18.10.2011 | 12:44
Bloggpistill frá Ástu Hafberg og snjóamyndir frá Ísafirði teknar í morgun.
Ég ætla að birta hér frábæra bloggfærslu frá Ástu Hafberg með hennar góðfúslega leyfi.
Um hvað snýst gjáin?
Við höfum öll heyrt og talað um gjánna á milli þings og þjóðar og hvernig hún virðist bara breikka og breikka.
Við tölum um að þau skilji ekki hvað almenningur sé að vilja með því að standa og mótmæla fyrir utan alþingishúsið trekk í trekk. Þau tala sjálf um að þau skilji það ekki og fara beint í flokkstúlkanir á því hvers vegna við stöndum þarna.
Ég hef sjálf verið að hugsa mikið um það undanfarið. Um hvað snýst þessi gjá og getum við brúað hana.
Að mínu mati er hún tvískipt. Í fyrsta lagi snýst hún um að ákvarðanir inn á þingi eru illa að þjóna hagsmunum almennings á þessum samdráttartímum. Svo virðist sem að tölur þær sem þingmenn eru að vinna eftir séu allt aðrar en við sem búum út í þjóðfélaginu erum að spila með til framfærslu bara til að taka dæmi. Samkvæmt línuritum sjáum við að hér allt á uppleið, en ég hitti fáa sem virkilega finna fyrir því að svo sé. Við höfum horft upp á niðurskurð og skattaækkanir á aðra höndina og svo undarlegar ákvarðanir eins og hátæknisjúkrahús meðan að sjúkrahúskerfið er skorið niður í ekki neitt. Sem sagt það er ekki neitt rökrétt samhengi sýnilegt í því sem er verið að gera.
Á hinn bóginn snýst þessi gjá meira og meira um það að eftir hrun varð viss hugarfarsbreyting hjá almenningi. Hún kom ekki strax en hefur verið að fæðast í rólegheitunum og er farin að taka á sig skýrari mynd.
Sú hugarfarsbreyting hefur gert það að verkum að erfitt hefur verið að skilgreina hverju er verið að mótmæla undanfarið. Málið er nefninlega það að í samfélaginu eru hugmyndir á sveimi um breytt kerfi hvað varðar stjórnsýslu og fjármálakerfi. Þær fæðast ekki fullmótaðar heldur sveima um og taka breytingum eftir því sem við höldum áfram að tala um þær.
Við héldum líklega flest öll að þegar að ný stjórn tók við yrði eitt af hennar verkum einmitt að gera kerfisbreytingar. Breytingar sem myndu setja bönd á bankana, gefa almenningi beinna lýðræði og stokka upp í stjórnsýslunni. Þetta gerðist ekki og þar með hefur almenningur fengið að þróa þessa hugmyndafræði í friði og spekt í næstum 3 ár.
Það eru til hugmyndir um breytt fjármálakerfi.
Það eru til hugmyndir um hvernig við eflum lýðræði og gefum almenningi meira vægi í þeim málum. Það eru til hugmyndir um hvernig við breytum stjórnsýslunni.
Það er eðlilegt að samfélagið standi á krossgötum og sé að þreifa sig áfram um það hvernig eigi að byggja upp þetta Nýja Ísland sem við töluðum svo mikið um.
Ég tel að ef þingmenn gæfu sér tíma til að hlusta og lesa eitthvað af þeim ótalmörgu bréfum sem þeir fá send færu þeir að skynja hvað það er sem er að gerjast í samfélaginu.
Ég vil endilega heyra ykkar skoðun á þessum hlutum og ykkar hugmyndir. Ég vil einnig benda ykkur á að verið er að opna Grasrótarmiðstöð þar sem við munum efla umræðuna um hvað það er sem er hægt að gera og hvernig.
Sjá hér: www.facebook.com/pages/Grasr%C3%B3tarmi%C3%B0st%C3%B6%C3%B0in/161862977231521
http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/1198625/
Annars er afar fallegt veður á Ísafirði í dag, og ekki sakar hin hreina nýfallna mjöll.
Sólin skín, reyndar á hún ekki langt eftir þetta árið að ná niður í byggð blessunin.
Ég þurfti að koma rauða bílnum niður á götu, en sat föst, sem betur fer komu vinnufélagarnir mínir og drógu mig út. Takk drengir mínir og takk Hjálmar líka.
Þetta er virkilega fallegt veður.
Eigið góðan dag elskurnar.
Ég tek undir hvert orð í pistlinum hennar Ástu.
Áfram Ísland - áfram íslenska þjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.10.2011 | 12:40
Það snjóar á Ísafirði í dag.
Hér er veturinn genginn í garð, vonandi þó tímabundið... eða þannig ég á eftir að ganga betur frá upp á lóð. Sem betur fer tók ég upp kartöflurnar í fyrradag og grænmetið. En í svona veðri vill maður helst bara leggjast í dvala, svona til að byrja með allavega.
Á svo sem eftir að ganga frá þessu. En það er allavega komið í hús.
En svona er veðrið hér núna.
Ekki beint svona sumarlegt enda komin 17 október. Þó ber að geta þess að snjórinn er það besta fyrir plönturnar. En laufið er ennþá á trjánum kominn þessi tími.
Já við ráðum víst ekki veðrinu, þó við viljum annars ráða yfir öllu lífi á jörðinni. Sem betur fer er náttúran í flestum tilfellum enn sjálfs sín herra.
En svo má segja að allt sé í fullum blóma svona inn í garðskálanum ennþá.
Eigið annars góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.10.2011 | 20:41
Skriðuföll í El Salvador.
Fékk þessar myndir frá fólkinu mínu í El Salvador. Þetta er ansi slæmt. Vonandi eru þau samt öll heil á húfi.
http://www.youtube.com/watch?v=9UCwEO1Gr7A&feature=share
Annars var ég dugleg í dag, fjölgaði nokkrum plöntum og gerði kæfu. Það er ekkert rosalega vont veður. Slydda en sennilega frostlaust. Í svona veðri er gott að vera bara inni í hlýjunni. Sendi fólkinu í Mið Ameríku mínar innilegustu kveðjur og vona að þessi flóð sjatni sem fyrst.
![]() |
Níu létust í aurskriðu í El Salvador |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2011 | 11:33
Áfram frjálst Ísland.
Lilja mín við megum ekki gefast upp. Auðvitað eru vonbrigði að fólk fari ekki að mótmæla. En við vitum að fólk er óánægt með ástandið og vill breytingar. Nú er bara að taka sig saman og grasrót fólksins taki sig saman um að mynda góðan hóp venjulegs fólks sem vinnur að nýju afli til framtíðar. Það þarf að virkja Frjálslyndaflokkinn, Hreyfinguna, Borgarahreyfinguna og óháða aðila til góðra verka, samstarf þessara afla geta skipt sköpum.
Núna er rétti tíminn til góðra verka og þjóðhyggju.
![]() |
Vonbrigði hversu fáir mættu á Austurvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.10.2011 | 20:23
Veit einhver hvort hægt er að kaupa hljóðbók um Einar Áskel?
Litla gulið mitt Sólveig Hulda auglýsir hér með eftir hljóðbók um Einar Áskel. Sólveig sem býr í Noregsi, þarf að viðhalda sinni íslensku, það er auðvitað lesið fyrir hana af foreldrum og afa sínum. En betur má ef duga skal. Ef einhver veit um hvort og hvar er hægt að kaupa hljóðbækur um þennan uppáhalds vin hennar, þá væri vel þegið að fá þær upplýsingar.
Að öðru leiti er allt gott að frétta af mér. Ég er á fullu að vinna að yfirvetrum í garðplöntustöðinni, er líka búin að vera rosalega dugleg bæði í gær og í dag. 'Eg tók slátur á fimmtudaginn gerði 20 keppi af slátri og lifrarpylsu, er búin að frysta þetta og ganga frá. Tók upp kartöflurnar mínar og grænmetið, á eftir að ganga frá grænmetinu með að hálfsjóða það og frysta. Er að fjölga plöntum fyrir vorið.
Svo gerði ég eitt af mínum uppáhalds sláturmat vélundu, vinnufélagi minn sem er bóndi hafði tekið frá fyrir mig slatta, og frysti af því að ég var erlendis þegar slátrað var. Og þá var bara að fylla þau með kjöti og frysta. Þau eru svo góð, og ekki hægt að fá þau í sláturhúsum, já það ERU enginn sláturhús á Vestfjörðum, heldur eru skepnurnar fluttar landshorna á milli við illan að aðbúnað. En svo mega bændur slátra heima til heimabrúks, en þar sem margir nota sér ekki vélundun þá má ég eiga þau. Takk fyrir mig
En í gær hélt svo Alejandra upp á afmælið sitt með vinkonum sínum.
Hún á góðan hóp af vinkonum, og þær hittust í gærdag til að undirbúa veisluna.
Þetta eru þrælklárar og flottar stelpur.
Bökuð þessi fína terta og svo þetta sælgæti.
15 ára hve tíminn er fljótur að líða, 4 ára kríli sem kom hingað og er núna orðin 15 ára.
Krakkarnir mínir hafa bæði gaman af að elda, hann skemmtilega rétti aðallega asíska eða ítalska, en hún hnallþórur og sælgæti.
Svo var boðið upp á Pizzur.
Og þær virtust skemmta sér konunglega nokkrar þeirra gistu svo í nótt. Ungdómurinn er alltaf jafn einlægur og yndislegur ef við gefum okkur tíma til að vinna með þeim og taka þátt í lífi þeirra.
Og nú er ég að sjóða í kæfu. Jamm ég er bara ánægð með sjálfa mig þessa dagana. Vona samt að við fáum nokkra daga í viðbót þar sem hægt er að vinna úti svo mér auðnist að ganga frá því sem þarf að ganga frá undir veturinn.
Í gær kom svo í ljós að allar hænurnar mínar höfðu stungið af. Það var hvasst um nóttina og hurðin á gerðinu þeirra hafði opnast. En sem betur fer voru þær bara niður á lóð, og fóru inn þegar kvöldaði til að fá sér að borða, svo hægt var að loka þær inni. Ekki vil ég að minkur nái þeim þessum elskum. Fiskarnir eru líka að undirbúa veturinn, þeir hætta að borða á haustinn, en þurfa þá að hafa borðað fituríkan mat sem verður þeim eldsneyti yfir veturinn. Elsku Pípí minn er farinn en gröfin hans er hér á lóðinni þökk sé elskulegum systrum mínum Ingu Báru og Dóru, sem leituðu hann uppi og báru heim og grófu og skreyttu gröfina.
Svona getur lífið verið einfalt og gott, ef kröfurnar eru ekki meiri en þetta. Það mættu bankamenn og pólitíkusar taka sér til eftirbreytni. Lífshamingjan liggur ekki í meiri yfirráðum eða peningum. Hún liggur þverst á móti í því að hlú að því sem er manni kært, hvort sem það er fjölskyldan, gæludýrin eða gróðurinn í kring um mann. Maður fær mikla ánægju af að vita að öllum þessum líður vel. Það nærir sálina og gefum manni þvílíkt skot inn í sálarfrið.
En sumir eru því miður svo veruleikafirrtir að halda að hamingjan felist í allof hárri bankainnistæðu, eða að ráða yfir öðrum með frekju, eða hafa þau völd að ota sínum tota. Meðan allt þetta nagar samviskuna sem ég held að allir hafi, þó afar djúpt sé á henni sumstaðar. En svo er líka að þegar maður eldist og sér árangurinn af lífsstarfinu, þá má hugsa sér hverjum líði best, þeim sem hefur hugsað vel um þá sem manni er trúað fyrir, eða þeim sem hefur fengið allt sitt fram í skjóli valds eða peninga, og ef til vill ekkert stendur eftir, þegar samviskan fer á stjá. Það er ömurlegt hlutskifti og verður ekki tekið til baka.
Lifið í lukku en ekki í krukku elskurnar.
Fyrst ég er á annað borð að auglýsa eftir bókum, þá er ein bók sem ég elskaði sem krakki og gleymi aldrei og vildi gjarnan vita hvort sé einhversstaðar til, en það er risastór bók sem heitir Pönnukökukóngurinn. Skrat skratskratarat og skratskrataskúmaskrat...... Ég vildi gjarnan eignast þá bók aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.10.2011 | 20:20
Þegar maður fer landavillt svona óvart í boði flugfélags.
Já það var komin tími til að halda heim. Þó það sé yndælt að heimsækja fólkið sitt, þá er líka gott að komast heim. Við fórum því ánægð út á flugvöll, en með söknuði þó.
Já við vorum komin út á veg í tæka tíð. Og svo var beðið. Það var þoka á flugvellinum, en þotur komu og fóru... en ekki okkar. Svo kom upp á skilti að flugvélin hafi tafist og upplýsingar yrðu gefnar eftir korter.... og svo annað korter, og þriðja korterið, svo var komið upp í hálftíma. Ég var farið að hafa áhyggjur af flugvélinni sveimandi yfir Osló, svona eins og þegar flugvélin sveimar yfir Ísafirði á "góðum degi". Loks var gefið út að flugvélin hefði lent í Gautaborg, það var þó allavega léttir að þau væru ekki að eyða orku í að sveima yfir Osló. Þá hringdi sonur minn þau áttu von á farþegar með IE, og Tinna beið út á flugvelli lengi, uns ljóst var að vélin hafði ekki lent þar. Hann sagði mér að það ætti að senda rútu með farþegana frá Gautaborg. Ég hafði tekið eftir konu með tvo drengi sem biðu þarna ásamt okkur. Þeir voru á svipuðum aldrei og mínir unglingar.
Minn farin að leika sér á ýmsan hátt.
Ekki sást nokkur starfsmaður frá IE, nema stúlkan sem hafði átt að afgeriða okkur út í vélina, var hún þarna einhversstaðar, og ég var að senda Úlf til að spyrjast fyrir á þessum korters og hálftímafresti sem gefin var, og hún var víst orðin ansi pirruð. Þegar við vorum búin að bíða þarna á flugvellinum í um 6 tíma, horfandi á aðra farþegar allavega tvær mömmur með þrjú ung börn, og fleiri börn og farþegar sem voru jafnilla upplýst og við, var loks tilkynnt að við færum með rútu til Gautaborgar, við yrðum sjálf að sækja farangurinn okkar niður á töskubeltið, en við myndum fá mat í rútunni.
Orðin ansi óþolinmóður, og líka Alejandra.
Þá var haldið niður á beltabandið. Þessir gaurar eru reyndar allir ofvirkir, en voru samt ótrúlega flottir .... svona eða þannig. Flottir samt.
Ég vorkenndi nú eiginlega mest mömmunum með ungabörnin og hinum foreldrunum með minni krakka en við.
Þetta er svo maturinn sem við fengum í rútunni. Það var auðvitað löng biðröð í rúturnar sem voru tvær, og var komin svefngalsi í flesta krakkana enda höfðu sum þeirra komið langt að til að fara í flug, ein hafði verið í 9 kl. tíma rútuferð frá Volda á flugvöllinn og bíða þar allan þenna tíma, og svo var um fleiri.
Aldrei sáum við neinn frá EX, en þarna var kona sem var með nafnalistann og raðaði í rúturnar, sem betur fer var barnafólkið látið ganga fyrir. Eins og sést var drykkurinn ekki veigamikill í fimm tíma ferðalag. Og þess vegna var stoppað á sjoppu svo fólk gæti fengið sér að drekka og jafnvel eitthvað í gogginn á eigin kostnað auðvitað.
Einhversstaðar á leiðinni tilkynnti svo bílstjórinn að við færum ekki út á flugvöll, heldur yrði okkur ekið á hótel og myndum við gista þar um nóttina, eða nokkra klukkutíma, þar sem við vorum ekki komin á staðinn fyrr en kl. um 12. þar var sagt að okkar biði matur.
Í enn einni biðröðinni þennan daginn. Nú eftir hótelherbergi.
Ég og vinkona mín sem ég eignaðist í þessari ferð Margrét vorum komnar með fimm unglinga, þessa sem við áttum sjálf og svo tvö auka. Það var nefnilega vetrarfrí í skólanum í Noregi, og einhverjir unglingar voru á leið til ættingja á Íslandi, og forráðamenn voru orðnir áhyggjufullir um börnin þegar kom í ljós að það var ekki flogið frá Osló. Annar drengurinn sem var með Margréti var jú með okkur, og svo fékk hún hringingu frá dóttur sinni sem átti vinkonu sem var orðin ansi hugsjúk út af sinni unglingsdóttur á svona ferðalagi, því varð það svo að við tókum þau að okkur og gættum þeirra.
Komin inn á hóteli og aðeins að slaka á, hér er hópurinn að bíða eftir matnum, sem var ágætis rækjusalat.
Við þessi nýja fjölskylda deildum okkur svo niður á herbergi sem betur fer, því þó ég til dæmis bæði um að vera vakinn, þá brást það, og nýja vinkona mín sem hafði heyrt að ég bað um vakningu hringdi í mig um morguninn svo ég gat vakið restina af mínu liði. Við áttum sem sé að leggja af staða út á flugvöll kl. hálf sjö, en svo var því flýtt til tuttugumínútur yfir sex, og sem betur fer ræddu farþegar saman, því hvorki starfsfólkið á hótelinu eða neinn annar vissi neitt. Enda enginn þarna frá flugfélaginu.
Hér erum við aftur í biðröðu á flugvellinum í Gautaborg, innskráning enn á ný.
Og loks um borð í flugvélina. Þar var virkilega vel tekið á móti okkur, og starfsfólkið allt að vilja gert til að þjónusta okkur. Og allt frítt um borð, matur og vín. Því miður gat ég ekki þáð neina drykki, því ég ætlaði að aka beint heim.
Börnin okkar voru í rosa stuði, og þurfti aðeins að sjatla til eldra fólk sem var ekki eins fjörugt og þau. En sem betur fer var nóg pláss í flugvélinni.
Við Margrét voru bara nokkuð ánægðar með að hafa allan hópinn, því þau voru þá félagsskapur fyrir hvort annað.
Við gátum því slakað á í flugvélinni. En það var ekki sama sagan með foreldra og ættmenni unglilnganna sem við vorum að gæta. Þau biðu í angist eftir því hvernig þeim reiddi af.
Og það voru felld tár við móttökuna á Keflavíkurflugvelli. Ég get alveg ímyndað mér áhyggjur fólks af unglingum í hálfgerðu reiðileysi svona milli landa. En við Margrét sáum samt um þau með sóma.
Og takk Margrét mín fyrir skemmtileg kynni og vonandi hittumst við aftur. Þetta var þrátt fyrir allt .... allavega öðruvísi.
Ég segi nú bara að það hefði verið heppilegra fyrir flugfélagið að hafa manneskju á staðnum í Osló sem fylgdi fólkinu og hefði haldið því saman og upplýst um hvert spor. Þessi óvissa um hvað gerðist næst var erfið. Til dæmis að segja strax að flugvélin hefði lent í Gautaborg og við yrðum flutt þangað. Það var ekkert annað í stöðunni tel ég vera þá strax. Þegar svona kemur upp á sem auðvitað er ekkert við að gera, þá skiptir máli að halda fólkinu upplýstu um hvert skref. Jafnvel bjóða því upp á hressingu á Oslóarflugvelli, þar sem fólk hefði getað rætt saman og verið í meira samabandi, en ekki þessi smáskammtaupplýsingar sem við fengum frá hinum og þessum og þetta væri mögulega svona eða kannski hinsegin.
En þá erum við komin í Hesteyrarfjörðin og haustlitirnir upp á sitt besta.
Ég hafði ætlað mér að koma við hjá frænda mínum honum Atla Smára Ingvarssyni í Mosó, en vegna þessara hrakninga var ákveðið að fara beinustu leið heim.
Ég kem við hjá þér seinna elsku frændi.
Nú er ég bara að reyna að ná mér upp úr leti og ómennsku.
Ég var líka heppinn að fara beint heim, því daginn eftir var byrjað að fenna og komin hálka á heiðar.
Að vísu var hlýtt í dag, og snjórinn horfinn. En veturinn læðist upp að manni hægt og hljótt.
Því verður ekki mótmælt.
Vona samt að fá nokkra sæmilega daga ennþá, því ég á eftir heilan helling að ganga frá fyrir veturinn.
En svo verður bara að hafa það ef það næst ekki.
Takk Margrét mín fyrir skemmtileg kynni og þið krakkar og ég er himinlifandi yfir að vera komin heim. Þó ég sakni fjölskyldunnar minnar bæði í Noregsi og Austurríki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
13.10.2011 | 11:45
Skondin frétt um frændur vora skota.
Svona til gamans af því að það er oft gantast með að ameríkanar séu rugluð þjóð og hugsi mest um naflann á sér. Sem reyndar er ekki rétt af þeim kynnum af fólki sem ég hef umgengist, bæði ættingja, vini og ókunnugt fólk sem maður hittir á förnum vegi.
Þá er þessi frétt alveg drepfyndin, en þarna eru í aðalhlutverki frændur okkar Skotar.
Halda að slátur sé lifandi skepna
Slátur eða haggis. Mynd: www.shutterstock.com
Einn af hverjum fimm Bretum telur að skoska slátrið haggis sé dýr sem ráfi um hálönd Skotlands. Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var fyrir breska matsölufyrirtækið just-eat og voru birtar í dag. Ríflega 1600 Bretar tóku þátt í könnuninni. 15 % telja haggis vera skoskt hljóðfæri og fjögur prósent telja það persónu úr Harry Potter bókunum. Jafnvel 14% þeirra nærri 800 Skota sem tóku þátt vissu ekki hvað haggis er.
http://www.ruv.is/frett/halda-ad-slatur-se-lifandi-skepna
Vissulega lítur sláturkeppur út eins og eitthvað furðudýr úr Harrý Potter sögu en að fólk skuli virkilega halda að sláturkeppur sé dýr er fyndið. Og að skotar skuli ekki vita hvað haggis er, sýnir bara að þeir eru ekki að viðhalda gömlum og góðum siðum eins og að borða slátur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.10.2011 | 16:13
Osló.
Osló er skemmtileg á sína vísu. Á góðum degi er gaman að rölta um miðbæinn og skoða Akersbryggjuna og það skemmtilega umhverfi, skoða konungshöllina og bara rölta um miðbæinn. Núna voru útsölur í fullum gangi. Slysaðist til að kaupa mér þessi flottu leðurstígvél á 50% afslætti kostuðu innan við 700 nkr. Nenni annars ekki að vera í búðarrápi, þau bara blöstu við þegar ég labbaði fram hjá og kölluðu á mig, og pössuðu svona ljómandi fínt.
En við erum sem sagt komin aftur í Nittedal til fjölskyldunnar minnar þar.
Hér erum við á torginu þar sem Breivik sprengdi sprengjuna stóru. Hér má ennþá sjá neglt fyrir glugga og opin sár.
En nú var hér friðsamt og sölutjöld og gossölur og veitingastaðir.
Upp við hvíta húsið þarna varð sprengingin. Tjaldað er yfir veggi hússins, þar sem viðgerð fer ennþá fram.
Götumynd.
Sumar byggingar minna svolítið á húsin í Vín.
Við ætlum að fá okkur að borða.
Hér vorum við bara að þvælast fjögur og rötuðum ekki mikið. Elli var að leita að ákveðnum veitingastað en við settumst hér niður og fengum ágætismat.
Beint fyrir framan kratahöllina.
Hún er svo sem flott þessi kratarós. Heppni að Breivik sprengdi ekki einmitti hér.
Alejandra fékk þennan flotta ís.
Við fengum okkur brauð.
Rætt við Skafta í símann.
Ungar stúlkur elska H&M, það gerir Alejandra líka, og loks eftir marga H&M fann hún það sem hún var að leita að.
Og ég að máta stígvélin.
Já það er gaman að rölta um á góðum degi.
Bakhliðin á kerlu
Um kvöldið var okkur boðið til Habba Hagbarðar Valssonar, það vildi svo vel til að mamma hans Úlla Úlfhildur var stödd þar og urðu fagnaðarfundir hjá okkur. Hagbarður er nýkomin heim frá Tyrklandi þar sem hann var aðalmaðurinn í norskri þáttaröð um freistingar, sem er vinsæll í Noregi núna.
Á föstudögum bakar þessi elska pizzur og bíður fjölskyldunni með. Skafti er þá með honum í eldhúsinu og við konurnar huggum okkur bara við eldhúsborðið meðan þessir tveir framleiða allskonar dúndur pizzur innilega takk fyrir okkur Habbi minn.
Skafti sveittur í eldhúsinu hans Hagbarðar. Pizzurnar á færibandi og ekki stendur á að borða þær.
Nammi namm.
Guðrún, Habbi og Úlla mín.
Skaftus.
Tinnfríður Fjóla.
Guðrún
Habbi hér má vel sjá stríðnissvipinn á dýrinu.
Sólveig Hulda vildi heldur bara fara í kókið.
Ingi Þór og Skafti í eldhúsinu þeirra Skafta og Tinnu.
Og hér eru Úlfur og Alejandra að brjóta saman þvott, það er hér með dokumenterað.
Rosa dugleg.
Útsýnið af öðrum svölunum sem snúa fram í Nittedal.
Hér er virkilega fallegt.
Úlfurinn.
Litla skottan okkar. Við ætlum aftur í bæinn og skoða grasagarðinn.
Gott að taka strætó, losna við að leita að bílastæði, og svo stoppar vagninn bæði rétt hjá Skafta og niður í miðbæ. þ.e. vagn númer 301 Hagavagninn.
Skemmtileg uppstilling
Það er eitt sem er ólíkt með Vín og Osló, margt reyndar en svona slæðukonur sjást varla í Vín, en rosalega mikið hér. Hér er reyndar mikið af fólki af erlendum uppruna. Og sum svæði í Osló eru bara innflytjendasvæði.
Á þeim svæðum sem slæðufólki býr er mikið um svona grænmetis á ávaxgamörkuðum og þar er allt ódýrara.
Erum á leið í grasagarðinn.
Jamm við borguðum samt ekki.
Virkilega gaman að rölta hér um og skoða gróðurinn, og ekki sakaði að nú er hann í haustham með fallegum haustlitum.
Elskulegur eiginmaður minn, það var afskaplega notalegt að hitta hann. vona bara að hann komi sem fyrst heim aftur.
Fallega skottið mitt
Ótrúlegt en satt þetta tré var lifandi með fulla krónu og allt, en svona holt að innan.
Hún þarf líka að prófa.
Já ég skal hjálpa þér segir stóri bróðir.
Já þú þarft að setjast....
Svo þurfti að klifra í trjánum.
Fara í návígi við gróðurinn.
Og prófa allt.
Í raun er gott fyrir börnin að fá að hafa afa sinn svona lengi.
Þó við söknum hans líka.
Óðinn Freyr.
Fröken Alejandra í nýjum fötum svo flott og fín.
Þetta er svona slæðuumhverfi.
Það berjast í mér ýmsar tilfinningar gagnvart þessu. En ég á sennilega ekki að vera með slíkar hugsanir. Þetta er víst þeirra vilji.... vonandi.
Grænland heitir þessi verslun.
Nú ætlum við að fá okkur að borða á asiskum veitingastað þessum sem við vorum að leita að daginn áður.
Og maturinn sveik ekki.
Enda vorum við orðin svöng af öllu labberíinu.
Áin hér gegnir svipuðu hlutverki og á Manhattan, öðru megin við hana er allt ódýrt og mikið um innflytjendur og glæpi, en hinu megin er allt dýrara og flottara. Þegar ég tala um Manhattan á ég að sjálfsögðu við fifth avenue sem skiptir borginni þar í fátækari hluta og ríkari.
Södd og sæl og á leiðinni heim.
Þetta eru rosaflottir markaðir.
Elli sómir sér vel þarna innanbúðar
Flott hárgreiðsla!!!
Það var komin galsi í þá stuttu.
Smá sýnishorn.
Svo langar mig að spyrja þá sem vita það; hvað heitir þessi á í Osló?
En nú erum við komin heim í Nittedag aftur, búin að pakka niður einu sinni enn, og tilbúin til að fara á flugvöllinn. Tinna ætlar að skutla okkur á Gardemoen, við eigum að fara í loftið kl. 14.00. Svo eins gott að vera á réttum tíma....
En það fór nú á annan veg, og ég ætla að segja frá því næst. Maður veit aldrei hvar maður lendir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.10.2011 | 10:51
Takk fyrir þetta Steingrímur.
Ég vil gefa Steingrími J. kredit fyrir þessi ummæli. Þarna slær hann á þá réttu strengi sem menn hafa verið að reyna að segja að krónan íslenska er okkar tæki til að ná okkur út úr vandanum.
Hann segir einnig:
" ekkert annað benda til þess en að peningamálastefnan verði áfram sjálfstæð á næstu árum og lagði á það áherslu að gjaldmiðillinn sem slíkur getur aldrei verið orsök efnahagserfiðleika heldur er það efnahagsstefnan sem skiptir máli í þessu samhengi. Minnti fjármálaráðherra Magnús Orra ennfremur á að það virðist vera jafn mögulegt að komast í efnahagsvanda með krónum og evrum"
Þetta er alveg hárrétt. Gjaldmiðill hers lands er besta hagstjórnartæki stjórnvalda. Með sínum eigin gjaldmiðli er hægt að komast yfir erfiðleika með lægra gengi og góðæri með hærra gengi. Með því að tengja sig eða taka upp aðra mynt er þetta ekki hægt og þá gerast hlutir eins og nú eru að gerast í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Portugal og fleiri ríkjum.
Mér finnt þetta afskaplega vel mælt hjá Steingrími og hafi hann þökk fyrir að stíga fram og mæla svo þvert á svartagallsraus Samfylkingarinnar um ónýti gjaldmiðils okkar.
![]() |
Enginn vafi um að krónan hafi hjálpað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.10.2011 | 09:35
Raddir fólksins heyrast á ný.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar