Dólómítafjöllin- Ítalíuferð framhald.

Við fórum frá Bolzano upp Eggenthal- dalinn og upp að Karersee-vatni, svo gegnum Karerpass-skarðið og yfir pordoijoch-skarðið, þaðan er svo farið með kláfi upp á Sass Pordoi - fjallið sem erí 2.950 metra hæð.

1-IMG_5285

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er afskaplega fallegt í sveitunum kring um Bolzano. 

2-IMG_5286

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Vatnið þeirra er drykkjarhæft sem er kostur.

3-IMG_5294

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við stefnum á þessi háu fjöll sem þarna blasa við.

5-IMG_5298

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáið þið skíðabrekkurnar von að margir fari á skíði í Alpafjöllin.

6-IMG_5299

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og upp er klifrað hærra og hærra, Þau eru sérstök á litin Dolomitafjöllin.

7-IMG_5307

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og vegirnir eru nú ekki alltaf jafn breiðis, hér munaði minnir mig 5 cm á milli bílanna, en bílstjórarnir okkar voru eldklárir og þekktu sínar rútur út og inn.

8-IMG_5310

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bergir gnæfir hátt yfir.  Það fer um mann smá hrollur að hugsa til að eiga að fara að klifra þarna upp í kláf.  Elli fararstjóri sagði að stundum mætti sjá ljós í klettaskorum, það væru fjallgöngumenn, sem hengdu hengirúm í klettunum og svæfu svo þar yfir nóttina.  

10-IMG_5324

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú erum við komin upp í snjólínu.

12-IMG_5329

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já komin upp í snjó, og lítill gróður.

13-IMG_5332

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrikalega falleg fjallasýn.

15-IMG_5339

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekkert smáflott.

16-IMG_5344

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smile

17-IMG_5348

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var smástopp svo við gætum tekið myndir.

18-IMG_5356

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er svona stopp fyrir skíðamenn, svo þeir bruni ekki út í ógöngur.

19-IMG_5359

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kláfur á ferð.

20-IMG_5360

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja þá er komið að því.

21-IMG_5361

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrir lögðu ekki í uppförina. Wink

22-IMG_5362

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi heilsaði okkur þegar við komum upp í kláfaðstöðuna.

23-IMG_5363

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þá er að draga andann djúpt og fleygja sér í dúpu laugina.  

24-IMG_5366

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Cool

25-IMG_5369

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki myndi ég fara þarna upp þó mér væri borgað fyrir það Crying

26-IMG_5370

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og maður sé í flugvél.

27-IMG_5371

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að þið séuð ekki leið á fjallamyndum, en þetta er bara svo stórkostlegt, til dæmis verða Ernirinn og Eyrarfjall eins og litlir fjólubláir draumar í samlíkingunni.

28-IMG_5380

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm hrikalegt en fallegt.

29-IMG_5382

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin upp og hér fengum við okkur hádegismat, og áttum góða stund í frábæru veðri.  

30-IMG_5387

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd af okkur Ella í ítölsku ölpunum í 2950 metra hæð yfir sjávarmáli.

31-IMG_5389

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta er lofthrædda konan, og ég þorði meira að segja að kíkja fram af brúninni.  

32-IMG_5395

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já sumir eru lofthræddari en aðrir.

33-IMG_5397

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi vakti athygli gesta, múrmeldýrið.

34-IMG_5398

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir kappar eru að undirbúa klettaklifur.

35-IMG_5400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smile

36-IMG_5401

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er að fara niður.

37-IMG_5402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einhverjir að klifra upp á klettinn.  

39-IMG_5405

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo koma fleiri Gasp Ótrúlegt að sjá.

40-IMG_5416

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alveg að komast niður.

41-IMG_5419

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin niður og getum slakað á.

42-IMG_5424

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá erum við búin að skoða það.  En eins og þið sjáið er töluð jöfnum höndum ítalska og þýska í Suður Tíról, og allar merkingar bæði á þýsku og ítölsku, sagt er að nú eigi að afnema styrki til að halda þessum sið, og að þá verði margir hér sem vilja segja sig út ESB.

43-IMG_5427

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef þið haldið að þetta sé brú, þá er það misskilningur, þetta er nefnilega skíðabraut. Þeir gera skíðabrautir yfir vegi og aðrar ójöfnur.  

44-IMG_5451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Karersee- vatnið, það var hægt að ganga kring um það, á góðum degi speglast fjöllinn í því, en þetta sérstaka svæði heitir rósagarðurinn.  Sagan segir að dvergur einn lagði ást á prinsessu, en þegar hún giftist öðum varð hann reiður og lagði á að enginn skyldi sjá fallega rósagarðinn hans, sem var þarna upp í fjöllunum hvorki að degi né nóttu.  En hann gleymsi sólarlagi og sólarupprás, og þá má sjá rósagarðinn bleikan og uppljómaðan.

En ég vona að þið hafið notið Dólómítafjallanna eins vel og ég og ekki sakar að þið hafið orðið örlítið lofthrædd.  'Eg hef verið að hugas um ferðalanginn sem ég tók upp í á leiðinni suður, sem kom frá Mont Blanc til að skoða vestfirsku fjöllinn.  

Eigið góðan dag. Heart 


Bloggfærslur 24. júní 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband