Noregur.

Noregur heilsaði okkur vel, með fallegu haustveðri.  Fengum þrjá góða daga í Osló með smá rigningarívafi.  Fórum í Tusenfryd og skemmtum okkur vel, einkum krakkarnir.  Nú erum við aðeins norðar flugum til Ålesund og svo búss til Moe þar sem Matta tengdadóttir mín sótti okkur, ókum gegnum Örsta og Volda  og heim til hennar Austefjorden Bueide heitir staðurinn sem þau búa á. Gríðarlega fallegt og hrikalegt landslag.  Fáið myndir seinna.  Veðrir eð fallegt hér líka, ekki beint sól, en þurrt og sólin gæti komið fram síðar í dag.  Hér er geitabú og heilmikið af froskum, meira að segja froskagöng, sem ég ætla að taka myndir af.  Hér eru miklar vegaframkvæmdir það er verið að bora nokkur göng til að stytta leiðina fyrir bændur í bæinn.  

Við lifum eins og blóm í eggi ég Úlfur og Alejandra.  Ég datt ofoan í Yrsubók í gær, og leit ekki upp fyrr en ég var búin, sér grefur gröf heitir hún. Gríðarlega spennandi.

Hér í norður Noregi er eiginlega ekkert undirlendi, menn heyja bara í risabrekkum, og virðist ekkert hrella þá neitt.  Þegar Íslendingar tala um Ísland sem grjóghrúgu er það aljgört öfugmæli þegar maður ekur um Noreg, því svo sannarlega er Noregur einn risastór klettur með trjám og móum.  

En ég lofa ykkur myndum seinna.  Það er erfitt að athafna sig svona á ferðalagi. 

Vildi bara láta vita af mér.  Er svona aðeins að jafna mig á gæsamissinum, en ég veit að ég mun dakna hans mikið þegar ég kem heim.  En svona er víst lífið.   

Yndislegt að hitta barnabörnin mín, gleði gleði gleði.  á báða bóga. Heart

 

Eigið góðan dag elskurnar. 


Elsku Pípí minn blessuð sé minningin þín.

Ég brá mér til Noregs, sem betur fer er su stir mín heima og gætir bús og barna.  Hún átti líka að gæta Pípí, en kvöldið áður en ég átti að fara í flug, hringdi síminn, kunningjakona mín tilkunnti mér að hún hefði séð gæs á götunni meðfram sjónum, sem hefði verið ekið á og væri dáinn.  Þar sem enginn gæs er eftir að ég tel, er nokkuð víst að þetta hafi verið hann Pípí minn.  Það var svo sorglegt að heura þessa frétt.  Í flugvélinni á leiðínni út kom í huga mér smá kveðja til hans.

 

P.S. á tölvunni sem ég skrifa á er ekki hægt að setja in uppsilon, svo þar sem uið er þar á að vera uppsilon.

Kveðja til Pípí. 

Í langferð nú hefur nú lagt,

og leiðin er sólgeislum stráð

Ó fuglinn minn hvað get ég sagt?

þessi ferð þín var duttlungum háð.

ufir götuna lá víst þín leið,

með löngun í sjóinn þann dag.

þitt hjarta og hugur sem beið

að komast í langt ferðalag.

 

Ó Pípí þú prakkarinn minn

Í Paradís vonina berð.

Til austgurs fer ættbogin þinn,

sem engill með hópnum þú ferð.

Því veturinn langi sem læðist 

l mskur með kulda í bæ,

er fjandvinur gæsar sem fæðist

á friðsælu vori í mai.

 

Nú fulgir þér hugur meinn hlúr

í hjartanu þakklæti finn

að besta í sál minni búr

bjóst ú mér fuglsungin minn.

að horfa í augun svo skær

og skoða það heim þinn og minn,

var orðin mér kerlunni kær

hve endalaust þakklæti finn.

 

Nú kveð ég þig fuglinn minn kær

og kveðjan mín vængina fær

að fulgja þér hátt ufir haf

að heitströðndum vonar sem gaf

kæti og kærleikans bönd

krakka sem elskuðu þig,

nú ertu á englanna strönd

þar minnast þín hver furir sig.

Um ungann sem kom inn í vor,

og átti hér viðveru um hríð.

og gaf okkur gleðinnar spor

sem gildir um all okkar tíð. 

 

Elsku elsku Pípí minn, ég mun sakna þér.  Heart

 


Til hamingju með afmælið Bára mín.

Ég hef eignast eina dóttur um ævina.  Þessi elska er svo dugleg og yndisleg, sem hver móðir gæti verið stolt af og þar er ég svo sannarlega með hana.  Hún hefur staðist allar mínar væntingar og ég er líka svo heppin að hafa getað hjálpað henni til þess árangurs sem hún hefur nú náð, sem dýralæknir og sérstakur hrossa- og hundahnykkjari. 

Elsku hjartans Bára mín innilega til hamingju með afmælið þitt, megi allir góðir vættir vaka yfir þér og þínum og vernda.  Og mamma þín er svo montin af þér.  Heart

IMG_9584

Hér er hún með eðalhjónunum Leó frænda mínum og Ericu sem hafa svo sannarlega tekið hana að sér í Austurríki og verið stelpunum kærleiksrík amma og afi.

Hlakka til að sjá þig elskan mín. Mamma. Heart


Óvirðing við látinn listamann.

Sum óhæfuverk eru sárari en önnur.  Stundum bara einfaldlega getur maður ekki skilið hvað liggur að baki ill- og skemmdarverkum eins og þessarmyndir sýna:

IMG_3426-1

Stytturnar hans Júlíusar sonar  míns hafa staðið á svæði sjóminjasafnsins og tjöruhússins við Neðsta kaupstað, þar sem hann kom þeim fyrir sjálfur, til gleði fyrir gesti og gangandi.

En nú í haust hefur einhver eða einhverjir tekið sig til og skemmt nokkrar þeirra.  Ég get ekki skilið hvað liggur að baki þessu.  Svona ýfir upp sár og vekur reiði.

IMG_3428-1

Þið sem hér voruð að verki; vonandi skammist þið ykkar, þó væri lágmark að þið viðurkenndur óhæfið og bæðust afsökunar á þessu.

IMG_3429-1

Það er augljóst að fólk sem gerir svona líður illa á sálinni.  Því ekki hefur nokkur gagn né gleði af því að eyðileggja listaverk.  Og því síður þegar listamaðurinn er dáinn og getur ekki lagað sjálfur það sem aflaga hefur farið.  Ég vona að þið kunnið að skammast ykkar.  Móðir í sorg.

IMG_3425-1

Pípí eftir sundsprett.

IMG_3430-1

Fyrsti fallegi dagurinn í langan tíma.

En ég vil skora á þá sem skemmdu styttur sonar mínar að koma og biðja mig afsökunar á þessu. Mér myndi líða betur við það.  Enda væri það í anda hans, sem engum vildi illt og var alltaf að hjálpa öðrum oft á kostnað sjálfs síns. 


Pípí týnist.

Jamm óþekktargormurinn pípí fór að heima fyrir þrem dögum síðan og kom ekki heim, ég leitaði að honum hér í kring en fann hann ekki.

IMG_3398-1

Svo fjór að rigna hundum og köttun, og í gær var svo blautt veður að það var ótrúlegt, hann kom ekki og ég hafði rosaáhyggjur af þessu litla dýri.  Hann lét ekki sjá sig.

IMG_3400-1

Verð að viðurkenna að ég var farin að sakna hans og allskonar hugsnir reikuðu í huganum, til dæmis að einhver hefi séð þarna upplagðan jólamat og snúið hann úr. Það er auðvelt því kjáninn litli heldur að hann sé manneskja og er ekkert hræddur við fólk.

IMG_3402-1

Svo rölti hann inn úr dyrunum í gærkvöldi, sennileg búin að fá nóg af ævintýrum, og vissi að gott var að koma heim og fá sér í gogginn og fá sér sundsprett.  ég var auðvitað ósköp glöð að sjá hann. Heart

IMG_3404-1

Hann eyðir sífellt meiri tíma í tjörninni með bægslagangi og látum.

IMG_3406-1

Mömmu stubburHeart

IMG_3417-1

Hér er bláklukkan bæði sú bláa og hvíta.

IMG_3418-1

Nína Weibul.

IMG_3419-1

Havairósin mín.

IMG_3420-1

Pernille að blómstra í annað skiptið, hún blómstrar þrisvar yfir sumarið.

IMG_3421-1

Hænurnar mínar eru af nokkrum stærðum og gerðum, þessi stóru eru frá Ítölsku (eða þýsku) hænunum sem eru miklu stærri en þær íslensku, þessi þriðja er sennilega frá dverghænu, sem hefur blandast við íslensku hænurnar en er miklu minni en þær.

IMG_3424-1

Veðrið er aðeins að skána,  ég ætlaði að vera svo dugleg við frágang í gær en þá var ekki hundi út sigandi vegna rigningar.  En vonandi lagast veðrið því ég þarf að ljúka við frágangi á plöntunum

En svona er þetta bara, við verðum að ætla okkur tíma og ef hann dugir ekki, þá er ágætt að vita að heimurinn ferst samt ekki. Smile


Að yfirgefa sökkvandi skip er skynsamlegt.

Ég veit alveg að þetta er ljótt af mér, en ég get ekki varist þeirri hugsun að ****** yfirgefi sökkvandi skip.  Sorry.  Var að hlusta á viðtalið við hana.  Af hverju situr hún ekki út kjörtímabilið?  Hún veit eitthvað sem við vitum ekki, þ.e. móralinn í ríkisstjórninni.  Þórunn er örugglega hin vænsta kona, en einhvernveginn sýnist mér þetta vera svona að beila sig út meðan tími er til.  Var hún ekki náin samstarfsmaður Ingibjargar Sólrúnar eða eitthvað þannig.

Þetta segir mér bara eitt, það er farið að fjara undan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hvað svo sem Samfylkingin ætlar að gera í framhaldinu er óljóst.  En þegar maður les ummæli almennings um þessa ríkisstjórn, er ljóst að það er ekki mikið eftir af trúverðugleika. 

Lýsandi er að blessuð konan ætlar að læra siðfræði það er auðvitað mikil þörf á því meðal stjórnmálamanna, því siðferði þeirra er eitthvað sem verulega skortir á að sé í lagi.

Hér má segja að breytingar séu í vændum.  Nú þegar hefur kvarnast verulega úr Vinstri grænum, og þeir í frjálsu falli í skoðanakönnunum, sem ekki kemur á óvart miðað við svik þeirra við sína kjósendur.  En þegar Samfylkingarfólk er farið að yfirgefa skútuna líka, þá eru þáttaskil í veröldinni.  Og auðvitað var það kona sem reið á vaðið, þær eru yfirleitt samviskusamari og heiðarlegri en karlar í pólitík.  Hausti verður eflaust spennandi fyrir þá sem vilja breytingar. 

Málið er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir nýtur ekki trausts meirihluta landsmanna, og svo virðist sem meirihluti þjóðarinnar vilji hana burt.  Ekki bataði nú um þegar ljóst varð að það var allan tíman Jóhanna sem barðist gegn niðurfellingu vaxta og skulda almennings til að vernda íbúðarlánasjóðinn. Ætli fleiri en almennum landsbúum hafi ofboðið, og þetta sé ef til vill einn angi af því.  Það er erfitt að þurfa að taka niður geislabauginn, þegar ekki þýðir að bóna hann eða bera á vegna ryðs, heldur þarf að mála hann eða henda í ruslið. 

Eins og ég hef sagt áður, þetta er að verða búið. Bara spurning um hvað tekur við.  Og þar þurfum við landsmenn að vera á tánum og ekki hlusta á fagurgala fyrrverandi stjórnvalda um betri tíð og blóm í haga.  Þá verðum við að muna að þau eru öll eins sami bossinn undir þeim öllum þegar þau komast að.  Þess vegna þurfum við að hugsa vel okkar gang og spá í hvað fólk hefur gert, en ekki hverju það hefur lofað.  


mbl.is Þórunn ætlar í heimspeki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyrkt´ ann Emil... Kyrkt´ ann.

Var þessi ágæti maður ekki áróðursmeistari kommúnistaflokksins í Kína.  Ef okkur finnst okkar útásarvíkingar hafa svikið og logið og sagt okkur hálfsannleika, þá kemst það sennilega ekki í hálfkvisti við kínverska alþýðulýðveldið. 

Svona hugs hugs.... íslendingar ætla að mótmæla og fyllast ótta við framkvæmdir, hvað er best í stöðunni... jú vekja samúð, einmana barn átti enga vini, erfiða æsku, og stjórnvöld í Kína gætu hætt við að leyfa mér að gera þetta.  Vegna þess að þeir vilja ekki lenda upp á kant við íslendinga..... kommon eitt fjölmennasta ríki heims að hafa áhyggjur af því hvað 300.000 manna þjóð hugsar.  Minnir mig á söguna um hann EMIL.

Emil var maur ættbálkur hans átti heima þar sem fílahjörð hélt til, fílahjörðin hafði eitthvað angrað maurana, hafa sjálfsagt trampað ófáa þeirra til dauða.  Allaveg, þá ákváðu maurarnir að gera árás á fílana.  Einn þeirr sá hugdjarfasti EMIL koms upp að hálsi fílsins og hékk þar í einu hári hans.  Og þá hrópuðu félagarnir; kyrktu hann Emil... Kyrktu hann!!!

Ég er sammála Ögmundi hér þarf að stíga niður með varúð.  Í hans sporum myndi ég bjóða þessum íslandsvini að leigja honum jörðina til níutíu og níu ára.  Alla vega hluta af henni, og sjá til hvort hann er virkilega að hugsa um þetta hótel og umhverfi, eða hvort kínverska stjórnin er með krumlurnar í þessu og búnir að úthugsa dæmið af kostgæfni. 

Þetta er nú mín persónulega skoðun. Og því meira sem ég heyri frá honum blessuðum, því skeptiskari verð ég.  Fyrir utan að ég treysti Samfylkingunni og Össuri ekki fyrir horn, því miður, því Össur er vænsti karl.  Bara ekki sem utanríkisráðherra.


mbl.is Gæti þurft að hætta við kaupin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar myndir undir svefninn.

Pípí finnst gott að sitja hjá mér þegar ég er í tölvunni.  Annars er hann mikið úti núna, og heimsækir nágrannana og líka vinnufélagana fyrrverandi.  Þau taka honum öll ljúfmannlega.  Svo þarf ég bara oftast að sækja hann niður á götu þegar fer að skyggja, en oft kemur hann líka heim sjálfur, voða duglegur.

IMG_3383

Stundum þarf hann bara að fá sér smá sundsprett.

IMG_3383-1

Skömmin er búin að skemma allar nykurrósirnar mínar.

IMG_3384

Svo nú hefur hann alla tjörnina út af fyrir sig.

Fiskarnir láta hann samt ekkert trufla sig, enda hefur hann engan áhuga á þeim.  Kjáninn er búin að missa af hinum gæsunum, svo hann verður hjá mömmu sinni í vetur.  Merkilegt hvað þessi börn endast hjá manni LoL

IMG_3385-1

Svo finnst honum notalegt að koma aðeins inn.

IMG_3386

Sérlega notalegt að fá að vera með mömmu sinni við tölvuna.

IMG_3387-1

Það er bara svo notalegt.

IMG_3389-1

Það er búið að vera drunglegt veður undanfarið, en nú er greinilega farið að hlýna aftur.

IMG_3390-1

Nú er tími rósanna.  Hér er Harrison Yellow svo falleg og ilmar svo vel.

IMG_3392-1

Dverg hvítþinurinn minn allur í knúppunn enn eitt árið.  Þennan fékk ég sem hliðargræðling frá Guðmundi í Núpum og hann frábær, kelur aldrei og ber rekla á hverju ári.

IMG_3393-1

Rauða lúpínan mín, og nokkrar sem ég hef sáð fyrir og er spennt að vita hvort lifa einhver ár, þetta er þriðja árið þeirra, en svona sánar lúpínur lifa sjaldnast lengi, en þær eru skemmtilega litfagrar.

IMG_3394-1

Þokkarós og brúðurós í fullum blóma.

IMG_3395-1

Sjálfsáin reynihrísla við álfastein, þetta er sennilega sorbus decora, því slíkt tré er þarna rétt hjá.

IMG_3396-1

Drottningin mín svo falleg.

IMG_3397-1

Gerði þau mistök fyrir nokkrum árum að koma heim frá Fljótavík með umfeðming,  hann var svo lítill og sætur í sandinum fyrir norðan, en hér er hann eins og villidýr og er að taka yfir beðið mitt.  Ég verð að taka þetta allt upp í haust og bjarga blómunum mínum úr klóm vargsins. En hann er fallegur, svo ég mun pota honum einhversstaðar þar sem hann má vaða að villd.

Í góðum sumrum gefur hann baunir sem eru afar svipaðar grænum baunum bara aðeins smærri. 

En þetta var nú bara svona undir svefninn.Heart Og við Pípí bjóðum góða nótt. Hann er komin með höfuð undir væng, svo ég tími ekki að setja hann útfyrir. InLove 

 


Ja hérna hér Jóhanna.

Duttu nú allar dauðar lýs úr höfði.  Þetta kom nú alveg úr hörðustu átt verð ég að segja.  Þú getur auðvitað andmælt þessu en þá þarftu líka að sanna mál þitt.  Og við sem héldum að þið Steingrímur væruð undir hælnum á AGS, þegar það voruð þið allan tímann sem stýrðu skútunni.

Var þetta hégómagirni hjá þér, að óttast um íbúðalánasjóðinn?  Þú er nú einhverskonar ábyrgðarmaður að honum.

Ef nú verður ekki allt vitlaust þá veit ég ekki hvað.  Reyndar sýnist mér vera farið að molna ískyggilega undan norrænu velverðarstjórninni.  En ef þetta er rétt þá verður það endanlegt rothögg á hana. 

Fólkið sem þið eruð búin að rifta eigum sínum, og berstrípa mun ekki fyrirgefa þér þetta.  Hvernig gastu komið svona fram við fólkið þitt?  Sérstaklega í ljósi allra yfirlýsinga um velferð og að vernda þjóðina skjaldborgina manstu?, meðan þú allan tíman virðist hafa hugsað mest um að þinn elskulegi íbúðalánasjóður færi ekki illa út úr þessu.

Ef til vill ertu ekki mennsk heldur gerfimanneskja án tilfinninga, einhversstaðar á leiðinni hefur þessi Jóhanna sem var þekkt sem bjargvættur lítilmagnans týnst á leiðinni og gerfibrúða komið í hennar stað. 

En nú er þetta að öllum líkindum búið spil.  Hvað sem tekur við er ekki gott að segja.  En allavega verða íslendingar að velja vel eftirmenn ykkar.  Það er ekki nóg að hlusta á fagurgala og gullin loforð. Það þurfa að fylgja efndir og heiðarleiki opin stjórnsýsla og gott siðferði.  Það verður ekki nema við losum okkur við alla gömlu pólitíkusana og styrkþegarna og lygamerðina.  Hér þarf að byrja upp á nýtt, bretta upp ermar og gefa nýjum öflum tækifæri til að sanna sig. Einhver sagði einhverntímann að landinu væri ekki verr stjórnað þó nöfn hefðu verið týnd upp úr símaskránni.  Ef til vill verður það síðast ráðið.  Og svei mér þá ég held að það gæti bara ekki orðið verra.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]

Af öllu þá hefði ég aldrei átt von á þessu, svei mér þá.  Svo bregðast krosstré sem önnur. 

Bæti hér inn svari af einu blogginu frá Guðmundi Andra, vona að mér leyfist það:

1 identicon

Sæll Axel,

Þetta er góð ábending hjá þér og skiljanleg. Sannleikurinn er aftur á móti sá að ég setti þetta fram um leið og fundi lauk, sbr. http://lanthegar.is/?p=322

Fjölmiðlar sýndu þessu hins vegar ekki áhuga þó ég hafi bent þeim á þetta oftar en einu sinni og örugglega oftar en tvisvar.

Eg held líka, svo allrar sanngirni sé gætt, að þessar upplýsingar hafi komið fram áður þó ég muni ekki í augnablikinu hvaðan þær komu. En fullyrt hefur verið að Jóhanna hafi bannað fulltrúum bankanna að senda sér skýrslu þar sem fram kom að bankarnir vildu skuldaleiðréttingu.

Ég held því að hér hafi ekki verið um upplýsingaleynd að ræða, heldur var um að kenna áhugaleysi fjölmiðla.

Kveðja,

Guðmundur Andri

Guðmundur Andri Skúlason (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 23:16


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til varnar bændum.

Það haustar að og senn líður að uppskeru bænda, sláturtíð og haustverkum. 

Margir hafa talað illa um bændastéttina undanfarið, sagt þessa stétt manna vera baggi á þjóðfélaginu, tíundað styrki og allskonar illskeyttar athugasemdir og færslur. 

Meira að segja blöðin hafa tekið þátt í þessum óhróðri. 

Bændur niðurlægðir.

Í þessum ósmekklega stíl.  Ég hef ekki séð neinn hneykslast á þessari teikningu, en ég hef séð rætin blogg um hana, þar sem menn hlæja að bændastéttinni.

Verstir sýnist mér þeir vera sem vilja endilega komast inn undir væng ESB.  Um leið og bændur snéru til varnar var gefið skotleyfi á þá af þessu fólki. 

Áður fyrr var Reykjavík að mestu byggð upp af fólki sem kom utan af landi, þarna bjuggu samt manneskjur sem áttu sínar rætur þar.  Síðan hafa kynslóðir manna komist á legg sem þekkja ekkert til sveita eða þorpamenningar.  Jafnvel fólk sem samsamar sig öðrum borgum og útlandinu, og vilja bara vera eins og menningin er þar. 

Áður fyrr voru krakkar í höfuðborginni sendir í sveit og lærðu þar að meta, íslenskar sveitahefðir og menningu. Í dag eru börn ekki send í sveit og þar af leiðandi hefur verið skorið á þau tengsl.  Þetta má glögglega sjá á umræðunni um bændur, þar sem þeir sem mest tala illa um stéttina er einmitt fólk í Reykjavík.  Fólk sem talar um torfkofa, lopapeysurlið og dreyfbýlistúttur.  Fólkið sem segir að við getum ekki lifað á Íslandi ef við göngum ekki í ESB.

Samt erum við búin að lifa hér í yfir 1000 ár, oft hokrandi, en svo alveg glimrandi vel, þangað til menn urðu of gírugir og ákváðu að betra væri að taka sér afkomulaun en að vera með í samfélaginu. Margir dönsuðu svo með. 

Það hefur líka sýnt sig að lopapeysur eru eitthvað það vinsælasta sem útlendingar kaupa sér þegar þeir eru hér.  En það er fleira sem þeir hafa lært að meta og taka helst með sér heim.  Til dæmis lambakjöt, smjör, harðfisk og margt fleira.

En að myndinni, þetta er ömurleg mynd og sýnir þvílíka lítilsvirðingu við það fólk sem vinnur í sveita síns andlitis til að afla okkur fæðunnar sem við neytum.  Hvergi er hreinna kjöt, eða betra grænmeti og ávextir. Og það væri hægt að rækta miklu meira, ef til dæmis rafmagn væri lækkað og tekið tillit til þess að gera mönnum kleyft að byggja betri og stærri gróðurhús.  Það eru fluttar inn allskonar vörur sem hægt væri að rækta hér fyrir milljarða, þar er flutningskostnaður ekki svo lítill.  Þarna er því sannarlega matarhola sem hægt væri að nýta sér okkur öllum til hagsbóta.

Og þegar verið er að tala um matarverð á landbúnaðarvörum má segja að  bændur fá ekki mikið fyrir sinn snúð, það eru aftur á móti milliliðir, svona svipað og L.Í.Ú. sem mergsjúga samfélagið.  Á sama hátt og sægreifar fengu nýtingarréttinn á sjávarauðlindinn gefins, hafa sláturleyfishafar komið því svo að örfá sláturhús eru á öllu landinu.

Sláturdýr eru því flutt landshorna á milli, á algjörlega óforsvaranlegan hátt.  Sannkallað dýraníð.  Ég sendi landlbúnaðarráðherra bréf um þetta atriði þegar verið að að fara í gegnum verndun dýranna, en það bréf hefur örugglega verið sett undir stól. 

Ekki bara er þeim þjappað inn í tveggja hæða flutningabíla, heldur þar á ofan í aftanívagn á tveimur hæðum.  Svo er ekið með þennan "farangur" yfir fleiri sauðfjárveikivarnargirðingar, með drullu og hland lekandi niður milli hólfa.  Stoppað jafnvel við vegasjoppur og aðrir bændur stjáklandi í kring til að forvitnast. Af hverju í ósköpunum er þetta leyft?  Gamlar kýr settar inn í svona grindarvagna vanar að vera í hlýju fjósi, sendar út í kulda og jafnvel hret.  Hvar er umhyggjan fyrir dýrunum?

Hér áður þegar sláturhús voru hér á þessu svæði ekki bara eitt heldur fleiri, var hægt að kaupa bæði skrokka og aðrar afurðir beint frá sláturhúsinu.  Þá voru dilkarnir flokkaðir í það að minnsta kosti 14 flokka.  Og verðin eftir því.  Þegar kjötið hefur svo farið gegnum sláturhús og vinnslur er enginn flokkur til.  Allt selt á sama verði, og vei þeim sem heldur að þar sér eitthvert milliverð.  En mér skilst að verðin séu fellt niður til bændanna á 0 kjöti og fleiru.  Þeir fá ekki fyrir sinn snúð það sem vinnslan fær.

Það er mín bjargfasta trú að með því að leyfa meiri heimaslátrun, og gera bændum kleyft undir eftirliti dýralækna auðvitað að selja sínar eigin vörur, eða stilla saman strengi og sameinast um slíka bændamarkaði, myndi kjötverðið lækka.  Þar myndi myndast heilbrigð samkeppni um besta og ódýrasta kjötið.  Fyrir utan að fólk gæti fengið afurðir sem nú er erfitt að fá eins og vélundu og vambir.

En það er allstaðar sami klíkuskapurinn og stjórnvöld þora ekki að taka á honum, eða eru of invinkluð í klíkurnar til að gera neitt í málinu. 

Ég hef trú á bændum og ég kaupi íslenskt. 

Og ég á marga vini erlendis, þeir eru á sama máli og ég með íslenskan landbúnað.  Og meira að segja flestir þeirra vilja sneiða fram hjá Reykjavík, þar sem þeir segja hana vera smáborg með alla lesti stórborgar. Sel það ekki dýrar en ég keypti.

Ég þekki líka marga bændur, frábært fólk og traustara en margur malarbúinn sem heldur að það sé hallærislegt að vera stoltur af landinu sínu.  Og vilja hag þess sem bestan. 

Best væri auðvitað að við sameinuðum krafta okkar við að leiða landið út úr því ástandi sem misvitrir businessmenn hafa leitt okkur í með dyggri aðstoð misviturra stjórnmálamanna.

En eins og staðan er í dag og eins og sumir veitast að bændastéttinni sé ég ekki að það sé hægt.  Málið er að töffararnir sem þykjast vera klárari en aðrir, eru oftar en ekki litlar pissidúkkur þegar til alvörunnar kemur.  Þá er gott að hafa staðfastar drenglundaðar dreyfðbýlistúttur sem þora að taka á málunum. 

 Eitt að lokum þegar ég hef dvalið vikur eða mánuði erlendis, og keypt í matinn á hverjum degi í verslunum, er ég orðin svo leið á því endalaust sama kjöti sem boðið er upp á að ég dansa fyrir framan kjötborðið í Samkaupum á Ísafirði yfir úrvalinu sem þar er og kjötvinnslumaðurinn er einstaklega flottur í að vera með allskonar rétti ofan á beina úrvalið.

Ísland það er landið mitt og ég er stollt af því og þeim sem það yrkja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2023434

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband