byrjar.
Götumynd í Ancangeo, sjáið kirkjurnar tvær í baksýn.
Svona lítur þorpið út.
Sierra Chincua er pínulítil húsaþyrping, þar sem eru veitingahús og sölubásar. Allt mjög hrátt og hróflað upp. Um 3ja tíma gangur fyrir konurnar frá þorpinu að labba með allt sitt hafurtask á höfðinu ef þær áttu ekki bíl, sem þær eiga auðvitað ekki. Þarna sáum við marga hesta beislaða og söðlaða, karlmenn sátu eða lágu í grasinu að bíða eftir viðskiptavinum.
Matsölustaðurinn þessi með rauða stiganum.
Fína gestaborðið, fararstjórinn í bakgrunni.
Við vorum orðin svöng og fórum inn á þann frumstæðasta veitingastað sem ég hef á ævi minni farið inna. Hann var í miðri lengjunni af samskonar húsaröð. Gólfið var steypt en ekki sléttað, inni meðfram einum veggnum var langborð með fínum jóladúk, greinilega fyrir viðskiptavini, trjábolir sem sagðair höfðu verið í tvennt voru bekkir sitt hvoru meginn við borðið. Annað dúklaust óheflað borð var við næsta vegg greinilega fyrir heimamenn. Í horninu var skápur og nokkurs konar borð þar sem geymd voru eldhúsáhöld og koppar og kyrnur. Við hliðina á inngangnum var hlaðinn ofn með stórri pönnu sem kynt var undir, þar við hliðina var borð þar sem geymd voru fleiri áhöld diskar og vaskafat með vatni. Auk þess borð til að búa til tortillur. Við fengum kjúklingasúpu eða eitt læri og soðið með. Tortillur úr bláum maís með osti og sveppum örugglega týnda úr skóginum.
Eldhúsinnréttingin.
Þarna er gríðarstór skógur alla leið frá Ancangeó. Landslagið minnir mig á Svartaskóg, mikið af furu, greni og sýpris. Við gerðum matnum góð skil og drukkum kók með, enda orðin svöng. Það var ákveðið að leigja hesta til fararinnar, okkur leist ekki á að ganga því þarna er andrúmsloftið orðið ansi þunnt og maður er fljótur að mæðast. Við gátum valið um stóra gæðinga eða litla, svipaða íslenska hestinum, nema mikið fíngerðari. En ekki nándar nærri því eins fótafimir. Við riðum í hálftíma um skóginn eftir þröngum og krókóttum stíg.
Riðið af stað.
Nú var gróðurinn orðin öðruvísi, runnamura þistlar og þöll bættust við furuna og grenið, en ekki lengur sypris eða thuja. Sá líka víðir líkan Silfurvíðir. Loks komum við að rjóðri, þar sem stóð að hestarnir mættu ekki fara lengra. Við urðum svo að fara fótgangandi 15 mínútna leið upp og niður krókóttan stíg. Maður var orðin ansi móður og andstuttur. En Guð minn góður þetta var stórfengleg sjón sem við blasti. Milljónir fiðrilda um 40 milljón á litlu svæði, rauðbrún með svörtum rákum og svo falleg. Trén bókstaflega rauðbrún af fiðrildum og loftið bleikt af fljúgandi fiðrildum. Mariposas Monarca þvílík undur og dásemd. Og ferðin erfiða svo vel þess virði. Við sátum lengi í algjöru tómi, ekkert hljóð, og bara horfðum á þessar fallegu verur flögra um. Þetta var eins og heilagur staður.
Milljónir af fiðrildum.
Þetta er karldýr það sést á litlu svörtu doppunum á neðri vængjum.
A ferð og flugi.
Svo var að staulast til baka skríða upp á hrossið og láta það bera sig til baka. Níu klukkutíma tók þessi fábæra ferð. Og fróðleg enda kom í ljós að fararstjórinn okkar sem ók okkur um á 2ja ára gömlum Crysler var háskólamenntaður í ferðamennsku og gat því svara greiðlega öllum okkar spurningum.
Við fengum okkur að borða á Hotel Casino og tókum því næst bíl á rútustöðina, fengum ekki rútu alla leið til Mazatlán fyrr en kl. ellefu nenntum ekki að bíða klukkan var bara átta, svo við tókum rútu til Guadalajara og komumst strax þar í rútu beint til Mazatlán vorumkomin þangað kl. 6 um morguninn.
Ef þið hafið áhuga þá er framhald seinna. Mazatlán San Fransisco.
Já þetta er svo sannarleg skemmtileg ferð sem ég býð ykkur upp á elskurna og nú er ég að fara að undirbúa mig á Þorrablót hehehe ekki alveg jafn hlýtt og notalegt og þessi ferð. En ég hlakka til. Þar verður kór sem mun syngja ljóðið mitt Fljótavík sem Baldur í BG samdi lag við.
http://www.youtube.com/watch?v=GO8NoJq-tJg Njótið ferðalagsins og ekki síður lagsins og ljóðsins okkar Balda frænda míns.
P.s. Hér hafa myndir skolast til og vantar aðrar, ég reyni að laga þetta síðar, en nú er það baðið og svo þorrablótið.
--------------------
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.2.2012 | 21:14
Ferðin mín.
Þessi hluti sögunnar átti að koma á undan.
Ferðasaga Cecilar
Flugum um hálf níu um morguninn frá Keflavík til Boston. Þar tók á móti okkur í útlendingaeftirlitinu ung hress suðurríkjadama. Heilsaði hún okkur brosandi og með kostum og kynjum, sagðist hafa verið á Íslandi, í Reykjavík og víðar. Spurði hvort Ísafjörður væri nálægt Akureyri.
Það var knappur tími til að ná í farangur okkar og setja hana í framhaldsflug til Mexícócity, en við vorum fullvissuð um að taskann færi alla leið. Það hafði verið klukkutíma seinkun hjá Icelandair svo við höfðum bara einn og hálfan tíma til að koma okkur gegnum útlendingaeftirlitið, fara á annan terminal og ná vélinni til Chicago. Þar þurftum við að bíða lengur, fengum okkur brauðsneið og djús, og reyndum að láta fara vel um okkur. Flugið til Mexicócity tekur fjóra og hálfan tíma. Stúlkan í eftirlitinu í Chicago spurði hvaðan við værum og hrópaði upp yfir sig Íslendingar þá hef ég aldrei séð fyrr.
Úti í Ameríku er geðveikislegt eftirlit, maður þarf að fara úr skónum og allt gegnum lýst, var samt feginn að sleppa við það sem sumir þurftu að ganga í gegnum, að láta taka af sér fingraför og mynd í bak og fyrir.
Lentum í Mexícó um kl. 6 að staðartíma, vorum þá búin að græða 7 tíma. Þá kom í ljós það sem ég reyndar hafði óttast að taskan okkar hafði ekki skilað sér. Það er samt mikill munur að koma frá Bandaríkjunum til Mexícó, fólkið hér er miklu brosmildara og kurteislegra en í B.N.A.
Þegar maður kemur inn í Mexícó, er tollaeftirlitið þannig að þú ýtir á hnapp, ef það kemur grænt þá ferðu í gegn óáreitt, ef það kemur rautt, ferðu í skoðun. Við fengum rautt í þetta sinn. Tollarinn bara brosti og spurði hvaðan við kæmum meðan hann grautaði smávegis í handtöskunni minni. AHA Íslendingar, ég dáist svo mikið að víkingunum sagði hann og benti okkur á að fara bara í gegn.
Á flugvellinum er það svo í Mexícó að þú pantar leigubíl inn á vellinum og segir hvert þú ætlar og greiðir fyrir hann þar. Þetta er öryggisráðstöfun, vegna þess hve tíð rán höfðu verið á túristum, þar áður. Við ætluðum niður á Holliday inn við Zocalotorg. Það fyrsta sem maður tekur eftir í Mexócó á flugvöllum og rútubílatöðum er að þar er engin klukka. Þeim gengur illa að aðaga sig að Gregoriska tímatalinu. Enda lítið stressaðir. Þar sem klukkann eltir þá, en ekki þeir klukkuna eins og á Vesturlöndum.
Við fengum staðfest að taskan okkar yrði send á hótelið þegar hún kæmi í leitirnar. Mágkona mín kom frá Mazatlán hún ætlaði eð vera með okkur í þessari ferð.
Þegar við komum upp á Zocalotorgið iðaði það allt af lífi, börn með blöðrur og lúðrasveitir og söngur. I dag er 9. janúar dagur Guadalupe. Maríu Mey indíána í Mexícó og víðar. Zocaló er stórt torg í miðri Mexícóborg, við það stendur forsetahöllin og hæstiréttur, og dómkirkjan. Þar safnast fólk saman til allskonar hátíðabrigða, og þar dansa Aztekarnir í sínum glæsilegu búningum. Stór fáni er á miðju torginu, um 30 metra há stöng, og fáninn stór eftir því. Mexicócity var upphaflega höfuðborg Azteka.
Zocalo torg, forsetahöllinn sést þarna og fáninn stóri. Tekið ofan af Holliday inn.
Við byrjuðum á að fara og versla inn það nauðsynlegasta til skiptanna, vegna töskuhvarfsins, og fórum svo og fengum okkur góðan Brunch. Vorum 3 daga í borginni og svo var lagt af stað með rútu til Chapas. Taskan kom í leitirnar síðasta daginn í borginni, og vorum við harla feginn.
Áður en við fórum suðreftir, fórum við og skoðuðum pýramídana í Teothihuacan, þarna eru margar stórkostlegar byggingar. Sól og mána pýramídar sitt við hvorn enda dauðagötunnar og byggingarnar meðfram henni, og þar eru margar byggingar ennþá huldar gróðri og jarðvegi.En þarna má sjá bæði tilhöggnar og málaðara myndir og þeir hafa skreytt náttúrulegu steinanna sem þeir hlóðu úr með mynstri úr minni steinum. Svo hafa þeir múrað yfir og málað. Vatnsleiðslur og skolp, og þarna mátti sjá leifar af saunabaði og klósetti. Menningin hefur svo sannarlega risið hátt á þessum tímum. Þarna var sagt að hefðu búið ættbálkur um 94.000 manns og þau hurfu skyndilega og enginn vissi hvað af þeim varð.
Mánapýramídinn. Þar sem fólkið gengur er dauðagatan.
Hér sést vel hvernig þeir skeyttu steinanna. Og inni sést hvernig þeir múrhúðuðu steinana. Þarna sést líka útskurður mynd af dreka.
Við skoðuðum líka Azteca hof í borginnin rétt hjá torginu. Svolítið óhugnanlegt var að skoða fórnaraltarið og hvernig þeir hafa lagt frárennsli fyrir blóðið.
Síðasta kvöldið fengum við okkur að borða á veitingastaðnum á Holliday inn. Veitingastaðurinn er upp á 6. hæð þar er hægt að sitja úti og horfa yfir Zocalotorg, en í ár er frekar kallt í borginni, svo við sátum inni, en það var notalegt að sitja með góðan mat, Mexícóst Irish coffee og Tequila og hlusta á taktfastar trommur Aztekana, þar sem þeir dansa og nota fámennið til að æfa unglingana í dansinum, úti á torginu.
Flugvöllur Mexícóborgar er mjög nálægt borginni, yfirvöld vilja færa hann lengra burtu en bændur og umhvefissinnar berjast gegn því. Þeir segja að allt of stórt ræktarland fari undir völlinn og akveg að honum. Þeir segja að lifibrauð þeirra sé í hættu verði flugvöllurinn færður.
Daginn eftir lögðum við af stað til Tuxtla. Það er um 13 tíma akstur, en rúturnar eru þægilegar og á leiðinni eru sýndar kvikmyndir. Vorum fyrr á ferðinn en við ætluðum vorum í Tuxtla um 6 leytið um morguninn, en rútan til Bendingo fer ekki fyrri en kl. 9.00 Settumst niður á litla kaffistofu og fengum okkur kaffi. Á kaffistofunni hittum við tvær ísraelskar stúlkur, þær sögðu okkur að upp í fjöllunum væri gljúfur sem væri mjög frægt. Við ákváðum að taka leigubíl og skoða það. Gljúfrið gengur þvert í gegnum fjall sem er 1200 metra hátt, það er hægt að sigla í gegn um skarðið, eða aka upp fjöllinn og skoða að ofan frá. Það er hægt að stoppa á nokkrum stöðum, en við höfðum bara tíma fyrir tvo fyrstu 600 metra hæð og 900 metra. Það var ótrúlegt að horfa niður þráðbeinan klettavegginn og sjá 900 metrum neðar silfurband árinnar, að vísu var dálítið móða og úði vegna þess hve snemma við vorum, og sólin ekki búin að bræða sig gegnum dögg næturinnar, en við því var ekkert að gera, því rútan fór kl. 9.00. Í bænum Tuxtla búa um 850 þúsund manns og er hann með stærri bæjum í Shapas. Gegnum bæinn rennur áin Rio Sabinal, fyrri nokkrum vikum hafði hún flotið yfir bakka sína og umflotið stóran hluta bæjarins. Við sáum sumstaðar stóra reykjastróka líða upp úr jarðveginum, við spurðum hvað þetta væri, bílstjórinn sagði að þetta væru ofnar, sem grafnir eru í jörðina, þéttir innan með jarðsteinum og leir, til að baka brauð.
Bílstjórinn ráðlagði okkur að stoppa í San Kristobel, þar sem er hellir einn mikill með allskonar náttúrumyndnum. Grutas Del Pancho nueve. Hann sagði líka að við skyldum passa okkur á leigubílstjórum. Lagði á við okkur að skrifa niður merki sem alltaf er á hlið bílanna og skrá líka niður nafn bílstjóranna, þeir gæru verið varasamir.
Sab Kristobel er bær, það búa um 27.000 manns bærin er í 2667 metra hæð. Við fórum yfir 3000 metra hæð á leiðinni, og vorum skýjum ofar. Þarna er landslagið hæðótt og hrikalegt en mjög fallegt, hæðirnar eru þaktar með frekar lágvöxnum gróðri og mikið var um að menn höfðu rutt gróðri burtu og þarna var ræktaður maís í stórum stíl. Enda maís aðalútflutningsvara Chapasbúa.
Horft yfir Tuxtla.
Hér sést inn í hellinn góða.
Við tókum leigubíl í San Kristobel upp í fjöllinn til að skoða Hellinn. Hann var stórkostlegur. Lítil indíjánastúlka leiðbeindi okkur um hellinn með vasaljós og sýndi okkur hellamyndirnar. Sem höfðu myndast í mjúku berginu við ágang vatns. Á þessum slóðum hafði brotist út stríð fyrir fjórum árum milli ensku rétttrúnaðarkirkjunnar og kaþólikka og 45 manns indíjánar voru drepnir þar sem þeir sátu og báðust fyrir í einni kirkjunni.
Í skólanum er það svo að börnin eru aðgreind eftir því hvor trú þeirra er. Svo eru mormónar einnig að hasla sér völl. Trúmál þarna eru mikið vandamál, vegna þessa stríðs á milli trúarbragða.
Indíjánarnir upp í fjöllunum eru með sína siði og reglur enn þann dag í dag. Þarna í Chapas eru kindur friðhelgar, það má ekki drepa þær eða skaða á neinn hátt, það eina sem menn mega hafa not af þeim er ullin. Enda vefa konurnar mikið og sauma út. Þær vinna en karlarnir hafa það náðugt. Algengt er að menn fastni sér stúlkubörn þegar þær eru fimm til sex ára. Þá koma þeir með geitur asna og heimabrugg og velja sér telpu. Hún elst svo upp á heimili foreldra sinna, uns hún er gjafvaxta fimmtán sextán ára, þá kemur brúðguminn, kvænist henni og tekur hana inn á sitt heimil, hann á gjarnan fjórar til sex eiginkonur, sem vinna fyrir heimilinu. Börnin eru líka mörg. Aðal fæða þeirra eru tortillur búnar til úr maís, og svo ávextir sem eru ræktaðir heima. Einnig eru flest heimili með hænur, geitur og kalkúna. Stærri býli eru svo með hesta og asna. Tvennskonar kýr eru ræktaðar önnur tegundin vegna kjötsins og hin til að mjólka. Í San Kristobel De la Casas fór bílstjórinn með okkur í heimsókn til fjölskyldu, eiginkonurnar voru fjórar, en einnig systir einnar eiginkonunnar og ein frænka, þær fimm áttu með manninum 15 börn. þrjár kvennanna voru heima, ein að baka tortíllur og önnur að vefa sú þriðja var með ungabarn í sjali á bakinu. Við vorum látin máta okkur í hátíðabúning ættbálkins og hr. Cesil var svolítið broslegur í skrautlegri treyju með stóran hatt með mörgum skrautborðum. Við vorum líka flottar ég og mágkona mín, í vaðmálspilsum skrautlegum mussum með borða og fallega ofið sjal. Allt heimagert og fallega unnið. Svo var tekin mynd að herlegheitunum. Við þáðum líka tortillur sem voru bakaðar við frumstæðustu aðstæður og heimabrugg. Mjög skemmtilegt. Framhlið hússins var mjög flott múruð og máluð, en bakhliðinn nokkurs konar patíó sem er reist úr timbri, og hlaðið með efni sem þeir gera úr taði, síðan er torf og leir sett í rifurnar, Við komumst svo að því að framliðin er byggð eins bara múrað yfir með leir og svo málað yfir. Patíóið var aðeins einföld grind með plasti yfir sem var vinnustaður hannyrðakvennanna, og svo var óþéttur timburkofi sem var eldhúsið. Engin borð eða stólar, utan nokkrir tréstólar sem eru eins og smábarnastólar, en einu sætinn, hinir sitja bara á gólfinu. Þetta var samt fjölskylda sem átti nóg, og var í fínu hverfi.
Eldhúsið og tortillagetð.
Hér er ein eiginkonan að vefa. Og verk hennar hanga uppi allt í kring.
Týpiskur búningur fyrir indíána konur í Chapas. Pilsin eru með mismundandi mynstri eftir því hvaða ættbálkur á í hlut. Þær vefa pilsin sjálfar, og sauma búningana. Teppið er algengt höfuðfat og er líka notað sem brúðarslör.
Í þessum bæ var katólsk kirkja á miðju torginu. Þar var dýrðlingunum raðað með fram öllum veggjum kirkjunnar. Gólfið var þakið með furunálun, það gera indíjánar þessa héraðs, þegar þeir halda veislur, svo sem giftingar eða fermingar. Víða á kirkjugólfinu sátu manneskjur með kerti fyrir framan sig og sumir voru með hænur, flestir voru með kókflöskur og brauðkollu sér við hlið. Þetta voru heilarar, sem læknuðu fólk sem til þeirra leitaði. Ég lét tilleiðast og fékk einn indíjánan til að lækna mig. Með kertum ekki hænum. Því þegar sjúkdómurinn hefur verið yfirfærður í hænugreyið þá er hún snúinn úr... Þau voru treg til að taka mig að sér, feiminn við þessa hvítu kerlingu, og hafa sennilega fundið af henni nornalyktina. En loks var einn sem þorði. Hann sagði okkur að sjúkdómar byrja allir í vitundinni, og ef maður gerir ekkert í því, þá fer sjúkdómurinn úr í líkamann. En svei mér þá mér snarbatnaði sár verkur sem ég hafði verið með í bakinu.
Í kirkjunni er messað einusinni í viku og presturinn kemur frá næsta þorpi. Okkur var sagt seinna að Páfinn hefði komið þarna í heimsókn og hefði fengið svipaða meðhöndlun og ég. Hann hefði verið spurður afhverju þetta væri látið viðgangast, og hann svaraði; Við megum ekki taka allt frá indíjánunum.
Kirkjan í baksýn og markaður á aðaltorgi San Kristobel.
Þarna sést ein kona að vinna tóg. Handavinna hennar hangir þarna uppi.
Það sem vakti athygli sértsaklega er hvað hvítu fötin eru hvít þarna, þar sem aðstaðan til þvotta er afskaplega bágborin. E indíjánakonurnar þvo mikið, þær byrja daginn á að þvo, og svo er þvotturinn hengdur til þessir á girðingar, limgerði, eða bara hvað sem er. Aðal tækið sem er notað til að þvo þvotta fyrir utan lækjarsprænur, polla eða móbrúnar ár er .... já það eru nefnilega HJOLBÖRUR. Á einum stað sáum við um 7 konur allr í röð að þvo í hjólbörunum sínum hlið við hlið, sumar gamlar ryðgaðar, og aðrar flúnku nýjar. Hugisð ykkur hjólbörur eru kostagripur, svo er hægt að fara með þvottinn í þeim til að hengja upp, skreppa í bæinn og kaupa inn, hafa barnið í þeim og svo getur maður lánað bóndanum þær er hann þarf að fara í gegningar. Annars ganga allar konur í Mexóco með börn sín í fanginu eða í teppi á bakinu. Enginn er með kerru eða vagn.
Frá San Kristobel fórum við svo áleiðis til Palengue, en þar ætlum við að skoða Pýramída Maja. Meira um það seinna.
Við erum reyndar búin að fara til Palenque.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar