17.12.2011 | 23:15
Tónleikar og pizzubakstur.
Á Ísafirði eru tveir tónlistarskólar, Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar og Tónlistarskóli Ísafjarðar. Nú um daginn fór ég á tónleika hjá Tónlistaskóla Ísafjarðar, þar sem Úlfur er í trommunámi. Á þessum tónleikum komu þeir fram hann og vinir hans með hljómsveit sem þeir hafa verið að æfa saman. Ég verð að viðurkenna að ég var hálf smeyk um hvernig það myndi hljóma, minnug þess að þegar ég átti heima í stærra húsi, voru ýmsar unghljómsveitir sem fengu að æfa hjá mér í kjallaranum, og það hljómaði stundum ehe... dálitið svona já ekki alveg í samhljómi.
Hér er snúðurinn minn að undirbúa sig á tónleikana.
En tónleikarnir byrjuðu sem sagt með forskóla I og II. Með tveimur lögum, Þjóðlagi frá Uganda; Daginn, hvað segir þú? og Tékknesku jólalagi: Fyrir löngu fæddur var. það er óþarfi að taka fram að börnin (5ára) bræddu öll hjörtu í salnum, þau voru svo yndislega skemmtileg og frjálsleg og innilega glöð. Hvað er hægt annað en að elska svona unga?
Strákarnir mínir voru svo númer tvö. Og ég hefði ekki þurft að hafa áhyggjur, þeir voru rosalega flottir, bæði hvað varðar samhljóm og fyllingu, þeir spiluðu lag What have I done. L. Park.
Þeir verða einhverntímann góðir ef þeir halda sig á þessari braut.
Og minn flottur á trommunum.
Þessi piltur heitir Arnar Rafnsson og spilar hér Sungu með mér svanur, örn. Ísl. þjóðlag.
Því miður get ég ekki sett alla nemendur inn hér, en þessi ungi maður heitir Kári Eydal. Leikur hér klukknahljóð eftir J. Piespont.
Fiðla er hljóðfæri sem ekki er auðvelt að læra á.
Hér er hún plokkuð.
Litla jólabarn hér spilað af innlifun.
Alt saxofónn: Swingin christmas.
ég sá mömmu kyssa jólasvein.
Píanódúett hér voru fleiri en tveir slikir.
Þverflauta; Heaven in tears eftir Eric Clapton.
F. Chopen: Marzurka í g-moll op. 67 nr 2. af fagmennsku og færni.
L.v. Beethoven; Vals í a-moll pt. 18 nr.6.
F. Schubert: Vals í a-moll op 18 nr. 6.
L.v. Beethoven; Sonata í Gdúr op. 79.
Hrein unun að hlusta á þessa krakka sem eru lengra komin. Reyndar var gaman að hlusta á þau öll, stóðu sig með prýði, og ég dáist að þessu unga fólki á hverju ári, og líka kennurum og skólastjóra. Það er fylgt eftir tímanum og áhugasvið nemendanna í fyrir rúmi sem er reyndar alveg frábært.
Dagskráin endaði svo með Misveit skólans undir stjórn Madis Mäekalle. Með frábær lög: Mars úr hentubrjótnum. Aðfangadagskvöld eftir Gunnar Þórðar og When Christmas Comes to Town W. Silvestri.
Þessi litla stúlka Rakel M. Björnsdóttir stóð sig afar vel með stærri krökkunum og við hennar hlið eru dætur Madis þær Marelle og Mirjam frábærir músikantar eins og þessir krakkar sem eru lengra komin eru reyndar öll. Innilega takk fyrir mig.
Hér eru afi og Lotta í góðum félagsskap hvors annars.
Sigurjón Dagur og Ólöf Dagmar systir hans eru hér í kvöld.
Og strákarnir bökuðu pizzur.
Reyndar bara alveg rosalega góðar.
Og þeir hjálpuðust allir að.
Rétt eins og það á að vera.
Og við kveðjum úr kúlunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.12.2011 | 11:35
Jólakötturinn ógurlegi.
Þessa dagana má segja að það birti ekki alveg. En sem betur fer ylja jólaljósin í bænum mér ótrúlega mikið, sumir eru duglegir við að skreyta og ég sendi þeim þakklæti í huganum fyrir að gefa mér svona jólaljós.
Atli frændi kom hingað færandi hendi um daginn, og gaf Úlfi fluguhnýtingadót, Það verður til að gera flugur fyrir Fljótavík, sannarlega rausnarlegt af honum.
Hér er hann svo að spilla kettlingnum mínum, skömmin sú arna, sjáið bara prakkarasvipinn á dýrinu, þ.e. Atla
Ef til vill ekki ógnvænlegur jólaköttur, en jólaköttur samt.
Eða hvað hér ræðst hann á rottuna hennar Ásthildar sem varð eftir hér.
Já þú skalt sko passa þig, skepnan þín, ég hef þig undir.
Ég er sko veiðiköttur!!!
O jæja það er best að hvíla sig eftir átökin.
Og svo ertu svo dæmalaust mjúk og hlý hehehe!!
Íslenskt sælgæti.
Hafið þið gekið eftir því hve sælgætisframboð hefur dregist saman. Til dæmis skrapp ég inn í Bónus áður en ég fór utan, því það er visst sælgæti sem fólkið mitt vill fá að heiman, þá var ekki til tópas í Bónus, ég varð svo hissa að ég átti ekki orð, þið vitið Tópas sem er nánast eins og daglegt brauð bara.
Svo þegar ég kom heim og fór í flughöfnina, fann ég ekki íslenska sælgætið, ég snéri mér að einum starfsmanninum þar og spurði; hvar er eiginlega íslenska sælgætið?
Það er nú það svaraði starfsmaðurinn, hann benti mér á HÁLFAN REKKA þar sem var íslenskt nammi, við erum hreinlega hætt að selja íslenskt sælgæti það er orðið svo dýrt í innkaupum, að við getum ekki boðið okkar viðskiptavinum upp á það. Sagði hann, því er salan á því mest í stóru búðunum, Bónus og slíkum.
Ég varð bara hneyksluð, hvernig skyldi nú standa á þessu? Og ég spyr mig, það ætti einmitt að vera ódýrara að kaupa innlent en erlent, eða var sykurskatturinn settur á? Man það ekki.
En allavega þegar við keyrðum heim keypti ég í nesti Tópas eins og venjulega til að komast að því að PAKKINN ER ORÐIN MINNI, OG TÖFLURNAR LÍKA. Sem sé búið að minnka innihaldið, en verðið örugglega það sama.
Svo verð ég að segja fyrir mig að það er komin tími á að losna við þessa ríkisstjórn, og það sem fyrst. Meira að segja þeirra eigin stuðningsmenn eru farnir að efast, og þora að segja það upphátt. Jóhanna lifir í draumheimi þar sem allt er best hér og allt á uppleið, og þetta með brottflutning er bara eitthvað rugl, ekkert meira en gengur og gerist, segir konan. Tölurnar segja sitt, segir sérfræðingurinn. Og í gær var enn ein besservisserin á mála hjá ríkisstjórninni sem kallast sérfræðingar að segja að það væri bara gott fyrir fólk að flytja út og sjá heiminn. Ég heyrði þetta einmitt hjá þessari ríkisstjórn í árdaga þeirra.
Þetta segja ráðgjafar og málpípur stjórnarninnar, meðan aðrir hafa áhyggjur af því að menntaðasta og unga fjólkið með börnin yfirgefur landið í stórum stíl, og hvorki getur né vill flytja heim aftur fyrr en ástandið hefur lagast, og það LAGAST EKKERT FYRR EN ÓRÁÐSÍA OG VITLEYSUGANGUR ráðamanna hættir. Ég skora á forsetann okkar að leysa upp þessa ríkisstjórn og setja inn utanþingsstjórn, neyðarstjórn hlutlausra sérfræðinga eins og til dæmis Jóhannes Björn, Gunnar Tómasson, Marínó Njálsson, Framámenn grasrótarinnar og Lilju Mósesdóttur. Við bara komumst ekkert áfram með þetta lið í frontinum, þau eru því miður löngu búin að gefast upp. 'Eg held að þau hafi talið sig ráða við þetta, og hafi í raun viljað vel í upphafi, en svo einfaldlega réðu þau ekki neitt við neitt, og létu AGS og ESB kaupa sannfæringu sína og eru þess vegna þjóðhagslega fjandsamleg landi og þjóð.
Eigið að öðru leiti góðan dag, og njótið þessa dimma en ljósmikla tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.12.2011 | 12:47
Má bjóða ykkur í bílferð vestur á firði?
Það er bara ágætt að vera komin heim, þó veðrið sé meira á ferðinni en í Austurríki.
En sennilega er ég bara íslendingur í gegn.
Þessar flottu konur voru á leið til Íslandsf á einhverja listauppákomu, man ekki hvað. En ég féll alveg fyrir hárinu á þessari hér framar, hún fléttar garn inn í hárið, flott hugmynd.
Sumt fólk vekur einfaldlega athygli. Þær stöllur voru þessi dönsk og hin sænsk. Óska þeim góðrar dvalar á Íslandi.
Við gistum eina nótt á B&B í Keflavík, fórum á Panda restaurant og fengum okkur önd, hún er rosalega góð hjá þeim. Svo var lagt af stað heim morguninn eftir í virkilega fallegu íslensku vetrarveðri.
Þemað hér eru íslensku fjöllinn, þau eru einstaklega falleg.
Tók þessar myndir út um bílgluggann.
Þetta er tekið í Borgarnesi, þessir skemmtilegu karlar að koma til byggða.
Já svona aðeins nær.
Baulan rís hér upp til skýjanna.
SKemmtileg mynd af þremur ólíkum fjöllum, sem þó eru nágrannar.
Með sól í baksýnisspetlinum.
Úr Svínadalnum.
Það var virkilega gaman að ferðast í þessu fallega veðri.
Það eru ekki mörg lönd sem geta státað af svona fegurð.
Komin á Vestfjarðarkjálkann.
Ég kalla þetta eiginlega tússfjöll, þau eru eins og grafísk listaverk.
Minnir að þetta sé Baula.
Hér erum við kominn norður í Steingrímsfjörð.
Upp á Steingrímsfjarðarheiði.
Gamli gangnakofinn og máninn fullur.
Og hinumeginn.
Árgil á Lágheiði.
Í Djúpinu.
Arngerðareyri.
En svo var að verða of dimmt til að taka myndir.
Enda stutt eftir heim.
Og hér kemur svo nýjasti heimilismeðlimurinn, Lotta. Sigga kom til Ella færandi hendi.
Hún er voðalega sæt og yndislega góð. Litla Lotta litla Lotta,
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
10.12.2011 | 13:56
Komin heim, síðustu dagarnir í Austurríki.
Já þá er ég komin heim í heiðardalinn. Það var erfitt að vakna hálf fjögur að morgni, ég sem er búin að kúra frameftir eins og sætt er Tengdasonurinn var svo elskulegur að skutla mér á flugvöllinn, ég dáist alltaf að olíuhreinsunarstöðinni þegar ég ek þangað og þakka mínum sæla fyrir að við vestfirðingar sluppum við þá mengun, bæði sjónmengun og lykt sem þessu fylgir.
En ég svaf af mér alla leiðina til Kaupmannahafnar. Þar var stopp, um hríð, ég vildi ekki trufla systur mína í þessa skipti, og ákvað að eyða þessum degi í mínum eigin félagsskap. Fyrst fór ég inn á glopetrotter og fékk mér pizzusneið og stóran bjór. Svo þvældist ég dálítið um það er búið að breyta miklu þarna, ég var nefnilega búin að ákveða að koma við á Heresford og fá mér góða nautasteik. Það tók mig smátíma að finna staðinn aftur. En steikinn brást ekki.
Skál bræður og systur.
En þetta var nú svona útúrdúr.
Það eru nefnilega fleiri myndir frá Austurríki.
Ömmusósa er góð líka hjá Trölla. Púma langar líka að smakka.
Á hvað ertu eiginlega að glápa???
Við vorum að fara á litlu jólin í skólanum. Við áttum að mæta kl. hálf fjögur, fyrir hádegi var ungfrú Ásthildur bún að klæða sig og mála og gera alveg klára að fara í veislu.
Svo vildi hún láta taka myndir.
Hún er svo flott.
Og yndisleg.
En loks var svo tímin komin að fara í veisluna.
Veislan var haldin utandyra á skólalóðinni. Það var ágætis veður en svo fór að rigna.
Börnin skemmtu með söng og hljóðfæraslætti og upplestri, foreldrar stoltir að fylgjast með.
Hér er kórinn.
Hljóðfæraleikarar.
Hanna Sól er í kórnum.
Þetta var afar hátíðlegt.
Jólalög leikin og sunginn.
Búið að skreyta stóra tréð sem stendur á skólalóðinni.
Svolítill galsi í börnunum eftir skemmtunina.
Ásthildi var orðið dálitið kalt og langaði í heitt kakó. En slíkt var ekki á boðstólum en hægt var að kaupa barnaglögg, og svo fullorðins glögg Hún fékk svo barnaglögg en amma fullorðins, og sumir voru orðnir bara nokkuð "glaðir" þarna á skólalóðinni, enda kostaði glöggið bara 2.5 evru. Og ég er ekki að meina mig, ég fékk mér bara eitt glas.
Inni í skólanum var hægt að skoða og kaupa muni sem börnin hafa föndrað á aðventunni.
Margt ansi fallegt og vel gert hjá krökkunum.
Og auðvitað keyptu flestir foreldrar eitthvað fallegt.
Þessi fallegu kertastandar kostuðu 3 evrur, þau eru sennilega gerð úr hengibjörk, börkurinn er svo hvítur og fallegur. og svo þetta fína kunstverk.
Hér má sjá jólakort og mýs með sælgæti í.
Ætli svona skylti sjáist hér í skólum? Hér er mikið reykt úti á götum og allstaðar. Sá nokkrar konur á síðasta mánuði reykjandi með jólaglögg á markaðnum á Ráðhústorginu. Ég verð að viðurkenna að ég varð rosalega hneyksluð, mig langaði að hrista svona manneskju til og hundskamma.
Elgir gerðir úr sleifum.
Mamma og pabbi skoða.
Ásthildur búin að velja sér hlut.
Og borgar sjálf.
Komin tími til að fara heim.
Amma og litli maðurinn.
Mamma og litli maðurinn.
Við pottana að gera sósu.
Sósusmakkari númer eitt.
Já í lagi er úrskurðurinn
Hér er svo búið að skreyta höllina.
En næsta morgun er ég komin á leiðina heim, það er söknuður í hjartanu yfir að kveðja þessa litlu yndisleg fjölskyldu.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.12.2011 | 11:33
Gönguferð, Vínarferð og heimilislíf.
Tíminn líður hratt, og brátt er tími til að koma sér heim í veturinn, héðan.
Við Bára mín skruppum niður í Vínarborg í gærkveldi til að komast í smájólastemningu. Hér eru svona jólaþorp út um allt, eitt var á ráðhústorginu, en þangað fórum við einmitt fyrir nokkrum árum, og þangað lá leiðin líka í gær. Annað jólaþorp var svo í garðinum við náttúrgripasafnið, og við kíktum þanað líka.
En á mánudaginn fór litli maðurinn í fyrsta skipti út í vagni, við fórum í skógarferð.
Hér eru fyrst tveir grallarar, Ásthildur Cesil júnior og pabbi hennar.
Sá litli tilbúinn í vagninum sínum og Trölli til staðar til að gæta hans.
Það er stutt í skógin en hann er hér allt í kring, og gatann hér liggur einmitt upp í skóginn og lengra, upp í kapelluna hennar Rosalíu, en hún var vond drottning sem bjó í höllinni hér á móti, og drap þegna sína miskunnarlaust, fékk svo sjálf sömu meðferð, og hefur gengið ljósum logum síðan, þó var reynt að róa hana með að byggja handa henni kapellu á hæstu hæðínni hér. Rosaliekapell.
Trölli fékk ekki að ganga laus, því hér er mikið um dádýr, villisvín og Lúxar, En það eru stórir skógarkettir. Bára var hrædd um að Trölli gleymdi sér og færi að elta dýrin.
Það var farið að bregða birtu, svo rétt var að snúa við og halda heim á leið.
Er ekki allt í lagi Jón Elli? spyr mamma, og það er sko allt í lagi með hann, alsæll að vera í göngutúr.
Trölli skemmti sér líka hið besta, honum finnst gaman í göngutúr.
Það er orðið rökkvað og búið að kveikja ljósin í höllinni.
Hún sést lagnt að og gnæfir yfir litlu byggðina fyrir neðan.
Húsin standa þétt, og upp allar hlíðar, á þessum tíma dags er reykjarlykt um allt, þar sem íbúarnir hafa kveikt upp í kamínunum sínum.
Vígaleg með höllina í baksýn.
Og næturhimininn er rauður og flottur.
Tvíburar?? nei haha dúkkan hennar Hönnu Sólar.
Lenný villiköttur vill stundum koma inn, hann kemur alltaf inn í vetrargarðinn, því þar eru kattarlúgur, þar getur hann fengið að borða, en stundum langar hann að koma inn í eldhúsið, og fær það en er allur á verði, vegna þess að Trolli þolir hann ekki, og rekur hann út í hvert skipti ef hann er heima.
En hér erum við komnar niður í Vín. Turnarnir í baksýn eru frá Dómkirkjunni í Stefans Platz.
Linsan á myndavélinni var eitthvað að stríða mér en Bára mín var duglegri við að taka myndir.
Skreyting frá skrítnu sjónarhorni.
Þessir rauðu deplar eru ekki flugeldar, heldur skreytt tré og rauðu deplarnir eru risastór hjörtu.
Stemning og jól.
Að ylja sér á heitu púnsi.
VIrkilega gaman þetta kvöld.
Ég held að þessi karl hafi verið sveinki sjálfur í dulargerfi.
Ráðhúsið gnæfir yfir torgið.
Nammi namm.
Ljósadýrð.
Nýt mín í botn.
Jólatréð á Ráðhústorginu.
Hér ríkir sannkölluð jólastemning.
Turnarnir á ráðhúsinu.
ÉG fékk mér nokkra púnsa.
Við vorum búnar að mæla okkur mót við Christina vinkonu mína að hittast þarna. Það var yndislegt að hitta hana, my dear Christina it was so lovely to meet with you that evening.
Bjartar og brosandi.
Með Langos, einskonar austurrísk laufabrauð. traditional.
Svo heldur hið daglega líf áfram. Hanna Sól tilbúin í skólann morguninn eftir, hún þarf að vakna kl. 6 á morgnana sem er ansi snemma fyrir 7 ára stelpu.
Vinkona fékk að koma með henni heim, hún borðaði hérna, ég var með smásteik og karföflumús, og hún át hvort tveggja með góðri lyst.
Hér eru þær að vinna heimavinnuna, sem er ekkert smáræði hér í Austurríki þó maður sé bara 7 ára.
Það þurfti líka að brosa fyrir ömmu.
Og fíflast smá
Og nafna mín er duglegur aðstoðarkokkur hjá ömmu.
Á ég eiginlega ekkert að fá af ömmusósunni???
Og Ásthildur getur líka hjálpað mömmu með litla bróður.
Og hún getur líka haldið á honum.
Þau eru svo falleg og saklaus. Og við bjóðum ykkur góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.12.2011 | 00:52
Undir svefninn.
Já það er auðséð að það er komin jólamánuðurinn, skreytingar koma upp ein af annari rétt eins og heima.
Hér er auðvitqað verið að æfa jólalögin á gítarinn hennar Ásthildar.
Og hér er bara svona notaleg kvöldstund áður en maður burstar tennur þvær sér og fer að sofa. Börnin vakna kl. 6 því það þarf að borða, klæða og koma sér af stað áður en skóli og leikskóli byrja.
Köttunum líður líka best fyrir framan ofninn.
Nú ætlum við að skreppa til Mattersburgh. Sem er í um 5 km fjarlægð frá V_Fortschenstein, stærri byggðakjarni með allskonar verslun og þjónustu.
Ég sé að hér skreyta þeir mikið með borðum og slaufum.
Og hringtorgin eru líka skreytt en þetta er samt ekki jólaskraut.
Vínakrarnir standa tilbúnir fyrir næsta vor.
Og nú er verið að setja upp snjógildrur svo snjórinn haldi sig inn á akrinum, en ekki úti á vegum.
Verslunarkeðjan Billa er hér nokkurskonar Bónus.
Stærsti aðventukrans sem ég hef séð.
Við erum í miðbæ Mattersburg og þar er allt skreytt í bak og fyrir.
Eins og ég sagði þeir skreyta mikið með borðum og slaufum.
Nú eða bara eins og við með kúlum.
En ekki hérna þetta er næturklúbbur. Ég hef reyndar aldrei komið þar og langar ekki, en skreytingarna eru skemmtilegar og eru allt árið.
Jamm það sem skiptir mestu máli heheh
Tilbúin í Smashing Pumpkins.
Og ef hellist niður vatn á gólfið, þá er það ekki vandamálið, það eru til þess gerðar vatnssugur sem koma og gera sitt.
Svo þarf að tæma laugina undir veturinn.
Það er auðvitað alveg bráðnauðsynlegt.
Pabbi og stelpurnar sjá um það og auðvitað Trölli.
'Eg hef verið að vinna dálítið að jólasögunni minni og þá er gott að hafa Báru mína og Bjarka til aðstoðar þegar í nauðirnar rekur.
Ef þið haldið að hann sofi alltaf þá er það misskilningur, hann vakir heilmikið og þroskast og drekkur eins og hann fái borgað fyrir þaðHann ætlar sér að flýta sér að verða stór og sterkur.
Púma finnst gott að troða sér allstaðar ofan í eitthvað.
Vá!!! full Skál af gúmmelaði.
Unaðslegur ilmur alveg..
Æ nei þetta er víst ekki fyrir mig....
Tvær kisulórur, Púma og Lara kisa.
Knúsírófur
Ömmur geta líka hjálpað heilmikið til.
MMMM unaðslegt hugsar Carlos.
Hæ Hæ það má alveg gera tvennt í einu
Ha ein loppa þar?
Já ég var nefnilega nærri sprunginn, því ég þurfti aðeins að snyrta á mér... rófuna
Með þessum fíflaskap býð ég ykkur góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.12.2011 | 21:18
Aðventa og börn.
Ég sit hér í rólegheitum, er að gæta barnanna, foreldrarnir fóru út að skemmta sér. Það er orðið langt síðan þau hafa notið þess að vera bara tvö, svo það var alveg upplagt að bregða sér af bæ, út að borða og svo á tónleika, já þau eru nefnilega á tónleikur niður í Vín í Gasometer og hljómsveitin er ekki af verri endanum, Smashing pumpkin er að spila. Uppáhaldshljómsveit húsbóndans, svo frúin ákvað að gefa honum þessa tónleika í jólagjöf vel til fundið.
En kvöldið er búið að vera frábært hjá mér, við að dúlla við þau þrjú, stelpurnar mínar og prinsinn. Nýt þess í botn.
Í dag fórum við inn í Mattersburgh í verslanir, þar er búið að skreyta allan bæinn, líka hér í Forschteinsein, og hér í götunni koma upp á hverjum degi nýjar skreytingar, í dag bættist við dádýr með sleða hér neðar í götunni. Við Hanna Sól vorum að skoða þegar ég sótti hana í skólann í dag.
En nú eru allir komnir á sinn stað, hundurinn, kettirnir, börnin og ég sit hér og nýt mín í botn.
Hér er ég í hárgeiðslu hjá fröken Ásthildi Cesil.
Það er nú ekki slæmt að lenda hjá henni í hárgreiðslu.
Svo ákáðum við að baka pizzu, og þá er nú ekki amalegt að hafa tvo hjálparkokka sem eru þvílíkt duglegar.
Meðan degið var að hefa sig, var tekið við að passa litla bróður.
Hanna Sól er dugleg við að hjálpa mömmu sinni með hann.
Á meðan setur Ásthildur ofan á pizzurna.
Þetta svakalega fallega teppi fékk pilturinn frá ömmu og afa á Hellu, hann er svo ánægður með það.
Og sefur vært undir værðarvoðinni hennar ömmu sín.
Hann er svo fallegur drengur, og duglegur, hann er farin að drekka aðeins úr pela, þegar mamma þarf að bregða sér frá, þá mjólkar hún sig, og hann drekkur mjólkina úr pela.
Púma og Lilly liggja fyrir framan ofninn og njóta sín í botn.
Og svo þurfti auðvitað að gera aðventukrans, það þurfti ekki langt að fara til að sækja syprisinn, hann er bara úti í garði og nóg af honum.
Þær skemmtu sér allar jafnvel stelpurnar mínar við að gera kransinn.
Og smátt og smátt kom falleg mynd á hann.
Hann er voða fallegur.
Og allir ánægðir.
Kisunum fannst þær líka eiga í honum, af því að það var notaður kattasandur undir kertinn
Hér er Carlos og vill komast inn úr vetrargarðinum.
Litli bróður er samt það besta sem til er í fljölskyldunni.
Og þær eru báðar jafn hrifnar af honum.
Enda flott fyrir hann að eiga tvær svona flottar og duglegar stórusystur.
Hann er farin að fylgjast vel með og finnst gott að láta syngja fyrir sig.
Hér er verið að dúlla sér hver með sitt.
Búið að kveikja á fyrsta kertinu.
Já jólin færast sífellt nær okkur.
Og jólin eru jú allra, fyrstu jólin voru haldinn að heiðnum sið, og svo smámsaman tekin með inn í kristnina, vegna þess að hefðin var rík. Eitthvað hefur þetta líka breyst, en Leppalúði, Grýla og jólasveinarnir íslensku, svo ekki sé talað um jólaköttin bjarga því sem bjargað verður
Og nú er búið að opna fyrsta dag í jóladagatalinu.
En við heilsum héðan úr góða veðrinu í Forschenstein.
Lífið er yndislegt. Og það gefur manni svo mikið að vera innan um þessa litlu fjörkálfa, sem elska mann takmarkalaust.
Segi svo bara eigið góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
29.11.2011 | 13:37
Leiðtogi þarf að vera framsýnn réttlátur og hafa jafnaðargeð.
Það er augljóst að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna (hef ekki geð í mér til að tala um ríkisstjórn Íslands) er á tæpasta vaði þessa dagana. Rétt eins og Evrópusambandið, þar rembist Merkel við að staga og bæta einn dag í einu, meðan Jóhanna reynir að staga og bæta ríkisstjórnina. Málið ætti samt að vera auðveldara fyrir Jóhönnu ef hún væri ekki svona einstrengingsleg og vanhæf til að skynja sinn tíma.
Ég held nefnilega að þarna hitti Björn Bjarnason naglann beint á höfuðið þegar hann segir að það sé verið að koma Jóní Bjarnasyni út úr stjórnarráðinu á fölskum forsendum. Það sé vegna ESB en ekki sjávarútvegsmálsins, því eins og við höfum marg upplifað þá hefur einmitt Jóhanna, Steingrímur og Össur verið á þeysireið í leyndum erindagjörðum án þess að láta kóng eða prest vita. Man til dæmis eftir allavega einu Icesave dæmi þar sem enginn mátti fá að sjá samninginn, en þingmenn áttu samt að kjósa um hann. Þetta er auðvitað ekki boðlegt eftir reglum Jóhönnu. Flipp Steingríms með Spkef og fleiri dæmi eru um svona leyndó sem ekki má ræða.
Björn segir að Steingrímur þori ekki að beina spjótunum í rétta átt, þ.e. þjónkun hans við Jóhönnu um meintan þvæling Jóns á móti ESB, út af sinni grasrót, svo þess vegna sé þessi ástæða tekinn þ.e. sjávarútvegsmálinn. En ég aftur á móti er orðin nokkuð viss um að það er lítið eftir af sómakæru fólki í grasrót VG. Fólk sem svo gjörsamlega svíkur allt sem það hefur lofað út á væntanleg atkvæði, á ekki skilið að fá að vera áfram. Og svo þar á ofan á að bola burtu eina manninum sem haldið hefur loforðum sínum í heiðri. Hversu lágt er hægt að lúta í þjónkun sinni við valdastóla?
Ég segi nú bara fyrir mig að nú undanfarna mánuði hefur alltaf komið betur og betur í ljós skapgerð og lund þess fólks sem leiðir landið illu heilli.
Og í dag getum við séð hvernig hatrið og illgirnin smitar út frá sér frá aðalhausunum Jóhönnu og Steingrími út í geltandi hjú þeirra. Sem hafa fengið skotleyfi á þá sem reyna að vinna í trausti þjóðarinnar. Fyrst voru það Lilja og Atli sem urðu fyrir þessu einelti og skítkasti, svo Ögmundur og núna Jón, en Jón er nefnilega skeinuhættastur vegna sinnar staðföstu mótspyrnu við að láta innlima Ísland í ESB. Þess vegna þarf að losna við hann hvað sem tautar og raular. Og nú þykjast þau skötuhjú hafa fundið leiðina til að koma honum burtu.
Því miður fyrir þau hefur Ögmundur lýst yfir stuðningi við Jón. En sjálfsagt bíður Guðmundur Steingrímsson á hliðarlínunni tilbúinn til að bakka upp þessa óvinsælustu ríkisstjórn í langan tíma og er þá af miklu að taka.
Ef sá maður hefi snefil af framsýni myndi hann vita að þar með gæti hann afskrifað nýtt framboð. Það myndi enginn líta við slíkum manni eftir að hann stykki um borð í hriplekan dall bara til að upphefja sjálfan sig.
En svo er það þetta með Ögmund, hvað myndi hann gera ef þau útskúfuðu Jóni? það þarf nefnilega ekki nema einn mann til að steypa ríkisstjórninni.
Aleg er ég viss um að nú er baktjaldamakkið á fullu, skíturinn upp um alla veggi og lykin þvílík að enginn almennilegur maður kemst þar nálægt án þess að þurfa súrefnisgrímu.
Og þetta eiga að heita ráðamenn þjóðarinnar. Leiðtogar þurfa að hafa ákveðin einkenni, sterkast þeirra er jafnaðargeð og yfirsýn þannig að þeir geti litið yfir sviðið og fengið það besta út úr hverjum og einum. Ef slíkir detta ofan í hefndargírinn og láta kné fylgja kviði, þá er úti um leiðtoghæfileikana. Fólk lætur ekki endalaust bjóða sér hvað sem er.
Ég segi fyrir mig ég er búin að fá algjört ógeð á aðferðarfræði þessa fólks. Þau eru gangandi dæmi um hvernig fólk á EKKI að vera. Mig langar til að biðja Ólaf Ragnar Grímsson forseta að setja ríkisstjórnina af og setja utanþingsstjórn sérfræðinga sem eru hlutlausir og óflokksbundnir í fimm til sex mánuði, þá væri hægt að kjósa upp á nýtt, þá hefðu ný framboð og samvinnuaðilar tíma til að marka stefnu og koma sínum málum á framfæri, því það er alveg ljóst að svokallaður fjórflokkur er búin að vera sem traustvekjandi afl. Þeir hafa ekki getað hreinsað sig af spillingunni, og neita að horfast í augu við fyrri verk sín. Koma svo núna og lofa öllu fögru. Eg held að íslenskur almenningur að meirihluta til vilji sá breytingar, nýtt fólk og heiðarleika og gegnsæi. Traust á því að verið sé að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki fjármagnið, erlend yfirráð eða eitthvað þaðan af verra.
Mér sýnist krafa fólks snúast fyrst og fremst um það að geta treyst þeim valdhöfum sem það kýs til að vinna heiðarlega að uppbyggingu landsins og þjóðarinnar, en ekki til að maka sinn eigin krók, vina og vandamanna, belgja sig út í veisluborðum erlendis og vera löngu komin langt burtu frá þörf og óskum umbjóðenda sinna. Í hvaða öðru fyrirtæki ætli starfsmönnum myndi líðast það?
Þetta fólk er nefnilega þjónar okkar en ekki herrar. Þeim er haldið uppi af skattpeningum okkar, og ber að fara vel með féð sem þau hafa umboð fyrir. Þau þurfa líka að sýna okkur þá virðingu að viðurkenna það þegar við viljum þau burt, Viljum ekki lengur hafa þau í vinnu, og kærum okkur ekki um að nota peningana okkar í að borga þeim laun. Í dag ef ég ætti að velja hvaða ráðherra ætti að halda áfram og hverjir hætta, þá myndi ég segja að gefnu tilefni að þau ættu öll að taka pokann sinn nema Jón og Ögmundur. Og ég er viss um að það eru fleiri á sama máli.
![]() |
Sjávarútvegsmálin einungis yfirskin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
28.11.2011 | 10:58
Kettir og börn, það er lífsins saga.
Í dag er hér 10 gráðu hiti og sól. 'Eg á eftir að fara út í göngutúr eða eitthvað. Veðrið hefur verið ótrúlega fallegt undanfarna daga.
Hann er að verða afar eftirtektarsamur um umhverfi sitt sá stutti.
Falleg teikning eftir Hönnu Sól.
Hér hjálpast allir að í eldhúsverkunum, þ.e. kvenfólkið.
Gamlir taktar.
Og Hanna Sól hefur engu gleymt.
Í gær fórum við og settum niður túlípanana. Og ýmislegt annað smálegt.
Það er nú ekki amalegt að hafa svona áðstoðarmenn, Trölli var einum og áhugasamur, og mátti þakka fyrir að halda trýninu, því hann var allstaðar með nefið þar sem ég var að moka moldinni.
En þetta gekk bara ansi vel, og vonandi verður lóðin litskrúðug í mars, aðríl, en þá er gert ráð fyrir að túlípanarnir blómstri hér.
Þetta var skemmtilegt.
Við settum svo niður lauka í grasið, svona til að lífga ennþá betur upp á.
Svo rökuðum við saman laufum og breiddum yfir laukana eins og sæng.
Og þá var komin tími til að huga að litla bróður.
Hvað er nú þetta?
Jú Púma að fá sér að drekka.
Er þetta hægt Matthías?
Fær maður ekki einu sinni frið á klósettinu?
Við köllum hann feita kisa, Carlos nýtur sín best fyrir framan eldinn eða í feldi.
Við erum búnar að hlæja mikið að þessari mynd sem Bára dóttir mín tók af Carlosi. Er hann ekki algjört krútt?
Hann er líka sætur.
Villidýrslegur.
Jafnvel ógnvekjandi.
Samt bara góði gamli Carlos.
Lærið var skorið niður í sneiðar þ.e. aftangurinn og ég geymdi kjötið í ofninum uns tími var til að hita það upp, Carlos var afar áhugasamur um málið.
Og systurnar höfðu gaman af.
Síðustu tvær myndirnar eru dálítið hreyfðar en þær eru bara svo skemmtilegar.
Og nú góna allir á ofninn.
En svo var komið að því að litli bróðir færi í sitt fyrsta balabað.
Hann kom nokkrum dögum fyrir tímann, gat ekki beðið, en nú má hann fara í bað.
HOnum líkaði það allskostar vel, þetta er nefnilega vellíðunar svipur en ekki eitthvert grenj.
Systurnar voru auðvitað afar hjálpsamar og áhugasamar um litla bróður sinn.
Litli kúturinn okkar.
En nú þarf að halda áfram að þvo þvott og hengja út í góða veðrið, og síðan bara að njóta dagsins, vona að það gerið þið líka mín kæru. Eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.11.2011 | 22:40
Laugardagur familydagur.
Það var ró yfir fjölskyldunni í dag. Mistrið hafði vikið fyrir sól og hlýju. Við ætluðum að vinna í garðinum, en það fórst fyrir, ég hengdi þó þvott út á snúru. En í morgun kom bóndi með timbur til húshitunar. Sem Bjarki tengdasonur hafði pantað, fimm rúmmetrar, rúmmetrinn kostar um 60 evrur eða 12 þúsund krónur komið á staðiinn. Bóndinn ók þessu sjálfur á traktor með kerru. Svo var eftir að koma timbrinu inn í bílskúr. Við áttum annars góðan dag. Ég eldaði lambalæri sem ég hafði komið með að heiman, og síðan fékk ég dekurkvöld hjá dóttur minni, sem tekraði við mömmu sína, litaði hárið, og ég ákvað að fá mér topp líka.
Litli guttinn okkar dafnar dag frá degi, hann er jafnvel farin að brosa, fylgist vel með og hlustar ef maður syngur fyrir hann. Ótrúlega duglegur lítill maður. Það var kynnt upp í kyndingunni niðri í kjallara svo ég komst í sturtu, sem var voða notalegt.
Algjör töffari þessi drengur.
Litli sæti unginn okkar
Þessi mynd var tekin í gær, nú var ekkert hrím né þoka lengur.
Þetta er Lenný, hann er villiköttur, en hefst við í kjallaranum hjá 0mmunni, en svo kemur hann líka upp til okkar og biður um mat. En bara þegar Trölli hundur er ekki heima, því Trölli þolir hann ekki
Mamman og litla barnið.
Svo sæt og góð mamma og dugleg þessi elska.
Meira að segja kóngulóarvefirnir verða að listaverkum hér í næturkuldanum.
Og plönturnar fá á sig annan svip.
Hann getur líka vakað heilmikið þegar hann vill hann Jón Elli. Sendi þetta á Hellu með þökkum fyrir góðar kveðjur.
Litla nei stóra tryppið er líka afar ánægð með litla bróður, og hróðug yfir að vera stóra systir.
Eins og sjá má er hún ánægð.
Halló segir Jón Ellli við ykkur lesendur góðir. Ég ætla að verða sterkur og stór.
Það geriðst dálitið slæmt í gær, Ásthildur litla fékk gat á höfuðið, þetta var frekar langur og djúpur skurður.
En þá er eins gott að eiga dýralæknir fyrir mömmu, því hún spengdi sárið saman og gerði að því eins vel og hver annar læknir.
Og bágti gleymdist svo fljótt eins og vera ber.
Það var tekið út á Carlosi
Annars er þetta bara eins og í sveitinni, kabyssan og svo kettirnir, hlýtt og notalegt.
Svona er lífið bara.
Sæt stelpa.
Trölli er stóri bróðir, hann kom fyrstur og hefur passað stelpurnar og síðan kettina alla tíð.
Carlos lætur sér vel líka ástarhót litla tryppisins.
Stoltur pabbi.
Hann er að venjast litla krílinu, annars er hann að vinna ansi mikið í járningum. Hér er mikið lagt upp úr því að hafa hestana vel járnaða.
Já þetta er notaleg samverustund.
Stundum er nún Lína Úlfur, stundum hundurinn Gegglinglegg, eða Laraköttur, ég held að hún sé komin með sigg á hnén
En hún hefur engu gleymt fyrir framan myndavélina.
Hér eru sem sé þessir fimm rúmmetrar af kyndingarefni sem dugir a.m.k.hálfan veturinn ætlar heimilisfaðirinn.
Og í dag skein sólin og útsýnir tært og veðrið hlýtt.
Vonandi verður sama veður á morgun, þá er ég ákveðin í að setja niður túlípanana hennar Báru minnar og dytta að blómunum sem hún er að yfirvetra hér í vetrargarðinum sínum.
Sjáið hvað ég fann, sagði pabbi, þetta fiðrildi var innan um timbrið og átti bágt í kuldanum. En þegar við vorum búin að skoða það fórum við stelpurnar með það út í vetrargarðinn og settum það niður í blómin og eftir skamma stund var það farið að flögra um svæðið. Þetta heitir eitthvað kóngsauga eða slíkt.
Hér er svo amman með krílið. Og takið eftir að handtökin eru ögn kæruleysislegri en hjá foreldrunum
Nágrannarnir eru svo að koma í heimsókn og skoða nýja barnið.,
Lærið bragðaðist eins og vænta mátti af íslensku lambi með því betra sem finnst. Og var gerð góð skil.
Hér er svo nýja lúkkið eftir dekur dótturinnar. Ómáluð reyndar tek það fram. En ég er ánægð með árangurinn.
Hláturinn lengir lífið. Og ég segi bara góða nótt elskurnar og sofið rótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 2023416
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar