10.2.2012 | 12:22
Blaðaskrif og viðtöl er það sem ég þarf að sanka að mér núna.
Ég hef verið að safna greinum og viðtöðum sem hafa birst um húsið mitt og mig sjálfa, af tilefni vinnunnar við að verja mig og mína í sambandi við snjóflóðavarnir. Einn vinur minn ljósmyndari og ferðalangur sendi mér þetta viðtal. Þetta var virkilega skemmtileg heimsókn sem ég fékk. Hafi þeir báðiar þökk fyrir. http://focuswestfjords.com/people/asthildur_thordardottir/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2012 | 14:30
Ný framboð - nýtt Ísland?
Mér sýnist á öllu að hér séu að verða þáttaskil í pólitíkinni. Það er komið kosningahljóð í fjórflokkinn. Nú er farið að ræða um allskonar góð mál sem eru rétt handann við hornið. Rannsóknir sem á að framkvæma fljótlega og svona. Við "atkvæðin" ættum að fara að kannast við þetta. Ennþá einusinni á að selja okkur sömu tuggurnar og allt í gúddí. Kreppan búin og svona.
Þess vegna er ég ánægð með þessi nýju framboð. Sérstaklega framboðið hennar Lilju og Breiðfylkinguna. Mér finns samfylkingarþefur af Bjartri framtíð. Þá Guðmundur sé eflaust hinn besti drengur, þá er búið að klóa í hann svo að hann nær sér ekki út úr þeim klóm svona af sjálfsdáðum.
En látum það vera.
Nýja framboðið hennar Lilju er þegar komið undir tennurnar á Bloggurum sem vilja bara fjórflokkinn áfram. Þar er henni fundið allt til foráttu og menn gera lítið úr henni og hennar fólki. Ég þekki þetta rosalega vel eftir að Frjálslyndi flokkurinn reyndi að hasla sér völl og koma á réttlæti. Hann átti aldrei möguleika á þeim tíma, því við vorum einfaldlega ekki komin á þann stað sem við erum núna. Fjórflokkurinn var þá með alræðisvald stjórnaði umræðunni og gat í krafti þess komið af stað þvílíku rugli um flokkinn og stefnumál hans að við fengum aldrei þau tækifæri sem við áttum skilið.
Þetta er eitt af því sem "atkvæðin" þurfa að hafa í huga er að svona talsmáti er ekki vegna áhyggna þessara stóru flokka af afdrifum okkar, það hafa þeir sýnt síðastliðin ótal mörg ár. Heldur það eitt að reyna að viðhalda valdataflinu og missa ekki tökin.
Lilja hefur svo sannarlega sýnt hvað sem hver segir að hún þorir að standa á sínum prinsippum. Og þegar henni er legið á hálsi fyrir að hafa yfirgefið VG. Þá má benda á að þingflokkur VG hefur svikið allt sem hann lofaði "atkvæðum" sínum fyrir kosningar og aðeins örfáir þingmenn úr þeim flokki hafa staðið upp úr og þau hafa annað hvort verið hrakinn burtu eða gefið hefur verið út skotleyfi á þá þingmenn sem ekki ganga gæsaganginn í takt við hinn svikula formann. Þess vegna ættu atkvæði VG að lesa og hlusta á þetta nýja framboð og vita hvort það hugnast þeim betur en svikinn loforð.
Mig hefur líka lengi dreymt um að grasrótinn sameinaðist í nýjum flokki. Færi fram sem breiðfylking og reyndi að fara gegn þessari spillingu og ömurlegheitum sem birtast okkur á alþingi núna undanfarin ár.
Því fagna ég líka stofnun Breiðfylkingarinnar þar sem vinna saman Frjálslyndi flokkurinn, Hreyfingin og Borgarahreyfingin ásamt fleiri grasrótarsamtökum. Þau hafa lagt mikla vinnu í undirbúning og eiga þakkir skyldar fyrir að leggja þetta á sig og svara kalli "atkvæðanna"
Það er nú eða aldrei að virkilega fara að hugsa um þá ábyrgð sem við atkvæðin berum á lýðræðinu. Við þurfum að lesa okkur til, láta verkin tala og skilja að verkin sýna merkin. Það er ekki nóg að lofa öllu fögru fyrir kosningar og breyta svo öllu í lauf eftir kosningar. Slíkum þarf að refsa og það harkalega.
Ég ætla allavega að skoða þetta nýja framboð með opnum huga og óska reyndar hinum nýju framboðunum góðs gengis líka. Megi þetta verða upphaf nýrra tíma með meiri mannúð og réttlæti, umhyggju fyrir samborgurum sínum. Ég hef þá trú.
Ný stjórnmálasamtök verða til Skrifað af Sigurjón Þórðarson
Fulltrúar Frjálslynda flokksins hafa að undanförnu sótt fundi þar sem rætt hefur verið um myndun nýs samstarfsvettvangs um framboð til næstu Alþingiskosninga til að hrinda brýnum hagsmunamálum almennings í framkvæmd.
Þeir sem hafa sótt fundina á vegum Frjálslynda flokksins eru m.a. Sigurjón Þórðarson, Ásta Hafberg, Grétar Mar Jónsson, Guðjón Arnar Kristjánsson og Helga Þórðardóttir. Viðræðurnar hafa leitt til þess að klukkan 12, þann 12. febrúar 2012 er fyrirhugað að hefja stofnferli nýrra stjórnmálasamtaka. Fundurinn, sem er öllum opinn, fer fram í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 Reykjavík. Fyrir fundinum liggja drög að lögum hins nýja félags og drög að kjarnastefnu.
Fundargögnin eru aðgengileg á netinu:
Drög að lögum lögum og drög að kjarnastefnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2012 | 13:52
Þjóðín hennar Jóhönnu.
Hlustaði á fréttir um daginn sem ekki er í frásögu færandi, en það var ein fréttin sem situr í huga mér. Sú er frá alþingi, þar sem var verið að ræða um Atvinnumálin. Og eitt augnablik hélt ég að byrjað væri að sýna spaugstofuna á RUV á ný, sá fyrir mér Randver með hvíta hárkollu halla sér fram á púlt alþingis og segja höstuglega ; eina sem þið (stjórnarandstaðan) tuðið um eru skattaálögur, þið ættuð að komast niður á raunveruleikaplan, það er eins og þið búið ekki í íslensku samfélagi. Einhvernveginn svona hljómaði þetta.
Hér er ræðan hans Birkirs Jóns:
http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120203T133146.html
Þar segir hann m.a.;
Við þurfum því að nýta þessi tækifæri. Því miður er það svo að á þeim rúmlega þremur árum sem liðin eru frá bankahruninu hefur okkur ekki tekist að snúa vörn í sókn. Opinberar tölur segja það. Það er óásættanlegt í fyrsta lagi að atvinnuþátttaka sé sú minnsta sem Hagstofan hefur mælt frá árinu 1991 og að störfum á fjórða ársfjórðungi ársins 2010 til fjórða ársfjórðungs 2011 hafi fækkað um 3.100. Það er líka óásættanlegt að fjárfesting hér á landi sé í sögulegu lágmarki, að fjárfesting sé einungis 13% nú þrátt fyrir öll þau tækifæri sem ég nefndi hér að framan. Meðaltalsfjárfesting síðustu áratuga hefur verið um 21%. Það vantar því heil 8 prósentustig þar upp á, um 140 milljarða kr. í árlega fjárfestingu, sem hefði skilað sér í auknum umsvifum, í skatttekjum til ríkisins, tekjum af virðisaukaskatti, útsvari til sveitarfélaga, meiri tekjum heimilanna og aukinni atvinnu og leitt af sér að fólk ætti auðveldara með að standa í skilum með stökkbreyttar skuldir sínar og að ríkissjóður þyrfti ekki að greiða árlega um 20 milljarða kr. í atvinnuleysisbætur.
Og Jóhanna svarar:
http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120203T133659.html
m.a.:
Ráðist hefur verið í aðgerðir til að virkja atvinnulausa til náms og virkni á vinnumarkaði sem hafa nýst þúsundum einstaklinga. Nýjar aðgerðir fara af stað á næstu vikum og miða að því að skapa vinnu fyrir langtímaatvinnulausa sem eru að missa bótarétt sinn. Því er haldið á lofti að fólki á vinnumarkaði hafi fækkað í fyrra, eins og hv. þingmaður gerði. Á þessu er augljós skýring, sú að atvinnulausum hefur fækkað og fjöldi starfandi fólks staðið í stað. Vinnumagnið hefur hins vegar aukist þar sem fólki í fullu starfi hefur fjölgað mikið og fólki í hlutastarfi fækkað. Að hluta má rekja fækkun atvinnulausra í könnun Hagstofunnar til þess að atvinnulausir leita í auknum mæli í nám í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar í vinnumarkaðsaðgerðum. Á þessu er því eðlileg skýring.
Það er full ástæða til bjartsýni enda hefur væntingavísitalan hækkað um 22% á undanförnum 12 mánuðum og hefur vísitalan ekki verið hærri síðan á sumarmánuðum, virðulegi þingmaður, 2008. Væntingavísitalan (Forseti hringir.) hefur ekki verið hærri síðan á sumarmánuðum árið 2008. Fólkið í landinu sér sem sagt að við erum á (Gripið fram í.) réttri leið.
Og svo svarar Jón Gunnarsson:
http://www.althingi.is/raeda/140/rad20120203T134231.html
Og frúin svarar:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20120203T140328&horfa=1
Þessar ræður voru ekki tilbúnar á prenti þegar ég fór þarna inn.
Og nú hef ég verið að velta fyrir mér þessum orðum:
Fólkið í landinu sér sem sagt að við erum á (Gripið fram í.) réttri leið.
Og nú er ég að velta því fyrir mér hvaða fólk þetta er. Því ég hef ekki hitt nema örfáa sem finnst allt vera hér á réttri leið. Og það er þá fólk af suðvesturhorninu. Meira að segja hef ég hitt nokkra dygga stuðningsmenn Samfylkingarinnar hér sem hrista haus og eiga ekki orð yfir þessum áherslum stjórnvalda á atvinnumál.
En svo má auðvitað segja að hér sé eitthvað í gangi, ég finn það á eigin skinni. Það hljómar svona:
Ríkisstjórnin ákvað á þessu ári að til margþættra aðgerða á Vestfjörðum væri þörf og um einn þáttinn segir: !: AÐgerðir vegna efnahagslegs samdráttar og efling innviða. Markmið aðagerðanna er að hafa jákvæð SKAMMTÍMAÁHRIF með TÍMABUNDINNI fjölgun starfa auk áhrifa af umsvifum VERKTAKA og jafnframt JÁKVÆÐ LANGTÍMAÁHRIF MEÐ BÆTTUM SAMKEPPNISSKILYRÐUM EFNAHAGSLÍFS OG SAMFÉLAGS Á VESTFJÖRÐUM.
Og hver var þessi björgun sem mun hafa svona mikil áhrif á samfélagið til langs tíma?
Jú það stendur þarna líka. GERÐ OFANFLÓÐAVARNA UNDIR GLEIÐARHJALLA MUN SKAPA STÖRF TÍMABUNDIÐ OG SKAPAR ÖRUGGARI SKILYRÐI TIL BÚSETU Á ÞVÍ SVÆÐI.
Að þessu er búið að vera að vinna skipulega og út komin doðrantur mikill upp á tæpar 100 bls. á bls 2 stendur svo:
STÓR SNJÓFLÓÐ HAFA ALDREI FALLIÐ ÚR HLÍÐINNI NEÐAN GLEIÐARHJALLA SVO VITAÐ SÉ. eftir að snjóathugnarmaður tók til starfa hafa fimm lítil flóð verið skráð á svæðinu en þrjú þeirra eru innan framkvæmdasvæðis.
Þetta kalla ég aðgerðir í skötulíki. Ef þau hefðu komið með þessar 3-400 millur færandi hendi og sagt notið þessa peninga til að undirbyggja efnahagslífið, hlú að verkefnum og fólki sem vill stofna atvinnurekstur hefði þetta verið frábært. En að láta sér ekkert detta í hug annað en að eyðileggja hlíðina fyrir ofan okkur, þar sem aldrei hafa fallið nein snjóflóð svo vitað sé, og svo þessar 100 bls nýttar til að RÉTTLÆTA þessa aðgerð er að mínu mati VERULEIKAFIRRING.
Þannig að ég veit ekki hvaða þjóð Jóhanna er að vísa til og segir að viti að ríkisstjórnin sé á réttri leið. En það gætu svo sem vel verið þjóðirnar sem verið er að klemma saman í eitt bandalag út í Evrópu, sem hún vill svo gjarnan þrýsta okkur nauðugum viljum inn í líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.2.2012 | 17:17
Frábært.
![]() |
Hreyfingin: Manning fái Nóbelinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2012 | 20:36
Sól, vor og vetur allt á sama stað.
Enn einn góður dagur hér á Ísafirði.
Kúlan skartar sínu fegursta.
Gróðrinum líður vel með þessa hvítu sæng yfir sér.
Og alltaf klifrar sólin hærra og hærra.
Alltaf er líka vel mokað hér hjá okkur enda snillingar þar á ferð.
Og allar götur færar.
Loðfílsunginn
Eins og sést hér er sjaldan mikill snjór í hlíðinni fyrir ofan mig.
Og landið skógi vaxið sem við Elli minn höfum gróðursett síðastliðin 30 ár.
En inn í garðskála eru plönturnar sumar hverjar farnar að bruma.
Fiskarnir fara að vilja fá að borða bráðum, en þeir nærast ekki yfir vetrartímann.
Páskarósin mín í fullum blóma inni, en út í garði á hún til að blómstra upp úr snjónum.
Jólarósin brosir fallega til mín.
Fúksían að því komin að blómstra.
Og grænkálið frá því í haust og rósakálið er ennþá á góðu róli.
Sem sagt vor og vetur bara sitt hvoru meginn við dyrnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.2.2012 | 13:46
Hann á erindi við þjóðina!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2012 | 20:56
Sólarkaffi hjá mér.
Já það voru bakaðar pönnsur í dag, sólin náði loksins alveg niður til mín og það var frábær tilfinning.
Það er alveg sérstök upplifun að sjá sólina aftur. Maður fyllist orku á gleði í sálinni.
Þó má gæta sín í umferðinni því þegar svona viðrað er sleypt.
Það er aðeins farið að sjást í brum inn í garðskálanum, og brátt verður notalegt þar innandyra.
Góður dagur og flott veður hér á Ísafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.1.2012 | 00:52
Sól og rjómapönnukökur - Sólarkaffi.
Sól hækkar á lofti hænuskref á dag lengist dagurinn... eða þannig, og hér á mínu svæði lækkar sólin sig sífellt niður fjallshlíðina, ætti í raun og veru að vera komin alla leið niður í Sólgötu, en skýin hafa komið í veg fyrir það. Samt sjáum við geisla hennar og það færir okkur bjartsýni og orku.
Veðrið var fallegt í dag, og ég hef lært að það er jafnvel betra að hafa sólina bara bak við ský og fjöll á þessum árstíma, hún er svo lágt á lofti að hún er alltaf í augunum á fólki þar sem hún skín.
Frá því að ég man eftir mér hef ég horft á þessa elsku fikra sig sífellt neðar í fjallshlíðinni þar til hún hefur náð alla leið niður í Sólgötu og þá bakar maður pönnsur með rjóma.
Nei ekki alveg nógu langt í dag fyrir pönnsur
Ef til vill á morgun.
En lífið gengur samt sinn vanagang hér með ungviði af öllum gerðum.
Þetta kallast víst pelsabolti
En ég býð ykkur góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2012 | 20:29
Skoðanakönnun á röngu róli. Svör óskast.
Prófessorinn sem sér um þessa könnun segir svo:
Gæta verður að fagmennsku
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, gerði könnunina. Hann segir að kannanir um þetta málefni hafi flestar verið misvísindi hingað til, og að þær hafi sýnt gjörólíkar niðurstöður. Þannig sýni kannanir, sem andstæðingar viðræðna láti gera, andstöðu við áframhaldandi viðræður, og öfugt. Rúnar segir að þetta megi sjá í könnunum hjá fyrirtækjum á borð við Capacent og MMR. Þarna þarf að gæta að fagmennsku. Það er nú stundum þannig að viðskiptavinir koma með spurningar og jafnvel svarmöguleika og þeir vilja láta leggja þetta fyrir og bjóða til þess greiðslur. Þá verða fyrirtækin að gæta að faglegum sjónarmiðum og passa sig á því að það sé ekki verið að spyrja villandi eða leiðandi spurninga og gefa misvísandi niðurstöður því við viljum jú öll standa faglega að málum og tryggja að þessi upplýsingaöflun sé grundvöllur fyrir upplýstri þjóðfélagsumræðu.
Spurningin sem hann setti fyrir þátttakendur hljómar svo:Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta þeim?
Nú fylgdist ég með Birni Bjarnasyni fyrrverandi dómsmálaráðherra á ferð sem hann fór m.a. til Brussel til að kynna sér persónulega hvað var í gangi það. Og þar kom fram hjá honum tilvitnun sem ég því miður get ekki birt hér lengur þar sem ég hef skipt um tölvu og finn ekki lengur, þar sem hann segir og vitnar beint upp úr skýrslu ESB. "Að tala um aðildarviðræður er villandi þar sem hér er um að ræða AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR, þar sem regluverk upp á 90.000 bls um aðild eru ekki umsemjanlegar".
Þá er verið að tala um öll helstu málefni landsins. Einnig hefur komið fram að engar varanlegar undanþágur verði veittar.
Þannig að ef prófessorinn hefði verið jafn faglegur og hann er að væna aðra um að vera ekki, hefði spurningin átt að hljóma svona:Hver er afstaða þín til AÐLÖGUNARVIÐRÆÐNA Íslands við Evrópusambandi? Vilt þú halda AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUM áfram eða hætta þeim?
Ég er ekki viss um að svörin hefðu farið á þennan veg ef svo hefði verið spurt sem er sannleikanum samkvæmt.
Og Björn segir í pistli frá Brusselferðinni.
Á visir.is segir 21. október Formaður Samfylkingarinnar [Jóhanna Sigurðadóttir] segist ætla að ljúka aðildarviðræðum við ESB fyrir kosningar árið 2013. Til þess verks hafi flokkurinn verið kosinn. Landsfundur Samfylkingarinnar var settur síðdegis í dag.
Þegar ég spyr Brussel-menn um tímasetningar varðandi aðild Íslands og viðræðurnar vilja þeir engan tíma nefna. Þegar ég segi að Jóhanna og Össur Skarphéðinsson tali eins og að ofan segir er svarið: Stjórnmálamenn ráða því hvað þeir segja til heimabrúks. Það stjórnar ekki ferð okkar hér í Brussel.
Vandinn við umræður um umsókn Íslands er að enginn alþjóðlegur fjölmiðill hefur auga á viðræðunum, gangi þeirra eða til að leggja mat á yfirlýsingar framkvæmdastjórnar ESB og ríkisstjórnar Íslands. Í þessu tómarúmi blakta ábyrgðarlausir álitsgjafar á borð við Egil Helgason sem stjórnast af tilfinningum í stað staðreynda eða fréttaskýrendur eins og þeir sem lýsa ESB-viðræðunum í Fréttablaðinu og Speglinum á vegum RÚV svo að ekki sé minnst á fræðimenn á bor við Eirík Bergmann Einarsson.
Þegar ummæli Jóhönnu eru lesin ber að spyrja: Ætlar forsætisráðherra Íslands að segja við ESB: Við ljúkum við viðræðunum 2013 eða íslensk stjórnvöld hverfa frá þeim. Hvers vegna spyr enginn íslenskur fjölmiðill Jóhönnu að þessu? Er hún að ögra ESB? Jóhanna ertu að setja deadline á viðræðurnar? Hvað sagði Stefan Füle við því?
Og enn segir Björn í Brusselpistlum sínum:
Mánudagur 26. 12. 11
Einkenni málflutnings þeirra sem vilja ekki að gert sé hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og á ástæðunum fyrir því að sótt var um aðild eru hin sömu: í báðum tilvikum má ekki ræða efni málsins.
Að baki samþykkt aðildarviðræðnanna liggur sú blekking að unnt sé að sækja um aðild að ESB án þess að ætla sér annað en athuga hvað í henni felist. Þegar þeirri athugun verði lokið megi skoða niðurstöðuna og taka afstöðu til hennar. Málið er ekki svona einfalt. Aðildarumsókn jafngildir ákvörðun um aðlögun. Þá staðreynd hefur verið leitast við að fela í 30 mánuði. Feluleikurinn hefur eyðilagt trúverðugleika íslensku viðræðunefndarinnar og gert hana svo háða viðmælendum sínum í Brussel að þeir telja sig hafa örlög nefndarinnar í hendi sér.
Hvarvetna innan ESB-ríkja má sjá málsmetandi menn, þar á meðal einlæga stuðningsmenn Evrópusamrunans, vekja máls á hinni einstöku áskorun sem blasir við ríkisstjórnum aðildarríkjanna þegar samstaða þeirra hefur brostið og enginn sér enn hvernig brotunum verður raðað saman. Stuðningsmenn ESB á Íslandi stinga höfðinu í sandinn þegar vakið er máls á þessari áskorun. Þeir vilja ekki ræða framtíð ESB
Þetta segir mér bara að við erum á kolröngu róli með þetta mál. Sannleikurinn er falinn í orðræðum og blekkingarleik við saklaust fólk sem veit ekki betur.
Og þegar Prófessor leggur svona spurningu fyrir þjóðina sem er frá grunnin röng, þá er niðurstaðan ekki marktæk.
Hunskist til að segja hlutina eins og þeir eru. Sannleikann upp á borðið og það ómengað. Ég þoli ekki svona vinnubrögð og segi bara er ekki kominnn tími til að kæra þetta fólk fyrir landsdómi sem landráðafólk?
![]() |
Helmingur vill viðræður áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
29.1.2012 | 17:36
Strákar og stelpur. Við erum ólík en öll jafn þýðingarmikil í lífinu.
Seinustu helgi var stráka partý, þeir eru skemmtilegir og yndælir, voru í tölvuleik mestan partinn af tímanum. Nú eru þessir strákar afar flottir og töffarar sem heilla stelpur, svo það er ekki bara einhver nördaleikur hjá þeim að koma og vera saman eina helgi og spila saman. Og ég er ánægð með að hafa þá hér heima, frekar en einhversstaðar út í bæ. Þetta er sama hugsun og ég var með þegar mín börn voru á þessum aldri. Enda hafa vinir þeirra sagt mér að Seljalandsvegur 77 hafai verið fyrsta félagsmiðstöðin í bænum
Þessa helgi var það svo stelpuhelgi. Stelpur eru hvað sem hver segir með önnur áhugamál, þó eru þær alveg jafn klárar og drengirnir, flottar stelpur og eiga örugglega eftir að ná langt þegar þær þroskast og velja sér ævistarf.
En þeirra skemmtun er ekki í tölvuleikjum.
Heldur meira svona að punta sig og leika sér með förðun og hárgreiðslu.
Allt eru þetta heilbrigðir og flottir unglingar bæði strákar og stelpur. Þau leggja einfaldlega annan skilning í skemmtun. Flest eru þau í tónlistarnámi meðfram skólanum. En málið er að hvað sem hver segir, þá er munur á kynjunum, það hefur ekkert með að gera að annað kynið sé betra en hitt alls ekki, heldur beinist áhugi þeirra á mismunandi vegu meðan þau eru ung og áhyggjulaus eins og unglingar eiga að vera. Síðan barnabörnin fóru að koma sjaldnar koma fleiri vinir unglinganna minna og það er bara besta mál. Mér þykir vænt um þessa krakka og sum þeirra orðin hálfgerðir heimalningar í kúlunni.
Þetta er framtíðin okkar, og því lengur sem þau fá að vera áhyggjulaus börn og laus við allt sem heitir spilling og útstáelsi því betur mun þeim takast að hafa stjórn á sínu lífi.
Vildi að sem flest þeirra fengju að fullorðnast í friði og öryggi og án þrýstings frá umhverfinu um útlit og töffaraskap eins og að reykja og drekka. Ekkert þessara barna gerir neitt slíkt og það er algjörlega frábært.
Sem sagt heilbrigð, falleg og hlý börn sem eru á hraðferð inn í lífið.
Alejandra að undirbúa partýið
Veðrið í dag var fallegt og þó það sjáist ef til vill ekki nóg hér, þá var smásólarglæta, sem þó náði ekki niður í byggð. En um leið og hún skín á húsið mitt verða bakaðar pönnsur með rjóma. En ég var lengi að troða mér upp í hænsnakofa í dag, þær voru orðnar matarlausar þessar elskur og voru fegnar að fá bæði mat og vatn.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2023379
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar