18.7.2012 | 21:13
Sumum finnst allt í lagi að taka peningana og vona það besta.
En ekki er allt flas til fagnaðar, þannig er það að mínu mati með Grímstaði og Núpó. Sýnd veiði en ekki gefin, og enn eina ferðina flaska menn á græðginni svona a la 2007 style.
Það var frábær þáttur í speglinum í kvöld, þar sem Sigrún Davíðsdóttir sú eðla fjölmiðlakona tók fyrir ferlið um Grímsstaði.
Þeir sem hafa efasemdir ættu að hlusta vel á það sem hún segir þarna:
http://www.ruv.is/frett/ras-1/er-ad-marka-nubo
Í fyrsta lagi þá hefur enginn úttekt farið fram á getu Núpós til að standa í þessum stórræðum. Allavega liggur það ekki ljóst fyrir segir Sigrún, og allt sem viðkemur Kína og viðskiptum þeim tengdum er afskaplega falið og beygt fram hjá lögum og reglum.
Hún segir að ferlin sem í gangi eru séu tvö, það þarf að semja við ríkið um undanþágur til að erlendur fjárfestir geti fjárfest á Íslandi á einn veginn á hinn bóginn þurfi að semja við sveitarfélögin sem eru í þessu samningaferli. Þessi ferli skarast og vöntun eða vankantar í öðru leiða til erfiðleika með hitt. Annað er svo að nokkrir eigendur vilja ekki selja eða leigja landið, það skapar líka óvissu.
Það kemur svo í ljós að það fer ekki saman það sem umboðsmaður Núpós segir um þær fjárfestingar sem áttu að vera í Finnlandi og Noregi, óhætt er að segja að þær séu stórlega ýktar af hendi Núpós og hans liðs, til að láta allt líta vel út, sennilega svona beita á græðgi okkar landsmanna til að fá þá til að bíta á krókinn.
Þegar rýnt er í fjárfestingar félags Núpós kemur svo í ljós að þær eru ALLA INNAN KÍNA. Engar annarsstaðar, og þegar tekið er með inn í myndina að þessi maður var til skammst tíma einn af innanbúðarmönnum kínverska kommúnistaflokksins, má leiða getum að því með nokkrum rökum að þarlend stjórnvöld standi að baki þessum fjárfestingum að einhverju eða öllu leyti.
Og nú spyr ég ætla þessir sveitastjórar fyrir norðan að axla þá ábyrgð ef allt fer á versta veg að hafa komið Kína inn fyrir lögsögu okkar jafnvel með afleitum raunveruleika? Vilja þeir virkilega taka þá áhættu að standa eins og föðurlandssvikarar frammi fyrir þjóðinni ef illa fer?
Kínverjar eru allstaðar að trana sér fram á Vesturlöndum, og klóa í lönd og aðstöðu. Það er ekki út af engu. Og alltaf er til fólk sem bara "tekur peningana og vonar það besta"
Ástralir sitja uppi með það að kínverjar hafa keypt upp flest lönd sem liggja að ám og vötnum, þar rækta þeir hrísgrjón og áströlum er bannað að nota vatn til að þvo bílana sína og vökva garðinn. Ætli þeim finnist það ásættanlegt? Nei ég held ekki.
Svo er það samfylkingin sem hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að koma þessum kínamanni inn fyrir Gullna hliðið, enda svili Össurar einn aðalhvatamaður hans og hjálparhella. Ég hef heyrt það sagt að búið sé að semja við manninn bak við tjöldin, það kemur ekki á óvart þar sem Samfylkingin og Össur eiga í hlut. Enda svo komið að þjóðin treystir hvorki Össuri, Jóhönnu né Steingrímin lengur til góðra verka.
Ég skammast mín alltaf þegar landar mínir sýna af sér heimsku og græðgi fyrir útlendingum, en verra er ef verið er að plata okkur upp úr skónum bara fyrir kjánaskap örfárra manna.
Ég ætla að biðja einhvern sem er klókur á tölvur og góður í að útbúa undirskriftasöfnun um að setja fótinn fyrir þetta brjalæði. Ég veit að ég yrði ekki sú eina til að skrifa undir áskorun á Ögmund Jónasson og eða forsetann að taka þetta út af dagskrá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.7.2012 | 12:16
Blóm, ávextir og Brazil.
Ég hef verið að koma afgangnum af sumarblómunum niður í jörðina. Þetta lítur vel út, ef satt skal segja og ég er ánægð með árangurinn. Það gengur líka vel að ganga frá blómunum sem eiga að vera til græðlingatöku næsta vor.
Það er svona að komast lag á þetta hjá mér.
Þetta er eiginlega orðin frumskógur, án rándýra þó... vonandi. Vil ekki fá mink eða ref hingað niður.
Það er búið að vera svo sólríkt að það eru ekki bara krækiber og aðalbláber sem eru mánuði á undan, heldur fleiri ávextir í garðskálanum.
Kirsuber og perur eru ekki amaleg.
Eða plómur.
Í fyrra fékk ég 10 kg. uppskeru af vínberjum, veit ekki hvað það verður í ár.
Og í gær droppuðu við tvær kátar og elskulegar stúlkur, voru forvitnar og ægilega hrifnar. Þegar ég spurði hvaðan þær væru, þá eru þær frá Brasilíu, eru hér að spila með B.I. bolta. Hér skrifa þær í gestabókina, veit ekki hvað eru komnar margar kveðjur frá hve mörgum löndum. Þarf að fara að taka það saman.
Sá svo þessa mynd í BB í morgun. Hún er þá líka stjarna ofan á allt hún Talita. Talita og Gaby heita þessar hressu og skemmtilegu stelpur.
En nú þarf ég að fara út í sólina og hitan. Eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.7.2012 | 22:45
Blóm og kettir.
Það er fullt af fólki sem kemur til mín eða hefur samband á annan hátt til að segja mér að þeim finnist gaman að lesa bloggið mitt. Þetta gleður mig ótrúlega mikið, takk mín kæru.
Það eru auðvitað aðallega myndirnar sem heilla, ég hef verið afskaplega tímabundinn undanfarið, og ekki haft orku í að setja inn myndir. Hef reyndar skrifað pistla þegar mér hefur algjörlega ofboðið það sem er að gerast. En svona inn á milli, þá er svo margt fallegt að gerast í kring um okkur og við eigum að meðtaka það og þakka fyrir allt það góða sem er í kring um okkur, læra að meta það sem er uppbyggilegt og ekki taka inn á okkur það sem er erfitt eða neikvætt. Það þýðir ekki að við tökum ekki afstöðu eða höfum skoðun, en það er einfaldlega spurning um að taka ekki inn á sig neikvæðinina og ruglið, halda haus og huganum og hjartanu í jafnvægi.
Litlu krílin dafna vel, enda sér mamman vel um þau og stundum pabbinn. Þeir eru flottir.
Eins og sjá má hjálpar hann ennþá til með mömmunni að passa og þrífa.
Og Lotta er góð mamma og hugsar vel um afkæmin sín.
En við ákváðum að halda upp á afmælið hans Júlla mín, Sunneva systurdóttir mín elskuleg og Úlfur voru aðal frumkvöðlarnir að því. Úlfur eldaði fiskisúpu sem hann lærði að elda af pabba sínum.
8. júlí var reyndar eini rigningardagurinn á öllu þessu sumri, ég held að það hafi verið a la Júlli að vökva gróðurinn, það var alltaf hann sem sá um vökvun ef ég var ekki heima, svo þetta var hans framlag í vökvun
Við ætluðum að hafa veisluna upp í Bárulundi, sem er gróðursvæði sem var plantað í til heiðurs mömmu minni og Júlli minn átti sinn þátt í því, en svo var ákveðið að halda veisluna í kúlunni, þar sem það var þétt rigning og lítil börn sem voru fljót að bleyta sig ... eins og gengur.
Krakkar okkar systkina eru afar samheldin og góðir vinir, hér eru systurnar Thelma og Heiða Bára dætur Dadda bróður míns.
Hreinn Þórir sonur systur minnar.
Hér eru þau að gæða sér á fiskisúpunni.
Dálítið sterk en rosagóð.
Hér er svo Sunna mín með börnin sín.
Þetta er litla dóttir hennar Auður Lilja að skoða kettlingana.
Þessi mynd er fyrir brottfluttu ísfirðingana mína, hvort þeir kannast ekki við svona kvöldsól.
Hér eru svo anganórarnir, litla Deplan er sennilega lofuð en hinir eru á lausu, nema að það er aðeins verð að spá í þennan svarta, sem gæti verið læða, Sigga dýra ætlar að koma og skoða hann við tækifæri. En þeir eru algjör krútt.
Hér má sjá gullregnið mitt glæsilegt að vanda.
Júlí er sá mánuður sem flest fjölær blóm og runnar blómstra.
En þrátt fyrir mikla þurrka þá eru blóm og runnar vel haldinn hér, sennilega vegna þess að það eru engin auð svæði heldur þekja plöntur öll beð.
Ég er að ganga frá sumarblómunum mínum til undaneldis, salan er sennilega búin á þessu sumri, svo það er ekkert annað en að koma þeim í ból.
Ég veit svei mér ekki hvað ég geri, það er erfitt að hanga yfir litlu, þegar fólk vill frekar kaupa innfluttar plöntur, það er þægilegra. En þannig er það bara ef við viljum hafa þessa aðstöðu í bænum, þá þarf að hlú að því. Reyndar á ég marga fasta viðskiptavini sem versla allt hjá mér. En ég sit uppi með mikið af plöntum og spurning um hvað ég nenni að þræla mér út og sitja svo uppi með heilan helling af plöntum. Við verðum aðeins að hugsa okkur um, það er sama hvort það eru bækur, blóm, föt eða hvað sem er, ef við viljum hafa þjónustuna hér heima, þá þurfum við að hlú að því sem þar er fyrir, þá þýðir ekkert að versla allt annarsstaðar og ætlast svo til að þjónustan sé hér fyrir hendi ef manni dettur allt í einu í hug að fara og versla heima hjá sér.
Þessi er fyrir Hrönn jarðarberin mín, nammi namm.
Æðisleg með rjóma. Við systurnar átum á okkur gat í kvöld.
En njótið vel elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.7.2012 | 14:12
Draumur Össurar og Steingríms þegar nálgast kosningar.
Las merkilega yfirheyrslu Pressunnar yfir Össuri Skarphéðinssyni, í sjálfur sér ekki merkileg þannig séð, nema draumurinn hans. Að öðru leyti er Össur dæmigerð tilfinningarvera, fjölskyldumaður en dálítið öðruvísi. http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/ossur-skarphedinsson-yfirheyrdur-myndir
En þetta stakk mig sérstaklega:
Draumurinn?
Að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu
Þar lá að. Þessi maður sem hefur nú um árabil haft þetta mál á sinni könnu, falið, stungið undir stól, pukrast með aðalatriði málsins, er hér að vinna að sínum einka draumi. Honum er bara alveg sama um hvað þjóðin vill. Hann ætlar sér að koma okkur öllum inn í ESB, hvað sem tautar og raular. Til þess að fullkomna þennan draum hans og Jóhönnu leiddi hann til fylgilags við sig flokk sem vann stórsigur út á að standa gegn inngöngu í ESB, og meðan þau Steingrímur, Össur og Jóhanna voru að plotta hvernig best væri að standa að umsókninni, mitt í kosningabaráttunni, þar sem Steingrímur barði í borðið og æpti EKKER ESB, ENGANN AGS. Vitandi vits að hann var að vinna kosningar út á einmitt það, það stóð ekki í þessum svikahrappi.
Nú horfir Steingrímur fram á hrun flokksins, og áttar sig á því að sannleikurinn bítur stundum í rassinn á manni, þá skrifar hann bréf með nokkrum vinkonum sínum um áhyggjur af því að ALLT ÞAÐ GÓÐA SEM RÍKISSTJÓRNIN HEFUR GERT SKILI SÉR EKKI INN Í NÆSTU KOSNINGAR.
Jæja Steingrímur, heldurðu virkilega að fólk sé svona fljótt að gleyma. Gleyma því að þið hafið svift fullt af fólki bæði atvinnuöryggi og húsnæði. Með því að þessi svokallaða velferðarstjórn tók afstöðu með bönkum og fjármagninu. Gáfuð út veiðileyfi á jón og gunnu í þessu landi. Sennilega, að því er viðskiptafræðingur sem ég ræddi við telur, að þetta sé allt díll frá AGS. Að stjórnvöldum hafi verið uppálagt að láta almenning blæða og gleyma skjaldborginni og ykkar kosningaloforðum. Þið ættuð í stað þess að væla núna, vera nógu skynsöm til að láta lítið fyrir ykkur fara og skammast ykkar allavega pínulítið.
Þið nefnilega hafið haft alltof lengi jáfólk við hliðina á ykkur sem samþykkir allt sem þið segið og gerið, en hafið ekki hlustað á grasrótina, fólkið í landinu. En nú er að renna upp fyrir ykkur ljós, þegar nálgast það að fólk gangi að kjörborðinu. Þá skal öllu tjaldað til til að halda stólunum.
Þetta síðasta útspil að auka kvótann, er gamalt trikk frá fyrri ríkisstjórnum ef þú hefur ekki áttað þig á því. Alltaf þegar krýsa var í uppsiglingu "FANN" HAFRÓ sem er ekkert annað en útspil frá L.Í. Ú og stjórnvöldum að mínu mati. fisk í sjónum til að hægt væri að veiða aðeins meira. Þetta á að friða sjávarútveginn, karlana sem borga í sjóðina ykkar. Karlana sem telja sig eiga Ísland og véla og semja við stjórnvöld með góðu eða illu.
Þið hafið svo sannarlega spilað með, þið eru nefnilega ekkert betri en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, þið eruð jafnspillt og Ömurlega mikið til sölu fyrir völd og peninga eins og þau. Bæði VG eins og hann er í dag og ekki síður Samfylkingin sem myndi sennilega selja ömmu sína ef þau fengju bara nógu hátt verð fyrir hana. Og nú er áróðurinn sá að ef þið vinnið ekki kosningarnar, þá taki bara við Sjálfstæðisflokkur og Framsókn.
Þetta er sett upp þannig að það er annað hvort eða þið eða þau. Og nú eru Sjálfstæðismenn farnir að núa saman höndum og vilja komast í öryggi Samfylkingarinnar. Nema þeir vilja ekki Jóhönnu. þetta er sennilega brandari ársins. Ef Samfylkingin sér sér hag í því að svissa yfir, þá munu þau ekki hugsa sig um augnablik og kasta ykkur út í hafsauga. Þ.e. ef þeir geta samið við Sjalla um að fá að ganga í ESB. Samfylkingin hefur að mínu mati aldrei verið neitt annað en samtök tækifærissinna, þið höfðuð þó að mínu mati prinsipp, en þið glutruðuð því niður, vegna þess að það fólk sem fylgdi ykkur til góðra mála hefur horfið á braut, og standa nú á lausu og vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér.
En ég segi nú bara; gefum þessum fjórflokki frí í fjögur ár. Það er margt um að velja ef skoðað er vel, og á eftir að koma meira í ljós. Hér er hægt að velja um Dögun með fullt af góðu fólki innanborðs, það eru ekki þar inni bara þrír þingmenn Hreyfingarinnar, heldur fullt af fólki sem hugsar eins og ég og fleiri. Þarna er Samstaða Lilju Mósesdóttur, sem svo sannarlega hefur sýnt að hún vill hag fólks sem bestan, og þarna eru Hægri grænir. Það þarf að þora að svissa yfir og kjósa eitthvað annað en síðastliðin sautjánhundruð og súrkál ár. Og þegar þið leggið á þá braut ágætu kjósendur, þá verður það alltaf meira auðveldara næst. Þá mega þaulsetustjórnálapólitíkusar fara að vara sig og reyna að standa sig betur en nú er. Eins og er finnst þessu fólki hreinlega að það sé áskrifendur að atkvæðunum sínum. Er það það sem þið viljið?
Eða hugnast ykkur meira að leyfa öðrum að njóta vafans, það yrði raunveruleg siðbót í íslensku samfélagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.7.2012 | 20:34
Læða, kettlingar og ýmislegt fleira.
Jæja þá er það fæðingin í gær.
En fyrst nokkrar myndir. Í dag hefur rignt hressilega og er það notalegt að vita því ekki var vanþörf á regni fyrir gróðurinn.
Farþegaskipinn koma nær daglega, og eru sum með jafn marga farþegar og íbúar bæjarins.
Dálítið merkilegt með þá sem koma með þessum skipum, að þau virða ekki bílaumferð. Við bílstjórarnir verðum að sæta lagi til að aka um götur bæjarins, það er rétt eins og rollum hafi verið sleppt lausum í bænum, því fólkið ætlast greinilega til þess að akandi vegfarendur séu bara til trafala.
En mesta mannmergðin var yfirstaðin þegar ég tók þessa mynd.
Það eru enginn smáskip sum þeirra sem hingað koma.
Ást er að borða saman.
Tók eftir því í gærmorgun að Lotta litla var orðin óróleg og greinilega með verki, svo ég taldi að það væri komið að fæðingunni. Blesi hefur verið góður við hana alla meðgönguna, hann hefur sleikt hana og kysst jafnvel, og verið afskaplega umhyggjusamur.
Hér er fyrsti kettlingurinn kominn, hún varð alveg skíthrædd og stökk í burtu, ég varð sjálf að sprengja líknarbelginn og fara svo og sækja hana inn í skáp, til að sinna afkvæminu.
Hér er sú litla læða og alveg eins og mamman.
Já það er sleikt og sleikt.
Næsti var högni, gulur og flottur, en greinilega stærri en læðan, svo ég varð að tosa hann út, þegar ekkert gekk.
Og áfram héldu hríðarnar, nú var dýralæknirinn komin og við fylgdumst með. Ef það kemur einn svartur og hvítur þá er öruggt að Blesi er pabbinn ákváðum við.
Og hér er hann kominn til að hjálpa til. Hann sleikti bæði Lottu og kettlingana af mikilli samviskusemi.
Tekur föðurhlutverkið mjög alvarlega blessaður.
Hér þrýfur hann þann gula.
Og svo kom einn svartur og hvítur, svo Blesi getur ekki þrætt fyrir, enda er hann bara stoltur og glaður.
Svona svona ég skal hjálpa þér.
Það gengur betur þannig.
Ég er sko hérna hjá þér dúllan mín.
Þetta verður allt í lagi.
Ég get alveg séð um þetta.
Komnir allir fjórir og þá er hægt að slaka á.
Og smáfólkið þarf að koma og skoða.
Og ekki bara smáfólkið....
Morrakrakkarni höfðu verið að skemmta á Markaðshátíð í Bolungarvík og komu við til að skoða litlu afkvæmin.
Og þá er að smella myndum af þeim.
Með flokkstjóranum sínum.
Mamman ánægð með ungana sína.
Og hér eru þeir allir fjórir.
Dúllur.
Pabbinn fylgist svo stoltur með.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
8.7.2012 | 12:50
Elsku Júlíus minn.
http://www.youtube.com/watch?v=5kQqED7bq7E&feature=share
Elsku sonurinn minn góði, í dag hefðir þú orðið 43 ára ef þú hefðir lifað. Ég sakna þín ennþá sárt. Þeir segja að tíminn lækni öll sár, það er ekki rétt, maður lærir að lifa með sorginni.
Til hamingju með daginn vinurinn minn hvar sem þú ert ég veit að þú ert hamingjusamur og umvafinn ást og umhyggju allra sem í kring um þig eru.
Sorgin er sár
svíður hjarta.
Tómleiki og tár
tilfinning svarta.
Samt lifir sú von
að góð sé þín köllun
minn elskaði son
á Ódáinsvöllum.
Ljúflingur og ljósið mitt
leggðu á veginn bjarta.
Löngunin og lífshlaup þitt
liggur mér á hjarta.
Í dýpstu sorg um dáinsgrund
döprum hug mig teymdir.
en fórnfýsi og fagra lund
í fylgsnum hugans geymdir.
Ekki barst þú mikið á.
Elsku sonur mildi.
Varst samt alltaf þar og þá.
Þegar mamma vildi.
Í mér sorgin situr nú
sárt er upp að vakna.
Hér ég vildi að værir þú
vinur þín ég sakna.
Englarnir nú eiga þig.
engan frið það lætur.
Við það sætta má ég mig
móðirin sem grætur.
Elsku Júlli ástin mín.
yfir þér nú vaka.
Allir vættir. Ævin þín
er óvænt stefnutaka.
Ég veit að elsku mamma mín
miðlar með þér gæsku.
Hún var æðsta ástin þín.
öll þín árin æsku .
Nú gráta blessuð börnin þín.
bestur alltaf varstu.
alltaf setja upp í grín.
alla tilurð gastu.
Sendi ég þér sátt og frið.
með söknuði í hjarta.
held þú eigir handan við,
hamingjuna bjarta.
P.S. þið sem ætluðuð að heiðra Júlla með nærveru ykkar upp í Bárulundi núna kl. fjögur, þá höfum við flutt fagnaðinn niður í kúlu vegna rigningarinnar. Allir vinir og vandamenn Júlla eru velkomnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.7.2012 | 10:16
Vangaveltur um nánustu framtíð af gefnu tilefni.
Halldór Jónsson bloggari kastar fram þeirri hrollvekjandi spurningu hvort Jóhanna og Steingrímur séu búin að tryggja inngöngu okkar í ESB, hvað sem hver segir. http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/
"Ef Jóhanna og Steingrímur(skrifa undir ESB aðild þá geta þau látið Alþingi greiða atkvæði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Inngangan er frágengin hvernig sem atkvæði falla. Þó Ólafur Ragnar vísi lögunum til þjóðarinnar skv. 26 gr. stjórnarskrárinnar þá gildir 1.gr. laganna. "
Mér finnst þetta vera málað fulldökkum litum, en langar aðeins að segja hvernig málið snýr við mér:
Í fyrsta lagi tel ég ólíklegt að þingið samþykki inngöngu í ESB eins og málin standa í dag. ESB sinnar í Sjálfstæðisflokknum eru ekki líklegir til að samþykkja þetta með samþykktir tveggja landsfunda á bakinu um að Ísland sé betur komið án aðildar. Það eru kosningar á næsta ári og þó þeir ef til vill virði ekki grasrótina, þá munu þeir óttast skuggastjórnendur flokksins það er nokkuð ljóst.
Innan Framsóknarflokksins er sennilega bara einn þingmaður sem myndi segja já. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja flokksins til að vera utan ESB.
Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Jón Bjarnason myndu örugglega segja nei. Hvað þau gera Ögmundur og Guðfríður Lilja er ekki á hreinu, þau virðast segja eitt og gera annað. Fylgja flokknum, eða jafnvel sitja heima eða vera "veik" til að þurfa ekki að taka afstöðu.
Þá er spurningin um Hreyfinguna. Miðað við það sem ég hef heyrt þau segja, er ekki líklegt að þau segi Já. En ef þau gera það, mun annað hvort gerast; að Dögun splittist upp í fyrri einingar, eða að Hreyfingin verði ekki með í flokknum. Þessir þrír þingmenn eru ágætis manneskjur og ég kann vel við þau öll, þau virðast vera heiðarleg, en ég skil bara ekki stundum þá afstöðu sem þau taka. Þannig að það er frekar óljóst um afstöðu þeirra í því ljósi.
En ef þetta mál fer nú samt í gegnum þingið, þá kemur til kasta forsetans. Hann hefur lýst því yfir að hann muni ef eftir því verði óskað af almenningi sjá til þess að málið fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með því að neita að skrifa undir. Ég er ekki í neinum vafa um að nægilegur undirskriftafjöldi tækist til að svo yrði gert.
Nú er unnið að því að ógilda forsetakosningarnar. Ekki vil ég segja beint að það sé að undirlagi þeirra sem vilja ekki að forsetinn geti stöðvað ferlið, en sá grunur læðist óneitanlega að mér. Tímasetninginn á kærunni er nákvæm, það hafa farið fram nokkuð margar kosningar undanfarið án þess að Öryrkjabandalagið hafi kært, svo hvers vegna núna?
En ef svo færi að þeim tækist það ætlunaverk að ógilda kosningarnar svo Ólafur Ragnar víki hvað gerist þá? Þá hlýtur að þurfa að kjósa upp á nýtt. Eða ætla stjórnvöld sér þá að taka við forsetaembættinu uns nýr forseti verður valinn? Er það ef til vill plottið. 'Eg þekki ekki lagareglurnar.
En það hlýtur að þurfa að kjósa upp á nýtt. Mér kæmi ekki á óvart þó Ólafur Ragnar byði sig fram aftur, sennilega líka Herdís, Andrea og Ari Trausti. Ef svo ólíklega vildi til að Ólafur tapaði þeim slag, þykir mér næsta víst að Herdís eða Andra hlytu embættið. Því það er nokkuð ljóst að miðað við þær aðstæður sem eru í landinu vildi enginn hugsandi maður fá puntudúkku og veislustjóra í embættið, eins og Ari Trausti hefur gefið sig út fyrir að vilja. Báðar þessar konur hafa sömu stefnu og Ólafur, þ.e. að beita málskotsréttinum og gefa fólkinu í landinu val um hvað það vill gera í bindandi kosningum.
Ef plottið er hins vegar að gera þetta nákvæmlega á þeim tíma þ.e. í ágúst, og ekki næst að hafa kosningarnar í tíma. Er ekkert annað fyrirliggjandi en að forsetinn leysi upp þingið og setji fram utanþingsstjórn áður en umboð hans rennur út. Það er nú þegar í gangi undirskriftasöfnun þess eðlis. Einnig hefur Jón Lárusson og lýðræðishreyfingin skorað á hann um að setja ESB málið í kosningu og Hreyfingin líka, og Dögun held að ég fari þarna með rétt mál.
Það á hreinlega ekki að vera hægt í lýðræðisþjóðfélagi að ríkisstjórn sem virðist vera með innan við 10% traust þjóðarinnar geti smyglað henni inn í erlent bandalag bakdyrameginn.
En ég er sammála Ólafi Ragnari að aldrei hafa verið meiri óvissutímar en einmitt núna og ógnin við að stjórnvöld reyni að svipta okkur frelsinu og þeim auðlindum sem við búum yfir. Aldrei hefur verið meiri þörf á festu og öryggi um að hagur þjóðarinnar sé tryggður en ekki eiginhagsmunapot örfárra manna.
Aldrei hefur verið meiri þörf á því að þjóðin standi saman um örlög sín og fái sannleikann upp á borðið. Og aldrei hefur verið ríkari þörf á því að við krefjumst þess að allt sé sett upp á borðið og engu leynt en einmitt nú. Og aldrei hefur verið meiri óvissa um örlög ESB og evrunnar en einmitt á þessari stundu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
5.7.2012 | 11:00
Blóm, kisur og smávegis af pillum.
Enn heldur umræðan áfram um kosningarnar, þjóðin nánast klofin í tvær fylkingar, með og á móti forsetanum. Það er samt ekki honum að kenna heldur því að fólk getur hreinlega ekki tekið lýðræðislegum kosningum, þar sem viðkomandi einstaklingur vann sigur í öllum kjördæmum. Hver rætningsgreininn og skilgreiningin birtist eftir aðra allskyns "fræðingar" á sjó dregnir til að hamast yfir úrslitunum, gera sem minnst úr þeim og skíta út bæði manninn og þetta æðsta embætti ríkisins. Já að mínu mati er þetta allt niðurlægjandi fyrir okkur öll, og hættulegt samfélaginu einmitt núna þegar við stöndum í harðvítugum deilum við erlend árásarsamtök. Því að mínu áliti er ESB ekkert annað en árásarsamtök til að yfirtaka Ísland með makríl og öllu sem hér finnst. Þeir sem ekki hafa áttað sig á því eru í besta fallið barnalegir. Sumir vilja bara alþjóðavæðingu með hverju sem það kostar. Aðrir gera sér hreinlega ekki grein fyrir hvað er í húfi. Nú hafa þau sýnt grímulaust að við eigum að hlýta reglum Evrópusambandsins skilyrðislaust, og það áður en við höfum samþykkt inngöngu. Hvernig verður það þá eftir á. Jú bara tilekipanir og refsingar ef ekki verður farið að einu og öllu að vilja stórríkisins. Þeir hafa ýmis meðul, um leið og við höfum lagst undir einokunina. Það verða eiginlega endalok frelsis hér á Íslandi.
Og nú ætlar Örykjabandalagið að kæra útslit kosninganna. Hafa þau skoðað þessa ákvörðun sína til enda? Ef svo færi að kosningin yrði dæmd ógild... hvað tekur þá við? Á að kjósa aftur? Og hverjir verða þá í framboði? Þóra Arnórsdóttir hefur gefið út að hún fari ekki aftur í kosningaslag.
En svo má spyrja af hverju núna? Það hafa farið fram margar kosningar með þessum "ólögum" sem eru í þessu máli. Og er það ekki á höndum innanríkisráðherra ef hann hefur lofað að laga þetta fyrir kosningarnar núna. Hefði þá ekki verið nær fyrir Bandalagið að kanna málið FYRIR KOSNINGAR?
Ganga úr skugga um að allt væri í sómanum fyrir sitt fólk?
Afsakið en þetta lyktar af einhversskonar samsæri um að reyna að breyta niðurstöðum nákvæmlega þessara kosninga. Og þær hitta fyrir ranga aðila, sem sagt forsetan en ekki síður kjósendur. Ég held að flestir séu búin að fá nóg af þessum illindum og rifrildi sem hefur verið í gangi. Og ég er sannfærð um að það eru fleiri eins og ég sem vil ekki fara í annan leðjuslag. Það er nóg komið.
Ólafur er rétt kjörin forseti til næstu fjögurra ára, og á að fá vinnufrið. Nú þarf að taka saman höndum og gera það besta úr öllu. Auðvitað eru alltaf gagnrýnendur á störf forseta og allra. Við dettum öll ofan í þann pitt líka að ýkja og bæta okkar málstað á kostnað annara. En þegar niðustaðan liggur fyrir, þá þarf að slíðra sverðin og standa saman sem þjóð.
Ég ætla að minnka lestur á netinu næstu daga. ÉG er að verða miður mín yfir því hvernig fólk getur látið, og er ég þó ekki mannanna best. Það er því gott fyrir sálina mína að sleppa því að lesa svona endalaust haturstal, en snúa mér að einhverju uppbyggilgera, og heilsteyptara og vona að þessar raddir hljóðni smám saman.
En ég ætla að setja inn nokkrar myndir fyrir þá sem leiðist svona tal. Ég get bara ekki stillt mig. Segi bara okkur líður sjálfum illa ef við erum endalaust að velta okkur upp í öllu því ömurlega sem okkur finnst, og finnum hjá okkur þörf fyrir að endurtaka í sífellu sömu hlutina til að koma illu af stað.
Fyrst er nú að segja frá því að Lotta mín er með kettlinga í maganum. Það átti ekki að gerast en dýralæknirinn trúði því ekki að þessi litla saklausa kisa væri ekki ennþá barn
Mig grunar reyndar að hér sé sökudólgurinn, hann var sem sagt meira bráðþroska en hún. En nú hefur hann hlotið sinn örlagadóm, engar bollur lengur
Jamm bumbukisan mín.
Veðrið heldur áfram að vera bjart og fallegt, að vísu hellirigndi í fyrrinótt, en svo var sólin komin aftur í morgun.
Minn eigin foss.
Gróðurinn er orðin ansi þurr og virkilega þörf á hellirigningu.
Rosemary blessunin í villiskóginum mínum. Nú er hún farin suður og selur sína fallegu muni í Kolaportinu.
Blómarós innan um blómarósir.
Þeim kom vel saman Úlfi og henni. Bestu kveðjur til þín Rosemary mín.
Júlíana og Daníel kíktu við, reyndar er Daníel búin að gista hér um tíma, honum finnst svo notalegt að vera í kúlunni. Nú eru þau á leið til pabba síns í Noregi og þaðan í sumarfré með fjölskyldunni það verður gaman, síðan koma þau rétt tímanlega til að fara til Fljótavíkur með okkur, nóg að gera hjá þessum elskum. Öll barnabörnin eru að vaxa upp og verða stór og flottir einstaklingar.
ÚLfurinn minn að breytast líka úr barni í ungling. Lífið þeytist fram hjá manni, án þess að maður eiginlega taki eftir því. Þess vegna er svo mikilvægt að gefa þeim tíma þessum elskum og njóta samvistum við þau meðan þau hafa tíma fyrir okkur.
Þetta er nefnilega tíminn sem við leggjum inn það góða og fallega og að bera virðingu fyrir öllu sem lifir, og hlú að því sem er minnimáttar.
ÁLfar og tröll, allt í sama pakkanum. Ef við gætum lifað í slíkri harmoníu og aðrar verur og vættir, þá væri lífið einfalt.
Dhalía frá því í fyrra, flottari en nokkru sinni.
Nelly Moser og Villa De lyon vilja frekar hanga en klifra, þá verður bara svo að vera, en Skjaldfléttan er að byrja á að klifra, svona geta áhugamálin verið misjöfn.
Nellikurnar, pelargoníurnar og petuníurnar lifa í sátt og samveru og þrífast bara vel saman.
Eina fyllta pelagonían sem ég veit um, og hún er frá bónda úr djúpinu.
En nú ætla ég mér að fara út og rótast í moldinni. Það gerir mann moldugan upp fyrir haus, en sú mold og drulla er öll utaná. Þá nægir að fara í bað. Hin drullan sem sest inn í mann er erfiðari, þá þarf helst að fara í andlega íhugun og skoða sjálfan sig að innan. Lofa sjálfum sér að reyna að vera betri manneskja og stilla sig um allt það ljóta. Því eins og við vitum flest kemur sú drulla tífallt til baka, sem við sendum út í samfélagið.
Eigið góðan dag elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.7.2012 | 23:30
Að taka ósigri er sigur í sjálfu sér.
Já er ekki mál að linni. Ég er alveg búin að fá upp í kok af gífuryrðum og væli þeirra sem ekki kusu Ólaf Ragnar. Getum við ekki bara tekið úrslitunum eins og fólk og sætt okkur við niðurstöður kosninga. Þetta er orðið svo barnalegur sandkassaleikur hjá töpurum að það hálfa væri nóg. Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að þegar úrslit eru ráðin, þá þarf bara að sætta sig við lýðræðislega niðurstöður. Við getum ekki alltaf fengið allt sem við viljum, og þegar meirihlutinn hefur sagt sína meiningu þá ber okkur bara að sætta okkur við lýðræðið. Það er svolítið ýkt að einmitt fólkið sem reynir að kenna sig mest við lýðræði eins og tildæmis Þórhildur Þorleifs, reynir að ýja að því að hér hafi eitthvað brugðist þegar úrslitin eru henni ekki að skapi. Sýnir bara að allt þetta blaður um lýðræði og jafnrétti nær ekki lengra en það að jafnréttið og lýðræðið er eingöngu virkt ef það er þeim í hag. Þvílík ömurlegheit, segi nú ekki meira. Sorrý Þórhildur mín, en svona blasir þetta við mér.
Ég bendi á að Þóra sem keppti við Ólaf um Bessastaði hefur lýst því yfir að hún muni aldrei taka aftur þátt í svona kosningaslag. Fyrir mér segir það bara eitt. Þóra er flott kona og heilbrigður einstaklingur, þessi kosningabarátta fór úr böndunum og var ekki í hennar anda. Hún er nógu mikil manneskja til að taka þessu með reisn og framkoma hennar eftir þetta segir meira en þúsund orð um hvað var í gangi. Hún getur því gengið stolt frá þessu og er meiri manneskja fyrir vikið. Enda á hún kyn til þess.
Staðreyndin er að Ólafur Ragnar vann þessa baráttu, og því verður ekki breytt. Þeir sem finna þessu atriði allt til foráttu er vissulega vorkunn, en um leið segir meira um þann karakter sem þeir hafa, en um Ólaf eða hans stuðningsmenn.
Ég verð að viðurkenna að mér verður smá bumbult yfir því sem fólk lætur frá sér fara um úrslitin. Þar sem allt það versta í fari fólks kemur fram. Það færi betur á því að menn reyndu að tjá sig ekki meðan þeim er svo heitt í hamsi, því það gerir ekkert annað en að sýna þá sömu í vondu ljósi.
Staðreyndin er bara sú að við höfum kosið okkur forseta til næstu fjögurra ára, og höfum valið Ólaf Ragnar til að gegna því embætti. Ég er á því að Ólafur eigi eftir að standa sig með sóma, og eins og hann hefur sagt sjálfur, hann hefur engu að tapa að standa með þjóðinni, því þetta er hans síðasta kjörtímabil og þar með ekkert sem hindrar hann í að standa með þjóðinni á örlaga tímum.
Þegar innan við 10% landsmanna treystir ríkisstjórninni þá eru vissulega óvissutímar, og þá er gott að vita að á Bessastöðum er maður sem getur alltaf sent ákvarðanir til þjóðarinna. Því það er ekki eins og hann hafi einhver völd fyrir utan að vísa málum til þjóðarinnar.
Þess vegna er ég miklu bjartsýnni á málefni þjóðarinnar en í langan tíma, því ég geri mér ljóst að endastoppistöðin er á Bessastöðum. Og þar situr maður sem virkilega vill standa með þjóðinni, gegn óvinsælustu ríkisstjórn í langan tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
1.7.2012 | 22:20
Já að mínu mati sigraði lýðræðið í gær.
Jamm nú er þessi kosningabarátta búin og niðurstaða komin. Þegar Ólafur Ragnar var kjörin í fyrsta skiptið var ég jafn brjáluð og ég sé ýmsa vera núna. Ég svo sannarlega viðhafði öll þau ljótu orð sem ég les núna er alveg jafn sek um það og aðrir. Mér fannst hann... já þarf ekki að segja meir. Minnir að ég hafi kosið Pétur Hafstein sem var hér sýslumaður og ágætis vinur minn á margan hátt, þar sem hann treysti mér mannabest til að sjá um lóðina kring um Sýslumannsbústaðinn, auk þess kenndi konan hans dóttur minni á píanó. Ég hafði ætlað mér að kjósa Guðrúnu Pétursdóttur því mér fannst hún bera af en þvi miður dró hún framboð sitt til baka.
Ég er að segja frá þessu vegna þess að ég vil að það sé dagljóst að í þá daga var Ólafur ekki minn óska forseti, svo langt í frá.
En svo breytast tímarnir og eftir fyrstu neitun hans um að samþykkja fjölmiðlalögin fór ég í fyrsta skipti að hugsa um að eitthvað væri nú samt sem áður í hann spunnið. Þetta leiddi svo af sér að ég sagði upp morgunblaðinu. Vegna fyrirsagnarinnar daginn eftir þetta. Þar sem ég hafði keypt moggann í yfir 35 ár, hringdi Styrmir í mig og ræddi þetta við mig í svo sem eins og hálftíma. Ég einfaldlega sagði honum að mér væri stórlega misboðið af hálfu blaðsins af fréttum af þessum atburði og ég sæi mér þess vegna ekki fært að kaupa blaðið aftur. Þar sem Styrmir er einstaklega ljúfur og klár karl skildi hann þetta loksins.
Þetta var stórt skref því Morgunblaðið var stór þáttur í mínu lífi að lesa og fylgjast með þessum miðli, en ákvörðun var tekin og hún hefur staðið síðan.
Þegar Icesave málið kom upp, og forsetinn hafnaði Icesave tvö, fór ég aftur að hlusta, og þegar hann hafnaði Icesave þrjú, var ég svo spennt að ég slökkti á útvarpinu og hreinlega treysti mér ekki til að hlusta á hvað hann myndi gera. En svo smátt og smátt heyrði ég á máli manna að hann hefði aktiualli neitað aftur að skrifa undir.
Þar með fyrirgaf ég Ólafi Ragnari allt sem ég hafði á hann, svo sannarlega.
Síðan þá hef ég veitt honum mitt atkvæði.
Ég tek líka undir málflutning hans um að hér er verið að skerpa á lýðræðinu. Með höfnun Icesave, gerðist hann talsmaður alþýðu landsins og í gær sigraði lýðræðið.
Því miður var yndælis kona kramin milli skers og báru. Henni var att út í þetta og atburðirnir tóku einhverja stefnu sem hún réði ekki við. Það er augljóst af því hvernig hún talar núna að henni var ofboðið. En sýnir hve í raun og veru samviskusöm og góð manneskja hún er. Hún má samt vel við una, og vonandi kemur hún aftur til sjónvarpsins, því þar hefur hún svo sannarlega verið frábær. Falleg og flott kona.
http://www.visir.is/thora-ihugar-ad-senda-svavar-a-sjoinn---ari-trausti-sattur/article/2012120709918
Því miður þá liðu aðrir frambjóðendur fyrir þetta tveggja turna tal og náðu aldrei vopnum sínum. Af þeim sem þar buðu sig fram þótti mér mest til Andreu koma og Herdísar. Einhvernveginn náðu Ari Trausti og Hannes aldrei að heilla mig. En þær tvær voru svo sannarlega flottar og vonandi bjóða þær sig báðar fram aftur eftir fjögur ár.
Þeir sem raunverulega töpuðu þessum kosningum voru fjölmiðlar, sérstaklega Rúv og Stöð2. Þar var allt reynt til að hafa áhrif á niðurstöður og tjalda öllu til, með því að þegja um það sem kom öðrum frambjóðendum vel og lyfta öllu upp sem koma þeirra manneskju vel. Þetta reiknast ekki á Þóru, enda held ég að hún hafi í raun og veru verið fórnarlamb aðstæðna.
En málið er að í gær sigraði lýðræðið. Hvað sem má segja um Ólaf Ragnar, þá hefur hann gefið línuna og við fólkið tekið undir hana. Héðan af hlýtur hann að fylgja því sem hann lofaði okkur, hann hefur engu að tapa, því þetta er hans síðasta kjörtímabil. Og hann hefur svo sannarlega sýnt að í erfiðum málum stendur hann með þjóðinni, ekki bara hér heima, heldur líka í því að tala upp þjóðina á alþjóðavettvangi.
Það var einmitt það sem gerðist, við fólkið í landinu vorum að þakka honum fyrir það sem hann gerði til að tala kjarkinn í okkur upp aftur, þegar það var komið niður fyrir frostmark.
Ég get alveg skilið vonbrigðin og reiðina í stjórnarliðum. Þau sjá sína sæng útbreidda ekki bara að Ólafur hafi unnið kosningarnar, heldur miklu frekar að þau skynja að þeirra málflutningur hefur beðið skipsbrot. Það sem þau hafa lagt allt kapp á steytti á skeri, fyrst og fremst ESB umsóknin. Hún mun vonandi verða dreginn til baka í kjölfarið.
http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=129251&st=40
Við ættum að hlusta á það sem fólk segir í útlöndum, því það er yfirleitt skynsamlega mælt og af umhyggju fyrir íslenskri þjóðarsál, miklu meira en okkur grunar.
Nú vona ég að meiri þrýstingur verði settur á áskorun til forsetans um að koma þessari ríkisstjórn frá og hvetja til þess að sett verði á utanþingsstjórn sérfræðinga sem þekkja og vita hvað er best fyrir þjóðina, ekki seinna vænna.
En ég vil óska íslenskri þjóð til hamingju með nýja lýðræðið sem sigraði í gær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 2023355
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar