Ef til vill bara byrjunin.

Þá er nokkuð ljóst hvernig landið liggur í Framsókn.  Þetta segir Bjarni Harðar:

Til hamingju Valgerður!

Til hamingju Valgerður Sverrisdóttir með að vera orðinn formaður Framsóknarflokksins.

Ég get aftur á móti ekki óskað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa breytingu. Vísir hafði eftir mér að ég hefði neitað að segja mig úr flokknum. Það er rétt, ég taldi ekki rétt að gera það í samtali við blaðamann Vísis og mun bíða átekta um sinn. En líkurnar á að það takist að endurreisa flokkinn þannig að Framsóknarflokkurinn verði fyrir framsóknarmenn, þær líkur eru minni en áður eftir atburði dagsins.

Líklega er það rétt hjá Guðna að eftirláta flokkinn því fólki sem hefur nú um langt skeið beitt öllum meðulum til að ná þar völdum. Leyfa þeim sem eyðilagt hafa flokksstarfið allt þetta kjörtímabil að spreyta sig. Kannski rís flokkurinn í höndum þessa fólks þegar við framsóknarmennirnir erum farnir.

Við Guðni ræddum þessa ákvörðun í gærkvöldi og ég studdi hann heilshugar í því sem hann er að gera. Ekki vegna þess að mér hugnaðist þessi lending, heldur vegna þess að ég tel að þær aðstæður sem honum voru skapaðar í flokknum hafi verið utan þess sem hægt sé að leggja á nokkurn mann.

Ég get alveg skilið þessa afstöðu. Þetta er eins og þegar Matthías Bjarnason sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn, og sagði að hann hefði ekki yfirgefið flokkinn heldur flokkurinn yfirgefið sig.
Sama er hér, Framsóknarflokkurinn hefur yfirgefið Guðna.  Ég óska honum velfarnaðar, ég held ekki að hann sé hættur í pólitík, heldur trúi ég frekar að hann vilji þreyfa fyrir sér með nýju fólki. 

Ég segi eins og fleiri, hefði viljað heyra aðrar uppsagnir, þ.e. stjórnarforystuna og bankastjóra plús fjármálaeftirlit, en það kemur vísast fljótlega héðan af.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jamm, skírt og greinilegt hvað þar er í gangi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vonda stjúpan vann hehe. Er annars með kenningu um framhaldið á blogginu mínu.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bjarni hittir þarna naglann á höfuðið - eins og svo oft!

Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Rosalega er ég hissa, hef alltaf haldið að þú værir í Frjálslynda flokknum. Veit ekkert af hverju.

Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 18:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín ég ER í Frjálslynda flokknum.  En það þýðir samt ekki að ég geti ekki haft einhverjar skoðanir á öðrum flokkum eða fólki.  Það er bara eitthvað svo sálarlæknandi að finna að til er fólk sem er tilbúið til að segja af sér, af hugsjónaástæðum.  En hanga ekki eins og hundar á roði á einhverjum vegtitlum.  Ég sit reyndar í miðstjórn F. 

Já það fer ekkert milli mála Ásdís mín.

Fer strax og skoða Jón Steinar minn.

Já Bjarni þekkir þetta ef til vill manna best Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 19:17

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Og ég sem hélt að hann hefði sagt af sér til að sýna öðrum þeim sem með honum voru í ríkisstjórn, og frömdu þá gjörninga sem komu Landi okkar og Þjóð í þá stöðu sem við erum í nú. -

 Ég hélt að hann væri þarna að ganga á undan með góðu fordæmi, eins og hans er von og vísa,  með því að segja af sér þingmennsku.  Og skapa þannig fordæmi, svo aðrir þeir sem með honum voru í ríkisstjórn, þegar bankarnir voru einkavæddir, kvótinn gefinn osfrv. verða að fylgja fordæmi hans. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 20:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lilja mín, það er svo margt sem við höldum ég og þú.  En svo reynist það bara tálsýn.  En við erum samt flottastar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 21:27

8 identicon

Ég held að Valgerður taki pokann sinn næst, ég held líka að Guðni hafi verið að rýma fyrir Siv, hún er hans kona, hann sá að hann átti ekki séns. Þetta er allt orðið eitthvað svo þreytt.

Bestu kveðjur til þín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:17

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Hef aldrei litist á Járngerði.

Lengi getur vont versnað.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.11.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband