28.10.2011 | 00:39
Fyrsta myndin á nýju vélina og Árshátíð Grunnskólans á Ísafirði.
Fyrsta myndin á nýju vélina tekin í dag.
En ég fór í kvöld á yndislega skemmtun, árshátíð Grunnskólans. Þetta var hin besta skemmtun. Ég hef farið á allflestar þessara skemmtana gegnum árin, og mér finnst þær alltaf betri og betri, meiri metnaður. Ég dáist að kennurunum og krökkunum fyrir að vinna að árshátíðinni. Þar er mikil leikgleði og hugmyndaauðginni gefin laus taumurinn.
Það er örugglega afar erfitt að gera leikþætti og atriði sem allir geta tekið þátt í, og það er greinilegt að það er lagt mikið upp úr að allir geri eitthvað. Það sem skortir á um framsögn og leikhæfileika, bæta þau upp með fjörinu og gleðinni.
Það ríkti eftirvænting í leikhúsinu, foreldrar, afar og ömmur, systkini og ættingar höfðu komið til að skemmta sér. Og nú ætti ballið að fara að byrja.
Þessi tvö voru kynnar, og þau lásu líka upp úr gagn og gaman, okkur eldri til mikillar skemmtunnar. Xog Z eru hjón, óttalega mikil flón og svo framvegis.
14 ára stelpur sýndu svo föt.
Gerðu það mjög vel.
FLottar stelpur.
5. bekkur rifjaði upp fyrir okkur sögurnar af Bakkabræðrum við mikinn fögnuð áhorfenda. Hér sjáum við söguna um Faðir vor kallar kútinn.
Sagan um þegar þeir fóru að borga leiguna og gleymdu ýmsum siðum og þurftu að fara fleiri ferðir til húsfreyju.
Og svo ruglast þeir á fótunum á sér. Þetta var virkilega skemmtilegt.
6. bekkur fór í tímaflakk. Þau hittu álfa sem leyfðu þeim að hoppa milli alda.
Hér eru þau komin á sturlungaöld, á Þingvelli þegar kristnitakann varð.
Goðinn kemur undan feldi og lýsir yfir að Ísland sé kristið, en menn megi blóta á laun.
Að þessu atriði var hlegið, á balli í Sjallanum. Margir örugglega sem könnuðust við sig þar, þ.e. afar og ömmur.
Æ fóru aðeins og langt og þau eru komin á Elliheimilið.
Fegnust urðu þau nú samt að komst heim til sín.
7. bekkur stalst inn á bókasafnið og bækurnar lifnuðu við. Hér er sagan af Hróa Hetti.
Rauðhetta og úlfurinn sú saga vakti mikla kátínu, því það var leikuppsetning, og leikstjórinn lét þau segja sömu hlutina aftur og aftur, hlæjandi, grátandi og svífandi. Afar skemmtilegt.
8. bekkur færði okkur Öskubusku.
Vonda stjúpan les henni fyrir öll verkin sem hún á að gera áður en hún fær að fara á dansleikinn.
Öskubuska dansar við prinsinn.
9. bekkur færði okkur ýmsa smáþætti. Hér sjáum við Forrest Gump.
Má ekki bjóða þér konfekt, konfektkassi er eins og lífið, maður veit aldrei hvaða mola maður fær.
Ég get barist við Vampýrur.
Já draugalegt er það.
Fengum líka að sjá strumpana.
Og Justin Beaber.
Ó hann er svo sætur.
Og Billy Dean.
Hjá 10. bekk litum við inn á upptökur á sápuóperunni Ást og svik.
Þar voru svik, prettir, framhjáhöld og óléttur og margt sem kom þar fram, enda örugglega ekta amerísk sápuópera.
Í miðri upptöku ruddist óboðin gestur inn.
En var snarlega ofurliði borin og hent út.
Þarna voru líka upptökumenn, hljóðmenn, teljarar og sminkur. Allt eins og í raunveruleikanum.
Mamma og pabbi megum við koma upp í hjá ykkur. Já.. ég er eiginlega ekki mamma ykkar, ég er pabbi ykkar... já og ég er eiginlega ekki pabbi ykkar ég er mamma ykkar.
Og endað með dansi og stæl.
Frábær sýning. 'Eg veit það ekki alveg, en allavega eldri bekkirnir sömdu sitt efni sjálf, auðvitað með dyggri aðstoð kennarana sinna. Þarna kom fram mikil hugmyndaauðgi og efnið vel frambærilegt og skemmtilegt. Fyrir utan skemmtanagildið, þá er það frábært að krakkarnir skuli fá tækifæri til að vinna að svona skemmtun, það færir líka samband kennara og nemenda upp á annað og skemmtilegt svið, þar sem þau sameina krafta sína. Ég sá líka að kennaranir fylgdust með, þeir sem ekki voru á kafi í að aðstoða sinn bekk. Og eins og ég sagði fyrr, það er flott að geta fundið öllum stað og hlutverk og að allir séu hluti af heildinni.
Krakkar þið voruð frábær ég vil þakka innilega fyrir mig í kvöld. Og haldið áfram að vera svona áhugasöm og yndæl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.10.2011 | 22:05
Góður dagur fyrir mig og mína.
Mér bárust þrjár gleðifréttir og pakkar í dag, eða eiginlega fjórar.
Fyrsta ánægjan var bréf frá Barnaverndarstofu um að við Elli minn værum formlega orðnir fósturforeldrar Alejöndru. Þannig að stúlkan sú er komin í heila höfn og leiðin greið. Fyrir það ber að þakka.
Í öðru lagi þá var hér dásemdarveður sól og ylur sem ekki er sjálfgefið á þessum tíma.
Í þriðja lagi þá hefur myndavélin mín verið biluð undanfarið og þarf að fara í viðgerð, en vegna þess hvað ég er frábær Þá var mér gefin ný myndavél, nýjasta týpan af Canon Eos 600D. Svo nú þarf ég að fara að skoða hana og læra. Svo ég geti sett inn myndir.
En síðast og ekki síst, þá fékk ég loksins bók sem ég er búin að hugsa um lengi. En þannig var að þegar ég var lítil þá átti ég uppáhaldsbók sem heitir Pönnukökukóngurinn. 'Eg man hvað ég skoðaði þessa bók mikið. Svo loksins tók ég mig til að spurðist fyrir hana á netinu, og einhver sagði mér að hún hefði séð þessa bók auglýsta á Facebook fyrir nokkrum árum síðan. Ég ákvað að kynna mér málin og komst í samband við eigandann. Hann átti bókina ennþá og var tilbúin að selja mér hana. ég beið því spennt og hún kom sem sé í dag með öllu hinu góða og skemmtilega.
'Eg hafði gert mér í hugarlund stærð bókarinnar eftir barnsminninu, og þá var hún gríðarstór, ég bjóst því við alveg rosalega stórri bók, en ég gat ekki annað en hlegið þegar ég fékk hana í hendur, hún er svona A4 stærð, svo þá er hægt að ímynda sér hve ég hef verið há í loftinu þegar ég var að skoða hana, svona um 6 ára aldur og jafnvel yngri. En það var gaman að fá hana og fletta upp, því þarna er allt eins og var, teikningarnar og sagan, ég skoðaði mest teikningarnar á þessum tíma.
Ég á eftir að lesa þessa bók fyrir barnabörnin mín og passa vel upp á hana.
En mér tókst að taka nokkrar myndir á gömlu myndavélina mína í dag, með fyrirhöfn.
Svona er nú snjórinn mikill.
Og sólin skín.
Loksins elsku ísfirðingar gamlir sem vilja skoða myndir, koma nokkrar, en svo verður bætt úr því.
Og grasið er ennþá grænt á kúlunni. En á mánudaginn næsta á ég von á blaðakonu og rithöfundi þýskri ásamt ljósmyndara til að taka myndir af húsinu mínu. Þessari sem gerði bókina um tilvist álfa, nú vill stórt bókaforlag gera ítarlegri úttekt á nokkrum húsum sem hún tengdist, og þetta hús er eitt af þeim, og frekar framarlega á óskalistanum.
En ég er lukkunnar pamfíll má segja. Góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
26.10.2011 | 11:44
Nú er nóg komið Gylfi Arnbjörnsson.
Alltaf þegar maður heldur að Gylfi Arnbjörnsson og Samfylkingin geti ekki lotið lægra, þá gera þau það samt.
Já það er horft til Brussel og ekkert getum við sjálf. Krónan þessi sem hefur að mati þeirra sem hvað mest vit hafi á, og sem hefur bjargað okkur út úr kreppunni fær þann dóm að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Og nú á að ganga bónarveginn inn í Brussel.
Ég skammast mín fyrir fólk eins og þig Gylfi Arnbjörnsson, ef þú sérð enga aðra lausn fyrir verkalýðshreyfinguna aðra en að troða okkur inn í ESB, nú! eða falast eins og betlari um að fá að taka upp Evruna, ættir að segja þig frá embætti forseta ASÍ. Þú ættir eiginlega að vera löngu búin að þvi, með Icesave á bakinu og fleiri slíkar atlögur að þjóðinni og landinu okkar. Og ef þú ferð ekki sjálfviljugur ætti verkalýðshreyfingin að kjósa þig burtu. Þ.e.a.s. ef einhver dönkun er eftir í hinum vinnandi mönnum.
Í fyrsta lagi þá gerist ekkert kraftaverk þó við tækjum upp Evru, hvað þá ef við myndum ganga í Evrópusamandið. Þá þyrftum við nú aldeilis að borga fyrst í hítina sem hrjáir ESB þessa dagana, og það yrðu engir smápeningar skal ég segja þér.
Í öðru lagi þá er gjaldmiðill hvers lands besta hagstjórnartæki hans á allann hátt. Þá er í raun gengið í höndum íslenskra aðila.
Það sem háir okkur í dag eru of margar afætur á kostnaði hins vinnandi manns, og margir ríkisstarfsmenn sem hafa fengið góða vinnu út á frændsemi eða vinskap, of margar nefndir og ráð sem hafa sömuleiðis verið búnar til fyrir velvildarmenn, of margar óheyrilegar eftirlaunabætur elítunnar, of há laun þeirra sem eru í bönkunum, en fyrst og fremst ríkisstjórnin á hverjum tíma.
Of mikill eftirlátssemi við frekjuhópa í samfélaginu sem ekki vilja deila með þjóðinni heldur drottna. Við erum bara 300.000 og það eru takmörk fyrir því hvað þeir sem vinna geta brauðfætt margar afætur. Til dæmis má fækka þingmönnum um helming, og minnka en ekki fjölga aðstoðarmönnum.
En fyrst og fremst það að huga að atvinnuuppbyggingu, Frjálslyndi flokkurinn og fleiri aðilar hafa tl dæmis bent á að það er HÆGT AÐ GEFA HANDFÆRAVEIÐAR FRJÁLSAR strax í dag. Það má ekki vegna þess að þá æpa þeir sem gefa mest í kosningasjóðina, og hafa plantað sínu fólki inn á alþingi til að verja stöðu sína.
Einu sinni voru tekinn aðstöðugjöld af fyrirtækjum, þegar kreppa varð og vinna minnkaði, þá var ákveðið að afnema þessi aðstöðugjöld til að auka áhuga fólks á að stofna fyrirtæki. Það mætti gera eitthvað slíkt núna í formi þess að minnka álögur á nýjum fyrirtækjum í fimm ár eða svo.
Það vantar ekki hugvit, áræðni eða framkvæmdagleði íslendinga. ÞAÐ VANTAR AÐSTÖÐUNA TIL AÐ FÁ AÐ BYGGJA UPP. Meðan þessi ríkisstjórn heldur öllu föstu í skattaokri og einræði yfir öllu, þá hreinlega hafast menn ekkert að, þeir bíða EFTIR ÞVÍ AÐ NÝJIR AÐILAR TAKI VIÐ, SEM HAFI BETRI SKILNING Á ÞVÍ HVE ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ HAFA FYRIRTÆKI GANGANDI. Og þá er ég ekki að tala um að sóa háum fjármunum í bankaeigandi fyrirtæki sem hafa raðað gæðingum sínum þar fremsta hvort sem þeir geta rekið fyrirtæki eða ekki. Þá er ég að meina hina duglegu einstaklinga sem kunna, þora og vilja reka sín fyrirtæki, og það án þess að ríki og bankar séu að ráðast að þeim og koma þeim á kné með óheiðarlegri samkeppni.
Það getur enginn einyrki staðið í samkeppni við einkavinavædd fyrirtæki eða ríkisfyrirtæki sem hafa jafnvel verið tekinn af fólki og aðrir settir þar inn, sem kunna eða nenna ekki að halda þeim á floti af sjálfsdáðum.
Þú ættir ef til vill að horfa inn á við Gylfi bónbjargarmaður, og hætta þessu niðurlægjandi tali um krónuna okkar og landið.
Það er ef til vill gott að þegar þú opnar á þér munninn þá minnkar sem því nemur áhugi fólks á að láta troða sér inn í báknið sem ER Á HAUSUNU, EN EKKI Í TÍMABUNDNUM ERFIÐLEIKUM.
Ég skammast mín fyrir þig, og ég skammast mín fyrir þessa ríkisstjórn, og ég skammast mín fyrst og fremst fyrir að við höfum ekki getað komið í veg fyrir þessa fjandans aðilögunarumsókn, sem er ekki bara óheiðarleg vinnubrögð og lygi, heldur líka til skaða fyrir okkur í framtíðarsamskiptum við Evrópu. Því þeir í Evrópu hafa allan tíman haldið að meirihlutavilji væri fyrir umsókninni, en ekki eins og reynt hefur verið að telja okkur trú um að við MYNDUM FÁ AÐ KÍKJA Í PAKKANN OG KJÓSA SVO. Það er LYGI OG ÁRÓÐUR FÓLKS SEM VISSI ALLAN TÍMANN AÐ VIÐ VORUM Í AÐLÖGUNARFERLI EN EKKI AÐ KÍKJA Í NEINN PAKKA.
Eins og sjá má á þessum skrifum mínum er ég öskureið, svo öskureið að mig langar til að brjóta eitthvað, en ég læt þetta nægja til að lýsa yfir fyrirlitningu minni á þér. Gerðu þjóðinni greiða og segðu af þér embætti forseta verkalýðsins. Þeir eiga ekki skilið að hafa þvílíka grenjudós sem þeirra fremstu röð.
Svei ykkur bara, svei attan!!!
![]() |
Biðja á um aðstoð vegna krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
25.10.2011 | 14:34
Gott hjá þér Ögmundur, nú er ég ánægð með þig.
Já hvernig væri það nú? Þetta er auðvitað hárrétt hjá Ögmundi sérstaklega þetta hérna:
Síðan væri verðugt rannsóknarefni að kanna ferðakostnað vegna ESB viðræðna, í stjórnsýslu, í ráðuneytum, á Alþingi, í fjölmiðlum, þ.á.m. RÚV. Ríkisútvarpið hefur sagt A. Nú verður varla látið staðar numið? Eða hvað, Óðinn og Páll, spyr innanríkisráðherra.
Mér finnst þetta miklu fréttnæmara en ferð Ögmundar til Mexicó. Svo ég bíð spennt eftir svari frá Rúv útvarpi allra landsmanna en svo titla forsvarsmenn stofnunarinnar ríkisútvarpið á góðum dögum.
Mig langar að vísu ekkert að vita um ferðir Páls Magnússonar eða Óðins Jónssonar á vegum ríkisútvarpsins, en fyrst þeir eru nú einusinni byrjaðir á löngu tímabærri rannsóknarblaðamennsku, þá er ég sammála Ögmundi í því að það á ekki að láta staðar numið hér.
Ég hef sem sé mestan áhuga á Brusselferðum ráðuneyta og stofnana ríkisins, og sérstaklega kostnaði Össurar í því sambandi, hef svona lúmskan grun um að sú upphæð sé all verulega mikið hærri en þessi Mexicoferð Ögmundar.
Var annars ekki meininginn hjá ráðamönnum að hafa allt uppi á borðum? Eða var það ofan í skúffum?
Koma svo Ögmundur nú vil ég að þú beitir þér við að fá þessar upplýsingar. Næst verður örugglega tekið á ferðum Landbúnaðarráðherra, því ESBkórinn í Samfylkingunni vill helst losa sig við þessa tvo, sem standa í lappirnar gegn óráðssíunni sem þessi umsókn er komin í, og nú þegar byrjað að molna utanaf og innanúr.
![]() |
RÚV gefi skýrslu um ferðir starfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
24.10.2011 | 21:58
Ég vil leggja mitt af mörkum.
Já ég vil leggja mitt af mörkum til að vekja athygli á núverandi ástandi hér á landi, þegar æðstu yfirmenn reyna að telja okkur og útlendingum trú um að allt sé hér á besta veg og þau hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna að hagsmunum þjóðarinnar.
Annað hefur nú komið í ljós eins og ég bendi á í síðustu færslu minni hér: http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1200140/
Það var því auðsótt mál hjá mér að vera með hópi valinkunnra manna og kvenna í að skrifa bréf sem senda á nokkrum einstaklingum sem verða hér á ráðstefnu í Hörpunni þann 27. október n.k.
Fólki sem hefur unnið mikið verk til að vekja þjóðina til umhugsunar, með mótmælum, tunnuslögum, borgarafundum og mótmælastöðum. Grasrótinn sem er hinn venjulegi íslendingur sem vill leiðrétta kúrsinn og takast á við ranglætið með sannleikann að vopin.
Á þessari ráðstefnu munu íslensk stjórnvöld ætla að matreiða fyrir erlenda sérfræðinga hin góðu störf sín í þágu þjóðarinnar. Um hve árangursríkt samstarf stjórnvalda hafi verið við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn.
Þeir sem hér munu mæta og hlýða á boðskapinn, sem hlýtur að verða í anda ræðu forsætisráðherrans á landsfundinum eru sem hér segir:
Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði (ávarpar ráðstefnuna af bandi)
Julie Kozack, aðstoðardeildarstjóri aðgerðaráætluninnar IMF á Íslandi
Martin Wolf, fjármálasérfræðingur frá Financial Times (stýrir pallborðsumræðum)
Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdarstjóri IMF
Paul Krugman, prófessor hagfræðingur
Poul Thomsen, aðstoðarframkvæmdarstjóri evrópudeildar IMF
Simon Johnson, prófessor alþjóðaviðskiptum (fyrrum starfsmaður IMF)
Willem Buiter, prófessor í hagfræði
Og bréfið hljóðar svo:
Reykjavík 23. október 2011
Kæri herra/frú
Tilefni þessara skrifa er það að þú ert meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni Iceland´s RecoveryLessons and Challenges, sem haldin verður í Reykjavík 27. október næst komandi. Við undirrituð höfum áhyggjur af því að þú hafir aðeins fengið valdar upplýsingar um efnahagsástandið á Íslandi frá hérlendum stjórnvöldum. Við viljum því benda þér á mikilvægar viðbótarupplýsingar varðandi fjármál ríkis og sveitarfélaga, fjármálakerfið og stöðu almennings í landinu.
Almennt
Ljóst er að staðan í íslensku efnahagslífi er nokkuð önnur í dag en upphaflegar áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gerðu ráð fyrir þegar þeir komu hér að málum í lok árs 2008. Þannig voru erlendar skuldir þjóðarbúsins nærri tvöfalt meiri í árslok 2010 en upphaflega var áætlað; skuldir hins opinbera eru meiri, atvinnuleysi er meira, verðbólga á árinu 2010 var meiri og svo virðist sem samdrátturinn í efnahagslífinu ætli að verða dýpri og vara lengur.
Ríkisfjármálin
Fyrir hrun skuldaði ríkissjóður 26% af VLF. Opinberar tölur yfir skuldir ríkisins eru 111% af VLF en heildarskuldir þjóðarbúsins eru hins vegar 280% af VLF. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs versnaði um 140 milljarða króna milli annars ársfjórðungs 2010 og 2011. Ef marka má þessar tölur þá er hægt að leiða að því líkum að íslenska ríkið hafi frá hruni tekið að láni fjárhæð sem nemur jafnvirði landsframleiðslu í eitt ár og þá eru lánin frá AGS ekki einu sinni talin með. Vaxtakostnaður ríkissjóðs af núverandi skuldabyrði er hátt í 20% af tekjum.
Sveitarfélög
Skuldir sveitarfélaganna og skuldbindingar voru 586 milljarðar um seinustu áramót. Ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur, sem eru vel á 300 milljarða, og 47 milljarða lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaganna eru frátaldar standa samanlagðar skuldir sveitarfélaganna í 310 milljörðum kr. sem er 20% af VLF og 154% af tekjum þeirra.
Fjármálakerfið
Kostnaður íslenska ríkisins við endurreisn bankakerfisins í kjölfar hrunsins haustið 2008 var 64% af VLF sem er heimsmet. Nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna á 45-65% af raunvirði þeirra. Þessi niðurfelling á milli gömlu og nýju bankanna hefur þó ekki skilað sér til almennings þar sem lánin eru rukkuð inn á nafnvirði þeirra. Afleiðingarnar eru mikill hagnaður bankanna sem byggir á því að þeir eru að eignast stóran hluta af öllum eignum íslenskra fyrirtækja og heimila.
Almenningur
Nú er svo komið að 20% heimila í landinu geta ekki borgað af lánum sínum og 40% eru í miklum erfiðleikum. Í raun eru það bara 10% sem geta greitt af húsnæðislánum með eðlilegum hætti.
Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa lækkað um 27,4% síðastliðin þrjú ár á meðan verðlag hefur hækkað um 40%. Af þessum ástæðum hefur neysla þjóðarinnar dregist saman. Á sama tíma hefur þörfin fyrir mataraðstoð margfaldast en engar opinberar tölur eru til yfir fjöldann. Það eru þó staðreyndir að biðraðirnar við hjálparstofnanir hafa lengst og fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna hefur aukist um 62% frá hruni.
Fram hefur komið í tölum ríkisskattstjóra að skuldir íslenskra fjölskyldna hafi vaxið meira en eignir en á síðasta ári rýrnuðu eignir í fyrsta skipti meira en skuldir. Fjölskyldum sem eiga meira en þær skulda hefur fækkað um 8,1% milli ára. Þeim sem voru með neikvæðan eignaskattstofn fjölgaði hins vegar um 12,1%.
Samkvæmt síðustu tölum Vinnumálastofnunar er atvinnuleysið 6,7%. Sú tala er hins vegar umtalsvert hærri þar sem markvisst er unnið að því að koma atvinnulausum í nám og margir hafa yfirgefið landið í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Í þessu sambandi skiptir líka máli að hópur fólks sem er atvinnulaus en á ekki rétt á atvinnuleysisbótum skráir sig ekki atvinnulausa. Hvatinn til að skrá sig er ekki til staðar þar sem fólk fær engar bætur hvort eð er. Að lokum er rétt að benda á að samkvæmt tölum sem hafa verið í opinberri umræðu má ráða að störfum á Íslandi hafi fækkað um 22.500 sem er u.þ.b. 8,2% af skráðu vinnuafli árið 2010.
Niðurstaðan
Meginástæða hrunsins var ofvaxið bankakerfi. Það orkar því mjög undarlega á almenning að horfa upp á þá ofuráherslu sem stjórnvöld leggja á endurreisn þessa sama kerfis í stað þess að byggja upp raunhagvöxt samfélagsins. Byrðum fjármálakreppunnar hefur fyrst og fremst verið dreift á skuldsett heimili. Ríkisstjórnin hefur markvisst unnið gegn almennri leiðréttingu lána og innleitt sértæk skuldaúrræði sem gefa bönkunum sjálfdæmi varðandi það hverjir fá leiðréttingu og hversu mikla. Flest ef ekki öll úrræði við skuldavanda heimila og smærri fyrirtækja hafa miðast við að viðhalda greiðsluvilja.
Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar og vinnubrögð bankanna hafa skapað aukna misskiptingu. Landsmenn horfa upp á að það er verið að afskrifa skuldir þeirra sem ullu hruninu. Þessir halda líka fyrirtækjum sínum og arði af ólöglegum fjármálagjörningum á sama tíma og almenningur er látinn sitja uppi með forsendubrestinn. Því er svo komið að óréttlætið ógnar félagslegum stöðugleika í landinu. Kjörnir fulltrúar fara eftir kröfum fjármálaaflanna á kostnað hagsmuna almennings.
Íslenska bankakerfið hefur sett skuldir sínar yfir á almenning eins og gert hefur verið í Grikklandi, Írlandi, Portúgal og víðar. Ísland sker sig því ekkert úr hvað það varðar að lýðræðið hefur orðið fórnarlamb bankaveldisins.
Virðingarfyllst,
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Ásta Hafberg, nemandi í viðskiptastjórnun
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, fyrrverandi garðyrkjustjóri
Elínborg K. Kristjánsdóttir, fyrrverandi blaðamaður
Elías Pétursson, framkvæmdastjóri/háskólastúdent
Eyjólfur Kolbeinn Eyjólfsson, hugbúnaðarsérfræðingur
Björg Sigurðardóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður
Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi
Guðbjörn Jónsson, ráðgjafi kominn á eftirlaun
Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur
Guðrún Skúladóttir, sjúkraliði
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
Helga Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur
Helga Þórðardóttir, kennari
Indriði Helgason, rafvirki
Jakobína I. Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Rakel Sigurgeirsdóttir, íslenskukennari
Sigurjón Þórðarson, líffræðingur
Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur
Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir
Þórarinn Einarsson, aktívisti
Þórður Á. Magnússon, framkvæmdarstjóri
Afrit sent á erlenda og innlenda fjölmiðla svo og ráðherrana þrjá sem eru í gestgjafahlutverkinu á ráðstefnunni: Iceland´s RecoveryLessons and Challenges sem haldinn verður í Hörpunni n.k. fimmtudag eða þ. 27. október
Sjá einnig hér: http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1200199/
Og hér: http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/
Og fleiri stöðum.
Látum orð okkar berast og sýnum að við erum ekki bara peð á skákborði stjórmálamanna. Við erum frjáls og óháð þjóð, sem berst núna fyrir frelsi okkar og lýðræðinu, ásamt svo að segja nánst öllum heiminum. Og allstaðar er það sama, arðrán banka og útrásarvíkinga, undanlátssemi eða meðvirkni ráðamanna, og gróf íhlutun í eignir og líf fjölskyldna. Við erum ekki ein á báti, um allan heim eru frelsishetjur að berjast fyrir hinu sama, segja peningavaldinu og elítunni að það sé hingað og ekki lengra. Nú sé komið nóg. Meiri peningar verða ekki sóttir í sameiginlega sjóði, og eignir alþýðu manna.
Upp með íslands frjálsa brag. Niður með lygi, óhróður og eignaupptökur alþýðunnar á kostnað hinnar ríku elítu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.10.2011 | 14:58
Jóhannes Björn í viðtali við Egil Helga á eyjunni, eitthvað sem allir ættu að hlusta á.
Jóhannes Björn og Gunnar Tómasson eru mínir menn. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum tveimur mönnum sem hafa notað þekkingu sína og reynslu til að reyna að tala máli þjóðarinnar. Ég var að horfa á myndband af viðtali Egils Helgasonar við Jóhannes Björn. Þetta er frábært viðtal og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Báðir þessir menn eru kurteisir og vel máli farnir rökfastir og hafa vit á því sem þeir eru að segja.
Sérstaklega í ljósi yfirlýsinga forsætisráðherra á hvað allt hafi nú verið gert rétt. Þarna spyr hann líka spurninga sem við ættum að þrýsta á um að fá svör við. En sjón er sögu ríkari.
http://www.youtube.com/watch?v=zJw6ecTxwYM&feature=player_embedded
Takið eftir hvað hann segir um endursölu bankanna. Hræðilegt slys. Hver tók þá ákvörðun að gefa þá brasksjóðum úti í heimi. Þegar hægt hefði verið að nýta lánasafnið til að leiðrétta hlut heimilanna.
Árni Páll að eyðileggja samningsstöðu ríkisins.
Það ætti að vera skylda að hlusta á ræður forsætisráðherrans og síðan á eftir viðtalið við Jóhannes Björn. Þá sjá menn svart á hvítu þvílík vitleysa er í gangi ekkert síður eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þýðir nefnilega ekkert að tala og tala innantóm orð um hlutina EINS OG MAÐUR VILL AÐ ÞEIR SÉU. Það þarf að vera einhver innistæða á bak við orðin.
Hér er svo annað myndband sem ég fékk hjá bloggvinkonu minni, sem er algjörlegal meiriháttar.
http://www.youtube.com/watch?v=lqovTGjYjM4&feature=player_embedded#!
Hver er Herman van Rompey. Takk Jóna Kolbrún. Þetta myndband gerir sálinni bara gott.
Mér finnst eins og stjórnmála menn séu búnir að gefast upp á ástandinu, og að þetta eigi bara að danka svona meðan hægt er. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur almenning að leyfa þeim ekki að haga sér þannig. Heldur að annað hvort draga sig upp á rassinum og fara að gera eitthvað af viti, eða biðjist lausnar. Ég vil skora á forsetann að gera nú þegar gangskör að utanþingsstjórn, ég vil sjá bæði Jóhannes Björn og Gunnar Tómasson í þeirri stjórn. Ásamt fólki úr grasrótinni sem hefur verið að standa fyrir mótmælum og fundum, bréfaskriftum og slíku í þágu almennings.
Fólki sem lifir og hrærist meðal fólksins í landinu, en er ekki hátt upp í fílabeinsturni og hefur ekkert jarðsamband lengur við almenning. Nú er lag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.10.2011 | 14:47
Já er það Álfheiður Ingadóttir.
Þetta er vandamál sem við kannski losnum við á næsta ári, sagði Álfheiður.
Já ég ætla nú bara að segja það að hvort sem ríkisstjórn og alþingi hafa sett sér siðareglur eða ekki, þá fara þau ekki eftir þeim sjálf. Bullið í Birni Val um fosetaræfilinn og nú þetta.
Ég ætla að segja ykkur Álfheiður Ingadóttir að það er móðgun við okkur öll íslendinga þegar þið fólkið sem var kosið til að vinna fyrir þjóðina á alþingi hagar sér eins og verstu götustrákar. Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að með svona framkomu lækkið þið einfaldlega siðferðisstandard þjóðarinnar.
Fyrir nú utan Álfheiður að mín persónulega skoðun er sú að ég get varla beðið eftir að losna við þig og þína líka af alþingi, og vona svo sannarlega að við getum kosið um það, áður en forsetakosningar fara fram. Þið eruð ykkur sjálfum og þjóðinni til háborinnar skammar að kunna ekki lágmarks háttvísi. Þið sem ættuð að ganga á undan með góðu fordæmi.
Ég er öskureið yfir svona ummælum, segi og skrifa. Og ég ætla að segja það hér líka að fari svo að forsetinn kjósi að bjóða sig fram aftur mun ég með glöðu geði veita honum atkvæði mitt. Það þarf nefnilega mann á forsetastól sem er með bein í nefninu og vinnur fyrir þjóðina en ekki klíkuna á alþingi. Þið eruð komin langt út fyrir allt velsæmi og ættuð í raun að hafa verið sett af fyrir nokkrum mánuðum.
Það er einmitt við svona ömurlega framkomu ykkar alþingismanna sem maður fyllist vissu um að það verði að losna við ykkur sem fyrst burt úr þinghúsinu. Þið eruð til skammar og ekki þess verð að sitja þarna inni. Enda sést að virðing fyrir bæði ykkur og stofnuninni sem slíkri er í sögulegu lágmarki, og það er einungis ykkar eigin framkoma sem hefur komið ykkur í þann farveg.
Þessi vanmáttarkennd og öfund ykkar út í vinsældir forsetans eru ömurlegar. Hann hefur sýnt og sannað að þegar á móti blés stóð hann með þjóðinni, þó þið séuð enn að reyna að hampa útrásinni og þátttöku hans í henni, eins og þið hafið þar hvergi nærri komið. Málið er að fólk treystir forsetanum þ.e. hinn venjulegi íslendingur, þó ykkar áhangendur og flokksdindlar reyni að gjamma með ykkur í svívirðingum og lítilsvirðingu.
Áfram Ólafur Ragnar ég skora hér með á þig að bjóða þig fram eitt kjörtímabil í viðbót. Það er greinilegt á þessum skordýrum að þau þola ekki að þjóðin fái neitt að segja um framtíð sína og skuldbindingar.
Utanþingsstjórn strax og kosningar fljótlega Takk.
Og bara eitt að lokum; Skammist þið ykkar ef þið kunnið það þá.
![]() |
Eigum kost á að skipta um forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
21.10.2011 | 18:16
Ræða forsætisráðherra á Landsfundi.
Eitthvað held ég að forsætisráðherrann sé að misskilja hlutina, nema að hún tali gegn betri vitund.
Við munum klára þetta mál. Til þessa verks vorum við kosin og því umboði verðum við trú, allt til enda," sagði Jóhanna. Áður en gengið verður til kosninga verðum við að ljúka aðildarviðræðum okkar við ESB."
Það er pínu misskilningur hjá henni að ríkisstjórnin hafi verið kosin til að ljúka aðildarviðræðum. Í fyrsta lagi eru þetta aðlögunarviðræður en ekki aðildarumræður, þar sem ríkið hefur EKKi unnið skilgreiningu á vilja sínum til viðræðnanna einu sinni. Og það að auki unnu Vinstri grænir sinn kosningasigur beinlínis út af andstöðu sinni við aðild. Fólk kaus flokkinn vegna einarðrar afstöðu gegn ESB. Samfylkingin þvíngaði VG til að samþykkja að sækja um AÐILD gegn vilja sínum, til að fá að verma stólanna hlýju og góðu.
Tilraunir ESB-andstæðinga, meðal annars forystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa blessunarlega mistekist að stöðva viðræðurnar áður en niðurstöður þeirra liggja fyrir. Vaxandi meirihluti þjóðarinnar vill klára viðræðurnar og sjá hvað í samningi gæti falist og hafnar því að fulltrúar flokkanna taki þann lýðræðislega rétt af þjóðinni," sagði Jóhanna.
Aftur smá misskilningur. Þetta eru engar viðræður og niðurstöðurnar eru þær að þegar búið er að loka pakkanum og áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram, stöndum við frammi fyrir gjörðum hlut, og verður ekki aftur snúið. Allt regluverk okkar er þá aðlagað ESB og við búin að taka það upp hvort sem það hentar íslensku þjóðinni eða ekki.
Hún fjallaði talsvert um stjórnarandstöðuflokkana tvo og sagði m.a. að stefna þeirra ætti ekkert erindi við íslensku þjóðina lengur. Sagði Jóhanna að það hefði verið hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að um hinn frjálsa, hagkvæma markað, sem átti að leysa ef eignagleðin fengi að ráða för, laus við óþarfa eftirlit og hömlur í nafni almannahagsmuna.
Að hluta til rétt, en Jóhanna varst þú ekki við stjórnvölin þegar hrunið varð og í lykilstöðu? Að hvaða leyti er stefna ykkar öðruvísi en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? Mér sýnist nú að þið hafið haldið áfram þeirri stefnu sem þeir mörkuðu, þ.e. að aðstoða útrásina og bankana á kostnað almennings. Eignagleðin er í þessum skrifuðu orðum á þínu borði og fjármálaráðherra, þar sem þið svífist enskis að skera almenning niður við trog, sér í lagi öryrkja og gamalt fólk. Þannig að þú skalt nú tala varlega um almannahagsmuni.
Aukinn jöfnuður bætir heilsu
Þá sagði Jóhanna, að með auknum jöfnuði aukist traust og samstaða fólks í samfélaginu.
Glæpum mun fækka, streita mun minnka, geðsjúkdómar, hjartasjúkdómar, vímuefnaneysla, næringarvandamál og fleiri þekkt einkenni velmegunarsamfélags munu minnka samhliða auknum jöfnuði. Það munu niðurstöður Richards Wilkinsons sýna okkur framá hér á landsfundinum," sagði Jóhanna.
Í hvaða veröld býrð þú Jóhanna Sigurðardóttir? Aukinn jöfnuður? Samstaða fólks, glæpum fækkað, streita minnkuð svo við tölum nú ekki um velmegunarsamfélagið?
Hvar er þetta sem þú ert að tala um? Dreymdi þig svona fallega í nótt eða......
Efnahagsleg og samfélagsleg nauðsyn
Jóhanna sagði, að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og VG markaði ekki aðeins söguleg þáttaskil heldur hefði árangur hennar sýnt að hún hafi verið efnahagsleg og söguleg nauðsyn.
Ja hérna hér, árangur???? söguleg þáttaskil??? aldrei hafa biðraðir verið lengri eftir matargjöfum, og svo er komið að fjölskylduhjálpin hefur þurft að vísa fólki frá, og skammta verulega það sem fólk fær. Aldrei hafa fleiri misst heimili sín eða eru staddir mitt í martröð eignamissis og óbilgirnis banka og lánastofnana. Hvað á Íbúðalánasjóður til dæmis margar íbúðir sem fólki hefur verið vísað úr á síðustu mánuðum?
Þrátt fyrir ýmsar erfiðar uppákomur og þrátt fyrir að kvarnast hafi úr meirihlutanum vegna brotthvarfs úr þingflokki samstarfsflokksins hefur samstarfið gengið vel og það hefur verið ótrúlega árangursríkt," sagði hún
Smá brandari svona í lokin. Hahahaha... ýmsar erfiðar uppákomur og kvarnast úr meirihlutanum, hefur samstarfið gengið vel????
Ætlastu til þess Jóhanna að fólk með heilbrigða skynsemi taki mark á því sem þú ert að bera hér á borð? Ertu virkilega svo skyni skroppinn að þú hvorki sjáir né heyrir það sem er að gerast í kring um þig. Hlustarðu ekki einu sinni á fólkið sem þó kaus ykkur síðast en er nú einn af öðrum að lýsa yfir vonbrigðum með atkvæði sitt vegna aðgerða ykkar og árásum á þá sem minnst mega sín.
Á sama tíma og þið eruð að skera heilbrigðisþjónustu niður við trog, eruð þið á fullu að reisa hátæknisjúkrahús fyrir margfallt hærri upphæð en þá sem þið tókuð af heilbrigðisþjónustunni. Fyrir utan allt hitt sem ég nenni ekki að hirða um.
Hvar er til dæmis skjaldborgin fræga?
Nei hafi ég á einhverjum tímapunkti efast um að þú værir veruleikafyrrt, þá sé ég það á þessari ræðu þinni, sem ég hlýt að halda að þú trúir sjálf, að svo er ekki.
Og þess vegna segi ég eins og forsætisráðherrann fyrrverandi forveri þinn, sem þú og fleiri hefur nú komið í gegn að situr fyrir landsdómi að verja gjörðir sínar; Guð hjálpi Íslandi!
![]() |
Mun klára aðildarviðræðurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
20.10.2011 | 14:45
Að kíkja í pakkan eða vera í aðlögun.
Ég les alltaf Bændablaðið. Það er eiginlega eina blaðið sem ég les á pappír. Það er bæði uppbyggilegt og gott blað. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í sveitinni, og bændur af báðum kynjum að gera skemmtilega hluti og sinna frumþörfum mannsins matarkistunni. Mér verður alltaf létt í huga við lestur blaðsins hafi þeir þökk fyrir.
Núna var ég að lesa grein eftir Baldur H. Benjamínsson framkvæmdastjóra landssambands kúabænda. Þar ræðir hann um aðlögunarkröfur ESB.
Ég ætla að birta þennan pistil hér, vegna þess að sumt fólk trúir því alls ekki að við séum í aðlögunarferli við sambandið.
Hverjar eru aðlögunarkröfur Evrópusambandsins?
Mánudaginn 5. september sl. sendi starfsmaður samningahóps um landbúnaðarmál og byggðaþróun sk. rýniskýrslu nefndar fastafulltrúa aðildarríkja ESB til fulltrúa í hópnum. Skýrslan skiptist í þrjá kafla, sá fyrsti er almenn innihaldslýsing, annar er yfirlit yfir það sem fram kom á rýnifundum um landbúnaðarmál sem haldnir voru sl. vetur og gerð hefur verið grein fyrir. Sá þriðji og veigamesti fjallar um mat ESB á hversu mikið beri í milli á landbúnaðarstefnu Íslands og ESB og getu Íslands til að hrinda hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu í framkvæmd.
Það er mat ESB að verulegur munur sé á ráðstöfunum þeim sem notaðar eru hér á landi til að styðja við landbúnað og hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu sambandsins, CAP. Sama gildi um stofnana- og lagaumhverfi allt. Með aðild Íslands að ESB þurfi að tryggja framgang hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu og kalli það á mikla aðlögun löggjafar, stjórnkerfis og stofnanaumhverfis landbúnaðarins hér á landi.
Tekið er fram að Ísland hafi ekki látið í té neinar tímasettar áætlanir varðandi undirbúning þessarar aðlögunar. ESB tekur fram að slíkar áætlanir séu ófrávíkjanlegur grundvöllur viðræðna um landbúnaðarkaflann, til að tryggja að viðeigandi aðlögun fari fram á skikkanlegum tíma og í samræmi við þann ramma sem viðræðum um einstaka kafla er settur. Ísland hafi haldið þeirri afstöðu fram að gera engar breytingar, fyrr en eftir að aðild hafi verið samþykkt, því sé afar mikilvægt að biðja Ísland um að leggja fram áætlun um hvernig öllum kröfum ESB verði mætt frá fyrsta degi aðildar.
Nokkur atriði eru tiltekin í skýrslunni sem sérlega mikilvæg:
1. Stofnun Greiðslustofu landbúnaðarstuðnings (e. Paying agency) og viðeigandi eftirlitskerfis sem að fullu sé í samræmi við kröfur ESB. Geta stjórnkerfis landbúnaðarmála hér á landi sé takmörkuð og nýta þurfi það stjórnkerfi sem fyrir er sem best og taka mið af fábreyttri landbúnaðarframleiðslu og tiltölulega fáum bændum. Engu að síður verði greiðslustofa þessi að standast allar kröfur og reglur ESB og gildi þá einu hvort verkefnin eru lítil eða stór. Þetta stjórnkerfi þarf að vera til staðar áður en af aðild verður.
2. Landupplýsingakerfi (e. Land Parcel Identification System). Tekið er fram að hér á landi finnist ekki tölvuvætt landupplýsingakerfi, þar sem hægt sé að kalla fram landamerki, stærð og yfirborð einstakra landskika. Nauðsynlegt sé að kanna möguleika á upptöku slíks kerfis sem taki mið af búháttum, sérstaklega hinni umfangsmiklu úthagabeit.
3. Fyrirkomulag hagtölusöfnunar og búreikningauppgjörs er verulega frábrugðið fyrirkomulaginu í ESB. Breyta þarf svæðaskiptingu, flokkun búa, uppsetningu gagna og fyrirkomulagi á söfnun þeirra til samræmis við FADN (e. Farm Accountancy Data Network).
Í kjölfar útgáfu rýniskýrslu ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun ásamt bréfi fastafulltrúa Póllands, sem gegnir formennsku í sambandinu þetta misserið, frá ESB til íslenskra stjórnvalda, hefur hafist hefðbundið karp og skæklatog um það hvað stendur í skýrslunni og hvað bréfið þýði. Samtökum bænda er fullljóst hvað þetta þýðir gerð er krafa um aðlögun að lögum og reglum sambandsins jafnt og þétt, eftir því sem viðræðum vindur fram. Sé þeirri aðlögun ekki sinnt, stöðvast viðræðurnar, eða geta ekki hafist. Þessa staðreynd gengur jafnvel málsmetandi mönnum illa að skilja. Því er ekki úr vegi að skoða hvernig fyrirkomulagið er í öðrum löndum, sem sótt hafa um aðild að ESB á síðustu árum.
Sem kunnugt er stefnir Króatía að aðild að ESB. Sótt var um aðild árið 2003, rýnivinna hófst haustið 2005, viðræðum lauk 30. júní 2011 (síðasta kaflanum lokað), gert er ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning á útmánuðum 2012 og aðild 1. júlí 2013. Króatía er prýðilegt dæmi, þegar um er að ræða kafla sem ekki tilheyra EES samningnum, eins og er tilfellið með 11. kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun. Í aðlögunarviðræðum Króatíu var sá kafli opnaður 2. október 2009 og honum lokað 19. apríl 2011. ESB setti sem skilyrði fyrir opnun viðræðna um kaflann, að söfnun hagtalna um landbúnað yrði komið í nauðsynlegt horf, áður en viðræður hæfust.
Í framvinduskýrslu ESB um aðlögunarviðræður Króatíu 2010, sem nær yfir tímabilið október 2009 út september 2010, kemur aðlögunin skýrt fram, eins skýrt og nokkur kostur er. Árangur aðlögunarinnar er metinn á grunni ákvarðana sem teknar hafa verið, löggjafar sem tekin hefur verið upp og ráðstöfunum sem hrint hefur verið í framkvæmd. Aðlögunarstyrkir ESB til Króatíu árið 2010 voru 154 milljónir evra, eða 24,6 milljarðar króna. Hlekkur á skýrsluna er hér aftast í pistlinum. Í henni segir m.a. um framvinduna í landbúnaðarmálum:
1. Á árinu 2010 var lögð fram ný landbúnaðarstefna fyrir árin 2010-13 sem hafi umbætur á núverandi stefnu að markmiði og aðlögun að CAP, sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
2. Vel miðaði í að setja á stofn greiðslustofu landbúnaðarstuðnings og að koma á fót stafrænu landupplýsingakerfi. Þessi tvö atriði eru lykillinn að áframhaldi viðræðna um þennan kafla. Uppsetning eftirlitskerfis gengur einnig vel.
3. Þokkalega gekk að koma á fót búreikningastofu, meiri mannafla er þó þörf í þetta verkefni að mati skýrsluhöfunda.
4. Vel miðaði að koma á fót sameiginlegu markaðsskipulagi (e. commom market organisation).
5. Skráningarkerfi vínbúgarða verður komið í fullan gang (e. fully functional) fyrir árslok 2010.
Af þessu má ráða, að allt tal um að aðlögunin geti farið fram eftir að íslenska þjóðin hefur gefið jáyrði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu, eru staðlausir stafir. ESB setur opnunarskilyrði (bréfið frá Jan Tobinski, fastafulltrúa Póllands) og lokunarskilyrði (e. closing benchmark) varðandi einstaka kafla aðildarsamnings. Þó það sé ekki sagt hér, þá liggur beint við að lokunarskilyrðin verði í grófum dráttum þau, að búið sé að aðlaga hlutina að því fyrirkomulagi sem gildir í hinu háa Evrópusambandi, áður en gengið er frá samningnum og hann staðfestur af öðrum aðildarríkjum. Það er eina leiðin fyrir ESB til að tryggja að fyrirkomulag hlutanna verði eins og það gerir kröfu um í aðildarríkjum bandalagsins. Þegar að þjóðaratkvæðagreiðslunni loksins kemur, standa kjósendur frammi fyrir orðnum hlut.
Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda
Bréf fastafulltrúa Póllands til íslenskra stjórnvalda
Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnað og dreifbýlisþróun
Lillableiki liturinn er frá mér. Það er nokkuð ljóst hvað sem hver segir að hér er ekki neinn pakki til að kíkja í, ekki einu sinni oggulítill jólapakki, hér er bara rimlabúr pakkað inn í skrautpappír með ost innst inn í svo við göngum í gildruna. Þetta vilja forsvarsmenn okkar ekki segja hreint út, heldur er laumuspilið spilað á fullu meðan stætt er.
Þeir sem vilja breytingar ættu að huga að því að senda áskorun til forsetans okkar um að hann stöðvi leikinn og myndi utanþingsstjórn hér er það hægt.
Með kveðju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.10.2011 | 12:53
Sleginn harmi já en er það iðrun eða klór í bakka?
Kirkjan muni aldrei líða ofbeldi af neinu tagi
Svo er verið að tala um eftiráskýringar Jóns Ásgeirs.
Afsakið en mér finnst nú lítið leggjast fyrir kappann með að klóra í bakkann á þennan hátt. Ef hann er svona harmi sleginn þá segir hann auðvitað af sér, félaga sinna og kirkjunnar vegna.
Eða er það bara ég sem get gubbað yfir svona yfirlýsingum eftir allt sem á undan er gengið. Og hann tekur ekki einu sinni á sig það sem honum ber, heldur talar um þetta almennt eins og hann hafi hvergi nærri komið.
Ég verð nú bara að segja að ekki hefur álit mitt aukist á þjónum kirkjunnar og hefur það verið í lágmarki hingað til. Þ.e.a.s. flestra, ég þekki nokkra góða menn sem gegna prestþjónustu en ég vorkenni þeim að þurfa að bera þetta á bakinu.
![]() |
Biskup harmi sleginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 2023418
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar