Sól og rjómapönnukökur - Sólarkaffi.

Sól hækkar á lofti hænuskref á dag lengist dagurinn... eða þannig, og hér á mínu svæði lækkar sólin sig sífellt niður fjallshlíðina, ætti í raun og veru að vera komin alla leið niður í Sólgötu, en skýin hafa komið í veg fyrir það.  Samt sjáum við geisla hennar og það færir okkur bjartsýni og orku.

IMG_2027

Veðrið var fallegt í dag, og ég hef lært að það er jafnvel betra að hafa sólina bara bak við ský og fjöll á þessum árstíma, hún er svo lágt á lofti að hún er alltaf í augunum á fólki þar sem hún skín.

IMG_2028

Frá því að ég man eftir mér hef ég horft á þessa elsku fikra sig sífellt neðar í fjallshlíðinni þar til hún hefur náð alla leið niður í Sólgötu og þá bakar maður pönnsur með rjóma.

IMG_2030

Nei ekki alveg nógu langt í dag fyrir pönnsur Smile

IMG_2031

Ef til vill á morgun.

IMG_2025

En lífið gengur samt sinn vanagang hér með ungviði af öllum gerðum.

IMG_2026

Þetta kallast víst pelsabolti LoL

En ég býð ykkur góða nótt Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enn þá er þetta land okkar! Sólarkaffi var ein af hátíðum okkar á Þingeyri,hugsa til frænku minnar sem missti Einar manninn sinn í sjóslysinu í Noregi. Þannig er lífið alltaf einhver að missa sína, einhversstaðar í heiminum. En ég bíð þér líka góða nótt

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2012 kl. 01:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

P.S. Var að lesa skylmingar ykkar E. á Vinstri vaktinni, við Ásmund saknaði Jóns Steinars,sá hefði malað hann.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2012 kl. 03:58

3 identicon

Ég minnist þess að þegar sólin náði niður bakaði mamma alltaf pönnukökur og sendi mig með heitar pönnsur til pabba útí slipp, því það var ómark ef þær voru orðnar kaldar. Svo fengum við yfirleitt rjómapönnsur seinna að deginum. En ég fékk alltaf eina heita sykraða áður en ég lagði af stað. Gaman hvað manni hlýnar um hjartaræturnar við að rifja svona upp. Það er örugglega tengingin við birtuna og vorið sem gerði þessar pönnsur svo sætar, því ekki var óvanalegt hvorki heima hjá mér eða þér að baka pönnsur á öðrum tíma.

Dísa (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 10:45

4 Smámynd: Kidda

Bíddu nú við, hef ég misst af einhverju? Er búið að fjölga hjá þér af kattarkyni?  Kettlingarnir eru alla vega mikil krútt.

Þetta er góður siður sem þið hafið sem eruð ættuð að vestan, sólarkaffið og pönnukökurnar. Einhvern veginn þá lífgar sólin alla tilveruna með því að sýna sig. MAður fær extra orku og allt lifnar við þegar hún fer að skína á mann. 

Knús í kúlu

Kidda, 31.1.2012 kl. 11:23

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hvar er Jón Steinar Helga mín?  Sorglegt að heyra með mann frænku þinnar.

Já Dísa þessi tími er frábær að því leyti að hlakka til að fá sólina í andlitið.  Gaman að heyra þetta með pönsurnar og pabba þinn, og svo gerði hún bestu kleinur í heimi.

Kidda mín já það er komin annar kisi Blesi, hann er bróðir Lottu, ég tók hann til mín allavega tímabundið, þau eru ágæt saman þessar elskur, þ.e.a.s. þangað til í vor þegar fuglarnir fara að verpa, þá verð ég sennilega að loka þá inni.  Það er þetta með mýsnar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2012 kl. 11:31

6 identicon

Ég freistaðist til að hafa sólarkaffi hérna í tilefni 26. janúar, af því að mér sýndist sólin gæti kannske náð niður yfir skýjabakkann.

Annars er myndavélin í stjórnsýsluhúsinu eitthvað í ólagi - búin að láta Möttu í Snerpu vita, en kannske er bara eitthvað annað að. En ég sakna þess að geta ekki séð a.m.k. torgið.

Alltaf gaman að kíkja inn hjá þér Íja mín, kærar kveðjur í kotið

Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 16:55

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Tóta mín gaman að heyra í þér elskuleg, hafði það gott þarna úti Annars þyrftum við að fara að koma saman á hitting þegar þú ert hér, plata Möggu og Siggu Boggu vestur og eiga eina góða helgi saman

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband