Afmæli.

Elli minn varð sjötugur í gær.  Ég ákvað að halda honum veislu, en það átti að vera leyndarmál, því ég vildi koma honum á óvart þessari elsku.  

Allt gekk vel, hann hélt að það yrði ekkert um að vera og fór í vinnu um morguninn eins og ekkert væri.  

En ég og systurmínar og einn bróðir og mákona vorum búin að undirbúa veislu án þess að hann hefði hugmynd um. Þetta var skemmtilegt og ég auglýsti á facebókinni þar sem ég veit að þangað fer hann sjaldan eða aldrei.  Og fullt af fólki tók þátt í leyndarmálinu.  

unnamed

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ég pantaði snittur frá Hamraborg og Dóra systir bakaði þessa líka flottu brauðtertu og Inga Bára litla sys kom með flatkökur með áleggi, Guðbjörg mágkona kom með ídýfur og Dísa Guðmunds sendi karlinn sinn með ýmislegt góðgæti.  

 

unnamed (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það gerir engin flottari brauðtertur en Dósa systir mín.

unnamed (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úlfur og Júlíana Lind létu sig ekki vanta.  elsku barnabörnin mín og líka Daníel, Sigurjón og Ólöf Dagmar Heart

unnamed (3)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Addi minn kom líka og hér er einnig Jorge frá El Salvador, sem hefur verið hér hjá mér í þrjá mánuði.

unnamed (4)

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo margir yndislegir vinir og fjölskylda eins og Tóta mín, Hafsteinn og Halla, sem kom með flösku af Asti Cancia. Mér fannst það svo vel við hæfi sagði Halla og hló, því þessi drykkur varð til að nafnið á hljómsveitinni ykkar Halla, Dúdda, Steina og Rósa varð kveikjan að því nafni.  LoL

unnamed (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinnufélagar og vinir, hvað er hægt að fá það betra? 

unnamed (6)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var sannarlega notaleg stund í ofsalega góðu veðri, sem lék við okkur allan tímann.

unnamed (7)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo birtust syngjandi karlar, Hann á afmæli í dag....

unnamed (8)

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessu hafði karlinn minn ekki búist við LoL

unnamed (9)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þarna var fagnaðar fundur hjá félögum.

unnamed (11)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dóri var mættur, sem kajakfélagi og með myndavélina, enda flottur ljósmyndari fyrir bb.

unnamed (12)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

unnamed (13)

 

 

Og svo var sungið áfram, hér er Viðar ærslabelgur að stjórna kórnum í Veifa túttum vilta Rósa, sem er eitt skemmtilegasta atriði sem einn kór getur framkvæmt, get svo svarið það. LoL

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er verið að ræða málin af alvöru Guðrún Jóns okkar frábæra söngkona, Magga og Þorsteinn.

unnamed (14)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta aftur á móti eru mínir skólabræður, Addi, Jónas og Nonni Láka, flottir strákar.Smile

unnamed (15)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við svo systkinin, Daddi, Ég Inga Bára og Dóra, en litli bróðí fann hjá sér þörf fyrir að láta eins og asni LoL

unnamed (16)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hvað um það við erum auðvitað flottust, hér vantar auðvitað, Nonna bróður, Siggu systur og Gunnar sem sá sér ekki fært að mæta því miður.

 

unnamed (17)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Litla sys doktorinn og Elli ræða málin af alvöru Heart
unnamed (18)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo strákarnir mínir, Úlfur og Sigurjón synir Júlla míns, Jorge frá El Salvador og Matteus frá Ítalíu.

Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu litla gamni mínu, og hjálpuðu mér á einn og annan hátt, það er svo gott að eiga góða vini og vandamenn, sem elska mann jafn mikið og ég elska þau.  Það er alveg ómetanlegt að finna hlýju og kærleika frá fólki sem maður deilir þessu lífið með, það ber að rækta þann kærleika, því hann er ekki ókeypis.

Elskurnar innilega takk fyrir mig Heart Og bestu kveðjur frá Elíasi.  


Bloggfærslur 19. júní 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2020892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband