Færsluflokkur: Bloggar
22.11.2008 | 13:52
7. mótmælafundurinn á Austurvelli. Áfram nýja Ísland!
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð,
með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð ?
Geym drottinn, okkar dýra land,
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð,
og lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign Jökla, bláan sæ
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og fráls - við yzta haf.
Íslenska þjóð, þjóðin mín. Í dag er enn einn fundurinn á Austurvelli í Reykjavík, og annar á Akureyri. Þetta er sá sjöundi, sjö er heilög tala, alveg eins og tilgangur þessara mótmæla er heilagur. Heilagur réttur okkar til að tjá vilja okkar. Sumir hafa sagt að það sé ekki ljóst fyrir hvað mótmælin standa, en það kom alveg í ljós hjá Herði Torfa á síðasta fundi, sem var sjónvarpað.
Viljum við stjórn seðlabankans burt!
viljum við stjórn fjármálaeftirlitsins burt!
viljum við breytta stjórnhætti!
Viljum við spillingaröflin burt!
Viljum við friðsamleg mótmæli!
viljum við ríkisstjórnina burt!
Viljum við kosningar í vor!
viljum við samstöðu gegn spillingaröflum landsins.
Svo mörg voru þau orð.
Ég verð með ykkur í anda, þið eruð hetjurnar mínar í dag, öll sem þarna verðið. Þið eruð að berjast fyrir mig líka. Mig, börnin mín og alla sem eru í sömu sporum.
Við lifum á sérkennilegum tímum. Og þið eruð í þeim hópi sem fær fremsta sætið í leikhúsi lífsins, við hin verðum að gera okkur að góðu að sitja í öftustu sætunum. En við gerum það með gleði, og þökk til ykkar sem standið í fararbroddi, berið okkar óskir með ykkar, blandið okkar orðum í ykkar. Því við mælum einum munni. Við viljum breytingar, við viljum réttlæti og við viljum sjá nýtt Ísland rísa. Allir góðir vættir blessi ykkur og verndi.
Heill þér nýja Ísland!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
22.11.2008 | 02:51
Veður, náttfatadagur og listasmiðja.
Já ég tók nokkrar myndir í dag. Þessar fyrstu sýna svo ekki verður um villst að birtan er með ólíkindum á þessum árstíma.
Og hún var tekin í morgun.
Birtan dofnar dag frá degi. Erfitt fyrir þunglynda að takast á við það.
En ég fór í smáheimsókn í vinnuaðstöðu sonar míns í dag. Þessi elska býr ekki við bestu kosti sem til eru, þó víðar væri leitað. En þetta er eitt af verkunum sem hann vinnur að.
Þessi er líka í vinnslu, Hulkarnir fjölga sér hratt.
Ýsa og þorsur drengurinn er sífellt að fullkomna verkin sín.
Þessi á lengra í land, en það er augljóst að hér er á ferð smábátur í smíðum.
Annað vinnuborð af tveimur, þetta er inn í gróðurhúsi móðurinnar.
Hér er verið að skapa.
Aðalvinnusvæðið. Úti upp á lóð hjá mömmu sinni. Þessi aðstaða er náttúrulega ótrúleg miðað við hæfileikana sem hér eru sýndir. En strákurinn minn lætur sér þetta líka, af því að hann hefur ekki í önnur hús að vernda. Getið þið ímyndað ykkur hvað gæti komið út úr þessu við fyrsta flokks aðstæður? Say no more.
Hér erum við aftur á móti komin í leikskólann. Ásthildur og Pálina, bestu vinir og amma kominn.
Það var nefnilega náttfataveisla í leikskólanum í dag. Þau áttu að koma í náttfötunum. Og nutu þess í botn.
Svo er að koma sér heim.
Pálína vinkona Ásthildar er líka mamma tengdadóttur minnar, og við Pálína eigum þar von á barnabarni heheheh eitt í viðbót þar, og svo annað á leiðinni hjá Inga mínum og Möttu, en Matthildur er nefnilega líka frá Suðureyri. Svo ég á miklu meira að sækja þangað en bara leikskóla.
Svo er náttúrlega smá afaknús, sem er must.
Það er meiri háttar að knúsast með afa.
Afa finnst það líka rosalega gaman.
Og náttúrulega ömmu líka, sem tekur smátíma frá matseldinni til að taka myndir af prökkurum.
ég get svo svarið það að ég náði svipnum á dýrinu. Ef þessi stelpa verður ekki leikkona þá veit ég ekki hvað. Hvað heldur þú Lilja Guðrún mín ? To be or not to be...
Og svo prinsessan, þau afi voru að lesa saman prinsessan á bauninni, og Hanna Sól sagði strax að hún myndi aldrei vilja sofa á baun, það væri bara of sárt. Og afi sagði auðvitað, því hún væri ekta prinsessa
Ætla ekki að segja neitt um pólitík hér, en kem með svoleiðis á morgun pottþétt. Því nú sýður á fólki. Bara segi MUNIÐ FUNDINN Á AUSTURVELLI REYKJAVÍK Á MORGUN, OG NÚ ER LAG AÐ MÆTA. Knús á ykkur öll fyrir svefninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.11.2008 | 23:03
Myndir.
Þá er það myndirnar fyrir svefninn. Vona að þið hafið ekki haldið að ég væri alveg heillum horfinn. En stundum þarf maður að gera eitthvað róttækt, þegar manni finnst að sér kreppt, og réttlætiskendinni sýnd vanvirðing.
En á þessum tíma eru veðrabrigði, og sérstaklega litabrigðin afskaplega falleg hér á okkar hjara veraldar, sem mér þykir svo undur vænt um.
Veðrið var nokkuð úfið í gær, en það var stillt og kalt í morgunn.
Sólin litar ský og himininn.
Og setur mjúka birtu yfir allt.
En birtan dvín, og nú nær sólin ekki til mín lengur. En hún heilsar alltaf á Snæfjallaströndinni.
Hér er verið að prófa hengingarólina, þetta kemur í staðinn fyrir frönsku fallöxina
Það meira að segja lafir einhver í henni nú þegar.
Þú dagsins bláa birta.
svo björt við sjávarströnd.
Þú fríða rósin fyrsta
Sem frostsins kalda hönd.
Nú hefur meðan húmar,
heft í klakabönd.
Ég lít til þín með lotning,
lífis mín færðu hrós.
veturs dýra drottning.
djásnið hvíta rós.
Jamm datt þetta svona í hug, þegar ég var að setja þessar fallegu myndir inn.
En ég leit inn á sýninguna hans Júlla í dag. ég held að síðasti dagurinn hjá honum sé á morgun.
Það er gaman að skoða þetta, og hann hefur alltaf skipt út nokkrum verkum milli vikna.
Úlfurinn er mjög stoltur af pabba sínum, enda má hann alveg vera það.
Svei mér þá þessi gefur Venus frá Willendal ekkert eftir.
Ég held að það megi segja að hann á gjafir á verði við allra hæfi.
Hulk búin að ná sér í kerlingu.
Ég held að þetta sé einsdæmi á Íslandi allavega. Sérlega flott.
Svo er tími komin á morgunverð, áður er farið er í leikskólann. Á morgun er náttfatadagur á skólanum hjá þeim.
Og stubburinn minn straujar sjálfur á sig Taikwon do búninginn. Við þurftum að hitta aðstoðarskólastjórann í morgun. Það var svona fundur um ýmislegt sem kom upp á eins og vill verða. Það var í sambandi við enskukennarann og Úlf. Þegar búið var að fara yfir málin, var hann spurður hvort hann vildi segja eitthvað að lokum; Jú, ég hugsa, sagði hann; að málið sé að verkefnin séu of létt fyrir mig, í enskunni. Það er enginn áskorun í þeim, ég vil fá þyngri verkefni. ég get sagt ykkur að aldrei hefði mér dottið í hug að biðja kennarana um erfiðari verkefni. En ég var bara stolt af mínum.
Og ég segi bara góða nótt og knús á ykkur öll. Takk fyrir allar góðu kveðjurnar í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
20.11.2008 | 12:02
Ég sendi bréf.
Ég og nokkrir fleiri hafa sent Imf eftirfarandi bréf.
http://www.imf.org/external/np/exr/contacts/contacts.aspx
Dear sirs
I, the undersigned citizen of Iceland request that you do not submit the IMF loan to the government of Iceland until it has been investigated who is responsible for the economic collpase of the country and until those found responsible have been removed from all authoritative positions
Warm regards,
Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Ég sendi það á publicaffairs@imf.org. Ég hvet alla að senda svona bréf. Réttlætið þarf fram að ganga með góðu eða illu.
P.S 0nnur útgáfa.
publicaffairs@imf.org
Dear Governors of the IMF board
I, nafn, a citizen of the Republic of Iceland respectfully ask that you withhold the planned currency loan to Iceland. This is in the light of the fact that no official elected or appointed has accepted responsibility for the economic crash of our countries banking system. Despite the allegations that multible government agencies failed to or neglected and even ignored the clear signs of what was coming.
I feel that those responsible need to be removed from their offices before they are in position to receive billions of dollars of currency. It is unacceptable that those who are responsible are in a position to squander more of the public's currency. A major reform in the economic and political structure is needed to prevent that corrupted elements in the those structures can receive that amount of money. That is in the light of the total lack of failure of those officials to take action to prevent this crash. They need to step down and more capable individuals to take charge.
Your assistance is much appreciated.
Signed,
Nafn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
20.11.2008 | 11:03
Eftir einn ei aki neinn - áminning í byrjun jólaskemmtana.
Mér barst þessi frásögn frá vinkonu minni Dísu. Sagan á vel við núna þegar jólaglögginn fara að byrja og allskonar vinnustaðaskemmtanir, ef einhverjar verða í ár það er að segja. En hér kemur hún. Hún heitir; Eftir einn ei aki neinn:
Varúð, þetta er þriggja klúta saga.
Eftir einn ei aki neinn.
Saga úr lífinu.
Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa
gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.
Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði ; Þetta
á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga
staði.
Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju
árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað
svo eftir jólin.
Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða
verðin, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr
leikföng.
Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára,
Sem hélt ádúkku upp við brjóstið sitt.
Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur.
Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina
á honum; amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?
Gamla konan svaraði; þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan
mín'. Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði
sig um.
Hún fór fljótlega.
Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til
hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. Þetta er
dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin.
Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.
Ég sagði honum að kannski ætti jólasveinninn eftir að koma með
dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur.
En hann sagði við mig sorgmæddur Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar
sem hún en núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni
hana þegar hún fer þangað. Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann
sagði þetta.
Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að
mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti
farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana.
Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og
sagði Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax.
Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni'
Svo syndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. Ég
vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei.
Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara,
en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni.
Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög
hljóðlátur.
Ég teigði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði
við strákinn en ef við athugum aftur í vasan til að tékka hvort að
þú eigir nógan pening?
Allt í lagi! sagði strákurinn ég vona að ég eigi nóg
Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því
og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og
meira að segja smá afgangur.
Litli strákurinn sagði Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening.
Svo leit hann á mig og sagði 'Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég
Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt
Dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín.
Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa
mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg
til að kaupa rósina líka. Sko! mamma elskar hvíta rós.
Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég
kláraði að versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um
litla strákinn.
Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan; maður ók
drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í dái. Fjölskyldan varð að ákveða hvort það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að
unga konan myndi ekki vakna úr dáinu.
Var þetta fjölskylda litla stráksins?
Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að
Unga konan hefði dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og
keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð
konuna og kvatt hana í seinasta skipti áður en hún yrði jörðuð.
Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni
af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.
Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar.
Ástin sem þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn
þann dag í dag, erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður
þetta allt frá honum.
Eigið góðan dag elskurnar. Og munið predikun dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.11.2008 | 13:33
Bílstjórinn í Belize.
Hér kemur ein saga, svona til upplyftingar.
Bílstjórinn í Belize.
Julio var leigubílstjóri. Hann var frekar laglegur, svartur á húð og hár, eins og flestir Belizebúar. En þeir eru miklu fíngerðari en aðrir svertingjar, þeir kalla sig Creola, eða blandað kyn. Sennilega við hvíta menn.
Julio átti leigubílinn sinn sjálfur. Hann var glaðlegur og góður náungi.
Núna beið hann eftir viðskiptavinum á aðalgötunni frá ferjustaðnum, og rútumiðstöðinni. Úti var steikjandi hiti og sól, svo honum var orðið heitt að sitja í bílnum. Það var ekki aðal ferðamannatíminn svo það var ekki mikið að gera hjá honum. Julio hugsaði um kærustuna sína hana Gwendu og börnin tvö, Vicky níu ára og Hugo 12 ára. Hann vonaði að koma ferðamanna færi að glæðast, svo hann gæti veitt þeim það sem þurfti.
Hann sá þrjá ferðalanga koma eftir götunni, hlaðna ferðatöskum og dóti. Hann byrjaði að veifa og kalla. Þau virtu hann ekki viðlits í fyrstu en snéru sér að einum mannanna sem sátu hinu megin við götunna og sleiktu sólina. Voru greinilega að spyrja til vegar.
Hann snaraðist út úr bílnum, gekk yfir götuna og bauð þeim far. Þau héldu áfram að spyrja hinn manninn. Ég skal skutla ykkur á hótel, sagði hann. Þið eruð á leið inn í miður heppilegt hverfi. Þetta hreif, þau litu á hann. Þetta var miðaldra fólk tvær konur og einn karlmaður. Þreytuleg að sjá. Hinn maðurinn sagði þeim að það væri hótel þarna skammt frá.
Eg veit um gott hótel, sagði Julio, ég tek bara 5 Belizedollara fyrir að aka ykkur þangað. Loks tóku þau ákvörðun, og gengu með honum að bílnum, aðallega hélt hann vegna þess að þau voru orðin þreytt.
Hann ók þeim til Dhalíu, hún var af kínverskum ættum og var með ódýr herbergi til leigu. Maðurinn og önnur konan fóru upp að skoða herbergið, hin konan stóð úti fyrir hikandi. Hann brosti gekk að bílnum og læsti honum, allt í lagi ég kem með ykkur, sagði hann, eins og hann vissi hvað hún var að hugsa. Um leið og þau gengu upp stigan kom feitur ameríkani niður stigann þurrkaði sér um ennið með klúti, og sagði að herbergið sitt væri vatnslaust. Ekki leist fólkinu á þessar aðstæður, þau fussuðu og sveiuðu. Honum skyldist á atferli þeirra og hrognamáli að þau væru hneyksluð á að þeim skyldi boðið upp á annað eins.
Allt í lagi sagði hann ég er með annað í huga. Sem er miklu skárra. Þetta er ekki í góðu hverfi heldur. Hann ók þeim á gistiheimili sem hjón frá Pakistan áttu. Það var í svolítið skárra umhverfi, og hreint og þrifalegt. En ekki leist þeim heldur á þetta, of lítið og borulegt sögðu þau og hristu höfuðið.Já ekki nógu gott sagði Julio, þarna sat líka Írani, alltaf vesen með þá.
Eg skal bara fara með ykkur á gott hótel sagði hann þá. Julio var farin að gera sér grein fyrir að þau voru ekki að spá í kostnaðinn heldur gæðin. Kannski vissi hann það allan tímann, en menn þurfa nú að hafa ofan af fyrir sér. Þau fóru á snyrtilegt hótel, en þar var því miður allt upppantað. Lokst ók hann þeim niður að ströndinni, þar sem aðal hótelin stóðu og túristasvæðið.
Hann spurði glaðlega hvaðan þau væru ,og fékk að vita að fólkið var frá Íslandi. Hann hafði aldrei heyrt á það minnst. Og skrýtið var málið sem þau töluðu. Lokst nam hann staðar fyrir framan The Great house. Mjög fallegt hús byggt af plantekrueiganda í byrjun fyrri aldar. Sannarlega flott hús, þriggja hæða með timburstigum utan á liggjandi eins og þessi tegund húsa er. Jú þarna var herbergi laust, þau fengu að skoða það, Julio fór með þeim, hann var forvitinn og fannst mikið til um glæsileikann þarna hló mikið og skellti sér á lær. Hann fór meira að segja fram úr þeim og rauk inn á glæsilegt baðið, þau brostu að því hve ákafur hann var. Jú þau ákváðu að taka herbergið. Þetta var mjög stórt og flott herbergi með tveimur gríðarstórum rúmum (Kingsize). Og baðherbergið stóra og fína þar inn af. Því næst sóttu þau farangurinn sinn í bílinn hans.
Þetta kostar 15 Belizedollara, sagði hann, af því ég stoppaði þrisvar. Hann sá að maðurinn ætlaði að fara að æsa sig, en önnur konan, sennilega eiginkonan greip í handlegg hans og stoppaði hann af. Hann brosti með sjálfum sér, konurnar voru alltaf friðamari.
Viltu koma á morgun og sækja okkur kl. hálf níu sögðu þau. Við þurfum að komast út á rútubílastöð. Hann hélt það nú. Hann vann stutt þennan daginn, þegar hann kom heim sagði hann kærustunni að hann hefði hitt skemmtilegt fólk og ekið þeim um. Og ætti að sækja þau aftur í fyrramálið. Þau eru fra Íslandi tilkynnti hann. Íslendingar hrópaði konan, þá hef ég eldrei séð!!!Allt í lagi góða mín, þú mátt bara koma með á morgunn og þá hittirðu þau. Gaman gaman, sagði hún hrifin.
Hann varð einni mínútu of seinn. Og marg baðst afsökunar, kynnti kærustuna sína, og þau heilsuðu henni með virktum. Þessi seinkun er algjörlega stjórnvöldum að kenna, það eru að koma kosningar og þeir hafa svikið öll loforð um vega bætur í borginni, sagði hann. Þeir gera hverja vitleysuna á fætur annari, og það þarf að koma þeim frá. Ég stóð í langri biðröð þegar kosið var seinast, og það gekk svo hægt að ég hætti við að kjósa. Eg nenni ekki að standa í biðröðum. Veit ekki alveg hvað ég geri núna. Svo mikið fyrir lýðræðið hugsuðu ferðalangarnir.
Þegar á stöðina kom, hljóp hann út úr bílnum og fór inn að athuga málið hvort ekki væri allt í lagi með rútuna og stjanaði við þessa gesti sína, önnur konan stakk 5Belizedollurum í lófa hans. Lokst kvaddi hann þau öll með handabandi og mjög innilega. Ég þarf að fara núna sagði hann brosandi út að eyrum, ég ætla nefnilega að bjóða kærustunni minn út í morgunmat. Og þar með var hinn glaðlegi og góði Julio rokinn á fína leigubílnum sínum, með brosandi hamingjusama kærustu.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.11.2008 | 13:52
Hver á sér fegra föðurland.
Hvað kváðu skáldin okkar hér áður og fyrr. Er ekki bara gott að fá smá föðurlandspepp?
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósabjarmaband
og björk og lind í hlíð,
með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð ?
Geym, drottinn, okkar dýra land,
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð,
og lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf ?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla bláan sæ
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við yzta haf. (Svo yrkir Hulda.)
Syng frjálsa land, þinn frelsissöng.
Syng, fagra land, þinn brag
um gæfusumur, ljós og löng,
um laufga stofna, skógargöng
og bættan barna hag. (Hulda)
Lands míns föður, landið mitt,
laugað bláum straumi;
Elíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
- ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
Nú skal söngur hjartahlýr
hljóma af þúsund munnum,
þegar frelsisþeyrinn dýr
þýtur í fjalli og runnum.
Nú skal göfug friðartíð
fánan hefja ár og síð,
varpa nýjum ljóma á lýð
landsins, sem vér unnum. (Jóhannes úr Kötlum).
Sjá hin ungborna tíð vekur storma og stríð,
leggur stórhuga dóminn á feðranna verk,
heimtar kotunum rétt og hin kúgaða stétt
hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. (Einar Ben.)
Látum af hárri heiðarbrún
ljóshraða svífa sjón
sviptigið yfir frón.
Blessaða land, á brjóstum þér
þiggjum vér þrót og líf,
þægindi skjól og hlíf.
Hvað er svo frítt sem faldur þinn,
heiðskærum himni mót
hlæjandi jökulsnót ?
Drjúpi þér náð af himinhæð,
glitblóma gullintár
gráti þér friðsælt ár. (Matthías Jochumson)
Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli' og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Djúp og blá
blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.
Aldnar róma raddir þar.
Reika svipir fornaldar
hljótt um láð og svalan sæ.
Sefur hetja'á hverjum bæ.
Því er úr
doðadúr,
drengir, mál að hrífa sál.
feðra vorra' og feta' í spor
fyrr en lífs er gengið vor.(Grímur Thomsen)
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís
móðir kona meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða,
bros og gullið tár,
þú ert lands og lýða,
ljós í þúsund ár.
Mitt framlag inn í þennan dag elskurnar. Sögusviðið hinn frábæri kröftugi Súgandafjörður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.11.2008 | 23:45
Mér sýnist......
Mál vera að þróast á þann veg, að það verði tveir flokkar í næstu kosningum. Það verður ESBaðildarflokkur og ekki ESBaðildarflokkur. Við erum í raun og veru að klofna upp í tvær fylkingar, og þessar fylkingar eru að verða ljósari eftir því sem tíminn líður.
Ég hef ekki skipt mér af þessari ESBumræðu, og viljað vera hlutlaus. En eftir því sem krafan vex um ESBaðild því ákveðnari er ég í því að vilja EKKI ganga í þetta samband.
Ég sé að málin eru að þróast þannig að annað hvort ertu með eða á móti ESB. En ég vil samt ekki flokka mig með Geir Haarde og spillingaröflunum í Sjálfstæðisflokknum. Ég vil einfaldlega ekki fara úr einu einræðinu í annað.
Það má svo sem mín vegna kanna aðild, og sjá hvað er í stöðunni, en ég er ansi hrædd um að inn í þeim pakka séu óásættanleg atriði um sjálfstæði þjóðar sem ekki er hægt að sætta sig við.
Ég vona því að þessi umræða fari fram, en á heilbrigðum grundvelli, sem mér sýnist að ætli ekki að vera, þar sem ÖLLU er nú tjaldað til af júrósinnum, að mæla með aðild, troða því ofan í kokið á okkur að ekkert annað sé í stöðunni.
Málið er að fólk eins og Ingibjörg Sólrún hefur ekkert skynbragð á til dæmis sjávarútvegsmál, hún er dæmigert borgarbarn sem hefur í raun og veru engan skilning á málefnum dreyfbýlisins. Ekki frekar en borgarbarnið Geir H. Haarde. Þeim þykir því léttvægt hvað gerist með fiskimiðinn okkar og aðrar náttúruaulindir, þó þau lendi í höndum útlendinga. Þau halda eins og svo margir borgarbúar að peningar verði til í Kringlum og Smáralindum. Eða jafnvel álverum. Þau hafa engan sans fyrir því hvar peningarnir verða til, eða hvað gerist ef landsbyggðin leggst af. Þetta er hættulegt sjónarmið, og því miður eru margir af landsbyggðinni sem láta glepjast af þeirra sýn.
Ég er sennilega einhverskonar þjóðernissinni. Og dreyfbýlistútta og er stolt af því. En ég hef ákveðið að setja niður hælana og vinna gegn ESBaðild. Það eru skiptar skoðanir í mínum flokki um þá aðild, en flestir eru sama sinnis og ég hvað það varðar, sérstaklega vegna áhyggna af stöðu sjávarútvegs, en flokkurinn er fyrst og fremst stofnaður utan um réttinn til nytja á auðlindum sjávar. Þó margt annað sé þar innanborðs.
Ég tel að ESB þjóni ekki okkar hagsmunum. Við erum vel sett með okkar auðlindir, við erum vel staðsett milli tveggja stórra hagsmunaaðila, og getum hallað okkur sitt á hvað, og notið þess besta frá báðum. Ef við höldum rétt á spilum.
Það sem ég hef heyrt á fólki hér um hvers vegna það vill inn í ESB, er fyrst og fremst til að koma spilltum stjórnmálamönnum frá völdum. 'Eg segi, það bara dugir ekki til, við þurfum að koma þeim frá, og svo má skoða málið.
Þess vegna finnst mér svo mikilvægt það sem er að gerast núna, með friðsamlegum mótmælum á Austurvelli og borgarafundum, hræringar sem munu skila okkur áleiðis í að losna við spillinguna, þó það taki tíma. Þegar við höfum náð þem árangri að koma því liði burt, þá mun líka hverfa, að margra mati ástæðan til að koma sér inn í aðra spillingu og ánauð, sem er þátttaka í apparatinu ESB.
Við höfum þá framtíðarsýn að vera sjálfstæð þroskuð þjóð, sem getur í krafi auðlinda sinna, hvort sem það eru náttúruauðlindir, eða sú auðlind sem flest í mannauði landsins að geta verið sjálfum okkur næg. Við þurfum ekki að vera flottust, ríkust, hamingjusömust eða mest áberandi af öllum. við þurfum að vera stolt af því sem við höfum, þakka fyrir það sem við eigum, láta okkur nægja það sem er, og það er ekki svo lítið. Þá getum við svo vel unað við okkar án þess að þurfa að vera hluti af risastóru batteríi, þar sem við myndum vera pínulítil peð, og þurfa að lúta öllu sem þar verður samþykkt. Er ekki betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn, en að vera lítið skítseiði í stórri tjörn.
OG ég get sagt ykkur sem dreyfbýlistútta að JÚ... það er svo miklu miklu betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.11.2008 | 17:27
Ef til vill bara byrjunin.
Þá er nokkuð ljóst hvernig landið liggur í Framsókn. Þetta segir Bjarni Harðar:
Til hamingju Valgerður!
Til hamingju Valgerður Sverrisdóttir með að vera orðinn formaður Framsóknarflokksins.
Ég get aftur á móti ekki óskað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa breytingu. Vísir hafði eftir mér að ég hefði neitað að segja mig úr flokknum. Það er rétt, ég taldi ekki rétt að gera það í samtali við blaðamann Vísis og mun bíða átekta um sinn. En líkurnar á að það takist að endurreisa flokkinn þannig að Framsóknarflokkurinn verði fyrir framsóknarmenn, þær líkur eru minni en áður eftir atburði dagsins.
Líklega er það rétt hjá Guðna að eftirláta flokkinn því fólki sem hefur nú um langt skeið beitt öllum meðulum til að ná þar völdum. Leyfa þeim sem eyðilagt hafa flokksstarfið allt þetta kjörtímabil að spreyta sig. Kannski rís flokkurinn í höndum þessa fólks þegar við framsóknarmennirnir erum farnir.
Við Guðni ræddum þessa ákvörðun í gærkvöldi og ég studdi hann heilshugar í því sem hann er að gera. Ekki vegna þess að mér hugnaðist þessi lending, heldur vegna þess að ég tel að þær aðstæður sem honum voru skapaðar í flokknum hafi verið utan þess sem hægt sé að leggja á nokkurn mann.
Ég get alveg skilið þessa afstöðu. Þetta er eins og þegar Matthías Bjarnason sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn, og sagði að hann hefði ekki yfirgefið flokkinn heldur flokkurinn yfirgefið sig.
Sama er hér, Framsóknarflokkurinn hefur yfirgefið Guðna. Ég óska honum velfarnaðar, ég held ekki að hann sé hættur í pólitík, heldur trúi ég frekar að hann vilji þreyfa fyrir sér með nýju fólki.
Ég segi eins og fleiri, hefði viljað heyra aðrar uppsagnir, þ.e. stjórnarforystuna og bankastjóra plús fjármálaeftirlit, en það kemur vísast fljótlega héðan af.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.11.2008 | 10:53
En ekki hvað ?
Hvurslags frétt er þetta eiginlega ? Með fullri virðingu fyrir slökkviliðsmönnum og sjúkraflutningamönnum. Sem betur fer segi ég nú bara njóta þeir trausts almennings. En bjóst einhver við öðru ? Eða er þessu slegið upp af því að vantraustið er algjört á stjórnmálamenn, og þá aðallega stjórnarliða, sem hafa mest verið í sviðsljósinu undanfarið ? Er þetta ein af smjörklípunum til að dreyfa því sem er að gerast. Auðvitað er það áhyggjuefni að fólk skuli ekki treysta því fólki sem kjörið hefur veirð til að stjórna landinu. En er samt ekki dálítið langsótt að fara alla leið í slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn til að fá mótvægi. Hver ætti að vantreysta þeim sjálfboðavinnumönnum sem hafa gert það að aukastarfi að slökkva í brennandi húsum, nú eða þá því fólki sem kemur og sækir okkur ef við dettum niður, eða veikjumst skyndilega.
Þetta er ein af þeim ekki fréttum, sem niðurstaðan er vituð fyrirfram. Hvers vegna þá að hafa skoðanakönnun um það? Jú það þarf að dreyfa huganum frá ísköldum raunveruleika, og finna einhverja jákvæða punkta. Svo sem gott út af fyrir sig. En óneitanlega skondið.
Þetta er eins og þegar verið er að skoða gjörðir stjórnaliða, og stuðningsmenn þeirra eru spurðir álits á þeim gjörðum. Það er fyrirfram vitað hver svörin verða. En samt þarf að fá ákveðna niðurstöðu, og þá er gripið til þess ráðs að spyrja þá sem gefa þá niðurstöðu sem óskað er eftir. Þetta er ekki fréttamennska, þetta er lævís skoðanakúgun. Og hana nú.
![]() |
Yfir 96% segjast treysta slökkviliðsmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar