31.5.2007 | 20:39
Blóm, álfar og ástarjátningar.
Þetta er búin að vera mikill atdagur hjá mér. Og loksins get ég sest niður og aðeins slakað á. Við erum á fullu að verðmerkja og setja allt í sölubúning. Það besta við allt er að fólkið sem kemur er svo glatt og yndislegt. Því líður vel að koma til okkar, og fá sumarið í æð. Í gær komu kvenfélagskonur úr Bolungarvík og fengu blóm til að selja. Þær sögðu að það hefði gengið rosalega vel, og allir ánægðir með blómin. Gott að vita kvenfélagskonurnar á Flateyri ætla líka að vera með sölu í næstu viku. Lífga svolítið upp á móralin segja þær. Ég er ánægð með að blómin mín fari til þeirra sem þurfa uppörfun, það er heilmikill kærleikur settur í hverja plöntu skal ég segja ykkur. Sá kærleikur skilar sér svo til þeirra sem fá plönturnar mínar.
En ég tók nokkrar myndir í kvöld, þegar ég var að koma heim af því að ég var með vélina á mér. Er að taka myndir af fjölæringunum sem eru í sölu. þarf að taka myndir þegar þær eru upp á sitt besta, skarta sínu fegursta eins og fegurðardrottningar. Svo fólk sjái hvað þau eru í raun og veru falleg.
Svona til dæmis.
Snemma beygist krókur.............. eða seint sennilega í þessu tilfelli.
Segiði svo að blómálfar séu ekki til. Þessi var að spila Strauss til dæmis.
Jamm kirsuberin farin að stækka. Nammi namm. Þetta er náttúrulega verk býflugnanna, vinflugu minna sem ég bjargaði upp úr tjörninni hvað eftir annað í vor. Núna eru það geitungadrottningarnar, stórar og pattaralegar sem þarf að veiða upp úr tjörninni.
Þessi brostu líka við mér, enda er ég búin að annast þau frá upphafi lífs þeirra.
Svona var veðrið klukkan sjö.
Þessi aftur á móti er svolítið duló, en hún er samt tekinn út um dyrnar hjá mér.
Ég var satt að segja búin að taka myndir af Óshlíðinni í dag, þegar ég sótti blómin frá kvenfélagskonunum, myndaði alla hættulegu staðina. En svo komst ég að því að kortið var ekki í myndavélinni 'Eg er svolítið utan við mig á þessum síðustu og verstu.
Ein smá gamansaga í lokin. Ég fór líka inn á flugvöll í dag og hitti þar ágætan kunningja minn, við spjöllum oft og mikið saman. Þetta er hann Sófi, ekki eins og maður situr í, heldur situr hjá og spjallar.
Hvernig hefurðu það? spurði ég.
Alveg ágætt, svaraði hann, og þó heimurinn myndi endasteypast myndi maður samt segja það sagði hann
Já sagði ég, þannig er það bara.
Ég gleymi aldrei, sagði hann besta tilsvari sem ég hef nokkurntímann heyrt.
Nú ! sagði ég.
Já þetta var á balli, og Elli maðurinn þinn og vinnufélagi hans sátu á spjalli, komnir í glas.
Þá sagði félaginn; Hvernig geturðu búið með henni Ásthildi ?
Veistu sagði maðurinn minn; ég elska hana eins og hún er, ég er ekkert viss um að ég myndi vilja búa með henni ef hún breyttist.
Frábært svar, ég er alveg sammála því, og ég segi nú bara, hver fær betra hrós frá maka sínum.
Hann hefur reyndar aldrei sagt mér frá þessu sjálfur.
En nú er tíminn til að fara blogghringinn, enginn beinlínis að ónáða mig. Sjáumst !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
30.5.2007 | 23:44
Í minningu Ástu Lovísu.
Þeir sem guðirnir elska deyja ungir, segir máltækið. Ég álít að þegar við komum í þennan heim, höfum við markað okkur ákveðin tíma. Tíma sem við þurfum á þroskabraut til sameiningar alheimsandanum. Það er sárt að missa, en það er líka pínulítil sjálfselska, því þeir sem héðan fara, komast í betri heim, þeim líður vel, sérstaklega þeir sem hafa lifað við þrautir og erfiði. Dauðinn sem ég vil kalla flutning milli heima, er þeim líkn. Afi minn sem var skyggn, lýsti marg oft fyrir mér það sem hann upplifði við jarðarfarir. hann sá fólkið í kirkjunni, prestinn og þann sem verið var að kveðja, en handan við þetta fólk allt, sá hann ættingja farna héðan, svo voru að koma og taka á móti þeim sem kvaddur var. Þar var móttaka og endurfundir, ásamt kveðjustund. Ég hugsa oft um þetta, og ég er alveg viss um að þetta er alveg rétt. Þegar við förum héðan, þá fer sál okkar inn i aðra vídd, annan heim, og það fer eftir því hvaða mann við höfum að geyma hvar við lendum. Ég er alveg viss um að Ástu Lovísu hefur verið tekið höndum tveim þarna hinu meginn. Hún er laus við þrautir og angist, hún er frjáls. Eina sem getur verið erfitt fyrir hana er sorg þeirra sem hérna meginn sakna hennar. En sá söknuður er skiljanlegur. Blessuð börnin, foreldrar og systkini. Ég vil votta þeim samúð mína og senda þeim ljós og kærleika. Munið bara að ekkert er endalegt. Og það eru alltaf endurfundir. Þið munið hitta ykkar ástkæra ættingja. Það eitt er víst. Og hún er með ykkur á þessari stundu. Það veit ég. Þó stundum sé erfitt að hafa samband milli heimanna. Þá skiptir það ekki endilega máli, heldur sú mynd og minnig sem þið eigið með henni. Allar þær stundir sem þið fenguð að vera með henni og upplifa. Sá tími verður aldrei frá ykkur tekinn.
![]() |
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.5.2007 | 23:26
Nokkrar myndir og spekulasjónir um ódýrar stjúpur.
Ég biðst afsökunar á því að komast ekki yfir allan bloggvinahringinn minn, en þetta er brjálaður tími. Vona að þið virðið það við mig.
Tók samt nokkrar myndir.
Tvær ástfangnar flugvéla-har. Eða í fýlu eða bara eitthvað. Allavega ös á flugvellinum.
Gallerí Himinn með nýja sýningu.
Dreki yfir firðinum mínum .......................... eða hvað.
Eitt finnst mér skrýtið. Vitið þið að framleiðsla stjúpa verður bráðum liðinn undir loka á Íslandi. Nú fást bara belgískar stjúpur á niðursettu verði, sem enginn garðplöntuframleiðandi getur keppt við. Stórmarkaðirnir auglýsa stjúpur tíu stykki á fimm hundruð krónur. Þetta eru innfluttar stjúpur frá Belgíu. Hvað skyldu mörg störf falla niður á Íslandi vegna þessa ? Og sennilega heldur þetta áfram, næst verða það morgunfrúrnar, og síðan bara allt heila klabbið. Þá verða engir blómaframleiðendur eftir á Íslandi. Hvað með sjúkdóma sem geta komið með þessum plöntum, nú eða skordýr sem ef til vill koma og gera usla hjá okkur.
Og af hverju eru stórmarkaðir sem versla ekki með plöntur að keppa við sumarblómafremleiðendur, og yfirbjóða þá á þennan hátt. Þetta er eins og Bónus með bókasölu fyrir jólin. Þeir taka toppin af bókabúðunum, fleyta rjómann ofan af, og svo mega bóksalar éta það sem úti frýs þess í milli, og lesendur líka.
Er það ekki skrýtið hvernig "frelsið" er að leggja sífellt meira helsi á okkur, og einoka einmitt það sem keppt er að, það er frelsið. Þetta snýst allt upp í andhverfu sína. Þannig verður "frelsið" á endanum einokun fárra, alveg eins og kvótakerfið.
Er það ef til vill það sem við viljum. Bækur sem bara fást fyrir jólin, og aldrei annars. Og það verður bara hægt að kaupa stjúpur og einhverjar nokkrar aðra tegundir, og tré og runnar heyra sögunni til. Þurfum við ekki aðeins að fara að huga að því hvað lýðræðið raunverulega kostar ? Eða er okkur alveg sama, ef við bara græðum eina krónu, þótt við missum þúsundkallinn á morgunn ?
Það er ekki af góðsemi sem stórfyrirtækin sem selja allt annað en blóm eru að taka toppinn af blómasölunni með undirboði. Þeir eru að hvetja fólk til að koma og kaupa ódýr blóm, til að sjá að í leiðinni vantar það rörtöng, eða málningu, nú eða útigrill.
En svona erum við. sauðir sem leiddir eru til slátrunar sjálfviljug og meira segja biðjum um að vera slátrað.... Eða þannig.
En ég segi bara góða nótt. Þetta fór svona í gegnum hausinn á mér. Ég er samt á leið í svefninn og mun sofa rótt og vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2007 | 18:45
Gróður og gott veður.
Það er brjálað að gera þessa daga hjá mér. Og sem betur fer hjálpast allir að. Nú var verið að tæma eitt bráðabirgðagróðurhús, svo hægt sé að koma upp aðstöðu fyrir söluna. Á morgun vonandi kemur svo grafa og jafnar og setur möl yfir svæðið, svo það sé hægt að raða sumarblómunum þar. En fyrst skýjamyndir, gallerí himin var opinn í dag.
Flott sýning á skýjum.
Hér er Kristján ein hjálparhellan mín. Að flytja gróður milli húsa.
Önnur hjálparhella Sædís skvísa.
Og allir hjálpast að, ömmustubbar og tíkur líka.
Meira að segja minnsti stubburinn var að hjálpa ömmu sinni.
Jamm eins og sjá má allt á fullu.
Líka borað og smíðað. Enda gengur þetta eins og í sögu.
En ég er eiginlega alveg búin á því. Svo komu heilmargir að kaupa sér plöntur. Af því að dagurinn var fallegur, og fólk er að komast í sumarskapið. Sem er bara hið besta mál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
29.5.2007 | 00:43
Kyrrð.
Ísafjörður getur stundum verið kyrrlátur.
Svona var þetta í kvöld, hið dæmigerða Ísafjarðarlogn. En núna er byrjað að rigna og kominn sunnanátt, svo nú hlýnar. Og vonandi að fólkið hér taki við sér og komið og kaupi sér blóm, fái smá sumartilfinningu.
Hér er af nógu að taka.
Ég er reyndar stolt af blómunum mínum.
Eins og hani á haug. Og hænurnar farnar að liggja á, svo bráðum koma ungar. Sem sagt sumarið nálgast.
Segi bara góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.5.2007 | 09:38
Lögreglan eða hundurinn.
Hefði ekki verið réttara að segja að lögregluhundurinn hefði komið í veg fyrir smygl. Og hvað heitir þessi ágæti hundur eiginlega ? Menn og hundar verða nú eiginlega að fá að eiga það sem þeir eiga sjálfir ekki satt? En hann er ef til vill að vinna "under cover"
![]() |
Lögregla kom í veg fyrir að fíkniefnum yrði smyglað inn á Litla-Hraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
28.5.2007 | 00:01
Tvílogia
Jamm hér var gott að sitja með pabba gamla og njóta þess að borða og spjalla.
Hann er flottur hann pabbi minn.
Verð að sýna ykkur eldþyrnirunnan í sínum fallegasta skrúða.
Á sama tíma og við vorum að njóta matar og friðsæls spjalls, var kötturinn í áköfum veiðihug. Hann endasentist um allan garðskálann ásamt músinni sem áður var inni í húsinu. Hann kom hvað eftir annað með hana í kjaftinum, greip hana á skottinu og sleppti henni svo aftur til að leika sér meira. Þetta var einhvernveginn svona absúrt, meðan við vorum að slaka á, þá var hörð barátta um líf og dauða bara kring um okkur. Ég vona svo innilega að hún hafi sloppið úr klónum á Brandi karlinum.
En hér er smá sýnisborn af þessum hildarleik.
Jamm dæmigerður leikur kattarins að músinni. Setur einhvernveginn dálítið mannlegt samfélag í samhengi eller hur ?
Ef þið spáið í það, þá getum við sagt að við þ.e. almenningur séum músin, og stjórnvöld séu kötturinn. Hvaða sjens höfum við ?
Og ég segi bara góða nótt elskuleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.5.2007 | 14:02
Ferð í Skrúð, skýjalausar myndir og köttur og mús.
Nú verða ekki sýndar neinar skýjamyndir. Því þau eru hreinlega ekki á sýningunni. Enginn ský í dag. En við hjónin fórum í Skrúð í morgun. Ég hafði bak við eyrað hvort ég sæi blómið mitt þar. SKrúður er grasagarður og þar eru allar plöntur merktar. En því miður var blómið mitt ekki þar.
En ég tók þessar líka fínu myndir.
Út um dyrnar, eins og sjá má enginn ský.
Hér blasir Þingeyri við handan fjarðar. En fjöllinn eru stórkostlega falleg.
Sérkennileg myndun hér á ferðinni.
Hér er svo garðurinn sem allir aðrir skrúðgarðar heita eftir. Og fyrir ofan trónir Núpurinn.
Þessi fallega lágmynd er af Séra Sigtryggi og konu hans. En hann stofnaði garðinn og á þarna mörg handtök.
Á bakaleiðinni. Fjöllinn eru hrikaleg en kraftmikil og fögur.
Úbbs og inn í gönginn. Þökk sé þeim, þá er hægt að ferðast milli staða á þessum tíma og á hvaða tíma sem er.
Hér blasir svo Ísafjörður við baðaður sól.
Hér sjáum við stubbinn hann er tilbúin í kajakróður með afa sínum. Reyndar fer hann á námskeið 3. júní, til að læra alla klækina, velta sér og allt sem litlir stubbar þurfa að vita til að geta róið á kajak. En hér eru góðar aðstæður, og landsins bestu kajakræðarar. Og þeir róa á hvaða tíma ársins sem er.
En það voru fleiri sem fengu bónus. Kisi var svo heppinn að inn slæddist mús, og hann er hér í veiðiham. Veit ekki hvort hann er búin að ná henni. Vona helst að hún hafi sloppið út. hehehe
En það má greinilega sjá að hann er alveg tilbúin að grípa.
Ég er afskaplega tímabundinn og get ekki farið blogghringinn minn fyrr en seinna í dag. Ég er að vinna upp í garðplöntustöðinni minnni. Núna ætla ég að reyna að verðmerkja sem mest ég má. Og skipta blómum. En ég bið að heilsa öllum blogvinum mínum og hitti á þá seinna í dag.
Ég er reyndar búin að bjóða pabba mínum í mat í kvöld. Ég ætla að gefa honum hangiket og grænar baunir. Svo matartilbúningurinn tekur ekki langan tíma. Kjötið soðið og ekkert eftir nema að gera uppstúfin og hita baunirnar.
Eigiði góðan Hvítasunnudag. Og njótið góða veðursins, því það er víst sama sólskinið um allt land, eftir því sem sagt er. Ef svo er ekki, skuluð þið bara renna inn í myndirnar mínar og sóla ykkur þar. Kærar kveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.5.2007 | 19:18
Nýjir fjölskyldumeðlimir í kúlunni.
Við þrifum tjörnina í dag. Ástæðan var tvíþætt, í fyrsta lagi þá er hún yfirleitt þrifinn á þessum tíma, en svo var líka að ég kom heim með nýja fjölskyldumeðlimi úr Reykjavikurferðinni. Nýja Koja. Vegna sviplegs fráfalls nokkurra þeirra í vetur.
Það verður að segjast eins og það er að enginn var jafn spenntur fyrir fiskunum og Brandur. Hann vomaði yfir fötunni sem þeir voru í og gott ef hann sleikti ekki út um. En hann vissi að þetta var tabú mál, gaf mér bara skrýtið auga og labbaði burt með reisn, og gaf mér svo aftur hornauga þegar hann nálgaðist útidyrnar. Ha!!! ég hef svo sem engan áhuga á þessum kvikendum, hugaði hann með sér. Fyrst maður má ekki éta þá, þá eru þeir einskis virði.
Hér eru gömlu brýnin. Þar má sjá Prakkaran þarna til hægri figubolluna þá hehehe.
Hér er svo hluti af litlu krílunum sem voru að eignast nýtt heimili. Þeir virka ef til vill svipaðir á stærð og bollurnar. En þeir eru bara pínkupons litlir. Svona eins og hausinn á þeim stóru. Ég vona að þeir eigi góða daga í tjörninni, og það er eitt sem víst er. Ef þeir tímgast eðlilega og eru hraustir, þá munu þeir lifa minn dag. Því þeir geta orðið 50 - 60 ára. Ég býð þá bara velkomna í tjörnina.
Reyndar eru þarna mjög flottir fiskar, nokkrir svartir og aðrir gylltir, og svo líka nokkrir gullfiskar. Þetta er gott samfélag. Og það sem skiptir mestu máli, tjörnin er hrein og fín. Mikið sullerí búið að vera í dag. Jamm vorið er í kúlunni. Ekki spurning um það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
25.5.2007 | 14:01
Ferðalag, vinátta og Skýjaglópur.
Ég lagði land undir fót, eða hjól núna og skrapp í örferð til Reykjavíkur. Tilefnin voru tvö. Annað var að vinkona mín til margra ára, sem búsett er erlendis er hér í heimsókn hjá dóttur sinni, og svo þurfti ég að versla inn fyrir garðplöntustöðina, áður en ég opna.
Við erum þrjár vinkonur sem höfum þekkst frá því 1962-3. við unnum allar saman í SÍS í Austurstræti og með okkur myndaðist þá strax góð vinátta. 'Eg fór síðan sem aupair til Glasgow, og þær báðu mig að kíkja eftir slíkri vinnu fyrir þær líka. Þær komu svo út á eftir mér, og við áttum skemmtilegan tíma í Glasgow. Unnum m.a. í Diskoteki, sem plötusnúðar, fatahengjur eða í gossölunni. Í þeirri vinnu höfðum við meira fyrir kvöldið en alla vikuna í vasapeninga hjá fjölskyldunum sem við vorum hjá. Við ákáðum svo að fara saman á puttanum í ferðalag niður allt Bretland og fórum niður til Frakklands. Þetta var ævintýraleg ferð. Við Alley önnur vinkona mín lögðum af stað tvær, en Obba hin vinkonan ætlaði að hitta á okkur í Stratford upon Avon.
Við Alley höfðum með okkur tjald í upphafi, en það týndist smátt og smátt frá því græjurnar. Fyrst tíndum við tjaldhælunum, því næst tjaldsúlum. Þá notuðum við bara greinar. Loks var það skilið eftir á kornakri í Frakklandi, þar sem við tjölduðum seint um kvöld, og vissum ekki að þetta var kornakur. Þóttumst góðar að laumast í burtu áður en bálreiður bóndi kæmi. En þessi saga verður sögð einhverntímann.
Hvað um það við höfum alltaf haldið góðu sambandi. Þær urðu báðar eftir í útlöndum, þegar ég fór heim. Alley giftist þýskum manni, og hefur búið með honum víðsvegar um heiminn. Obba mín, giftist skota sems var af gyðingaættum. Þau bjuggu lengi í Bretlandi, en fluttu síðan til Ísrael. Hún flutti svo heim fyrir nokkrum árum.
Þrjár stelpu/kerlur.
Hér vorum við á Kaffi Sólon. Snæddum saman hádegisverð í gær.
Þetta er svo vinkonuknús eins og það gerist best. Sum vinátta bara er.... og varir..... alltaf.
Nokkrar skýjamyndir sem ég tók á leiðinni.
Og sjórinn lít líka sjá sínar æstu hliðar.
En ég verð víst að þjóta núna. Fer blogghringinn seinna í dag. Eigið góðan dag mín elskuleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar