3.4.2011 | 18:06
Karlakórinn Ernir, Gamlir Fóstbræður og mikil skemmtun.
Ég brá mér af bæ í gær, fór á tónleika hjá Gömlum fóstbræðrum og Karlakórnum Erni á Ísafirði. Það var virkilega gaman. Kirkjan fullsetinn og fólk var afar ánægð með kórana báða. Nokkrir ísfirðingar voru með fóstbrærum og þarna mátti sjá kærkomna endurfundi manna sem höfðu ekki sést lengi. Einn þeirra er gamalgróin ísfirðingur og Seljalandspúki Jón Viðar Arnórsson. Hann fylgdi með þegar hann vissi að þeir ætluðu að syngja á Ísafirði. Er annars í Kór Fóstbræðra.
Veðrið lék við Ísafjörð, bæði heimamenn og gesti.
Kórmenn sóla sig fyrir utan, áður en tónleikarnir hefjast.
Gömlu Fóstbræðurnir byrjuðu leikinn. Stjórnandi þeirra erÁrni Harðarson, Þeir byrjuðu á þjóðlegum nótum Yfir voru ættarlandi, voru líka með Maistjörnuna og mér er eftirminnileg setninginn Fyrir þér ber ég fána, þessa framtíðarlands. Lá við að ég fengið tár í augun, yfir ástandinu í þjóðfélaginu. Ég held að margir ættu að rifja upp þessi fallegu gömu lög og ljóð sem skáldin okkar hafa ort til þjóðarinnar.
Karlakórin Ernir tók svo við, stjórnandinn þar er Beata Joó, og undirleikariMargrét Gunnarsdóttir.
Þeir tóku meðal annars vestfirska lagið Selja Litla, eftir Jón Jónsson frá Hvanná, í nýrri afar skemmtilegri útsetningu Ísfirðingsins Vilbergs Viggóssonar.
Kórarnir sungu síðan saman nokkur lög, Hornbjarg, Brimlending, Sefur sól hjá Ægi og í lokin Þú álfu vorrar yngsta land. Þau voru mörgklöppuð upp og urðu að syngja aftur og aftur. Fólk var óskaplega ánægt með tónleikana, hafi Gamlir fóstbræður þökk fyrir heimsóknina.
Síðan fór mannskapurinn til að borða saman. Matreiðslumaðurinn Magnús Hauksson sá um eldamennskuna, en hann er orðin heimsfrægur fyrir matseld sína í Tjöruhúsinu, og alla glæsilegu fiskréttina sem hann útbýr þar.
Þarna er klukkan orðin hálf átta og ennþá skín sólin.
Þessi ágæti maður er konungur kórsins, Kristján tíundi og það er enginn lygi, því hann er sá tíundi í röðinni af bræðrum, og þar sem elsti sonurinn hét líka Kristján, var þessi kallaður Kristján Tíundi, elsti Kritjánin var svo faðir Óla Kitt bæjarstjóra og tónlistarmanni úr Bolungarvík. Sannir heiðursmenn.
Hér er svo Jón Viðar. Hann er ekki lengur þessi ungi flotti strákur, nú er hann bara flottur.
Hann bað mig um að skila kveðju til allra sinna skólafélaga, og hann var svo glaður að koma og hitta ísfirðinga. 'Eg held að við verðum alltaf ísfirðingar, hvar sem við svo lendum fyrir rest.
FLott hjón á bak við barborðið, yfirlæknirinn og frú, hann er reyndar einn af þeim sem ber kórinn uppi, með áhuga sínum.
Maggi Hauks kokkur og Halldór Erolides, þeir voru reyndar miklir vinir Júlla míns.
Takið eftir allir kokkarnir eru karlmenn.
Og það var auðvitað skipst á gjöfum eins og gert er í svona heimsóknum.
Eins og sjá má á þessari glæsilegu konu þá er hún systir Guggu, Gunnu og Ellu Valgeirs, hennar maður er í Gömlu Fóstbræðrum.
Það var líka mikið sungið, og konurnar gleymdu sér líka í söng. Áður en þú skammar mig Dagný mín, þá finnst mér þessi mynd vera æðisleg, grípur hughrifin algjörlega.
Og við eigum líka fullt af færum listamönnum sem skemmta okkur.
Hér syngja okkar menn ítalskt lag sem er afskaplega vinsælt á prógramminu, sungið hér á ítölsku, en það er til texti á íslensku sem kórstjórinn neitar að stjórna undir. Þá verður eitthvað annað að koma til.
Og þá kemur Viðar með plastpoka, ósköp saklaust svona ...
Ha hvað er að gerast? Ég er ekki frá því að einhverjar dömurnar hafi sopið hveljur.
Meiri plastpokar?....
Úff!!!
OJOJOJOJ
Sokkar eru nú einum of hallærislegir!!!
Voila!! klár í slaginn Og fólk farið að grenja úr hlátri.
Það er bara ekki hægt annað.
Já þeir voru klárir í islensku þýðinguna; Veifa túttum Villta Rósa
Tvöfaldur kvartett. Fóstbræður tóku líka lagið nokkrum sinnum, en þeir sungu beint frá sætum sínum, sem sýnir reyndar vel hve vel skipulagður og æfður kórinn er.
Olli og Steini tóku svo fimmundarsöng, Ó mín flaskan fríða.
Svo var að ganga frá... Ekki illa meint, en er þetta ekki alltaf svona, konurnar ganga frá. Reyndar í þessu tilfelli til að spara peninginn held ég. En samt það er nefnilega fullt af karlmönnum í karlakórnum Ernir, alveg stútfullt. En konurnar eru alltaf svo reiðubúnar til að gera hlutina, og svo veina sumar yfir því að við séum ekki jafngildar karlmönnum. 'Eg er ekki að meina þetta beint til þessara vina minna, en get ekki sleppt þessu tækifæri til að grínast svolítið.
Svo er það dýrðarveðrið í dag í gær og í fyrra dag og daginn þar áður og svo fremvegis. Já vorið er örugglega komið.
Strákarnir okkar gáfu út disk núna í vor, hann er afar frambærilegur og yndislegur fyrir þá sem vilja njóta góðs kórsöngs, vel til vandað í alla staði. Mæli með því að ísfirðingarnir okkar út um allt eignist þennan disk til að muna eftir söngmenningu Ísafjarðar. Lifið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.4.2011 | 15:55
Ég er ein af þessum NEIsinnum.
Veðrið hér er yndislegt enn einn daginn. Blómin bókstaflega ryðjast upp og blómstra.
Ég var að hugsa áðan að það er eiginlega orðið dálítið fyndið þetta Icesavestríð. Landið skiptist í tvo hópa Já-hópinn og Nei-hópinn. En það er ekki bara það. Meðan Já-hópurinn virðist hafa stórfé milli handa og auglýsir grimmt jáið sitt, eru Nei- sinnar grasrót þar sem ekki eru til neinir peningar til að berjast fyrir málstaðnum, en margir leggjast á eitt við að koma fólki í skilning um að málið er ekki á okkar könnu það er bara svo einfalt.
Það hafa margir lagt hendur á þennan plóg, og vonandi skilar það sér til fólks, betur en auglýsingaskrum fjármálaafla. Fyrir mér er þetta svona á líka og Davíð og Golíat.
Ég vil sérstaklega benda á tvær konur sem hafa verið einstaklega samhentar og unnið ótrúlega vel að málstað Nei-sinna, en það eru þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Helga Þórðardóttir. Þær koma reyndar sitt úr hvorri hreyfingunni, svo ekki er það pólitísk blinda sem rekur þær áfram, hér eru tvær greinar sem þær hafa sent frá sér. Það er nefnilega svo skrýtið að útvarp allra landsmanna hefur bara áhuga á Jáinu, neiið fær ekki inni hjá þeim og flestum öðrum fjölmiðlum.
http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1154645/
http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1155460/
Svo má bæta þessu við. Tók það af síðunni hans Jóns Vals. http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1155507/
Mér finnst eiginlega þessi deila vera komin í þá stöðu að vera Fjármálaelítan versus þjóðin. Svo er að sjá hvort ég hef rétt fyrir mér. En ég hef aldrei séð þvílíkan áróður fyrir neinu máli fyrr né síðar, bæði sjáanlega og ekki síst dulinn í áróðri þar sem fólk lætur að því liggja leynt og ljóst að allt fari hér til andskotans ef við segjum ekki Já. það sem augljóst er, er að peningarnir liggja á lausu hjá Jáliðum. Vaxa sennilega á trjánum, eða góðum vöxtum í bönkunum.
En af hverju þarf að hafa svona mikið fyrir því að fá þjóðina til að játa á sig skuldaklafa sem hún hefur ekki átt neinn þátt í að búa til? Af hverju eigum við að skrifa upp á óútfylltan víxill fyrir Björgólf Thor og félaga? Það er von að menn þurfi að eyða bæði fé og tíma í að koma því inn í hausinn á okkur kjánunum. Enda höfum við endalaust látið plata okkur upp úr skónum með fagurgala og loforðum, sem hafa svo ekki staðist. Nú er að sjá hvort ennþá einu sinni látum við plata okkur til að borga fyrir herlegheitin sukkið og svínaríið. Já nú er að sjá hvort þjóðin segir ekki bara eitt stórt NEI þann 9. aprí. n.k.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.4.2011 | 19:47
Sokkaband, vor og Aldrei fór ég suður.
Þetta er náttúrulega hárrétti dagurinn til að segja ykkur að við stelpurnar í Sokkabandinu höfum látið undan þrýstingi ýmissa aðila um að koma fram á Aldrei fór ég suður. Þetta er svo sem búið að liggja í loftinu í nokkur ár, en við höfum ekki ljáð máls á því. En núna erum við tilbúnar. Það er rosalega skemmtilegt og spennandi að hittast eftir 29 ár og fara að gera eitthvað saman, við búum svo í þremur landsfjórðungum, svo samæfingin verður dálítið strembin.
Hvað um það þetta hefur kveikt í mér ljós, og ég hlakka til. Að vísu verð ég að viðurkenna að þegar ég fór ofan í kjallara og sótti bassann tók hann upp úr töskunni og áttaði mig á að ég hafði hreinlega gleymt öllu, þá fór um mig hrollur. En sem betur fer þá eigum við stelpurnar marga vini og góða vini sem eru tilbúnir til að styðja okkur og hjálpa á allan lund. Og svo er það bara einhvernveginn þannig að þetta er eins og að læra að hjóla, maður gleymir ekki alveg, þarf bara að ryfja upp.
Svo nú fer dálítill tími í að vinna að þessu verkefni.
Frá tónleikum í Sjallanum, Bára mín að syngja um hann Fidda feita.
Haldiði ekki að kerlingin sé að verða kolvitlaus
Hér er Ísafjarðardeildin að ráða ráðum sínum. Látið ekki blekkjast við verðum algjörar gellur á hljómleikunum.
En það er komið vor hér, og þessi mynd var tekin í gær, veðrið er búið að leika við okkur undanfarna viku.
Elli minn að gróðursetja blóm í dag.
Nektarínan mín ætlar sko aldeilis að blómstra í vor.
Kirsuberin líka
Páskarósin er að ljúka sér af, en jólarósin mín er að blómstra núna sem er óvenjuseint.
Rósamandlan er líka að gera sig tilbúna í slaginn.
svona standa málin utan við garðskálann.... enn þá en það styttist í að þetta hvíta hverfi.
Þetta er gæludýrið okkar. Álmur sem er orðin margra ára gamall, og er orðin einskonar bonsai, en án illrar meðhöndlunar. Enda líður honum vel þessari elsku.
Svona er lífið á vorin. allt lifnar, jafnvel gamlir ljósastaurar syngja.
http://www.youtube.com/watch?v=qHndptuFPJ0
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.4.2011 | 11:08
Smá hugleiðing.
Bara svona smáhugleiðing. Það er yndislegt veður núna dag eftir dag, og fólkið brosmilt og fullt tilhlökkunnar til sumarsins. Það svífur samt dökkt ský yfir, en það er þetta Fjandans Icesave. Ég vona innilega að neiið verði ofaná. En ég er ákveðin í að vera ekki viðstödd þegar úrslitin verða ljós. Treysti mér ekki til þess satt að segja, eins og strúturinn sem stingur hausnum í sandinn.
Mér finnst nefnilega skipta miklu máli að við neitum því að gefa leyfi til ríkisábyrgðar á einkaskuldum.
Jásinnar eru komnir á síðasta hálmstráið nú er það; að við verðum svo óvinsæl erlendis ef við samþykkjum þetta ekki. Það er einfaldlega ekki rétt, það fólk sem ég tala við fylgist með og vonar að við segjum nei. Því margir eru orðnir dauðþreyttir á þessu bankahruni og mokstur í að viðhalda bönkunum í stað þessa að huga að fólkinu sjálfu. Peningarnir koma alltaf fyrst.
Fyrir tveimur árum var ég að tala við þýska vini mína um ESB þau sögðu, þið verðið að standa gegn þessu. Þið eruð sennilega eina þjóðin sem getur það, vegna þess að þið hafið allt sem þarf, og þið eru staðsett þannig að ykkur eru allir vegir færir. Og ef þið segið nei getur það orðið til þess að frelsisbylgja fari um Evrópu. Það er einmitt það sem ráðamenn eru hræddir við, þeir vita nefnilega af óánægjunni.
Annar vinur minn sagði, líttu á landakortið hann sýndi mér kort af Evrópu og Ameríku og litla Ísland mitt á milli, sjáðu sagði hann hvar liggja allar leiðirnar? Ísland er nafli jarðarinnar.
Þeir sem vilja ganga í ESB tala gjarnan um að við neisinnar séum illa að okkur, rasistar og útlendingahatarar er nýjasta kenningin. Höfum aldrei ferðast erlendis og séum illa menntuð. Þess vegna séum við svona heimóttarleg og vitum ekki betur.
Málið er að það er einmitt af því að ég hef ferðast mikið, farið víða og vingast við marga á þeirri vegferð sem ég skil hve landið okkar er einstakt, og hvað við gætum öll haft það gott, ef við yrðum svo heppinn að fá stjórn sem kynni að meta dugnaðinn og seigluna í íslendingum. Geti virkjað orkuna sem í okkur býr ef við erum ekki reyrð niður á klafa einhverra staðla sem gerðir eru í milljónasamfélgai þar sem ekki er hægt að leyfa það frjálsræði sem við getum búið við í okkar litla samfélagi. Nei allt skal sett niður í regluverk sem oft stenst ekki á neinn hátt miðað við fámennið hér.
En það er þessi útlendingssleikjugangur sem er verstur. Að skríða fyrir erlendum ráðamönnum eins og þeir séu eitthvað æðri eða betri en við. Það er einfaldlega rangt. Og eitt er víst það fær ENGINN virðingu fyrir sleikjugang. Virðinginn kemur með því að standa keikur á sínu og bera virðingu fyrir sjálfum sér og sínu fólki.
Mér finns óþolandi þessi sleikjuháttur í okkar ráðamönnum gagnvart Evrópusambandinu og erlendum ráðamönnum. Þeim eru líka mislagðar hendur og þeir eru bara menn eins og hver annar. Mér verður illt að hugsa til þess hvernig okkar ráðamenn hafa hagað sér gagnvart bretum og hollendingum í stað þess að segja að þjóðin sé ekki á nokkurn hátt bundinn af skuldum einkabanka, og að við krefjumt þess að dómstólar skeri úr um það hvort okkur beri yfirleitt að borga.
Það er betra að falla með sæmd en að læðupokast svona og halda að við hlæjendurnir séu vinir. Mér dettur í hug sagan um fuglinn sem gat ekki flogið og það var svo kalt að hann var að deyja úr kulda, þá ber þar að belju sem skeit yfir hann, og honum varð hlýtt, þá kom köttur og sleikti af honum kúkinn og át hann svo.
Það er ágætt að hafa þessa sögu í huganum stundum. Við vitum nefnilega ekki hverjir eru vinir okkar fyrr en reynir á. Þá kemur í ljós hver er kýrin og hver er kötturinn. En þá getur það verið of seint.
Látum ekki glepjast af allskonar áróðri og meira að segja í fréttum er verið að koma inn hjá okkur sektarkennd. Það er allt á eina bókina lært. Málið er að hvað sem líður fólki í Bretlandi og Hollandi þá eru þetta einfaldlega ekki okkar skuld. Við sem þjóð stofnuðum ekki til hennar, og við erum búin að missa mikið sjálf, sumir allt, aðrir húsnæði og enn aðrir allskonar hlutabréf. Við höfum greitt það sem okkur bar með þessu hruni. Nú er komið að Björgólfi Thor að greiða sínar skuldir, það er lágmark, við erum ekki að fara fram á að hann greiði okkur til baka það sem við höfum misst hans vegna og annara í þessu bankahruni. Við erum einfaldlega að segja nú er komið nóg, við skuldbindum okkur ekki fyrir meiri skuldum. Það er komið að því að draga sjálfur upp veskið frá Tortóla og ganga frá þínum skuldum sjálfur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.3.2011 | 09:40
Elli býður í mat.
Smá léttmeti svo fólkið mitt sem vill bara vill sjá myndir.
Bræður munu berjast.
Og Sigurjón gefur afa að smakka snjódjús, ný uppfinning þeirra bræðra.
Hann er ekki lengur smábarn þessi elska, hann er að þroskast í svona töffarastrák.
Falleg og frábær systkin.
En svo gerðist dálítið alveg nýtt á mínu heimili. Elli bauð í mat sem hann eldaði alveg sjálfur.
Þetta var frábær kjúklingaréttur sem hann hafði fengið uppskrift af hjá vini sínum.
Minn karl var búin að kaupa dúk á borðið og svo var kertaljós og alles.
Svo bauð hann okkur Siggu í mat, og þetta var æðislega gott nammi namm.
Ég held að allt sem hann gerir, geri hann vel. En við áttum þarna virkilega yndislega stund í góðum félagsskap hvors annar og góðan mat.
Og svo er litli maðurinn búin að troða sér upp á fataskáp.
Eigið góðan dag. Hér er yndislegt veður, logn og hitinn fyrir ofan núllið. Sannkölluð dýrð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
27.3.2011 | 17:46
Hversu miklir sauðir ætlum við að vera þann 9. apríl 2011?
Icesave, Iceslave, Byslave... það verður eiginlega léttir þegar þessu verður aflokið, í bili, en það er alveg ljóst að með hvorki jái nei neii verður þessi umræða búin. Þá fyrst kemur til kasta ríkisstjórna og ríkisbubba að fara í málaferli og aðfararbeiðnir og ég veit ekki hvað. Hvar sem það nú endar, þá er eitt sem er alveg ljós klárt, ef við samþykkjum þá er kominn ríkisábyrgð á allt heila klabbið, þá höfum við lagt hausinn að veði og veðsett framtíðina, með opnum óútfylltum víxli. Það er ekki góð tilfinning.
Ég verð eiginlega að segja að sá lífróður sem stjórnvöld og forysta sjálfstæðismanna rær þessa dagana, segir mér að það sé óhreint mjöl í pokahorninu. Þarna er eitthvað á ferðinni sem ekki þolir dagsljósið og upp á borðum. Getur það verið að stjórnvöld hafi gefið bretum og hollendingum loforð um að Icesave yrði samþykkt til að þeir tækju í mál að veita aðlögunarferli ESB jáyrði sín? Allavega tek ég eftir því að það er endalaust undirliggjandi hótun frá þeim um að við komumst ekki inn í ESB ef Icesave verði hafnað.
Fólk um allan heim fylgist með okkur, og vona margir að við segjum nei. Það er prinsipp mál því ef við játumst undir ríkisábyrgð á skuldir bankamanna, þá verður baráttan ennþá lengri og hatrammari annarsstaðar. Málið er nefnilega að svo virðist vera að peningaöflin stjórni ríkisstjórnum, standi á bak við plottinn og verðlauni þá sem vinna hvað best í þeirra þágu. EKkert minna hér en heimsyfirráð eða dauði.
Þetta eru stór orð, en eru þau svo vitlaus? Við höfum horft upp á stórfelda þjófnaði banka og fjármálafyrirtækja um allan heim, allstaðar hafa ríkisstjórnirnar hugsað meira um að bjarga bönkunum en fólkinu í löndunum. Nú síðar á Írlandi. Bankar og banksterar eru ósnertanlegir, meðan fólki fær að borga brúsann. Við sjáum þetta allstaðar, og vitum, finnum á eigin skinni.
Og nú er svo komið að það á að rannsaka Icesave og Landsbankann hvort hér hafi átt sér stað stórfelldur þjófnaður. Það kemur okkur ekkert á óvart, en hvað ætla stjórnvöld að gera? Réttast væri að fresta atkvæðagreiðslunni þangað til ljóst verður lagalega séð að stærsta bankarán okkar sögu hefur verið framið áður en við samþykkjum að axla ábyrgð á þjófnaðinum.
Ef stjórnvöld bregðast ekki við með þeim hætti, þá er ljóst að eitthvað annað en hagur þjóðarinnar er þeim í huga. Þá er næstum hægt að fullyrða að ESBdraumurinn sé það sem hangi á spýtunni, og ef svo er, þá er það ekkert annað en landráð og svik við þjóðina.
Ég er hrædd um að við séum að díla við heimsklíku, sem ætlar sér að komst yfir jörðina okkar, og það sé græðgin sem stjórnar. Nú halda menn að ég sé orðin vitlaus. En ef við spáum aðeins í það, þá sést að allt ber þetta að sama brunni, og samtryggingin er algjör. Málið er að þess vegna horfir fólk í áttina til okkar og vonar að við þessi litla þjóð segi Nei og stoppi þar með hringavitleysuna. Segi hingað og ekki lengra. Við erum ef til vill eina þjóðin sem getur gert það, því við getum næstum því framfleytt okkur sjálf. Eigum vatnið, fiskin, landbúnaðinn, orkuna bæði í heitu vatni og vatnsföllum.
Nú veit ég að ég hljóma eins og dómsdagsprestur, en sannleikurinn er svo alltof oft ótrúlegri en lyginn.
Þetta er eitthvað sem ég skynja, og þess vegna er mér afar mikilvægt að Neii verði ofan á þann 9. apríl n.k. Ég veit að ég á í sjálfu sér ekki svo mikilla hagsmuna að gæta, er að komst á eftirlaun og get lifað af litlu. En ég vil að börnin mín og barnabörnin komi heim aftur, vegna þess að það sé hægt að lifa hér. En velji ekki að hætta viðað koma heim í okkar skuldsetta ríki þegar stjórþjóðir fara að skipta á milli sín gæðunum eins og hrægammar, rétt eins og þau hafa gert í þriðjaheimslöndum. Við verðum ekkert betur sett en það.
Í gamla daga voru nornir brenndar á báli vegna þess að fólk var hrætt við þær, þetta voru konur sem kunnu eitthvað fyrir sér, voru næmar og skynjuðu hluti sem ekki aðrir gátu hönd á fest. Vissulega er örvænting já-sinna orðin svo mikil að þau reyna allt til að setja út á málflutning Nei-sinna, reyna að gera grín að þeim, tala niður til þeirra og heimta súlurit og rökstuðning. Hvorki súlurit og rökstuðningur eru neins virði ef grunnurinn er rangur. Það ættu menn að hafa í huga. Samanber sjávarútvegskerfi okkar, þar sem sjómönnum er gert að henda þorski til að geta veitt Hrognkelsa af því þeir hafa ekki kvóta í þorski, einhverjir EIGA fiskinni í sjónum og meðan þjóðin á varla fyrir mat þ.e. sumir, þá henda sjómenn fiski í stórum stíl útbyrðis. Vitleysan ríður ekki við einteyming. Þess vegna er hægt að trúa öllu upp á ráðamenn sem láta slíkt viðgangast í áratugi.
Og viljum við láta þetta allt yfir okkur ganga? Ég segi NEI hingað og ekki lengra, Nei við Icesave og Nei við fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hafró veldur ekki þessu hlutverki sínu þeir mættu hlusta á Jón Kristjánsson sjávarútvegslíffræðing, hann sem hefur verið Færeyingum til halds og trausts eftir að þeir hentu íslensku leiðinni út á hafsauga, sem var að eyðileggja fiskimiðinn þeirra og efnahag. Og það má spyrja hvað hefur fiskveiðistjórnunarkerfið með þetta að gera? Jú þar er nákvæmlega sama spillinginn og lygin, og hótanir út og suður ef ekki verður farið að vilja þeirra sem hafa hertekið fiskimiðinn okkar og þar með átt stóran þátt í að eyða byggðum landsins, eða lama þau svo að sárt er að horfa upp á. Og þeir hafa keypt sér fjölmiðla til að ráða umræðunni, nákvæmlega eins og verið er að gera í dag, með þessum þungaáróðri margra fjölmiðla m.a. ríkisútvarpsins sem titlar sig fjölmiðil allra landsmanna, en þjónar fyrst og fremst ráðamönnum í hvert sinn.
![]() |
Icesave-hópar stækka ört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (65)
26.3.2011 | 17:30
Á skíðum skemmti ég mér.
Ég fór út að skemmta mér í gær. Var boðið að koma með á frumsýningu á söngleiknum Á skíðum skemmti ég mér í uppsetningu Elvars Loga fyrir Litla Leikkklúbbinn.
Leikritið verður sýnt fram yfir páska, svo það er góður tími til að skella sér út eitt kvöld og hlæja og skemmta sér í Edinborgarhúsinu. Þar er raðað upp stólum og borðum og hægt að vera með "léttar veitingar" meðan á sýningu stendur. Ósköp notalegt.
Ég tók nokkrar myndir en verð að biðjast afsökunnar á gæðum þeirra, því í raun og veru var bannað að taka myndir, svo ekki mátti nota flash og þær eru ekki í hæsta eða neitt nálægt því gæðaflokki.
En málið er að þær sýna leikgleðina og kátínuna sem leikendu okkur áhorfendum, og fengu fólk til að standa upp og klappa og dilla sér.
Veðrið hefur leikið við okkur og okkur finnst vorið virkilega vera handan við hornið.
Við hittumst nokkur í heimahúsi áður en farið var á leiksýninguna, hér er Guðbjörg mágkona sem stóð í ströngu við mat ásamt Önnu Margréti, þar sem við hittumst. Guðrún Jóhanns í djúpum pælingum við Guðbjörgu ætli þær séu ekki að spá í hvort það sé nægilegur matur
Íhugull leikstjórinn, örugglega að fara yfir öll atriðin, svona fyrirfram, hvort eitthvað hafi nú gleymst og svona. Leikstjórar eru nefnilega ekkert minna stressaðir en leikararnir á frumsýningu.
Tók þessar skemmtilegu myndir af svölum í Mjallargötu. Skátaheimilið hér beint framundan.
Gamla apótekið sem búið er að gera upp og þar eru nú íbúðir, sannkölluð bæjarprýði.
Og nýtt sjónarhorn af Erninum.
Að öllum öðrum ólöstuðum var hljómsveitin algjörlega frábær.
Sviðsmyndin var einföld og stílhrein og allt gekk upp með hana. Sem og allar inn og útgöngur leikara.
Búningar voru líka líflegir og skemmtilegir.
Og frammistaða leikara yfirleitt góð. Sum atriði voru hreinlega drepfyndin.
Leikararnir komust vel frá sínu, og átti allir góða spretti.
Þetta er auðvitað farsi og ýkt leiktilbrigði en svoleiðis átti það einmitt að vera.
Ég skemmti mér afar vel, þau notuðu líka salinn stundum sem var bara af hinu góða.
Maria Isabel sungin af krafti.
Leikgleðin skín úr út leikurunum. Þeir smituðu allan salinn með gleði sinni.
Og það var líka gaman eftir sýninguna hjá þeim að ná sér niður aftur.
Eftir vel unnið verk.
Já þetta var frábær skemmtun.
Það voru smáatriði sem má finna að að mínu mati. Sýninginn stóð yfirleitt vel allt kvöldið, en einstaka sinnum datt hún svolítið niður og missti marks. Annað sem ég vil segja að sumir söngvaranna hefðu mátt fá tilsögn í söng, auðvitað eru frumsýning alltaf þannig að menn eru nervusir. En þarna hefði mátt slípa betur.
En það er bara smáræði miðað við þessa gleði og skemmtun sem fór fram í gær. Og ég hvet fólk til að fara og hlægja og skemmta sér á þessum leiðinlegu tímum, þá er ekki vanþörf á að hlæja hátt og innilega og gleyma sér hreinlega.
Ég varð að hafa þessa með Myndinni var smellt af í augnabliksstundu. Eitt af þessum mómentum sem bara koma einu sinni.
En ég fékk leikhópinn til að stilla sér upp eftir sýninguna.
Innilega takk fyrir mig elskurnar, þetta er sýning sem virkilega er nauðsynlegt að fara á og hlæja.
Biðst aftur afsökunnar á myndgæðunum, þau eru bara eins og þau eru.
Langar líka að geta þess að þau voru margklöppuð upp, og salurinn bókstaflega logaði af fjöri þegar sýningunni lauk.
Bloggar | Breytt 27.3.2011 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.3.2011 | 11:18
Ruth Tryggvason
Ruth Tryggvason verður jarðsett í dag. Það verður skarð fyrir skyldi að missa þessa elsksulegu og fallegu konu úr samfélaginu okkar. Hún var baráttukona á sinn hátt og stýrði fínu fyrirtæki Gamla bakaríinu af reisn og myndarskap. Enda er Gamla bakaríið þekkt langt út fyrir Ísafjörð og Ísland. Eina sem maður huggar sig við er að Ruth er nú orðin engill og hefur sameinast eiginmanni á ný.
Ruth hefði orðið níræð þann 16. maí næstkomandi. En það sást ekki á þessari flottu konu, hún var alltaf jafn glæsileg og falleg, og það geislaði af henni.
Það muna örugglega margir eftir henni bak við búðarborðið í Gamla. En hún átti líka sumarbústað inn í Tunguskógi þar sem hún undir sér á sumrin, hafði mikinn áhuga á að rækta garðinn sinn vel og planta trjám og blómum. Hún kom oft til mín upp í garðplöntustöð og var að ráðleggja mér, hafði áhyggjur af að mér gengi ekki nógu vel. En svona var hún alltaf, hún lifði lífi sínu lifandi og naut hvers dags allt þangað til hún fór.
Hér er hún í áttærðisafmæli pabba mín í samræðum við bróður minn Jón Ólaf.
Elsku Ruth mín, þakka þér fyrir allt, þín verður sárt saknað, sem betur fer eru tvö af börnum þínum sem bera Gamla bakaríið áfram, þau María og Árni. Glæsilegir fulltrúar þínir.
Ég vil þakka þér og Maju fyrir allan góðviljan sem þið sýnduð Júlla mínum, færðuð honum te og kökur út á torgið þegar hann var að selja steinana sína. Ég vil þakka þér fyrir að hafa valið Ísafjörð til að eyða ævinni, og gefa okkur ánægjulega samveru.
Kæra Ruth Tryggvason blessuð sé minning þín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2011 | 21:23
Ég um mig frá mér til mín.
Ég um mig frá mér til mín.
Ég er að fara yfir myndir sem ég á í þúsundatali, þarf að skanna þær inn og raða niður, það er ógnardjobb. Ætla samt að fara rólega í það og nota frekar veturinn næsta til þess, nú fer heldur betur að verða mikið að gera hjá mér. Priklunin að byrja og svo er stubburinn að fermast í Apríl, já litla barnið mitt vill fermast, honum var boðið borgaraleg ferming eða Ásatrú, en hann sat við sinn keyp og fær auðvitað að ráða því. En drottinn minn þvílíkt umstang um eina fermingu, og svo margt að huga að.
En þetta mjakast allt saman smátt og smátt.
Þetta er auðvitað mottumars
Þessi er tekin á jólum sautján hundruð og súrkál.
Úti að borða maður minn....
Með frumburðinum.
Elskulega vinkona mín Vigdís í Hofi í Vatnsdal, valkyrja og hetja. Mikil ræktunarkona og hefur ræktað heilan skóg í kring um sig. Og svo býr hún í Kúluhúsi eins og ég.
Á leiðinni á djamm.
Svo er líka gott að lúra
O boy, klósett tónleikar, Úlfurinn og afinn að æfa saman lag.
Þessi mynd er því miður dálítið skemmd, en þetta eru kúlubörn í fyrsta holli. Það er að segja barnabörnin hennar mömmu, sama málið þar.
Hafdís Jón og Gunnar Atli Gunnarsbörn, Geiri og Sunneva Dóru börn og Skafti. Ætli sé hægt að laga svona skemmdir?
Þetta er hið eina sanna hús sem grætur með Helga Björns; Húsið er að gráta alveg eins og ég, þarna bjó hann og samdi ljóðið um þetta hús, svo var það flutt inn í fjörð.
En veðrið hefur leikið við okkur undanfarið.
Allt svo hreint og bjart, hvítur snjór og sól.
Og ég held að það séu um milljón fuglar í garðinum mínum, sem koma um leið og þeir sjá mig birtast, og sitja í öllum trjám og syngja fyrir mig.
Enda hef ég mokað í þá mat undanfarið, og ég elska að horfa á þá þyrpast að og borða af græðgi.
En ég læt þessari myndaseríu lokið og vona að þið hafið smá gaman af. Á morgun ætla ég að fara á frumsýningu á nýrri skemmtun sem heitir Á skíðum skemmti ég mér, ég ætla að taka myndavélina með og mun örugglega reyna að setja eitthvað inn skemmtilegt eftir það.
Eigið góða nótt elskurnar.
Bloggar | Breytt 30.3.2011 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.3.2011 | 11:42
Lífið, tilveran og jafnréttið.
Það er fallegt veður í dag, logn og hitinn plús eitthvað, hreinn hvítur snjór liggur eins og brúðarklæði yfir öllu.
Ég var að sjá á bloggum að fólkið sem sendi bréf til ESB hefur fengið viðbrögð við því úr ólíklegustu áttum sjá hér: http://raksig.blog.is/blog/raksig/
Ég er afskaplega glöð með þetta, en er með það alveg á hreinu að við njótum mikils stuðnings erlendis frá það hef ég heyrt í samtölum við það fólk sem ég umgengst. Bæði í Austurríki, Þýskalandi, Danmörku og Noregi og víðar. Það skilur heldur ekki af hverju íslendingar vilja ganga í ESB, ég hef ekki ennþá hitt manneskju í þessum ESB löndum sem dásamar veruna þar. Miklu frekar að þau séu óánægð með hækkaða skatta sem fara í að borga til annarra landa.
Þetta Jóhönnumál fer um bloggheima eins og hvítur stormsveipur, fólk tekur stór orð upp í sig, og eiginlega bráðfyndið að fólkið sem situr í stjórnarandstöðu með allskonar kúlulán og vafninga um sig hægri vinstri skuli nú fullt vandlætingar og heimta afsögn. Þeim væri held ég hollt að horfa í eigin nafla og skoða hvort þau yfirleitt hafi efni á svona umvöndunum.
Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki kynnt mér þetta mál, hef ekki áhuga á því, finnst þetta vera stormur í vatnsglasi. Ég geri líka greinarmun á jafnrétti og kvenréttindum. Ég hef sjálf þurft að berjast fyrir því að vera maður með mönnum. En ég læt þá bara vita að ég er hér og læt ekki trampa á mér. Þetta endalausa fórnarlambstal um konur, eru mikið til þeim sjálfum að kenna. Og svo má ekki gleyma því að á öðrum sviðum standa karlmenn valtari fótum en konur. Til dæmis í forræðisdeilum. Þá verður það sífellt ofaná að konan sé hæfari til að annast börnin. Meira að segja var sett á stofn baráttuhópur fyrir forræðislausa feður, hef reyndar ekki heyrt í þeim lengi. En ég veit um dæmi þar sem körlum hefur verið bannað að umgangast barnið sitt, og bara vegna þess að móðirin hefur komið því þannig fyrir.
Jafnrétti er það sem verður að koma og það gerist ekki nema við tökum okkur tak konur og hreinlega látum ekki vaða yfir okkur. Notum sömu aðferðir og karlarnir. Við erum í fyrsta lagi of samviskusamar, þó það sé af hinu góða, svo gefumst við of auðveldlega upp, höfum ekki nóg sjálfstraust, og förum frekar í vælugírinn en að standa upp og berja í borðið.
Ég heyrði einhverntíman sögu sem mér fannst frábær, man hana reyndar ekki alveg en einhvernveginn svona var hún.
Kona sem ætlaði sér að sækja um góða stöðu, var afar óörugg og óviss. Maðurinn hennar fór að spyrja hana hvernig hún ætlaði að haga sér í viðtali sem hún var að fara í. Ég veit það ekki sagði konan, mig langar til að fá þessa stöðu. Hvaða launa ætlarðu að krefjast? spurði maðurinn. Ég ætla nú ekki að fara að gera neinar kröfur sagði konan, þá verður mér bara hafnað. Ónei sagði maðurinn, þetta gengur ekki, þú ferð í viðtalið, gerir þið breiða og heimtar hátt kaup, nefndi einhverja tölu. Og lætur í veðri vaka að þeir séu að missa af góðum starfskrafti ef þú verður ekki ráðin.
Og þegar konan kom heim var hún afar ánægð, hún hafði gert eins og maðurinn hennar sagði, og forstjórarnir urðu svo hrifnir af þessari einörðu konu, og vissu um leið að einmitt þessa manneskju vildu þeir hafa í vinnu og hún fékk þau laun sem hún krafðist.
Þessi saga segir okkur að um leið og við erum sjálfsöruggari gengur okkur betur. Þetta er nefnilega það sem karlmenn gera miklu oftar en konur. Við erum alltaf að spá í hvort við ráðum við þetta eða hitt, meðan karlarnir segja geta hlutina, jafnvel þó þeir geti það ekki.
Annað sem við verðum að viðurkenna er að kynin eru ekki eins. Það er líffræðilegur munur á kvenmanni og karlmanni, það sagði læknirinn minn mér. Það er líka ráðstöfun náttúrunnar til að viðhalda kynstofninum. Konur eru yfirleitt ekki eins sterkar og karlar, en þær eru úthaldsbetri. Þær eru líka yfirleitt næmari á ástandið í kring um sig og þess vegna oft betri stjórnendur en karlar. Þær eru líka samviskusamari og þess vegna er það staðreynd að fyrirtæki sem er stjórnað af konum sýnir meiri ráðdeild, þetta er svona á heildina litið en ekki algilt frekar en annað í þessum heimi.
En fyrst og fremst þurfum við að læra að standa saman. Það sem einn skortið bætir annar upp. Og við getum ekki án hvors annars verið, það vitum við líka. Ég hitti eldri konu um daginn í Samkaupum, maðurinn hennar var að keyra innkaupakerruna: hún snéri sér að mér brosti og sagði; mikið er nú gott þegar karlinn er farin að fara með manni að versla og hjálpa til. Já sagði ég, og þá sjá þeir líka hvað hlutirnir kosta. Karlinn var eitt sólskinsbros og hæstánægður með sína fyrstu búðarferð með frúnni.
Það getur vel verið að þetta sé bara raus í mér. En ég er viss um að það skilar betri árangri að standa upp og láta vita að maður tekur ekki þegjandi því sem að manni er rétt. Ég hef til dæmis látið mig hafa það að berja svo fast í borðið hjá bæjarstjóranum mínum sem þá var, og yfirmaður tæknideildar sat hinu megin við borðið og mér fannt hafa verið gengið fram hjá mínum faglegu sjónarmiðum, ég helti mér yfir þá báða og barði svo í borðið að blöðin fuku út um allt, gekk síðan út og skellti á eftir mér. Bjóst satt að segja við uppsagnarbréfi næstu daga á eftir. En það var aldrei minnst á þetta meira. En það var heldur ekki gengið fram hjá mér aftur á þennan hátt.
Ég er auðvitað mæla með svona yfirgangi en þetta svínvirkaði í þetta sinn.
En eins og ég sagði áðan þá er veðrið dásamlegt, fuglarnir á pollinum farnir að maka sig og heyrist hátt í þeim þegar þeir gera sig breiða og merkilega fyrir tilvonandi spúsum. Krummi er á ferð og flugi að leita sér matar, og snjótittlingarnir sitja í hverju tré hjá mér og bíða eftir að ég gefi þeim að borða. Og mér líður vel að sjá þá flykkjast að og gæða sér á fuglamatnum, ég er líka viss um að litlu músardrengirnir eru farnir að syngja fyrir sína útvöldu. Ég held að vorið sé að koma og ég held líka að sumarið verði gott.
Vor.
Nú lifnar allt og grasið grær
gleymist vetrartími.Allt það grimmt sem var í gær
ég gref í hugans rými.
Eftirvænting ást og þor
eykst á þessum tíma.
Víst er komið langþráð vor
vafið ástarbríma.
Skýjaglenna við oss skín
Skokkar lamb í haga.
Sálin blessuð sértu mín
um sumarlanga daga.
Ásthildur 2005
Eigið góðan dag mín kæru og fyrir þá sem bíða eftir myndum þá mun ég setja inn nokkrar myndir seinna í dag eða í kvöld. Ég hef bara verið svo löt við sjálfa mig undanfarið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2023451
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar