Upp úr sandkassanum stjórnvöld.

Lýsandi dæmi um hvernig stjórnvöld fótumtroða lýðræðinu.  Þið eruð búin að fá rauðaspjaldið tvisvar a.m.k.  nú segjum við ykkur upp.
mbl.is „Refsa mér fyrir að vera óþekkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós drottningarviðtal eða leikþáttur? Og annar þankagangur.

Var að horfa á kastljósviðtalið við forsætisráðherrann, og ég get eiginlega sagt meiningu mína í einni setningu, Fallegar umbúðir utan um ekkert.

Jú vissulega leit Jóhanna ljómandi vel út.  Hún hefur verið í höndum förðunarmeistara, hárgreiðslumeistara, klæðskerameistara, og greinilega átti að tjalda öllu til.  En takið eftir það sem meira var, að mínu mati þá hafði hún líka verið hjá leikstjóra.  Ég þori að sverja að hvert einasta svar hennar var þrautæft með leikstjóra, bæði framsögn og tilþrif.

Þegar ég var í garðyrkjuskólanum hér um árið, var Margrét Frímannsdóttir einn af mínum kennurum, hún kenndi okkur ræðumennsku og framsökn,  hún tók Jóhönnu Sigurðardóttur sem dæmi um leiðinlegasta ræðumann ever.  Hún hefur hingað til talað eins og róbót hreyfingarlaus yfirleitt með fýlusvip á andlitinu.  En þarna geislaði hún brosti, og pataði fagmannlega út í loftið, benti ákveðin með fingri bæði á áhorfendur og spyril.  Ég er viss um að Elísabet Taylor hefði ekki getað gert þetta betur, blessuð sé minning hennar.

Nei þetta var leikþáttur, einleikur fluttur af Jóhönnu Sigurðardóttur með aðstoðarmanni sem skaut inn setningum á réttum stöðum einskonar hvíslari.

Þetta stórkostlega sjónarspil hefði verið virkilega flott ef það hefði farið fram í sjónvarpsleikriti, en ekki af forystumanni þjóðar sem er á barmi örvæntingar og óþreyju.  Því innihaldi var.... EKKERT.

Ég þekki unga konu mjög vel hún dvaldi á heimili mínu fyrir mörgum árum.  Þegar ég bað hana að gera eitthvað, þá komu þessi svör: já ég var einmitt að fara að gera þetta, eða ég var að hugsa um að byrja á þessu, ég var reyndar alveg ákveðin í að fara að vinna í þessu núna.  Og svo varð ekkert úr verki. Þessi manneskja kom í huga mér við svörin. 

Tvö og hálft ár Jóhanna er það ekki sem þú hefur haft tækifæri til að GERA eitthvað.  Að við höfum lent svo illa í þessu og hrunið hafi verið svo djúpt er auðvitað sannleikur, en að það taki allan þennan tíma að bjarga því sem þér er alveg saman um, þegar það tekur bara nokkra daga að keyra í gegn afskriftir og niðurfellingar lána eða fyrirgreiðslur til fjármálafyrirtækja þá er þetta ansi holur hljómur.  

En Jóhanna mín það má ekki gleyma því að þú sast líka í hrunstjórninni í lykilhlutverki, ásamt Össuri, Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvini Sigurðssyni.  Því er skammarlegt að heyra þig tala um hrunið eins og það sé þér alls óviðkomandi.

Svona hljómuðu svörin:     Þetta er í vinnsu, það hefur verið skipuð nefnd, við erum að vinna í þessu, þetta mál er komið á dagskrá!!!!!!!

Sjálfshælnin líka að voga þér að segja að allir hafi fengið eitthvað. Það sýnir okkur bara hve veruleikafyrrt þú ert.  Og við vitum líka að þessi leikþáttur var settur á svið til að minnka hættuna á mótmælum og eggjakasti fólksins sem þú lofaði að vernda.  Það tókst ekki því loksins er fólk farið að sjá að fagurgali, flott útlit og há embætti skipta engu ef ekkert fylgir meira með. 

 Ég segi því bara eins og Silli og Valdid forðum; AF ÁVÖXTUNUM SKULU ÞÉR  ÞEKKJA ÞÁ!

Bjarni Benediktsson mæltist fyrir því að menn mótmæltu friðsamlega.  Ég gat eiginlega ekki annað en brosað. Þetta var reyndar ágætis trix, því ef mótmælin yrðu fjölmenn og friðsamleg, myndi hann geta stolið glæpnum og hreykt sér af því að stjórna grasrótinni. 

En ég held að fáir hafi tekið mark á honum.  Enda mælist stórnarandstaðan með ennþá minna fylgi en stjórnin.  En honum er vorkunn, upp að honum læðist Hanna Birna í formannsslag, og þá er ekki gott að vitað hvað gerist.  Reyndar er bara ágætt að flokkurinn sé margklofinn.  Því fyrir utan þessa tvo vængi sem alltaf hafa eldar grátt silfur, þá eru aukaframboð eins og Guðbjartur úr Keflavík með sínar áherslur sum sé að ganga í ESB.  

Framsóknarflokkurinn er reyndar komin í þá aðstöðu að vera aðhlátursefni fólks.  Tilraunir formannsins til að vera þjóðlegur með íslenska kúrinn og allt það fellur ekki í kramið. Þó verð ég að segja að ég er að  mörgu leyti ánægð með þetta framtak hans, þ.e.a.s. ef hann er einlæglega að leggja bændum lið.  Samt læðis að mér sá grunur að þetta sé svona P.R. til að ná bændum til baka í græna faðminn hans.  Því ég er bara alls ekki viss um að þessi auðmannssonur hafi lagt sér til munns íslenskan sveitaman. Og nýjasta ráðning stjórnarinnar á einum af eldiskálfum framsóknar í sterkt embætti segir manni að eitthvað lúmskt sé á döfinni, með öðrum orðum setur að manni hroll.

Steingrímur J. er að mínu mati búinn að vera.  Hann hefur eins og Jóhanna misst allan trúverðugleika, en meðan hún situr í sinni ESB súpu og skipulagsleysi, þá er hann eins og naðran sem dáleiðir fólk, hann reyndar með kjaftavaðli.  Mér hefur borist til eyrna að því er sagt er úr innsta kjarna Vinstri Grænna að hann sé EVRÓPUSINNI hann klæðist kápu andstæðings inngöngu til að geta komist með falsinu einu saman þangað sem hann ætlar sér.  En því miður Steingrímur minn, fólk treystir þér ekki lengur þar sem þú hefur svikið öll þín kosningaloforð,  fólk treystir ekki heldur skjaldsveinum þínum Árna Þór og Birni Val, sem reyndar að mínu mati komst inn á forsendum L.Í.Ú, sem vildu hafa sinn mann þarna inni sér til halds og trausts við að halda sínum ránsfeng.  En þetta er nú bara mín skoðun.

Og nú ætla menn að treysta Guðmundi  Steingrímssyni til góðra verka.  Hvað hefur hann afrekað á þingi? og hvað hefur hann lagt til í stefnumörkun til þeirrar ákvörðunar að bjóða sig fram?

Halda menn virkilega að drengurinn hafi ekki lært neitt af afa og pabba.  Mér var sagt, (hvíslaði að mér lítill fugl) var það ekki svo sem faðir hans tók oft til orða, að Steingrímur hafi haft með sér lítið upptökutæki þegar hann heimsótti bændurna í atkvæðasmölun, og hann var duglegur við að heimsækja þá alla, síðan fór hann seinna til að ræða við þá og gat spurt um veikindi Huppu, eða hvernig gengi með veika smalahundinn og bændur tárfelldu yfir hve mikinn áhuga hann hefði á þeim og þeirra lífi, slíkan mann þyrftu þeir að kjósa á þing. 

 Ég er alls ekki að álasa Steingrími fyrir þetta, þetta var örugglega mjög sniðugt hjá honum og framsýnt.  En í dag eru aðrir tímar og svona framapot einhvernveginn ekki á dagskrá þegar ástandið hjá okkur er grafalvarlegt.  Þá þurfum við ekki á að halda einhverjum gemsum með framadrauma sem hafa engar staðfastar hugsjónir né ætlanir um hvernig eigi að bregðast við, heldur eru bara með almennt kjaftæði og frasa.  Varast ber slíka ekkert síður en þá sem skrökva sig inn á fólk til að fá sinn persónulega ábata fyrir sig og sitt hyski.

Ég skrifa þennan pistil í tilefni fundar í kvöld á Austurvelli, þar sem ég kemst ekki.  Ég vil leggja mitt af mörkum til að brýna fólk til dáða við að vinna að framgangi ákvarðana þjóðfundarins um virðingu, hreinskilni, heiðarleika og opin vinnubrögð..Allt þetta hefur fjórflokkurinn svikið okkur um, og þar virðíst engin munur á.  Þeir standa allir saman sem einn við að verja sig og sína, og samtryggingin er svo sannarlega í botni um að neita okkur um að fara frá og fá fólk á alþingi sem er hægt að virða og treysta. 

En við verðum líka að skilja almenningur að okkar er ábyrgðin.  Ef okkur tekst að knýja fram kosningar, þá verðum við að vera á verði um að þetta slímsetufólk laumi sér ekki inn aftur bakdyrameginn.  Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur.  Og við  verðum líka að vera óhrædd við að kjósa nýtt fólk, ný öfl, þó Besti flokkurinn hafi verið hálfgert kjánaframboð, og þeir hafi klúðrað mörgu, þá er til staðar eitthvað nýtt þarna, ég er ekki að segja að það ætti að koma þeim til valda á landsvísu, slíkt væri glapræði, en þeir hafa sem tekið á ýmsum kýlum eins og Orkuveitu Reykjavíkur. 

En fyrst og fremst eiga menn að dvelja við og taka eftir því sem menn GERA EN EKKI HVAÐ ÞEIR SEGJA.  Áður en við samþykkjum að hafa þá í vinnu við að stjórna landinu okkar.  Því við erum vinnuveitandinn, því vill þetta fólk oftast gleyma.  Þau eru í vinnu hjá okkur, og sitja meðan þeim er sætt, þess vegna eigum við að geta sagt þeim upp, þó á miðju kjörtímabili sé, því þau hafa fengið margar áminningar og rauð spjöld frá okkur, og þess vegna er komin tími til að segja þeim upp. 

Gott gengi í kvöld á Austurvelli.  Hér er mikið í húfi.  Þetta er ekki beint persónulegt, en þegar menn hafa algjörlega misst fótana og haga sér eins og vargar á kostnað almennings í landinu og börnin okkar flýja, þá er komin tími til aðgerða. 

Að lokum bréf til alþingismanna og ráðamanna frá Tunnunum.

Reykjavík 3. október 2011

Góðan daginn!

Við undirrituð viljum tryggja það að tilefni tunnumótmælanna og kröfur þeirra fari ekki fram hjá kjörnum fulltrúum íslensku þjóðarinnar. Þjóðarinnar sem lagði allt sitt traust á að þeir sem hún greiddi atkvæði í síðustu kosningum myndu leggja alla sína vitsmuni í að vinna að kosingaloforðum eins og: skjaldborg um heimilin, uppbyggingu atvinnulífsins, aukið lýðræði, gagnsæi og uppgjör við hrunið.

Nú er ekki annað að sjá af orðum og framkomu margra ykkar, svo og allnokkurra meðal forvera ykkar, en að siðferðisstuðull þess hóps sem kemst inn á Alþingi sé almennt töluvert lægri en meðal meiri hluta almennings. Þess vegna geri ég ráð fyrir því að einhver ykkar séuð gallhörð á því að við þessi kosningaloforð hafi verið staðið með prýðilegum árangri.

Fjöldi gjaldþrota heimila og fyrirtækja, skrásettur hálfsannleikur og önnur afvegaleiðandi orðræða ráðherra og þingmanna í sambandi við auðlinda- og efnahagsmálin, meðferð dómstóla á málefnum sem varða lánamál og grunaðra fjárglæframanna draga allt annan veruleika í ljós. Það er af þessum ástæðum sem Tunnurnar koma saman aftur eins og 4. október í fyrra og minna á kröfur sínar í eftirfarandi upptalningu:

  • Við krefjumst þess að tekið verði á skuldavanda landsmanna með réttlætið að leiðarljósi en ekki sérhagsmunagæslu og klíkuskap.
  • Við krefjumst þess að þeir sem ekki hafa lært af reynslunni víki úr embættum fyrir nýrri hugmyndafræði sem er óbundin flokkspólitískri hagsmunagæslu.
  • Við krefjumst þess að þeir sem bera ábyrgð á því samfélagshruni sem ekki sér fyrir endann á verði dregnir fram undan tjöldunum og réttað í málum þeirra eins og annarra almennra borgara.
  • Við krefjumst gagngerrar endurskoðunar á stjórnsýslu og efnahagskerfi landsins.
  • Við bjóðum fram lýðræðislega samvinnu við að leita lausna og byggja upp samfélag sem gerir ráð fyrir mannsæmandi kjörum fyrir alla borgara þess.

Okkur þykir ástæða til að minna á bréf frá 4. nóvember í fyrra og 17. janúar sl. sem bárust ykkur í nafni Tunnanna. Þar settum við fram hugmynd að lausn á því kreppuástandi sem nú hefur varað hér á landi í þrjú ár. Þetta ástand mun viðhaldast á meðan núverandi þingmenn setja persónulegan og/eða flokkspólitískan metnað ofar heildarhagsmunum íslensku þjóðarinnar sem ykkur ber að verja í störfum ykkar.

Ykkur var trúað fyrir stóru verkefni á erfiðum tímum en fæst ykkar hafið einu sinni komið fram af þeirri umhyggju gagnvart þjóð ykkar að þið hafið talað til hennar eða auðsýnt kjósendum ykkar þá virðingu að umgangast hana af heiðarleika og sanngirni. Af ofantöldum orsökum hvetjum við ykkur til að stíga hógvær til hliðar og gefa þjóðinni tækifæri til að skipa óflokksbundna sérfræðinga í bráðbirgða- og/eða verkefnisstjórn. Sú leið er fær undir þeirri stjórnskipunarhefð sem Sveinn Björnsson skapaði á sínum tíma með skipun utanþingsstjórnar.

Í ofangreindum bréfum hvöttum við ykkur til að setja saman bráðabirgðalög til að skapa skipan slíkrar stjórnar lýðræðislegri umgjörð. Þið hlustuðu ekki heldur luguð því að þjóðinni að staða lántakanda yrði leiðrétt til að draga máttinn úr samstöðunni sem birtust ykkur í tunnumótmælunum í fyrra. Enn er þó tækifæri til að brúa bilið á milli þings og þjóðar og það liggur í samvinnu við fulltrúa 99% þjóðarinnar en ekki þess eina prósents sem fyrri ríkisstjórnir gáfu einkaleyfi til peningaprentunar í landinu.

                                                                 Fyrir hönd Tunnanna:
                                                                        Ásta Hafberg
                                                                        Gunnar Skúli Ármannsson
                                                                        Rakel Sigurgeirsdóttir


Ævintýrin gerast enn.

Var á leiðinni heim í dag með Iceland Express, átti að fara í loftið kl. 14.40 og vera heima 13.40, átti að græða einn klukkutíma.  En í stað þess að vera komin heim til mín til Ísafjarðar sit ég nú á ágætis hóteli í GAUTABORG.  hahahahaha..... segi ykkur seinna hvernig það kom til.  Og með ágætis manneskju mér við hlið, sem er reyndar vinkona vinkvenna minna þeirra Söru Vilbergs og Laufeyjar, og við tvær búnar að taka að okkur (fyrir utan okkar börn) tvö önnur auka.  Ævintýrin gerast enn og nú í boði Iceland Espress, en ég fjalla um þetta nánar síðar, þegar sagan öll verður reifuð. 

Vona að allt hafi gengið vel á Austurvelli, hugsaði mikið til mótmælenda og hugur minn stöðugt með þeim og hvað færi fram og hvernig allt yrði.  Þetta er mér mikils virði og vona að allt hafi farið vel fram.  Knús inn í nóttina.  Heart


1. október 2011.

Það líður að laugardeginum 1. október.  ég hef verið burtu núna bráðum mánuð og lítið getað hlustað á fréttir.  En mér virðist vera tekið að skrepast á mótmæla öldunni sem verða mun þennan dag.

Fólk er búið að fá nóg af falsi  og ranglæti stjórnarinnar.  Þögul mótmæli með þungri undiröldu er okkar besta vopn.  Láta þetta fólk finna að við viljum ekki hafa þau lengur þarna.  Við viljum eins og kom fram í skírslum þjóðfundar, sannleikann réttlætið og hreinskilnina furst og fremst.  Um þetta hafa stjórnvöld svikið okkur lengi.  Og ekki bara þessi ríkisstjórn, þó furst hafi tekið steininn úr hjá þeim, heldur margar undanfarnar ríkisstjórnir.  Kerfið sjálft er gjörspillt, það er nefnilega ekki nóg að taka til á alþingi, heldur þarf að hreinsa til í kerfinu sjálfu, þar sem raðað hefur verið á jötur af pólitísku innsæi en ekki eftir hæfileikum.  

 'Eg held líka að ástand ið sem skapast hefur þessi misserin verði okkur að lokum til góðs, því ef við eigum eitthvað að læra af þessu, þá er það sá bitri sannleikur að við getum ekki treust í blindni loforðum og fagurgala stjórnmálamanna í kosningabaráttu.  Viðverðum að fara velja okkur fólk sem hefur súnt og sannað að það getur tekist á við þann vanda að halda samfélagi okkar gangandi og með reisn, ekki undirgefni og fleðulátum.  

Við eigum að vera stolt og sjálfstæð.  Umheimurinn ber virðingu furir okkur, þ.e. fólkinu sjálfu, þó ráðamenn hafi gert upp á bak furir löngu síðan.  Það finn ég vel þar sem ég hef dvalið núna undanfarin mánuð.  Ein vinkona mín sagði við mig að við værum furirmund heimsins, við værum lítið samfélag sem auðvelt væri að fulgjast með og læra af.  Og það er satt.  

Þessi endalausa minnimáttarkennd margra íslendinga á því enga stoð í raunveruleikanum.  Og þessi sleikjugangur við "útlendinga" er tímaskekkja.  

Við getum verið sjálfum okkur nóg, og við getum haft allan heimin við borðið okkar, hvers vegna ættum við þá að velja bara nokkra úr og setjast þar inn, af því að ......... ja af því bara?

Ég verð því miður á ferð og flugi á laugardaginn, en ég mun svo sannarlega vera með því fólki sem fer niður á Austurvöll í huganum.  Ég mun senda alla mína orku þangað með von um góðan árangur.  Og þá meina ég að fólk ráðamenn fari að sjá að þetta einfaldlega gengur ekku upp.  Við viljum breutingar, við viljum réttlæti, sannleika og hreinskilni, og ekki síst virðingu.  Eigið góðan dag.   Heart

Afsakið uppsilonskortinn.  


Aftur til Oslóar með viðkomu í Björke og Ålesund.

Þá var komin tími til að yfirgefa sveitina.  Matthildur vildi sýna okkur Björke, sem er einstaklega fallegur staður þeirra Hornstrandir.

IMG_3743

Fjöllin hér í Noregi gera það að verkum að Vestfirsku fjöllin eru eins og hólar í samanburðinum. En þennan morgun hafði snjóað á fjallatinda.

IMG_3747

Það fyrsta sem ber fyrir augu á þessum fallega stað er raforkufyrirtækið Tussa. Þeir eru líka með netþjónustu og ef ég fengi mér nettengingu hjá þeim, fengi ég sennilega netfangið asthildurcesil@tussa.no LoL Nei annars. 

IMG_3750

Staðurinn er gífurlega fallegur, landslagið frábært.

IMG_3752

Þessi flotta gamla bryggja, skútuhöfnin þarna á móti, og þar sauð sjórinn af makríl, bóndabýlið þarna fyrir handan, og útsiglingin þarna fyrir endan á fjallinu hér nær.  Þar er líka vegur yfir í næstu byggð sem er bara fær á sumrin og jafnvel þá ófær vegna skriðufalla, enda búið að gera göng undir fjallið.

IMG_3755

Hér er fjölskyldan niður á bryggju.

IMG_3762

Hér eru líka afargömul hús.

IMG_3763

Fjöll, fossar og dalir, gróin tún og tré og runnar.

IMG_3766

Hér er elsta þyrping í Noregi af gömlum húsum, rétt eins og Neðsti kaupstaður. Hér er líka allskonar uppákomur á sumrin, forngripasala í gamalli hlöðu og bakaðar vöfflur og fólk kemur allstaðar að til að skoða og njóta.

IMG_3767

Hér er eitt af húsunum sem er búið í allt árið.

IMG_3768

En þessi hús eru örugglega alveg fjörgömul, þó ég viti ekki hve gömul.

IMG_3769

Sannarlega forvitnilegt að skoða.

IMG_3773

Flestir norðmenn eiga báta, annað hvort skútur, hraðbáta, en mestmegnir bara venjulega báta, og niður við fjöruborð eru svona skúrar algeng sjón.  Þar hafa þeir aðstæður fyrir bátana og veiðarfærin.  En norðmenn í dreyfbýli eru miklir veiðimenn.  Núna var samt aðalveiðitímabilið í skotveiði.  Þar sem menn voru að skjóta dádýr og elgi.

IMG_3776

Hér var farið niður þeirra Hrafnseyrarheiði, eini munurinn var að hér voru tré sem földu snarbröttu brekkurnar og beyjurnar og svo voru einstaka sumarbústaðir þarna.

IMG_3781

Á leiðinni til Ålesunds, bíðandi eftir ferjunni og Evíta Cesil steinsofandi með opin augun.  Heart

IMG_3782

Um borð í ferjunni.  Krakkarnir að kaupa sér eitthvað lítilræði.

IMG_3783

Úlfur með Kula, sem er alveg eins og Svali.

IMG_3786

Ferjan fer á 20 mín. fresti, og stundum eins og núna rétt misstum við af henni og þurftum að bíða.  En okkur lá ekkert á.

IMG_3787

Komin til Ålesund.

IMG_3791

Það var strax greinilegt að eitthvað mikið var á seiði, enda höfðum við heyrt um brunan í Norðuljósi.  Hér er björgunarþyrlan.

IMG_3792

Við höfnina var stæk þung brunalykt um alla höfnina.  Þetta er skipið sem brann.

IMG_3793

Það var óhugnanlegt að fylgjast með fréttunum meðan tala slasaðra hækkaði sífellt, og tveir menn létust, báðir vélamenn.  Annar bara 17 ára nemi í sinni fyrstu ferð í þjálfun.  Sorglegt.

IMG_3795

Hér var ekki búið að ganga frá björgunarvestum og slíku, það var heppni að bruninn átti sér stað svo nálægt landi.

IMG_3796

Já eitthvað ískyggilegt var á seiði.

IMG_3797

Þyrlan aftur.

IMG_3804

Þeir nota sínar sjúkraþyrlur mikið.  Til að sækja slasaða í sveitirnar og slíkt, enda hafa þeir sínar þyrlur tiltækar, en leigja þær ekki út og suður og vona að enginn slasist á meðan.  Devil

IMG_3805

 

Hvað þá að þeim dytti til hugar að leigja öll sín varðskip út og suður, það er bara í kjánalandi sem það er gert, af því að forsvarsmennirnir þurfa svo mikið að þvælast um heimin og nota peningana í eitthvað allt annað en að sinna hinum venjulega landsmanni.

  IMG_3806

En við skelltum okkur inn á Kebabstað einn sá besti í Ålesund og fengum okkur að borða.

IMG_3807

Hér er beðið í ofvæni eftir Kebab.

IMG_3808

Já og hamborgara fyrir suma.

IMG_3809

Þetta er eitthvað svo þjóðlegt eða þannig, skruppum inn á lagerútsölu, áður en haldið var út á flugvöll.

IMG_3810

Komin út á flugvöll til að fara aftur til Oslóar.

IMG_3811

Komin heim í eldhús til Skafta og Tinnu.

IMG_3818

Heart


Haldið norður á bóginn og lífið í sveitinni í Noregi.

 

Já frá Osló lá leið okkar til Austfjorden, sem er lítið samfélag ekki langt frá Volda og Örsta, þarna norðurfrá er landslagið gífurlega fallegt, há fjöll, djúpir dalir og firðir, berg og tré, mikið um vötn.

IMG_3607

Flugum frá Gardemoen til Ålesund tekur eina klst. og tuttugu mínútur.  Hér erum við að bíða eftir Möttu tengdadóttur minni í Moa, til að fara til Austfjorden.

IMG_3608

Þarna fyrir norðan eru vegir nánast einbreiðir og krókóttir, það er vegna þess hve dýrt er að leggja vegi vegna fasts bergs og því hve verðmætt ræktað land er.  Svo þess í stað er borað, brúað og svo ganga ferjur.

Til að komast frá Ålesund þarf að fara bæði nokkur göng og taka ferju.

IMG_3609

Minnir þetta ekki á ÓshlíðinaÖSmile

IMG_3616

Svo má segja að talandi um tún Vestfirskra bænda, þá eru sum þeirra risasléttur miðað við grasblettina í Noregi. 

IMG_3617

Komin heim til Möttu minnar.  Hér í dalnum eru þrjú hús, eitt er sumarbústaður, svo er hús bóndans og svo gamli bærinn sem Ingi og Matta búa í og eru að gera upp af miklum myndarskap.

IMG_3625

Það var auðvitað fangaðarfundur hjá okkur öllum.  Gott að sjá þau svona glöð og heilbrigð, eins og alltaf.Heart

IMG_3629

Símon Dagur orðin svo stór og eins og snýttur út úr pabba sínum.Heart

IMG_3632

Ærslabelgurinn Evíta Cesil.

IMG_3637

Hoppar og skoppar.  Leikskólinn er ekki langt í burtu eða í Austfjorden smáþorpi þarna rétt hjá, skólabíll sækir svo stóru börnin og ekur þeim heim aftur.  Svo skólamál eru ekki vandamál hér.

IMG_3645

Ég þurfti stundum að minna þau á að ég talaði íslensku, því þau þau talið alveg íslensku, þá eiga þau til að muna ekki hvort tungumálið þau eru að tala.  Ég kannast vel við það síðan ég var í sænskum lýðháskóla, og þegar ég kom heim átti ég til að tala íslensku við sænska vini mína, og sænsku við fólkið mitt.

IMG_3647

En eins og þið takið eflaust eftir er ekki öryggisnet á trampólíninu.  Það er dálítið undarlegt eins og norðmenn eru passasamir og fjölskylduvænir, hvað þeir geta verið kærulausir á öðrum sviðum, eins og með trampólínin ég fékk fyrir hjartað við hvert hopp hjá stelpunni minni.  Eins það að þó Noregur sé örugglega með lengstu strandlengju í Evrópu allavega, og fjöldan allan af ám, vötnum og fljótum, þá byrjar sundkennsla ekki fyrr en við 10 ára aldur.  Sumstaðar á minni svæðum er þó sundkennsla en í takmörkuðum mæli.  Enda var mér sagt að það væri mikið um drukknanir barna í landinu. 

IMG_3649

Þessari skemmtilegu mynd náði ég af Kristjáni Loga LoL

IMG_3653

Hér eru svo Sóley Ebba og Úlfur með froska, sem mikið er af í sveitinni, og meira að segja í sturtuaðstöðunni í kjallara hússins.

IMG_3654

En það er einmitt þeirra vegna sem gerð voru froskagöng undir nýjan veg sem verið er að leggja þarna í sveitinni, hér er mikið um vegaframkvæmdir, það er til og með verið að gera 8 göng á þessu svæði, svo næsta ár verður greiðari aðgangur frá býlinu í bæinn til að versla.

IMG_3656

Hér er líka fleira dýralíf, heldur en 140 geitur og einn hani, því hér eru fjórir kettlingar og mamma þeirria.

IMG_3657

Algjörir hnoðrar, þessi er dálítið sérstakur til fótanna eins og sjá má.  Já ég sagði einn hani, engar hænur.

IMG_3658

Hann er nefnilega líka með þumal. LoL

IMG_3665

Hér sjáum við svo þessi myndarlegu froskagöng, ekkert smávirki sko!!!

IMG_3668

Í leikskólanum að sækja Símon Dag og Evítu Cesil.

IMG_3669

Evíta er alsæl í skólanum, en hann er rétt eins og pabbi hans var heimakær.  Pabbi hans á þessum aldri harðneitaði að klæða sig til að komast hjá að fara á leikskólannLoL

IMG_3672

Fyrir utan lakkrís, rúsínur og tópas burðast maður alltaf með læri handa öllum þremur börnunum, og svo er eldar á ömmuvísu, sósan mín hefur slegið í gegn, og hér er verið að smakka sósuna hennar ömmu.

IMG_3673

Nammi namm.  Heart

IMG_3680

Við fengum bæði gott og verra veður þarna fyrir norðan, en fegurðin í landslaginu er ævintýri líkust.

IMG_3682

Á öllum svona sveitabæjum hér er stór skemma, þar sem öllu ægir saman frá fornufari til dagsins í dag, samansafn af því sem fjölskyldan hefur átt gegnum tíðina, það væri gaman að grúska í svona skemmu. 

IMG_3685

Hér er Aron Máni að undirbúa safariför á fjöll.

IMG_3702

Til búinn í slaginn.

IMG_3703

Eins og sjá má, hér er veiðibyssan.

IMG_3704

 

Og veiðihnífurinn, en hér gangaq allir drengir með veiðihnífa, þar sem þetta er veiðimannasamfélag.  Hann var svo burtu í klukkutíma kom heim draghaltur og sagði farir sínar ekki sléttar, þar sem hann var komin út í skóginn, hitti hann svartan björn, hann klifraði hátt upp í tré, en björnin sat fyrir honum lengi, loks fór hann og Aron datt átta metra niður úr trénu og meiddi sig á fætinumWink

En sem betur fer gleymdist fótarmeinið afar fljótlega. 

IMG_3687

Hér er myndarlegt geitabú, og þær ern ekki handmjólkaðar heldur með mjaltavélum, þar sem þær hafa bara tvo spena er hægt að mjólka 8 geitur í einu og þær eru mjólkaðar tvisvar á dag.  Þær koma sjálfar heim til mjalta og fara á básana sína, þar fá þær að borða, og svo er útbúnaður sem smellur um háls þeirra, þannig að þær komast ekki frá sínum bás, fyrr en þær hafa verið mjólkaðar.  Þær þekkja pabba sinn og ef hann fer í frí, verða þær rosalega glaðar þegar hann kemur aftur og láta alveg vita af því.

IMG_3690

Mjólkin er svo send til Örsta í mjólkurbú, þar sem búin er til ostur, m.a. feta og mysingsostur. 

IMG_3692

Þær eru algjör krútt þessar geitur, og krakkarnir hafa mikið gaman af að hjálpa til við þær. 

IMG_3693

Og ég er viss um að geiturnar eru farnara að þekkja börnin.

IMG_3695

Það er erfitt að láta sér ekki þykja vænt um svona krútt.

IMG_3697

Evíta með eina gamla vinkonu.

IMG_3698

Hér eru svo mjaltagræjurnar.

IMG_3708

Hér tínast þær heim til að láta mjólka sig, og svo bíða þær rólegar þangað til þeim er hleypt inn á básinn sinn og fá eitthvað góðgæti.IMG_3711

Þær gáfu sér samt tíma til að kíkja á þessa skrýtnu kerlingu með myndavélina.

IMG_3717

Með ömmu sínHeart

IMG_3719

Svo er auðvitað upplagt að hjálpa mömmu við uppvaskið..... eða bara sulla smáLoL

IMG_3724

Hér er allt á fullu og Sóley Ebba svo myndarleg að baka köku.

IMG_3725

Kristjána Logi að verða svo stór strákur og æðislegur.

IMG_3730

Og Aron Máni náttúrbarnið, hann er auðvitað að stækka og þroskast líka. 

IMG_3733

Þetta er daginn sem við lögðum af stað aftur til Oslóar, og Matta les fréttirnar af brunanum í Norðurljósinu í Ålesund.

IMG_3735

Skemmtileg mynd af Möttu og Kristjáni.  En Matthildur er rosalega dugleg að vera ein svona lengi með krakkana, þau eru öll frekar ærslafengin og sjálfstæð frábær öll sem eitt, en það getur oft verið dálítið erfitt að hemja svona marga krakka í einu.  En henni tekst þetta með góðri hjálp nágranna sinna bændanna í næsta húsi, sem eru alltaf reiðubúin til að aðstoða hana og taka krakkana um stund, eða sækja þau í skólann. Norðmenn eru yfir leitt afskaplega yndislegt fólk og hjálpsamt og ekki síst í sveitum landsins.

IMG_3737

Það er rosalega notalegt að hvíla á þessu hlýja tæki. 

IMG_3739

Og brátt kveðjum við Austfjorden og nágrenni og höldum til Ålesund.  Komum við á geysilega fallegu svæði sem heitir Björke og skoðum þar gömul hús og fallegt landslag.  En þangað til óska ég ykkur gleðilegs dags.  Og ætla mér út í góða veðrið að vera með fjölskyldunni minn hér í Fortensctein í sól og 24°hita.  Eigið góðan dag.  Heart


Fyrstu myndir úr ferðalaginu.

Við erum komin til Austurríkis og í tölvusamband, almennilegt.  Þetta er búið að vera dásamleg ferð og verður enn um sinn.  Það hefur verið yndislegt að hitta börnin sín og sérlega barnabörnin, fögnuður á báða bóga.

IMG_3431

Lögð af stað.  Fyrsta nóttin var á B&B guesthouse í Keflavík, þar sem ég gisti oftast þegar ég fer utan, í fyrsta lagi er þetta afskaplega þægilegur staður og yndislegt fólk sem á og rekur gistiheimilið, svo geymja þau bílinn fyrir mann og bæði sækja og senda fólkið út á völl.  Betra verður ekki á kosið.

IMG_3432

Það er tilhlökkun í loftinu, en svo þarf auðvitað annað hvort að lesa bók eða fara í tölvuna. 

IMG_3436

Komin til Oslóar, hér er Óðinn Freyr, það voru fagnaðar fundir, og sú litla þekkti mig strax amma í kúlu, sagði hún og svo fékk ég knús.Heart

IMG_3438

Útsýnið af öðfum af tveimur svölum blokkaríbúðarinnar, Nitterdalur og reyndar allur Noregur er virkilega fallegt land og landslagið frábært, mikið um fjöll, vötn, berg og tré. 

IMG_3441

Hér er svo litla skottið Sólveig Hulda, Gaman að hitta öll barnabörnin mín, þau eru hvort öðru skemmtilegra.

IMG_3445

Að spila við mömmu sína.

IMG_3448

Það má segja að unglingarnir mínir hafi fallið vel inn í fjölskyldulífið þarna úti í Osló.

IMG_3450

Sæt systkini. Heart

IMG_3458

Svo þarf að fara yfir bókhaldið með afa sínum.

IMG_3460

Eiginlega þá bíður hún eftir afa á hverjum degi þegar hann kemur heim, og svo leika þau sér saman í svona klukkutíma.

IMG_3462

Stórstjarnarn ungfrú Peres Díaz LoL

IMG_3470

Ingi Þór minn með hana Regínu Rós Hagbarðsdóttir auðvitað, faðirinn er Hagbarður Valsson, sem er orðin stór og myndarleg stelpa.

IMG_3474

Hér er svo afi við vélina hræðilegu.

IMG_3476

Svona byggja Norðmenn, þeir púsla upp kubbum. 

IMG_3479

Ásamt því að eiga eina lengstu strendlengju Evrópu, þá er hér mikið um vötn, ár og læki. 

IMG_3484

Þar var ennþá hægt að týna upp í sig nokkur aðalbláber og títuber. 

IMG_3496

Skruppum í Tusenfrid, eða hvernig sem það er nú annars stafað.  Stærsti skemmtigarðurinn í Osló.

IMG_3498

Risa rúllustigi til að komast upp.  Hér er reyndar allt í hólum og aðallega hæðum.

IMG_3503

Það kostar mikið inn, en svo er hægt að fara í öll tæki og tól fyrir miðaverðið.  Það er góð lausn.

IMG_3510

Sólveig Hulda fór í nokkur tæki með pabba sínum, alsæl.

IMG_3515

Svona barnarússíbana, annars voru þarna margir rússíbanar stórir og smáir.

IMG_3521

Þetta tryllitæki samt held ég það alversta. 

IMG_3523

Snýst og rúllar á alla kanta. 

IMG_3524 

Úlfur segist allavega aldrei aftur í svona tækiSmile

En hér fengum við okkur pizzu og kók. 

IMG_3532

Stund milli stríða í skemmtigarðinum.

IMG_3534

Meðan spáð var í hvaða tæki ætti að fara í næst.

IMG_3540

EF til vill í sjóævintýri.

IMG_3541

Vá þetta fannst þeim gaman.

IMG_3544

Og Bomms a daisy.

IMG_3545

Engin smá buslugangur...

IMG_3547

Allir ánægðir.

IMG_3552

En pabbi og Sólveig Hulda sátu bara og horfðu á.

IMG_3559

Amma taktu mig Heart

IMG_3560

H'er er ógurlegt skrýmsli.

IMG_3564

Skemmtilegar skreytingar eins og marglyttur.

IMG_3566

Svo eru það hinir ógnvænlegu rússíbanar.

IMG_3569

Hér má sjá allskonar tilfinningar bærast með okkar fólki LoL

IMG_3575

VÁÁÁ!!!

IMG_3576

Væri ekki gaman að vera þarna?

IMG_3577

Já sem betur fer er farið hratt í þessum rússíbönum. 

IMG_3585

Svo eru það auðvitað bílarnir.

IMG_3592

Og Ísinn, alveg nauðsynlegur. 

IMG_3594

Alejandra með sinn ís.

IMG_3595

Sólveig Hulda fær sinn ís.

IMG_3597

En Óðinn Freyr vill bara sykurpúða og það ekkert smástóran.

IMG_3598

Og auðvitað vill litla systir fá að smakka.

IMG_3600

Og við kveðjum að sinni frá Osló, næst förum við norður á bóginn til Örsta og Austfjorden, gegnum Ålesund. 

Eigið góðan dag elskurnar, erum komin til Austurríkis og hér er yfir 20 gráður og yndislegt.

 


Norðurljós og skelfingin í Aalesund.

êg ætla að sina ukkur mundir frá vettvandi um leið og ég kemst í tölvu sem ég get sett inn mindir.  Var á staðnum meðan þetta var að ganga ufir.  Luktin var hræðileg við höfnina í Aalesund þegar við vorum þar í gær.  En mundirnar bíða eftir góðu tækifæri til að birta ukkur elskurnar. 
mbl.is Vona að Nordlys verði bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipabruni í Aalesund og fleira.

Komin aftur til Osló eftir nokkurra daga dvöl í Austefjord rétt hjá Aalesund.  Hrikalega fallegt umhverfi, fjöll, vötn og skógar.  Síni mindir seinna.  get ekki gert uppsilon á þessari tölvu.  Flugum frá Aalesund í dag, fórum í miðbæinn og upplifðum brunan í hurtigrutan, ferja sem fer um Noreg, og kviknaði í í morgun.  Tveir létust, 16 manns sárir fluttir á sjúkrahús. Skelfilegt slis.  Ég tók nokkrar mindir af ferjunni Norðurljós og þirlum og umhverfi slissins.  En þetta kemur allt saman með mindum seinna.

En svo er bara að sjá Osló næstu daga áður en við förum til Austurríkis í viku, til að heimsækja Báru mína og börnin.  

Reindar er hér mest rigning og svona íslenskt haustveður.  frekar kalt.  En vonandi verður Austurríki hlírra.  En ég er svo sem ekki að sækjast eftir veðri, heldur ástvinum mínum, sem indislegt er að hitta og knúsa.

En þetta kemur allt í mindmáli þegar ég kemst í almennilgt samband.  

Eigið góða helgi elskurnar. Heart


Nú skammast ég mín fyrir mitt fólk

Ef þetta er meirihlutavilji vestfiskra sjómanna, þá skammast ég mín ofan í tær fyrir þessa tillögu þeirra, hafi þeir ævarandi skömm fyrir.  Heyrið það Eldingarmenn SKAMMIST YKKAR FYRIR SVONA FÁVITAGANG.  Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð yfir þessum undirlægjuhætti og aumingjaskap.  Og hana nú.
mbl.is Vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2023431

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband