Myndir frá Ísafirði og Kristinn H. Lyginni líkast.

Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður frá Bolungarvík skrifar oft kjarnmikla pistla á vef sinn kristinn.is

Ég hef lesið þessa pisla og ég ætla að birta einn þeirra hér, þann nýjasta.  Með góðfúslegu leyfi Kristins.

Það er lýginni líkast...

16. apríl 2012

Það er lýginni líkast, að báðir stjórnarflokkarnir sögðu fyrir kosningar að kvótakerfið væri svo ranglát að það yrði að leggja það niður og taka upp nýtt kerfi, en núna vilja þeir framlengja sama kerfi til a.m.k. næstu 20 ára.


Það er lýginni líkast, að báðir stjórnarflokkarnir sögðu fyrir kosningar að tryggja yrði jafnræði milli aðila í aðgengi að auðlindinni með nýjum almennum reglum, núna leggja þeir til að 95% kvótans fari til sömu aðila og hafa hann nú.


Það er lýginni líkast, að báðir stjórnarflokkarnir sögðu fyrir kosningar að leiga á uppboðsmarkaði yrði meginreglan við endurúthlutun kvótans til þess að ná fram jafnræði, núna leggja þeir til að einungis 3% kvótans verði leigt á kvótamarkaði.

Það er lýginni líkast ,að stjórnarflokkarnir vilja gefa kvótahöfunum almenna tryggingu með 15 ára uppsagnarákvæði , sem má þó fyrst beita eftir 5 ár, en í núverandi kerfi er hvenær sem er hægt að breyta kvótaúthlutuninni.


Það er lýginni líkast, að stjórnarflokkarnir sögðu að tryggja yrði eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni, en núna ætla þeir sér að afnema rétt Alþingis næstu 20 árin til þess að breyta kvótalögunum bótalaust.


Það er lýginni líkast, að fyrir kosningar sögðu stjórnarflokkarnir að fara yrði að áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá desember 2007 um alvarlegan skort á jafnræði aðila til veiðiheimilda, núna segja stjórnarflokkarnir að jafnræðið sé uppfyllt í sama kerfi, vegna þess að strandveiðarnar eru opnar öllum, um 1,3% heildarkvótans.


Það er lýginni líkast, að stjórnarflokkarnir sem sögðu að einn versti galli kvótakerfisins væri sá, að handhafar kvótans geti selt kvótann burt úr sjávarbyggðunum hvenær sem er og hvert sem er , vilja vilja núna að þetta verði áfram hægt.


Það er lýginni líkast, að þeir sem sáu fyrir kosningar að ólíðandi er fyrir alþýðu manna að vera háða og undirokaða fáeinum handhöfum kvótans á Íslandi um atvinnu sína og afkomu skuli í nafni jafnaðarmanna ætla sér að kalla fram að nýju 19. aldar þjóðskipulag , þeirra sem eiga og ráða og hinna sem þegja, vinna og hlýða.


Það er lýginni líkast, þegar meirihluti kjósenda leiddi deiluna um kvótakerfið til lykta í síðustu alþingiskosningum og veitti stjórnarflokkunum umboð sitt á þeim grundvelli sem þeir lögðu fram, þá ákveða flokkarnir að framfylgja í forherti mynd stefnuninni sem var hafnað.


Það er lýginni líkast stjórnarflokkarnir sem vilja að þjóðin ákveði úrslit í stórum málum með almennri þjóðaratkvæðagreiðslu ætli sér núna að sniðganga þjóðina í einu stærsta deilumáli þjóðarinnar og binda hendur hennar til næstu 20 ára.

Það er lýginni líkast, að flokkarnir bera fram skýra stefnu fyrir kosningar, en snúa henni á rönguna eftir kosningar og finnst ekki einu sinni að það þurfi gefa kjósendum sínum skýringar hvað þá að biðjast afsökunar á vanefndunum.


Já, þetta er svo sannarlega lýginni líkast, en því miður allt satt.
Góður Kristinn.
En ég ætla að birta hér nokkrar myndir síðan í fyrradag í góða veðrinu þá.
IMG_2933
Þessar er mest fyrir brottfluttu ísfirðingana sem hafa gaman af að skoða
myndirnar mínar.
IMG_2934

Snjórinn hefur farið mikið undanfarið eins og sjá má.

IMG_2935

Takið eftir lognkyrrunni á pollinum, þar sem fjöllin speglast svo fallega.

Og sem betur fer geta unglingar ennþá leyft sér að vera bara unglingar og skemmta sér í góðu veðri.  Yndæl og falleg.  Eigið góðan dag. Heart

IMG_2936


Maður er nefndur.

Ómar Valdimarsson, sem þykist vera karl í krapinu og telur sig geta sagt sitt álit á mönnum og málefnum.  En eitthvað hef ég komið við fínustu taugarnar á honum, því ef ég ætla að svara honum á blogginu hans.  Blasir þetta við mér:
Eftirfarandi villur komu upp:
  • Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir

 Svo kempan sú þorir ekki að takast á við óvinsælar athugasemdir.  Ég verð að segja það að ef fólk er svona viðkvæmt fyrir athugasemdum þeirra sem ekki eru þeim sammála, þá ættu þeir ef til vill ekkert að vera að tjá sig.  Vegna þess að með svona framkomu auglýsa þeir viðkvæmni sína og varnarleysi til að tjá sig við fólk sem ekki er þeim sammála.  Í þessum flokki eru fleiri m.a. Eiður nokkur Guðnason sem þykist geta hraunað yfir allt og alla, en er algjörlega á þessari línu af því að ég skaut að honum einhverjum að mínu mati sannleikskornum. 

Ég gef hreinlega ekki rassgat fyrir svona fýra, þeir eru að mínu mati undirmálsmenn sem ekki geta svarað fyrir sig.  Bara gelt eins og rófulausir hundar, komið með sýn mjög svo umdeild mál, en banna allar raddir sem koma þeim illa.  Og ég segi bara si sona..... Oj barasta.


Á ferð og flugi - á alla kanta.

Undanfarna daga hefur veðri verið dásamlegt hér fyrir vestan sól og blíða.  Notalegt.

IMG_2794

Þetta er reyndar Noregur.  En það var gott veður þar líka þó snjórinn væri ekki farin og ís á öllum vötnum.

IMG_2805

Þá voru þessar elskur komnar á kreik og hoppuðu og skoppuðu í trjánum.

IMG_2784

Og fólkið í blokkinni settist út með kökur og kaffi og spjölluðu um heima og geima.

IMG_2786

Og Sólveig Hulda vill endilega að afi lesi fyrir hana skemmtilega bók. Hér eru þau með Einar Áskel.

IMG_2790

Meðan húmið sígur yfir Nittedal og ljósin kvikna eitt af öðru.

IMG_2806

En heima var rok og rigning og það ekkert smá. Hér er starfsfólk Bónus í Borgarnesi að fjarlægja fánana svo þeir fjúki ekki á haf út.

IMG_2812

Það var mikið basl eins og sjá má. Ég hafði geymt bílinn minn í Keflavík hjá B&B það er svo ljómandi gott að gista þar og fá geymslu fyrir bílinn.  Svo var brunað af stað. Hitti elskulega vinkonu mína Dísu í Mjóddinni, er afar illa við að aka í Reykjavík, en komst þangað skammlaust. Fengum okkur kaffi og með því hjá bakaranum sem þar er. Svo var lagt af stað út í óveðrið. Það sló upp í 42 metra á sec á Þröskuldum og 40 m. sek á Steingrímsfjarðarheiði. Ég ríghélt í stýrið því þó bíllinn minn sé ekki stór, þá kippti vindurinn harkalega í hann alla leiðina.

IMG_2813

Það var samt falleg sjón sem blasti við á ströndunum.

IMG_2817

Hólmavíkin.

IMG_2818

En nú held ég að gömlu ísfirðingarnir mínir séu orðnir forvitnir um snjóalögin hér hjá okkur, ég ætla að birta myndir í kvöld eða á morgun af því falllega veðri sem hér er þessa dagana.

Langar samt að segja ykkur eina frábæra sögu. Vinkona mín og samstarfskona til margra ára droppaði við í gær. Ásthildur þessa mynd verður þú að sjá sagði hún brosandi.   Unnar Þór sonur hennar hafði farið upp í hlíð hér fyrir ofan með syni sínum. Þeir komu að stórum steini, og það var geinilega eins og dyr og jafnvel gluggar á steininum. Í galsa bönkuðu þeir feðgarnir á dyrnar og síðan tók pabbinn mynd á símann sinn. Þegar þeir komu heim og sýnu mömmu, hrópaði hún sjáðið dvergurinn hefur þá komið út!

Dvergur í steini 001

Hann sést greinilega á þessari mynd.

Dvergur í steini 002

Ég birti þessar myndir með leyfi Höfundarins Unnars Þórs Reynissonar.

En eigið góðan dag elskurnar. Heart


Að bera kápuna á báðum öxlum.

Loksins þegar heyrist tíst í allsherjarráðherranum, þá er það eins og tíst í lítilli mús, segir ekkert. 

http://www.ruv.is/frett/hefur-ahrif-a-politiskt-andrumsloft

Eins og smástrákur galar hann upp á hól að þetta sé fruntaleg aðkoma ESB að málinu, en en en það eigi ekki að hafa nein áhrif á umsóknina. 

„Það má orða það þannig já, mér finnst það óþarfi af Evrópusambandinu sem heild, sem blokk, að troða sér inn í málið svona, og hefði talið heppilegra ef þeir hefðu ekki gert það. En úr því þeir fara fram á slíkt þá held ég að við höfum svarað þeim á réttan hátt.“

Það er nú einmitt það Steingrímur.  Sem sagt stendur upp á hól og galar hátt og mikið, en lyppast svo niður og allt í gúddí.

Af hvaða kaliber eru forystumenn íslensku þjóðarinnar.  Og af hvaða kaliber eru hinir sem eiga ekki orð yfir þessu en ætla samt að láta það yfir sig ganga.  Getur verið að við séum að eiga við Gungur og Druslur?

Það hefur alltaf þótt hlálegur siður að ybba gogg í, pabbi minn er sterkari en pabbi þinn stílnum.   En svo ekki söguna meir.  Eitthvað sem kallast á nútíma máli til heimabrúks.... eða þannig.

Við eigum að horfa til þeirra með aðdáun yfir styrk þeirra og réttlætiskennd, meðan gefinn er upp auðmýktin fyrir ESB valdinu sem auðvitað má ekki styggja.

Það sem er verst við þetta er að þessi maður sem ber kápuna á báðum öxlum, þykist vera eindreginn ESB andstæðingurEn allar hans gjörðir sýna einmitt allt annað.  Þetta heitir á mínu máli fals og fláræði. 

vg_steingrimur1


Viljum við láta setja okkur niður á hnén?

ESB vill íslendinga niður á hnén segir Ögmundur, held að hann hafi rétt fyrir sér. En Ögmundur þegar maður segir A, þarf B að fylgja ef málflutningurinn á að vera trúverðugur. 

Jafnvel í háalvarlegum málum eins og þessu getur þessi ríkisstjórn ekki talað einum rómi. 

 

Utanríkisráðherra vill bara halda þessu til streitu. 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/12/ekki_rett_ad_haetta_vidraedum/

Eða samflokksmaður Ögmundar, Árni Þór

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/12/ekkert_sem_kemur_okkur_a_ovart/

Hefur einhver séð orð frá Landbúnaðar, sjávar og viðskiptaráðherra? þið vitið þessi sem hleypur á fjöll þegar þarf að kjósa um mikilsverð mál, eða fer í reisur til útlanda til að flekka ekki sitt góða orðspor af einhverju óvinsælu? Þetta mál er sennilega bara ekki á hans könnu.....

En svona þegar maður les fréttina um þessa ósk ESB og viðbrögðin við henni þá tel ég að nú sé fokið í flest skjól fyrir þessa ríkisstjórn.

Ef ég þekki þjóðina mína rétt þá sýnir hún ekki tennurnar nema þegar hún er komin út í horn, og þegar á að valta yfir hana með skítugum skónum. En þá bregst hún við. Og það er að gerast núna, aðeins hörðustu stuðningsmenn ESB reyna að láta sem ekkert sé, eða jafnvel að ESB ætli með þessu að bjarga þjóðinni, hvaðan sem það kemur nú.  Hef ekki orðið vör við að þeir hafi neinn áhuga á þjóðinni sem þjóð heldur aðallega auðlindunum sem hér eru of miklar fyrir örfáar hræður tekniklý spíking.

Sumir spyrja sig hvað ESB kommisararnir eru að hugsa. Sumir telja að þeir séu að reyna að slíta viðræðunum, sem eru orðnar pínlegar og erfitt að vinda ofan af með litla tungulipra rakka snuðrandi og sleikjandi skóna þeirra.  Aðrir telja eins og Ögmundur hér að verið sé að þvinga okkur niður til að minnka mótspyrnu og nauðga okkur inn. 

Það verður auðvitað hver að draga sína ályktun af þessu máli.  En í mínum huga er það bara svo að sambandið hefur sýnt mikil klókindi og þrautseygju við að koma landinu inn.  Það er nefnilega ákveðin mótsögn í því að þeir vilji enda þetta framsalsmál, því af hverju ættu þeir þá að koma hingað með heljarbákn sem kallast Evrópustofa og nota gífurlegt fjármagn í áróður fyrir aðild?

Þeir hafa líka dregið lappirnar í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum, því þeim er alveg ljóst að þar steytir verulega á. Þess vegna má ekki ræða þau mál meðan íslendingar hafa ekki bitið á agnið, þetta er eins og laxveiðar tel ég, þó ég hafi aldrei veitt lax. Þreyta fórnarlambið þangað til að er endanlega fast á önglinum og þarf að samþykkja hvað sem er. 

Reyndar verð ég að viðurkenna að óskin um þetta fjármagn kom frá Jóhönnu og Össuri í upphafi, það kom fram í pistli Björns Bjarnasonar, þegar hann fór til Brussel og Berlínar að kynna sér þessi mál.  Þá var komið til tals að setja þetta fjármagn í að kynna esb á Íslandi, hann spurði hvort þetta stangaðist ekki á við íslensk lög.  Og svarið sem hann fékk var eitthvað á þá lund; Íslensk stjórnvöld báðu um þetta, og ef þau þekkja ekki íslensk lög þá er það ekki okkar mál.

Þetta sýnir enn og einu sinni sleikjuhátt og undirlægju við erlend stjórnvöld og samtök.  Heimóttarskapurinn og skortur á stolti fær mann til að skammast sín niður í tær yfir þessum stjónrvöldum.

Ekki skorti nú kjaftinn og klærnar þegar fólkið var í stjórnarandstöðu, ekki skorti yfirlýsingar núverandi landsjávarog viðskiptaráðherra um hans álit á AGS, ESB og útrásarvíkingum, og ráðaleysi fyrrverandi ríkisstjórnar, eða þegar hinn flokkurinn talar eins og hann hafi hvergi nærri komið ríkisstjórn fyrr en þeir byrjuðu með VG. 

Það er líka merkilegt að þeim hefur tekist að klína mest öllu á VG sem aflaga fer, hrekja það fólk frá sem hefur eitthvað bein í nefinu, en þykjast hvergi nærri hafa komið.

En þögn Steingríms J. er æpandi í öllum þessum darraðadans sem nú stendur yfir.

Sýnir svo ekki verður um villst að gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

En nú þurfa menn að skoða sín mál vel og ákveða hvort við viljum láta þvinga okkur niður á hnén, og láta Golíat sigra, eða stappa niður fótum standa keik og teinrétt og ef út í það fer sem ég vona ekki að falla með sæmd. 

Eigið góðan dag.


mbl.is Segir ESB vilja Íslendinga niður á hnén
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ruslast í Osló.

Á skírdag skrapp ég til Keflavíkur til að sækja Ella minn.  Hann kom sem sagt óvænt heim í páskafrí, var að hugsa um að fara annað hvort til norður Noregs til Inga og Möttu eða til Austurríkis til Báru. 

En ég fór sem sagt, lagði af stað upp úr þrjú aðrararnótt fimmtudagsins, og var kominn til keflavíkur um níu leytið.  Þar sem vélin átti ekki að lenda fyrr en upp úr ellefu, brá ég mér inn á B&B til Hilmars eigandans, og fékk hjá honum kaffi og spjall.  Endaði svo á því að hann fór með mig rúntinn um Keflavík og sýndi mér margt skemmtilegt. 

Við Elli fórum svo beint heim, þegar hann var lentur og komin gegnum tollinn.  Ég fer á tæpum tangi þessa akstursleið frá Ísafirði, eða jafnvel rúmlega hálfum.  Ég er ennþá ekki búin að taka bensín á hann síðan á skírdag. 

Ég hef því lítið verið á blogginu, þar sem það er notalegt að fá karlinn heim og sona.   Ég er líka komin á kaf í að prikla og hugsa um sumarblómin svo það er af nógu að taka.

En þegar ég var í Osló, fórum við smá skemmtiferð að ruslast um Osló.

IMG_2613

Hér er reyndar ein skapmikil prinsessa, sem var ekki alveg á því að fara í pössun.

IMG_2618

Norsarar byggja hús hæst upp í hlíðar og fjöll.  Ótrúlegt og oft ekki fyrir lofthrædda að búa í slíkum.

IMG_2619

En við vorum sem sagt að ruslast í Osló. Smári Karls frændi minn og konan hans Sigga sem búa lengst upp í norður Noregi voru í heimsókn, og það var ákveðið að hitta þau í borginni.

Hér má líka sjá Elías, Skafta og Hagbarð. Og auðvitað öl hvað annað.

IMG_2623

Hér á borðinu var líka ein maríuhæna að ruslast í Osló eins og við.

IMG_2624

Sólin kom svo og hér ákváðum við að fá okkur að borða. Norðmenn hafa líka fengið þá flugu í höfuðið. Því dagurinn var fallegur og þar að auki helgi.

IMG_2628

Svo var ákveðið að rölta lengra. Þetta var svona dagur í rólegheitum að gera ... ekki neitt nema skemmta sér og njóta góða veðursins.

IMG_2630

Það er áberandi mikið af slæðufólki hér. Mikið líka af betlurum, aðallega slæðukonur og svo alkóhólistar. Svolítið um tónlistarfólk en alls ekki mikið. Það er afar áberandi bæði hér og í Austurríki hvað fólk reykir mikið. Það reykir gangandi úti á götu, við erum ekki vön þessu hér, og ég er ánægð með það.

IMG_2641

Svo var sest inn á annan bar, þar sem var hitaður upp, það var nefnilega farið aðeins að kólna, þegar sólar naut ekki lengur.

IMG_2644

Já þetta var ljómandi gaman. Verst hvað allt er dýrt hérna. En maður lætur sig nú hafa það svona einu sinni.

IMG_2646

Hingað fer helst enginn á bíl, því erfitt er að fá stæði. Fólk tekur strætó eða raflestir, samgöngur eru góðar við úthverfin. Og við Elli fáum auðvitað honorrabbat. Smile

IMG_2649

Ljómandi huggulegur staður og greinilega vel sóttur.

IMG_2650

Á leiðinni heim komum við svo við á tyrkneskum veitingastað sem er mjög vinsæll, þó hann sé ekki beint í miðborginni. Maturinn bæði ódýr og góður.

Svo var strikið tekið heim eftir ánægjulegan dag.  


Tai Kwon Do í Noregi.

Litli unginn minn í Nittedal Óðinn Freyr stundar Tai Kwon Do, rétt eins og Úlfurinn minn hér heima.  Mér var boðið að fara og sjá sýningu Pounce eða hvað það nú heitir. Ætla að sýna nokkrar myndir frá því.

IMG_2521

En fyrst eru myndir af stóru ferðatöskunni sem amma kom með frá Austurríki.

IMG_2523

Sólveig Hulda varð svo glöð eins og alvöru prinsessa að fá öll þessi flottu föt frá Austurríki. En þar eru þau frekar ódýr miðað við Noreg, þar sem bara einar gallabuxur kosta hvítuna úr augunum á manni.

IMG_2526

Hef grun um að mamman hafi verið spennt líka. Heart

IMG_2529

Keypti byssu handa stráknum mínum, sem svo sannarlega sló í mark, en eins og þú sagðir Olga mín, hún brotnaði í flutningnum. Það kom samt ekki að sök, því það var gert við hana á staðnum.

IMG_2531

Og hér er drengurinn kominn í gallan tilbúinn í slaginn.

IMG_2534

Það er mismunandi verð á benzíni og olíu hér í Noregi, en þetta er svona nokkurnveginn verðið. 

IMG_2537

Prinsessan mætt á svæðið kát og glöð.

IMG_2542

Óðinn að pósa.

IMG_2547

Svo þarf að skrá nemendurna.

IMG_2552

Eins og þið sjáið eru þarna allskonar belta litir, sem segir til um hve langt nemendur hafa náð. Fyrst hvíta beltið, svo gula, síðan græna, bláa og rauða, hæst er svarta beltið, en inn á milli fá nemendur randir í beltið, eina rönd svo tvær og síðan heilt belti.

IMG_2554

Allt byggist þetta upp á virðingu og tækni, hönd, fótur og hugur. Falleg hugsun og alþjóðleg. Úlfur var að æva Tai Kwon Do hér, en því miður vantar kennara, ef einhver hefur áhuga á slíku, þá endilega hafa samband og melda sig inn.

IMG_2555

Svartbeltingur fer yfir stöðuna með krökkunum.

IMG_2556

Mikill áhugi og ákefð mátti sjá hjá unga fólkinu norska.

IMG_2559

Tilhlökkun um það sem var að gerast. Rétt eins og hér heima við slíkar aðstæður.

IMG_2560

Það er afar gott fyrir unglinga að vera í einhverju svona.

IMG_2561

Ef eitthvað var óundirbúið var það dómararnir. Það tók langan tíma að koma því máli í lag.

IMG_2566

En sumir gátu ekki beðið, og vildu aktion.LoL

IMG_2567

Mamma var ekki alveg á því að unginn ætti að vera þarna...

IMG_2568

En hér eru drengirnir okka komnir í stöðu bæði Óðinn og Róbert.

IMG_2569

Þetta kallast eitthvað líkt Pounch, eða þannig.

IMG_2571

Þetta eru tilfæringar þar sem hugur, hönd og fótur skipta máli.

IMG_2576

Þetta er jákvæð ögun og þyrfti að vera miklu víðtækara. Auglýsi enn og aftur eftir einhverjum til að koma hingað og kenna okkar drengjum sem hafa æft í þrjú ár eða lengur.

IMG_2581

Í staðin fyrir venjulega leikfimi ætti í raun og veru að vera eitthvað svona í gangi. Sem virkilega agar nemendur og þjálfar þá bæði í sjálfsvörn og kurteisi.

IMG_2587

Stoltir krakkar.

IMG_2597

Hér er verið að undirbúa að brjóta spjald. Sem í sjálfu sér er ekkert afrek, en að brjóta fjögur spjöld eða meira í einni og sömu hreyfingunni og bara hitta þau öll er afrek sem virkilega krefst athygli hugans, handarinnar og fótarins. Ég ætla að setja þessar hreyfingar allar saman, ef þið renni þeim hratt niður, sjáið þið hvað þetta er í raun og veru flott. Sá svipað á Tai Kwon Do móti í Keflavík fyrir nokkrum árum.

IMG_2599

IMG_2600

IMG_2601

IMG_2602

IMG_2603

IMG_2602

IMG_2603

IMG_2604

IMG_2605

IMG_2605

IMG_2606

IMG_2607

IMG_2607

IMG_2609

IMG_2610

IMG_2611

Done.

En svona geta hlutirnir verið allstaðar þeir sömu, ef við leitum eftir því.


Vestfirsku lögin í Félagsheimilinu í Bolungarvík - frábær skemmtun.

Búin að nappa nokkrum myndum af skemmtuninni á laugardaginn.

Ég mæli með þessari skemmtun, næsta sýning verður á miðvikudaginn og svo eru þrjár aðrar sýningar yfir páskana.

306642_10150618906686175_721696174_9314150_1145134723_n

Þessar myndir eru teknar af Matthildi Helga og Jónudóttur. Hér er meistari Helgi Björns á ferð

527316_10150618905531175_721696174_9314137_1990353168_n

Herbert í Kan í öllu sínu veldi. Seleb eins og hann sjálfur segir.

528750_10150618907066175_721696174_9314154_1554324068_n

Hér er svo frábær túlkun Denna á Jóni Kr í laginu Ég er frjáls.

526200_10150618906841175_721696174_9314151_265739961_n

Er það fjöllin eða hafið sem laða mig hér að eða er það fólkið á þessum stað, syngur Siggi Björns.

528987_10150618936006175_721696174_9314348_739531270_n

Systurnar hennar Ásthildar Cesil.

536969_10150618905826175_721696174_9314140_339875595_n

Ísdrottningin vonda sem Rúnar Péturs gerði frægt.

540202_10150618904466175_721696174_9314120_912582752_n

Komdu nú og kysstu mig, Grafík.

551405_10150618906071175_721696174_9314144_1425477726_n

Hey Kanína.

561405_10150618905111175_721696174_9314131_1401420426_n

Þessi er óborganleg LoL

562505_10150618907151175_721696174_9314155_1654385449_n

Húsið er að gráta alveg eins og ég...

305500_10150618907386175_1928769549_n

Nú er bara að drífa sig á skemmtun í Bolungarvík og skoða nýja flotta húsið. Göngin gera það að verkum að nú er ekkert mál að komast þangað.

Svo nappaði ég frábærri upptöku frá Hauki(Þorsteini Hauki Þorsteinssyni) af heimasíðunni hans Torsteinn Haukur. Svo þið getið alveg séð að fjörið var algjört.

http://youtu.be/sHF5FL9CYos

Svo er bara að fara og njóta. Heart


Söngur og grillveisla.

Ég fór á söngskemmtun í Bolungarvík á laugardagskvöldið.  Það var aldeilis frábær skemmtun, ég gleymdi myndavélinni, en er búin að fá loforðum fyrir myndum frá öðrum. 

http://www.bb.is/?PageID=26&NewsID=174029 Sjá hér.

Þessa mynd fékk ég þó.

Ég og söngkonan.

Hjördís söngkona og fyrirmyndin. Hún sagði mér að hún hefði leitað lengi að svona mynstri. LoL Ég hafði ekki hugmynd um þetta, og mætti auðvitað alvegóvart í rétta dressinu.

IMG_2653

Þegar hér er komið sögu í ferðinni, höfum við yfirgefið Austurríki og erum komin í Nittedalinn.

Hér eru Óðinn Freyr og Róbert Hagbarðsson eins og tvíburar.

IMG_2655

Svo kom ísbíllinn og þá var keyptur ís. Kom sér vel því hitinn komst yfir 18° með sól.

IMG_2657

Pabbi að leika við Sólvegu Huldu.

IMG_2660

Þó hitinn væri með mesta móti í Mars í Noregi voru vötnin ennþá harðfrosin, og snjóskaflar við trén þar sem sólin náði ekki að skína.

IMG_2670

Fyrir neðan blokkina er leiksvæði, pabbi og Sólveig Hulda fóru aðeins að leika sér.

IMG_2673

Og ég var ekki alveg búin með krossgáturnar.

IMG_2676

Gaman gaman.

IMG_2680

Og svo að hjóla.

IMG_2683

Nú er ég alvöru prinsessa sagði Sólveig Hulda, þegar hún klæddist kjól sem kom frá Báru í Austurríki, ég kom með fulla ferðatösku af stelpunum þar. Og hún varð svo glöð.

IMG_2685

Hún, Ásthildur og Evíta eru svo líkar að það er ótrúlegt.

IMG_2688

Við erum á leið í grillveislu til Hjörleifs Valssonar vinar okkar.

IMG_2692

Já Úlla mín, hér koma myndir fyrir þigHeart

IMG_2700

Yndislegir drengirnir þínir.

IMG_2701

Okkar var tekið bókstaflega opnum örmum. Þetta er litli drengurinn sem spilaði svo fallega á fiðluna sína í Félagsheimilinu í Hnífsdal við ótal uppákomur.

IMG_2704

Það var glatt á hjalla.

IMG_2708

Og það var spjallað.

IMG_2710

Rakel Rós litla dóttir Hagbarðar.  Ef til vill er ég að rugla, þessi litla fallega dama heitir sennilega Regína Rós og systir hennar Rakel.  Ég er að verða svo gleymin. Blush

IMG_2714

Sólveig Hulda er líka til í að gæta hennar.

IMG_2719

Bræðurnir og húsmóðirin í eldhúsinu að framleiða allskonar kræsingar.

IMG_2721

Heart

IMG_2722

Já Kristín mín, hér er dóttir þín, eins og snýtt út úr nefinu á þér svo falleg.

IMG_2724

Alex  litli (eða Axel) Blush, voða flottur strákur.  

IMG_2730

Tinna, og mamma Rakelar Rósar.

IMG_2733

Vicky, Apríl dóttir hennar og dóttir Hjörleifs.   Við erum að tala um heiminn hér, því Wicky er alinn upp í Mexico og gift Alexander frá Kolumbíu.  Flottar saman.Heart

IMG_2736

Svo lík mömmu sinni þessi elska.

IMG_2745

Meistarinn við grillið.

IMG_2753 

Börnin skemmtu sér líka vel.

IMG_2756

Mæðginin.

IMG_2761

Hér er svo tekið til matarins.

IMG_2762

Nammi namm.

IMG_2763

Og svo voru sumir orðnir þreyttir.

IMG_2776

O boy ennþá þreyttari.

IMG_2778

En allir glaðir eftir frábærlega skemmtilegt kvöld. Innilega takk fyrir mig elsku Hjörleifur og fjölskyldaHeart


Árinni kennir illur ræðari.

Ég hlustaði á þessi hnútuköst þeirra í morgun.  Það sem sló mig mest var hvernig forsætisráðherrann talaði, vildi kenna sínum undirmanni um sleifarlag og léleg vinnubrögð.  Nú hef ég lengi verið með fólk undir minni stjórn og ég veit að sá sem á að stjórna hlýtur að sjá til þess að undirmennirnir standi sína plikt.  Jóhanna kennir sífellt öllum öðrum um en henni sjálfri.  Það sem hún ekki skilur er að þar sem hún er verkstjórinn, þá er það hennar að sjá til þess að verkin séu unninn.  Árinni kennir illur ræðari.  Jóhanna hefur sýnt sem forsvarsmaður þessarar ríkisstjórnar, að hún er enginn verkstjóri.  Allt sem miður fer er einhverjum öðrum um að kenna. Hún hefur ekki skilið það ennþá að hlutverk hennar er fyrst og fremst að sjá til þess að hennar undirmenn skili sínu verki tímanlega og vel.

En vonandi verður þetta frumvarp fellt í ríkisstjórninni, það er ömurlegt að vita til þess að verið sé að festa óréttlætið í sessi um ókomin ár, og binda hendur þeirra sem taka við og vonandi öfl sem vilja virkilega byggja upp samfélagið okkar.  Þetta gamla lið sem nú situr er gjörsamlega "úti á túni" eins og Jón Bjarnason orðað það svo réttilega.  Þau sjá ekki spillinguna og viðbjóðin sem þau eru að bjóða íslenskum almenningi.  Þau eru nefnilega bara úti á túni í sandkassaleik meðan allt brennur og þeir sem eiga að bjarga eru ekki til staðar, því þeir eru að hugsa um hvernig þeir eigi að ná sem mestu út úr íslenskum almenningi til að afhenda á silfurfati útlenskum og íslenskum stóreignamönnum.

Og ég er orðin hundþreytt á því að vera sífellt með hnút í maganum yfir að þessi auma ríkisstjórn sé að svíkja okkur inn í bandalag sem við viljum ekki vera í, meirihlutinn.  Íslenskur almenningur er nefnilega sem betur fer vel upplýstur og sér alveg hvað er í gangi.  Því meiri sem lygin verður, og því meira sem þau reyna að troða okkur þarna inn, því þverskallast þjóðarsálin við.  Það er bara í okkar eðli sem betur fer.

Þetta fer að verða bara gott. 


mbl.is „Sjaldan heyrt aumari málflutning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband