Að kjósa sér forseta.

Hér er frábær grein eftir Rakel Sigurgeirsdóttir.  Vek athygli ykkar á henni, því hér talar hún um það sem hún hefur sjálf upplifað við þann mann sem hún veitir atkvæði sitt. http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1247358/#comment3335520

Skilríki eða ekki?

Bíðið nú aðeins við, ég las um daginn frá bloggara sem fór með 90 ára gamla hálfblinda móður sína á kjörstað og hún fékk ekki að kjósta af því hún hafði ekki skilríki.  Það er ekki sama Jón eða séra Jón. ´

Hér er reyndar þessi færsla sem ég vitna í:     7 identicon

Takk fyrir mjög góðan og þarfan pistil Ómar. Potturinn er víða brotinn.

Í dag bað móðir mín, 95 ára og nánast blind orðin, mig um að keyra sig inn í Laugardalshöll, því hún taldi að það yrði sér auðveldara að kjósa þar, heldur en í Hagaskóla á kjördag.

Eftir að hafa þokast loks að 4 borðum í raðrunu þar sem beðið var skilríkja, var okkur vísað frá, vegna skorts á tilskildum skilríkjum móður minnar. Ég hváði, en var þá bent á að við skyldum sæta færis á að fá úrskurð þeirrar embættisstýru sem æðst taldist þar og sat sú lengst til vinstri og næst glugga og næst inngöngudyr inn í kjörklefasalinn. Sú mikla hofróða kvað upp þann úrskurð á staðnum, að visakort með mynd og nafni móður minnar og kort frá ferðaþjónustu blindra með nafni móður minnar og kennitölu væru ekki næg skilríki. Móðir mín háöldruð og nær blind, sagði að þessi skilríki hefðu undanfarin ár dugað henni til kosningaréttar. Það sagði hofróðan að sér kæmi ekki við og spurði hana hvort hún ætti ekki ökuskírteini eða vegabréf.

Það var eins og hofróðan teldi að 95 ára og nær blind kona gerði ekki annað en að keyra sportbíl og þeysast landa í milli eins og hún væri opinber starfsmaður að þvælast sífellt til Brussel.

Nei, því miður ökuskírteini og vegabréf móður minnar eru löngu útrunnin. En það gaf einni hofróðu tilefni til að meina móður minni að kjósa og niðurlægja hana fyrir framan alla biðröðina. Kannski innanríkisráðuneytið ætti að fjalla um þetta í nefnd, sem fjallar um skilríki hælisleitenda?

Eigið góðan dag.


mbl.is Þóra búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að safna fyrir skóla og fleiru.

Enn einn góður dagurinn. Rosemary farin inn í Bónus til að selja vörurnar sínar.

Við morgunverðarborðið spurði ég hana hvað hafi eiginlega orðið til þess að hún fór út í þessa hjálparstarfssemi.

Jú hún kemur frá afar fátækri fjölskyldu sem ekki hafði efni á að senda hana í skóla. Einn daginn kom kona til henna þar sem hún var og spurði hvort hún kynni að syngja. Rosemary var einungis 10 ára. Jú hún sagðist kunna að syngja, og þá var henni boðið að vera með í kór fólks sem var miklu eldri en hún. Það varð til þess að þau í kórnum tóku sig saman og borguðu fyrir hana skólagjöldin svo hún gat lokið skólanámi. Þá hugsaði hún með sér að ef hún gæti gert eitthvað fyrir aðra til þakklætis myndi hún gera það.

Þegar hún svo hitti manninn sinn, kom í ljós að hann hafði líka átt erfiða æsku munaðarlaus og mundi ekki einu sinni eftir foreldrum sínum en alinn upp hjá eldri bróður. Þannig þróaðist það hjá þessu yndislega fólki að fara að safna og hjálpa fólkinu sínu í Kenía. Peter kom svo til Íslands, en var sendur til baka til Ítalíu, þaðan sem hann kom hingað. Konan hans var þá nýbúin að fæða son, og þegar átti að vísa henni úr landi líka, sagðist hún ekki geta farið því barnið væri ekki með neina pappíra. Það var svo það sem gerðist að íslendingar söfnuðu undirskriftum og stóðu með þessum yndislegu hjónum, svo þau fengu að vera um kyrrt. Fyrir þetta eru þau afskaplega þakklát.

En það sem þau byrjuðu á að gera var að safna flöskum og dósum í miðbænum og inn í Sorpu. Fyrir þessar flöskusafnanir hafa þau getað keypt land í Kenía, þar sem þau hafa nú með framlagi og sölunni byggt leikskóla. Hann verður tilbúin í september, bara eftir að mála og ganga frá innanstokksmunum.

Þau eru með tvo hópa ekkna í Mathari úthverfi Nairobi, annar hópurinn fær verkefni við að sauma skólabúninga á þau börn sem ekki eiga fyrir skólagönunni, þau fá líka skólabækur og skóÞær fá peninga til að starta eigin business, sem á að veita þeim tækifæri í lífinu, og þegar þær hafa náð því, geta þær farið að greiða til baka, sem verður svo nýtt til að stofna nýja hópa. í Mathari styrkja þau um 155 börn á þennan hátt. En um 55 börn í sveitum landsins.

Hinn hópur ekknanna býr til þessa fallegu muni sem þau hjón eru að selja bæði hér og annarsstaðar. Í kolaportinu og víðar. Þau ætla líka að byggja skóla við hlið leikskólans og svo er draumurinn að byggja sjúkrahús, þar sem langt er í næsta sjúkrahús þarna og litla hjálp að fá.

1-IMG_3738

Þar er líka hægt að fá þessar hlýlegu og fallegu veggmyndir.

Rosemary er afskaplega ánægð með viðtökurnar hér. Það er líka gott til þess að hugsa að með því að kaupa sér fallegan hlut er maður að legga lóð á vogarskál til hjálpar börnum sem eiga engan annan kost á að fara í skóla.

2-IMG_3739

Allt eru þetta handunnir munir úr skeljum, kúabeinum og jafnvel pappír.

3-IMG_3740

Mér finnst sagan þeirra svo falleg, og þvílík fórnfýsi að eyða öllum sínum kröftum í að safna fyrir fólkið sitt.

4-IMG_3741

Og hugsi ykkur við höfðum næstum því misst þau úr landi, við hefðum verið ögn fátækari ef það hefði orðið.

5-IMG_3742

Ég er ekki alveg að skilja þá hörku og þröngsýni sem ríkir meðal ráðamanna og stofnana um að hleypa fólki inn í okkar litla og fámenna land. Einhver ótti um hvað??

6-IMG_3743

Einhver spurði Rosemary; verður þú aldrei þreytt á því að vinna svona mikið alla daga vikunnar?

Nei eiginlega ekki svaraði hún; það er svo gott að gera glatt fólk sem ekkert á og hefur enga von um framtíð.

Mér er heiður að hafa fengið að kíkja aðeins inn í líf þessa frábæra fólks og sjá hvað fólk getur verið gott og gefandi.


Segir hver?

Æ  aumingjans karlinn, þarf að taka því fram að þetta sé ekki hatursáróður.  Þú er einn af þeim ómerkilegri persónum sem ég hef séð gegnum netið Davíð Þór.  Og verð að segja að komandi úr þínum ranni að við kjosendur Ólafs séum svona og svona er bara hrós miðað við þína persónu.  Og hana nú. ÍSl. Fáninn

Málið er að stundum þurfa menn eins og þú og fleiri þínir líkar að hugsa sig aðeins um áður en þeir fella palladóma um fólk og flokka.  Það gæti til dæmis verið eins og er um þig, að það sem þú lætur út úr þér lifi áfram og sýni þig í því ljósi sem ég tel að þú viljir ekki skína í.  En svona er þetta bara.  Málið er að hugsa áður en maður segir hlutina, því þeir geta komið aftan að manni í ólíklegustu mynd.


mbl.is Barátta byggð á „ósannindum og níðrógi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöld og morgun á Ísafirði.

Það er morgun eins og best verður á kosið.  Ég þurfti að skutla mínum dreng í vinnuna þar sem hann

svaf aðeins og lengi.  Lognið tók á móti manni og sólin það er hlýtt úti.  Bærinn að vakna, Úlfar í Hamraborg að bera stóla og borð út á gangstétt, Gamla bakaríið opið og þar situr nú þegar fólk, gestir og nærir sig með coppotino eða café latte eða eitthvað álíka.  Ungur maður með bakboka stekkur inn í Bræðraborg sem er kaffihús þeirra eigenda Áróru Borealis.  Okkur systrunum reiknast til að hér séu nú þegar 10 matsölustaðir af ýmsum gerðum í bænum, sem er ekkert smotterí miðað við fjölda bæjarbúa.  En þessir staðir lifa vel allt sumarið allavega og vonandi líka af veturna.

En ég fór á fund í gær, fór til að hlusta á forsetann.

1-IMG_3719

En byrjum á morgunmat með Rosmary. Ég er ákveðin í að spyrja hana betur út í verlefmið Tears chilren and youth aid, um ekkjurnar sem þau eru að styrkja og skólan sem þau eru að byggja. Þetta er allt spennandi og skemmtilegt.

2-IMG_3720

En það var líf og fjör á fundinum með Ólafi og Dorrit.

3-IMG_3721

Þarna var fólk á öllum aldri.

5-IMG_3723

Ólafur hóf samræðurnar og talaði um embættið og útskýrði margt fyrir fólki.  Hann sagði m.a. að það væri áhyggjuefni hve fáir treystu alþingi og sagði að það yrði að vera fyrsta verk forseta að brúa það bil. Það væri erfitt mál. Því allt það fólk sem sæti á alþingi væri gott fólk sem vildi vel, og það virtist ekki skipta máli hverjir sætu við völd. Vandamálin í dag eru þau sagði hann að ríkisstjórn er að reyna að taka of mörg stór mál á of stuttum tíma, og stoðir ríkisins standa ekki undir svoleiðis, rétt eins og mannslíkamin ef við ætlum okkur um of, þá veikist stoðkerfið. Hann talað um föður sinn, Hannibal og séra Sigurð, og sagði að það hefði verið skemmtilegt að hlusta á þá ef þeir hefðu á sínum tíma rætt saman meðan börnin þeirra væru úti að leika sér.   Dóttir Sigurðar orðin biskup, sonur Gríms búin að vera forseti lengi og síðan barnabarn Hannibals með einbeittan ásetning að fella hann. Það var mikið hlegið að þessu.

6-IMG_3727

Sumir voru farnir að gráta út hlátri. En hann var líka spurður hvað hann hefði ætlað að gera ef hann hefði ekki boðið sig fram aftur. Hann sagði að hann hefði viljað einbeita sér meira að loftslagsmálum, sem væri mesta ógn barnabarna okkar ef ekkert væri að gert.

Hann talaði líka mikið um hve gott væri að koma til Ísafjarðar, því hann og Þingeyri ættu sér alltaf stað í hans hjarta. Þaðan hefði hann hlotið sitt uppeldi og þau viðmið og þrek sem hefðu fleytt honum áfram. Hann ræddi um gömlu mennina sem settu svip sinn á bæinn, og sagði að löngu eftir að þau voru flutt suður hefðu umræðurnar við eldhúsborðið mest verið um ísfirðingana og fólkið fyrir vestan. Á stundum var eins og hann væri klökkur enda fann hann að hann var komin heim.

7-IMG_3729

Dorrit var glæsileg að vanda, sómakona.

9-IMG_3732

Hann gaf sér líka tíma til að spjalla við fólkið.

Sem sagt vel heppnuð skemmtileg kvöldstund í þægilegu andrúmslofti. Hann sagði líka að þessi fundur væri hans síðasti framboðsfundur á hans ævi og hann hefði kosið að halda hann hér.

En kvöldið var ekki alveg búið hjá mér. Því Úlfar Ágústsson hafði hringt í mig og sagt að hjá sér væri rússneskur sérfræðingur í álfum, og hann vildi endilega leiða okkur saman.

Við hittumst því eftir fundinn og áttum spjall um álfa og huldufólk.

11-IMG_3734

Hann er búin að koma þrisvar til landsins, og var með ýmsar áhugaverðar pælingar. Hér er hann með galdrastafi norðan af ströndum held ég. Hann er rithöfundur og hefur skrifað mikið um þessa hluti. Hann spurði mig hvort mér líkaði við forsetann og ég sagði að mér líkaði ágætlega við hann. Það er merkilegt sagði hann, það er ekki hefði fyrir því í Rússlandi að líka við ráðamenn í þjóðfélaginu. Hann sagði mér að afi hans og amma hefðu verið hliðholl Stalin og að fjölskyldan hefði sætt allskonar útskúfunum vegna þess.

En það er gaman að hitta fólk frá öðrum heimshornum og finna ólíka sýn á ólíka hluti. En finna samt að innst inni erum við öll eins í rauninni, með langanir og þrár til að leita og upplýsa og finna.

En þessi dagur verður góður og fallegur eins og hinir júnídagarnir.

Ætla að birta þessar myndir, þær voru teknar í nótt þegar við röltum heim ég og rússinn, en ég hafði boðið honum að spjalla í kúlunni, þar sem við værum nærri þeim hulduverum sem hann þráir svo að kynnast.

12-IMG_3735

Dálítið yfirlýstar... eða þannig, en lýsa Ísafirði á þessum tíma sólarhringsins.

13-IMG_3736

Það er búið að grauta upp öllum gróðri á Víðivöllum og styttan er komin á nýjan stað hvort hún fær að vera þarna áfram er spurning. En hér er allt á rúi og stúi vegna nýja öldrunarheimilisins sem verið er að byggja.

En læt hér staðar numið.  

Eigið góðan dag elskurnar Heart


Gestir og gott veður, eitthvað fyrir ísfirðingana mína brottfluttu líka.

Hér er mikið um túrista þessa dagana.  Mest er það vegna skipakoma.  Og af því menn voru að býsnast í Reykjavík þegar þar komu 10.000 manns og erfitt hefði verið að koma því öllu saman vel fyrir, þá má benda á að um daginn kom hingað skip sem var með 3.000 gesti eða svipað og fjöldi íbúa í bænum, og öllum var gert eins vel og hægt var og enginn kvartaði.  Sýnir svona í hnotskurn æðruleysi landsbyggðarmanna um sín mál.

En hingað koma fleiri um daginn fór ég í kaffi til minna fyrrum félaga í Áhaldshúsinu sem ég geri reyndar oft, því þeir eru svo yndælir og skemmtilegir, fyrir utan hjálpsamir, þegar ég kom til baka sá ég að hér var bíll á bílastæðinu, svo ég hugsaði með mér að gá hver væri þar á ferð.  Stöðva bílinn og hleyp upp heimkeyrsluna kemur ekki stór faðmur á móti mér.  Ég er búin að ganga hér um alla lóðina, og enginn Ásthildur segir gesturinn, ég fer að ræða um hve illa hirt lóðin er.  Hættu þessum afsökunum segir þessi yndislegi vinur minn Hafsteinn Hafliðason, þessi lóð er ÆÐI, hún er dásamlega ástríðuþrunginn.  Jónsgarður og Simstongarður trekkja að vísu að enn ekkert á við þennan hjá þér.

Takk elsku Hafsteinn minn Heart  Vonandi finnst konunum sem koma að norðan í garðaskoðunarferð það líka.Blush

1-IMG_3662

En mér er farið að finnast að ég skuldi ísfirðingunum mínum brottfluttu myndir.

2-IMG_3663

Veðrið hefur verið alveg einstaklega frábært allan júní, ef eitthvað er vantar rigningu.

3-IMG_3664

Kvöldsólin.

4-IMG_3665

Daníel okkar er hér þessa dagana, yndislegur drengur.

5-IMG_3666

En þetta kannast ísfirðingar vel við, lognið okkar.

6-IMG_3667

Svo set ég svona uppáhaldsblóm fyrir framan innganginn minn.

7-IMG_3669

En þetta er dagleg sjón þessa dagana, risaskemmtiferðaskip og bærinn fullur af elskulegu fólki. Margir þeirra kíkja hér við.

8-IMG_3671

Gróðurinn komin á fullt.

9-IMG_3672

En vantar aðeins grænkuna í fjöllunum. Óttast dálitið um berjasprettu.

10-IMG_3673

Búin að slá og alles.

11-IMG_3678

Já hingað koma líka óvæntir gestir flottar konur og karlar.

12-IMG_3679

Þessi elska kemur alla leið frá Kenía. Hún er hér að safna fyrir leikskóla í Kenía með því að selja ýmislegt fallegt frá sínu heimalandi. Vinkona mín Anna Skúla hafði samband við mig og vantaði einhvern til að sinna vinkonu sinni, og hver kemur þá fyrst upp í hugann?? jú gamla góða brýnið Ásthildur Cesil.

13-IMG_3680

Þar sem hún vildi vera mað aðstöðu í Neista sem er verslunarmiðstöð, þá þurftum við að fá samþykki þeirra sem versla þar. En það leyfi var auðfengið, en meðan við biðum eftir að fólk opnaði fyrirtæki sín fór ég með hana í smá rúnt um Ísafjörð.

Hér má sjá krakkana Úlf þar á meðal í Morranum sem skemmtir túristum í gömlu safnahúsunum í Neðsta Kaupstað.

14-IMG_3682

Yndælir krakkar og margir þeirra heimagangar hjá mér.

15-IMG_3683

Í gamla sjóminjasafninu í Neðsta. Hún sagði mér að það væri svo gaman að ferðast um Ísland og kynnast fólkinu í landinu. Svona lítið land, ekki landið sjálft heldur fáir íbúar, þið erum svo kjarnmikil og á hverjum stað er eitthvað alveg sérstakt að gerast. Þetta er alveg ótrúlegt sagði hún.

16-IMG_3685

Ísland - Kenía.

17-IMG_3687

Svo sannarlega margt fallegt að skoða hér.

18-IMG_3688

Safnastjórarnir flottir og einstaklega umhyggjusamir um safnið, enda ber það þess svo sannarlega vitni.

19-IMG_3690

Þarna sést í aðstöðu kajakklúbbsins. Þar sem haldin eru námskeið fyrir börn og unglinga og þeim kennt að umgangast sjóinn sem ekki er vanþörf á. Því mikið er um að þau hoppi í sjóinn af höfninni.

20-IMG_3691

Inn í safninu er líka harmonikkusafnir hans Ásgeirs Sigurðssonar, eða Geira Messíar eins og hann gjarnan er kallaður, en hann var tengdasonur Marselíusar Bernharðssonar sem átti skipasmíðastöð hér í næsta húsi, svo það er ekki langt frá.

21-IMG_3692

Þetta er afskaplega merkilegt safn, telur ef ég man rétt ekki færri en 160 harmonikkur. Frá öllum tímum.

22-IMG_3693

Þessi er skrautleg heldur betur.

23-IMG_3694

Kempan sjálf. með yndislegri mönnum sem til eru.

24-IMG_3696

Unglingar og dýr heilla ferðamennina.

25-IMG_3698

Og auðvitað gömlu leikirnir sem við fórum í hér þegar við vorum ung. Fram fram fylking, í Grænni lautu Inn og út um gluggan, hver kannast ekki við slíkt komin yfir miðjan aldur, og frábært að krakkarnir læri þetta allt upp á nýtt.

27-IMG_3702

Gleðin leynir sér ekki hjá krökkunum.

28-IMG_3705

Og ekki skemma fyrir listaverkin hans sonar míns hér er geimveran. Safnstjórinn sagði mér að það hefðu ekki verið skemmdarvek þegar hún féll, það er búið að gera við hana, múrar á staðnum gerðu það, takk Siggi og þið sem það gerður, ég er svo glöð að sjá að hún og fiskarnir eru komnir í lagHeart

En ef einhver á einhvern hálsklút við hæfi, þætti mér vænt um að fá slíkan.  Sá sem hún var með týndist.

29-IMG_3706

Líf og fjör í Neðsta Kaupstað svo sannarlega.

30-IMG_3708

Fiskarnir hans sonar míns sem notaðir eru undir heitu fiskipönnurnar á bestu restaurant norðan Alpafjalla í Tjöruhúsinu á Ísafirði, þar sem hann hjálpaði svo gjarnan til, og sonur hans núnaHeart

31-IMG_3710

Framtíð lands okkar felst í því að hlú að unglingunum okkar og fylgjast með því að þau komist klakklaust gegnum þessa tíma sem geta skipt sköpum. Þessir krakkar eru frábær, þau hvorki reykja né drekka og eru heilbrigð hæfileikarík og frábær, og ég á tvö af þeim og hin sum hver heimagangar mikið er ég stolt af þeim öllum.Heart

32-IMG_3712

En svo blasir alvaran við, hér er okkar kona að setja upp sölubásinn sinn í Samkaupum. Þar var auðsótt mál hjá aðilum að hún fengi að vera þarna í dag og á morgun. Fimmtudag, föstudag og laugardag verður hún svo inn í Bónus. Endilega koma og skoða alla þessa fallegu muni og styrkja gott málefni.

33-IMG_3713

Stelpur ekki amalegt að eiga svona eyrnarlokka beint frá Kenía úr beinum og skeljum.

Ekki eru skálarnar síðri.

34-IMG_3714

Jamm ekki eru þessir síðri.

36-IMG_3716

Skólinn er alveg að verða tilbúin sagði hún mér, og svo langar hana að koma aftur í nóvember og þá með myndir af skóla og lífinu þar. Anna Skúla góð vinkona mín ætlar að fara út í september og vinna í skólanum í 6. mánuði. Elsku Anna mín þú ert frábær.

37-IMG_3717

Hún gistir hjá mér þessa daga fram á sunnudag. Og ég hvet ykkur kæru bæjarbúar til að fara og skoða og taka vel á mótu þessum fjarlæga gesti sem er með til sölu fallega muni til styrktar góðu málefni.

38-IMG_3718

Fá í hjartað neista frá fjarlægu landi sem svo sannarlega við getum látið gott af okkur leiða beint í æð, beint til fólksins. En nú þarf ég að fara að gera eitthvað hjá sjálfri mér. Eigið góðan dag elskurnar.


Undir svefninn elskurnar.

Svona smá léttleiki undir svefninn sent frá yndislegri vinkonu minni í Þýskalandi Alley mín takk.

The Age Gap
 
At 85 years of age,     Roger married Jenny, a lovely 25 year old.

Since her new husband is so old, Jenny decides     that after their wedding she and Roger should have separate bedrooms,     because she is concerned that her new but aged husband may over-exert     himself if they spend the entire night     together.

After the     wedding festivities Jenny prepares herself for bed and the expected 'knock'     on the door. Sure enough the knock comes, the door opens and     there is Roger, her 85 year old groom, ready for action. They unite     as one. All goes well, Roger takes leave of his bride, and she prepares     to go to sleep.
 
After a few     minutes, Jenny hears another knock on her bedroom door, and it's Roger. Again he is ready for more 'action'. Somewhat surprised,     Jenny consents for more coupling. When the newly weds are done, Roger     kisses his bride, bids her a fond good night and     leaves.

She is set to go to sleep again, but, aha you     guessed it - Roger is back again,     rapping on the door, and is as fresh as a 25-year-old, ready for     more 'action'. And, once more they enjoy each     other.

But as Roger     gets set to leave again, his young bride says to him, 'I am thoroughly impressed that at your age you can     perform so well and so often. I have     been with guys less than a third of your age who were only good once.     You are truly a great lover, Roger.'

Roger, somewhat embarrassed, turns to Jenny     and says: 'You mean I've been in here already?'
 
The moral of the     story:
 
Don't be afraid of     getting old, Alzheimer's has its advantages.
 
PS..    
>>
>
>
>
>
>
>
>
?
?
Have     I sent this to you before??

Og þá er bara að segja góða nótt elskurna, látum hverjum degi nægja sína þjáningu og gleði, því á morgun er nýr dagur með ný tækifæri og nýja þekkingu fyrir okkur hvar sem við erumHeart


Já svart er það.....

Já þetta er með ólíkindum alveg og þó.  þessi ríkisstjórn gerir allt með öfugum klónum og þetta síðasta útspil þeirra að finna sér frambjóðanda til að fella núverandi forseta er komið í öngstræti.  http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/06/24/studningsmenn-thoru-sagdir-hvetja-ara-trausta-til-ad-haetta-vid-frambod/

Ég verð að segja að mér finnst Ari Trausti og hans fylgismenn menn að meiri fyrir að upplýsa þetta í tíma, svo fólk geri sér grein fyrir því hvað þetta framboð stendur fyrir.

Mér fannst flestir frambjóðendur standa sig vel í kvöld á Stöð2 og stjórnendur ólíkt betri en síðast.  Sú sem var allra síst var einmitt Þóra á sínum Þórudegi.  Talaði vítt og breytt eins og pólitíkus, meðan hinir sögðu skorinort frá því hvernig þeim myndu tækla málin.  Ætlaði mér ekki að skrifa meira um þessi mál, en Jesús Kristur þetta er með algjörum ólíkindum, en samt einhvernveginn eitthvað sem ég alveg hélt svona undir niðri. Þess vegna var ég svona mikið á móti þessu framboði.  Þetta er bara Samfylkingin í hnotskurn algjörlega. 


mbl.is Hvöttu Ara til að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vika í kosningar.

Nú er vika í forsetakosningar.  Mér virðist flestir frambjóðendur taka hlutunum rólega og auðvitað vona hið besta.  Einn frambjóðandi sker sig algjörlega úr það er RÚVdrottningin Þóra.  Það virðist ekki þverfótað fyrir auglýsingum frá hennar stuðningsmönnum í blöðum sjónvarpi og mér skilst líka strætóbiðskýlum. 

Og fólk spyr sig hvaðan koma peningarnir: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=129485&st=50

Talsmenn hennar verja hana með kjafti og klóm, en aðallega með því að rakka niður sitjandi forseta, svo aumt sem það nú annars er.

En þessar spurningar koma ekki bara úr einni átt hér spyr líka annar aðili: http://www.timarim.is/2012/06/dyr-sidasta-vikan/

Það þarf ekki að segja mér að þau hjón standi straum af þessum kostnaði.  Heldur hljóta að vera á bak við þau fjársterkir aðilar sem greiða.  Þetta er orðið meira svona örvænting en heilbrigð samkeppni, sérstaklega þar sem aðrir frambjóðendur eru ekki að auglýsa sig. 

Einhver sagði að Ólafur og Dorrit færu um landið og töluðu við fólk, en Þóra og félagar settu upp Þórudag til að tala um Þóru.

Nú vil ég segja að Þóra Arnórsdóttir er örugglega hin mætasta kona, ég þekki marga af hennar ættfólki, sumir afar góðir vinir mínir og vandaðasta fólk eins og hún er örugglega líka.  Af hverju þarf þá þessa rosalegu kynningu, og ekki bara kynningu heldur kynda stuðningsmenn hennar undir allskonar illu umtali um sitjandi forseta.  Við vitum alveg að hann er refur og hefur sína galla.  En hann hefur þrátt fyrir allt sýnt að hann stendur með þjóðinni í raun fyrstur forseta.  Fyrir það á hann skilið stuðning frá þeim sem vilja frjálst Ísland. Enda er hann sá eini sem hefur beðist afsökunar á dekri sínu við útrásarliðið, það hentar bara ekki stuðningsmönnum Þóru, og þeir endalaust klifa á því að hann hafi nú gert þetta og hitt, sagt þetta og hitt.  Og nú síðast sagnfræðingur sem vill telja okkur trú um að Ólafur hafi ekki bjargað Iceave, heldur hafi bretar og hollendingar skorið hann niður úr snörunni.

Hvernig þá? jú með því að vilja ekki Icesave eitt, en var það ekki einmitt vegna fyrirvara sem forsetinn setti inn í undirskrift sína?  Hversu lágt ætla fræðimenn að lúta við að selja sálu sína til þjónkunar við málstaðinn? Enda ekki tilviljun að traust almennings á stjórnvöldum er komin niður undir frostmark.

En skoðum aðeins dæmið um hina saklausu hugprúðu Þóru; Kastljósþáttur sem sýnir hver hugur hennar er gagnvart almenningi í landinu: http://www.dv.is/blogg/iris-erlingsdottir/2012/6/23/thora-vs-andrea-bankarnir-vs-heimilin/

Og hér sama mál. http://www.timarim.is/merking/andrea-j-olafsdottir/ En það má auðvitað ekki ræða þetta, hvað þá ofbeldishneigð makans. Þar sem hann er sakaður um að hafa barið ömmu fyrrverandi eiginkonu sinnar, auk annara ofbeldisverka.  Það er slúður og gróusögur þó eiginkonan fyrrverandi hafi undir höndum áverkavottorð.  Og annað skráð í bækur.  Þetta er jú ef allt fer sem þau óska stuðningsmenn Þóru verðandi maki á Bessastöðum.

Heiftúðin og andstyggileg skrif um sitjandi forseta eru til skammar, og af því að ég hef viljað tala máli hans þá fæ ég á mig allskonar spurningar og kröfur.  Einhvernveginn er fólki ekki sjálfrátt.  Um leið og kemur að einhverju sem ekki fellur í kram Samfylkingarinnar og annara stuðningamanna þá eru allir sem mótmæla vont fólk illa haldið af hatri og illvilja. 

Ólafur er enginn engill svo langt í frá.  Hann er örugglega sjálfhverfur og finnur til sín.  En hann er samt sem áður glæsilegur fulltrúi Íslands, það hefur hann sýnt með viðtölum erlendis sem hérlendis, úti er hann vel kynntur og þekkir marga sem geta orðið okkur til góðs.  Enginn er gallalaus.  En meðan það nýtist okkur vel, þá er mér bara fjandan sama.  Mér er sama hvaðan gott kemur. 

Hann er ekki ómerkilegri, lygnari eða svikulli en þau stjórnvöld sem við sitjum uppi með.  Ef eitthvað þá í miklu minna mæli.

Fólk talar um að þessi kosningabarátta sé algjör skítadreyfari og þannig vilja margir meina að það sé úr ranni Ólafs, ég hef ekki orðið vör við þá skítalykt, miklu fremur hefur hann talað um glæsilega framtíð ungs fólks og eytt miklum tíma í að telja upp allt það jákvæða og góða sem býðst ungu fólki á alþjóðavísu í dag. Ekki hef ég heldur orðið vör við skítadreyfingu frá öðrum frambjóðendum, nema að Ari Trausti og Hannes urðu sér til skammar þegar þeir eyddu mestum tíma í sínum viðtölum í sjónvarpsþætti til að tala illa um sitjandi forseta.

Nú verð ég örugglega skotin í spað fyrir kjaftháttinn, en þannig er það bara, þetta er það sem er að berjast um í kollinum á mér og gott að koma því frá.

Það sem skiptir máli er að hafa forseta sem hefur sýnt að hann þorir að taka óvinsælar ákvarðanir, þó það þýði að svokallaðir vinir bregðist ókvæða við og setji einhvern til höfuðs honum sem þeir telja að geti velt honum úr sessi. Það er mitt ískalda mat.

Já og rakst svo á þetta á DV þar sem Ástþór "hjólar í Þóru" spyrji nú hver fyrir sig.  http://www.dv.is/frettir/2012/6/23/astthor-hjolar-i-thoru/


Sól, sumar, gestir, kónguló og fleira.

Hef haft mikið að gera í allt vor en vonandi fer önnum að ljúka, svo ég geti aðeins slakað á. 

Í fyrradag tók ég mig til og sló lóðina mína, það þarf að gera með sláttuorfi, sem reyndar var tveim númerum og stórt fyrir mig Happy En samt ég lauk við sláttinn.  En ég sá eftir á að ég hafði ekki valið alveg réttan tíma, því í sundunum var stærsta skemmtiferðaskip sumarsins Costa Pacifica systurskip Costa Concordia sem strandaði við Giglioeyju á Ítalíu.

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=175470

CostaPacifica2

Myndina tók Halldór Sveinbjarnarson á BB.

Þetta skip ber yfir 3000 farþegar. Og þegar Reykvíkingar voru að bísnast yfir 10.000 farþegum á einum degi og hvað það væri mikið mál, hvað er þá 3000 manns fyrir bæ sem telur svipað? En aldrei kvartað. Bara tekið á móti með bros á vör.

En hvað með það ég var sem sagt að slá, og fólkið spókaði sig í góða veðrinu, og það sem alltaf gerist er að fólk rambar hingað og langar svo að skoða og taka myndir. Þannig að ég var endalaust að stoppa og tala við fólkið og bjóða þeim að gjöra svo vel og skoða og taka myndir.

Síðan í gær komu hingað um 20 manna hópur frá Háskólasetri, þau höfðu fyrir löngu síðan meldað komu sína. Þetta voru bandarískir stúdentar og ekki fyrsti hópurinn sem hingað kemur að skoða frá þeim.

4-IMG_3617

Þau voru líka ánægð í góða veðrinu, hér skoða þau álfakortið okkar Erlu.

5-IMG_3619

Sum höfðu það bara gott í sólinni.

7-IMG_3621

Einn var áhugasamur um að plokka gras upp úr hellulögninni LoL Örugglega einn af þeim sem aldrei fellur verk úr hendi.

6-IMG_3620

Þau nutu sín allavega vel.

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=175470

9-IMG_3624

Glaðvær og skemmtilegur hópur.  Gaman að fá skemmtilegt fólk að kíkja við.

10-IMG_3625

Stubburinn minn hann Sigurjón Dagur lítur oft við með vinum sínum. Það er yndælt líka.

Svo er nóg að gera í sölunni upp í Garðplöntustöðinni, það er líka afskaplega notalegt að hitta alla gömlu kúnnana sína svona ár eftir ár, selja þeim plöntur og spjalla. Gefa ráð ég nýt þess alveg í botn.

2-IMG_3614

Himnagalleríið var opið í gærmorun en svo hurfu öll ský frá og sólin skein skært.

3-IMG_3616

Okkur fer að vanta rigningu svo úthaginn grænki.

1-IMG_3610

Þessi elska var dálítð bjartsýn og óf sinn vef á einum stólnum í garðskálanum. Veit ekki hvernig henni reiðir af í því máli. En það má allaf prófa og þá er bara að finna annann betri stað. Annars finnst mér vera meira um kóngulær í sumar en oft áður. Ég fagna þeim, því þær halda lús og öðrum illværum í lágmarki.

Það er eitt sem ég er að spá í. Ég sá myndband í gær eftir Eirík nokkurn Jónsson, þar sem hann var með fyrrverandi eiginkonu Svafars Þórumanns í viðtali. Hún átti að spá um úrslitinn í forsetakosningunum. Þetta er með ósmekklegri þáttum sem ég hef séð. Illa unnið og afskaplega lágkúrulegt af hendi þessa manns.

Nema hvað hún byrjaði að spá, Ari Trausti og Hannes komust ekki á blað. Þá er komið að Þóru sagði Eiríkur já ég sé hana ekki fyrir mér á Bessastöðum segir konan, en sagði síðan, það er út af því hve Svavar er ofbeldisfullur. Hann barði þennan mann og hann barði ömmu mína. SHIT, þetta var fyrir neðan beltisstað. Svo  var skautað fram hjá Ólafi af hendi Eiríks og þá var komið að Herdísi, já hún vinnur á sagði blessuð konan, eftir þetta hafði Eiríkur engan áhuga á að hlusta á hvar Andrea lenti.

Nú er ég alveg viss um að þetta var plott hjá Eiríki að láta þetta koma fram með Svavar til að hanka Þóru. Vonandi að Herdís myndi græða á því. Sem ég held að hún geri ekki.

En svo fór ég að hugsa fyrst þetta er komið í loftið, og ég las svörin við þessu myndbandi þar sem konan var hökkuð í spað fyrir þessa uppákomu. Hún svaraði því reyndar og sagðist vera með alla pappíra um þetta mál og áverkavottorð ömmu sinnar. Að þetta mál þarf að koma fram. Ekki viljum við ofbeldisfullan eiginmann á Bessastöðum eða hvað.

Hverstu ósmekklegur þessi þáttur var, þá þarf að koma þessu máli á hreint. Ef þetta er ekki rétt með farið, þá þarf Svavar að fá tækifæri til að hreinsa sig af þessum hryllilega áburði að hafa ráðist á níræða konu. Þarna þarf að skilja hismið frá kjarnanum.

Það má ekki flokka þetta mál sem hreina öfund konu sem átti í erfiðu hjónabandi. Sannleikann upp á þetta borð takk fyrir. Heiðarleiki, traust og allt það Þóra mín. Nú ríður á að gera hreint fyrir sínum dyrum og maka þíns.

Eigið annars góðan dag öll sömul.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2023355

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband