Ný framboð - nýtt Ísland?

Mér sýnist á öllu að hér séu að verða þáttaskil í pólitíkinni.  Það er komið kosningahljóð í fjórflokkinn. Nú er farið að ræða um allskonar góð mál sem eru rétt handann við hornið.  Rannsóknir sem á að framkvæma fljótlega og svona.  Við "atkvæðin" ættum að fara að kannast við þetta.  Ennþá einusinni á að selja okkur sömu tuggurnar og allt í gúddí.  Kreppan búin og svona. 

Þess vegna er ég ánægð með þessi nýju framboð.  Sérstaklega framboðið hennar Lilju og Breiðfylkinguna.  Mér finns samfylkingarþefur af Bjartri framtíð. Þá Guðmundur sé eflaust hinn besti drengur, þá er búið að klóa í hann svo að hann nær sér ekki út úr þeim klóm svona af sjálfsdáðum.

En látum það vera. 

Nýja framboðið hennar Lilju er þegar komið undir tennurnar á Bloggurum sem vilja bara fjórflokkinn áfram.  Þar er henni fundið allt til foráttu og menn gera lítið úr henni og hennar fólki.  Ég þekki þetta rosalega vel eftir að Frjálslyndi flokkurinn reyndi að hasla sér völl og koma á réttlæti.  Hann átti aldrei möguleika á þeim tíma, því við vorum einfaldlega ekki komin á þann stað sem við erum núna.  Fjórflokkurinn var þá með alræðisvald stjórnaði umræðunni og gat í krafti þess komið af stað þvílíku rugli um flokkinn og stefnumál hans að við fengum aldrei þau tækifæri sem við áttum skilið. 

Þetta er eitt af því sem "atkvæðin" þurfa að hafa í huga er að  svona talsmáti er ekki vegna áhyggna þessara stóru flokka af afdrifum okkar, það hafa þeir sýnt síðastliðin ótal mörg ár.  Heldur það eitt að reyna að viðhalda valdataflinu og missa ekki tökin. 

Lilja hefur svo sannarlega sýnt hvað sem hver segir að hún þorir að standa á sínum prinsippum.  Og þegar henni er legið á hálsi fyrir að hafa yfirgefið VG.  Þá má benda á að þingflokkur VG hefur svikið allt sem hann lofaði "atkvæðum" sínum fyrir kosningar og aðeins örfáir þingmenn úr þeim flokki hafa staðið upp úr og þau hafa annað hvort verið hrakinn burtu eða gefið hefur verið út skotleyfi á þá þingmenn sem ekki ganga gæsaganginn í takt við hinn svikula formann.  Þess vegna ættu atkvæði VG að lesa og hlusta á þetta nýja framboð og vita hvort það hugnast þeim betur en svikinn loforð.

Mig hefur líka lengi dreymt um að grasrótinn sameinaðist í nýjum flokki.  Færi fram sem breiðfylking og reyndi að fara gegn þessari spillingu og ömurlegheitum sem birtast okkur á alþingi núna undanfarin ár.

Því fagna ég líka stofnun Breiðfylkingarinnar þar sem vinna saman Frjálslyndi flokkurinn, Hreyfingin og Borgarahreyfingin ásamt fleiri grasrótarsamtökum.  Þau hafa lagt mikla vinnu í undirbúning og eiga þakkir skyldar fyrir að leggja þetta á sig og svara kalli "atkvæðanna"

Það er nú eða aldrei að virkilega fara að hugsa um þá ábyrgð sem við atkvæðin berum á lýðræðinu.  Við þurfum að lesa okkur til, láta verkin tala og skilja að verkin sýna merkin.  Það er ekki nóg að lofa öllu fögru fyrir kosningar og breyta svo öllu í lauf eftir kosningar.  Slíkum þarf að refsa og það harkalega.

Ég ætla allavega að skoða þetta nýja framboð með opnum huga og óska reyndar hinum nýju framboðunum góðs gengis líka.  Megi þetta verða upphaf nýrra tíma með meiri mannúð og réttlæti, umhyggju fyrir samborgurum sínum.  Ég hef þá trú.

Ný stjórnmálasamtök verða til    Skrifað af Sigurjón Þórðarson

Fulltrúar Frjálslynda flokksins hafa að undanförnu sótt fundi þar sem rætt hefur verið um myndun nýs samstarfsvettvangs um framboð til næstu Alþingiskosninga til að hrinda brýnum hagsmunamálum almennings í framkvæmd.

Þeir sem hafa sótt fundina á vegum Frjálslynda flokksins eru m.a. Sigurjón Þórðarson, Ásta Hafberg, Grétar Mar Jónsson, Guðjón Arnar Kristjánsson og Helga Þórðardóttir. Viðræðurnar hafa leitt til þess að klukkan 12, þann 12. febrúar 2012 er fyrirhugað að hefja stofnferli nýrra stjórnmálasamtaka. Fundurinn, sem er öllum opinn, fer fram í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 Reykjavík. Fyrir fundinum liggja drög að lögum hins nýja félags og drög að kjarnastefnu.

Fundargögnin eru aðgengileg á netinu:

Facebook

Drög að lögum lögum og drög að kjarnastefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður virðist það vera svo að Frjálslyndi flokkurinn ætlar í eina sæng með Borgarahreyfingunni og Hreyfingunni.  Þar óttast ég að sérstaða Frjálslynda flokksins "týnist" og smám saman hverfa áherslunar (ég er með örlítið meira um þetta á blogginu mínu).  Þetta hefur það í för með sér að ég hef bara ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa næst (sem ég vona að verði sem allra fyrst).

Jóhann Elíasson, 9.2.2012 kl. 20:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það verði öfugt Jóhann, sjávarútvegsstefna Frjálslyndaflokksins verður ofan á þar trúi ég.  Það verður aldrei gefinn afsláttur á henni meðan Guðjón Arnar og Sigurjón halda um þá tauma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2012 kl. 21:43

3 identicon

Þetta er allt satt og rétt hjá þér með að við verðum að hleypa nýju fólki að. Auðvitað er næstum barnaskapur af manni að halda að það verði eitthvað skárra, svona eftir reynslunni. En maður verður að vona það samt því hinn kosturinn er bara svo slæmur.  Það var nú t.d. bara tímaspursmál hvenær Sljálfstæðis menn hlypu á "verðtrygginginuna þarf að leiðrétta" málflutninginn. Ekki af því þeir meini neitt með því, heldur hinu að þeir telja sig geta komið höggi á stjórnarflokkana með þessu,unnið prik. Svona eins og þeir hafi ekki komið nálægt einu eða neinu síðustu 18 árin. Þá er Lilja M. trúverðugri þar sem þessi sami málflutningur hefur kostað hana blóð svita og tár innan eigin flokks. Hún hefur verið nokkuð staðföst á sínum prinsippum þótt innan ríkisstjórnar væri. Vissulega getur það líka verið ókostur líka en þegar málið snýst um aleger grundvallaratriði þá á ekki að gefa eftir.    Fjórflokkurinn er bara ekki trúverðugur með að koma hér á almennilegri stjórn efnahagsmála, verkin sýna merkin.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 08:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Bjarni nú verðum við að hrökkva og kjósa ný framboð til að breyta þessu fasta hjólfari sem við erum föst í.  Það fer að verða lífsspursmál fyrir þessa þjóð og þá sérstaklega landsbyggðina sem sífellt er kreppt meira að. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2012 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021013

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband