Þið verðið að koma höndum yfir þessa útrásarvíkinga, sagði þýskur vinur minn.

Ég bauð þýskum vini mínum í mat í gær, sem ekki er í frásögur færandi, en yfir nýveiddri lúðu og nýuppteknum kartöflum og rauðvínsglasi ræddum við hitt og þetta.  Þar á meðal Icesave sem hann hrósaði íslendingum mikið fyrir neiið.  Síðan ræddum við um hrunið og það sem verið er að gera í því.  Þá sagði hann; þið verðið að ná þessum útrásarvíkingum og ná af þeim þeim peningum sem þeir hafa tekið ófrjálsri hendi.  Hann lagði mikla áherslu á þetta og hristi hausinn til að leggja áherslu á mikilvægi þess að það væri gert hreint í þessu máli. 

Það er nú málið, við sem þjóð verðum ekki trúverðug ef við gerum ekkert í að ná þessum mönnum dæmum þá og látum þá afhenda okkur þá fjármuni sem þeir stálu. 

Þegar rætt er um að hækka skatta eða skera niður, þá er það nú bara svo að það þarf ekki ef ríkisstjórn og saksóknarar sameinast um að ná þessu fé inn í hagkerfið.  Og svo má benda á ótal aðrar sparnaðarleiðir, til dæmis má yfir fara allar nefndirnar sem til eru á vegum ríkisins, bruðlið í stjórnarliðum og ferðir um heiminn á tímum internetsins.  Það má auka fiskveiðar eins og Guðjón Arnar benti ítrekað í á kosningabaráttunni. 

En þennan vansa megum við alls ekki láta viðgangast öllu lengur að þessir menn berist á og eigi ógrynni auðæfa og eigna, sem þeir tóku sér úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, meðan almenningur er skorin niður við trog.

Svo er bara að taka saman höndum og vinda sér í þessa krossför. Síðan má ræða einhverjar aðrar úrlausnir. 


mbl.is Björgólfur Thor enn umsvifamikill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil; æfinlega !

Verði ykkur; Lúða og annað nýmeti, að góðu.

Auðvitað; sér Þjóðverjinn, af sinni skarpskyggni, hvernig í öllu liggur, en þú hefðir getað viðurkennt fyrir honum, að þorri Íslendinga er orðinn svo úrkyn jaður, að vart sé að búast við hörðum gagnaðgerðum, úr þessu.

Og; bæta hefði mátt við, að úr því, sem komið er, er Íslandi bezt komið - sem Léni vestur í Kanada, eða þá; Khanati, austur í Kazakhstan, Ásthildur mín.

Að minnsta kosti; - eins og hlutir blasa við okkur nú, um stundir.

Með beztu kveðjum; vestur í fjörðu, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 18:06

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að berjast sem eftir stöndum á landinu ef það á ekki allt að vera við það sama áfram!

Sigurður Haraldsson, 27.8.2011 kl. 19:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Óskar minn. Nei ég datt ekki í hug að segja neitt um okkur  Ég hreinlega skammast mín fyrir yfirvöld og aðgerðarleysi þeirra.

Já Sigurður, það er nú málið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2011 kl. 20:21

4 identicon

Ríkisstjórn Íslands hefur staðið við loforð sín um að slá skjaldborg um "heimili útrásarvíkinganna". Þjóðin samþykkir slíkt með þögn og aðgerðaleysi. Í alvöruþjóðfélagi hefðu eignir þessara manna til að byrja með verið frystar. Síðan væri búið að dæma  þá eftir nærri 3 ár frá hruni, og gera eignir þeirra upptækar. Réttast væri að innlima Ísland í Turkmenistan eða annað þvílíkt ríki. Þar eigum við samleið með okkar spillingu og aðgerðaleysi. Alvöruþjóð bæri löngu búin að gera stjórnarbyltingu.

óli (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 20:27

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Datt inn í viðtal Guðmundar Franklin,við sérstakan saksóknara í dag. Hann situr ekki auðum höndum,með honum eru um 80+ starfskraftar,hann lýsti þessari vinnu nokkuð vel í smáatriðum,náði ekki öllu,en það er hægt að fá endurtekið skilstmér á Útv. Sögu.

Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2011 kl. 21:04

6 identicon

Svo óskapega sammála þer Ásthildur og ykkur hinum , ÞETTA ER ÞJÓÐARSKÖMM !! og hvernig dettur stjórnvldum i hug að Landið se tekið sem trúverðugt , hvort sem er til að fjárfesta her eða til  Lánshæfi ?? Sannarlega eins og Óli segir ,alvöru þjóð væri búin að gera stjórnarbyltinu  .Eg veit eiginlega ekki hvað er að fólkinu i landinu ? Er það þrælsóttinn sem heldur aftur af mönnum ? ..eða eru ennþá svo margir á spena að þeir getai þaggað niður i eigin þágu fjölda manns til að segja ekkert ?...eða erum við bara vita vonlaus i að geta sameinast um eitthvað sem heitir "ALMANNAHEILL "  samt eru allir með það á vörunum að við eigum að vera góð hvert við annað og ummhyggjusöm !....Ja ser hver er nú umhyggjan segi eg bara ...held stundum að fólk skilji ekki merkingu orða alveg ...eða kanski það meinar ekki neitt ,bara segir eitthvað ??

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 22:32

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Óli, það ætti fyrir löngu að vera komið böndum á þessa menn og frysta eignir þeirra.

Helga mín vissulega er verið að gera eitthvað.... en það tekur bara allt of langan tíma.

Ragnheiður já við sitjum dofin og sofandi og látum allt yfir okkur ganga.  En hvað er til ráða og hvar á að byrja?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2011 kl. 22:41

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ásthildur þetta er ljóta staðan sem uppi er og allt í boði Jóhönnu og Steingríms...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.8.2011 kl. 08:16

9 identicon

Munurinn á Íslandi og Þýskalandi í þessum málefnum er að Þýskaland er með góða og sterka löggjöf sem búið er að láta reyna á.  Það er búið að dæma bankastjóra hér í Þýskalandi fyrir að blekkja hlutafjáreigendur í bönkunum.  Það er búið að dæma bankastjóra fyrir að veita lán sem ekki áttu rétt á sér.

Bankar hafa einnig verið dæmdir til að greiða einstaklingum, eins og þér og mér, fyrir ranga ráðgjöf.   Þá á ég við þegar þjónustufulltrúar ráðlögðu einstaklingum til þess að kaupa í sjóðum sem ekki voru innistæðutryggðir.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 10:09

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ingibjörg mín, því miður getum við líka kennt fleiri um svo sem Sjálfstæðisflokki og Framsókn.  Því ef þeir hefðu komið með einarðlegar tillögur á þingi um slíkt uppgjör færi fram, hefðu stjórnarflokkarnir þurft að fara eftir því tel ég.

Þetta er alveg rétt hjá þér Stefán.  Okkar löggjöf og valdakerfi er allof veikt fyrir svona stór vandamál.  Því miður. Skrýtnast finnst mér þegar menn eru ennþá að tala um öfund hjá fólki sem vill benda á þetta.  Að það sé gott að til séu ríkir íslendingar sem styrki fjármálakerfi landsins  Það kalla ég að snúa sannleikanum á hvolf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2011 kl. 10:48

11 Smámynd: Sandy

Komdu sæl Ásthildur og allir þínir gestir! Ég er svo hjartanlega sammála ykkur,það ætti að vera búið að ná í afturendann á útrásavíkingunum fyrir löngu, en samt er ekki við því að búast ef tekið er tillit til þess hvernig málum er háttað innan stjórnkerfisins, ekki er mjög langt síðan að fjölmiðlar fóru yfir uppgjör Byrs og hverjir voru ráðnir til að sjá um það söluferli? Það er eins og ekki sé til mentað fólk í landinu annað en fólk sem tengist innan stjórnsýslunnar, það þarf að ráða fólk sem er tilbúið að vinna heiðarlega og með almannaheill að leiðarljósi. Dóttir mín sagði við mig um daginn að ein leiðinlegasta tilvitnunin sem hún hafi heyrt og fari sérlega í taugarnar á henni eftir hrun, sé að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Hún hélt því fram að tvisvar hafi hún heyrt þessu fleygt fram og í bæði skiptin af fólki sem sýndi öðrum megna fyrirlitningu og tillitsleysi.

Þetta með þrælsóttan Ragnhildur, ég er ekki frá því að það sé nokkuð rétt tilgáta hjá þér, við sáum niðurstöððu þessarar hryllilegu andmæla sem útheimtu dóm yfir nímenningunum í búsáhaldabyltingunni vegna þess að margir alþingismennirnir okkar fóru á límingunum.

Sandy, 28.8.2011 kl. 11:01

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já málið er held ég að það sem við köllum Elítu þ.e. þeir sem stjórna og ráða vilja ekki uppgjör, þeir eru allir meira og minna fastir í þessu óreiðuneti og sjálfsagt hræddir um að þeirra nöfn dúkki upp á versta veg.  Þess vegna standa stjórmálamenn saman eins og einn maður hvaða flokki sem þeir tilheyra til að verja sjálfa sig og fá að halda áfram að ráða.  Þeir eru búnir að koma sér upp slíku samtryggingarkerfi. Þetta þurfum við að finna leið til að brjóta niður og koma heiðarlegu velmeinandi og færu fólki að til að hreinsa til.  Þetta er eitthvað sem við verðum að gera.  Við eigum marga baráttumenn sem geta staðið í fararbroddi en þeir eru alltaf einhvernveginn kvaddir í kútinn.  Því slíkar raddir mega ekki heyrast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2011 kl. 11:10

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þjóðverjanum og ykkur hinum.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2011 kl. 11:45

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2011 kl. 12:28

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Íslendingar hafa í áratugi almennt talið, dyggilega uppfrædd af stjórnmálaflokkunum, að hér á landi væri engin spilling, á sama tíma og pólitíkin snérist um fátt annað en hygla sér og sínum á kostnað almennings, hvar sem því varð við komið.

Ég held að þjóðin almennt hafi ekki, eða geti hreinlega ekki, áttað sig almennilega á hve stórt og umfangsmikið fjármálasamsæri og svindl var í gangi hérna. Margir neita enn alfarið að horfast í augu við þátt "flokkanna sinna" í uppbyggingu og framkvæmd þessarar svika millu allrar. Flokka sem þeir hafa alltaf kosið og ætla að kjósa áfram sama hvað!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2011 kl. 12:32

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel ég er viss um að þetta er ein helsta meinsemd þjóðfélagsins, sauðshátatur kjósenda og ábyrgðarleysi þeirra á atkvæði sínu.  Mikið vildi ég að fólk opnaði augun og dæmdi sitt fólk eftir því hvað það gerir en ekki hvað það segir.  Það er nefnilega oft sitt hvor hluturinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband