Málfrelsi, hvenær snýst það upp í andstæðu sína?

Ert þú að tala í eigin nafni ágæti þingmaður, eða er þetta ákvörðun alls flokksins þíns?

Látum nú vera að þú mótmælir lokun á síðu þessara glæpasamtaka í nafni málfrelsis.  En þarna kemur annað og alvarlegra til.  Í fyrsta lagi treystir þú hvorki sérfræðingum né stjórnmálamönnum til þess að fylgjast með þessu máli.  En telur að almenningur sem í þessu tilfelli getur aldrei orðið annað en dómstóll götunnar, sé betur til þess fallinn að fá að fylgjast með.  

En það alvarlegast í þessu öllu saman er að þú þingmaðurinn leyfir þér að brjóta brjóta á réttarkerfinu með því að koma með link á síðu sem er búið að loka, að því sem viðkomandi telja hættulega.

 Ef þetta er ekki gert með samkomulagi þingsflokksins, heldur er þín prívat og persónulega skoðun, þá langar mig til að spyrja þig, gerðir þú þetta af réttlætiskennd gagnvart málfrelsi, eða var þetta gert til þess að sýna hvað þú ert klár tölvumaður?

 Eða ertu búin að gleyma því að þingmenn sverja eið að stjórnarskránni og eiga að fara fyrir sauðsvörtum almúganum í því að halda uppi lögum og reglum.  

Þetta samrýmist ekki slíku, þar sem þú tekur það að þér að sýna fólki hvernig það eigi að fara framhjá aðgerðum, sem ráðamenn virðast vera samþykkir.

 Allt svona stuðlar að upplaust í samfélaginu og er nú nóg af slíku í dag.  

Nákæmlega eins og aðrir stjórnmálamenn, gera sitt í upplausn með því að ljúga, fegra málstað, sýna spillingu og "handstýra" réttlætinu.

Ég hef hingað til litið til Pírata sem mest óspillta flokknum sem komst inn á þing.  Ég mun endurskoða þá afstöðu mína eftir þetta mál.  

Mín tilfinning er sú að þessi samtök sem eru afskaplega hættuleg og ruddaleg, og virða ekki mannlíf né neitt annað sem við viljum sjá í okkar samfélagi, ég hætti við að segj siðaða, vegna þess hvernig stjórnmálamenn og aðrir hafa umgengist lög og reglur.  Þau eru nú komin nánast í bakgarðinn hjá okkur, sennilega út af is endingunni.  

þessi menn hlæja að vesturlanda búum, því meðan þeir bisast við að vera fordómalausir og gefa öllum sjens, murka þessir menn lífið úr fjölda fólks, bæði vesturlanda og sínum eigin löndum.

Þetta mál er því að mínu mati svartur blettur á Pírötum, nema þeir lýsi yfir að þetta sé þín einkaaðgerð þ.e. linkurinn, en ekki að undirlagi flokksins.   


mbl.is Rangt að loka vefsíðu Ríkis íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband