Færsluflokkur: Bloggar
3.12.2008 | 20:12
Bara ég.
Set inn nokkrar fjallamyndir sem ég tók í gær og í dag. Það birtir ekki mikið, á þessum tíma, en birtan er mjúk, og það eru skemmtilegir litir í henni.
Þið verðið að afsaka mig, hve ég er léleg við að sinna ykkur mínir kæru bloggvinir, það er einhvernveginn svo að tíminn rennur frá mér, það er mánudagur, og áður en ég veit af er allt í einu komin föstudagur. Tíminn æðir bókstaflega áfram. Ég man þegar ég var yngri, þá silaðist tíminn áfram, sérstaklega þegar maður var að bíða eftir einhverju. En svo fór tíminn að renna aðeins hraðar, eins og göngubretti sem maður æfir sig á, og núna þarf ég að halda í öll handföng, og næstum hlaupa til að halda í við tímaskrattann Ykkur að segja þá er ég að nota allan þennan litla aukatíma sem ég hef, til að útbúa svolítið handa börnunum mínum, kúlubörnunum öllum 18. Það er auðvitað leyndarmál, en ég skal segja ykkur frá því seinna. Það tekur tíma frá mér. Maður hélt einhvernveginn að þegar maður væri orðin 64 ára, When you're sixtie four að þá ætti maður allan heimsins tíma.... en látið ykkur dreyma elskurnar. Það verður sennilega ekki fyrr en ég verð orðin áttræð, sem ég hef nægan tíma, og þess vegna þarf ég að passa vel upp á heilsuna, svo ég geti einmitt notað þann tíma vel.
En hér eru myndirnar.
Víst er hann glæsilegur tindurinn á Eyrarfjallinu, og þarna fyrir ofan er Engi, ég á eftir að taka myndir af skreytingunum þar fyrir Rannveigu og Magný. Doddi er nefnilega búin að skreyta.
ég kalla þetta fjöllin mín í tússlitunum. Allt svo hreint og myndrænt.
ef þið lokið augunum, gætuð þið ef til vill séð dýsirnar dansa í Naustahvilftinni.
Jamm svona er þetta bara fallegt og orkugefandi.
Þið megið alveg prófa ef þið eruð þreytt og orkulaus, að loka augunum með myndirnar fyrir framan ykkur og hugleiða á fjöllinn, gá hvað gerist. Þið gætuð orðið hissa.
ég sá að hann jóli minn var búin að týna gleraugunum sínum, mig grunar litla putta, og lítinn prakkara.
Hann Júlli minn hefur eytt mörgum dögum núna í að búa til fiska sem hann langaði til að gefa Hlíf. Maðurinn sem ekkert á, langaði svo til að gleðja aðra að hann stóð í kulda og trekki úti við að útbúa fiska, til að gleðja gamla fólkið.
Þessir eiga líka að fara niður á Hlíf. En minn drengur þekkir eymdina, og einmanaleikann frá sínu eigin lífi. Og loks núna hefur hann náð að komast upp í samfélagið, sem hann hraktist frá aðeins unglingur. Já þó ég sé 64 ára og hann verði 4o á næsta ári, þá hefur hann lifað meira en ég, flogið hærra, lotið lægra, og hefur meiri reynslu. Og hef ég þó töluverða slíka sjálf. En við eigum að fagna hverri sál sem tekst að ná til baka, þó það sé ef til vill ekki fullkomlega, þá er hvert eitt slíkt spor risasigur, og hann hefur unnið stóran sigur og ég er stolt af honum, og reyndar öllum mínum börnum. En sérstaklega þessu barni, því hann hefur sagt mér, að ef það hefði ekki verið fyrir minn stuðning gegnum lífið, þá væri hann ekki hér, og þessi sérstaka list, steinfiskarnir hans og blómin, hefðu sennilega ekki uppgötvast um ókomna tíð.
Hér er þessi elska. Mamma vilt þú ekki bara fara og láta Grétar hafa þetta, sagði hann. Ég er búin að tala við hann. Ekki hringja á BB.
Auðvitað hringdi ég í Bæjarins Besta og tilkynnti þetta, og sagði við minn dreng, auðvitað ferðu sjálfur og afhendir listaverkin þín. Já ég er stolt af honum.
Og þessi saga verður sögð, ég hef skrifað hana hjá mér, og það er margt að í okkar þjóðfélagi sem þarf að laga, í sambandi við fólk sem hefur farið út af sporinu. Þar þarf margt að breystast og margt að læra fyrir það fólk sem sér um þeirra málefni. En það hefur líka margt gott verið gert. Þið ykkar sem þarna eruð úti með vandamálin okkar mæðginanna, örvæntið ekki, þó öll sund virðist lokuð. Með því að hlú að einstaklingnum,, og gefa tækifæri, þá er hægt að ná svo miklu til baka. En þar held ég að grunnurinn skipti mestu máli. Það er, að afkvæmið hafi undirstöðuna. Til dæmis einhverja frasa, sem þau hafa í nesti frá byrjun, eða bænir, eða bara eitthvað sem hægt er að nota. Ég hef til dæmis gefið mínum börnum gælunöfn eins og til dæmis úsinimínigú, útelídúdeli, Úsídúsi, eitthvað sem þau þekkja frá fyrstu byrjun. Og þegar allt er komið í kalda kol, þá getur verið eina leiðin til að nálgast sálina, að geta kallað eitthvað sem býr frá fyrstu gerð. Eitthvað gælunafn, sem þið hafið gefið barningu frá fyrstu byrjun, og það þekkir frá barnsárunum.
Þetta er í boði móður, sem veit hvað hún er að tala um.
Knús á ykkur öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
3.12.2008 | 14:03
Smásaga með miðdegiskaffinu.
Ég ætla að setja inn eina sögu núna. En ég mun setja inn myndir í kvöld. Hef verið að taka til í tölvunni og þá koma þessar sögur upp í hugann. Ég hef gaman af að setja þær saman, og ef einhver hefur gaman af þeim með mér, þá er það ekki verra.
Reyndar hringdi yndisleg kona í mig í morgun, og spurði hvort hún mætti lesa upp eina söguna mína á jólakvöldi í félaginu sínu. Hún rakst á hana á blogginu mínu, en ég setti hana inn í fyrra fyrir jólin. 'Eg set hana ef til vill inn aftur núna fyrir þessi jól. Hún á jafnvel við í dag.
Ég er dálítið tímabundinn þessa dagana, er að reyna að gera eitthvað af viti fyrir jólin, og svo er vinnan, og stelpurnar. En þið eruð mér líka ómetanleg, og orðin fastur hluti af tilverunni.
En hér kemur sagan. Hún heitir; ´
Þá gól haninn.
Haninn stóð sperrtur á fjóshaugnum og horfði stoltur yfir hænsnahópinn sinn. Guð hvað ég er flottur, hugsaði hann, og tók nokkur spor og stóð því næst á einum fæti, Hann var í raun og veru afskaplega flottur hani, litirnir í fjaðrahamnum voru allt frá því að vera kolsvartur og í hvítan og brúnan og græn slikja yfir svarta litnum, ekki bar minna á eldrauðum kambinum, sem skókst og hristist við hverja hreyfingu, og hallaðist út til hægri. Hann passaði vel upp á hænurnar sínar, eða það fannst honum sjálfum. Þarna tifuðu þær í kring um hann, hamingjusamar og hugsunarlausar, fundu sér snigil eða ánamaðk og hugsuðu ekki um neitt annað en að fá í gogginn. Guð hvað hænur geta verið heimskar, hugsaði haninn, þarna vappa þær um og eta. Það er nú munur eða ég, hér stend ég og fylgist með, og hugsa fyrir þær allar, og passa upp á þær, hvar væru þær staddar án mín. Svo reigði hann sig og beygði.
Einhver æsingur var kominn í liðið og mikið rétt frú Jóna var að koma með fóður og brauðmola. Þær hlupu á móti henni og þyrptust í kring um hana gagg gagg, þetta er minn moli, láttu hann vera. O jæja, blessaðar. Svona svona greyin mín, sagði Jóna mjúklega, óþarfi að láta eins og þið hafið ekki fengið matarbita lengi. Leyfið mér nú að komast fram hjá ég þarf að ná í egginn ykkar, og gefa Svörtu Maríu brauð, hún liggur á og kemst því ekki út til ykkar til að rífast yfir molunum. Gagg gagg agg agg agg. Þvílíkur kór. Gaggala gaggala góóó, hvein í hananum, honum þótti orðið nóg um lætin í undirsátum sínum. Best að hafa hemil á þeim.
Snati kom í humátt á eftir Jónu, hænurnar forðuðu sér til baka, haninn fyrirleit Snata af öllu sínu stórbrotna hjarta, það var aldrei hægt að stóla á hann, hann gat átt það til ef einhver hænan byrjaði að hlaupa, að æsast upp og elta þær um allt, og þá var nú handagangur í öskjunni, Svo varð Jóna reið, því hænurnar verptu minna á eftir. Það var samt mjög erfitt að skamma Snata, hann var svo vitlaus, að hann skildi ekki fyrir hvað var verið að skamma hann. Hænur voru bara til að elta og gelta að, fannst honum. Já best að taka Snata með fyrirvara. Haninn gaf honum illt auga, fyrst með því hægra og svo með því vinstra, stóð fast í annann fótinn og yggldi sig. Hann vissi að langöruggast var að hreyfa sig sem minnst, þá nennti Snati ekki að djöflast í honum. Hann var líka virðingarverðari með því að standa svona kyrr og látast hvergi hræddur.
Lífið í hænsnahópnum var í föstum skorðum. Hver dagur öðrum líkur. Sem betur fer voru þau gleyminn, hver dagur var eins og nýr dagur. Og allt gleymt sem gerðist í gær. Þangað til nei það var ekki hægt að gleyma þeim degi. Það fór hrollur um hanann. Sá dagur byrjaði alveg eins og hver annar, frú Jóna hleypti þeim út, og hænurnar byrjuðu strax að leita að ormum og sniglum, það besta sem þær fengu, fyrir utan brauðið hennar Jónu. Hann hélt yfir þeim tölu og sagði þeim að vera rólegum, hann myndi passa þær, eins og hann væri vanur. Svo fór hann upp á hauginn og galaði, og sperrti sig. Hænurnar höfðu loks fengið nægju sína að eta, og höfðu búið sér til bæli, með því að róta í moldinni, undir trjám sem þarna stóðu, og lágu það og létu sólina verma sig. Allt var svo rólegt og notalega, alveg eins og það átti að vera í hænsnabúinu. Fólkið á bænum hafði brugðið sér frá. Svo það var enginn truflun.
En allt í einu var eins og hópurinn skynjaði einhverja ógn. Eitthvað var að læðast í kring, og óþægileg lykt, haninn varð mjög hræddur, hvað var þetta, og hvað átti nú til bragðs að taka. Þetta var eitthvað sem bar að varast, og hann var alveg viss um að hann myndi ekki ráða við að fæla þetta í burtu. Hvað átti hann að gera. Standa upp og gala, og gera hænunum viðvart. Nei það var ekki þorandi, þá myndi hann vekja óþarfa athygli á sjálfum sér. Reyna að bjarga hænsnahópnum með því að reka þær í skjól. En það myndi ekki ganga heldur, því þessir kjánar, myndu bara garga og góla, og allt komast upp. Nei það eina vitlega fyrir hann að gera var að ósköp hljóðlega læða sér í burtu og bíða þangað til hættan væri liðinn hjá. Já það var eina vitið. Hann lagði hausinn niður að jörðinnni, og skreið svo hægt og hljóðlega í burtu. Hann flaug upp á grein í stóru tré þarna skammt frá, og lét ekki í sér heyra. Það sat hann og kunni ekki einu sinni að skammast sín.
Allt í einu urðu hænurnar varar við hættuna. Þær trylltust, og hlupu upp, þá kom dýrið æðandi, þetta var minkur, hann réðist umsvifalaust á Dröfnu greyið og hvernig sem hún hamaðist þá lá hún að lokum í blóði sínu dauð. Minknum datt ekki í hug að eta hana, hann byrjaði umsvifalaust að elta næstu hænu. Eftir smátíma lágu þrjár hænur dauðar í blóði sínu. Hananum ofbauð þessi villimennska, hann sat þarna og bölvaði minknum í sand og ösku. Hvíslaði hvatningarorðum að dauðhræddum hænunum.
En skyndilega hvað við hátt gelt. Þarna var Snati kominn og nú elti hann ekki hænurnar, heldur urraði og réðist á minkinn, sá hafði verið upptekinn við að drepa hænurnar, svo hann hafði ekki tekið eftir Snata fyrr en of seint. Snati réðist umsvitalaust á villidýrið og beit hann ofan í hrygginn. Minkurinn reyndi að losna og krafsaði með löppunum í allar áttir, en hundurinn hafði betur. Að lokum lá friðarspillirinn í blóði sínu við hliðina á þeim þrem hænum sem hann hafði náð að drepa.
Drottinn minn hugsaði haninn skyldi mér óhætt að fara niður núna. Nei hann ætlaði að bíða aðeins lengur. Snati gekk um og lyktaði að dauðum hænunum og ýlfraði ámátlega. Hann reyndi að hreinsa þær með því að sleikja strjúpann. Hann byrjaði síðan að safna hinum hænunum saman. Þær voru skelfingu lostnar, og stjarfar, en að lokum tókst honum að koma þeim inn í hænsnakofann. Þar settist hann niður fyrir framan opið og beið. Enginn skyldi komast til að gera hænunum hennar Jónu mein. Haninn sat ennþá upp í trénu, hann vissi eiginlega ekki hvað hann átti til bragðs að taka, ekki komst hann inn til hænsnanna, og svo gat verið að fleiri svona óargadýr væru á sveimi. Nei best að bíða og sá hverju fram vindur.
Loksin kom fólkið heim. Jóna fór að huga að hænunum sínum og varð heldur en ekki hverft við, er hún sá hvers kyns var. En hvað hún var þakklát hinum trygga hundi, honum var klappað í bak og fyrir, haninn fylltist hræðilegri afbrýðisemi, af hverju hafði hann ekki barist við villidýrið sjálfur, og fengið allt hrósið. Nú sá Jóna að haninn var hvergi sjáanlegur, hvar ætli haninn sé, spurði hún.
Hann sat þarna skömmustulegur og lét ekki á sér bæra. Best að láta ekki sjá sig alveg strax. En Snati vissi hvar hann var. Hann settist undir tréð sem hann sat í og gelti glaðlega. Nú já sagði húsmóðirin, þú ert þá þarna ræfilstuskan. Hefur hlaupið í felur. En það var svo sem auðvitað, hjartað í þér er ekki stærra en baun. Þótt þú sperrir þig á fjóshaugnum alla daga. Haninn varð stórmóðgaður. Að segja svona um hann. Hann sem var svo flottur, og hvað með það að verða að flýja þegar um ofurefli var að etja, það sýndi bara hve gáfaður hann var í rauninni. Hann flaug niður úr trénu, gekk að dauðu hænunum og vottaði þeim virðingu sína, gekk svo sperringslega upp á hauginn sinn og horfði kuldalega á frú Jónu fyrst með hægra auga og svo með því vinstra, og stóð fastur í annann fótinn og svo gól hann hátt og snjallt.
Sjáumst seinna í dag mín kæru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.12.2008 | 20:26
1. des. 90 ára afmæli fullveldis.
Til hamingju með níu tíu ára afmæli fullveldisins. Jamm, þá er það spurning hvort við erum ennþá sjálfstæð þjóð, þökk sé stjórnvöldum og hverju klúðrinu á fætur öðru í björgunaraðgerðum þeirra. Það segir einhversstaðar ef þessi er vinur þinn, hver er þá óvinurinn. Það má heimfæra þetta upp á núverandi stjórnvöld og dindlana þeirra.
En einmitt á fullveldisdaginn í dag, má segja að aldrei hafi verið nær því að fólki gerði byltingu, gegn ríkjandi ráðamönnum, ætli það sé tilviljun? Nei ég held ekki. Ég held að flestir séu að opna augun fyrir því, hvers lags spilling er hér allstaðar. Æpandi að ekki skuli hafa verið sjónvarpað frá mótmælum á laugardaginn, og mest sýnt frá það sem kallað er "innrás" í seðlabankann í dag. Hvenær ætla stjórnvöld að skilja að þeirra björgunaraðgerða er ekki óskað. Fólki, sem greinilega er ekki þjóðin, heldur skríll, samkvæmt Geir og Ingibjörgu, er nóg boðið, og vill breytingar. það eru auðvitað alls ekki allir sammála um leiðir, en hvenær er það svo? þegar um svo marga er að ræða. Það er einnig athygli vert, að hlaupatíkur ryðjast fram á ritvöllinn, tala niður til mótmælenda, efast um heilindi þeirra, gera grín að tilfinningum þeirra, ég vil kalla það fólk Kvislinga, eða er það Kvistlingar? Kalkvistir allavega.
En þetta er dagur þjóðarinnar, mér var boðið að koma í heimsókn í Grunnskólann í dag, sem foreldri. Það var virkilega gaman að fylgjast með kennslunni. Í seinni tímanum sem við hjónin sátum, var reikningstími, þá var íslenski fánin teiknaður upp í reikningsbókina, og útskýrt hlutföllinn í honum, litirnir, og hvað mætti og ekki mætti i umgengni við hann. Virkilega gaman. Sum börnin þekktu ekki fánan, eða vissu litina, þá voru þau send fram til að skoða fána sem reis við hún frammi í skólanum.
Við skemmtum okkur konunglega í kennslutímunum. Takk fyrir okkur Hlíf kennari.
Svona var dagurinn í dag á Ísafirði.
Leikskólinn var líka skreyttur í tilefni dagsins.
Þjóðlegt ekki satt?
Sætar saman vinkonurnar, allir krakkarnir fengu kórónur. Sóldís Björt og Hanna Sól, nöfnur ekki satt.
Litla skottið ekki langt undan.
Ásthildur rokkar
Já klukkan er að verða fjögur, að degi til. Birtunni ekki mikið fyrir að fara. Og enn á niðurleið.
En þá skipta jólaljósin miklu.
En nú þarf að koma litlum ærslabelgjum í svefninn. Þarf víst að rjúka. En gleðilegan Fullveldisdag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
30.11.2008 | 17:23
Geturu bara ekki syngt heima?
Afi var að fara að syngja á aðventukvöldi í kirkjunni, með karlakórnum Erni. Hanna Sól vildi fá hann til að spila veiðimann.
NEi ég get það ekki elskan mín, sagði afi, ég er að fara að syngja í kirkjunni.
Nú, sagði barnið; geturðu ekki bara syngt heima?
Í fyrsta skipti slökkti ég á rás tvö á þættinum hans Óla Palla, mér finnst Palli flottur. En með Þorgerði Katrínu í stjörnuviðtali, þar sem hún mærði Rúv og Pál Magnússon, finnst mér sorrý tú muts. Þvílíkt og annað eins, hefur þetta fólk enga sómatilfinningu?
Nei sennilega ekki. Og auðvitað þurfa þáttastjórnendur að spila með, annars???? hvað, er ekki verið að fækka stórkostlega hjá Útvarpinu. Ég vil komast í viðtal, svona tjatta og vera sæt og kúl. Þú getur náttúrulega ekki neitað, ég ræð hér öllu og við erum að segja upp fólki!!!
Vitiði hvað, ég geri bara eins og Jenný Anna, hendi mér á næsta vegg, og ÆLI.
Burt með spillingarliðið, þetta er ekki það sem við viljum sá í Nýju Íslandi: fokking farið að skilja það, hvort sem þið heitið, Ingibjörg Sólrún, Geir H. Haarde eða Þorgerður Katrín, þið tilheyrið spillingarliðinu. Og við viljum ykkur burt.
Fór þetta annars nokkuð fram hjá ykkur? Ég hef hvergi heyrt um æðibunugang eða hneykslun trúarhópa yfir þessum dæmalausa siðferðisglæp hehehehe.. En það á sennilega ekki við um útdauð dýr, bara um það sem næst okkur er, eins og Dollý blessunin var. Við eigum ef til vill eftir að upplifa loðfíla gangandi um Síberíu aftur.
En sum sé, nokkrar myndir ætla ég að setja hér inn.
Evíta knúsírófa, hér með pabba sínum.
Töffarin Sóley Ebba, sem er að fara að æfa TaiKwonDo. Eða hugur, hönd og fótur.
Stubburinn náði nefnilega beltaprófinu, hann er núna með gula beltið. góður árangur hjá honum.
Hann tók nokkra takta fyrir ömmu sína.
Ekki árennilegur!
Bara nokkuð hátt spark, þeir eru venjulega berfættir, eða í táhlífum, en þetta er nú bara svona heima.
Flottur!
til hamingju með gula beltir ömmustrákur. Ég vil ráðleggja foreldrum að kynna þessa íþrótt fyrir börnunum sínum. Því þetta er bæði sjálfsvarnaríþrótt, en líka með heiðarleika, hreysti og kurteisi í fyrirrúmi. Það er því hverju barni góð lexía að æfa TaiKwondo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
29.11.2008 | 11:27
Munið Fundinn i dag kl. þrjú. Munið að klæða ykkur vel. Það er okkar lýðræðislegi réttur að mótmæla ástandi sem við höfum lent í flest okkar að ósekju.
Ég er löt þessa dagana við bloggið. Það er svo margt sem þarf að gera, og á þessum tíma verð ég rosalega orkulaus. Nú er snjór yfir öllu hér.
Þessar voru teknar fyrir augnabliki síðan.
Það birtir ekki meira en þetta. En það er samt eitthvað notalegt við bæði snjóinn og birtuna, sennilega bara vani. En það er samt einhvernveginn alltaf hlýrra þegar það liggur snjór yfir öllu.
Litli Sigurjón Dagur kom í heimsókn í fyrradag með pabba sínum.
Í dag er hann íþróttaálfur, algjör.
Og Ásthildur er á kossastigi í dag hehehe Hún kissir fóstrurnar á leikskólanum, krakkana líka og alla hér heima.
Í gær var svo sett saman piparkökuhús. Nei ég bakaði ekki, nú er hægt að fá þau tilsniðin í Samkaup.
Hanna Sól og Úlfur límdu húsið saman með bræddum flórsykri.
Meðan sumir bjuggu um sig og lögðust í tröppuna.
Nú er bara eftir að skreyta.
Og svo má skreyta hjörtu.
Það er alveg rosalega spennandi.
Jamm það er gert af stakri alúð
Svo á ég rosalega góðan nágranna. Það var kominn svo mikill snjór í uppganginn hjá mér, og drengurinn bauðst til að moka fyrir mig líka. Það var frábært.
Hann á sjálfur þessa fínu græju. Takk Hilmar minn
En það er nóg að gera hjá mér núna, Evíta komin í heimsókn, Sóley Ebba er hér líka, hún og Úlfur eru að fara á TaiKvonDo æfingu á eftir, þá er beltapróf, og vonandi nær Úlfur gulabeltinu. Hann er mjög spenntur og er aðstrauja búninginn sinn.
Og skotturnar eru að leika sér í rólegheitum eins og er. Veit samt að það breytist fljótlega
En svo þetta;
Munið fundinn í dag. Munið að klæða ykkur vel, og vonandi mæta helmingi fleiri í dag en síðast. Og innilega takk fyrir að berjast fyrir okkur hin líka, sem sitjum heima af ýmsum orsökum. En ég og miklu fleiri eru með ykkur í anda. Vonandi verður fundinum útvarpað. Það er gott fyrir sálina að geta tekið þátt.
Knús á ykkur öll og góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.11.2008 | 16:37
Nei takk forseti ASÍ.
Stokka upp? jamm ég er ansi hrædd um að slíkt sé orðið of seint núna. Ef þau hefði gert það strax. En það er forvitnilegt að vita hvað þessi verkalýðsforingi er að hugsa. Hann er greinilega að vernda forystu Samfylkingarinnar, er hann ekki einn af þeim sem vill troða okkur inn í ESB með forgangshraði. Nei þessum manni treysti ég ekki, allavega til að vera með heilindi. Það er plott í gangi og ljótt að nota sér aðstöðu sína innan verkalýðshreyfingarinnar til að bjarga rassgötum. Nei stjórnin á að fara frá. Það má stofna utanþingsstjórn meðan flokkarnir útkjá sín mál, og gera klárt í kosningar. En þetta dót sem nú ræður er gjörspillt og nýtur ekki trausts meirihluta þjóðarinnar. Eða heldur forsetinn að Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde víki úr ríkisstjórninni, sem væri eina sáttaleiðin. Nei læt mig ekki dreyma um það.
Þess vegna á að setja á að ráða sérfræðinga til að taka að sér fyrirtækið Ísland, og stýra því yfir verstu drullupollana. Ekkert annað er ásættanlegt og hana nú.
![]() |
Kosningar eru hættuspil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.11.2008 | 02:07
Smámyndir.
Hér er komin norðanhríð og snjókoma. Vá hugsa ég, það verður ekki auðvelt að komast með börnin á Suðureyri á morgun, en við sjáum nú til. Ég ætla að setja inn nokkrar myndir fyrir svefninn.
Systur að búa sig undir leikskólann í morgun.
Veðrið var fallegt í dag, en maður hugsaði um það sem koma skyldi, spáin er ekki góð.
En fjöllin mín standa samt alltaf fyrir sínu.
Hér er verið að vinna í SIMS, í kreppunni er gaman að leika sér, í SIMS er hægt að kaupa allt og innrétta á flottasta máta.
Í SIMS má láta drauminn rætast En rétt eins og útrásin, þá hverfur þetta allt um leið og þú slekkur á tölvunni.
En knúsírófan mín, horfir á Lababæ eða bababa... bababa eru múmínálfarnir.
Ef maður er svangur fyrir háttatíma, er bara gott að fá jógúrt, ekki verra að hún sé frá Húsavík heilnæm og góð, og ekki innflutt, sem betur fer.
Ég er búin að vera að dást að þessari elsku núna um langa hríð, sjáið bara hún er gul, en ein rósin er rauð. Er þetta ekki undur náttúrunnar ? Það er bara ein rós í pottinum.
Svo leit ég út elskurnar áður en ég fór að halla mér, og þetta blasti við mér, norðan áhlaup með snjókomu.
En ég segi góða nótt um leið og ég hjúfra mig niðru í rúmið mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.11.2008 | 00:23
Góða nótt.
Það er komin nótt, eiginlega. Ég finn að skammdegið er að soga mig niður í svarthol, þar sem orkan fer eitthvað annað. Það er bara þannig. Svo að ég verð hræðilega löt. Ástandið í þjóðfélaginu er nú ekki til að bata um. Þessi reiði sem maður burðast með. Þess vegna er gott að finna að það sitja flestir í þessari sömu súpu, við þurfum einhvernveginn að virkja reiðina í jákvæðan farveg. Senda hana í sameiginlegan orkusjóð, og snúa í andhverfu sína, það er kærleikann. Kærleika til hvors annars, með ósk um að þetta fari allt vel hjá okkur, þó útlitið sé svart. Að við fáum þá ósk okkar uppfyllta að upplifa nýtt Ísland, með nýjum gildum. Já það væri gott mál.
Við sjáum hvað setur. Það eru líka ljósir punktar, hér er einn útgerðarmaðurinn farin að selja fisk til Kenía og Ástralíu, þar er mikil vinna og fiskurinn hans eftirsóttur vegna gæðanna. Hann fer sjálfur í söluferðir til að kynna vöru sína, sem er fyrsta flokks í plús.
Sú stutta að búa sig undir leikskólann í morgun.
Og Hanna Sól, fóstrurnar sögðu mér í dag að hún hefði verið að fá sér að drekka, kalt vatn, og sagði svo; ó þetta var svo kalt að mér kólnaði í hjartanu. 'Eg er samt góð!
Smá fjallamyndir og himnagallerí fyrir svefninn.
Þessi listaverk kosta ekki neitt. En eru þó glæsilegasta sem til er, gert af hendi meistara.
Já sólin gerir tilraun til að komast yfir fjallið, en tekst það ekki því miður.
En þvílíkt sjónarspil.
Þetta eru svo tröllin í göngunum. Þau bíða þeirra tími kemur.
En ég segi góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
24.11.2008 | 23:58
Háskólabíó og kúlubörn.
Ég horfði á fundinn í Háskólabíói, og var mjög ánægð með hann. Dáist að stjórnmálamönnunum sem mættu. Og ég dáðist að framsögumönnum, skipuleggjendum og starfsmönnum. Það er meira en að segja það, að láta svona risastóran fund virka. En það gekk allt saman eftir. Takk fyrir mig. Mér fannst sérlega skemmtilegt að hlusta á þennan fund eftir umræðurnar á þinginu í dag. Þá kom best í ljós hverjir voru meira úti á túni, stjórnin eða stjórnarandstaðan. Það er alveg ljóst í mínum huga að þessi ríkisstjórn er rúin trausti og óstarfhæf af þeim sökum. Hún ætti því að gera okkur þann greiða að fara frá hið fyrsta svo uppbyggingarstarf geti hafist. Við eigum margt gott fólk sem gæti tekið við taumunum fram á vorið, þangað til hægt væri að kjósa nýtt fólk í brúna.
En nóg um þetta. Ég lofaði myndum.
Komin inn úr kuldanum.
En ekki þessi stúlka, hún svaf í tæpa þrjá tíma úti í hríðarbyl, og svaf vel.
Svo er gaman að fylgjast með afa spila og æfa sig.
Tilbúin að hreinsa klarinettinn þegar afi er búin að spila, það þarf að gera fljótt og vel.
Svo má setjast niður og reikna.
Þau fengu svo að skreyta piparkökur. Nei ég var ekki svo dugleg, ég keypti bara kökurnar, miklu ódýrara og betra
Ásthildur fékk líka að smakka.
Svo var málað ýmislegt fleira eins og gengur.
Það má segja að lítið er ungs manns gaman.
Litli bróðir lét ekki sitt eftir liggja.
Og þá varð Hanna Sól auðvitað líka að prófa.
Þetta eru auðvitað allt lystaverk hehehehe enda borðuð með góðri lyst.
Og krakkaskarinn lét fara vel um sig. Hanna Sól dálítið yfirlýst þarna.
eins og lítil senjoríta.
Litla skottið komið í náttafötin.
Og sú stóra líka. Allir að undirbúa sig undir svefninn.
Þessi mynd var tekin í hádeginu í dag. Falleg og svöl.
Þú fagra Ísland, vonandi fáum við það sem við þráum, nýtt Ísland, með réttlæti, jöfnuði og farsæld. Ég held að við eigum það skilið. Og við eigum líka skilið að vera frjáls þjóð. Njóta sjálf okkar náttúruauðlinda.
Góða nótt elskurnar og takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.11.2008 | 13:19
Víða berast fréttirnar af okkur og vesældómnum, sem fylgir með. Áfram með baráttuna gott fólk.
Það kemur sífellt meira og meira í ljós, nú eru það þjóverjar sem upplýsa okkur um, að samkomulag hafi náðst við íslensk stjórnvöld um að þjóðin greiði innistæðu þjóðverja í Kaupþingsbankanum þar. Ég er svo sem ekkert hissa á því að ráðamenn kannst ekkert við þetta mál. Enda er það sennilega grafið einhversstaðar langt niður í rassgatinu á þeim. Ojæja.
Ég bauð fólkinu mínu frá El Salvador í mat í gær. Þau spyrja mikið um ástandið. Þau sögðu mér að í fréttum frá El Salvador er sagt að Ísland sé verr statt en það ríki. Þau segja að vísu að ástandið hafi aðeins lagast í heimalandi sínu. En þar grósserar spilling af verstu tegund, sem sagt mafía. Við ræddum um hvort ekki væri mafía hér á landi líka. Jú sögðu þau, en hér er mafían með bindi og í jakkafötum, í El Salvador eru þeir með hnífa og skera fólkið á háls, sá er munurinn. Mig minnir að þau hafi sagt að það séu um 10 manns myrtir af mafíunni á hverjum degi. Og nú hefur hún snúið sér að dóttur þeirra og fjölskyldu hennar. Þau vilja vinna að því að koma þeim hingað í öryggi. Vonandi verður eitthvað hægt að gera í því máli. Ég hef lagt fyrirspurn til manns sem ég treysti til að skoða það vel, hvort eitthvað sé hægt að gera. Þau eiga þrjár ungar dætur. Mafían hefur nú þegar bankað upp hjá þeim og rænt þau.
En ég er ekki bara reið þessa dagana, heldur er ég að verða ansi óþolinmóð eftir að eitthvað gerist. Það er borin von að stjórnin segi af sér. Þau ætla að þreyja Þorrann og Góuna, og vona bara að við nennum þessu ekki lengur. Athygli mína vekur líka að fólk sem hér fór mikinn fyrir skömmu, með burt með spillingarliðið, hefur nú þagnað. Málið var víst á þeim bænum, að það var spilling, en bara hjá sumum í ríkisstjórninni. Ekki þeirra lið, heldur hinir. Annað hvort viljum við spillinguna burt eða ekki, það er svo einfalt. Kunningsskapur eða flokkadrættir mega ekki spila þar inn í.
Það má spyrja hvað er spilling ? Er það ekki spilling að snúa blinda auganu að því sem er að gerast í kring um sig ? Af fólki sem við höfum treyst til að axla ábyrgðina og vandann? Ég segi jú. Hvernig í ósköpunum getur Ingibjörg Sólrún sagt að spillingin sé ekki þeim að kenna?
Og hver ætlar að treysta manneskju fyrir landinu sínu, sem kemur og segir að aðalmálið sé að koma okkur inn í ESB sem fyrst. Takið eftir, ekki að skoða skilmálana og skilyrðin, nei koma okkur þangað nó matter what. Enda sér þessi ágæta kona ekki út fyrir Reykjavík. Og hvernig eigum við að treysta fólki til að kanna aðildarumræður sem hefur klúðrað hverju málinu á fætur öðru í samningum okkar við erlend ríki um skuldir bankanna, nú síðast við Þýskaland ? þarna virðast sitja eintómir asnar, sem kunna ekkert, geta ekkert, eða bara vilja ekkert gera af viti.
Nú á að kýla á það, meðan þjóðin er í sjokki og sárum, að koma okkur inn í Evrópusambandið, með góðu eða illu. Er þar ef til vill komin skýringin á slugshættinum ?
Það hefur komið skilmerkilega fram að við fáum engar undanþágur í sambandi við sjávarútveginn. Ef til vill einhverjar tilhliðranir sem engu skipta, en ekki neinar undanþágur. Þá vitum við það. Við ætlum sem sagt að glutra niður því litla sem við eigum eftir af umgengni við fiskimiðinn okkar. Fyrst í gráðugar krumlur L.Í.Ú greifanna, og síðan í hendur ESB. Þegar það sem á að gera núna, er einmitt að endurheimta veiðiréttin til þjóðarinnar, og fara meira út í vistvænar veiðar við landgrunnið, og leggja stóru mengandi, eyðandi skipunum. Þeir geta búið í þeim þessir andskotar, ef og þegar þeir missa villurnar sínar.
Ef vil viljum heita þjóð áfram, þá förum við að mótmæla, og þá meina ég standa saman og koma spillingarliðinu burt, þar innifalin er líka Ingibjörg Sólrún, en ekki Samfylkingin sem slík. Það er nefnilega sitt hvor hluturinn, ef fólk heldur eitthvað annað.
Ég er hér með alveg makalaust dæmi af svari, sem er samt svo sorglega einkennandi fyrir hve við erum sveitaleg, höfum lítinn sjóndeildarhring, og kunnum ekki að standa upp fyrir okkur sjálf,
En þetta er tekið af bloggsíðu; http://skralli.blog.is/blog/skralli/#entry-722884 Þar sem minnt er á hvernig Birkir Jón Jónsson sem nú vill leiða Framsóknarflokkinn, höndlaði Birgismálið. Og takið eftir þessu svari;
Komdu Sæl Birna Það eins sem Birkir er sekur um í Byrgismálinu er að treysta á að menn sem vinna við endurhæfingu séu að gera það af manngæsku. Annað kom í ljós sem er því verr og miður eins og við getum bæði verið sammála um. En fjarri því sem menn gera í dag sagðist hann bera ábyrgð sem formaður fjármálanefndar alþingis og þætti miður. Um fjárhættuspil þá gerði hann ekkert verr af sér en þeir sem fara og spila í spilakössum sem er að finna um allt land. KveðjaÞarna kristallast viðhorf svo margra. Æ greyið hann vissi ekki, kunni ekki gat ekki, var svo saklaus að trúa því sem honum var sagt. Sér einhver sama mynstur við viðskiptaráðherrann í dag ? Og orði Ingibjargar Sólrúnar, hvað hefur hann gert af sér sem segir að hann þurfi að segja af sér ? Bla bla bla........
Nei við erum aumingjar og asnar, segi og skrifa, ef við getum ekki staðið saman sem þjóð, og krafist þess að réttlætið sigri, að spillingin verði rannsökuð og allt sett upp á borðið. Við höfum hreinlega ekki efni á öðru. Svo má deila um annað, þegar við höfum komið þessu fólki frá. Það þarf ekki endilega að kjósa fyrr en í vor. Það má setja á stofn utanþingsstjórn með okkar færustu sérfræðingum, meðan flokkarnir hreinsa til, og fjarlæga spillingarliðið innan sinna raða. Það þarf að gera, ef við viljum nýtt Ísland. Með ný viðhorf, nýjan kraft og fyrst og fremst með manngildið að leiðarljósi. Tek ekki marg á hræsnistalinu í frú Ingibjörgu.
Ég ætla að setja nokkrar fallegar myndir inn seinna í dag, er bara of reið og sár til að gera meira núna.
Þó skal ég setja inn þessar hér eftirfarandi.
Þessar voru teknar í fyrradag.
Amma amma hjálp hjálp!!!
Þú verður að bjarga mér, það er óvættur að ráðast á mig. éÉ er hrædd, reið og örvæntingarfull, eins og þjóð sem kallar á réttlæti.
Jæja fyrst enginn kemur, þá verð ég bara að taka af skarið sjálf, og ráðast á óvættinn.
Þetta þýðir ekkert lengur góði, ég er hætt við að vera hrædd við þig. Þú skalt bara hafa þig hægan.
Ég get meira að segja fyrirgefið þér syndirnar, ef þú iðrast og breytir betur næst.
Eigið góðan dag. Við gefumst ekki upp þótt móti blási. BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ. Já ég leyfi mér að nota þetta slagorð, og með Ingibjörgu Sólrúni innanborðs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar