Skilríki eða ekki?

Bíðið nú aðeins við, ég las um daginn frá bloggara sem fór með 90 ára gamla hálfblinda móður sína á kjörstað og hún fékk ekki að kjósta af því hún hafði ekki skilríki.  Það er ekki sama Jón eða séra Jón. ´

Hér er reyndar þessi færsla sem ég vitna í:     7 identicon

Takk fyrir mjög góðan og þarfan pistil Ómar. Potturinn er víða brotinn.

Í dag bað móðir mín, 95 ára og nánast blind orðin, mig um að keyra sig inn í Laugardalshöll, því hún taldi að það yrði sér auðveldara að kjósa þar, heldur en í Hagaskóla á kjördag.

Eftir að hafa þokast loks að 4 borðum í raðrunu þar sem beðið var skilríkja, var okkur vísað frá, vegna skorts á tilskildum skilríkjum móður minnar. Ég hváði, en var þá bent á að við skyldum sæta færis á að fá úrskurð þeirrar embættisstýru sem æðst taldist þar og sat sú lengst til vinstri og næst glugga og næst inngöngudyr inn í kjörklefasalinn. Sú mikla hofróða kvað upp þann úrskurð á staðnum, að visakort með mynd og nafni móður minnar og kort frá ferðaþjónustu blindra með nafni móður minnar og kennitölu væru ekki næg skilríki. Móðir mín háöldruð og nær blind, sagði að þessi skilríki hefðu undanfarin ár dugað henni til kosningaréttar. Það sagði hofróðan að sér kæmi ekki við og spurði hana hvort hún ætti ekki ökuskírteini eða vegabréf.

Það var eins og hofróðan teldi að 95 ára og nær blind kona gerði ekki annað en að keyra sportbíl og þeysast landa í milli eins og hún væri opinber starfsmaður að þvælast sífellt til Brussel.

Nei, því miður ökuskírteini og vegabréf móður minnar eru löngu útrunnin. En það gaf einni hofróðu tilefni til að meina móður minni að kjósa og niðurlægja hana fyrir framan alla biðröðina. Kannski innanríkisráðuneytið ætti að fjalla um þetta í nefnd, sem fjallar um skilríki hælisleitenda?

Eigið góðan dag.


mbl.is Þóra búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kaus fyrir hádegi, debetkort dugði sem persónuauðkenni og hefur ætíð gert það. Þó útrunnin ökuskýrteini og vegabréf séu ekki gild sem slík, staðfesta þau samt sem áður tilvist þeirra sem á þau eru skráð.

Viðbrögð starfsmanna kjörstaða fara auðvitað eftir innræti þeirra, þó flestir séu vandað fólk þá er alltaf innanum fólk sem finnur það mikið til sín að það þurfi að auglýsa það með stælum, merkilegheitum og smásmuguhætti. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.6.2012 kl. 13:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Axel þetta er leiðindamál, ég þurfti svo sem enginn skilríki bara andlitið á mér.  En væri ekki betra ef þetta væri allt með sama sniði, a.m.k. á þessum stærri svæðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2012 kl. 14:04

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef hún man ekki eftir skilríki til að kjósa hvernig er allt annað hjá henni.

En það virðast gilda aðrar reglur um hana en okkur hin - ég þurfti a.m.k að skýna persónusilrík - greinilega ekki nógur frægur.

Óðinn Þórisson, 30.6.2012 kl. 14:18

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er satt og rétt, en hefur kosningabaráttan svolítið borið keim af einmitt þessu, dálítið handahófskennd og óörugg?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2012 kl. 15:01

5 identicon

Ég þurfti aldrei skilríki fyrir norðan, en það var bara smáhreppur.

En hérna í Reykjavík þarf ég þess.

En þetta með Þóru...

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 16:40

6 Smámynd: Kidda

Vísakortið mitt dugði til að ég gæti kosið

Kidda, 1.7.2012 kl. 18:47

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú vilja tapararnir láta kjósa aftur, þvílíkt rugl.  Ég held að menn ættu að hætta að tjá sitt innra auma sjálf og þegja meðan þeir eru að ná sér.  Þetta er niðurlægjandi og skammarlegt, þessi fýla sem lekur af sumum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2020779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband