Ja hérna hér Jóhanna.

Duttu nú allar dauðar lýs úr höfði.  Þetta kom nú alveg úr hörðustu átt verð ég að segja.  Þú getur auðvitað andmælt þessu en þá þarftu líka að sanna mál þitt.  Og við sem héldum að þið Steingrímur væruð undir hælnum á AGS, þegar það voruð þið allan tímann sem stýrðu skútunni.

Var þetta hégómagirni hjá þér, að óttast um íbúðalánasjóðinn?  Þú er nú einhverskonar ábyrgðarmaður að honum.

Ef nú verður ekki allt vitlaust þá veit ég ekki hvað.  Reyndar sýnist mér vera farið að molna ískyggilega undan norrænu velverðarstjórninni.  En ef þetta er rétt þá verður það endanlegt rothögg á hana. 

Fólkið sem þið eruð búin að rifta eigum sínum, og berstrípa mun ekki fyrirgefa þér þetta.  Hvernig gastu komið svona fram við fólkið þitt?  Sérstaklega í ljósi allra yfirlýsinga um velferð og að vernda þjóðina skjaldborgina manstu?, meðan þú allan tíman virðist hafa hugsað mest um að þinn elskulegi íbúðalánasjóður færi ekki illa út úr þessu.

Ef til vill ertu ekki mennsk heldur gerfimanneskja án tilfinninga, einhversstaðar á leiðinni hefur þessi Jóhanna sem var þekkt sem bjargvættur lítilmagnans týnst á leiðinni og gerfibrúða komið í hennar stað. 

En nú er þetta að öllum líkindum búið spil.  Hvað sem tekur við er ekki gott að segja.  En allavega verða íslendingar að velja vel eftirmenn ykkar.  Það er ekki nóg að hlusta á fagurgala og gullin loforð. Það þurfa að fylgja efndir og heiðarleiki opin stjórnsýsla og gott siðferði.  Það verður ekki nema við losum okkur við alla gömlu pólitíkusana og styrkþegarna og lygamerðina.  Hér þarf að byrja upp á nýtt, bretta upp ermar og gefa nýjum öflum tækifæri til að sanna sig. Einhver sagði einhverntímann að landinu væri ekki verr stjórnað þó nöfn hefðu verið týnd upp úr símaskránni.  Ef til vill verður það síðast ráðið.  Og svei mér þá ég held að það gæti bara ekki orðið verra.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]

Af öllu þá hefði ég aldrei átt von á þessu, svei mér þá.  Svo bregðast krosstré sem önnur. 

Bæti hér inn svari af einu blogginu frá Guðmundi Andra, vona að mér leyfist það:

1 identicon

Sæll Axel,

Þetta er góð ábending hjá þér og skiljanleg. Sannleikurinn er aftur á móti sá að ég setti þetta fram um leið og fundi lauk, sbr. http://lanthegar.is/?p=322

Fjölmiðlar sýndu þessu hins vegar ekki áhuga þó ég hafi bent þeim á þetta oftar en einu sinni og örugglega oftar en tvisvar.

Eg held líka, svo allrar sanngirni sé gætt, að þessar upplýsingar hafi komið fram áður þó ég muni ekki í augnablikinu hvaðan þær komu. En fullyrt hefur verið að Jóhanna hafi bannað fulltrúum bankanna að senda sér skýrslu þar sem fram kom að bankarnir vildu skuldaleiðréttingu.

Ég held því að hér hafi ekki verið um upplýsingaleynd að ræða, heldur var um að kenna áhugaleysi fjölmiðla.

Kveðja,

Guðmundur Andri

Guðmundur Andri Skúlason (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 23:16


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er rétt hjá þér Jóhannna er ekki mensk.En mikill er djöfulinn á þessu Stjórnarheimili. Ég segi eins og hjón nokkur sem bjuggu á niður á Norðurtanga á Ísafirði þau hétu Helgi og hún var kölluð Palla Ponta og tók vel í nefið,ef við kjósum ekki Íhaldið förum við til Andskotans....

Vilhjálmur Stefánsson, 30.8.2011 kl. 23:39

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Skjaldborgarbrandarinn verður æ nöturlegri eftir því sem lengra líður. Djöfuls skítapakk!

Haraldur Rafn Ingvason, 30.8.2011 kl. 23:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er alveg steinbit á þessum nýjustu fréttum.  Hvernig gat þetta farið svona leynt svona lengi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 23:50

4 identicon

Heil og sæl; Ásthildur Cesil; æfinlega - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Ég hefi; ÖNGVU við þína kjarnyrtu lýsingu að bæta, Ásthildur.

Kannski; Íslendingar RUMSKI, loksins !?!

Með baráttukveðjum; úr utanverðu Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 23:54

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ásthildur það er ekki laust við maður verði hálf orðlaus...

Það er eins gott að þessu verðu fylgt eftir í að Jóhanna verði látin svara fyrir þetta sem og að hún sem Forsætisráðherra og öll hennar Ríkisstjórn verði látin sæta ábyrgð fyrir það að stór hluti Þjóðarinnar er á barmi brúnar og aðrir búnir að missa allt sitt...

Þetta er svo ljótt ef rétt reynist að uppsagnar hennar á að krefjast tafarlaust...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2011 kl. 00:02

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þarf ekki að fara að dusta rykið af hugmyndunum um utanþingsstjórn...?

Haraldur Rafn Ingvason, 31.8.2011 kl. 00:12

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Haraldur já svei mér þá ef sá tími er ekki komin þá veit ég ekki hvað en eitt er alveg á hreinu og það er að Jóhönnu ber að segja af sér ef rétt reynist...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2011 kl. 00:23

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Jóhanna í kvöldfréttum sjónvarps,aðspurð um Kínverja sem vill kaupa Grímstaði á fjöllum; Nei,það þarf enginn að vera hræddur við útlendinga;     Ég get fallist á það, en það er full ástæða til að hræðast Íslendinga sem ráða hér ríkjum, eins og er þau virðast óska okkur norður og niður.     Athugið! Næsta stjórn getur aldrei,hagað sér í líkingu við þetta. Í fyrsta lagi er enginn annar flokkur með Esb-heilkenni,sem Samfó hefur reytt sig á og stjórnar hér eins og þrælahaldari,ógnar leynt og ljóst með reglugerðum þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2011 kl. 00:36

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Berjumst til sigurs og látum þessa helferðarstjórn ekki komast að í haust því nú þegar hefur hún gert okkur allt of mikið til miska! LIFI BYLTINGIN! EF VIÐ FYLLUM EKKI GÖTUR REYKJAVÍKUR ÞEGAR HELFERÐARSTJÓRNIN KEMUR SAMAN Í HAUST TIL AÐ STÖÐVA SLÁTRUNINA ÞÁ GETUM VIÐ EKKI BÚIÐ HÉR Á LANDI!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 00:43

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jóhanna er skrímsli, og ætti að vera til sínis í aktímslabænumum

 Jóhanna er slrímsli og ætti að vera til sínis í skrímslabænum fyrir vestan.

Eyjólfur G Svavarsson, 31.8.2011 kl. 00:59

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Rothögg á hana skal það sannarlega vera! Ég er bara svo gjörsamlega yfir mig óglatt það þessu! Ekki hélt ég að þetta lið væri orðið það svona slæmt.

Mér hefur stundum dottið í hughvort að slæmar geimerverur hafi tekið yfir þetta lið.

Nú þurfum við að taka okkur til fyrir alvöru og losna við þessa stjórn! Sýnum svo sannarlega álit okkar viðbyrjun þingsins!

Guðni Karl Harðarson, 31.8.2011 kl. 01:22

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki veit ég haus né sporð á þessu máli Ásthildur umfram þessa einu frétt og þær ásakanir sem þar eru fram settar. Þær geta verið réttmætar en þær geta líka verið rangar eða á misskilningi byggðar. En það er ekki það sem ég undrast mest heldur þessi færsla þín í heild sinni, sem ég vona að hafi verið skrifuð í fljótfærnis reiði. Það er sér í lagi þessi málsgrein Ásthildur sem koma mér verulega á óvart, þó vart halli á:

Duttu nú allar dauðar lýs úr höfði.  Þetta kom nú alveg úr hörðustu átt verð ég að segja.  Þú getur auðvitað andmælt þessu (Jóhanna væntanlega - innsk AJH) en þá þarftu líka að sanna mál þitt.  (feitltr. AJH)  Og við sem héldum að þið Steingrímur væruð undir hælnum á AGS, þegar það voruð þið allan tímann sem stýrðu skútunni.

Þú ákærir, saksækir, dæmir og refsar, allt á einu bretti, á grundvelli einnar færslu.  Rannsókn á málinu er óþörf, vitnaleiðslur óþarfar. Dómur er fallin, ákærðu dæmast sek og skal útskúfað úr samfélagi vammlausra, málinu er lokið! (Það er tekinn á þetta eitt stikki Jón Valur!) 

Ef þau seku eru ekki sátt við málsmeðferðina og dóminn vilt þú náðarsamlegast gefa þeim kost á að sanna sakleysi sitt. Það er aðdáunarvert. Hvar er þessi málsmeðferð staðsett á mælikvarða siðaðra manna? Efst eða neðst? 

Þú segir Ásthildur að bretta þurfi upp ermar og gefa nýjum öflum tækifæri til að sanna sig. Ég tek heilshugar undir það, en ef þetta er réttlætissýn þeirra nýju afla, verður lítil ástæða til að fagna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2011 kl. 01:22

13 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Axel Jóhann; Skagstrendingur góður, og fornvinur !

Svo vel; þekkjum við til Ásthildar Cesil, að sízt af öllum, léti hún frá sér fara skrif nokkur, án yfirvegunar og rökstuðnings, ágæti drengur.

Íslenzkir stjórnmálamenn; hinna 4ra flokka, sitja - og hafa setið á svikráðum við okkur, um langan aldur, og sjáum við fyrir okkur Íslenzka hundinn, á góðum degi, þegar hann fitjar upp á trýnið, á annan vangann - en brosir við okkur, á hinn.

Viðurkennum bara; fyrir sjálfum okkur - sem öðrum Axel minn, að nógu lengi, höfum við látið þetta skemmdarverka fólk Alþingis og Stjórnarráðs laust ganga - og svo langt, að það hefir náð því; AÐ GANGA LOKS FRAM AF FÓLKI; væntanlega endanlega, með þessum nýjustu tíðindum, af svika vefjum þess, ágæti drengur.

Ástæðulaust; af þinni hálfu, að draga Jón Val Jensson, fornan vin minn - en oftast, mér mjög ósammála, inn í þessa umræðu, á vef Ásthildar - fremur en aðra yfirleitt, sem ekki koma hér við sögu umræðu þessarrar, ennþá, að minnsta kosti, Skagstrendingur góður.

Tími til kominn; sé einhverja mannrænu að finna; mögulega, í Íslendingum, að þeir reki þetta óafsakanlega lið svika og pretta, af höndum sér, héðan; í frá.

Ásthildur Cesil; kemst með sóma, frá þessarri orðræðu sinni - sem öðrum, enda þekkjum við hana ekki að öðru, en drengskap og veglyndi, gott fólk.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 01:35

14 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ásthildur #3 ástæðan er að við erum með RUV sem fylgir stjórinni í öllu og restin af fjölmiðlum er steingelt

samanber þegar Steingrímur var spurður að því( í kastljósi) hversvegna hann ákvað að gefa skjaldborgina til erlendra vogunarsjóða 

svaraði hann með þjósti að þessir sjóðir hefðu heldur betur legið á dyrum fjármálaráðuneitis ef hann hefði ekki gert þetta ,, og hvað gerir spyrillin lætur gott heita en hann átti náttúrulega þ.e.a.s ef hann hefur náttúru að spyrja ,,,, svo þér finnst betra að þeyr berji á dyrum almennings ????

Magnús Ágústsson, 31.8.2011 kl. 01:36

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

AXEL HVAÐ ÞARFTU MIKIÐ FRÁ NÚVERANDI STJÓRN TIL AÐ ÞÉR SÉ NÓG BOÐIÐ?

ÞETTA SÍÐASTA ER BARA EITT ENN OFAN Á ÞAÐ SEM UNDAN ER GENGIÐ ÞÁ NEFNI ÉG ICESAVE SAMNINGA SEM VORU SVO GÓÐIR AÐ ALLIR ÁTTU AÐ SAMÞYKKJA ÞÁ STRAX VIÐ VITUM ÖLL HVERNIG ÞAÐ FÓR, EINNIG MÁ NEFNA PÓLITÍSKU AÐFÖRINA AÐ GEIR H HAARDE ÞVÍ ÞAR ÁTTU ÞAU

ÖLL AÐ FARA FYRIR LANDSDÓM EÐA EINGIN!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 01:38

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Enn eitt dæmið um hræsnina hjá vinum alþýðunnar. Segi bara að sá sem á vin eins og Jóhönnu þarf ekki mikið á óvinum að halda.

Annars er þetta ekkert nýtt, ég man vel eftir því að þegar leið Framsóknarflokksins var sem mest í umræðunni fyrir kosningarnar 2009, sagði Jóhanna (næstum því orðrétt) að flöt niðurfelling væri glórulaus. Íbúðalánasjóður myndi fara lóðbeint á hausinn.

Þetta sagði hún þá, fyrir meir en tveim árum síðan.

Theódór Norðkvist, 31.8.2011 kl. 01:40

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það var og! Er betra að tugir þúsunda fari beina leið á hausinn eða forði sér undan skuldarbagganum til útlanda?

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 01:52

18 Smámynd: Snorri Hansson

Þegar framsóknarmenn bentu á að lánasöfnin væru í ákveðnu limbó þar sem ekki var búið að færa lánasöfnin til níu bankanna væntanlega með miklum afföllum. Þeir vildu að 40% afskriftir yrðu á öllum lánum fólks að skaðlausu fyrir alla aðila, Þar með yrðu lánasöfn bankana heilbrigðari og greiðsluubyrði eins og vera ber. Ríkisstjórnin gaf sér varla tíma til að lesa tillögurnar og lýsti þær hreint rugl. Ekki er ég Framsóknarmaður en þessi tillaga var þeim til sóma og mun ekki gleymast.

Snorri Hansson, 31.8.2011 kl. 02:02

19 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Snorri.

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 02:29

20 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar framsóknarmenn bentu á að lánasöfnin væru í ákveðnu limbó þar sem ekki var búið að færa lánasöfnin til níu bankanna

Lánasöfnin hafa núna þremur árum seinna ekki enn verið færð til "nýju" bankanna! Ég er með afrit af skuldabréfi sem ég fékk sent fyrir nokkrum vikum síðan frá Landsbankanum, á skuldabréfið er rituð kennitala gamla bankans og hvergi hefur verið skráð á frumritið að það hafi skipt um eigendur.

Sem þýðir að nýji bankinn hefur enga heimild til að fullnusta kröfuna. Nauðungaruppboð sem framkvæmd hafa verið á grundvelli slíkra skjala eru klárlega ólögleg.

"fraudclosure" er hugtak sem hefur orðið til í Bandaríkjunum út af nákvæmlega samskonar klúðri. Lögleysan er ekki bara djúpstæð og rótgróin, heldur líka alþjóðleg.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2011 kl. 03:26

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka ykkur öllum innlitið.

Axel ég var ekki einu sinni orðin reið þegar ég skrifaði þetta.  Ég var svo undrandi.  Eftir kosningarnar þegar ljóst varð að Jóhanna og Steingrímur myndu leiða ríkisstjórn, þá taldi ég að það væri það besta í stöðunni.  Þau myndu örugglega standa vörð um hag fólksins og heimilanna í landinu.  Og ef þau hefðu ekki strax frá fyrstu tíð byrjað að sundra þjóðinni með ESB þráhyggjunni, hefðu þau geta og sennilega orðið vinsælustu ráðamenn landsins í bráð og lengd.  En það er önnur saga.

En þegar þetta kemur í ljós, þá varð ég svo undrandi að ég átti varla orð.  Og við erum hér að TALA UM VITNI Axel.  Mann sem var á staðnum.

Þetta er góð ábending hjá þér og skiljanleg. Sannleikurinn er aftur á móti sá að ég setti þetta fram um leið og fundi lauk, sbr. 14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.


Þannig að hér er ekki um sleggjudóma að ræða.  Ég bara get ekki skilið hvernig manneskjan gat gert þetta.  Hvernig hún hefur getað horft upp á fólk missa aleiguna, heilsuna og jafnvel taka sitt eigið líf vegna vonleysis og aðgerða sem við héldum alltaf að væru verk AGS, og okkur var leyft að halda það.  Þegar nú kemur í ljós að manneskjan sem stóð á bak við þessa gjörð allan tímann var Jóhanna Sigurðardóttir og hún var að vernda ekki bankana heldur ÍBÚÐALÁNASJÓÐ. 

Svo er annað mál og ekki minna alvarlegt.  Því Guðmundur Andri segir í svari sem birt er hér að ofan:

Eg held líka, svo allrar sanngirni sé gætt, að þessar upplýsingar hafi komið fram áður þó ég muni ekki í augnablikinu hvaðan þær komu. En fullyrt hefur verið að Jóhanna hafi bannað fulltrúum bankanna að senda sér skýrslu þar sem fram kom að bankarnir vildu skuldaleiðréttingu.

Ég held því að hér hafi ekki verið um upplýsingaleynd að ræða, heldur var um að kenna áhugaleysi fjölmiðla

Nefnilega!!! ÁHUGALEYSI FJÖLMIÐLA!!!.  Áhugaleysi fjölmiðla, takið eftir gott fólk.  Fjölmiðlar höfðu ekki áhuga á því að forsætisráðherran sem hafði lofað skjalborg um heimilinn, skyldi berjast gegn því að skuldir heimilanna yrðu færðar niður.  Hvar eru skyldur ríkisfjölmiðla við hinn almenna borgara?  Hvar er starfsheiður þeirra og sjáflsvirðing?

Við höfum lengi vitað að það er ekki til einn einasti hlutlaus fjölmiðill í landinu, en þetta gengur út yfir allt að  mínu mati.

En ég verð að segja að þessi framkoma forsætisráðherrans er svo alvarleg í ljósi sögunnar og þess sem á eftir fór, og er ennþá að gerast, fjölskyldur á götunni sviptar eignum sínum, atvinnulausar og bíðandi eftir matarpökkum við fjölskylduhjálp og rauðakross að hér þarf að taka á málum.

Ég vil skora á alþingi að nýta sér þessa grein í stjórnarskrá lýðveldisins: 14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.

Það vill svo til að í landinu er nú starfandi í fyrsta sinn landsdómur svo hæg eru heimatökin.  Það þarf að rannsaka embættisfærslur æðstu ráðamanna ríkisins eftir þessar upplýsingar.

Þessar fréttir eru þyngri en tárum taki, þegar ég hugsa um allt blessað fólkið sem hefur þjáðst vegna þessarar ákvörðunar forsætisráðherrans.  Fólkið sem kaus hana til góðra verka og fékk svo spark í staðinn.  Það er ekki hægt að líða þetta. 

Já þegar ég setti saman pistilinn var ég undrandi, en nú er ég orðin reið.  Hversu lágt geta manneskjur lotið til að verja sitt eigið stolt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 08:15

22 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Ásthildur þú ert sannur baráttujaxl og átt heiður skilið.

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 09:18

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 09:29

24 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur þú hefur ætíð rétt fyrir þér og hafðu ævinlega þökk fyrir þitt framlag. Nú þurfum við með ráðum og dáð að koma þessu pakki frá völdum...

Vilhjálmur Stefánsson, 31.8.2011 kl. 11:01

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er búið að segja flest, hef engu við að bæta, er jafn reið og þið hin.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2011 kl. 11:04

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka ykkur fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 11:50

27 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sama hér. Satt best að segja var ég undrandi á skrifum Axels og ásökunum hans. Sérstaklega vegna þess að þær voru byggðar á skrifum annars manns sem er frásagnarmaður um sjálf samtöl sín við Jóhönnu. Ásthildur þú hefur svarað þeim skrifum ágætlega og þarft ekki að sanna neitt fyrir neinum!

Ég þakka þér fyrir þarfa og greinargóða bloggfærslu.

Kær kveðja,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 31.8.2011 kl. 12:43

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er eflaust erfitt fyrir menn að sjá sitt fólk hrapa svona að málum.  Þá er gripið til þessara aðgerða Guðni minn.

Takk fyrir hlýleg orð.

Enn hafa engir fjölmiðlar tekið þetta upp nema mogginn.  Þetta á sennileg að þegja aftur í hel.  En ég held að nú fyrst sé fólk komið með svo upp í kok að aðgerðir hljóta að vera á næstunni.  Það á allavega að vera með hljóða stund fyrir framan alþingi þegar það kemur saman.  Ég mun verða þar í huganum, því á á ekki heimangengt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 12:50

29 Smámynd: Kidda

Komast ekki öll svik upp um síðir, Jóhanna var að maður hélt verndari smælingjans en það er auðséð að hún er fyrir löngu búin að gleyma almúganum.

Kidda, 31.8.2011 kl. 12:52

30 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Tek undir með Ásdísi #25. Kveðja Bergljót.

Bergljót Gunnarsdóttir, 31.8.2011 kl. 13:36

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stúlkur mínar, og í morgun voru X margir lögreglubílar fyrir utan eitt húsið enn, það átti að bera fólkið út, löggan, ríkislögmaður, og bíll til að flytja dótið þeirra burt.... hvert??? En þeir urðu hræddir þegar þeir sáu almenning styðja fólkið.  Sem sýnir okkur svart á hvítu; AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ MÆTA OG MÓTMÆLA HVER SEM BETUR GETUR, LÁTA Í OKKUR HEYRA OG LÁTA ÞAU FINNA AÐ VIÐ ERUM HÉR OG ÞOLINMÆÐIN ER Á ÞROTUM.  BURT MEÐ ÞETTA LIÐ, NIÐUR MEÐ EINVALDASTEFNU STJÓRNVALDA PUKUR OG ÓHEIÐARLEIKA. 

Hinir á þingi sem eru lausir við þessa kæki vinsamlegast takið höndum saman án pólitíkur og hreinsið til.  Látið Landsdóm skera úr um vanhæfi þeirra.  Annras eruð þið ekkert betri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 15:17

32 Smámynd: Landfari

Er þetta vísbnding um að fjölmiðlalögin hans Dabba um eignarhald á fjölmiðlum hafi kanski ekki verið svo vitlaus eftir allt?

Landfari, 31.8.2011 kl. 17:55

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef ég man rétt var í þeim lögum margt sem orkaði tvímælis.  Sjálfsagt hefði verið hægt að betrumbæta þau, og hafa þau meira almennt en ekki bara til þess gerða að lyfta Þóknanlegum fjölmiðlum upp á kostnað annara.  Annars er ég farin að ryðga í því rifrildi öllu saman. 

Málið er að það þarf að losa blaðamenn undan ráðríki ritstjórnar og eigenda sem lúta vilja þeirra sem borga mest í auglýsingar og pólitík.  Blaðamenn eru dauðhræddir um stöðu sína ef þeir gera ekki eins og yfirstjórn er þóknanlegt.  Þess vegna er nú þetta allt saman svona.   Enda eru duglegir blaðamenn hraktir úr starfi ef þeir fara eftir sannfæringu sinni.  Þannig er það bara því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 19:21

34 Smámynd: Landfari

Þess vegna er svo mikilvægt að ekki sé sami eigandinn að öllum fjölmiðlunum. Það var eitt af markmiðum laganna ef ég man rétt.

Landfari, 31.8.2011 kl. 20:33

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er nauðsynlegt.  Ég þarf að rifja þetta upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 20:58

36 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það eru ekki margir merkilegir fjölmiðlar á Íslandi í dag. Bændablaðið er það eina sem mér dettur í hug sem er með fréttir af líðandi stund og hvað verið er að stússast í sveitum landsins.

Ríkisáróðursvarpið passar sig á að segja ekkert ljótt um sitjandi stjórn, stjórnendur vitandi að támjói skórinn er skammt undan botninum á viðkomandi ef á reyndi.

Sparnaður í Ríkisrekstri, hvernig væri að leggja niður rás 2? Nei það er örugglega ekki hægt... Ríkið þarf að vera í samkeppni við einkarekna miðla vegna þess að annars væri einokun...!*!??**

Heilastappa í þessu liði.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.8.2011 kl. 22:18

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála þér með Bændablaðið, eina blaðið sem ég les reglulega núna.  Skemmtilegt að sjá hvað er að gerast í sveitum landsins og oft skemmtilegar greinar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 22:48

38 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég opnaði sjónvarpið og þá heyrði ég þau orð " annað hvort er, Jóhanna og Steingrímur Geimverur eða þjóðin"

Ég vil helst hallast að þjóðin sé ekki Geimverur,

Eggert Guðmundsson, 2.9.2011 kl. 21:57

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt ég er örugglega ekki geimvera

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2011 kl. 22:13

40 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sérstaklega skemmtilegt því ég hafði skrifað um það einhversstaðar að kannski hefðu Geimverur yfirtekið Jóhönnu og co.

Guðni Karl Harðarson, 3.9.2011 kl. 12:15

41 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Og sé það er einmitt í aths. minni hér ofarlega

Guðni Karl Harðarson, 3.9.2011 kl. 12:18

42 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sennilega hafa þau verið yfirtekin af geimverum.  En er Jón Gnarr þá ekki yfirgeimveran?  Svo vill hann meina sjálfur allavega

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2011 kl. 13:05

43 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kannski þá frá annarri Plánetu?

Guðni Karl Harðarson, 3.9.2011 kl. 14:36

44 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sennilega frá öðru sólkerfi, því þau eru svo veruleikafirrt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2011 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2020787

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband