Færsluflokkur: Bloggar
17.2.2010 | 21:15
Smákveðja frá Vín og Noregsi.
Já ég fékk sendar myndir af litlu prinsessunum mínum, þar sem þær eru að leika sér á Dóná, hún er ekki svo blá núna heldur grá af ís.
Já það er líka vetur í Vínarborg. Og hér erum við stödd á bökkum Dónár.
Hæ öll, segir Ásthildur og hugsar til vina sinna á Íslandi.
Úbbs það er dálítið erfitt að standa á þessu!!!
Ætli það sé fiskur þarna undir ísnum?
Og þessi prinsessa hefur engu gleymt.
Myndirnar frá Noregsi tók ég traustataki af Facebókinni hennar Möttu minnar.
Þar er líka vetur og snjór.
Símon Dagur og Sóley Ebba. En hún fékk sérstaka hraðferð inn í tónlistarskólann í bænum, þegar þau sáu upptöku frá Youtube af hve hún er klár á píanó. Hún getur reyndar spilað á hvað sem er þessi elska. Og amma saknar þeirra allra.
Já það er snjór í Noregi.
En svona er fjölskyldan í dag splittuð upp um alla heima og geima. En ég er að spinna mér vef, þar sem við öll komum saman á ný, þegar ungarnir mínir hafa flogið og reynt vængina, þá koma þeir heim aftur, því hér er best að vera þrátt fyrir allt..... Ennþá allavega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.2.2010 | 19:59
Maskadagur á Ísafirði - við möskum á mánudegi.
Í gær var Maskadagur á Ísafirði. Það hefur alltaf verið alla mína tíð allavega síðan ég man eftir mér. Hér áður fyrr var alltaf maskaball og veitt verðlaun fyrir flottustu búningana. Stelpurnar í Kristjánshúsinu fengu oftast verðlaunin, enda myndarlegar í höndunum.
Ég var með fullt hús af krökkum sem fengu að sofa í ömmukúlu í nótt. Svo hér var fjör. Enda er hér kistan hennar ömmu góða með öllum búningunum.
Allt í fullum gangi við að klæða sig upp.
Birta búin að mála Úlfinn.
Tilbúinn í slaginn.
Verið að leggja lokahönd á málninguna.
Svo þarf að borða vel áður en allt nammið kemur.
Tvær flottar.
Tilbúin að fara og syngja og sníkja nammi.
Þessir tveir voru líka á rúntinum og komu heim með fulla poka af nammi.
Gaman gaman.
Þetta er samt mesta rúsínan. Tók þessa mynd af Facebókinni hennar Tinnu minnar. Sólveig Hulda flottust. Nei afsakið Maja jarðarber.
Stúlkan í speglinum.
Það vantaði eina gelluna í samkvæmið. Hún fór nefnilega ekki að maska, vildi heldur vera í tölvunni. En hér er hún Alej eða er þetta ef til vill álfabarn, eða glerdúkka?
Stúlkan í speglinum.
eitthvað dularfullt á seiði allavega svona daginn eftir maskadag.
Og það hefur snjóað dálítið hjá okkur í dag.
Þessi er líka tekinn af facebook, vinur minn sendi mér hana og spurði hvort ég hefði séð hana.
Hehehe hún er úr Dario Fo leikritinu sá sem stelur fæti. Ansi langt síðan ég hef séð hana. Alltaf gaman að skoða gamlar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.2.2010 | 14:43
Reykjanes - Heydalur og Evíta Cesil Valintína.
Við fjölskyldan fórum inn í Reykjanes á helginni. Það var virkilega fín ferð og veðrið eins og best verður á kosið.
Hér eru systur mínar tvær, þær ætla að drífa mig með sér í göngutúra. í þetta skiptið fengu þær bara hænuegg. En ég er ákveðin í að fara með þeim næst.
Við lögðum í hann á föstudeginum. Veðrið var eins og best verður á kosið. Eða eins og góður vordagur.
Allt orðið klárt að leggja af stað.
Ferðin gekk mjög vel, enda veðrið með besta móti.
Og svo er maður bara kominn inn í Reykjanes og getur farið að slaka á.
Sigurjón hjálpar mömmu að bera dótið, af því að hann er svo duglegur.
Og pabbi tekur tafl við strákana sína.
en þetta er ferð á vegum Kajakklúbbssins Sæfara á Ísafirði, og nú eru þau að búa sig undir róður.
Allir að verða klárir í bátana.
Þá er hægt að leggja a fstað.
Sigurjón og Óðiinn hjálpa afa, og eru dálítið forvitnir um búnaðinn.
svo er bara að drífa sig í uppvaskið.
Eins og sést bærist ekki hár á höfði, né fáni á stöng.
Og það er búið að setja upp heita potta síðan síðast.
Annars er lauginn einn stór heitipottur. Yndislegt að slaka á þarna, hjá góðu fólki og flottri þjónustu.
Knúsírófur.
Krökkunum fannst gaman að æva sig á kajökunum í lauginni.
Og það eru allir boðnir og búnir til að hjálpa.
Pæjurnar að undirbúa sig undir Þorrablótið um kvöldið.
Stelpur eru og verða alltaf stelpur....
Knúsírófur. Þær byrja snemma að snúa pabba um litlafingurinn á sér.
Afar eru aftur á móti skemmtilegir í slagsmálin.
Sólveig Hulda klár á Þorrablótið.
Og Jói einn eiganda Reykjaness tók heldur betur vel á móti gestum sínum.
Þarna var mikið fjör og góður matur.
Stelpurnar fást til að smakka hákarl og annað "ógeðslegt".
Það þarf auðvitað að kenna þeim listina að borða þorramat.
Litla stýrið skipti ekki einu sinni svip þegar hún át hvern hákarlsbitan eftir annan og fékk sér harðfisk í eftirrétt.
Sætar saman.
Þessi piltur ætlar greinilega að feta í fótspor pabba síns hans Halldórs á BB og taka fallegar myndir. Snemma beygist krókurinn.
Þrjár sætar pæjur okkur fannst þessi sæta stelpa svo lík henni Kristínu hans Geira frænda.
Eftir þorrablótið var svo gengið og ekið nokkurn spöl þar sem kveikt var bál gestum til mikillar skemmtunnar.
Gíltar var auðvitað með í för og tekið lagið eins og vera ber. Krakkarnir skemmtu sér hið besta.
Þessi herramaður tók þátt í skemmtuninni, hann er héðan úr sveitinni. Flottur er hann.
Sumir verða ótrúlega þreyttir eftir dag í lauginni, þorrablót og svo bálför. Það er bara heilmikið fyrir lítinn sjö ára gutta.
Það var spáð vitlausu veðri daginn eftir, svo við fórum snemma. Synd annars hefði maður dólað sér meira í lauginni og slakað betur á. Við áttum að sækja Úlf inn í Heydal, en það er önnur paradís hér rétt hjá. Þar var líka eitthvað um að vera og Úlfur hjálpaði til að uppvarta fyrir Stellu sína. Þessir tveir staðir eru réttnefndir perlur Djúpsins. Og ekkert meira að segja við vertana á báðum stöðum, Heydal og Reykjanesi en Takk fyrir okkur.
Svona var veðrir á Valentínusardaginn fyrir þremur árum. Hann er mér í minni enn þann dag í dag.
Það var nefnilega þá sem ég eyddi eitthvað um 18. klukkutímum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Þar sem ég ætlaði að vera viðstödd frumburð frumburðar míns.
Það kom svo í ljós eftir langa mæðu að barnið þurfti að taka með keisara. Mamman hafði að vísu sagt það allan tímann. En læknirinn vildi bíða og sjá hvort útvíkkun hæfist ekki. Þegar svo hún hafði barist allan þennan tíma í hríðum, var ákveðið að skera. Þegar búið var að setja í hana allar leiðslur og sprautur við slík tækifæri og átti að fara með hana niður á næstu hæð fyrir neðan, kom í ljós að lyftan var biluð. Svo hún þurfti að ganga sjálf niður á næstu hæð. Það vill til að hún Matthildur Valdimarsdóttir er enginn kveif það get ég sagt ykkur.
Það má segja að það hafi ekki farið neitt lítið fyrir þessari litlu stúlku við að komast í heiminn.
Enda er hún kjarnakona sú stutta.
Komin í réttar hendur.
Það má segja að hún hafi verið umvafinn ást, fædd á Valentínusardaginn, amman Ásthildur viðstödd og ljósan heitir líka Ásthildur.
Stoltur pabbi. Hann var viðstaddur keisarann og stóð sig eins og hetja.
Litla snúllan mín, nú ertu orðin stóra systir.
Reyndar áttu eina stóra systir og tvo aðra bræður. Vonandi líður ykkur öllum vel í Noregsi.
Sakna ykkar allra, mest þó bjarta brossins þíns elsku Evíta Cesil mín.
Innilega til hamingju með afmælið þitt elsku krúsídúllan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
11.2.2010 | 09:50
Austurvöllur og Hörður Torfa.
Þegar ég segi að það sé stemning á Austurvelli á laugardögum kl. þrjú, þá viðurkenni ég að það vantar samt eitthvað. Ræðumenn eru góðir og tala að mínu skapi. Þeir sem stjórna þessum fundum eiga heiður skilinn fyrir að standa í stappinu. Fólkið hlustar og hrópar, og lætur í sér heyra. Þ.e. flestir, nokkrar valkyrkjur eru þarna sem lofa góðu. En það vantar samt eitthvað. Það vantar Hörð Torfason. Frumkvöðulinn sjálfan. Manninn sem brýndi raustina, viljum við ríkisstjórnina burt! viljum við spillinguna burt! og svo framvegis, lýðurinn kallaðist á við hann JÁ JÁ.
Það má segja að fáir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá. Það er orð að sönnu. Hér fyrir allmörgum árum síðan opnaði Hörður umræðuna um homma og lesbíur. Hann kom sjálfur fram úr skápnum og setti sjálfan sig sem skotspón til að vekja athygli á umræðunni. Hann gerði það sem enginn þorði á þeim tíma; hann setti sjálfan sig að veði fyrir ástandi sem var orðið óþolandi fyrir homma og lesbíur. Það sem gerðist í kjölfarið var að honum var sýnt minnsta kosti eitt eða fleiri banatilræði og hann varð að lokum að flýja land. Hann fór samt ekki langt því hann flutti til Danmerkur, kom heim og flutti okkur fallegu ljóðin og lögin sín. Það sem hann hefur lifað á allt frá unga aldri.
Loks gat hann komið heim frjáls maður, sem hann sjálfur, vegna þess að upprisa hans sjálfs varð að byltingu sem kom fólkinu öllu til góða. En ég hugsa oft í Gay pride göngum og umræðum um samtökin sem hann stofnaði og alls þess sem hann lagði á sig og gerði, að þar hafa aðrir hreiðrað um sig og verið í forsvari án þess að minnast mikið á Hörð. Hann hefur einhvernveginn gleymst í þessari hetjusögu. Þetta er mitt álit sem ég set hér fram.
Í fyrra byrjaði hann mótmælastöðu á Austurvelli, fyrst bara einn svo bættust aðrir í hópinn, og þessi hópur varð að þúsundum. Mér er kunnugt um, af því ég þekki Hörð að hann fékk allskonar hótanir, hans fjármál voru skoðuð náið og allt gert til að annað hvort kaupa hann frá þessu eða ýta honum til hliðar.
En Hörður er þannig maður, hann lætur engan kaupa sig, hann skuldar engum neitt. Engin kúlulán eða yfirleitt lán fyrir því sem hann gerir. Hann er því manneskja sem er ekki keypt né hótað.
Ég veit ekki af hverju hann er ekki þarna í fararbroddi í dag. Mér finnst eins og hann hafi gleymst rétt eins og eftir samtökin 78. eða hvað þau nú hétu. Það skiptir ekki máli. Ég hef heyrt að meira að segja í því safni sem verið er að koma upp um búsáhaldabyltinguna sé hans ekki getið þar. Vonandi er það ekki rétt. En allavega þá hefur nafnið hans ekki verið borið upp þarna mér vitanlega. Og þess vegna vantar eitthvað mikið. Það vantar neistann sem var. Það vantar upphafsmanninn. Eldspýtuna sem kveikti bálið.
Mér finnst við stundum svolítið einmitt þannig, að grípa á lofti það sem aðrir hafa byrjað á. Það er auðvitað allt í lagi í sjálfu sér, en þá skulu menn líka bera nógu mikla virðingu fyrir þeim sem kemur hlutunum af stað að gleyma þeim ekki, og helst setja þá í öndvegi, þar sem þeir njóta verka sinna.
Ég held að við náum þessu ekki án Harðar, þarna á Austurvelli. Við þurfum að fara til hans og biðja hann að mæta. Gera okkur þann heiður að standa þarna í forsvari og sameina lýðinn, hann kann það.
Ég vil líka að fólk láti ekki sundurtætingaröflin eyðileggja það sem gott er. Þeir sem stinga á kýlum verða oft fyrir aðkasti, en líka markvissri skemmdarstarfssemi, eins og að láta þá finna fyrir því að standa á rétti sínum og annara. Stundum með því að hóta þeim lífláti, reka þá úr landi. En jafnvel líka að hætta að kaupa plötur viðkomandi, mæta ekki á tónleika eða skaða á annan hátt manneskjur sem vilja þjóð sinni vel og gera það af mannkærleikanum einum saman að gera eitthvað svona stórkostlegt. Þá væri synd ef þeim væri refsað með því að hrekja þá burtu úr landinu, ekki bara einu sinni heldur ef til vill tvisvar.
Viljum við frekar markaðssetta vindbelgi sem mega ekki reka við án þess að allir landsins fjölmiðlar láti það sig varða og dást að afrekum þeirra, þó þeir hafi sjaldan gert annað en að láta kaupa sig, en langa voða mikið til að vera þjóðfélagshetjur. Meðan við murkum lífið úr raunverulegu hetjunum okkar. Og þarna er ég að tala um fleiri en einn og fleiri en tvo.
Hugsum okkur nú aðeins um og skoðum hvað það er sem skiptir máli. Og hvað það er sem við viljum í raun og veru. Pólitíkin er jafnvel að reyna að eigna sér byltinguna. Það dæmi gengur aldrei upp, því ef það er eitthvað sem almenningur er sammála um í dag, er fyrirlitning á pólitíkinni eins og hún er rekin í dag.
Ég vil raunverulegt fólk með raunverulega baráttu eins og Hörð Torfason, Evu Joly og Gunnar Tómasson og auðvitað marga fleiri. Hverjir vindbelgirnir eru megið þið geta í eyðurnar. Tækifærissinnarnir eru allt í kring um okkur, sumir þeirra kallast útrásarvíkingar, aðrir reyna að grípa boltan á lofti og klæðast sjálfir frumbúningnum.
Ég er ekki að tala um fólkið sem er að stjórna núna á Austurvelli ekki misskilja mig með það. Ég er að tala um raunverulega vindbelgi, við sjáum það vel ef við opnum augun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.2.2010 | 17:13
Lítið ferðasaga, með söknuði og nýjum tímum í vændum.
Reykjavík að baki. Og heimilislífið tekur við. Þ.e. nýtt líf, ný stefna. Litlu pæjurnar mínar farnar heim til pabba og mömmu og eins og er erum við ein í kotinu, þar sem Úlfur er í Heydal sér til hressingar hjá henni Stellu og Gísla
En það var gott að fara á Austurvöll og hlusta á þrumandi ræður, hitta fólk sem bar sömu tilfinningar í brjósti og maður sjálfur. Að vísu átti ég leið upp í Kringlu áður en ég fór á Austurvöllinn, þar var allt yfirfullt af fólki, og bílastæði öll full, hringsól þeirra sem leituðu bílastæðis. Og ég hugsaði Kreppa hvað!!
Rölti svo niður Laugaveginn, þar voru konur í flottum pelsum að koma gangandi uppá við. Aðrar skoðuðu í glugga skartgripaverslunar, og unglingar klæddir samkvæmt nýjustu tísku streymdu á móti mér.
En stemningin var á Austurvelli.
Góð stemning á Austurvelli.
Bloggvinkona mín hér, en baksviðs er ljóst að stjórnmálaflokkarnir eru að reyna að nota sér mótmælin í sína þágu. Þetta er bara ekki slíkt heldur mótmæli almennings.
Glaðbeittur alþingismaður. Málið er að litlu flokkarnir eiga ekki upp á íslenskt pallborð því miður, því oftar en ekki eru það einmitt fólkið sem er að reyna að breyta og minnka spillinguna, rétt eins og Frjálslyndi flokkurinn. En hann er ekki búin að gefast upp. Þar er gott fólk að vinna að innri málum flokksins og yfirfara málefnasamning og skoða áherslur. Fólk hefði reyndar betur hlustað á hvað þeir höfðu að segja fyrir kosningar, en ekki bara sundurlyndi og framapot einstakra einstaklinga sem alltaf eru skeinuhættir nýjum og ungum framboðum. Ef við þorum ekki að gefa nýju fólki sjens, þá getum við gleymt nýja Íslandi.
Það var hægt að fá heitt í kroppinn þarna, og veitti ekki af því kalt var í veðri, þó fallegt væri.
Fólk tekur upp nýjar leiðir til að afla sér peninga, þegar hrun verður eins og hér, og örugglega til gleði fyrir þá sem fram hjá fara.
Sumir eru lika duglegir við að skapa og koma sínu á framfæri, á skemmtilegan hátt.
Þessi eru örugglega föst í kreppunni, enda sennilega litli jón og litla gunna og geta sig hvergi hrært.
Ísbjarnarblús, en ég tók eftir að ísleski fánin blaktir víða, og að búðir bera miklu oftar íslensk nöfn í dag. Það er gott að við erum aðeins að eindurheimta þjóðarrembinginn. Því hann er okkur nauðsynlegur núna, þegar við erum þjökuð af minnimáttarkennd yfir aðgerðum sem við áttum sáralítinn þátt í.
Sumt er þannig að mölur og ryð fær grandað.
Meðan annað breytist ekkert, og verður vonandi alltaf til að minna okkur á það sem við erum.
Og máninn glottir ekki hrímfölur og grár heldur fullur og rauður.
En við lögðum af stað í fögru veðri, sem hélst allann tímann.
Og sólin kominn alla leið.
Hér erum við tvær Ásthildar, ólíkt höfumst við að. En það er líka allt í lagi, önnur á útleið hin rétt að byrja.
Hanna Sól, verður hún leikari, arkitekt, fyrirsæta eða hönnuður? Henni stendur allt til boða eins og öðrum íslenskum stúlkum í dag. Ef þær bara halda sínu striki og láta ekki olnboga sig afturfyrir karlpeninginn.
Við fórum líka á þorrablót á Hellu hjá afa og ömmu Stelpnanna.
Ásthildur á tali við ömmu og örugg hjá pabba.
Hanna Sól og frænka hennar fengu líka að vera með.
Þrír ættliðir, maturinn var í boði húsbóndans sem hafði að mestu séð sjálfur um matargerðina. En þessi mynd er sett inn sérstaklega fyrir Kollu og Lúlla, flottur barnabarnið ykkar.
Og stelpurnar fengu Ís.
Vá hvað pabbi er flottur!
Hver annari flottari þessar kvenpersónur!!
Svo var farið í afmæli hjá litla Arnari Milos, en hann varð þriggja ára.
Langflottastur.
reyndar átti Júlíana Lind mín afmæli í gær.
Innilega til hamingju með 13 árin prinessan mín.
Hvar er ég?
Í fjölskyldugarðinum, að skoða hestana auðvitað.
Selirnir eru líka afar spennandi.
Að horfa á sjónvarpið, er líka ágætt.
Hittum Kristínu frænku, en hún býr í Mexícó. Er hér í heimsókn hjá börnunum sínum, sem hér eru.
Afi og stelpurnar í Smáralindinni.
Þetta er skemmtilegt.
Það var líka gaman að fara í pössun meðan afi og amma skruppu á útsölurnar. Sem var nú meira gert fyrir þær, af því það var svo gaman í pössun. Við fórum líka í bíó, þær voru reyndar dálítið smeykar og ekkinn í lokin var ekta, þegar þær héldu að söguhetjan hefði dáið. Við sáum þykknar upp með kjötbollum... eða eitthvað þannig.
Púsl er alveg æði. En þær fengu líka að fara í bíó.
Hér er verið að ræða við mömmu á Skype, alvaran leynir sér ekki.
Eða þannig
Afi!!! þessi stelpa er ótrúlega gefandi og kærleiksrík.
Úlfur er góður að hjálpa til.
Svo má taka dansspor, það er gott líka.
Alltaf saman flotta stelpan hún Hanna Sól.
Eins og hún hafi ekki gert annað en að pósa.
Sæt saman.
Himnarnir gráta þegar litlu stelpurnar mínar fara til Vínar. Nei það er víst bara ég sem geri það.
Landið okkar er fagurt, venjulega á þessum tíma er það hvítt af snjó, en snjórinn er víst bara í New York, París Lundúnum og Jerúsalem.
Þó sést föl á heiðum.
Og klakabrot á fjörðum.
Fallegt engu að síður.
Gæti verið á tunglinu. Úbbs nei bara Steingrímsfjarðarheiði.
Falleg klakamunstrin í ís á fjörðunum vestfirsku.
Tignarlega rísa fjölliin úr sjó.
Sól alla leið.
Meiri íslistaverk.
Degi hallar.
Klakaböndin mynda falleg listaverk.
Hesturinn skín við síðdegissólu.
Fjöllin speglast í sjónum.
Og ský mynda dularfulla ramma um hæstu tinda.
Já það má lesa ævintýri út úr þessum skýjum.
Og svo blasir Ísafjörður við. Með kubbann frá öðru sjónarhorni.
Ernirinn og fjörðurinn. Við erum komin heim.
Brandur og Snúður eru glaðir. Sigurjón og mamma hans hafa hugsað um þá meðan við vorum í burtu og líka hænurnar. Svo hér er allt sem best verður á kosið. Takk fyrir það elskurnar.
En hjá okkur Ella tekur við nýr kafli í lífinu. Nú þarf að huga að vorinu, sáningum og svo uppbyggingu vinnunnar í sumar. Það er alltaf nóg sem þarf að huga að.
En í dag er ég hálf lasin, tekst ekki að ná úr mér þessu kvefi og ná upp orkunni. Það kemur samt fljótlega.
Mikið var gaman að hitta alla sem ég hitti í Reykjavikurförinni. Suma sem ég hef ekki hitt fyrr, en þekki héðan og reyndar annarsstaðar frá. Og bara alla. Og sendi hinum knús sem ég hitti ekki í þetta skipti.
Eigið öll góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.2.2010 | 23:27
Elskuleg mín.
Hef ekki haft tíma til að skoða öll innlegg, var rétt að koma heim, en ég heyrði svo frábæra sögu í Reykjavíkinni að ég verð að deila henni með ykkur. Lofa að lesa og svara ykku öllum á morgun.
En sagan er svona; Og hún er frá annari hendi, frá þeirri fyrstu, sem er mjög vel inn í málefnum líðandi stundar,
Bretar og Hollendingar voru búnir að taka á leigu hótel í London, ráða fullt af lögfræðingum, viðskiptafræðingum og hagfræðingum, og bjuggust við nokkurra mánaða deilum við íslendinga um Icesave. Þarna sátu þeir allir tilbúnir í slaginn, þegar dyrnar opnuðust og inn kom......................... einn afdankaður stjórnmálamaður, gagnfræðamenntaður með pennan á lofti og gólaði; Hvar á að skrifa undi ég nenni ekki að standa í þessu....... Og auðvitað var bara skrifað undir og svo heyrðist bara JIBBÝ um allt hótelið. Ég get svo svarið það að ég skora á fréttamenn að skoða hvort þessi saga er fleipur eða sannleikur, því svo sannarlega talaði þarna að mínu viti aðili sem þekkir vel til í málunum.
Hvernig í andskotanum eigum við að halda andlitinu ef þetta er svona? Ég bara spyr, vegna þess að ég er ekki tilbúin til að láta börnin mín og barnabörnin sitja í gapastokk fátæktar út af einhverjum vini fjármálaráðherra. Og ég er ekki tilbúin í að láta ræna af mér æruna og líf mitt, út af svona bjánagangi. Ég er heldur ekki tilbúin til að samþykkja að þjófarnir fái 80 % niðurfelldar skuldir meðan ég á að borga allt upp í topp. Sorrý bara.
Jóhanna farin á taugum og flúin af vettvangi, Steingrímur búin að ljúga okkur upp í rjáfur yfir hvað þetta var nú allt saman besti samningur sem við gátum fengið, með besta vin sinn með pennan á lofti til að skrifa undir í hans nafni. Fjandinn hafi það fólk, ætlum við virkilega að sætta okkur við þetta? Ætlum við virkilega að bara borga skuldir sem við eigum ekki, og bogna, blikna og segja börnin okkar á sveitina bara til að bjarga mannorði karls sem varð fjármálaráðherra af því að fólk treysti honum til góðra verka, og af því að fólk trúi því að kerling sem stendur ekki einu sinni undir því að geta kallast sannur íslendingur, út að ESBást, lofaði okkur skjaldborg sem aldrei hefur litið dagsins ljós.
Hvenær ætlum við að vakna og leyfa okkur að brjálast og senda þetta lið út í hafsauga, ásamt Sjálfstæðismönnum og Framsókn? Eigum við ekkert stolt eftir? Eina vitið er að fara fram á við forsetann að hann setji þessa vonlausu ríkisstjórn af, og hlusti á þjóðina og fari fram á að hér verði sett á utanþingstjórn fagfólks sem bæði þorir, getur og vill vinna það sem best kemur þjóðinni, en ekki spilltum stjórnmálamönnum, í hvaða flokki sem þeir sitja í. Förum upp út pólitískum hjólförum og heimtum utanþingsstjórn.
Nebb ég segi hér með nei!! og aftur nei!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
6.2.2010 | 12:53
Hæ ég er ekki dauð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
29.1.2010 | 12:52
Kúlulíf.
Nú fer að styttast í að litlu gleðigjafarnir mínir hverfi á braut. Þær hlakka auðvitað til og mest þó Hanna Sólin mín. Hin er meira hugsandi yfir öllu. Segist vera hrædd. Ég held að hún skynji að það eru miklar breytingar í vændum. Hún er eins og amma sín, föst í viðjum vana.
Sólin og snúllinn.
Amma ég ætla að hjálpa þér að elda matinn, segir sú stutta.
Hrært í sósunni.
Við erum báðar sorgmæddar, amma toguð og teygð þar að auki.
Svo hlæjum við bara að öllu saman. Vegna þess að þrátt fyrir allt er lífið dásamlegt.
Og Brandur þarf svolítið að siða Snúð til. Þ.e.a.s. hann er alltaf að reyna að leika við Brand og hann vill ekki svona smábarnalæti.
Það þarf því að taka kettlingin föstum tökum.
Og sætta sig ekki við neitt minna en fulla uppgjöf.
Hér er öskubuska að bíða eftir góðu norninni.
Og Voila eins og hendi veifað komin í danskjólinn.
Ásthildur fékk þessa fínu kórónu á leikskólanum sínum. Hún var voða stolt svo var líka veisla.
Agalega fín stelpa.
Svo var haldið kveðjupartý hjá Hönnu Sól fyrir vinkonurnar sem hún hefur eignast á Sólborg. Því miður vantar eina hana Snæfríði en hún er úti á Kanarí.
Auðvitað var svo farið í að máta kjóla, hvað annað?
Þetta er nú einu sinni Prinsessupartý.
Flottar stelpur.
Það er líka gaman að klifra.
Hver annari flottari þessar elskur.
Sumar brugðu sér á hestbak.
Loks var gert virki. Þannig var allt týnt til sem hægt var að nota í slíkg.
Ísafjörður heldur áfram að vera jafn fallegur, og sífellt bjartari.
Þær náðu þó ekki að drekka sólarkaffi, því það gerum við þegar sólin skín. Þó hún sé nú komin alla leið niður í Sólgötu.
Hún er samt ekkert langt undan.
Seinasti morguninn í Kúlunni. Svona er lífið bara. Það gefur bæði mikla gleði og svo sárar stundir, sem erfitt er að sætta sig við. Þó heldur lífið áfram og við ráðum hvernig við tökum á því. Við getum lagst í sorg og sút verið bitur og reið. Eða við getum hugsað fram í tímann og séð að það borgar sig alls ekki, því það gerir ekkert fyrir mann nema eyðileggja allt það góða og fallega. Og eftir þennan dag kemur annar, með eitthvað skemmtilegt og öðruvísi. Svo hitti ég þær einhverntíman aftur og vona bara að þær hafi ekki gleymt mér og kúlunni, afa eða Úlfi.
Sjáumst síðar kæru bloggvinir. Og eigið góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
27.1.2010 | 17:22
Rambar Ísland á barmi borgarastyrjaldar?
Þetta hefur hvarflað að mér nú um nokkurn tíma. Þegar ég les blogg og spjallsíður þá sé ég að fólki er heitt í hamsi. En ekki bara þar, heldur fólki í kring um mig, þó það sé ekki endilega sammála mér í pólitík, þá samt sem áður brennur ýmislegt á þjóðarsálinni. Og ef við skiljum flokkadrættina undan, þá er það fyrst og fremst spillingin, óheiðarleikin, feluleikurinn, loforðasvikinn og plottið sem er að fara með hreinlynt saklaust fólk.
"Ég verð að viðurkenna" sagði einn við mig í dag, "þegar þú byrjaðir að tala um utanþingsstjórn leist mér ekkert á slíkt, en núna" sagði hann," skil ég að það er það eina sem kemur til greina". Og þetta er stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar.
Ég les um svikaplott upp á upphæðir sem ég geri mér ekki einu sinni grein fyrir hvað þýða, frekar en ég veit hve langt er til tunglsins, svona ímyndarlega séð. Brosandi svikahrappar með allt sitt á hreinu í Tortola og Langbortistan stillandi sér upp fyrir framan myndavélar og náttúrulega alsaklausir. "Gjaldþrota gamlir jakkafatagaurar sem sagt er að aki um á milljónajeppum, uppþornaðir pólitíkusar sendir til að semja um erfið milliríkjamál, sem vitað er að hafa enga getu í slíkt eða settir í stjórnir banka. Lögfræðingar, bankastjórnendur, allskonar leiðtogar sem ekki má hrófla við...... og svo gleymnir ríkissaksóknara sem gleyma jafnvel hvað mágkonur þeirra heita og jafnvel synir. Og allt er þetta í lagi og ekki hægt að hrófla við neinu af því að lagabálkar búnir til að þeim sem vilja geta sleppt skúrkunum, virka ekki á svona aðal. En svo les maður líka um örvæntingafulla foreldra unglinga sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni, af unggæðishætti gengu ef til vill aðeins of langt, en mest skilst manni hafi verið ofsagt um sektir, að þar á enga miskunn að fá. Þeir skulu sitja í fangelsi hundeltir af saksóknara eftir saksóknara eftir því sem fyrsti saksóknarinn er of kærulaus, lesblindur eða bara jafn spilltur og allir hinir neyddist til að hætta við málsókn.
Og ég spyr, með lítið barnapartý heima hjá mér litlar stelpur að kveðja litla dóttur dætur mínar tvær sem eru að fara til Vínar, og vegna ástandsins koma ekki heim í sumar. Því það er miklu ábatasamara fyrir dóttur mína að vinna í Vín, en að reyna að koma heim í sumarfrí, HVAÐ ER AÐ OKKUR? AÐ LÁTA ALLT ÞETTA YFIR OKKUR GANGA ENDALAUST.
Erum við frosin, hrædd eða trúum við lyginni sem er troðið ofan í kokið á okkur á hverjum degi?
Hvað er að þegar bara nokkur hundruð manns nenna að mæta á Austurvöll til að mótmæla þessu öllu? Í stað þúsunda?
Við erum vel upplýst fólk, við getum fylgst með fréttum, og þó þær séu einhliða og alltaf fylgjandi ráðandi öflum eða peningafólkinu, þá getum við bæði lesið um þetta á netinu og skoðað það í erlendum fjölmiðlum. Samt sem áður sjáum við ennþá einfaldar húsmæður/húskarla úr sveitinni mala eins og foringjar þeirra vilja, velmenntaða sérfræðinga tala annað hvort gegn eigin sannfæringu eða með loforð um vegtitla eða gott starf í Brussel.
En almenningur brennur. Og hvenær gerist það? Þegar stjórnvöld og kyndarar fjórflokksins ganga of langt? Ganga svo mikið of langt að það kviknar í púðurtunnuni.
Íslenskir kjósendur bera mikla ábyrgð. Þeir hafa nánast gengið að kjörborðinu og kosið algjörlega ábyrgðarlaust í yfir 20 ár, með lyginni og loforðunum sem hafa verið svikin jafnóðum, en alltaf verið fyrirgefið af sauðunum.
Það er kjósendum að kenna að við erum komin í þessa óþolandi aðstöðu með kæruleysi sínu um atkvæði sitt og meðvirkni, látandi ljúga að sér endalaust með smjaðri og smeðjulegheitum. Svo er öllu gleymt eftir kosningar og mennirnir sem lofuðu öllu fögru komust fram með sitt, og þá kemur þeim ekkert við litli jón og gunna lengur fyrr en eftir fjögur ár. En hvað þá? jú litli jón og gunna eru annað hvort búin að gleyma þessu öllu eða halda að nú sé þetta öðruvísi. Er nema von að maður vilji að fólk fari í greindarpróf til að geta kosið?
Já ég spyr rambar Ísland á barni borgarastyrjaldar? þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Það var einu sinni sungið lag af Pálma Gunnarssyni sem hét; Af litlum neista verður oft mikið bál.
Hvenær verðu lítill neisti að stóru báli sem ekki verður auðvelt að stöðva? Ég sé öll merki þess að það geti gerst fyrr en seinna, ég finn það líka á sjálfri mér að það er suttur kveikjuþráðurinn orðin í mér.
Málið er að yfirstéttin, pólitíkusarnir og útrásargaurarnir og fólki sem þeir eru að raða á jöturnar eru svo langt frá okkur hinum að þau einfaldlega gera sér enga grein fyrir að bálkösturinn er nú þegar hlaðinn, það er búið að hella bensíninu yfir og nú er bara eftir þessi litli neisti.
Ég álít að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. Það eina sem ég get sagt er að ég vona að þeir sem eru yfirvegaðri og rósamari verði ofan á og haldi aftur af þeim sem mest eru örvæntingarfullir. Það veit enginn hvenær sál hefur fengið svo mikið nóg að hún sleppi sér. þegar allt er horfið lifibrauðið húsnæðið framtíðin og það sem maður lifir fyrir þá verður hættan sú að fólk ræður ekki lengur við ástandið.
Ef einhverjum finnst þetta óhugsandi, vil ég benda þeim sama á að ég var í Serbíu í sumar. Þar geisaði stríð milli ættbálka fyrir bara nokkrum árum. Menn drápu mann og annan. Ég kynntist þessu fólki í sumar, margir af þeim höfðu lent í því að vera fluttir nauðungarflutningum frá Króatíu yfir landamærin. Það var alltaf sagt að Serbar væru óargadýr. Það fólk sem ég kynntist og var þverskurður af serbum, reyndust vera fólki eins og ég og þú. Yndislegt gott fólk, glaðlegt og hamingjusamt. Þó gerðist einmitt það að upp úr sauð svo svakalega að menn drápu fyrrverandi nágranna sína miskunnarlaust af minnsta tilefni, Þar voru hvorugir saklausir króatar eða serpar.
Það þarf því örugglega að fara varlega í að ýta þjóðinni svo út í horn að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Og það er bara ekkert svo langt í það því miður. Sérstaklega þegar maður upplifir að það eru nokkrir fíflabeinsturnar sem rísa hátt og þar situr fólkið og gín yfir eignum, lífi og limum þjóðarinnar. Þegar fólk skynjar að það húsnæði sem það hefur stritað fyrir er svo bara selt á brunaútsölu til gæðinga ráðamanna. Og tól og tæki sem áttu að skapa lífsviðurværi fer sömu leið. Að bankarnir sem hafa ráð manna í hendi sér, eru að úthluta sérgæðngum því sem verið er að taka frá almúganum. Þá segi ég hingað og ekki lengra. Það er þegar farið að tala um bæði fallöxi og gapastokk á Austurvelli. Ég mæli nú frekar með því að þar verði reist útisena, þar sem hægt verður að setja spillingaröflin upp á og rassskella þau í augsýn þeirra sem misst hafa allt sitt.
Þó að það bjargi ekki tapinu, þá getur bara vel verið að það hjálpi sálartetrinu að sjá sjálftökfólki og þá sem hjálpuðu því til þess og jafnvel tóku þátt rassskellt ærlega á Austurvelli. Ég minni á að það gerðist einmitt hér á Ísafirði að yfirvald var rassskellt upp við staur á Silfurtorgi. Við getum allt sem við viljum með samtakamætti.
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
26.1.2010 | 17:50
Að pakka niður.
Ég ætti fyrir löngu að vera byrjuð að pakka niður dótinu telpnanna minna. Málið er að ég hef byrjað á því þrisvar og í öll skiptin fengið svo sárt fyrir brjóstið að ég hef ekki getað byrjað. Þó er ég búin að þvo af þeim það mesta og setja í haug. Það er bara svo fjandi erfitt að pakka niður kjólunum, púslunum, bókunum og því sem tilheyrir þeim. Vitandi ekki hvenær ég sé þær aftur. Það er ótrúlega sárt. Og það sem verra er ég get ekkert annað en látist vera glöð og samgleðjast þeim að vera að fara til pabba og mömmu. Því auðvitað er það það besta, og þær hlakka til. Þó þær skilji ekki alveg að með því þarf að yfirgefa kúluna og hænurnar ballettin, sundtímana og allt sem fylgir. Og svo er mamma auðvitað að fylgjast með og verður sorgmædd að vita af mömmu sinni í sárum. Því hún veit betur en nokkur annar hve sárt það er. Þar sem hún hefur nú gengið í gegnum það allt saman s.l. tvö ár.
Ég segi samt sem áður, ég myndi gera þetta allt saman aftur, ekki bara af því að þær eru svo yndislegar, heldur líka af því að ég elska barnið mitt svo mikið. Hún á skilið að fá tækifæri til að ljúka sínu námi og verða það sem hana hefur alltaf dreymt um, dýralæknir.
Þetta er satt að segja að fara með mig. Síðasti balletttíminn, síðasti sundtíminn, síðustu dagar í leikskólanum, það á að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær þann dag í leikskólanum. Síðan ferðin suður og svo fara þær til mömmu sinnar með pabba sínum.
Þá byrjar nýr kafli í mínu lífi. Ég veit að þetta verður erfitt í fyrstu, en það er ekkert eðlilegra en að börn séu hjá foreldrum sínum, og ég ætti og reyndar geri það að gleðjast með litlu fjölskyldunni að sameinast.
Hanna Sól sagði við Isobel í dag á leiðinni í ballettinn. Sko, ég bý á Ísafirði, pabbi í Reykjavík og mamma í Vín.
Í gær sagði Ásthildur á leið heim úr leikskólanum; amma ég ætla að veiða fisk fyrir þig. Ég ætla að veiða fisk fyrir þig, afa og mig. Ég ætla að veiða hann í sjónum. Ekki veit ég hvað kom henni til að hugsa svona. En þessi litlu atriði verða einhvernveginn svo stór allt í einu.
Þær fengu aðeins að koma með ömmu í vinnuna um daginn, það var rosa spennandi.
Brandur er hættur að vera í fýlu og búin að taka fjölskylduna í sátt. Hann er nú reyndar að siða litla dýrið til. Stelpurnar gera sér ekki alveg grein fyrir að Snúður fer ekki með þeim. En auðvitað bíður Trölli stóri bróðir þeirra í Vín.
Ég er búin að ákveða að leyfa þeim að hjálpa mér að pakka niður kjólum og dóti, það verður sennilega auðveldara fyrir okkur allar. En ekki fyrr en eftir veisluna á morgun. Þá ætla ég að halda stelpupartý fyrir nánustu vinkonur Hönnu Sólar.
Það er hluti af sportinu að klæða sig upp í prinsessukjóla.
Og þeir eru svo sannarlega notaðir.
Úlfur er ansi liðtækur stóri bróðir, hér er hann að greiða prinsessunni fyrir afmæli Ásthildar.
Og við bökuðum auðvitað vöfflur með rjóma.
Það er alltaf stutt í músikina hjá þeim, þær syngja algjörlega í réttum dúr og takti mörg lög, sum þeirra erfið. En þær eru báðar svona líka klárar.
Að vísu finnst Úlfi lítið til strumpanna koma, en hann dansar samt með þeim stuttu.
Ennþá eru Skafti og Tinna hér, en í vor missi ég þau til Noregs.
Vöfflurnar komnar á borðið og táningarnir tilbúnir.
Og hún fékk m.a. kaffistell.
Og börnin skemmta sér vel.
Börn þurfa alltaf að fikta í kertum, það er bara þannig.
Hér er verið að leika með bollastell.
Unglingarnir í tölvunni.
Ég vona að barnabörnin mín nái að verða eins náin og börnin mín og þeirra systkinabörn, þó lönd skilji að í bili. En ég vona bara að þau verði öll nálægt mér þegar hlutirnir fara að lagast.
Og ég verð að trúa því að hlutirnir lagist, þó það þurfi að rippa upp samfélagið og reka mann og annan, þá skal svo verða sem ég heiti Ásthildur Cesil.
Þau eru nefnilega hvert öðru yndislegra.
Minnstu börnin á bænum.
Hver segir að strákar geti ekki leikið sér í mömmó?
Meira að segja mestu litlu karlrembusvínin á þessu heimili. Hehehehe.. Óðinn tilkynnti mér í dag, þegar við fórum að sækja langafa til að versla að hann ætlaði að verða hermaður, hann ætlar sko ekki í framhaldsskóla. Hann er samt ekki viss hvort hann ætlar að fara í hermennsku í Noregi, Þýskalandi, Danmörku eða jafnvel Afríku. Stóri frændi er nefnilega hermaður í Írak.
Þó að prinsessurnar mínar og prinsessukjólarnir fari, þá verður samt eftir fatakistan hennar ömmu, þar sem gætir ýmissa grasa.
Ísafjörður jafn þungbúin og sálin mín.
Ég er samt ákveðin í að byrja nýtt líf eftir að þessu lýkur. Þá ætla ég að breyta um stíl og fara að hlú að sjálfri mér og Úlfi og Ella mínum. Málið er að þó manni finnist hjartað vera að bresta og allt að hverfa, þá kemur alltaf eitthvað nýtt. Við verðum alltaf að stefna fram á við og reyna að gera gott úr öllu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 2
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 2024040
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar