Sammála Ögmundi hér.

Ég er algjörlega sammála þessu.  Það er ekki lögreglunni fyrir bestu að bera skotvopn það þýðir einfaldlega að glæpamenn koma frekar vopnaðir til leiks.  

Þetta mál á eftir að vinda upp á sig, og erfitt verður að bakka út úr því aftur.

Við getum séð hvernig þetta er í Bandaríkjunum, byssueign er mesta ógn í bandarísku lífi, hvort sem það er lögregla eða almennir borgarar.  Hæsta dánartíðni bæði almennings og lögreglu er af völdum skotvopna.

 Við erum allaf svo fljót að stökkva á vagninn án þess að hugsa dæmið til enda, hér sem svo oft áður gildir hið fornkveðna "í upphafi skal endinn skoða"


mbl.is „Vopn kalla á vopn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru nú búnar að vera byssur í lögreglubílum án vandræða síðan ég man eftir mér

hvað ef þessi hefði fundið byssu í staðinn fyrir kvennmann á bíl?

http://www.youtube.com/watch?v=0d93IUvRZTc

Grímur (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 17:58

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessar fáránlegu færslu.

Óðinn Þórisson, 22.10.2014 kl. 18:37

3 identicon

Veistu hvað Óðinn,

Sammála þér, löggan má sko gera það sem hún vill,

svo lengi sem lög íslands kveða ekki á um takmarkað ákvörðunarvald stjórnsýslu lögregglunnarog ákvörðunarvald alþingis um vopnavæðingu lagavarða. Svo lengi sem stjórnsýsluleynd og ráðherra-einræðis-lög eru fullkomlega lögleg stjórnsýsla hér á landi, þá er þetta bara í fínasta flíspeysu lagi. En, þar með, fyrst þeir vita alveg hvað þeir eru að gera og allmenngur hefur ekkert með það að segja, þá nenni ég kannski ekki að kjósa næst... Löggan og aðrir þjónar samfélagsins vita alveg hvað þeir eiga og eiga ekki að gera, alveg óþarfi að treysta alþingi og kjósendum fyrir þessu. 

Flott fyrir þá sem geta unað þessu,

en ég er þá fluttur eitthvað annað þar sem ég hef minn rétt til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum um samfélagið þar sem ég bý.

 Adios stjórnsýslu-labbakútar,

J.

Jonsi (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 19:31

4 Smámynd: Agla

Eru einhverjar gildandi reglugerðir eða LÖG um vopnavæðingu/ vopnanotkun lögreglunnar?

Agla, 22.10.2014 kl. 20:14

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvergi í veröldinni er eins auðvelt að vaða inn í þinghús þar sem sitja allir þingmenn landsins og ríkisstjórn, og slátra þeim í skothríð og á Íslandi.Ef fólk heldur að slíkur fénaður, eins og var á ferð í Ottawa í Kanada, verði hrakinn burt eða honum fyrirkomið með einhverju öðru en byssum þá verður fólk að benda á eitthvað annað betra.Trúlega eru Isis menn þegar komnir til Íslands að skoða aðstæður.Við erum, jú vinir Bandaríkjanna og með þeim í félagsskapnum NATO.

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2014 kl. 20:42

6 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sammála Ásthildi.  Auk þess myndi ég aldrei treysta almennum íslenzkum lögreglumönnum til að bera skotvopn.

Kristján Þorgeir Magnússon, 22.10.2014 kl. 21:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Grímur hríðskotabyssur?

Gráttu bara Óðinn minn, því það er sannarlega þörf á því.

Nákæmlega Jónsi, meira að segja almennir þingmenn vissu ekki hvað þeir voru að samþykkja ef marka má fréttir.

Agla, ætli slíkar reglugerðir vanti ekki bara alveg, kæmi ekki á óvart í okkar bananalýðveldi.

Og Sigurgeir, þú heldur sem sagt að ef einhverjir hryðjuverkamenn myndu ráðast inn í alþingi og byrja að skjóta í allar áttir, að lögreglan gæti gripið inn í í tíma? Það held ég nú ekki, því þetta gerist afar hratt og það væri þá búið að drepa fólkið löngu áður en lögreglan kæmi með sínar hríðskotabyssur.

Ég segi sama Kristján, miðað við hvernig sum mál hafa þróast og einstaka lögreglumenn hafa hagað, sér þó það sé fullt af góðu fólki þar þá eru gikkir í veiðistönginni og slíkir eru alveg til með að skjóta fyrst og spyrja svo því miður sérstaklega meðan lögreglumenn sem hefur orðið á, eru varðir í bak og fyrir af sínum yfirmönnum, eigum við að nefna nokkur dæmi? handtökumálið fræga sem tekið var upp á videó, maðurinn sem var skotinn til bana á heimili sínu. Skaftamáli hér fyrir margt löngu, þegar lögregla handtók mann og misþyrmdi honum með því að henda honum inn í lögreglubíl.

Flestir lögreglumenn eru góðir og gegnir og vinna vinnuna sína af kostgæfni, en svo eru alltaf þessir sem ekki eru það, og meðan ekki er innra eftirlit að gagni, og yfirmenn verja misfarir með vald með öllum ráðum, þá er mitt traust á lögregluna ekki þannig að ég vilji hafa þá með hríðskotabyssur innan seilingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2014 kl. 22:15

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þessi umræða öll, er komin út í skurð.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2014 kl. 01:07

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndar er hún það Halldór, en hún sýnir samt ákvena hluti, sem vert er að skoða vel, sérstaklega af stjórnvöldum. En það er vantraust almennings á lögreglunni, sem einmitt þarf að njóta trausts og virðingar. Ég hugsa að þar sé um að kenna ákveðnum starfsmönnum sem hafa brugðist fólkinu í landinu. Þó yfirgnæfandi flestir lögreglumenn séu gott fólk og heiðarlegt, þá setja hinir ljótan blett á stéttina, þess vegna á alls ekki að hilma yfir með slíkum mönnum,heldur víkja þeim frá strax. Einnig er ég nokkuð viss um að framkoma innanríkisráðherra hafi gert meiri skaða en menn gera sér grein fyrir, og ekki bara hún heldur hvernig ráðamenn hafa varið hana í bak og fyrir í stað þess að gera allt til að komast að því hvað gerðist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2014 kl. 09:51

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo er þetta með nýjustur fréttir á Ruv að glæpatíðni á Íslandi hafi lækkað en ekki hækkað. Hvar er þá hvatinn til að vopnavæða lögregluna enn frekar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2014 kl. 10:40

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það gilda mjög strangar reglur um vopnaburð lögreglunnar. Lögreglan grípur ekki til vopna, nema í ítrustu neyð. Fólk ætti að kynna sér þessar reglur, áður en hrópað er á torgum. Umræðan um þetta mál á ekki að snúast upp í eitthvert pólitískt arg og þvarg. Sigurgeir bendir á hér að ofan, að auðvelt sé að labba inn í Alþingishúsið og salla þar alla niður. Dulítið til í því, en Ísland er ekkert einsdæmi í því og nægir að nefna skotárásina í Ottawa í gær. Það er einnig alveg jafn auðvelt að labba inn í verslanamiðstöð og fremja þar voðaverk. Alls kyns mannleysur og bleiður geta vaðið nánast hvert sem er og drepið fjölda manns, þegar þeim líst svo á. Ísland er þar engin undantekning og fáránlegt að ætla það að ekkert slæmt geti gerst hér og lögreglunni því óhætt að mæta þessari ógn með piparúða og kylfum, einum að vopni. Skil ekki alveg þessa umræðu um vantraust á lögreglunni. Vissulega eru svartir sauðir innan þeirrar stéttar, en svoleiðis háttar um allar stéttir. Ég vil hins vegar leyfa mér að bera fullt traust til lögreglunnar og treysta því að þar á bæ fari menn eftir settum reglum, hvort heldur varðar vopnaburð eða annað. Pólitískir æsingamenn, sem aldrei sjá til sólar sökum eigin dugleysis, ættu að hafa sig hæga og prísa sig sæla með að það er ávallt hægt að kalla til lögreglu, ef einhver ræðst á þá eða þeirra nánustu.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2014 kl. 13:32

12 identicon

Það eru nú til áreiðanlegri fréttamiðlar en DV. Svo er líka pólitíkin eins og hún er, stjórnarandstaða hvers tíma (engir flokkar undanskildir) reynir að gera úlfalda úr hverri mýflugu sem sjáanleg er.

Er einhver ástæða til að trúa ekki orðum lögreglunnar og ráðuneytisins um að ekki standi til að breyta neinum reglum eða venjum um meðferð vopna?

ls.

ls (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 14:18

13 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

" byssueign er mesta ógn í bandarísku lífi,"

Fordómar. Fólk veður uppi með þessa algjörlega óstaðfestu fordóma í garð bandaríkjamanna. Ég þekki svo marga kana, og þeir hafa allir áhyggjur af allt öðru.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2014 kl. 16:10

14 identicon

Halldór Egill skrifar: "Skil ekki alveg þessa umræðu um vantraust á lögreglunni. Vissulega eru svartir sauðir innan þeirrar stéttar, en svoleiðis háttar um allar stéttir."

Þetta er ein allra leiðinlegasta klisjan sem að fólk tekur upp á, þetta vantraust á lögregluna er algjörlega sjálfskapað, og allar PR brellur á Facebook og Instagram munu engu um það breyta. Svo má kannski benda á það að "svartir sauðir" í öðrum stéttum komast ekki upp með það að misnota börn og láta síðan vini sína um að rannsaka málið, engin önnur stétt getur myrt geðfatlaðan einstakling og látið síðan sem að "engin" viti hver það var sem að tók í gikkinn (og framkvæmdin síðan varin alveg upp í topp af sömu mönnum og sáu um Geirfinnsmálið), engin önnur stétt getur grýtt ölvaðri konu á bekk og látið eins og það sé bara fullkomlega eðlilegt, eða að biðja félagana sem að mæta á svæðið, að látast eins og ekkert sé, þegar að konan keyrir full og endar á því að keyra niður einhvern krakkar.

Svo er maður beðinn um að bera virðingu og traust í garð þessara manna? Hefur þú kynnt þér Guðmundar- og Geirfinnsmálið? Dagurinn sem að þessir piece of shit aumingjar í löggunni sem að sáu um það mál fá að dúsa mörg ár í fangelsi væri mögulega hægt að tala um að eitthvað traust hefði myndast og í kjölfarið af því virðing.

Svo er jafnframt hægt að taka þessa röksemdarfærslu þína um að "hvað sem er geti gerst og því þurfum við að vera við öllu búin" og heimfæra hana yfir á ríkis- og valdstjórnina, meina við ættum klárlega að leggja þessar valdastofnanir niður af því að það sama gæti gerst hérna og í Norður-Kóreu!

Maynard (IP-tala skráð) 25.10.2014 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband