29.1.2012 | 01:07
Júróvisjón
Já mér finnst ekki hafa verið fjallað mikið um júróvisjónkeppnina mikið í ár. Þarna hafa komið mörg frábær lög og þó megi segja að þetta sé fyrirbæri sem engin þykist fylgjast með eða horfa á, þá samt sem áður er nokkuð ljóst að það eru á ferðinni ýmsir laumufarþegar því að einhverjum ástæðum tæmast götur og skemmtistaðið meðan keppnin fer fram, svona eins og sykursætir framhaldsþætti bandarískir sem "enginn" horfir á eða þykist fylgjst með.
Nú er undankeppni lokið og sjö lög fara áfram og næsta laugardag mun verða skorið úr um hver fer fram fyrir okkar hönd. Ég fyrir mitt leyti er búin að ákveða hvaða lag ég vil að fari áfram, auðvitað er ég hlutdræg, en söngurinn Hey! eftir Magnús Hávarðarson er framlag sem ég vil sjá fara fram. Þar er rammíslenskur fimmundarsöngur og karlar í íslenskum sveitabúningum og rosalega bara þjóðlegt og flott lag. http://www.ruv.is/frett/songvakeppni/hey
Hlutdræg vegna þess að þessir kappar eru að vestan. En það er ekki bara málið. Ég myndi ekki vilja að einhver kæmist áfram bara á því hverjum hann tilheyrði. Heldur er lagið bara svo frábærlega íslenskt og kominn tími á að við sendum eitthvað út sem er rosalega þjóðlegt og flott.
Sendum eitthvað öðruvísi í keppnina en eitthvað júrópopp, verum nógu sjálfstæð og stolt til að senda eitthvað sem er OKKAR. Eitthvað öðruvísi en áður. Ekki til að vinna heldur til að vekja athygli á því sem við höfum fram að færa. Það gerir Hey svo sannarlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2012 | 19:41
Svona bara eitthvað svoleiðis.
Já eins og mínir lesendur vita þá þurfti ég að yfirgefa heimili mitt í fyrrakvöld vegna hugsanlegs snjóflóðs, og allt í lagi með það. En málið er að einmitt vegna þess sit ég nú með risaglóðarauga alveg bara svoleiðis af mínum eigin aulahætti. Og ekki bara það heldur líka á lærum, það er svo hátt inn í björgunarbílinn.
Ég nefnilega skellti mér "léttilega" upp í björgunarsveitarbílinn heheh og rakst á dyrakarminn með þessum skemmtilegu afleiðingum.
Svo þurfti ég að komast í bæinn í dag, kaupa inn og svona, og þurfti að moka bílinn út úr bílastæðinu, og fara í bæinn. Ég hafði raunar dálitið gaman af að fara í búðina, því fólk reyndi að láta sem ekkert væri, þóttist ekki taka eftir þessu, eða reyndi að gera sér í hugarlund hvað hefði gerst með kerlinguna.
Stundum er bara betra að spyrja hreint út, hvað gerðist Ásthildur mín, gekkstu á hurð? ... eða hvað?
Af því að þetta átti sér auðskiljanlegar ástæður þá hafði ég lúmskt gaman af þessu. Ergó Elli barði mig ekki, enda út í Noregi.
Það verður stelpupartý hér í kvöld, þetta skiptist svona á. Af því að strákarnir voru hér síðustu helgi, þá gat ég náttúrulega ekkert annað en sagt já við stelpupartý í kvöld, en ég veit að það verður allt öðru vísi, stelpur eru einfaldlega bara allt öðruvísi en strákar, það er svo sem ekkert betra né verra bara öðru vísi. Þessir krakkar eru frábærir og gott að fá þau í heimsókn.
Svo verð ég að segja að í hvert sinn sem síminn hringir, á ég von á að það sé lögreglan að láta mig vita að ég verði að fara út..... Enda spurðu foreldrar stelpnanna; verður allt í lagi að gista hér?
Já sagði ég, ef hættuástand skapast förum við öll annað.
Ég veit að við erum örugg hér, en ég skil líka afstöðu þeirra sem eiga að gæta okkar, að þeir vilji vera 112 % Öruggir. Enda er ég að spá í að bjóða þeim að flytja mig bara niður í áhaldahúsið hér beint fyrir neðan mig, sem er víst á grænu svæði ég get örugglega fengið að gista það í kaffistofunni Nei Ásthildur mín þú mátt ekki vera svona kaldhæðinn.... Menn eru að gera sitt besta og hlífa þér sem mest þeir mega.
Vonandi fáum við bara að vera hér í friði og ró, ég og krakkarnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.1.2012 | 12:59
Komin aftur heim í kúlu.
Það er gott að vera komin heim, þó væsti ekki um mig, því ég fór heim til systur minnar sem býr í okkar gamla heimili þar sem ég ólst upp. Þar fékk ég að sofa í gamla herberginu mínu, sem var skrýtin tilfinning.
Tilbúinn í slaginn. Við tókum bara það nauðsynlegasta með.
Eins gott að búa sig vel.
Hryðjuverkamaður? Nei björgunarsveitarmaður.
Þessar elskur grófu götu svo ég kæmist niður á götu.
Svo báru þeir okkar farangur niður í bílinn.
Það er ekki lítið haft fyrir manni sko!
Þetta eru enginn smásnjókorn.
Já enginn smá snjór, en ég hef séð það svartara.
Já björgunarbíll og alles.
Og svo að komast af stað.
Og þá var að koma sér upp í gamla heimilið mitt.
Svona var veðrið í morgun, miklu betra þið sjáið að það er ekki mikill snjór í hlíðinni fyrir ofan mig.
Kúlan í felum. Ég skil vel að þeir sem bera ábyrgð á borgurunum vilji vera alveg vissir.
Þá var eftir að hnoðast heim aftur, það var ekki beint auðvelt, því snjóað hafði í rásina sem drengirnir höfðu gert kvöldið áður.
ALejandra blessunin loksins komin næstum alla leið. Þetta var erfitt.
Eitt er víst að ég kemst ekki í bæinn í dag.
En þá er bara að hafa það notalegt heima hjá sér. Það var enginn skóli í dag. Og sennilega ekki opið á mörgum stöðum.
Já komin inn.
Svolítið öðruvísi núna en yfir sumartímann.
En snjórinn einangrar vel og hlífir plöntunum.
Það er samt ekki langt þangað til að hér fer að vora inn í garðskálanum.
Hér sést að vel hefur bætt í snjóinn.
En nú er bara að hygge sig og láta sér líða vel. Eigið góðan dag elskurnar. Og takk fyrir hlýjar hugsanir og áhyggjur af mér. Þær bera vott um kærleika.
Vil líka þakka björgunarsveitarmönnunum fyrir aðstoðina og lögreglunni fyrir góð samskipti og hlýju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
25.1.2012 | 20:27
Snjór á snjó ofan.
Ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr í dag, vegna veðurs. Börnin voru send heim úr skólanum á hádegi vegna ofankomu leiðindaveðurs og fannkomu.
Þau bökuðu svo pizzur fyrir okkur öll, rosagóðar. Og allt í gúddí.
Ég sat hér við tölvuna með kertaljós, ef rafmagnið skyldi fara af, sem oft gerist í svona veðrum, þegar síminn hringdi.
Það var lögreglan, þeir tilkynntu mér að verið væri að rýma iðnaðarsvæði fyrir innan mig, vildu bara að ég vissi af því þökk sé þeim. Reyndar er engin starfssemi það lengur, því KNH er farið á hausinn.
Horfði svo á fréttirnar og aftur hringdu þeir, sögðu mér að það yrði fundur núna kl. hálf níu um hvort ætti að rýma húsið mitt og næsta fyrir innan.
Ég hef lúmskan grun um að svo verði, því hver vill bera ábyrgð ef eitthvað gerist, ég skil það alveg, þó ekkert síðastliðin tæp 30 ár hafi sýn neina þörf á því. En svona liggur þetta fyrir. Ef vil vill þarf ég að sofa annars staðar í nótt. Fæ örugglega inni hjá systur minni í næsta húsi. Svo er nú það.
Ég er samt rosalega feginn að ég fór í dag og gaf hænunum mat og vatn, svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim á morgun.
Það hefur nefnilega snjóað ótrúlega mikið bara síðan í hádeginu, en langt frá því sem mest var. Árið 1985 minnir mig.
Þessar tvær myndir tók ég út um dyrnar mínar núna fyrir mínútu síðan.
Svona leit þetta út 1995.
Og svona eftir að við höfðum grafið okkur út úr kúlunni.
En ég get sagt ykkur að ef ég fæ símtal á eftir um að rýma, þá verð ég auðvitað að hlýta því, en... ég treysti mér ekki til að fara niður á götu í þessum snjó. Ef heimtað verður (kurteislega það veit ég) að ég rými húsið mitt, verða þessar elskur að aðstoða mig við að komast niður á götu og koma mér til systur minnar. Ég veit að það verður ekki vandamál.
En hér erum við að upplifa árangurinn af því sem gerðist í Súðavík og Flateyri, því miður. Þá erum við réttlaus vegna þess að enginn vill raunverulega taka minnstu ábyrgð á því ef eitthvað gerist. Þó svo að líkurnar séu svo sem engar.
Ég vil svo enda þessar hugleiðingar mínar með að votta öllum aðstandendum togarans frá Siglufirði mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er sárt að missa en ekki er öll von úti enn, kraftaverkinn gerast og ekki verður ófeigum í hel komið né ófeigum forðað. Allir góðir vættir styrki ykkur og styðji.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
24.1.2012 | 16:28
Jæja loksins loksins eitthvað að gerast í þjóðarsálinni okkar.
Loksins smá skíma hjá landanum. Það þurfti mikið til. En þetta er í fyrsta skipti sem svo afgerandi margir ætla að veita nýjum framboðum atkvæði sitt. Það er afar ánægjulegt og vonandi gefur það boð um nýja tíma og hið langþráða Nýja Ísland.
Vel tekið í ný framboð

Ríflega helmingur þeirra sem tóku þátt í nýrri könnun MMR segja að til greina komi að kjósa ný framboð ef þau byðu fram til alþingiskosninga.
Um 60% Samfylkingarfólks og 50% Framsóknarfólks telja ný-framboð koma til greina.
Framboðin sem spurt var um voru eftirfarandi:
a: Björt framtíð (undir forystu Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins)
b: Nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar
c: Nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur og
d: Hægri-grænir (undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar)
Lítill munur reyndist á fjölda þeirra sem sagði það koma til greina að kjósa einstök framboð (að Hægri-grænum undanskyldum).
Um og yfir 23% þeirra sem tóku afstöðu sögðu það koma til greina að kjósa Bjarta framtíð (undir forystu Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins), nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar eða nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur. Öllu færri, eða 5,6% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu það koma til greina að kjósa Hægri-græna (undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar).
Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is
Þarna vantar inn í nokkra flokka til viðbótar eins og samstarf Frjálslyndaflokksins, Hreyfingar og Borgarahreyfingar ásamt fleiri grasrótarsamtökum, en það er skiljanlegt því það er ekki alveg komið á koppinn ennþá þó unnið sé að því framboði af fullum krafti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
23.1.2012 | 21:48
Kastljósið á það sem skiptir máli.
Það er oft gefandi að skoða blogg. Sá eitt í dag sem hreyfði verulega við mér Það er hér:http://gunnis.blog.is/blog/gunnis/entry/1218983/
Brjóstapúðar mikilvægar en 1000 manns sem detta út af framfærslu ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
23.1.2012 | 12:27
Hún á afmæli í dag.
Litla skottan okkar allra á afmæli í dag. Ásthildur Cesil er fimm ára í dag.
Alltaf jafn yndæl.
Flott prinsessa.
Hestakona og ég veit ekki hvað, duglegasta stelpan sem á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn þinn elsku Ásthildur mín frá ömmu og okkur öllum hinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.1.2012 | 23:58
Félagsmiðstöðin Kúlan....
Helgin í kúlunni var eins og félagsmiðstöð. Vinir Úlfs komu og þetta var svona Lanhelgi. Við Alejandra höfðum það samt kósý. Og í Gær elduðum við pizzur reyndar nóg fyrir alla, ég bjó til deig sem dugði í fjórar stórar pizzur og svo fengu sér allir ofan á pizzurnar það sem þeir vildu fá sér.
Þessir drengir eru allir yndislegir og flottir strákar. Þeir voru hér fimm stykki fyrir utan Úlf, það er sama hér og þegar mín börn voru unglingar ég vil heldur hafa þá heima og vita hvað þeir eru að bralla, en að hafa þá einhversstaðar út í bæ. En þessir drengir eru flottir og góðir drengir.
Allir skeyttu sínar pizzur.
Úlfurinn sá samt um pizzur drengjanna.
Það er þroskandi fyrir unglingana að þurfa að bera ábyrgð á sjálfum sér og öðrum. Enda stóð hann sig vel bæði í þessu og að taka til eftir Lanpartýið, það var skilyrði.
Mér þykir vænt um þessa krakka, þau eru heilbrigð og góðar manneskjur.
Og ég segi hlustum meira á æskuna, börnin, unglingana og ungafólkið, þau hafa heilmikið að segja okkur og við eigum að hlusta á þeirra heilbrigðu skoðanir.
Í raun og veru eru þau lengra komin en við á mörgum sviðum, þó sumum finnist erfitt að viðurkenna það. En þau eru framtíðin, og sú framtíð veltur á því hvernig við tökum þeim. Viljum við vera vinir og taka mark á því sem þau hafa fram að færa, eða viljum við heldur sýna hroka og neita að hlusta á það sem þau hafa að færa fram?
Um það snýst málið í dag.
En ég er á því að ef við gefum þessum elskum sjens, elskum þau og sýnum virðingu uppskerum við margfalt það sem við leggum inn.
Eigið góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2012 | 02:47
Frávísunartillagan.
Ég hlustaði á megin hluta umræðnanna í dag um frávísunar tillöguna, skrýtið því ég hef í sjálfu sér afar lítin áhuga á þessu máli. Ræðan hans Atla Gíslasonar var mér minnisstæðust. Hann var skorinorður og skýr og flutti mál sitt af mikilli sannfæringu og réttlætiskennd. Strax sá ég að hallaðist á verjendur þess að vísa þessari umræðu frá. Það var mér óskiljalegt af hverju menn vildu ekki taka þetta mál efnislega til umræðu á þinginu, það eitt og sér var eins og að forðast umræðuna, sem er ekki gott.
Þó niðurstaðan hafi verið þessi í dag, er ekkert sem segir að tillaga Bjarna Ben og sjálfstæðisflokksins verði samþykkt. En það er mikilvægt að þessi umræða eigi að fá að eiga sér stað, og er bara af hinu góða. Ég er ein af þeim sem var verulega ósátt við að Geir Haarde væri einn settur fyrir landsdóm, því mér fannst réttlætinu ekki fullnægt ef hinir þrír fengju að sleppa, sem var pólitískt skipulagt af Samfylkingunni. Ég er sammála Atla og fleiri að þar umsnérist málið og varð að klúðri einu saman. Ég vissi strax að Geir yrði tekin í tölu fórnarlambs þegar hin sluppu. Og þar með yrði málið máttlaust og sennilega vísað frá. Ég er sorgmædd yfir áliti minnar ágætu Birgittu að láta leiða sig í þessa gildru. Því það setur eiginlega blett á allt það sem þau Hreyfingin hefur staðið fyrir. Að vilja kæfa umræðuna, það hefði ég ekki haldið að ég ætti eftir að sjá. En svona er það því miður.
Hér er ekkert sem segir að réttlætið fái ekki fram að ganga, heldur einungis að málið verði tekið upp aftur á alþingi og fái málefnalega umfjöllun það var það sem málið snérist um. Ekki að ekki ætti að gera upp við hrunið. Því það er bara þannig að Geir var ekki einn í þessu klúðri. Ábyrgð Samfylkingarinnar og ef út í það er farði Framsóknar þarf að gera upp, en ekki bara með því að láta einn mann standa þarna. Heldur þarf að draga allt þetta fólk fyrir dóm, og ef tíminn er útrunninn, þá verður að finna flöt á því að láta þau svara til saka öll, og gera upp hrunið frá A til Ö.
Það er einmitt þetta sem ég held að þeir - fyrir utan sjálfstæðisflokkinn hafi verið að reyna að koma til skila og þeir eiga þakkir skildar fyrir að standa sína pligt. Þarna urðu þáttaskil í sögu alþingis sem vonandi eiga eftir að endurtaka sig aftur og aftur.
![]() |
Frávísun felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
20.1.2012 | 21:08
Snjór, tré og færð.
Hér er snjórinn ennþá og efstalag nýfallinn. Veðrið er gott og allt hér á sínum stað. Fullt hús af strákum að "lana", ég í tölvunni er að fara að glápa á sjónvarpið bráðum. Er búin að vera að hlusta á Alþingisumræður í mestan partinn af deginum, sem er rosalega fyndið, því þar er verið að ræða mál sem mér er eiginlega alveg sama um, frávísun á frávísun er það víst kallað. Ég hallast að því að það sé rangt að vísa þessu máli frá þinginu. Búin að komast á þá skoðun að leyfa þessari tilllögu að fara í efnislega umfjöllun á alþingi. Mest áhrif hafði ræða Atla Gíslasonar á mig, vel rökstudd og sanngjörn. Finnst einhvernveginn þeir sem vilja vísa málinu frá fara halloka í umræðunni, og einhvernveginn aumkvunarverðir. Af hverju ekki að leyfa umræðurnar og taka svo efnislega afstöðu eftir það? Skil ekki svona.
En svona á milli þess að horfa á sjónvarpið og okkar vörpulegu alþingismenn, þá fór ég í bæinn, í Bónus við Alejandra báðar, keyptum í matinn á morgun sem verður Pizza og huggulegheit. Og fór að gefa hænunum og tékka á vatninu hjá þeim, hafði með mér myndavélina og tók nokkrar myndir á leiðinni upp á lóð.
Horft út um útidyrnar, það er lágskýjað en gott veður.
Það er töluverður snjór á leiðinni upp í hænsnakofann og eins gott að feta sig í fyrri spor til að sökkva ekki niður, en það móar fyrir sporunum frá því í fyrradag.
Leikkofi barnanna.
Hér er svo hænsnakofinn.
Hér sést svo í skóginn fyrir ofan garðplöntustöðina.
Það er gaman að rölta þarna í snjónum, maður sé allskonar för, músaför, fuglaför, rjúpnaför og jafnvel katta og hundaför, já það eru margir sem rölta hér um.
Já lóðin mín í vetrarham.
Ekkert síður fallegur en á sumrin.
En það er notalegt að vita að öll dýrin mín eru búin að fá að borða.
Segi bara eigið gott kvöld og notalega nótt
Það hafði samband við mig maður áðan og vildi hjálpa mér í mínum málum, ég er honum afar þakklát, og ætla að leyfa ykkur að heyra hvernig það gengur þegar þar að kemur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2023390
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar