En ekki hvað ?

Hvurslags frétt er þetta eiginlega ?  Með fullri virðingu fyrir slökkviliðsmönnum og sjúkraflutningamönnum.   Sem betur fer segi ég nú bara njóta þeir trausts almennings.  En bjóst einhver við öðru ?  Eða er þessu slegið upp af því að vantraustið er algjört á stjórnmálamenn, og þá aðallega stjórnarliða, sem hafa mest verið í sviðsljósinu undanfarið ?  Er þetta ein af smjörklípunum til að dreyfa því sem er að gerast.   Auðvitað er það áhyggjuefni að fólk skuli ekki treysta því fólki sem kjörið hefur veirð til að stjórna landinu.  En er samt ekki dálítið langsótt að fara alla leið í slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn til að fá mótvægi.  Hver ætti að vantreysta þeim sjálfboðavinnumönnum sem hafa gert það að aukastarfi að slökkva í brennandi húsum, nú eða þá því fólki sem kemur og sækir okkur ef við dettum niður, eða veikjumst skyndilega. 

Þetta er ein af þeim ekki fréttum, sem niðurstaðan er vituð fyrirfram.  Hvers vegna þá að hafa skoðanakönnun um það?  Jú það þarf að dreyfa huganum frá ísköldum raunveruleika, og finna einhverja jákvæða punkta.  Svo sem gott út af fyrir sig.  En óneitanlega skondið. 

Þetta er eins og þegar verið er að skoða gjörðir stjórnaliða, og stuðningsmenn þeirra eru spurðir álits á þeim gjörðum.   Það er fyrirfram vitað hver svörin verða.  En samt þarf að fá ákveðna niðurstöðu, og þá er gripið til þess ráðs að spyrja þá sem gefa þá niðurstöðu sem óskað er eftir.  Þetta er ekki fréttamennska, þetta er lævís skoðanakúgun.  Og hana nú.


mbl.is Yfir 96% segjast treysta slökkviliðsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði verið frétt ef þeir hefðu bætt löggunni inn í þessa könnun. Löggan hefði ekki komið eins vel út.

Knús í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er ansi hrædd um að þá hefði komið önnur niðurstaða.  Knús á þig líka Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Goes without saying.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Ásdísi, algjörlega fáránlegt að kanna þetta.

Auðvitað smjörklípa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2008 kl. 15:39

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Hef góða reynslu af sjúkraflutningamönnum og fá þeir háa einkunn hjá mér, en pólitíkusar fá falleinkunn.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.11.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband