Undir svefninn.

Já það er auðséð að það er komin jólamánuðurinn, skreytingar koma upp ein af annari rétt eins og heima.

IMG_0752

Hér er auðvitqað verið að æfa jólalögin á gítarinn hennar Ásthildar.

IMG_0759

Og hér er bara svona notaleg kvöldstund áður en maður burstar tennur þvær sér og fer að sofa.  Börnin vakna kl. 6 því það þarf að borða, klæða og koma sér af stað áður en skóli og leikskóli byrja.

IMG_0782

Köttunum líður líka best fyrir framan ofninn.

IMG_0784

Nú ætlum við að skreppa til Mattersburgh. Sem er í um 5 km fjarlægð frá V_Fortschenstein, stærri byggðakjarni með allskonar verslun og þjónustu.

IMG_0791

Ég sé að hér skreyta þeir mikið með borðum og slaufum.

IMG_0792

Og hringtorgin eru líka skreytt en þetta er samt ekki jólaskraut.

IMG_0793

Vínakrarnir standa tilbúnir fyrir næsta vor.

IMG_0794

Og nú er verið að setja upp snjógildrur svo snjórinn haldi sig inn á akrinum, en ekki úti á vegum.

IMG_0795

Verslunarkeðjan Billa er hér nokkurskonar Bónus.

IMG_0796

Stærsti aðventukrans sem ég hef séð.

IMG_0798

Við erum í miðbæ Mattersburg og þar er allt skreytt í bak og fyrir.

IMG_0799

Eins og ég sagði þeir skreyta mikið með borðum og slaufum.

IMG_0800

Nú eða bara eins og við með kúlum.

IMG_0803

En ekki hérna þetta er næturklúbbur.  Ég hef reyndar aldrei komið þar og langar ekki, en skreytingarna eru skemmtilegar og eru allt árið. 

IMG_0805

Jamm það sem skiptir mestu máli hehehLoL

IMG_0809

Tilbúin í Smashing Pumpkins.

IMG_0810

Og ef hellist niður vatn á gólfið, þá er það ekki vandamálið, það eru til þess gerðar vatnssugur sem koma og gera sitt. Tounge

IMG_0812

Svo þarf að tæma laugina undir veturinn.

IMG_0853

Það er auðvitað alveg bráðnauðsynlegt.

IMG_0857

Pabbi og stelpurnar sjá um það og auðvitað Trölli.

IMG_0820

'Eg hef verið að vinna dálítið að jólasögunni minni og þá er gott að hafa Báru mína og Bjarka til aðstoðar þegar í nauðirnar rekur.

IMG_0839

Ef þið haldið að hann sofi alltaf þá er það misskilningur, hann vakir heilmikið og  þroskast og drekkur eins og hann fái borgað fyrir þaðLoLHeartHann ætlar sér að flýta sér að verða stór og sterkur.

IMG_0847

Púma finnst gott að troða sér allstaðar ofan í eitthvað.

IMG_0850

Vá!!! full Skál af gúmmelaði.

IMG_0851

Unaðslegur ilmur alveg..

IMG_0852

Æ nei þetta er víst ekki fyrir mig.... Blush

IMG_0861

Tvær kisulórur, Púma og Lara kisa.

IMG_0867

Knúsírófur Heart

IMG_0869

Ömmur geta líka hjálpað heilmikið til.

IMG_0874

MMMM unaðslegt hugsar Carlos.

IMG_0877

Hæ Hæ það má alveg gera tvennt í einu W00t

IMG_0878

Ha ein loppa þar?

IMG_0881

Já ég var nefnilega nærri sprunginn, því ég þurfti aðeins að snyrta á mér... rófuna LoL

Með þessum fíflaskap býð ég ykkur góða nótt elskurnar. Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Með þessum hjartnæmu morgun sýnigu,bíð ég góðan dag. Ætla samt að kúra lengur.

Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2011 kl. 09:25

2 identicon

Yndislega hlýtt og notalegt hjá ykkur . Búin að koma einni tæplega átta ára á fætur, hún gisti í nótt. Og stóri frændi var að koma og sækja hana til að renna sér í snjónum með litlu frænku í fyrsta sinn. En ég ætla að drífa mig í morgungöngu með litlu systur minni .

Dísa (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 09:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk kksömuleiðis Helga mín.

Dísa mín já þetta er notalegt.  Gaman að fara út að renna með stóra frænda, það er örugglega það besta.

Bið að heilsa Steinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2011 kl. 09:47

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamlegt að vanda 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2011 kl. 10:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín, mín er ánægjan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2011 kl. 16:04

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

knúsilús í hús :) Klappaðu kisulórunum frá mér ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2011 kl. 18:26

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Geri það Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2011 kl. 20:40

8 Smámynd: Kidda

Yndislegt að venju

Kidda, 5.12.2011 kl. 18:14

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

TaKK Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2011 kl. 22:21

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hreint ótrulegar myndir/Kveðja og hafðu góða heimkomu i kuldan okkar !!!

Haraldur Haraldsson, 7.12.2011 kl. 00:23

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk kærlega Haraldur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2011 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 2021016

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband