Kosningar - úrslit - og meðhöndlun fjölmiðla á framboðum.

Þetta eru góðar fréttir.  Með nýju fólki verða ný og betri vinnubrögð. Ég óska Í-listanum og ísfirðingum til hamingju með þetta.  

En meðan við kusum okkur nýja bæjarstjórn, var verið að skipta um forseta í El Salvador.  Fráfarandi forseti har Cartegena De Funes, en nýji forsetinn er Salvardor Cánchez Cerén. Fimmta hvert ár er nýr forseti settur í embætti þann 1. júní.  Það var því mikið um veisluhöld og gleði í El Salvador í dag.  Varaforseti er Oscar Damuel Ortiz Acencio, þessir menn eru báðir vel liðnir í El Salvador, nýji forsetinn hafði unni að því í síðustu borgarastyrjöld að færa völdin nær fólkinu.  Fyrir fimm árum var skipt um meirihluta, en í ár er sami meirihluti við völd og áður.  

 Var að horfa á herlegheitin í beinni útsendingu.  

En að okkar fólki.  það voru frábærar fréttir að samstarfsflokkar Frjálslyndaflokksins(Dögunar), Vinstri grænna, Samfylkingar og óháðra skyldu fá hreinan meirihluta.  Í fyrsta lagi treysti ég þessu fólki algjörlega til að standa við stefnumál sín, en svo má líka segja að þegar um hreinan meirihluta er að ræða, þá þarf ekki að semja um málefnin við aðra.  Samstarf þessara flokka hefur gengið hreint ágætlega síðasta kjörtímabil.  

Ef til vill er pólitíkinn að þynnast út og hrærast meira saman.  Vonandi kemur eitthvað gott úr úr því, og klíkuskapur minnkar að sama skapi.  Vissulega er áhyggjuefni ef fólk gefst upp á að mæta á kjörstað til að sinna þegnskyldum sínum og veita stjórnvöldum aðhald.  En stjórnmálamenn geta svo sannarlega sjálfum sér um kennt, því það eru þeir sem hafa virt almenning að vettugi eftir kosningar, þó loforða flaumur hafi verið yfirfljótanlegur fyrir þær.  

Það er þess vegna sem er sorglegt að fólk skuli ekki gefa nýjum framboðum meiri gaum, því flest þeirra hafa unnið mikið starf við að byggja upp góð málefni og hafa viljann til að gera vel.  

Enn verra er þegar fjölmiðlar beinlínis beita sér gegn ýmsum framboðum.   Eða reyna að tala framhjá slíkum.  Það er að mínu mati auðvirðilegt, því fjölmiðlar hafa skyldum að gegna við almenningi um að upplýsa öll um framboð og hvað þau standa fyrir.  Ég nefni enginn nöfn, en þeir sem hafa hagað sér með þessum hætti vita sjálfir hvað þeir hafa gert, og ættu að skammast sín.  

Svo eru þetta jafnvel fjölmiðlamenn sem eru að kvarta yfir klíkuskap ráðamanna og skort á lýðræði, þeir ættu svo sannarlega að líta í eigin barm.  

Það er nefnilega ömurlegt afskipti að vera búin að leggja nótt við dag við að vinna af heilindum við að setja saman málefnasamning sem skiptir fólkið í landinu máli og fá svo ekki tækifæri til að koma þeim á framfæri.  Stundum finnst mér eins og fjölmiðlamenn séu að reyna að stjórna því hverjir nái kjöri, en ekki að vera hlutlausir og kynna alla kosti.  

Ég lýsi hér með fyrirlitningu minni á slíkum fjölmiðlamönnum og fjölmiðlum.    

IMG_4200

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Landið okkar á betra skilið en klíkuskap og besservissera sem reyna að viðhalda honum.  Eigið góðan dag elskurnar. Heart 


mbl.is Bætt vinnubrögð á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2014
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband