Kvöld og morgun á Ísafirði.

Það er morgun eins og best verður á kosið.  Ég þurfti að skutla mínum dreng í vinnuna þar sem hann

svaf aðeins og lengi.  Lognið tók á móti manni og sólin það er hlýtt úti.  Bærinn að vakna, Úlfar í Hamraborg að bera stóla og borð út á gangstétt, Gamla bakaríið opið og þar situr nú þegar fólk, gestir og nærir sig með coppotino eða café latte eða eitthvað álíka.  Ungur maður með bakboka stekkur inn í Bræðraborg sem er kaffihús þeirra eigenda Áróru Borealis.  Okkur systrunum reiknast til að hér séu nú þegar 10 matsölustaðir af ýmsum gerðum í bænum, sem er ekkert smotterí miðað við fjölda bæjarbúa.  En þessir staðir lifa vel allt sumarið allavega og vonandi líka af veturna.

En ég fór á fund í gær, fór til að hlusta á forsetann.

1-IMG_3719

En byrjum á morgunmat með Rosmary. Ég er ákveðin í að spyrja hana betur út í verlefmið Tears chilren and youth aid, um ekkjurnar sem þau eru að styrkja og skólan sem þau eru að byggja. Þetta er allt spennandi og skemmtilegt.

2-IMG_3720

En það var líf og fjör á fundinum með Ólafi og Dorrit.

3-IMG_3721

Þarna var fólk á öllum aldri.

5-IMG_3723

Ólafur hóf samræðurnar og talaði um embættið og útskýrði margt fyrir fólki.  Hann sagði m.a. að það væri áhyggjuefni hve fáir treystu alþingi og sagði að það yrði að vera fyrsta verk forseta að brúa það bil. Það væri erfitt mál. Því allt það fólk sem sæti á alþingi væri gott fólk sem vildi vel, og það virtist ekki skipta máli hverjir sætu við völd. Vandamálin í dag eru þau sagði hann að ríkisstjórn er að reyna að taka of mörg stór mál á of stuttum tíma, og stoðir ríkisins standa ekki undir svoleiðis, rétt eins og mannslíkamin ef við ætlum okkur um of, þá veikist stoðkerfið. Hann talað um föður sinn, Hannibal og séra Sigurð, og sagði að það hefði verið skemmtilegt að hlusta á þá ef þeir hefðu á sínum tíma rætt saman meðan börnin þeirra væru úti að leika sér.   Dóttir Sigurðar orðin biskup, sonur Gríms búin að vera forseti lengi og síðan barnabarn Hannibals með einbeittan ásetning að fella hann. Það var mikið hlegið að þessu.

6-IMG_3727

Sumir voru farnir að gráta út hlátri. En hann var líka spurður hvað hann hefði ætlað að gera ef hann hefði ekki boðið sig fram aftur. Hann sagði að hann hefði viljað einbeita sér meira að loftslagsmálum, sem væri mesta ógn barnabarna okkar ef ekkert væri að gert.

Hann talaði líka mikið um hve gott væri að koma til Ísafjarðar, því hann og Þingeyri ættu sér alltaf stað í hans hjarta. Þaðan hefði hann hlotið sitt uppeldi og þau viðmið og þrek sem hefðu fleytt honum áfram. Hann ræddi um gömlu mennina sem settu svip sinn á bæinn, og sagði að löngu eftir að þau voru flutt suður hefðu umræðurnar við eldhúsborðið mest verið um ísfirðingana og fólkið fyrir vestan. Á stundum var eins og hann væri klökkur enda fann hann að hann var komin heim.

7-IMG_3729

Dorrit var glæsileg að vanda, sómakona.

9-IMG_3732

Hann gaf sér líka tíma til að spjalla við fólkið.

Sem sagt vel heppnuð skemmtileg kvöldstund í þægilegu andrúmslofti. Hann sagði líka að þessi fundur væri hans síðasti framboðsfundur á hans ævi og hann hefði kosið að halda hann hér.

En kvöldið var ekki alveg búið hjá mér. Því Úlfar Ágústsson hafði hringt í mig og sagt að hjá sér væri rússneskur sérfræðingur í álfum, og hann vildi endilega leiða okkur saman.

Við hittumst því eftir fundinn og áttum spjall um álfa og huldufólk.

11-IMG_3734

Hann er búin að koma þrisvar til landsins, og var með ýmsar áhugaverðar pælingar. Hér er hann með galdrastafi norðan af ströndum held ég. Hann er rithöfundur og hefur skrifað mikið um þessa hluti. Hann spurði mig hvort mér líkaði við forsetann og ég sagði að mér líkaði ágætlega við hann. Það er merkilegt sagði hann, það er ekki hefði fyrir því í Rússlandi að líka við ráðamenn í þjóðfélaginu. Hann sagði mér að afi hans og amma hefðu verið hliðholl Stalin og að fjölskyldan hefði sætt allskonar útskúfunum vegna þess.

En það er gaman að hitta fólk frá öðrum heimshornum og finna ólíka sýn á ólíka hluti. En finna samt að innst inni erum við öll eins í rauninni, með langanir og þrár til að leita og upplýsa og finna.

En þessi dagur verður góður og fallegur eins og hinir júnídagarnir.

Ætla að birta þessar myndir, þær voru teknar í nótt þegar við röltum heim ég og rússinn, en ég hafði boðið honum að spjalla í kúlunni, þar sem við værum nærri þeim hulduverum sem hann þráir svo að kynnast.

12-IMG_3735

Dálítið yfirlýstar... eða þannig, en lýsa Ísafirði á þessum tíma sólarhringsins.

13-IMG_3736

Það er búið að grauta upp öllum gróðri á Víðivöllum og styttan er komin á nýjan stað hvort hún fær að vera þarna áfram er spurning. En hér er allt á rúi og stúi vegna nýja öldrunarheimilisins sem verið er að byggja.

En læt hér staðar numið.  

Eigið góðan dag elskurnar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar myndirnar þínar eins og alltaf. Við getum alltaf fundið okkur eitthvað að gera, ég var úti að leika í tvo tíma með tæplega tveggja ára sonardóttur, meðan mamman fór í ungbarnasund með litlu systur. Hún sendi ömmu alveg galvösk í rennibrautina, enda er amma bara amma, aldur skiptir engu. Ég bara brosti og gegndi

Dísa (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 12:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já einmitt, þau eru sko ekki með neina fordóma gagnvart þeim sem eldri eru þau eru bara

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 13:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi pistill er sérstakur,eitthvað persónulegt kviknaði,klökk í minningu um frænku mína sem dó í nótt. Hún sem hafði miklar mætur á afa og ömmu Ólafs Ragnars,enda frá Þingeyri Fyrirgefðu þessar persónulýsingar Ásthildur mín á þinni síðu,horfandi á Ísafjörð þar sem við kepptum saman í handbolta. Fólkið brosir,sem ber vott um þægilega heillandi innkomu forseta okkar. Það eru líka tímamót,örlagarík sem við stöndum frammi fyrir eftir baráttuna í nær 4 ár. Takk fyrir þessar myndir og reyndar allt (-:

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2012 kl. 15:36

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er altaf uppbyggjandi að sjá myndir frá þér að Vestan..

Vilhjálmur Stefánsson, 28.6.2012 kl. 17:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín og Vilhjálmur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 2020864

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband