Mér er sama.

Búin að hlusta á allskyns vonbrigða raus Samfylkingar og Vinstri grænna um ákvörðun forsetans að vera lengur.  Láta sem það sé voða lítil áskorun að rúmlega 30.000 manns hafi skorað á hann.  Þetta er ekki brandari heldur beint út úr munni Þórhildar Þorleifs í Silfrinu.  Sem sýnir að þegar maður vill láta hlutina líta illa eða vel út, þá er ekkert sem stendur í veginum, hvorki sannleikur réttlæti né skynsemi.

En svo ég haldi áfram, mér er bara slétt sama hvort Ólafur hafi plottað þetta frá upphafi, og hafi sjálfur átt þátt í svokallaðri fléttu sem óvinir hans vilja vera láta.  Mér er líka alveg slétt sama um það sem þetta óánægjufólk reynir að sverta hann á alla lund, og mér er eiginlega alveg andskotans sama um allar samsæriskenningar um hvernig að þessu öllu saman var staðið. 

Málið er að maðurinn hlustaði á raddir fólksins og ákvað að fara fram aftur.  Ég treysti honum alveg til að halda áfram að tala máli þjóðarinnar og verja okkur áföllum svikulla stjórnmálamanna í þeirri vegferð sem þeir eru í að reyna að koma okkur inn í ESB. Þarna eigum við traustan bandamann, sem gerir sér grein fyrir þörfinni og verður við óskum fólksins um að standa með okkur vörð um fullveldi þjóðarinnar og velferð hennar.

Hann hefur gert mistök eins og að mæra útrásina, hverjir gerðu það ekki?  Og hann hefur gert fleiri mistök örugglega,eins og að koma þessari ömurlegu ríkisstjórn á koppin.  En þegar honum varð ljóst á hvaða leið við vorum þá einfaldlega snéri hann við blaðinu.

Þess vegna fagna ég þessari ákvörðun hans  og er mikið létt. Því þessi áþján Össurar og Jóhönnu að þvinga okkur inn í ESB liggur á mér eins og svört mara.  Ég vil þetta ekki, ég bað ekki um það og vil fá þetta lið burt því fyrr því betra.

Þegar fólk segir við mig að það megi ekki kjósa núna, ekki vegna þess að ríkisstjórnin sé að gera svo góða hluti, nei vegna þess að þá komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda, er orðin ömurleg afstaða og vonandi sér fólk að það bara gengur ekki. 

Við verðum að láta stjórnmálaöfl eins og Samstöðu og Breiðfylkinguna fá tækifæri til að sanna sig og láta fjórflokkinn eiga sig í næstu kosningum.  Það er eiginlega orðið bráðnauðsynlegt til að tryggja nýja Ísland, reisa alþingi upp úr þeirri niðurlægingu sem það er í dag og upphefja traust og virðingu fyrir pólitíkinni og stjórnmálamönnum.  Það einfaldlega verður ekki gert með núverandi stjórnmálamönnum né fjórflokknum.  Þeim verður að ryðja burt svo ný sjónarmið fái brautargengi. 

Segi og skrifa  og mér er alvara.


mbl.is Margvísleg óvissa er ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Málið er að maðurinn hlustaði á raddir fólksins og ákvað að fara fram aftur.  Ég treysti honum alveg til að halda áfram að tala máli þjóðarinnar og verja okkur áföllum svikulla stjórnmálamanna í þeirri vegferð sem þeir eru í að reyna að koma okkur inn í ESB. Þarna eigum við traustan bandamann, sem gerir sér grein fyrir þörfinni og verður við óskum fólksins um að standa með okkur vörð um fullveldi þjóðarinnar og velferð hennar.

Hann hefur gert mistök eins og að mæra útrásina, hverjir gerðu það ekki?  Og hann hefur gert fleiri mistök örugglega,eins og að koma þessari ömurlegu ríkisstjórn á koppin.  En þegar honum varð ljóst á hvaða leið við vorum þá einfaldlega snéri hann við blaðinu.

Svona nákvæmlega eins og ég sé þetta Ásthildur.

Guðni Karl Harðarson, 4.3.2012 kl. 20:45

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ólafur Ragnar hefur marga góða kosti. En því miður hefur honum tekist að kljúfa þjóðina í ntvær andstæðar fylkingar. Hann hefur veitt reikullri og ráðlausri stjórnarandstöðu mikið liðsinni með því að tefja fyrir öllu viðreisnarstarfi eftir frjálshyggjupartíið enda er hann enn að við samstarf við útrásarmenn. Þar virðist hann standa á sama.

Sem fræðimaður þá þekkti hann sögu og þróun valdsins á Íslandi út og inn. Nú er hann með valdamestu mönnum á Íslandi og með geðþóttaákvörðun getur hann tekið valdið af meirihluta þingsins hvenær sem honum dettur það í hug. Hann er orðiðð jafnvel valdameiri en Pútín!

Hvenær hinn hluti þjóðarinnar sér gegnum þennan blekkingarvef? Nú þegar veit helmingur þjóðarinnar við hverju megi búast enda virðist stjórnarandstaðan og útrásarvargarnir vera með forsetann í vasanum.

Með endurkjöri Ólafs Ragnars erum við að stuðla að pattstöðu í íslenskum stjórnmálum enda virðist það vera megintilgangur gamla sósílistans, Ólafs Ragnars, að grafa undan einu raunverulegu sósílistisku stjórninni á Íslandi. Honum finnst allt í lagi að gefa Íhaldinu og Framsóknarflokknum undir fótinn á kostnað sinna fyrri fylgismanna.

Valdið hefur oft spillt. Er nokkur undantekning núna?

Guðjón Sigþór Jensson, 4.3.2012 kl. 20:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðni minn, já þetta er bara sannleikurinn.

Guðjón minn, ef einhverjum hefur tekist að kljúfa þjóðina í tvær andstæður þá var það Samfylkigin og Jóhanna Sigurðardóttir. Segi og skrifa. Ég var ósköp ánægð í upphafi með þessa ríkisstjórn, taldi hana það besta í stöðunni úr því sem komið var. En það tók hana bara nokkra daga að slá botnin í þá aðdáun. Því um leið og mér varð ljóst að hún ætlaði sér að kjúfa þjóðina í herðar niður með ESBumsókn varð mér allri lokið. Síðan hefur hvert klúðrið á eftir öðru rekið þessa stjórn áfram í nöturlegri vitleysu. Núna er ég þakklát Ólafi Ragnari fyrir að ákveð að standa vaktina með okkur sem ekki viljum stíga þetta skref, og teljum okkur betur borgið sem sjálfstæð þjóð meðal þjóða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 20:57

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðni minn, já þetta er bara sannleikurinn.

Guðjón minn, ef einhverjum hefur tekist að kljúfa þjóðina í tvær andstæður þá var það Samfylkigin og Jóhanna Sigurðardóttir.  Segi og skrifa.  Ég var ósköp ánægð í upphafi með þessa ríkisstjórn, taldi hana það besta í stöðunni úr því sem komið var.  En það tók hana bara nokkra daga að slá botnin í þá aðdáun.  Því um leið og mér varð ljóst að hún ætlaði sér að kjúfa þjóðina í herðar niður með ESBumsókn varð mér allri lokið.  Síðan hefur hvert klúðrið á eftir öðru rekið þessa stjórn áfram í nöturlegri vitleysu. Núna er ég þakklát Ólafi Ragnari fyrir að ákveð að standa vaktina með okkur sem ekki viljum stíga þetta skref, og teljum okkur betur borgið sem sjálfstæð þjóð meðal þjóða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 21:02

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ólafur Ragnar gerir alveg í því að striða núverandi ráða mönnum t.d. gefur því skóna að hætta þegar ný ríkistjórn tekur við.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.3.2012 kl. 21:06

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gæti ekki verið meira sammála,heyrði reyndar þessa rödd í áttræðisafmæli í dag;,,hann mærði útrásina og vill láta ganga á eftir sér,,ofl. Fékk þó það út úr þessu skrafi við gamlar skólasystur úr Húsmæðraskólanum á Sólvallagötu,að þær viðurkenndu yfirburði Ólafs í að verjast og tala máli þjóðar sinnar,þegar víðsjárverð öfl vilja ,segi, hiklaust tortima því.Síðan viðurkenndist að enginn hefði getað séð fyrir, um bölvað svindlið fyrir hrun, jafnvel fundist útrásardindlar snjallir kaupsýslumenn. En niðurstaða eins og einn ágætur segir; Allir vildu hann til að verja fullveldi Íslands það er nr eitt fyrir okkur. Ég held við sæjum síðan ekki eftir kærkomnu fríi honum til handa.

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2012 kl. 21:18

7 Smámynd: Kidda

Ég er mjög sátt við að hann hafi ákveðið þetta.

Kidda, 4.3.2012 kl. 23:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér er bara fjandans sama hvaðan gott kemur.  Ég bara fagna því sem ég til vera þjóðinni fyrir bestu, þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 23:30

9 identicon

Tek undir hvert orð hjá þér Ásthildur! Sjálfsagt þurfum við Íslendingar einmitt að vera tilbúin að gefa mönnum annan séns ÞEGAR menn sjá að sér. Raunar er ég ekkert sérlega truflaður yfir "útrásarþætti" Ólafs. Það er eitt af hlutverkum forseta að tala fyrir Íslendingum út á við. Það er nú varla hanns sök hverslags skíthæla þjóðin setti í öndvegi á þeim vetvangi. Ekki fann Ólafur Ragnar upp þessa útrásarvíkinga.

Þetta var góð ákvörðun hjá forsetanum og ágætur millileikur að hætta hugsanlega á hálfu kjörtímabili, verði hann kosinn náttúrulega.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 23:48

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

ÓRG er breyskur eins og við hin, en hann hefur staðið í lappirnar gagnvart (fjár)kúgun og mótmælt henni, meðan það sama verður ekki sagt um skötuhjúin í Stjórnarráðinu. Ef eitthvað er hafa þau gengið í lið með fjárkúgurunum.

30.000 manns, ætli það sé í kringum 15% kjósenda? Vigdís varð forseti á sínum tíma með rúm 30% og búast má við að fleiri kjósi Ólaf en þessir sem skoruðu á hann að bjóða sig fram að nýju. Jafnvel tvöfalt fleiri.

Theódór Norðkvist, 4.3.2012 kl. 23:59

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Við vitum það Ásthildur, að kjarnmiklir menn og vitrir koma frá Vestfjörðum.Fyrsti maður til að berjast fyrir Sjálfstæði okkar kom að Vestan..það verður vonandi að Ólafur Ragnar taki sig nú til og þaggi niður í þessari bölvuðu Ríkisstjórn sem er að svifta þjóðina frelsi og færa niður í eimd..

Vilhjálmur Stefánsson, 5.3.2012 kl. 00:15

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eru spennandi tímar framundan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 01:06

13 Smámynd: Björn Emilsson

Það er með ólíkindum að hin islenska þjóð þurfi nú á 68 ára afmæli Lýðveldisins Islands að þurfa að heyja harðvítuga baráttu við öfgaöfl sem vilja Lýðveldið feigt og afhenda það á silfurbakka til Stór Ríkis Þýskalands, með öllum þess gögnum og gæðum. Hver hefðí trúað að þessi staða gæti komið upp? Olafur Ragnar Grímsson er sannur íslendingur. Hann mun vernda Lýðveldið Island.

Björn Emilsson, 5.3.2012 kl. 02:53

14 identicon

Ég sé að Westfirðingar hafa höndlað stórasannleika: "Hann hefur gert mistök eins og að mæra útrásina, hverjir gerðu það ekki?  Og hann hefur gert fleiri mistök örugglega,eins og að koma þessari ömurlegu ríkisstjórn á koppin.  En þegar honum varð ljóst á hvaða leið við vorum þá einfaldlega snéri hann við blaðinu."

Mikil er trú þín kona. En þar sem ORG er jú "blandaður á Staðnum" er allt í lagi að fyrirgefa honum landráðin og Hrunsleiðtogamennskuna.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:07

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki verðuru frýnilegri við að verða svona grænn í framan Hilmar

Takk jöll fyrir innlitið.  Já ég er afar ánægð með þessa ákvörðun Ólafs Ragnars. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2012 kl. 12:07

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð að segja að ég fagna þessari ákvörðun hans.  ÉG VEIT HVAÐ ÉG KÝS Í FORSETAKOSNINGUNUM Í JÚNÍ.

Jóhann Elíasson, 5.3.2012 kl. 12:20

17 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2012 kl. 12:07: Fyrirgefðu mér Ásthildur mín. Mér verður bara flökurt þegar Íslendingar taka Tröllatrúna fram yfir raunveruleikann.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 12:22

18 identicon

Það er eitt sem truflar mig í sambandi við undirskriftarlistann til forsetans.  Ekki er hægt að sannreyna hvort hann er falsaður.  Ef þetta væri alvöru undirskriftarlisti gæti ég sent mína kennitölu og fengið sjálfkrafa svar hvort ég er á listanum.  Ég trúi ekki að hægt hafi verið að finna rúmlega 30 þús manns sem vilja hann áfram.

Henry (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 14:02

19 identicon

Henry (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 14:02: Þetta er hárrétt athugað hjá þér Henry. Undirskriftalistin sem Obb, obb, obb &Co stóðu að er að sjálfsögðu gjörsamlega ómarktækur og ein stór lygi að 30.000 undirskriftir séu á listanum. Það var sama hvort Andrés Önd, Supermann eða Óli Grís væru skráðir, allt rann þetta ljúflega í gegn. Ef einhver fagmennska hefði verið á bak við þennan guðsvolaða lista hefðu menn verið krafðir um að staðfesta undirskrift sína með tölvupósti. Engum sögum fer heldur af því að DO og Obb, obb, obb hafi hringt í ætlaða stuðningsmenn eftirá til að sannreyna undirskriftina.

Þetta meinta forsetaframboð er því byggt á sandi og fjarstæða að meirihluti landsmanna styðji þennan siðlausa stórasta nafla á Íslandi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 14:53

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einfaldlega ekki rétt, listinn var tékkaður af og allir andrésar og mikkar teknir út.  Svo og nokkrir sem höfðu skráð sig vitlaust, en voru samt búnir að setja nafnið sitt þarna.  Þetta kemur alltaf upp þegar undirskriftir eru framkvæmdar. 

Tröllatrú Hilmar minn nei heldur skynsemi miðað við þær áherslur sem ég hef.  Forsetinn hefur sýnt að hann vill að þjóðin fái örugglega að segja sitt álit á ESB og stjórnarskránni. Ég er löngu hætt að láta plata mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2012 kl. 17:41

21 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2012 kl. 17:41: "Það er einfaldlega ekki rétt, listinn var tékkaður af og allir andrésar og mikkar teknir út." Hver/hverjir tékkuðu listann af, hvernig og hvenær?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 18:43

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta kom fram í ræðu Guðna þegar hann afhenti listann. Það sagði hann á þann veg að listinn hefði verið tékkaður af og Mikkarnir og Andrésarnir teknir út, auk þess væru nokkur nöfn sem hefðu reynst vera á einhvern hátt vafasöm en ekki röng, þau voru afhent líka en í öðrum bunka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2012 kl. 18:45

23 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2012 kl. 18:45: Obb, obb, obb!  Þetta kom fram í ræðu Guðna...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 06:31

24 identicon

En er ég á listanum ?  Ég skrifaði svo sannarlega ekki undir, en er ég á listanum ?  Að það skuli vera hægt að bera á borð svona lista og ætlast til að hann verði tekin trúanlegur er út úr korti.  Það er ekki flókið að safna kennitölum fólks og dæla þeim inn á svona lista.  Ég get ekki einu sinni skrifað komment hér á bloggið þitt án þess að þurfa að staðfesta í gegnum netfangið sem ég gef upp. 

Henry (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 07:59

25 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Merkilegt er hve margir vilja gjarna snúa öllu á hvolf. Ríkisstjórnin hefur verið að taka til eftir frjálshyggjupartýið og það hefur reynst sumum þungbært. Jafnvel forsetanum sem var sagður vera ein helsta klappstýra útrásarmanna. Hann er jafnvel enn að, var í Singapore 24. febrúar s.l. í ferð með enn nýjum útrásarmönnum.

Sjálfsagt eru þeir með hann í vasanum og eru mjög ánægðir með stöðu mála.

En nú koma á færibandi nýjar upplýsingar um aðdraganda hrunsins í Landsdómsmálinu.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2012 kl. 12:51

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Henrý slæmt er að heyra það geturðu ekki kært þetta inn ef til vill til Guðna Ásgústssonar?  Bara spyr, skil vel að þér sé ekki rótt með svona lagað.  Enda á slíkt ekki að eiga sér stað, það er reyndar refsivert að gera slíkt.

Guðjón talandi um að snúa hlutunum á hvolf.  Þessi ríkisstjórn hefur að mínum dómi farið af stað með það fyrst og fremst að bjarga fjármálafyrirtækjum og bönkum, þau gleymdu Skjaldborginni, eða hún var óvart slegin um auðmenn og útrásarvíkinga en ekki alþýðu landsins.  Hvað varðar útrásardýrkun Ólafs fyrir hrun, þá hefur hann snúið við blaðinu og talað máli þjóðarinnar einn fárra, þegar þessi ríkisstjórn tala hana niður bæði þjóðina og myntina okkar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2012 kl. 15:52

27 identicon

Kært !  Hvern andskotann heldur þú að þýði að spyrja Guðna Ágústsson, ég fengi einfalt nei.  Það á bara ekki hvorki að halda svona undirskriftarlista og enn síður taka mark á þeim eða nota þá til nokkurs.  Þetta er jafn aumt og einhver já nei spurning á visi.is.

Henry (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:15

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Undirskriftalistar hafa nú undanfarið sýnt sig vera glettilega nálægt því sem er í gangi í þjóðfélaginu, samanber Iceaveundiskriftirnar.  Ég veit ekki hvert fólk getur snúið sér, og ég er alveg laus við að bera nokkra ábyrgð á þessum undirskriftum, nema að ég tók þátt í að skrifa undir þá og gladdist yfir niðurstöðunni.  Þannig er það nú bara Henrý minn.  Hressilegt að heyra svona ekta vestfirskt blót. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2012 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2020882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband