23.3.2011 | 11:03
Í fullu umboði??????
Var að lesa DV það ágæta blað og rakst þar á þessar frétt.
http://www.dv.is/frettir/2011/3/23/adstodarmadur-johonnu-skammar-asmund-einar/
Aðstoðarmaður Jóhönnu skammar Ásmund Daða.
Það væri strax til bóta ef þú bara nefndir eitt eða tvöl mál af þeim sem þú ert ánægður með ef þau fyrirfinnast, segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, á Facebook-síðu Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Vinstri grænna.
Ásmundur Einar gagnrýndi Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en Gylfi lýsti því yfir á Eyjunni að Icesave-samningarnir væru þeir mikilvægustu sem þjóðin stæði frammi fyrir. Það væri gott ef þessi maður berðist af sömu hörku fyrir skjólstæðinga sína eins og hann berst fyrir Samfylkinguna þegar kemur að ESB umsókninni og Icesave, sagði Ásmundur Einar.
Hrannar birtist í athugasemdakerfinu og gagnrýndi Ásmund Einar harkalega:
Óskaplega er þetta ósmekkleg og ósanngjörn aðdróttun hjá þér félagi Ásmundur Einar. Í þessum málum er forseti ASI að tala í fullu umboði sinna félagsmanna og aldrei þessu vant er hann sammála stefnu ríkisstjórnarinnar sem þú stendur að. Það er enda mat ASI og margra annarra að jákvæð niðurstaða í þessum mikilvægu málum geti skipt sköpum fyrir hag launþega og alls almennings á Íslandi á komandi tíð. En mikið vildi ég að þú talaðir af sömu einurð fyrir góðum verkum ríkisstjórnarinnar og þú talar gegn félögum þínum í ríkisstjórnarflokkunum í ýmsum málum. Það væri strax til bóta ef þú bara nefndir eitt eða tvö mál af þeim sem þú ert ánægður með - ef þau fyrirfinnast. Slík mál er amk ekki að finna hér á fésbókarsíðu þinni enn sem komið er en nóg af hinu gagnstæða.
ÖÖÖÖ
Ég fylgist nú auðvitað ekki með öllum málum, en hvar hefur það komið fram að Gylfi tali í umboði sinna félagsmanna? Ég hef hvergi séð auglýstan fund eða umræður þar sem honum hefur verið falið það vald frá félagsmönnum í verkalýðshreyfingunni. Hvar er það umboð? Mér er fullkunnugt um að hann hefur lýst sinni skoðun sem leiðtogi verkalýðshreyfingarinnar, en ég hef ekki séð stafkrók fyrir því að hann hafi sótt umboð sitt til félagsmanna.
Í raun og veru tel ég það mjög alvarlegt mál ef forstöðumenn samtaka nota aðstöðu sína með þessum hætti í jafnumdeildu máli og hér um ræðir, nema hafa til þess óskorað umboð.
Þar sem um helmingur landsmanna er á móti aðrir með. Hef reyndar heyrt hærri tölu nýlega um þá sem eru á móti allt upp í 80%.
Eitt er líka að slengja fram svona slagorðum, annað er að éta það upp og gera það að heilögum sannleika af því það hentar þeim sem þannig hagar sér.
Ég vona að sem flestir segi NEI við Icesave og bjargi þannig ungum og ófæddum íslendingum að bera skuldaklafa eða búa í ófrjálsu landi þar sem útlendingar geta gengið að auðlindum okkar um ókomna framtíð, vegna þess að við álpuðumst til að taka á okkur ríkisábyrgð á skuldir einkafyrirtækja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.3.2011 | 12:43
Nú þarf að hugsa til framtíðar.
Það er nokkuð ljóst hvað sem stjórnarliðar segja að þessi ríkisstjórn er á síðustu metrunum. Útganga Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar er stórt högg. Ekki sísteftir að ljós er heiftin og hefnigirnin í forystunni, talandi með fagurgala um hve góðir liðsmenn þau hafa verið um leið og þau kasta þeim út úr nefndum á vegum ríkisins samdægurs. Látum vera að þau hefðu einfaldlega verið látin víkja sem formenn, en þarna sýndi forystan að allt það sem þau hafa verið að segja er satt, offorsið er þvílíkt og reiðin öllum ljós.
Það er allavega komin tími til að huga að framtíðinni. Allur fjórflokkurinn er rúin trausti, og almenningur hefur sýnt þeim rauðaspjaldið í öllum skoðanakönnunum undanfarið, þar sem meirihluti þjóðarinnar tekur ekki afstöðu um hvað þeir ætli að kjósa, ætla sitja heima eða skila auðu.
Enda sýnist mér að hvorki Framsókn eða Sjálfstæðismenn hafa áhuga á að gerast hásetar um borð í hriklekri skútunni. Hvað þá Hreyfingin.
Eina sem stjórnin getur gert í stöðunni er að fresta þessum EBS draumum, afþakka aðstoð AGS. Það voru mistök ríkisstjórnarinnar að byrja sinn feril á því að kljúfa þjóðina í herðar niður með mesta deilumáli allra tíma. Óskiljanleg mistök og að þau skyldu ekki fyrir löngu dregið málið til baka, til að friða þjóðina.
En nú þarf að huga að framtíðinni. Það sem ég lít skynsamlegast er að nú leysi forsetinn upp þessa ríkisstjórn kyrrstöðu, skipi utanþingsstjórn til tveggja ára, meðan flokkarnir endurskipuleggja sig og reyni að losa sig við skemmdu eplin í sínum röðum, til dæmis hrokagikki og kúlulánþega, styrkjakónga og svo framvegis.
Eftir tvö ár verði síðan kosningar. Og þá myndi ég vilja sjá bandalag þeirra sem virkilega vilja vinna landi sínu gagn. Þá á ég við að það bandalag standi saman af Hreyfignunni, Frjálslyndaflokknum, Lilju og Atla, og óháðra sem hafa talað fyrir réttlæti og jöfnuði. Og fólksins sem hefur verið að reyna að koma á framfæri hugmyndum sem eru skynsamlegar og réttlátar, þar koma nokkur nöfn upp í hugann, Gunnar Tómasson, Marínó Njálsson, Lára Hanna Einarsdóttir, og margir fleiri.
Mér er kunnugt um að fólk úr grasrót Frjálslyndaflokksins og Hreyfingarinnar hafa starfað þétt saman við ýmis þjóðþrifamál svo margt er líkt meðal þessara flokka, Hreyfingin er sterk í höfuðborginni en Frjálslyndir á landsbyggðinni. Þessi samtök myndur þurfa að slípa saman ýmis mál eins og ágreining um flugvöllinn í Reykjavík, en það er ekkert mál að salta hann um nokkur ár. Að flestu leyti sýnist mér að stefna þessara tveggja flokka geti vel farið saman, og mér sýnist líka að stefna Lilju og Atla fari að miklu leyti saman við þá stefnu líka.
Það er ljóst að við verðum eitthvað að gera ef við viljum hreinsa til. Og besta leiðin er að þessar grasrótarhreyfingar og það fólk sem virkilega kallar eftir réttlæti og gagnsæi myndi slíkt bandalag og reyni að fá sem flesta til að fylgja þeim. Þetta er allt fólk sem fólk treystir til að vera heiðarlegt og laust við klíkuskap og samtryggingu líkt og fjórflokkurinn hefur.
Ég vil að þessir einstaklingar sem ég hef nefnt og margir fleiri sem hér hafa komið við sögu en ég ekki nefnt, komi saman og ræði málin hvort ekki sé grundvöllur fyrir slíku bandalagi. Því okkur er lífsnauðsyn sem þjóð að bretta upp ermar og leggja okkar af mörkum til að breyta ástandinu. Aldrei hefur verið meiri grundvöllur fyrir slíkri grasrótarhreyfingu en nú. Aldrei hefur akurinn verið betur plægður fyrir breytingar en nú. Og við sem þjóð þurfum að fara að huga að því hvað fólk gerir, en ekki hvað það lofar.
Við erum orðin dauðþreytt á innihaldslitlum loforðum sem svo er ekki staðið við og fjandskapinn sem þeim er sýndur sem vilja fylgja sannfæringu sinni. Aldrei fyrr hefur verið betra tækifæri til að það fólk sem vill virkilega breytingar vinni nú saman að því að koma saman stefnuskrá, sem ætti að vera auðvelt, og fara að vinna SAMEIGINLEGA AÐ ÞVÍ AÐ MYNDA HÓP SEM ÞORIR OG VILL TAKA Á SIG AÐ BJARGA ÞJÓÐINNI. Burt með flokkapólitík og inn með hugsjónir og kærleikan til lands og þjóðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.3.2011 | 11:52
Hræringar - grautur í skál - og villikettir sem taka pokann sinn.
Jæja þá datt ég ofan í kjallarann aftur. Það er svo skrýtið að þetta kemur aldeilis óforvarendis, allt í einu getur maður ekki einbeitt sér að neinu, horfir á allt sem þarf að gera og er eins og frosin. Þarf að beita mig höfðu til að komast fram úr rúminu, seint og um síðir. Fór til læknisins um daginn þegar ég fann að ég var að rúlla, og hann skipaði mér að taka þessar róandi töflur ekki bara einu sinni á dag heldur a.m.k. þrisvar. Reyndar er mér illa við að taka pillur, held svo sem að maður geti náð sér á strik án þeirra, en þegar maður súnkar svona niður, þá er ekkert að gera nema taka þessar töflur og reyna að þrauka daginn og sérstaklega nóttina. Ég veit ekki einu sinni af hverju ég súnka svona niður. Sennilega margir þættir. Sorg, reiði, vonleysi um framtíðina og alltaf bætist eitthvað við. En núna skín sólin og ég hafði minna fyrir því að koma mér framúr, svo þetta er greinilega að lagast, ég er að stauta mig upp stigan á ný.
Þetta Icesavemál tekur miklu meira á en ég geri mér grein fyrir. Ég ber kvíðboga fyrir því að fólk verði svo miklir kjánar að samþykkja að leggja ólögvarðar kröfur á íslenskan almenning, og láti undan endalausum áróðri sem er í mínum augum óskiljanlegur. Því það er ljóst að fólkið sem vill inn í ESB er fólkið sem ætlar að samþykkja vegna þess sennilega að þessi samþykkt er lykilinn að inngöngu í ESB. Það er ekki verið að hugsa um þjóðarhag, heldur diplómatiska stöðu ríkisstjórnarinnar. Hvar er gamla góða víkingablóðið?
En hvað um það. Þetta kemur allt í ljós 9. apríl. Ég ætla að vera á fjöllum utan þjónustusvæðis, því ég þoli ekki spennuna.
En það er svo sem margt gott að gerast í þessu bilaða þjóðfélagi okkar. Barátta margra við að kynna mikilvægi þess að segja nei, með góðum rökum og lögfræðiálitum. Og nú hafa nokkrir frábærir einstaklingar tekið sig saman og send bréf til Forseta ESB.
http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/1152086/#comment3122851
Hafi þau þökk fyrir.
Mér brá þegar ég hlustaði á Silfrið í gær þegar varaþingmaður Samfylkingarinnar kallaði eftir því að sjálfstæðisflokkur og Samfylking tækju sig saman og mynduðu ríkisstjórn, er blessuð konan búin að gleyma því að það voru einmitt þessir tveir flokkar sem voru við völd þegar allt hrundi? Heldur hún virkilega að hrunstjórnin sé fær um að vinna okkur út úr þessu? Ég fékk hroll niður eftir bakinu, og hver er svo staða hennar eftir þessa yfirlýsingu og eftir að hafa gefið frat í formann sinn og forsætisráðherra? Ef hún hefur ekki tryggan meirihluta Samfylkingarinnar með sér?
Hvernig getur hún verið í þeirri stöðu sem hún er í eftir slíkar yfirlýsingar? Samfylkinginn hlýtur að kalla á aukafund til að ræða þá stöðu sem er komin upp. Og taka afstöðu annað hvort með Jóhönnu eða Margréti.
Og nú er sagt að Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir ætli að segja sig úr Vinstri Grænum. Ég tel að þau hafi fullreynt að reyna að koma flokksystkinum á rétta braut, þ.e. að halda sig við kosningaloforðin, og hafi nú endanlega gefist upp. Og þá kemur upp sú spurning hvað gera Ásmundur Daði og Guðfríður Lilja? Og hvernig verður þetta svo í framhaldinu.
Versta mögulega útkoman er að Sjálfstæðismenn kæmust aftur til valda með Samfylkingunni, meðan allt er ennþá á rúi og stúi eftir hrunið sem þessir tveir flokkar urðu valdir að.
En það er eins og allt sé að verða einn hrærigrautur. Siðferðið komið niður á nullpunkt. Það má segja að eftir höfðinu dansa limirnir, og þegar stjórnvöld bæði núverandi og fyrrverandi hafa komið afskaplega óheiðarlega fram, logið, falið, stungið undir stól bæði álitsgerðum og ályktunum, og fari ekki eftir lögum, komi sér undan að fara eftir ályktunum alþjóðadómstóla, þá er von að illa fari. Um leið og siðleysið er leyft og það í þeim mæli sem gerst hefur á okkar litla landi, þá gerist einmitt þetta, frumskógarlögmálið eitt ræður, og þeir sem fitna eru þeir sem mest eru innundir hjá klíkum landsins, bankageirinn, stórir businessmenn, skiptastjórar og lögfræðingar. Meira að segja Háskóli Íslands nýtur ekki trausts lengur því hann er orðin hreiður fyrir Samfylkinguna og þeirra sem vilja ganga í ESB og samþykkja Isesave.
Þetta er engum einum að kenna, við erum reyndar öll samsek, því við höfum leyft þetta ár eftir ár eftir ár, með því að veita ekkert aðhald þegar okkur gefst til þess tækifæri á fjögurrra ára fresti. Og með því stuðlað að því sem nú er að gerast. Óöryggið, óttinn og reiðinn í samfélaginu er fylgifiskur þessa ástands. Innan við 10% treysta alþingi og innan við 19% treysta forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Samt keyrir þetta fólk áfram eins og ekkert hafi ískorist.
Versta við þetta allt er að þegar þau tóku við þá höfðu þau traust yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, við treystum því að þau myndu standa við það sem þau lofuðu. En allt hefur verið svikið, engin skjaldborg nema um peningavaldið, fólk þeir sem komast burtu fara, hinir komast ekki og lifa við dauðans dyr. Foreldrar sem svelta sig til að börnin fái að borða. Og það er ekkert gert, nema lofa einhverju næstu viku, eða skipa nefnd, skipa ráð og koma svo með úrræði sem reynast vera verri en fyrir var.
Hvað ætli ráð og nefndir séu annars orðnar margar í þessu landi? Og hvað ætli þær kosti ríkissjóð á ári, ég hef ekki heyrt um neina sem hefur verið aflögð.
Í þessum skrifuðum orðum er ég að hlusta á Atla og Lilju og ég er afar ánægð með framgöngu þeirra, loksins kemur fram fólk sem gerir sér grein fyrir því um hvað störf alþingismanna snúast um. Það er að vinna að þeim málum sem þau hafa lofað fyrir kosningar. Hafi þau þökk fyrir, og bara þetta litla nei stóra atriði vekur mér strax von um nýja og betri tíma. Loksins Loksins er eitthvað jákvætt að gerast á leikvellinum við Austurvöll, nema auðvitað þeim málum sem Hreyfingin hefur verið að vinna með almenningi.
Og í sambandi við þær spurningar hvort þið ættuð ekki að víkja af þingi, beið ég milli vonar og ótta að þið mynduð hverfa af alþingi, en sem betur fer ætlið þið að halda áfram og vinna með ykkar grasrót. Innilega takk fyrir það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
17.3.2011 | 14:58
Geir Ólafsson þú ert snilli.
Ég hef svolítið fylgst með Geir Ólafssyni gegnum tíðina, hef séð plötudóma um hann sem voru argandi skepnulegir og fólk sem talar niður til hans. En þessi drengur hefur tekið öllu slíka af ljúfmennsku og aldrei svarað neinu slíku og er jákvæður og fylgin sér. Ég dáist að slíku fólki sem svarar illu með góðu og er alltaf jákvæður í viðtölum. Og þegar menn hafa ætlað að tala niður til hans, hefur hann snúið því upp í jákvæðni og elskulegheit. Betra væri að við hefðum fleiri slíka. Svo er hann að gera það gott í henni Ameríku, og þá fer landinn svona frekar að spara stóru orðin og hugsa að ef til vill sé eitthvað varið í piltinn.
En þetta hér er algjör snilld. Mikið asskoti eru flottur Geir Ólafsson, ég sendi þér mína innilegustu aðdáun fyrir frumkvæðið og pælinguna á bak við.
Meiri svona baráttuaðferðir sem rífa málið upp úr röflfarveginum, og setja hann í allt annað samhengi.
Go boy!!!
![]() |
Geir Ólafs afhendir Steingrími óútfylltan víxil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
17.3.2011 | 11:03
Smá hugleiðing frá því fyrir nokkrum árum. Þetta er spurning um góða vísu sem má kveða oft og mörgum sinnum.
Er svona að taka til í mínum ranni áður en ég hætti hér. Og rakst á þennan pistil sem er skrifaður fyrir nokkrum árum. Datt í hug að setja hann hér inn aftur.
Fyrir Icesave
Ég er að hugsa um mannlegan hugsunargang kosti og breyskleika. Þar kennir ýmissa grasa og margt fer í gegnum kollin á mér. Það er svo sem ágætt að ég er komin svo langt að geta farið að huga að öðru en sorginni. Mér finnst ég vera að vakna og vera meira lifandi en í langan tíma. Þó er framkvæmdaleysið ennþá til staðar. En smátt og smátt eykst mér orka til að gera hlutina. Og ég verð glaðari og ánægðari með sjálfa mig, þegar mér eykst þrekið.
En nú er ég sem sagt að hugsa um ástandið í samfélaginu okkar og hugleiða út frá því. Við erum einkennilegt samfélag. Það hef ég gert mér grein fyrir í langan tíma. Eða allt frá því að ég fór utan 17 ára gömul í lýðháskóla í Svíþjóð. Og síðan dvaldi 2 ár í Glasgowborg sem au pair.
Þar uppgötvaði ég að fólk er bara fólk, þeir sem eru duglegir komast áfram, hinir sitja eftir. Enginn ofan í hvers manns koppi. Svona heilt yfir. Auðvitað eru alltaf frávik og ég er ekki að segja að þar ríki ekki afbrýðisemi þess sem minna má sín til þeirra sem fleyta rjómann. Og ég er heldur ekki að segja að menn komist ekki áfram á óheiðarleika og misnotkun á trausti. Þetta er bara allt einhvernvegin fjær og utar en hér heima.
Við aftur á móti erum í eintómum klíkum. Og oft kemur það fyrir að haldið er aftur af fólki með mikla hæfileika á einhverju sviði vegna þess að öðrum finnst að þeir eigi ekki skilið að komast að. Öðrum er lyft upp og fá ótrúlegustu tækifæri af því að þeir þekkja rétta fólkið, eða eru í réttu klíkunni. Auðvitað eru undantekningar, en þær eru færri en tilefni gefur til. Og þeir sem þannig brjótast fram skara oft það mikið fram úr að þeir vekja eftirtekt langt út fyrir litla Ísland.
Þetta leiðir svo til þess að það er ekki endilega færasta fólkið sem situr í bestu stöðunum, eða er í forsvari eða jafnvel bara bestu listamennirnir. Af því að við viljum einhvernvegin ráða því hverjir sitja þar. Eða einhverjir vilja ráða. Það eru mörg dæmi um svona. Þarf ekki að leita langt.
Þetta háir held ég líka stjórnvöldum, þegar nýir aðilar komast til valda. Því þá situr klíkulið frá fyrri ráðamönnum og sjá til þess að hlutirnir gangi eins og þeir vilja. Hver man ekki eftir skemmtilegu þáttunum bresku Já ráðherra Ansi er ég hrædd um að þar leynist mikill sannleikur falin í spaugi að hætti spaugstofunnar.
Þetta er svo sem engum að kenna, heldur er þetta afleiðing af fámenninu og heimóttarskap okkar allra. Þetta lýsir sér m.a. í því að hér eru kosningar nánast skrípaleikur, því við höfum gefið leyfi til að hér starfi einungis fjórir stjórnmálaflokkar, flokkar sem sitja á gömlum merg, eða nýtt vín á gömlum belgjum. Okkur dettur ekki í hug að breyta til þó allir fjórir flokkarnir hafi einangrast og eru nánast úr öllum takti við þjóðina. Það má ekki breyta út af þessu hvað sem tautar og raular. Þó ný framboð komi og reyni að breyta, þá leggst allt á eitt að rífa niður og liggja yfir hverju smáatriði til að sundra og drepa niður. Fólkið sem kom inn fullt af hugsjónum og góðum áætlunum um að gera góða hluti er úthrópað sem tækifærissinnar og fábjánar eða ég veit ekki hvað. Við tökum Lúkasinn á hvert nýtt framboð sem vogar sér að storka fjórflokknum.
Og það merkilega er að þetta sama fólk er hundóánægt með ástandið og traust almennings virðist vera ansi lítið á stjórnmálamönnum. Og þá hugsa ég, hvað er hægt að gera í málinu.
Ef fólk virkilega vill breytingar, verður það að gefa öðrum tækifæri, gefa þessum fjórum flokkum frí, og þora að taka slaginn með öðrum framboðum. Í mínum huga er ofarlega bæði Frjálslyndi flokkurinn, þar sem ég var innanbúðar og veit að flestir þar vildu virkilega breyta áherslum. Og það sést í dag að allt sem við töluðum um hefur annað hvort orðið ljóst að þurfti, eða stjórnvöld hafa tekið það upp á sína arma vegna þess að það var rétta leiðin. Og síðan Borgarahreyfingin sem var af sama meiði, fólk sem vildi leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið. Fólk gerir það sér til dundurs að kalla þessa flokka og fólkið sem þar er innanbúðar allskonar nöfnum, eins og krakkar í sandkassa, einn er fitubolla annar dvergur.
Meðan við komumst ekki upp úr þessum sandkassa breytist ekki neitt. Meðan við samþykkjum allt og verjum sem OKKAR FLOKKUR gerir ekki af því að okkur líkar endilega það sem þeir gera, heldur bara af því að þetta er mín klíka. Þá er enginn hvati til að breyta neinu. Menn ganga að því vísu að EIGA svo og svo mikið fylgi, og geta raðað sínum mönnum upp í goggunarröð samkvæmt því, og lofað öðrum feitum bitum til að halda þeim góðum.
Nú þegar fólk kallar á nýtt Ísland, og krefst : Heiðarleika, virðingar og sanngirni, þá verðum við að skilja það, að það fæst aldrei fram nema við tökum málin í okkar hendur og þorum að treysta nýjum einstaklingum fyrir fjöregginu. Við verðum að losna af þessum fjórflokkapólitíska klafa. Ég er ekki að segja að forystumennirnir séu ekki gott fólk, en vald spillir, og þegar menn gera sér grein fyrir að þeir þurfa ekkert að vanda sig, og það er nánast sama hvernig þeir haga sér, þjóðin nöldrar bara út í horni og að svo er það búið, þá er ekki von til að þeir fari að leggja á sig að gera betur. Þetta er bara hrákaldur sannleikur.
Það var augnablik sem þessir herrar skulfu, og það var þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Þá urðu þeir virkilega hræddir, en bara augnablik. Því alveg eins og þeir vonuðu, þá var þetta bara enn ein bólan. Fólk hætti að nenna að mæta, bara örfáir einstaklingar sem virðast vera vakandi og hrópa ennþá í eyðimörkinni. Hinir hafa sofnað aftur svefninum langa.
Ekki af því að ástandið sé orðið betra, og ekki af því að stjórnmálamennirnir hafi tekið sig á, og ekki heldur af því að það sjáist nein merki um iðrun eða sjálfsásökun þeirra um hvað þeir gerðu rangt. Nei þetta versnar ef eitthvað er.
Eitt er líka og það er fréttaflutningur, sem er með ólíkindum. Það virðist enginn blaðamaður þora eða mega rannsaka eitt eða neitt. Það er bara vasast í smáatriðum og talað um það sem má ef einhver reynir að opna á einhver mál, þá rísa sérhagsmunagæðingarnir upp til handa og fóta og þessi skal burt. Við viljum ekki að fólk fari að hugsa um annað en það sem við viljum mata þau á. Það gengur ekki. Þau gætu farið að rísa upp og breyta þessum hlutfjöllum. Eins og í frönsku byltingunni.
Ég hef líka velt því fyrir mér hvernig útrásarliðinu líður á sálinni. Að vísu eru þeir verndaðir í bak og fyrir sumir af einni klíkunni, aðrir af hinni. Og grátkórar kyrja á víxl um óréttlæti yfir því af hverju þeirra maður fær á baukinn þegar hinir eru miklu verri. Og almenningur kyrjar með. Þá hlýtur það samt að svíða í sálinni að vera orðin ómerkingur og óbótamaður í eigin landi. Jafnvel þó menn geti sprangað um í útlöndum með öðrum auðkýfingum og þóst menn með mönnum. Þá vita þeir að ef þeir ætla að nálgast það sem þeir hafa sölsað undir sig hér heima, verða þeir fyrir allskonar aðkasti og leiðindum af afbrýðisömum almenningi, sem auðvitað eiga bara að þegja og þrauka og borga skuldirnar.
Ætli þeim líði hótinu betur en þeim sem hefur misst allt sitt vegna útrásarinnar, á einn veginn eða annan? Eini munurinn er sá að þeir hafa það val að skammast sín og koma til baka með ránsfenginn og biðjast afsökunar. Það er nokkuð ljóst að almenningur sem er almennt séð afskaplega undirgefinn og auðmjúkur þegar valdamenn og auðkýfingar eiga í hlut, munu strax fyrirgefa þeim og bugta sig og beygja í auðmýkt og undirgefni.
Víkingar hvað!
Nei þetta er auðvitað orðið ansi langur pistill sem enginn nennir að lesa. En það er ágætt að setja þetta svona á blað, það hverfur þá ef til vill úr undirmeðvitundinni, því ég satt að segja hef miklar áhyggjur af ástandinu og ekki síst af því að við erum svona þröngsýn og ég geri mér grein fyrir að ástandið mun ekki breytast. Því fyrr frís í helvíti en fólk hættir að kjósa flokkinn SINN og verja SÍNA MENN, af því þeir eru í sömu klíkunni, heldur en að fólk fylki sér til nýrra afla sem vilja vinna þjóðinni vel.
Og þetta er sama fólkið og er alveg til í að færa einhverjum lokuðum klúbbi fyrirtæki annars á silfurfati, bara af því hann er svo ömurlegur. Án þess að vilja fá að vita hver hinn aðilinn er, og hvort hann er ekki alveg jafn sökóttur og slæmur.
Hvenær ætlum við að komast upp úr þessu hjólfari? Eða viljum við ef til vill engar breytingar? Við höfum nú haft tækifæri til þess í tíu ár að refsa fjórflokknum, sem er hver um sig jafnsekur um ástandið sem er hér í dag. En við höfum ekki þorað því, og hætt og smánað það fólk sem hefur viljað ganga fram fyrir skjöldu og breyta. Það þarf nefnilega ekki nema að byrja á kviksögum, þær byrja venjulega í afkimum núverandi flokka, af því að menn eru ennþá dálítið smeykir um að missa stólinn sinn, og við tökum Lúkasinn á það og æpum og skrækjum eins og vitleysingar tökum undir og flytjum söguna áfram. Og svo endar það með því að enginn, ekki nokkur maður hefur minnstu löngun til að reyna að bjóða sig fram til að laga ástandið. Til hvers að leggja persónu sína í flórinn bara fyrir hugsjónina um að bæta ástandið? Þakkirnar sem fólkið fær er bara skítkast.
Ég segi það alveg satt, þetta er ósköp andstyggileg skrif, og eflaust les enginn alveg niður að þessum orðum, fyrr en við tökum til í okkar eigin ranni, og tökum leppana frá augunum, reynum að horfa allra átta og láta skynsemina ráða, gerist nákvæmlega ekki neitt. Ekkert nýtt Ísland, enginn ný hugsun, engin upprisa lýðræðis. Og við getum bara sjálfum okkur um kennt.
Þannig er nú það.

Og eitt að lokum svona dagsins í dag. Sum okkar ætla svo að leggja nafnið sitt við að taka á sig ábyrgðina á skuldum þessara auðmanna með því að játast undir ríkisábyrgð á skuldum þeirra, svo þeir geti haldið áfram sigri hrósandi. Hverslags vitfyrring er það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.3.2011 | 22:41
Hitt og þetta til umhugsunar.
ég var að leita í dag að fréttum þar sem Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra var spurður um íslensku krónuna og hann sagði að hún væri handónýt og þyrfti að taka upp evru sem allra fyrst. Fann reyndar ekki þetta viðtal, en það hefur dunið í vitum mínum síðan ég sá það. Sá svo í fréttum í kvöld að þar var fjármálaráðherra spurður út í þessu ummæli ráðherrans, og að hann hefði ekki bara sagt þetta hér heldur í erlendum viðtölum. Nú kann ég ekki alveg reglurnar um landráð, en ég er nokkuð viss um að þessi ummæli ráðherra eru ekkert minna en það. Ég vil minna á að ráðherrar annara ríkja hafa verið látnir víkja fyrir að nota ríkiskortið sitt í smá matarinnkaupum, nýlega sagði ráðherra af sér í Þýskalandi fyrir að hafa notað sömu tækni og Hannes Hólmsteinn, hann missti líka doktorsnafnbót. Í Ameríku var háttsettur maður látinn fjúka fyrir það eitt að bera blak af Manning sem er í haldi af afar sérkennilegum ástæðum, sem reyndar tengir USU beint við alþýðulýðveldið Kína og Kóreu og fleiri einræðisríki.
Í því ljósi fer ég fram á það sem íslenskur ríkisborgari að Árni Páll Árnason segi nú þegar af sér ráðherradómi og biðji þjóð sína afsökunnar á því að hafa framið landráð og tekið afstöðu gegn mynt landsins. Slíkt er ekki hægt að fyrirgefa, og ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum, fer ég fram á að hann verði látinn víkja fyrir að svíkja þjóð sína. Önnur eins lágkúra hefur ekki sést lengi, og ég er reyndar afar hissa á að hafa ekki séð nein viðbrögð við þessu uppátæki ráðherrans fyrr en Sigmundur Davíð vakti máls á því.
Ég vil líka ræða um Júróvisjón lagið Aftur heim, Coming home, ég hafði að vísu vilja sjá annað lag vinna, þ.e. lagið með Jóhönnu, en ég verð að segja það að það kemur við hjartað í mér sá kærleikur sem þetta fólk sýnir hvert öðru, bæði vinir og fjölskylda Sjonna heitins. Og það ætti að vera okkur öllum hvatning til að læra að kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum. Það ætti að kenna okkur að við eigum að reyna að stilla saman strengi og finna sameiginlega lausn á okkar vandamálum, þ.e. sjálf en ekki að hlaupa upp og reyna að komast undir næsta konung eða keisara. Þeir eru nefnilega allir berrassaðir þegar pellinum og purpuranum hefur verið svipt af þeim. Ég ætla að halda með okkar lagi og sýna minn kærleika á þann hátt.
Þessa skemmtilegu mynd fékk ég senda á facebook af einum skólafélaga mínum Ásgeiri Överbý. Þarna erum við svo ung og saklaus, allavega ung
Sigurjón Dagur er alveg til í að taka myndir á myndavélina hennar ömmu, þessa mynd tók hann af teikningu frá föður sínum.
Svo fékk ég heimsókn í dag af yndislegri frænku minni, sem er eiginlega næstum því dóttir mín, og litlu skottunum hennar.
Þau eru alveg frábær og undu sér vel með allt dótið sem er í kúlu hjá "ömmu"
Alltaf eru þau jafn yndisleg þessi börn.
Svona brostu fyrir Íju frænku En sú stutta er alveg ákveðin, hún minnir mig á Sólveigu Huldu frænku sína, sömu taktarnir og ákveðnin.
Þetta gæti sem best verið Sólveig Hulda, en nei þetta er sko Auður Lilja
Og maður situr í stiganum rétt sisona.
Og svo fer maður aðeins yfir strikið. Æ Æ Þetta fór samt allt vel, og enginn meiddist.
Svo þarf að hjálpast að að taka saman dótið í ömmukúlu. Takk elsku Sunna mín fyrir innlitið, það var svo gaman að fá ykkur í heimsókn.
Og ég segi góða nótt úr rokinu og rigningunni hér á Ísó.
Bloggar | Breytt 15.3.2011 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.3.2011 | 17:55
Af hverju mun ég segja NEI við Icesave?
Þeir sem endilega vilja borga þessa kröfu englendina og hollendinga segja gjarnan að nei-sinnar hafi enginn rök bara upphrópanir.
Ég verð nú að segja að þvert á móti hafa nei-sinnar heilmikið til síns mál, en aftur á móti já-sinnar eru með upphrópanir, mest um hvað við hin séum heimóttarleg og heimsk, og skiljum ekki alþjóðlegar reglur og skyldur. Þeir segja gjarnan að okkur beri að greiða þetta og áróðurinn er yfirþyrmandi í öllum fjölmiðlum, þar er ranglega talað um skuld en ekki kröfu.
Nú hafa sjö hæstarréttardómarar tekið sig til og andmælt að við borgum Icesave, tveir aðrir viðurkenna að vissulega sé dómstólaleiðin fær, en vilja samt að við borgum.
Ég er svona að spá í hvers vegna fólk vill endilega leggja þetta farg á þjóðina ofan á hrunið og allt sem fólk þarf að leggja á sig aukalega bara vegna þess.
Og til hvert? jú til að borga skuldir auðmanna, sem ennþá eiga alla sína peninga falda einhversstaðar og bíða þangað til þjóðin tekur á sig ábyrgðina á þessu öllu saman. Því það er einmitt það sem þeir vilja. Hvað veit ég um hvort þeir hafa keypt sér aðstoð ýmissa stjórnmálamanna, sem hafa enginn prinsipp nema peningaveskið? Svo eru hinir sem vilja endilega borga af því að það er eina vonin til að komast inn í ESB. Sem er ennþá undarlegra, því ég þekki fullt af Evrópubúum sem vilja gjarnan komast út úr þessu apparati. Þeir segjast ekki vilja nota skattpeningana sína í að púkka undir þjóðir sem standa höllum fæti, og virðast ekki nenna að vinna.
Af hverju vilja svona margir bara taka upp buddu barnanna sinna og borga? Ég einfaldlega skil það ekki. Með þá vitneskju sem við höfum núna, þar sem nú liggja fyrir miklu meiri upplýsingar um málið en áður. Til dæmis var okkur sagt að við yrðum að borga, nú er hætt að reyna að telja okkur trú um það, heldur er okkur sagt núna að ef við semjum ekki, verðum við þrælar og fáum enga fyrirgreiðslu og svo framvegis. Þetta er allt sama bullið og fyrir fyrri samninga. Blygðunarlaust logið ofan í kokið á okkur.
Málið er að bæði bretar og hollendingar og fleiri ESB ríki eru skíthrædd um að litla ísland segi nei, og þá fer bylgja um þjóðir Evrópu, fólkið fer að heimta að sama gildi um þær þjóðir eins og okkur. Við gætum orðið til að gera bylgju frelsis fyrir þjóðirnar í ESB. Þetta er mitt álit.
En ég ætla svo að setja hér inn nokkrar færslur sem ég tek mark á og segi, af hverju vill fólk endilega leggja á sig og börnin sín skuldaklafa ef það er einsýnt að það verður okkur bara til þess að falla á hnén og láta kúga okkur í 35 ár?
http://www.inntv.is/Horfa_á_þætti/Nei$1299628860
http://helgatho.blog.is/blog/helgatho/entry/1150120/#comments
http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1149986/
http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1149547/
Hvar er stoltið og sjálfstæða skoðunin sem við ættum að hafa smáþjóð úti á hafsauga?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.3.2011 | 11:44
Ísköld fegurð.
Hér er fallegt veður dag eftir dag. Þessi vetur hefur verið óvenjulega góður og snjóléttur. Við erum sennilega að sigla inn í hlýindakafla hversu lengi sem hann varir. Það sést líka á gróðri sem áður rétt lifði en er nú státin og glaður. Sumar plöntur hreinlega orðnar illgresi eins og dúnyllirinn.
En ég tók nokkar myndir af fossunum mínum litlu sem eru í klakaböndum. Eru ekki náttúruverkin mestu listaverkin þegar allt kemur til alls?
Það er einmitt svona fegurð sem er svo algeng að við erum hætt að staldra við og dáðst að.
Um að gera að leyfa gleðinni að umvefja mann meðan horft er á þessa viðkvæmu fegurð.
Fylla tankinn af orku og finna hvað lífið getur verið dásamlegt.
Þessi listsýning er líka alveg ókeypis.
Og meðan maður dáist að þessari fegurð, getur maður gleymt leiðindunum, sorginni og ástandinu.
Bjóða íslenskri fegurð inn í sálina.
Njóta þess sem er.
Á morgun kemur nýr dagur sem þarf að takast á við. Því er best að leyfa þeim degi að hafa þær áhyggjur, og bera einungis áhyggjur dagsins í dag í dag.
Og morgundagurinn er framtíð barnanna okkar.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.3.2011 | 18:38
Smá gigg frá mér.
Eins og ég sagði í gær þá var ég í upptöku hjá nokkrum Ísfirðingum sem eru að taka upp þætti með ísfirsku tónlistarfólki, til dæmis við Villa Valla og fleir slíka sérfræðinga. Svo datt þeim í hug að ræða við mig. Það var reyndar í Janúar, en þá var ég á leiði til Austurríkis og hafði ekki tíma. En svo í gær fór ég í umrætt viðtal. Þetta er elskulegt fólk með áhuga á vestfirskri músik og aðallega að halda til haga því sem hér hefur verið gert. En sem sagt þarna var ég spurð spjörunum úr.
Ég ætla auðvitað ekki að fara út í viðtalið nánar, en það er gaman að rifja þetta upp, hér er ég 14 ára að skemmta á þorrablóti og fékk að syngja með hljómsveitinni.
Um 13 ára aldur höfðum við vinkonurnar stofna tríó og skemmtum ísfirðingum í nokkur á ár þorrablótum, árshátíðum og allskonar skemmtunum, við vorum stjörnur.
Þá var lífið afar einfalt og skemmtilegt.
Hér var heilmikil skemmtur á vegum BG, og var heitið fimm söngvarar frá fyrri tíð. Hér erum við Árni Búbba, ég, Barði Ólafs, Ingibjörg Guðmunds, Óli Guðmunds sem er látinn blessuð sé minning hans,
Ogh svo hljómsveitin. Við skemmtum í Sjallanum á Ísafirði og var einstaklega velheppnuð skemmtun.
Hér er ykkar einlæg á góðri stund.
Þetta var kaparett með BG og gestur var Ómar Ragnarsson, skemmtileg uppákoma og gaman að taka þátt. Ég þarna í miðjunni með gítarinn.
Þegar ég var í Glasgow aupair, voru tvær vinkonur mínar frá SÍS Austurstræti líka þarna og við stofnuðum tríó og skemmtum á þorrablóti íslendingafélagsins, meira að segja saumuðum okkur búninga, sem litu svona út.
Og svo er það Sokkabandið í allri sinni dýrð.
Tekið á tónleikum Sokkabandsins í Sjallanum og hér er Bára mín að syngja eigið lag um Fidda feita.
Jamm þetta var rosalega góður tímin.
Svo kom platan mín í kjölfarið.
Sem var afar skemmtilegur tími.
Reyndar var ég í nokkrum hljómsveitum áður en Sokkabandið kom til, fyrst Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar. Hér eru Örn Jónsson, Dúddi, Geiri, ég og Rúnar Pétur Geirs sem ég kallaði oft lyklabarnið mitt, því ég reyndi að vernda þessa drengi sem voru með okkur í hljómsveitinni óttalegir fjörkálfar.
Hehehehe..
Síðan kom hljómsveit sem kallaðist Aðild og Ásthildur, svo Ásgeir og félagar, Líparít, síðan þessi hér Gancía.
Svo kom hlé hjá mér uns Sokkabandið varð að veruleika.
Og að lokum Gömlu brýnin.
Reyndar stálu nokkrir frægir hljómlistamenn úr Reykjavík nafninu síðar. En það er önnur saga. En þetta var bara skemmtilegur tími.
Jamm elskurnar ef þið viljið heyra meira þá þarf að horfa á þessa nýju ísfirsku sjónvarpsstöð. Segi ég bara svona.
En eigið annars góðan dag.
Bloggar | Breytt 11.3.2011 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.3.2011 | 01:29
Svona undir svefninn.
Smáfuglarnir eru svangir núna, þeir vita sem er að það er von á vetrarhörkum. Dýrin eru næmari ein við og þegar fuglarnir þyrpast að til að borða, og jafnvel heimta sífellt meira þá er nokkuð ljóst að það er von á hreti eða frosthörkum. Ég virði þessi litlu dýr afar mikils og elska að gefa þeim að borða og horfa á þá njóta matarins alveg í botn. Í gær gaf ég þeim fjóra stóra poka af kurluðum maís og ég get svarið það að ég naut hvers augnabliks að vita hve vel þeir nutu þess að koma og borða. Sælla er að gefa en þiggja.
Þeir eru varir um sig þessar elskur, en líka afar gráðugir enda svangir.
Þeir eru með system sem ekki klikkar, því þeir hafa útverði sem vakta svæðin sem þeir vanalega fá eitthvað frá. Nokkrir eru á verði og þegar maturinn kemur fara þeir og gera viðvart og eftir augnablik birtist allur skarinn.
Og svo er etið og etið.....
Veðrið leikur við okkur núna, þó sé dálítið kalt þá er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu.
Jamm komin aftur skottin litlu.
En það er farið að vora í kúlunni, brumin að springa út og eftir nokkra daga má sjá allskonar blómstur.
Sumt er reyndar farið að blómstra.
Mansúríu rósirnar mínar farnar á stjá og auðvitað blómálfarnir.
Og svo blómstra ég líka Þessi mynd var tekin rétt áðan.
Ég segi bara góða nótt og sofið rótt í alla nótt.
P.S. langar til að vekja athygli á vef vinkonu minnar hversdagshetjunnar sem er að berjast af alefni fyrir lífi sínu og heilsu. Þar sem kemur fram sorglegar ásakanir á hendur geðlæknum sem hugsa um það eitt að gefa geðlyf en gleyma manneskjunni. Þetta er holl lesning öllum, og svo er líka gott að senda inn hlýlega kveðju til hennar til að hjálpa henni til heilsu. http://tilfinningatorg.wordpress.com/2011/03/10/sma-frestun/#comment-56
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar