Þetta er eiginlega orðið drepfyndið.

Er ekki franskur Evrópuþingmaður komin í hörku rifrildi við íslenska alþingismenn, þar sem hann talar máli Íslands en þau breta og hollendinga?  Viljiði gjöra svo vel að klípa mig í handleggin svo ég vakni, ég er víst einhversstaðar á milli draums og vöku að horfa á Spaugstofuna..... eða þannig.

Hvað er í gangi hjá ríkisstjórn og þingmönnum meirihlutans?


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Maður fer vist að spyrja sig hvað sé í gangi fyrst þau hjú vilja endilega greiða (láta okkur greiða) meira en nauðsynlegt er . Því miður skilst mér að þú sest því miður ekki í draumi heldur í martröð raunveruleikans

Kidda, 11.1.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Ásthildur þetta er algjört kex.

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2010 kl. 20:18

3 Smámynd: Halla Rut

já, spáðu í það. Hann er að tala fyrir Ísland og Íslendinga og Samfylkingin talar máli Breta. Þetta er það ótrúlegasta sem til er.

Það bara verður að koma þessu fólki frá og það strax eða áður en skaðinn verði það mikill að hann verði hreinlega ekki aftur tekin ef það er ekki svo komið fyrir okkur nú þegar.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 20:32

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tekur eiginlega Spaugstofunni fram

Jónína Dúadóttir, 11.1.2010 kl. 20:50

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er nú ekki flóknara en þetta að fremja pólitískt Harakírí í beinni.  Ekki að ég muni sakna þeirra Bjarnar og Ólínu. Vona bara að þau fái þokkalega borgaða vinnu eftir carríerfloppið.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 21:06

6 identicon

Það er skrítin fugl kanínan.Hugsið ykkur fólkið sem kaus þetta lið.Það á að setja svona lið af með einhverjum ráðum,ég er saklaus af því að hafa kosið þetta yfir mig.

BjörnBirgisson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 21:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já heimskan reiðir ekki við einteyming.  Ég legg til að þeir íslendingar sem endilega vilja láta okkur borga Icesave hvað sem það kostar, verði sendir í pant til Bretlands og Hollands og látnir  vinna af sér skuldina, þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því ef þeir taka börnin barnabörnin og barnabarnabörnin, barnabarnanbarnabörnin og næstu kynslóðir sínar sín með í slaveríið.  Fyrst þeim er svona mikils um vert að borga hvað sem það kostar, þá er best að þeir sjái bara um það.  Við hin getum svo dundað okkur við að endurreisa Ísland, koma spillingaröflunum frá og innleiða betri og heiðarlegri vinnubrögð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2010 kl. 22:21

8 Smámynd: Ólafur Als

Já, þetta er vondur leikur og óskiljanlegur nema í því pólitíska ljósi sem málið er borið fram af yfirvöldum og þeirra handbendum. Maður hefði e.t.v. skilið það að þessir þingmenn hefðu tekið stuðningnum fagnandi en fundið að einhverju í málflutningum, svona til þess að árétta það að notast við hið haldbæra í máli hins franska hagfræðings. En það er ekki svo gott, þau rembast eins og rjúpan við staurinn að afsanna allan þann málflutning sem gæti komið íslenskum skattborgurum að notum. Eins og gefur að skilja hefur þeim mistekist þetta ætlunarverk sitt og þau standa nú eftir berrössuð á torgi almenningsálitsins, rúin trausti og virðingu samlanda sinna. Svei þeim!

Ólafur Als, 11.1.2010 kl. 22:49

9 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Og samkvæmt þessu: http://www.visir.is/article/20100110/FRETTIR01/17891432 þá er hann einn af höfundum tilskipunar evrópuráðsins um ábyrgð.

Og Samfylkingin (Ólína ofl) segir hann ekki hafa rétt fyrir sér?

Þetta er Sirkus.

Jón Á Grétarsson, 11.1.2010 kl. 23:51

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Var að velta einu fyrir mér í dag þegar kosið er þá er kosið um fjóra flokka að mestu leiti með smá undantekningum nú síðast Borgarahreyfingunni, þegar talið er upp úr kössunum fá flokkarnir mismunandi atkvæði þeir sem fá mest verða að fá að minnstakosti einn flokk með sér til að mynda meirihluta þannig að það er happdrætti kjósandans hvað hann fær yfir sig jafnvel þótt hann hafi talið sig hafa kosið að skinsemi, þegar flokkarnir hafa náð saman þá kremur stærri flokkurinn þann litla með hótunum um stjórnarslit ef hann verðu ekki samvinnuþíður og til að halda stjórninni gerir hann allt fórnar jafnvel landanum sem kaus hann! Þetta stjórnkerfi virkar ekki það er ljóst við verðum að fá breytingu og hætt við að hún náist ekki nema með stórbyltingu kosningar þjóðstjórnar síðan uppstokkun í stjórnkerfinu með reglum þannig að spillingaröflin ráði ekki ríkjum.

Sigurður Haraldsson, 11.1.2010 kl. 23:54

11 Smámynd: Dante

Ég er mjög sammála Sigurði.

Það mun ekkert breytast hér á landi fyrr en stjórnarskránni verður breytt. Það verður nefnilega að breyta henni til að hægt sé að breyta kosningalöggjöfinni.

Ég vil láta banna starfsemi stjórnmálaflokka hér á landi. Til vara að eingöngu geti einstaklingar boðið sig fram til alþingis.

Ráðherrar verði eingöngu faglega ráðnir til 4 ára og mega ekki vera alþingismenn. Sama gildir fyrir ráðuneytisstjóra og aðra háttsetta embættismenn þessa lands.

Mig grunar að ég æri óstöðugan með þessum hugmyndum.

En ef einhver hefur betri hugmyndir um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir spillingu og flokkadrætti, þá vinsamlegast tjái hinn sami sig hér.

Núverandi kosningakerfi er hreinlega hannað fyrir svona spillingu eins og alþjóð hefur orðið vitni að og þetta kerfi hefur gert Ísland að einhverju ótrúlegasta bananalýðveldi mannkynnssögunnar.

Dante, 12.1.2010 kl. 00:11

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson


Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Þorleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 23:26

Sigurður Þórðarson, 12.1.2010 kl. 00:36

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samfylkinginn er búin að koma Jóni Sigurðssyni fyrrum forstjóra fjármálaeftirlitsins sem bankastjóra Íslandsbanka þetta sem og það sem þú skrifar um Sigurður Þórðarson er til að styrkja orð mín gagnvart stjórnkerfinu með öðrum orðum spilling og mútur sem á endanum koma fram í lnadráðum.

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 00:52

14 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mikið rétt Ásthildur. Búinnn að klípa mig sjálfur yfir þessu sama...

Guðmundur St Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 00:56

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Maður spyr sig, hvað þarf til þess að fólk sem æst er í að greiða fyrir IceSlave sjái ljósið???

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.1.2010 kl. 01:13

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.   Ég hef nú í nokkrum greinum rætt einmitt um að banna stjórnmálaflokka í 2 - 4 ár, fá utanþingsstjórn, valinkunnra sérfræðinga og gefa fjórflokknum frí.

Það er orðið nauðsynlegt til að að koma lýðræðinu á aftur.  Hér ríkir spillingin ein og enginn vilji virðist vera til að koma henni burt.   Nú er reyndar lag að skora á forseta vorn að skipa utanþingsstjórn.  Hann getur samkvæmt stjórnarskrá rofið þing, væri gaman að vita hvort hann geti líka skipað utanþingsstjórn til lengri tíma í upplausnarástandi eins og nú er.  Þetar traust almennings í landinu á alþingi og stjórnvöldum er enginn.  

[i]22. gr. Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi eigi síðar en tíu vikum eftir almennar alþingiskosningar. Forsetinn setur reglulegt Alþingi ár hvert.

23. gr. Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum.
Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.
Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið], enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum] eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.
Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta[/i]

Látum á þetta reyna og skorum á forsetan að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn, málið er reyndar grafalvarlegt að mínu mati, því ekki verður betur séð en ráðamenn ætli sér að koma okkur undir erlend yfirráð með góðu eða illu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2010 kl. 08:43

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því miður verð ég að vera samála þér ÁsthildurNú virðist ekkert vera í stöðunni annað en slíta stjórninni þetta kerfi virkar ekki.

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 10:26

18 identicon

svo furðulegt,er tíbíst fyrir ríkisstjórnina

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 10:35

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eina ástæðan fyrir því að ekki hefur verið þyngri krafa almennings um að ríkisstjórnin fari frá er sú tilhugsun að þeirra í stað komi Sjálfstæðisflokkur og Framsókn.  Slíkur er fráskilnaður þeirra flokka við landið og miðin að fólk vill heldur handónýta ríkisstjórn en taka sjens á því að hinir ræningjarnir taki við.

Þess vegna þarf forsetinn að taka af skarið og skipa utanþingsstjórn, leysa upp þingið og senda pólitíkina beint heim í bólið aftur. 

Það er okkar að krefja hann um það, og standa saman um þá kröfu.  Þetta sem er að gerast fyrir augunum á okkur er skelfilegra en tárum taki það sér hver maður með opin augun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2010 kl. 10:58

20 identicon

Hvor viljið vera Bresk nýlenda eða Hollensk?

CrazyGuy (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:31

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af tvennu illu eru bretar skárri.  Hollendingar eru skaphundar og miklu prinsippfastari og hörkulegri en bretar.  En þá held ég bara að maður færi að hugsa sér til hreyfings. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2010 kl. 12:35

22 identicon

 Hvernig komumst við út úr þessari hringavitleysu sem pólitíkin er í núna, og komumst í einhverja skynsemi í landsmálunum.  Getur forsetinn slitið stjórn valdasjúkra vitleysingja og skipað utanþingstjórn og þá er forsetanum treystandi. Hann er nú þekktur tækifærissinni, enda búinn að vera í flestum stjórnmálaflokkum landsins.

Ég sé fyrir mér talsvert fámennara þing, landið eitt kjördæmi og hámarks þingseta 2 kjörtímabil, og ráðherrar geti ekki komið úr röðum þingfulltrúa. Enhvern veginn held ég að þetta getið slegið á spillingu. Þá má hugsa sér að leggja í þjóðaratkvæði um stór mál, það hlýtur að vera hægt að gera það á einfaldan hátt, þar sem við erum nær öll orðin tengd háhraðagagnaneti.

Datt þetta svona í hug :))  Með kveðju úr Andakíl, Steini Árna.

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:00

23 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð er samt huggun harmi gegn, að nú liggur ljóst fyrir hvar hollusta Jóhönnu og félaga liggur.

Hún liggur með þjösnunum sem vilja kúga okkur til undirgefni.

Ég segi NEI

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar: Enginn vafi að innlán í útibúum erlendis eru á okkar ábyrgð

stjornarradid1.jpgRíkisstjórn Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um ábyrgð gistiríkja á eftirliti útibúa fjármálastofnana innan sinnar lögsögu. Er það hrakið það sem Evrópuþingmaðurinn Alain Lipietz hélt fram í þættinum Silfur Egils í gær að Ísland bæri engar ábyrgðir vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Tilkynningin er svohljóðandi: 

Með aðild sinni að EES-samningnum gerðist Ísland hluti af innri markaði Evrópu. Samkvæmt tilskipunum ESB sem Ísland hefur tekið upp með lögum frá Alþingi gildir eftirfarandi:

·        Banki sem er með höfuðstöðvar í EES ríki stofnar útibú í öðru EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkisins, þar sem höfðustöðvar bankans eru.
·        Banki sem er með höfuðstöðvar í ríki utan EES stofnar útibú í EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs gistiríkisins, þar sem útibúið starfar.

Ljóst er af þessu að þar sem Ísland er EES ríki féllu skyldur vegna trygginga á innlánum í útibúum íslenskra banka í öðrum EES ríkjum á íslenska tryggingasjóðinn.  Þótt meginreglan sé einnig sú að eftirlit með því að fjármálastofnun geti greitt út innlán hvíli á heimaríki hefur af hálfu Íslands samt sem áður verið bent á að eftirlitsstofnanir gistiríkis séu ekki undanþegnar eftirlitsskyldum.

Samkvæmt tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi sem Ísland hefur tekið upp er það skylda sérhvers aðildarríkis EES að tryggja að á yfirráðasvæði þess sé komið á fót innlánatryggingakerfi, sem nái til fjármálastofnana með höfuðstöðvar í því ríki sem og útibúa þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin kveður skýrt á um að útibú í öðrum aðildarríkjum EES falli undir innlánatryggingakerfi heimaríkisins.

Íslensk stjórnvöld hafa á öllum stigum Icesave-málsins haldið því fram gagnvart Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu að um lagalega óvissu væri að ræða varðandi ábyrgð ríkissjóða við kerfishrun á lágmarkstryggingum innstæðueigenda. Jafnframt var strax í upphafi lögð áhersla á að fá úr málinu skorið fyrir viðeigandi úrskurðaraðila eða dómstól, en öllum tilraunum til þessa hefur verið hafnað af öðrum samningsaðilum en það er meginregla í þjóðarétti að ríki geta ekki leyst úr ágreiningi sín á milli fyrir dómstólum nema allir aðilar samþykki. Þessi fyrirvari sem áréttaður er í 2. gr. l. nr. 1/2010 breytir þó engu um þá niðurstöðu að ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkis gildir um útibú banka innan EES þótt annað hafi verið fullyrt undanfarna daga.  

Bjarni Kjartansson, 12.1.2010 kl. 13:06

24 identicon

Já, er ekki kominn tími til að starfstjórn breta og hollendinga á íslandi fari frá? Það er orðið augljóst fyrir hverja stjórnin er ekki að vinna.

Alexander (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 14:09

25 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er svolítið undarlegt, ber jafnvel vott um vanþroska að þurfa undantekningarlaust að slá á útrétta hjálparhönd

Kjartan Sigurgeirsson, 12.1.2010 kl. 14:33

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorsteinn það er ekki spurning að það þarf að fækka þingmönnum og ráðherrum, miðað við höfðatölu held ég að við bruðlum afskaplega mikið. En það er fleira sam þarf að taka á. Hvað með allar nefndirnar og ráðin sem eru á vegum ríkisins, sumar fáránlegar eins og nefnd vegna fjár við þjóðvegi, segi bara sona.  Það eru allskonar fáránlegar nefndir til sem aldrei koma saman og menn fá jafnvel greidd laun þó þeir mæti aldrei á fundi. 

Þarna má skera niður.  Síðan er að taka eftirlaunin af þ.e. minnka þau og að enginn megi taka nema ein eftirlaun.  Og enda starfslokasamninga ef menn fara í önnur störf.  Þetta er BRUÐL af verstu sort.  Það má mikið lagfæra og fækka í ríkisrekstri áður en farið er í að skera niður gamla fólkið, öryrkjana og börnin.

Bjarni þessi yfirlýsing er ótrúleg.  Það þarf að koma þessu fólki frá hið fyrsta.

Sammála Alexander og Kjartan.  Þetta er að verða komið nóg af bulli.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2010 kl. 14:51

27 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er með algjörum ólíkindum, hvað gengur ráðherrum til?

Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 15:33

28 Smámynd: Kidda

Ég er farin að hallast að því að við hljótum öll að vera stödd í martröð sem við losnum ekki upp úr. Hvað er aðþessu liði sem eiga að bera hag þjóðarinnar frmar eigin hag að hugsa

Kidda, 12.1.2010 kl. 17:09

29 Smámynd: Jón Á Grétarsson

 "21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til."

Hann ætti bara að halda áfram og klára þetta mál.

Jón Á Grétarsson, 12.1.2010 kl. 22:24

30 Smámynd: Auðun Gíslason

 

skarfur

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar  dynja á núverandi ríkisstjórn.  Svona hófst í raun þessi samningaruna.  Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls!  Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð.  Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!

Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:45

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er ekki rétt hjá þér Auðun en þegar málsmetandi menn koma hér og segja okkur að þetta sé ekki svona vaxið og gefa okkur vonir um að það sé hægt að halda öðruvísi á málum, þá er bara andskoti hart að þú og þín yfirvöld komi endalaust fram og rakki niður alla sem reyna að leiðrétta glapræðið.  Þið verðið sem betur fer sífellt eingangraðri og meira einmana í málflutningi eftir því sem fleiri tjá sig um málið erlendis frá.  Hvaða tilgangi þjónar þessi málflutningur.  Ég spyr í fyllstu einlægni, er það virkilega draumurinn um að komst inn í Evrópusambandi sem blindar ykkur sýn, eða er það eitthvað allt annað? Hræðsla um að við séum ekki að gera rétt, eða forsjárhyggja, eða bara blind þjónkun við vald?  Spyr sú sem ekki veit, en svo sannarlega skil ekki í hvaða tilgangi þið endalaust reynið að þvæla okkur í net breskra og hollenskra stjórnvalda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 00:51

32 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        SAMKOMULAG er bara ekki samningur.       Frakkar sem fóru fyrir nefndinni sem samdi það,bjuggu yfir vitneskju sem ríkisstjórnin vissi ekki.          ( Þingmenn geta ekki gefið   loforð um ríkisábyrgð.)                                       Þannig er búið að leika okkur grátt allan tímann.          Þessi ríkisstjórn Jóhönnu,hefur legið á vitneskju,sem kemur okkur til góða í baráttunni við kúgarana. Við sem berjumst á móti Icesave,samningunum    nr. 1,2,og 3,erum staðráðin í að láta þetta ekki yfir börnin okkar ganga.  

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2010 kl. 01:23

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Helga mín, við erum ekki tilbúin til að selja börnin okkar í þrældóm, bara til að koma Samfylkingarforystunni inn í góðar stöður í ESB.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2020874

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband