10.4.2011 | 16:48
Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti vor hefur fyllt mig bjartsýni.
Hlustaði á forsetann ræða um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Var dálítið spennt fyrir því hvað hann myndi segja. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Forsetinn sýnir svo ekki verður um villst að hann er besti málsvari íslensku þjóðarinnar. Ræðan hans var frábær og jákvæð og taldi kjark í þjóðina, öfugt við stjórnarherrana og frúrnar sem keppst hafa við að tala niður til þjóðarinnar og sverta okkar málstað erlendis.
svo kom að spurningunum, og þvílík gremja og vonbrigði sem einkenndi þau. En Ólafur Ragnar tók þau einfaldlega í nefið, þar sem hann vissi svo miklu betur um málin, hafði svörin á hreinu og hafði kynnt sér málin erlendis, meira en þessir heimaalningar hafa gert. Það er eiginlega sárgrætilegt að við skulum hafa slíka apa sem eiga að heita fjórða valdið á kafi í því að reyna að sveigja vilja almennings að þeim sem þau þjóna. Guði sé lof fyrir internetið. Án þess hefðu stjórnvöld ásamt þessum svokölluðu blaðamönnum og fréttamönnum haft sigur, og komið lyginni á framfæri, og við hefðum aldrei getað ná vopnum okkar í því stríði. Sýnir bara á kvaða plani margir fréttaskýrendur eru.
Ég hlustaði á Silfur Egils og ég var ánægð með framgöngu Jóhönnu og Steingríms í fyrstu, en svo runnu á mig tvær grímur þegar þau geymdu öllu þessu tali um sáttarvilja og létu Bjarna Ben af öllum mönnum æsa sig upp og voru farin að öskra gamla frasa og hóta. Birgitta Jónsdóttir var sú sem bar af þarna í viðtalinu, sjálfri sér samkvæm og örugg í sínum málflutningi, setti ofan í þessa gömlu refi hvað eftir annað.
En eftir þennan blaðamannafund Ólafs Ragnars, stendur upp úr bjartsýni og von um að við séum loksins á réttri braut. Hann svaraði öllum spurningum og var málefnalegur og öruggur. Og það besta er að hann hefur sent þessi skilaboð út í alþjóðasamfélagið, ætli það vegi nú ekki þyngra en tilkynningar forsætisráðherra um verstu mögulegu útkomu. Sem ég skammast mín fyrir.
Nei Íslendingar góðir við þurfum ekki að kvíða neinu. Þessi hræðsluáróður sem vekur ennþá skjálfta hjá Jásinnum er óþarfi. Þetta var bara eftir allt saman hræðsluáróður, eins og við vissum mætavel.
Í dag skín sólin hjá mér, bæði úti og í hjartanu. Við eigum betri framtíð í vændum, og það er af því að við og forsetinn tókum málin í okkar hendur. Til hamingju Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.4.2011 | 12:05
9. apríl og það sem ég gerði daginn þann.
Byrjaði á að kjósa.
Ég skil vel svekkelsið hjá þeim sem óttast allt það versta sem komið getur fyrir okkur við höfnun samningsins. Ég trúði aldrei þessum áróðri öllum saman og grunar að þarna hafi legið eitthvað annað að baki en hagur þjóðarinnar. Þar spilar margt inn í. Til dæmis að fá höfnun eftir öll stóru orðin, og allan áróðurinn, líka hef ég grun um að hluti af dílnum hafi verið inngangann í ESB, að okkar fólk hafi fengið skýr tilmæli að Icesave héngi á ESB spýtunni. En hvað um það þetta fór á þann veg sem ég vonaði. Nú er bara að taka næstu skref. Taka höndum saman og halda því hreinsunarstarfi áfram sem þarf. Ríkisstjórnin verður að fara frá, hún er löskuð og hefur misst allan trúverðugleika, þau reyndu en höfðu ekki erindi sem erfiði, og verða því að víkja. Þetta á líka við um forystu Sjálfstæðisflokksins. Þeim ber líka að víkja enda rúin trausti.
Reyndar er útlitið ekki mjög bjart fyrir kosningar strax, því það þarf að gera ýmsar breytingar í flokkunum sjálfum, helst að koma á persónukjöri. Þess vegna þurfum við að skora á forsetan að mynda utanþingsstjórn sérfræðinga, það má kalla hana neyðarstjórn ef einhver lög ríkja um utanþingsstjórn sem ekki hentar nýju Íslandi, þ.e. að einhverjir spillingargosar séu þar í forgrunni.
En ég er alveg viss um að alþýða manna í Evrópu fagnar þessum úrslitum. Og skilur að við látum ekki kúga okkur til hlýðni.
En þetta er bara fororð. Ég gerði margt miklu skemmtilegra í gær en að kjósa.
Ég fór á tískusýningu fermingarbarna, þar var Úlfur minn að sýna. Ég tók fullt af myndum, ætla að setja nokkrar hér inn, og ef foreldrar vilja fá myndir af sínum börnum, geta þau bara sent mér email, og ég sendi þeim til baka myndir af börnunum. Þið getið bent á mynd af ykkar afkvæmi hér og beðið um fleiri myndir af viðkomandi barni.
Fyrst var að fara í klippingu og förðun, svo voru mátuð föt frá þeim fyrirtækum sem styrktu þessa sýningu.
Frændkynin Úlfur og Sunna.
Og sumir bíða eftir afgreiðslu.
Ábyrgðarfull ungmenni.
Og svo er ágætt að lesa smá.
Eða jafnvel bara sökkva sér ofan í blöðin
Þau hafa gott af þessu, að læra að koma fram.
Í móttökunni á Hótel Ísafirði þar sem sýningin fór fram.
Pabbar, mömmur, afar, ömmur og systkini að koma sér fyrir.
Spennan í algleymingi.
Falleg börn og falleg föt. Föt barnanna voru frá Jóni og Gunnu, Legg og Skel, Hafnarbúðinni og Konur og menn, þaðan voru aðallega snyrtivörur. Hárkompaní greiddi þeim því miður náði ég ekki nafni förðunarmeistarans, síðan voru sýndar vörur frá Gullauga fleirum. Ef einhver vill bæta við upplýsingarnar er þeim velkomið að setja það inn í athugasemdir hér á eftir.
Fallegir skór líka.
Strákurinn minn.
Fallegur töffari eins og pabbi hans var.
Þeir eru sko flottir strákarnir líka.
Glæsilegt. Þeir eru allir vinir þessir strákar.
Hárgareiðslan á stelpunum var líka afar flott, og þær eru allar með sítt hár, sem örugglega er gaman að greiða.
Mér finnst sniðugt að hafa svona sýningar fyrir börnin, svo foreldrar getið rætt um málið við börnin um hvað hentar þeim best.
Virkilega smart og flott föt.
EInfalt en smart.
Svo voru föt á systkin.
Þægilegt og gott.
Allir krakkarnir stóðu sig frábærlega vel og þau voru svo flott falleg og með fallega framkomu.
Það voru líka sýnd föt fyrir pabba og mömmu.
Líka hlýleg náttföt.
Þessi litli stubbur var alveg ákveðin í að láta ekki snúa sér eitt eða neitt.
Nebb enga snúninga hér takk Og salurinn hafði mikið gaman af.
Þau sýndu líka sportfatnað. Ekki vera feimin við að biðja mig um myndir.
Glæsilegri sýningu lokið. Gestum var boðið upp á kaffi og allkonar flottar kökur, sem brögðuðust vel, það var veitingastaðurinn Við Pollinn sem er til húsa á Hótel Ísafirði.
Á miðju hringtorginu vappaði Krummi um og hugsaði um lífið og tilveruna.
Ef til vill var hann að fylgjast með umferðinni.
Alla vega var hann ansi heimspekilegur þarna á miðri eyjunni.
Svo hittumst við sokkabandskonur með hljóðfærin í fyrsta skipti, höfum hist á fundum, en nú fannst okkur tilvalið að skoða þetta í samhengi, að vísu sleit ég einn streng í bassanum þegar ég var að stilla hann Sennlega vegna þess að ég hef ekki snert hann í 29 ár. Eygló hjálpaði mér að setja nýja strengi í.
Við ætlum að bæra saxofonleikara inn í bandið. Þetta verður rosalega gaman.
Eygló stillir gítarinn, hún er algjör töffari hún Eygló.
Bryndís töff á trommunum, þær hafa engu gleymt þessar stelpur.
En nú brýst sólin fram, svo ég þarf að fara að sinna plöntunum.
Nektarínan mín skartar nú sínu fegursta.
Kamillan mín er líka að koma til og brosa framan í lífið.
Það ættum við líka að gera. Ég er sannfærð um að kosningarnar fóru vel og niðurstaðan á eftir að verða okkur lyftistöng. Við höldum allavega ærunni og höfum sýnt að erum þjóð sem lætur ekki hræðslu né kúganir kúga sig. Af því er ég stolt og afar þakklát.
Nú er vor og allt að vakna og nýtt líf fæðist á hverjum degi. Áfram kæra Ísland, okkar fósturjörð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.4.2011 | 02:55
Á morgun, dagurinn sem minnst verður um langa tíð, hvernig sem fer.
Ég er farin að halla mér, búin að gera mitt til að fá fólk til að hugsa eins og ég vil Það er bara ekki þannig, við verðum að virða hvers annars skoðanir og sætta okkur við það sem ekki verður að gert. Ég hef dálítið gaman af að rökræða sérstaklega þegar ég hef sterkar skoðanir á málefninu.
Þetta síðasta núna að telja fram hverjir ætli að segja nei og hverjir já, er dálitið á lágu plani að mínu mati, þó ég fagni því þegar sérfræðingar tjá sig um málin, sérstaklega útlendingar sem hafa engra hagsmuna að gæta. ég tek mínar ákvarðanir út frá því sem mér finnst sjálfri en ekki af því að þessi eða hinn ætli að segja þetta eða hitt. Og alls ekki eins og nú er verið að setja fram að eg sé í liði með einhverjum illa þóknanlegum hér á landi. Þá er umræðan komin út um víðan völl, og öll rök þrotin og hræðslan ein tekin við. Hvort sem það er hræðsla við hvað tekur við ef nei verður ofaná, eða hræðsla við að þeir sem segja Nei hafi haft rétt fyrir sér allan tímann.
Þetta verður bara tíminn að leiða í ljós. En við erum auðvitað óttalegir þrasarar og barnslegar sálir, og svona frekar hégómagjörn og upptekin af því hvernig útlendingar hugsa um okkur.
Það hverfur þegar maður fer að ferðast og kynnast fólki erlendis. Því þá sér maður að þau eru bara fólk eins og við, hugsa svipað, og margir hugsa fallega til okkar, og sjá í okkur baráttu sem þau gjarnan vildu sjá heima hjá sér. Við erum fá og smá, en höfum þennan endalausta kraft til að standa upp, flest okkar, þegar okkur er misboðið.
Það sem er greinilegt í þessu máli öllu saman er að forystumenn stjórnmálanna, flestir hverjir eru komnir langt út frá almenningi, þeir tala fallega á hátíðarstundum, en svo þegar þeir hafa virkilega tækifæri til að gera það sem þeir hjala um, þá er nú eitthvað annað uppi á teningnum.
Þess vegna verðum við sjálf að fara að læra að refsa þeim. Láta þá finna fyrir því þegar þeir brjóta öll sín kosningaloforð, og gera okkar til að það fólk sem er algjörlega siðblint og vill ekkert nema sitja í jötunni, verði látið víkja. Það þarf að hreinsa til og setja lög um hámarks setur fólks við stjórnvölin.
Á morgun kemur í ljós þjóðarviljinn. Þegar þar kemur verðum við að slíðra sverðin og taka höndum saman um að gera okkar til að rétta skútuna af.
Ef neiið verður ofaná, þá er það ótrúlegt afrek neisinna, gegn öllum gengdarlausa áróðrinum sem flestir fjölmiðlar landsins lögðust á eitt við að framkvæma. Og þeir hópar sem greinilega áttu næga peninga til að gera risastórar auglýsingar fyrir Jái, meðan neisinnar voru flestir að vinna af hugsjón og kærleika til lands og þjóðar.
Þar lögðu margir hönd á plóg, og ég vil þakka þeim öllum sem hafa verið með mér í baráttunni við að segja Elítunni og klíkuskapnum stríð á hendur.
En á morgun mun þetta allt saman koma í ljós, og ég legg hér með mína vinnu í hendur almættisins, goða og gyðja og bið um að okkar málstaður verði ofan á.
Hafið þökk fyrir öll sömul og góða nótt
Með kveðju frá Ísafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.4.2011 | 14:05
Það vorar senn og grænkar grund. Gleður sólin okkar lund.
Í dag er föstudagur 8. mars, á morgun rennur kjördagurinn upp vonandi bjartur og fagur. En ég stend reyndar í fleiru þessa dagana, er á kafi í að dreyfplanta sumarblómunum mínum. Í garðskálanum er líka allt komið á full.
Nektarínan mín er alblómgvuð.
Jólarósin mín ósköp feimin það er ef til vill vegna þess að hún blómstrar venjulega um jólaleytið, og er því orðin allof alltof sein.
Kamelían mín er líka feimin og felur fallegu blómin sín milli laufanna.
Og hér er allt að byrja að gróa. Plássið löngu sprungið.
En það er gott fyrir sálina að grufla í moldinni og hlakka til sumarsins.
Svo get ég bara ekki still mig um að benda á tvær greinar frá erlendum vinum okkar, sem hveta okkur til að segja NEi á morgun.
En það eru þau Eva Joly og Michael Hudsson.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/08/augu_umheimsins_a_islandi/
http://attac.is/greinar/will-iceland-vote-no-april-9-or-commit-financial-suicide
Svo vona ég að þið eigið öll góðan og blessunarríkan dag. Morgundagurinn mun skipta okkur öll miklu máli og ég bið allar góðar vættir að vaka með okkur og vernda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.4.2011 | 11:32
Eigum við að fara í smá leynilögguleik.
Ég ætlaði ekki að tala meira um Icesave, en það er að brjótast um í mínum kolli ummæli Vilhjálms Egilssonar sem hann viðhafði í sjónvarpsviðtali. Hann sagði eitthvað á þessa leið: "Við héldum að þetta yrði samþykkt."
Þessi ummæli slógu mig strax, en ég hugsaði svo ekki meira um það í bili. En svo fór ég að hugsa svona eftir á: Getur það verið að Jóhanna og Steingrímur hafi verið búin að lofa Gylfa og Vilhjálmi að Icesave yrði samþykkt. Og hafi ekki munað eftir neitunarvaldi forsetans, eða talið að hann myndi ekki neita aftur.
Þetta getur útskýrt hvers vegna Gylfi og Vilhjálmur hafa gengið jafn langt í áróðri sínum í krafti þeirra félaga sem þeir gegna forystu í. Þeim hefur þá fundist að þeir væru að framkvæma vilja stjórnvalda.
Ég skil auðvitað ekki alveg samhengið. En það hlýtur eitthvað að hanga þarna á spýtunni. Báðir þessir forkólfar hafa gengið of langt í áróðri sínum. Svo langt að venjulegt fólk stendur agndofa.
Þá kemur alltaf upp þessi spurning: Hvað gengur stjórnvöldum til að ganga svona langt í að neyða þessaru kröfu upp á þjóðina. Þau hafa gengið afar langt í sínum áróðri og notað alla fjölmiðla og slagorð.
Getur verið að þau hafi á sama hátt lofað bretum og hollendingum að þetta yrði samþykkt, og jafnvel lagt hausinn að veði?
Ég veit að Samfylkingin vill inn í ESB. Og hluti af Vinstri Grænum. Getur verið að það hafi verið loforð eða hótun að ef við samþykktum ekki kröfuna, þá myndu þeir beita sér gegn ESB aðild?
Á einhvern óskiljanlega hátt er þetta allt saman tengt einhverjum ósýnilegum böndum. En áfram stendur spurningin. Hvað meinti Vilhjálmur með þessari einlægu setningu eins og barn: Við héldum að þetta yrði samþykkt.
Þú álfu vorrar yngsta land
Þú álfu vorrar yngsta land,
vort eigið land, vort fósturland,
sem framgjarns unglings höfuð hátt
þín hefjst fjöll við öldu slátt
Þótt þjaki böl með þungum hramm,
þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt,samt fram,
þú skalt samt fram,þú skalt samt fram.
Hver tindur eygir upp og fram,
hver útnesskagi bendir fram,
þú vilt ei lengur dott né draum,
vilt dirfast fram í tímans straum.
Lát hleypidóma´ei hræða þig.
haltu fram beint á sönnum frelsis stig,
á frelsis stig, á frelsis stig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
6.4.2011 | 22:20
Spaugstofan í beinni.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2011 | 12:47
Írafár og ringulreið þjóðar er að komast í hæstu hæðir.
Mér finnst þjóðin vera eins og í suðupotti þessa dagana. Brigsl, ásakanir, hótanir og áróður. Já eða Nei. Og ekki batnar þetta fyrir kosningarnar.
En ég hef tekið eftir fleiru. Ég tek eftir að það eru fleiri bílaóhöpp núna þessa fyrstu mánuði ársins, en áður, og það í síminnkandi umferð. Gæti það verið af því að fólk hefur ekki ráð á að hafa bílana í góður standi. 'Eg hef líka tekið eftir því að óvenjulega mörg óhöpp hafa verið hjá bátum. Ætli það sé angi af því sama, að fólk sé að spara við sig öryggið með atvinnutækið til að geta haldið sér og sínum gangandi. Þetta er afar slæm þróum.
Reiði og ringulreið ríkir í höfuðborginni vegna skólamála. Og sýnist mér vera stutt í að borgarstjórinn gefist upp á ástandinu, þegar hann er farin að kvarta undan allskonar fólki. Hann er ekki með þennan skráp sem hinn almenni pólitíkus hefur komið sér upp.
Jóhanna og Steingrímur eru nánast ósýnileg nú þessa dagana. Brugðu sér að vísu til Ísafjarðar til að sýna Vestfjörðum stuðning sem er svo sem gott mál, en ætla að setja fleiri hundruð milljónir í snjóflóðavarnargarða. Sem mér finnst vera tímaskekkja og skilar litlu til bæjarfélagsins, hver segir að vestfirskir verktakar fái verkið, er ekki allt eins líklegt að lægsta tilboð komi frá Kína, eða Portúgal eða öðrum ríkjum? Nú eða bara frá Reykjavík, og hver er þá hagnaðurinn fyrir Vestfirðina?
Verð samt að segja að betri vegir og ódýrari samgöngur munu bæta hér heilmikið. En ég hef ekki séð stafkrók um fiskveiði. Hér er sjórinn allur fullur af fiski, sem menn mega ekki veiða, af því að nokkrum mönnum var afhentur hann á silfurfati. Það er þó langfjótasta leiðin til að skjóta rótum undir efnahagslíf Vestfirðinga.
Svo er þetta með heiðarleikan og mannorðið. Mér virðist sumir framámenn hafa hvorugt í heiðri. Til dæmis Gylfi Arnbjörnsson leyfir sér að nýta almannasamtök launþega í sínum einka áróðri fyrir að borga Icesave skuldina. Hvar er hans heiðarleiki gagnvart þeim sem hafa hann í vinnu? og hvar er mannorðið, hjá honum er það ekki mikils virði, eða falt fyrir 30 silfurpeninga.
Vilhjálmur Egilsson tilkynnti í gær í sjónvarpi allra landsmanna, að ekki yrði samið um laun nema Icesave yrði samþykkt. Í hvaða nafni talar hann? Reyndar hélt ég að það væru fleiri fyrirtæki í Samtökum atvinnulífsins en bara L.Í.Ú. Og ætli það séu öll fyrirtæki sátt við að þetta sé eina málið á dagskrá hjá honum, sem fitnar eins og púkinn á fjósbitanum, fær örugglega góðan "stuðning" frá stórútgerðarmönnum. Ég tók sérstaklega eftir að hann sagði; við töldum víst að þetta yrði samþykkt. Hvað kom honum til til að halda það? Var ef til vill búið að ákveða að smjúga þessu gegnum þingið, þegar Ólafur Ragnar neitaði þessu staðfestingar. Gerði það ef til vill ófyrirséð strik í reikninginn?
Allskonar fræðimenn og doktorar tala svo hispurslaust um að við verðum að styðja Icesave, þó fullt af mótrökum komi frá öðrum aðilum með samskonar þekkingu og reynslu. Og reyndar marg búið að sýna fram á að okkur ber ekki skylda til að gangast undir ólögvarðar kröfur af völdum íslenskra ríkisbubba, sem svo eru að því mér sýnist með ríkustu mönnum heims, og vilja nú að við tökum undir baggann með þeim, svo þeir losni við þetta leiðinda mál og geti snúið sér aftur að því að græða meiri peninga.
Já potturinn sýður og bullar. Ein bloggvinkona mín sagði við mig að Neiið væri skrifað í Skýin. Ég þori varla að vona að svo verði, en mér finnst samt svo margt benda til þess. Fólk er smátt og smátt að sjá í gegnum lygavefinn og sjá að það er bara alls ekki rétt að við berum ábyrgð á annara manna skuldum, og ekki bara það, heldur höfum við ekki leyfi til að leggja hana á herðar barna okkar og allra ófæddu barnanna næstu árin.
Ég ætla samt ekki að hlusta á útvarpið næsta laugardag, eða þangað til úrslitin verða kunn. Það er af því að í fyrsta lagi er ég hálfgerður heigull í þessu máli og svo vil ég ekki gera sálarlífinu mínu það, er að verða æst eins og allir hinir og það er ekki gott fyrir brothætta sál. Svona miklu máli skiptir mig að við afneitum þessu, mér finnst það vera eina vonin til að endurheimta betri daga og hreinna Ísland. Ég vona að rétt reynist sem einn samfylkingarmaður sagði á öðrum stað, neiið verður ofan á og forsetinn verður komin með utanþingsstjórn eftir næstu helgi. Ef það bara reyndist rétt.
Mér er ekkert illa við Steingrím og Jóhönnu sem manneskjur, held að í upphafi hafi þau haldið að þau réðu við þetta. En því miður er ráðslagið þannig að fyrirtæki eru að flýja landið hvert af öðru m.a. út af skattasetfnu og hringlandaháttar stjórnvalda.
Svo hef ég lúmskan grum um að flestir séu búnir að gera upp hugsinn. Þó þeir beri það ekki utan á sér, eða vilji láta það uppi. Þetta á örugglega bæði við um Já, Nei og þá sem ætla ekki að fara á kjörstað, eða skila auðu Og það er þeirra réttur.
Þess vegna ætla ég að minnka svona skrif til að leyfa fólki bara að hugsa sinn gang í friði. Taka sína eigin ákvörðun, hér liggja fyrir allar ástæður fyrir neii og jái, svo þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málin geta gert það með því að hlusta á fjölmiðla og netsamræður.
Það verður sennilega langur göngutúr hjá mér á laugardaginn og svo bara ligg ég á netinu eða leigi mér mynd. En svona er ég bara ég tek hluti allof mikið inn á mig, og í þessu máli finnst mér eiginlega að með jái séum við að missa af besta tækifæri i heimi, til að senda þau skilaboð út í samfélag jarðarinnar að við viljum ekki vera fórnarlömb klíkna, auðmagnsfíkla, spilltra stjórnmála og embættismanna, bankamafíu þessa heims. ´
Ég sé fyrir mér litla Ísland glóa á sorphaugum sögunnar, vegna þess að þessi fámenna þjóð stóð upp og sagði; Sjáiði Keisarinn er nakinn!!!
Þess vegna mun ég segja NEI!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.4.2011 | 09:07
Nei Icesave. Þú ert ekki á mína ábyrgð.
Mér barst þetta bréf í gær. Mér finnst það vel þess virði að lesa. Málið er að þeir sem vilja samþykkja Icesave tala í frösum, það vantar alltaf svörin af hverju. Of mikik áhætta segja þeir nú. Og hver er þessi of mikla áhætta? Þá eru enginn svör. Ekki frekar en Okkur ber að borga þessa skuld. Svo kom í ljós að þetta var ólögvarin krafa en ekki skuld. Þá kom, Okkur ber siðferðileg skylda til að borga þetta. Svo kom talið um fátæka fólkið og gamla sem var svikið, en þá kom í ljós að þau höfðu fengið sitt upp í topp að íslendingum forspurðum. Svo átti bara að kjósa þetta burt eins og borgarstjóri lagði til. Öll þessi "rök" hafa runnið út í sandinn, og nú er sagt að áhættan sé of mikil. Ekki er hægt að skilgreina þessa áhættu.
En hér er bréfið.
Eigið góðan dag.
Góðir landsmenn.
Þjóðaratkvæðagreiðsla 09. Apríl 2011
Þegar við gerum upp hug okkar gagnvart Lögum nr. 13/2011 verðum við að gera okkur grein fyrir eftirfarandi:
1) Hvaða lög eru í gildi gagnvart hinum erlendu kröfuhöfum?
2) Hvaða tilskipanir ESB voru í gildi þegar bankarnir hrundu?
3) Hvaða reglur gilda um Tryggingasjóð innistæðueigenda í Englandi?
4) Hvaða áhrif hafa þessi lög á framtíð landsins?
Hvaða lög eru í gildi?
Við gjaldþrot íslenskra fyrirtækja er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að íslensk lög gilda, bæði hér á landi og erlendis ef um útibú er að ræða. Þess vegna gildir við gjaldþrot Íslensku bankanna að Tryggingasjóður á að greiða þeim sem áttu peninga í Landsbankanum þá upphæð sem Tryggingasjóður Innistæðueigenda á að ábyrgjast það er að hámarki 20887, ef um almennan innlánasjóð var að ræða.Hinsvegar er ekki um neina ábyrgð að ræða, ef um áhættu sjóð er að ræða. Það er ekki augljóst, og þarf því að ákveða það með dómi, það mál verður að reka fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur, og ef því verður áfríað þá fyrir Hæstarétti Íslands.
Hvaða tilskipanir ESB voru í gildi þegar bankarnir hrundu?Tilskipun ESB sem var í gildi, þegar bankarnir urðu gjaldþrota er No. 94/19/EB. Tilskipun þessi tók gildi þegar þau höfðu verið birt í Stjtíð. í EB skv. samþykkt 30 maí 1994.
Í þessari tilskipun sem voru samþykkt sem lög hér á landi stendur:
Í 3. gr. 1. málsgrein meðal annars,
kerfið er til og viðurkennt af stjórnvöldum á þeim tíma sem tilskipun þessi er samþykkt,
kerfið er rekið með það að markmiði að koma í veg fyrir að innlán í lánastofnunum innan kerfisins verðiótiltæk, og það er nægilega öflugt til að hindra það,
kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun,
samkvæmt kerfinu fá innstæðueigendur upplýsingar eins og segir í 9. gr.
En eins og hér má sjá mega aðildarríkin, það er ríkið, héraðs eða sveitastjórnir ekki tryggja sjóðinn með opinberri ábyrgð sem síðan skal greiðast af almenningi.
Þá er einnig rétt að líta á tilskipunina og athuga hvernig skal meðhöndla mismunandi tryggingar upphæð hinna ýmsu landa innan EES.
4.gr.
ná til innstæðueigenda í útibúum er lánastofnanir hafa komið sér upp í öðrum aðildarríkjum.
Fram til 31. desember 1999 má veitt trygging hvorki vera hærri né víðtækari, meðal annars hvað prósentuhlutfallsnertir, en sú hámarkstrygging sem er veitt af tilsvarandi tryggingakerfi á yfirráðasvæði gistiríkisins.
Fyrir þann dag skal framkvæmdastjórnin semja skýrslu ágrundvelli fenginnar reynslu af beitingu annarrar undirgreinar og meta hvort þörf sé á því að halda þessu fyrirkomulagi áfram.
Ef við á skal framkvæmdastjórnin leggja tillögu að tilskipun fyrir Evrópuþingið og ráðið um lengri gildistíma þessa fyrirkomulags.
2. Ef tryggingin í tryggingakerfi gistiríkisins verður hærri og víðtækari, meðal annars hvað prósentuhlutfall varðar, en sú trygging sem er veitt í aðildarríkinu þar sem lánastofnunin hefur fengið leyfi skal gistiríkið sjá til þess að á yfirráðasvæði þess sé viðurkennt innlánatrygginga-kerfi, sem útibú getur tengst að eigin vild til uppbótar þeirri tryggingu sem innstæðueigendur hennar njóta þegar vegna aðildar útibúsins að kerfi heimaríkisins.
Kerfið sem útibúið tengist skal tryggja þann flokk stofnana, sem útibúið tilheyrir eða stendur honum næst í gistiríkinu.
Í annarri málsgrein er það staðfest að gistilandið sem útibúið er í, á að tryggja útibúið ef innistæðutrygging gistilandsins er hærri en heimalandsins, og skal gera samning þar um.
Hvað segja Bresku lögin?
Samkvæmt Handbók breska tryggingasjóðsins, eru lög og reglur sem gilda fyrir hann nákvæmlega í samræmi við reglugerð 94/19/EB sem er afar mikilvægt fyrir íslensku þjóðina. Þetta merkir að breski tryggingasjóðurinn, sem er deild innan FSA (Fjármálaeftirlit Bretlands), getur ekki heimilað Landsbankanum að hefja starfsemi fyrr en ráðstöfun hefur verið gerð um tengingu við Breska Tryggingasjóðinn. Þetta var gert og fékk Landsbankinn No. 207250 hjá sjóðnum. Hafi bankinn ekki staðið við samninginn þá er það algjörlega á ábyrgð FSA, en ekki íslensku þjóðarinnar.Þá skulum við einnig gera okkur grein fyrir því að nákvæmlega hið sama gildir um Holland.
Hvernig eru lögin sem við eigum að segja Já við samkvæmt meirihluta Alþingis?Þessi meirihluti hefur hamrað á því að almenningur í þessu landi eigi að borga fyrir gjaldþrot Einkafyrirtækis sem er ólöglegt samkvæmt Stjórnarskrá Landsins. Rétt er að taka fram, að Ríkisstjórnin sendi óhæfa aðila til þess að semja við Breta og Hollendinga, þeir létu hafa eftir sér að þeir nenntu ekki að standa í þessu lengur. Þessir aðilar komu með samning ICESAFE I sem var svo óhæfur að allir landsmenn neituðu honum, aðeins Ríkisstjórn landsins lofaði samninginn og krafðist samþykktar hans á Alþingi án þess að Þingmenn fengju að sjá hann. Þá kom ICESAFE II sem var felldur af þjóðinni með tæplega 100% greiddra atkvæða. Síðasta samninganefnd fékk engu áorkað, nema hvað vextir voru lækkaðir, ásamt því að nú skuli dómsmál fara fram í Hollandi samkvæmt Breskum lögum, sem þýðir að Gerðadómur ræður málum, hann er skipaður Breta, Hollendingi, Íslendingi og Dómara hjá Alþjóðadómstólnum. Þetta þýðir að ísland hefur ekkert um málið að segja. Með þessu fer lögsaga landsins til þessara landa. Þá segja lögin; Íslenska Ríkið á að ábyrgist þetta óákveðna lán, sem Einkabankinn stofnaði til við gjaldþrot, sem er ólöglegt samkvæmt Stjórnarskrá. Með þessari grein er búið að taka þá ákvörðun að Almenningur í þessu landi eigi að greiða allar skuldir gjaldþrota einkafyrirtækja framtíðar.
Hvaða áhrif hafa þessi lög á framtíð landsins?
Eftir þær athuganir sem félagar í Samstöðu þjóðar gegn ICESAFE hafa gert, er niðurstaðan þessi. Ef við segjum Já, þá verðum við að greiða allar kröfur þessara landa þrátt fyrir það að þær standast ekki Íslensk lög, eða tilskipun Evrópusambandsins No. 94/19/EB, sem gildir um þessi fyrirtæki. Ástæðan er sú að með þessum lögum samþykkjum við að Bresk lög gildi í þessu máli, og þar með fellum við neyðarlögin úr gildi, en þau hafa verið okkar helsta vörn. Þó Geir H. Haarde hafi sagt að við ætlum að tryggja allar innistæður í Íslenskum Bönkum, þegar hrunið varð, er það ekki staðfest í lögum og því ekki greitt. Þess vegna geta Bretar og Hollendingar ekki krafist neins slíks, ef farið er eftir íslenskum Lögum. Ef farið verður eftir Breskum lögum þá geta þessar þjóðir krafist slíkra greiðslna.
Niðurstaða: Það er ógerningur að vita hvenær við getum hafið rekstur velferðaríkis á Íslandi.
Ástæðan fyrir því að við eigum að segja NEI er:
Við viljum fara að lögum um uppgjör einkafyrirtækja.
Við viljum að rétt sé rétt.
Við viljum ekki afsala frelsi okkar og lagalegum rétti til annarra þjóða.
Við viljum vera sjálfstæð þjóð.
Við viljum ekki ábyrgjast rekstur einkafyrirtækja framtíðarinnar.
Við viljum ekki taka á okkur ábyrgð vegna ranglátra laga EB.
Bretar og Hollendingar geta krafið eigendur Landsbankans um
greiðslur þessar, enda passa Bretar eigendurna og vilja ekki afhenda þá til landsins, þegar þess er óskað.
Bretar eiga að greiða tjón vegna Hryðjuverkalaga sem þeir beittu gegn landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.4.2011 | 23:10
Til hamingju með afmælið elsku Sóley Ebba mín.
Sóley Ebba varð 14 ára, að er svona aldur þar sem hormónarnir blómstra. En þessi stúlka eitt af mínum barnabörnum fyllir þennan unggæðislega aldur í dag.
FLottust mín.
Yndisleg stelpan mín.
Ég er svo stolt af þér Sóley Ebba mín og mikið verður gaman að hitta þig á Páskunum. Og innilega til hamingju með afmælið þitt ljúfust mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þetta bréf fékk ég að láni hjá Jóhannesi Birni, vona að ég megi nota það hér. En tíminn styttist og ennþá eru einhverjir ráðvilltir um hvað þeir eiga að gera í kosningunum. Þá er ágætt að lesa bréf sem berast utanlands frá, frá fólki sem horfir á þetta í fjarlægð og fylgist með því sem er hér að gerast. 'Eg hef sagt það áður að við erum ekki ein á báti, því margar þjóðir horfa til þess hvað við gerum. Og hvort við berum gæfu til að hnekkja endanlega veldi bankamafía heimsins, sem virðist vera að tröllríða öllu heimssamfélaginu.
I was pleased to talk to my Icelandic friend today as we had not talked in a while. He was sad because he believes the people of Iceland might vote to accept the European debt. My response was, "if you accept the debt, it is the death of Iceland. Your island, and your heritage will become the property of the global bankers. This is very serious, why would the people of Iceland do such a thing?" (leturbreyting mín)
He said he thought people were getting tired of the issue, and further there is a national sense of guilt if they do not pay. He said, there are so many sayings about debt and obligation in Icelandic, like:
Orð skulu standa
or
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
So, now it made sense to me. As a retired investment banker, I know that people are concerned about honoring their debts, but the reason I am now writing this letter, dear people of Iceland, is to say that you must not accept this debt burden, which will give away ownership of Iceland to the global bankers. (leturbreyfing mín.)
There is a big difference between repaying a debt to a friend or family member, and repaying the banking system.[/b]
Why, because there is a dirty little secret about how banks create money, that we are never told about. It is the reason that virtually every country in the world is now bankrupt today. It is the reason the bankers are now getting all the roads, and buildings, and government assets, and why the bankers are demanding that health care and education and people's pension plans must be reduced. The dirty little secret is this:
Banks create money out of nothing and charge interest on it.
Now, from my experience I know that people can read that statement (above) a hundred times and still not understand it. We believe we need banks because they have money to lend, but that is not true, they do not have money to lend. All the bank's money is lent out - its all gone, but the secret is the bankers can create new money, with a snap of their fingers. It is created out of nothing - it is made up - it is magic money. (leturbreyting mín.)
How the banks create money is a scam and a trick. It is actually an enslavement system that we never bother to consider.
Here's a thought. Two years ago, the world's money supply (all the money in the world) was equal to $50 Trillion USD. Last year, one year later, the world's money supply equaled $60 Trillion USD - an increase of $10 trillion USD. And if we looked back in history we would see, the world's money supply has always been growing. It begs the question: Where does all this new money keep coming from?
The answer: Banks create money out of nothing and charge interest on it.
If you borrow money from a friend, yes, you should pay it back because that is 'real' money that your friend has had to work hard to earn. We all know that money is hard to get, and how precious it is for future needs, so repaying ones debt to private people, is a responsibility that benefits everyone.
But when the Bank of England and the Central Bank of Netherlands created that money for the Icesave investors, it was created out of thin air - it was made out of nothing - it was a computer entry upon a keyboard. Once the banks create new money, it becomes 'real money' when it steals its value from the existing money supply (this is the cause of inflation). The bankers are really counterfeiters always printing new money and issuing it as debt to enslave people. (leturbreyting mín)
The famous economist, John Kenneth Galbraith said:
"The study of money, above all other fields in economics, is one in which complexity is used to disguise truth or to evade truth, not to reveal it."
Banks create money out of nothing and charge interest on it. In today's world all money is issued as debt. Money is debt and debt is money, and there is an extra bit of evil included in this scam: When the bankers create new money out of nothing, they don't make enough new money for the future interest payments. We all play a game of, 'musical chairs', to make the interest payments on the loans, for when the music stops, a few people will not have enough money for their payments and will lose their house, or their car, or their boat. This added evil feature guarantees perpetual bankruptcy, and is the reason we are always fighting for money.
We know banking is a scam because our government could and should create the same money, interest-free. They used to do this before the global bankers bought politicians and stole the money creation system away from the government. The point is, we could have our money debt-free.
The global bankers have turned us into debt-slaves, and they, and the corrupt politicians (who work for the bankers) want your grandchildren to be debt-slaves as well. This is how the IMF has become the bloodsucker of the globe. If you agree to repay this debt, before long, the bankers will demand your health care, and education, and pension plans would all have to be cut, and then the country will have to sell all the assets to the bankers, who will always buy them with money that they create out of nothing. Within one generation, the bankers would own Iceland and the people would become serfs.
(If you want to learn more about the money scam, click here)
A question every Icelander should ask: What benefit did the people of Iceland receive for all this Icesave money?
And I think the answer is: You received no benefit from this debt, and in actual fact have suffered hardship because of the money scam, as prices for everything included houses, exploded. (Leturbreyting mín)
So now the global bankers want you to become debt-slaves for money that you never saw, never benefited from, and didn't even know about until the bankers brought about the global crash.
You must not accept this debt. Together, we the people of the world, must send a message to the global bankers that we are not going to play the enslavement game any longer. As far as your politicians who say you must pay the debt, these people are traitors to the country. They work for the bankers and they should be kicked out of the government and placed in jail.
We, your brothers and sisters from so very many other countries, send you, the people of Iceland, our love and support, and we send you our strength to stop these global bankers, before the whole human population of the earth ends up in bondage. (leturbreyting mín)
Vote: No, to the debt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2023448
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar