Fljótavík - ferðalok.

Hér er þvílík blíða, það rigndi í gær mikið en var komin sól og blíða aftur í dag. Það hentar mér vel því ég er að þvo af kappi eftir ferðalagið okkar. Og þurrkarinn er bilaður svo allt þarf að fara út á snúru. Ekki það að ég þurrka alltaf allt úti þegar það er hægt. Það kemur svo góð lykt í þvottinn.

77-IMG_4595

Villibörn..

78-IMG_4597

Gott að hafa slönguna þarna, en svo er auðvitað hægt að fara í sturtu inni ef manni er kalt.

79-IMG_4600

En fyrst þarf að skola sandinn burtu.

80-IMG_4624

Silungur bæði steiktur og grillaður, börnin sáu um grillið en fullorðna fólkið amma um steikinguna inni.

81-IMG_4686

Annað sem börnin elskuðu var hvönnin, hún var bæði skjól, bardagatæki og felustaður. Hér er ein flugvél á einum af þremur flugvöllum í Fljótavík.

82-IMG_4687

Og hvönnin er risavaxin eins og sjá má.

83-IMG_4693

Sullum bull....

84-IMG_4694

Þó maður sé bara fjögurra ára má maður sulla alveg sjálfur.

85-IMG_4695

Svo má veiða seiði en það þarf að skila þeim aftur. Því við viljum hafa silung áfram. Hér er komið eitthvert óargadýr sem leggst á seiðin flundra, einskonar koli, sem er nýr hér á svæðinu og ekki vinsæll.

86-IMG_4698

Svo er tuskast eins og gengur en allt í góðu.

87-IMG_4700

Þarna sést í sumarbústaðinn hennar Boggu Fljótavíkurmóru, hún er hér allt sumarið og passar upp á að allt sé samkvæmt reglum. Ómissandi þessi elska.

88-IMG_4703

Á góðri stund.

89-IMG_4711

Systkinin í eltingarleik.

90-IMG_4712-001

Gaman gaman...

91-IMG_4715

Já það má nota hvönnina í ýmislegt.

92-IMG_4718

Heart

93-IMG_4721

Strandaflug stendur fyrir flutningum til Fljótavíkur og fleiri staða, hér fara Sigga mín og börnin, þau eru á leið til Danmerkur svo þau þurftu að fara aðeins fyrr.

94-IMG_4726

Og dótið flutt á bílnum. Hvalurinn sem við sáum í fyrra er komin langt upp í vatn.

95-IMG_4732

Hér er ég að borða grafsilung Cool

96-IMG_4734

Verið að fara í göngutúr, það er hægt að ganga hér um á alla vegu og afar fallegar gönguleiðir hvert sem farið er. Eins gott að vera vel skóaður, því mýrlendi er hér mikið.

97-IMG_4735

Þessi börn eiga eftir að koma hér oft og mörgum sinnum og þess vegna er mikilvægt að þau læri að umgangast náttúruna og Fljótavíkina af virðingu og trausti.

98-IMG_4737

Yngsti stubburinn undir sér afar vel hér hjá timbrinu, það var spennandi.

99-IMG_4739

Ásthildi fannst það líka gaman.

100-IMG_4751-001

Einn af fáum stöðum sem þessum skæruliða er treyst fyrir hamriLoL

101-IMG_4760

Og þessum líka...

102-IMG_4761-001

Það rigndi einn dag, en það var samt svo hlýtt.

103-IMG_4765

Úlfur er rétt eins og pabbi hans algjör barnagæla, og hefur gott lag á börnunum.

104-IMG_4769

Heart

 105-IMG_4788

Arnar Milos og Davíð Elías eru ekki bara tvítyngdir heldur þrí, því þeir eru íslendingar, króatar og serbar. 

106-IMG_4828

Amma það þarf að flétta hárið mitt á kvöldin svo ég sé ekki alveg eins og villisvín á morgnana segir þessi unga dama og veit alveg hvað hún vill.

107-IMG_4837-001

Þvílík kyrrð og þvílíkur friður. Hér er faðir minn alinn upp, hér var hann til 17 ára aldurs. Við erum öll mótuð af þessu landi frá föður okkar rétt eins og hin frændkyn okkar eru mótuð í sama stein. Við erum hreykin af uppruna okkar.

108-IMG_4839-001

Börnin virðast ekki hafa erft áhugan, en aftur barnabörnin munu bera hefðina áfram.

109-IMG_4844

Læri á grilli og eitt í holu, frábært og ómissandi.

111-IMG_4851

Þarna var notalegt að sitja.

112-IMG_4854

Og lífið gekk sinn yndæla vana gang.

113-IMG_4862

Og það var spjallað um ýmislegt, veiði, flugur, gönguferðir og hvaðeina.

114-IMG_4864-001

Meðan sólin gekk sinn gang.

115-IMG_4866

Meðan hún gekk til viðar á friðsælum stað, sem getur samt verið svo harðneskjulegur á stundum að menn undrast í dag hvernig fólk gat lifað og starfað hér á þessum útkjálka. En ætli þeim hafi liðið nokkuð betur í meira þéttbýli?

116-IMG_4868

Já kyrrð og friður er það fyrsta sem kemur upp í hugann.

117-IMG_4871

Börnin finna þetta líka og elska þennan stað.

118-IMG_4873

Þau munu landið erfa að því er sagt er. Og þess vegna þarf að kenna þeim að umgangast svona stað með tilskiliinni virðingu. Og gæta þess að enginn óprúttinn ættingi selji einhverjum fjárfestum sinn hlut, því við viljum ekki fá neina græðgi hingað.

119-IMG_4877

Hingað eru samt allir velkomnir til að njóta með okkur bara á þann hátt að njóta þess sem þessi paradís hefur upp á að bjóða.

120-IMG_4878

Á svona tímum er það eina sem heyrist er þungt brim niður við ósinn, sem alltaf er og gaggið í tófunni, smá tíst í fugli annars algjör ró.

121-IMG_4882

Ég er afar stolt af því að vera í þeirri aðstöðu að geta boðið börnunum mínum og barnabörnum upp á svona líf. Svo þau kynnist því hvað raunveruleg hamingja er, hún er ekki fólgin í peningum, völdum eða upphefð, hún er nákvæmlega fólgin í því að finna sjálfan sig á svona stað, og læra að meta náttúruna í sinni fegurstu mynd.

122-IMG_4885

Að læra að kynda upp í kamínunni, læra að ganga vel um og passa fötin sín. Finna sig í óbyggðum.

123-IMG_4894

Læra að elska þennan stað.

124-IMG_4904-001

Marijana hnýtti henni þennan krans. Og hún fann orma í fíflunum og ákvað að safna slíkum til að fara með heim og selja í gæludýrabúðina í Austurríki.

126-IMG_4924

Og auðvitað hjálpast allir að.

127-IMG_4926

Hér er verið að skoða flugnabókina af mikilli athygli með Atla frænda.

128-IMG_4934

Alltaf nóg að borða í svona ferðalögum, því börn eru sísvöng í útilegu.

129-IMG_4936

Svo er gaman að lesa líka.

131-IMG_4954

Á svona stöðum eru draugasögur nauðsynlegar, og sérstaklega vinsæl er sagan hans Atla um pitty pittý puff puff.... en amma sagði eitt barnið taktu mynd af geimverunni.

132-IMG_4957-001

Og Atli er bara einn af öfunum, þannig er það bara.

133-IMG_4967-001

Óðinn Freyr kom alla leið frá Noregi til að fara til Fljótavíkur.

135-IMG_4969

Sólbrot.

136-IMG_4973

Og enn sitja þeir "gömlu" á rabbi.

137-IMG_4976

Allt hefur sinn tíma.

138-IMG_4996

139-IMG_5017

Þessar elskur vöskuðu upp í flestum tilfellum.Heart

140-IMG_5018

Kerti og spil kerti og spil.

141-IMG_5019

Og svo þau litlu, mega ekki vera með kerti Heart

142-IMG_5020

En stundum er maður rosa þreyttur og gildir þá einu hvar maður sefur Heart

143-IMG_5039

Afarnir þrír...

144-IMG_5040-001

Það þarf nefnilega að brenna rusli og það er gert síðasta kvöldið og er afar spennandi fyrir börnin.

145-IMG_5041

Þau hreinlega elska þessa bálför í lokin.

146-IMG_5042

En Fljótavíkin er dyntótt, og það kom í ljós að bátur kæmist ekki að næsta dag, því ölduhæð í Djúpinu var um tveir og hálfur meter, svo ekki yrði sjófært, þá var eina leiðin flug ef það væri þá flugfært.

149-IMG_5058

Fallegu börnin mín.....

150-IMG_5069 

Öll sem eitt...

151-IMG_5073

Hér er grafíkerenn Haukur að teikna listaverk í gestabókina sem við ætlum öll að skrifa í á morgun til að þakka fyrir okkur.

152-IMG_5074

Í raun leið þessi vika alltof fljótt, en góðar minningar munu geymast meðal okkar allra.

153-IMG_5075

Þá er bara að pakka saman og reyna að gera sem minnst úr öllu, því flugvélin tekur ekki sama magn og bátur.

154-IMG_5076

Og þá var bara að bíða, flugvélin kom ekki fyrr en seinni part dagsins og sumir voru orðnir dálítið óþolinmóðir, en veðrir var dásamlegt svo allt gekk þetta vel.

155-IMG_5078

Við áttum ennþá nægan mat svo enginn þurfti að vera svangur.

156-IMG_5082

Áttum meira að segja efni í pizzur, Úlfur og Júlíana sáu um að gera pizzur á grillinu.

157-IMG_5083

°Sem var vel þegið af öllum.

158-IMG_5084-001

Eins og ég sagði börn eru botnlaus í útilegum.

159-IMG_5085

Úlfur ætlar að verða kokkur, hann eldaði þessa fínu fiskisúpu hér einn daginn. Og Hrönn mín ég er ekki búin að gleyma að þú vilt fá uppskriftina hjá honum, ég á einfaldlega eftir að króa hann af úti í horni og fá hann til að gera hana upp Cool

160-IMG_5086

Three grumpy old men hehehe, þeir voru reyndar yndislegir, en gaman að hlusta á þá fóstbræður Atla og Hauk, þegar þeir tóku sig til allt í góðu samt minnti mig á myndina two grumpy old men.

161-IMG_5093

Allt tekur enda, en þegar manni líður vel skilur minningin eftir góðar tilfinningar og hjálpa manni áfram.

162-IMG_5094-001

Eina af þeim minningum tekur maður með sér frá Fljótavík þetta sumarið.

163-IMG_5102

Hahaha þarna stakk geitungur mig í handlegginn, en ég fann auðvitað sára lítið til.  Annars fórum við svo til berja þennan dag og týndum fullt af berjum, sem við átum svo daginn eftir í skyri með rjóma.

164-IMG_5107

Fengum líka gesti eins og gengur.

168-IMG_5130

Og þá var tími til að fara.

169-IMG_5131

Allir í berjamó fyrir brottför. En nú er tími til að hætta þessu, ég veit að þetta eru allof margar myndir, en ég gat ekki stillt mig. Vissi ekki hvar átti að hætta.... eða þannig. En eigið góðan dag elskurnar.


Fljótavík.

Það var algjört logn og blíða þegar við sigldum til Fljótavíkur.

31-IMG_4412

Afi og Davíð Elías um borð.

32-IMG_4419

Siglt fyrir Ritinn.

33-IMG_4420

Arnar Milos alvörugefinn að sjá.

34-IMG_4421

Og Ásthildur var voða stillt í bátnum líka.

35-IMG_4424

Séð inn í Fljótavíkina.

36-IMG_4425

Svo þarf að fara í land á sodiak. Litlir stubbar voru dálítið þreyttir en samt forvitnir.

37-IMG_4428

Hér er öryggið alltaf sett á oddinn og allir í björgunarvestum. Þetta er voða spennandi.

38-IMG_4429

Þetta gekk afar vel.

39-IMG_4430

Við þurfum að ganga dálítinn spöl, en hér er smábíll og kerra sem flytja farangurinn, hér fer Arnar úr stígvélunum, hann hljóp nefnilega á harðaspretti yfir ána og blotnaði.

40-IMG_4431

Hún var svo þreytt að hún fékk að sitja í smástund.

41-IMG_4432

Og loks komin á áfangastað, það þurfti samt að fara fleiri ferðir því við vorum svo mörg.

42-IMG_4434

Og sólin skein þó kvöldið væri nærri.

43-IMG_4435

Gott að fá sér smákvöldverð.

44-IMG_4437

Það var glampandi sól mest allann tímann.

45-IMG_4443

Fánin blakti varla, og kvöldsólin litað allt bleikt.

46-IMG_4444

Séð yfir vatnið.

47-IMG_4449

Og máninn brosti fullur.

48-IMG_4451

Þá var að koma öllu dótinu fyrir, mat og fatnaði og því sem við átti að éta.

49-IMG_4452

Blautbúningar eru nauðsynlegir hér, og auðvitað þarf að skola sandinn af með vatnsslöngu utanhúss.

50-IMG_4454

Já vatnið er ómótstæðilegt mínum börnum.

51-IMG_4463

Stóru krakkarnir voru duglegir við að hjálpa þeim minni.

52-IMG_4466

Það er mikið spilað í Fljótavíkinni á kvöldin.

53-IMG_4475

Svo þurfa veiðimennirnir að brýna kutana. (veiðihnífana)

54-IMG_4477

Hvað ungur nemur gamall temur.

55-IMG_4487

Svo þarf að gera að veiðinni, mæla og skrá allt niður í veiðibækur.

56-IMG_4488

Já Atli mælir. Börnin mín læra af þessum eldri bæði handtökin og hefðirnar og þau munu viðhalda því sem þau hafa lært, og þegar þau koma hingað með sín barnabörn þá vita þau að það þarf að kenna þeim réttu handtökin og hugsunina.

57-IMG_4490

Svo er flakað og gert að. Sumir fiskarnir verða grafnir aðrir steiktir að Fljótavíkursið.

58-IMG_4493

Ég er afar ánægð með að Bjössi er með, því annars kæmi það í minn hlut að flakaCool

59-IMG_4496

Það þarf ekki bara að læra að beita veiðistöng og hníf, það þarf líka að læra að höggva í eldinn, Úlfur kenndi Daníel þessi handbrögð sem pabbi hans kenndi honum.

60-IMG_4527

Hér má fá smánammi og snakk á kvöldin, af því að hér má næstum allt. Smile

61-IMG_4535

Og svo er leikið sér í kvöldhúminu.

62-IMG_4536

Hahaha skemmtilegt.

63-IMG_4540

Sæt saman Heart

64-IMG_4546

Þessi stubbur festist yfirleitt ekki á mynd.

65-IMG_4551

En þetta er bara rosastuð.

66-IMG_4553

Og hér er verið að hnýta flugur. Atli frændi gaf Úlfi og afa hans fluguhnýtingasett með öllum græjum, og þeir bjuggu til flugur og veiddu heilmikið á þær.

67-IMG_4555

Stóru börnin pössuðu gjarnan þau minni, svona til að foreldrar afar og ömmur fengju smá frið líka.

68-IMG_4556

Það er verið að undirbúa veiðiferð.

69-IMG_4558

Óðinn Freyr að koma frá vatninu.

70-IMG_4559

Sumar veiðistangir þurfti að yfirfara, þá var gott að hafa snillinga og gamla skáta til að aðstoða, því skáti er alltaf viðbúinn.

71-IMG_4561

Það er að mörgu að hyggja í svona útilegu.

72-IMG_4562

Og eins gott að fara varlega því stundum setur maður öngulinn í eitthvað annað en fisk og þá þarf aftur að fá smáhjálp.

73-IMG_4570

En þá eru þessir tveir að verða klárir í Reiðánna.

74-IMG_4576-001

Aðrir vilja bara hafa það notalegt heima.

75-IMG_4580

Hér er verið að tálga. Allir strákar í Noregi fá hníf og læra að tálga. Þeir eru allir verðandi veiðimenn.

76-IMG_4585

En við kveðjum að sinni, með framhald í huga. Eigið góðan dag.


Krakkar í kúlu.

Þá erum við komin úr Fljótavíkinni okkar mögnuðu.  Fengum yndislega daga gott veður og skemmtilega samveru.

2-IMG_4300

Nöfnu minni fellur sjaldan verk úr hendi, og ef ekki þarf að vökva blómin vökvar hún bara tjörnina og fiskana.

3-IMG_4303

Hanna Sól á þegar nokkrar vinkonur sem koma til hennar í heimsókn til að skoða allt sem hér er að skoða.

4-IMG_4305

Snæfríður er samt besta vinkonan, enda voru þær afar samrýmdar þegar Hanna Sól átti heima hér.

5-IMG_4308

Hún er sjaldan svona á svipinn litla Ásthildur Cesil.

6-IMG_4309

Systir mín, bróðir, mágkona og Atli frændi. Við erum að fara að undirbúa ferðina en  það er svo notalegt að sitja og spjalla í góðu veðri.

7-IMG_4315-001

FLottar stelpur.

8-IMG_4319-001

Og gaman saman.

9-IMG_4325

Afinn og prinsessan fara út með ruslið.

10-IMG_4327

Hann er örugglega að sýna henni hvar tröllin búa svo hún geti varað sig.

11-IMG_4329

Og hér er hún björt og brosandi.

14-IMG_4349

Hluti af gamninu í kúlu er kista full af allskonar fötum, sem litlar pæjur og meira að segja stórar líka og strákar vilja gjarnan klæðast.

15-IMG_4353-001

Við vorum boðin í mat til Dadda bróður og Guðbjargar. Þau eru sannkallaðir matgæðingar.

18-IMG_4363

Takk fyrir okkurHeart

21-IMG_4381

Og ferðalangarnir koma hver af öðrum til að fara í Fljótavíkina hér er Bjössi sonur með Arnar Milos og Davíð Elías.

22-IMG_4383-001

Hér er líka Sigurjón Dagur.

25-IMG_4389

Hann elskar líka tjörnina.

26-IMG_4398-001

Já það fjölgar í kúlunni. Og undirbúningur undir Fljótavíkina á fullu.

27-IMG_4401-001

Tengdadæturnar Marijana og Sigga.

29-IMG_4409-001

Loks er allt tilbúið og lagt af stað á Loga bátnum hennar systur minnar og hennar ektamaka Sævars. Þarna er fólk að veiða makríl.

30-IMG_4410-001

En ekki meira í bili. Held áfram í næstu færslu.   Í gær var hér 24°hiti og sól, það var samt mikill vindur, en steikjandi hiti.

En nóg í bili, eigið góðan dag elskurnar.  


Prinsessur og vinir.

Veðrið er yndislegt, og æði að fá stelpurnar  í heimsókn.  Það er alltaf gaman þegar barnabörnin koma í heimsókn.  Og svo eftir örfáa daga koma Júlíana, Daníel og Óðinn, og Ólöf Dagmar og Sigurjón Dagur.

1-IMG_4225

Kisubörnin stækka, kettlingarnir eru bornir á höndum sér.

2-IMG_4226

Slakað á í fríinu.

3-IMG_4229

Sú stutta var fljót að sjá Kíví þegar við fórum í Samkaup. Hún elskar Kíví.

4-IMG_4231

Og Hanna Sól mundi eftir Jarðaberjunum upp á lóð.

5-IMG_4234

Og það er dundað sér.

6-IMG_4239

Tjörnin er samt aðalaðdráttar aflið, hér er verið að gefa fiskunum.

7-IMG_4242

Og Ásthildur ætlar að veiða fisk á hárið sitt LoL

8-IMG_4245

Ég yrði ekkert hissa ef hún dytti í tjörnina.

9-IMG_4249

Já allt verður að dóti til að leika sér að.

10-IMG_4253

Og stóra stelpan mín orðin svo stór.

11-IMG_4254

Ótrúlega áhugaverð þessi tjörn.

12-IMG_4257

Úlfur er líka æðislegur, alveg eins og pabbi hans, barngóður og yndæll.

13-IMG_4261

Hann er nú eiginlega stóri bróðir.Heart

14-IMG_4262

Heart

15-IMG_4265

Atli frændi kominn og hafði með sér góðan vin Björgvin kennara, skátaforingja og sjentilmann, en sérlega skemmtilegan.

16-IMG_4267

Hann kom til að hitta dóttur sína, og það urðu fagnaðarfundir. Heart

18-IMG_4271

Edda er hér í Bolungarvík að vinna.

19-IMG_4272

Þessir tveir eru nefnilega afar góðir vinir, og Edda og Atli eins og systkin. Rétt eins og við Atli erum svona andleg systkin. Svona geta tengslin orðið.

20-IMG_4274

Þetta var falleg stund og innileg.

21-IMG_4276

Sigga lánaði mér hjól fyrir Ásthildi, en hún vill heldur vera á gamla þríhjólinu, ennþá allavega.

22-IMG_4278

Það er að vísu þrem númerum of lítið LoL Hún fór fram á að afi stækkaði það.

23-IMG_4279

Það var auðvitað grillað.

24-IMG_4280

Þó það væri ekki sól var logn og hlýtt veður.

25-IMG_4281

Og allir borðuðu vel.

26-IMG_4284

Hún er eins og lítil villimeyHeart

27-IMG_4286

Eða bara hafmey.

28-IMG_4292

Ég var svo rosaklár eftir að stelpunar fóru til mömmu sinnar, að ég skrúfaði sundur kojurnar þeirra, en auðvitað var búið að henda leiðbeiningunum hehe... þegar átti svo að setja þetta saman, þá var vandi á höndum hehe ótrúlegar spýtur út um allt misstórar, eins og risa púsluspil. Þeim Ella og Atla, tókst þó að lokum að skrúfa þetta saman allavega í nothæft ástand, þó einhverjar skrúfur og spýtur yrðu eftir hehe.

29-IMG_4294

Eins gott að ég þurfti ekki að greiða iðnaðarmönnum laun, annar múrari hinn húsgagnasmiður. En nú er prinsessuherbergið aftur komið í notkun í bili.Heart

30-IMG_4295

Og enn er morgunn, og búin að fá ristað brauð með súkkulaði.

31-IMG_4296

Síðan er morgunkaffið klárt. Om lítt er kaffen klar.

Allt yndislegt hjá mér, eigið góðan dag elskurnar, og ég biðst afsökunar að vera ekki dugleg við að kommentera hjá ykkur, því hugur minn er annarsstaðar í augnablikinu. Heart


Heimsóknir og garðamyndir.

Það er alltaf nóg að gera hjá mér.  Í gær fékk ég skemmtilega heimsókn.  Hressar og skemmtilegar konur Garðyrkjufélags Skagafjarðar.  Þær komu til að skoða gróðurinn hjá mér,  og einnig að ná sér í plöntur.

1-IMG_4169

Mamma litla er rosalega dugleg og góð mamma.

2-IMG_4170

Og hér eru þau Sigurjón Dagur, Ólöf og mamma þeirra að skoða fjölskylduna.

3-IMG_4171

Og þeir eru búnir að opna augun sín.

4-IMG_4172

Heart

5-IMG_4173

Smápása frá uppeldinu.

6-IMG_4175

Og pabbinn hvílir sig í sófanum. Hanna kíkir stundum á afkvæmin, og það er greinilegt að hann sýnir Lottu sinni meiri umhyggju, hann leyfir henni til dæmis að borða fyrst matinn, hef séð hann horfa rólegan á meðan hún borðar.  Áður ruddist hann alltaf fyrstur að skálinni. 

7-IMG_4176

En góða veðrið er áfram eftir rigningu og það hefur greinilega grænkað í fjöllum.

8-IMG_4177

Þetta er orðin heilmikill skógur í kring um mig.

9-IMG_4179

10-IMG_4180

11-IMG_4181

12-IMG_4182

13-IMG_4184

Josicean mín, hún var lengi inn í garðskála, svo flutti ég hana út, og það eru ekki mörg ár síðan hún byrjaði að blómstra.

14-IMG_4186

Meyjarrósirnar mínar eru stórglæsilegar þar sem þær teygja sig upp í himininn.

15-IMG_4188

Stikkilsberin á góðri leið.

16-IMG_4189

17-IMG_4190

Þennan óvætt þarf ég að losa mig við. Hún stendur á brúninni við læk og frekar óhægt um vik að komast að henni.

18-IMG_4191

Já hún er falleg meyjarrósin.

19-IMG_4193

Þessa ösp kalla ég Birgir, fékk græðling hjá landbankalóðinni, þegar Birgir var það bankastjóri. Hún er fljótvaxin og gróf, eins og keisarinn.

20-IMG_4194

Garðakvistill í blóma.

21-IMG_4195

Frumskógur.

22-IMG_4197

Risafuran mín dagnar ósköp vel.

23-IMG_4198

Eins og sjá mál.

24-IMG_4199

Súluöspin vex hægt en örugglega.

25-IMG_4200

Og alltaf er blóðbergið jafn fallegt.

26-IMG_4201

Og ekki eru bara börn í vögnum.

27-IMG_4203

Svo er ég að ganga frá blómunum til næsta vors. Þeim sem ekki seldust.

29-IMG_4206

En ég fékk sem sagt þessar eldhressu konur í heimsókn, og það var afskaplega gaman.

30-IMG_4207

Ég held að þær hafi líka skemmt sér vel.  Ein vinkona mín var með í för, Helga garðyrkjustjóri á Sauðárkróki og urðu fagnaðarfundir.

31-IMG_4209

Mörgum finnst súlusýprisin skemmtilegur.

32-IMG_4211

Það var spáð og spekulerað.

33-IMG_4214

Takk kærlega fyrir komuna.

Svo komu prinsessurnar mínar í gær.

1-IMG_4215

Og það var auðvitað byrjað á að heilsa upp á kisurnar.

2-IMG_4216

Já frábært að fá þær í heimsókn.

3-IMG_4217

Hanna Sól er líka búin að gefa þeim nöfn.

4-IMG_4218

Svo fengu þær sér afaskyr fyrir háttinn.

5-IMG_4221

Í morgun var svo nóg að gera, gefa fiskunum og hænunum og gá að eggjum.

6-IMG_4222

Og njólinn er ekkert smáverk, stærri en Hanna Sól.

28-IMG_4205

Hér eru svo kettlingarnir, sé sem er hér fremst heitir Lillý, við hliðina á henni er Snúður, svo er Doppa og Glaður. 

Kolbrún mín og þessi svarta er læða, dýralæknirinn er búin að úrskurða málið. Smile

En nú þarf að fara að sinna ýmsu, eigið góðan dag. Heart


Stríð.. eða friður.

Enn um þennan Nupo eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður.  Ég held að þetta sé búið spil hjá honum, rétt eins og önnur klúður "Klúðurklíkunnar".   Venjulegt fólk sér hversu arfavitlaust þetta mál er.  En Össur og hirðin í kring um hann, til dæmis svilinn og sveitastjórnarmenn norðan heiða halda virkilega að þetta sé þeirra stóra "break through" eða þannig, og eru reyndar til athlægis venjulegu fólki á Íslandi.  Þeir eru greinilega með einhverja evruglýju í augunum og sjá ekki hversu fáránleg þessi staða er í raun og veru. 

Tvívegis hefur mér vitanlega spegillinn fjallað um mál kínverjans, og þar hefur Sigrún Davíðsdóttir skoðað þessi mál, og henni og rúv til sóma.  Þegar málið er skoðað þá stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/07/24/huang-nubo-margsaga-um-fyriraetlanir-sinar-fyrirtaeki-sem-er-sagt-annast-markadssetningu-segir-engan-samning-til/

Hann er margsaga og fyrirtæki sem hann kallar til, kannast ekki við neitt.  Hversu trúverðugt er það?

En nei áfram skal haldið.  Gefin út leyfi án þess að kannað hafi verið til hlítar hvað þar er í boði, og ekki fengnir til  skoðunar pappírar til staðfestingar á trúverðugleika.  Eru viðkomandi stjórnvöld algjörir asnar sem bera ekki skynbragð á alvöru málsins, eða er þetta fólk algjörlega með þessa glýju í augunum að þau sjái ekki hversu arfavitlaust þetta mál er frá A til Ö?

Nei ég hef eiginlega ekki trú á því.  Ég held því að þetta mál sé búið, Nupo er sennilega heldur ekki sérlega vel gefinn með allar sínar yfirlýsingar og ummæli sem auðvelt er að hrekja.  Von að hann haldi að við séum öll rolur og hræddir vesalingar við stóra sterka manninn, þar sem hann umgengst aðallega kredsið kring um Össur og Steingrím J. Ef fólk vill virkilega láta taka sig alvarlega þá kastar það ekki til höndum í svona máli.  Heldur mun halda sig við regluverk og skoða og spá í hvað þarna er á ferðinni.

En mikið er ég orðin þreytt á þessum ráðamönnum sem ég treysti ekki til að verja Ísland og íslendinga.  Mikið er ég þreytt á að vera sífellt með áhyggjur af því að þeir séu að laumast með sjálfstæði okkar til Brussel, og jafnvel Kína ef ekki vill betur. 

Mikið er ég orðin langþreytt á því að vakna með hnút í maganum yfir hvað þetta fólk hefur gert af sér í samskiptum við ágjarna útlendinga, sem ásælast bæði auðlindir og ekki síður land og staðsetningu Íslands. Þau eru eins og börn í samskiptum við auðvaldið útlenska og skilja ekki að það er verið að gambla með land og mið.  Hér þurfa að verða umskipti, og þá þannig að við fáum annað hvort utanþingsstjórn, eða kosningar með þeirri tryggingu að fjórflokkurinn standi utan við kjötkatlana næsta kjörtímabil og miklu lengur.  Þau standa saman að því að leika póker sín á milli með okkur landsmenn og okkar auðlindir.  Sem er algjörlega óþolandi.  Segi og skrifa.

Jamm og svo er nú þetta: http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/07/24/sveitarstjornir-vilja-ad-langanes-keppi-vid-suez-serstakt-ad-markadssetja-eignir-an-vilja-eigenda/

1-IMG_4156

Litlu kisurnar mína hafa opnað augun sín.

2-IMG_4157

Sennilega sjá þær ekki mikið, en fyrst og fremst er að opna augun og skoða hvað er að gerast í kring um okkur.

3-IMG_4158

Laufey mín, bloggvinkona og vinur til margra ára kom í heimsókn í dag og fékk kirsuber eins og ég hafði lofað henni.

4-IMG_4160

Nýkomin frá Harlem með flotta hárgreiðslu og borðandi kirsuber í sólinni á Ísafirði, hversu gott getur lífið eiginlega orðið?Cool

Hingað kom líka í dag yndælis kona frá suður Frakklandi sem er rithöfundur og ljósmyndari, hún var að taka myndir í næstu bók sína sem verður um Ísland.  Mariella og talar þessa fínu íslensku.

5-IMG_4166

Pollurinn á Ísafirði iðar.. sennilega af makríl, sem er auðvitað ekki til, og alls ekki í íslenskri lögsögu.

7-IMG_4168

En eitthvað var allt þetta fólk að veiða allavega. Nei sennilega ekki makríl, því írar segja að hann sé ekki hér. Devil

6-IMG_4167

Og sólin glampar á fjallatindum.

Ég las í BB í dag að það ætti að bjóða snjóflóðavarnarveggin út í Janúar eða febrúar á næsta ári, það er svaka skemmtilegt að lesa svona í Bæjarins Besta, enda er ég orðin vön því. Þeir voru svo spurðir um uppkaupin á húsunum tveimur mínum og Dodda, og fengu það svar að það væri í vinnslu.

Ef ég má ráða skal þetta aldrei verða. Þeir eru að véla um mitt líf og ævistarf. yfir 30 ára uppbyggingu trjáræktar og draumahúss. Og í hvert sinn sem ég les svona yfirlýsingar þyrmir yfir mig og ég fer algjörlega ofan í kjallara. Heldur þetta fólk virkilega að við sem búum við þetta taki það ekki nærri okkur að vita ekkert hvað gerist og að það sé verið að véla um líf okkar og ævistarf.

Ég vil þetta ekki, samþykki þetta ekki og skal berjast til síðasta blóðdropa til að þetta nái ekki fram að ganga.


Króatía og skógareldar.

Oh boy vona að allt sé í lagi, sonur minn er einmitt í sumarfríi við Adríahafið.  Hann hringdi í mig áðan og sagðist vera að horfa á eldingar, en það væru engar þrumur.  Hvað ef þetta eru skógareldar sem hann var að horfa á? Sagði að það væri hvasst og ætti að fara að rigna.  Nú fer mömmuhjartað á fullt.

603534_10151054707759539_1133516154_n

622332

Nei þetta líkist sennilega ekki eldingum. Úbbs vona að börnin mín séu óhult. Heart


mbl.is Flýja skógarelda í Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsóknir.

Veðrið náði okkur loksins, og það hellirigndi í nótt og var hvasst.  En jörðinni veitti ekki af þessari vætu, nú er veðrið að lagast, en ég er í letikasti inni hjá mér.

1-IMG_4142

Þóra frænka mín kom í heimsókn með Grétari manninum sínum, það var yndælt að fá þau.

2-IMG_4144

Takk fyrir síðast Þóra mín Heart

3-IMG_4145

Dælan úr tjörninni hefur verið biluð, og við vorum að spá í hvort hún væri ónýt, þá stóðst Grétar ekki mátið, hann tók sig til og lagaði dælun svo nú eru fiskarnir afar ánægðir með rétt súrefnisstig í tjörninniSmile

4-IMG_4147

Hér er hún Þóra, við erum búnar að vera eins og systur frá barnæsku, þó hún búi í Reykjavík en ég hér, það þarf ekki alltaf sífellda nærveru, þetta á líka við um Atla frænda og Garðar.

5-IMG_4148

Litlar skottur komu til að skoða kisubörnin, þeim Ágústu Maríu og Bjargey finnst tilhlýðilegt að koma við hjá ömmu í kúlu þegar þær koma vestur Heart

6-IMG_4149

Spennandi að fá aðeins að halda á einni kisunni.

7-IMG_4150

Bara smá og klappa.

9-IMG_4153

Og auðvitað að heilsa upp á fiskana.

10-IMG_4154

En við hjálpuðumst að að baka pizzur, ég gerði deigið en strákarnir skreyttu.

11-IMG_4155

Allataf best að hjálpast að.

Í gær opnuðu svo litlu kettlingarnir augun í fyrsta skipti. Svo nú sér maður í litlu fallegu augun líka. Heart

Eigið góðan dag.  


Eru menn komnir í startholur í nýja kosningabaráttu?

Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem oft er notað þegar fólk gerir eitthvað sem ekki fellur í kramið hjá fólki.  Þóra Arnórsdóttir ákvað að fara í framboð, og það var flestum ljóst að undirbúningurinn að því framboði var runninn undan fólki í Samfylkingunni, fólki sem hataðist við Ólaf Ragnar, vegna þess að hann neitaði í tvígang að undirrita Icesave samningana.  Á facebook var haldin einhverskonar skoðanakönnun þar sem Þóra kom best út og þar með var það ákveðið að hún færi í þetta framboð.

Það er í raun og veru synd, því Þóra var vel liðinn sjónvarpsstjarna og klár í sínu fagi.  Veit ekki hvort hún á afturkvæmt í þann business aftur, allavega verður hún alltaf smituð af þessari baráttu.

En hún getur engum kennt um nema sjálfri sér og sínum eiginmanni.   Ég hef til dæmis ekki séð þetta meinta skítkast frá Ólafi Ragnari sem honum er borið á brýn að hafa viðhaft.  Hann minnstis jú á það sem allir höfðu vitað að eiginmaður Þóru fréttamaðurinn Svavar var með fréttir af kosningunum þegar vitað var að Þóra var að undirbúa framboð sitt.  Mátti hann ekki leggja upp með það? Nú þegar allt logar út af málfrelsi eða ekki málfrelsi fólks á netinu.   Það má segja að sök bítur sekan, og sá sem tekur til sín það sem sagt er, hlýtur á einhvern hátt að finna til sektar.  Þannig er það bara.

Þóra er flott og vel gerð kona, en þetta viðtal hennar er ekki til sóma og því miður fyrir hana einmitt til að gera hlut hennar verri en af hún hefði einfaldlega látið kyrrt liggja. 

621972

Ekkert fellur fólki verr en einmitt sá sem ekki getur tekið ósigri og reynir að finna einhvern annan sökudólg en sjálfan sig. Þá er það búið. Fegurðin fölnuð og brosið orðið falskt.

Þetta hefði hún mátt segja sér sjálf þessi elska.  En svona verður ekki aftur tekið.    Og ég hef reyndar enga trú á því að kosningarnar verði gerðar ógildar, svo ég held að fólk sem er að byrja kosningabaráttuna upp á nýtt ætti eiginlega að bíða aðeins og sjá til ef það þekkir eitthvað til íslenskrar þjóðarsálar.


mbl.is Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuvogin. - Ánægja er auði betri.

Já ánægjuvogin hvernig er hún mæld?  Ég heyri þetta stundum í auglýsingum og hugsa sem svo hvernig er þessi ánægjuvog mæld?

Hér er mín ánægjuvog. 

Sú feita

Þessi stúlka er of feit, en hún er ánægð og hún ætlar að grennast af heilsufarsástæðum auðvitað, en hennar kúr er allt öðruvísi en annara, hún stundar kynlíf með unnusta sínum sjö sinnum á dag. Það er hennar trimm fyrir daginn.

Örmjó

Þessi elska er hins vegar allt of grönn, en hún er ánægð.  Hún er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki fitnað.  Hún hefur tekið þá ákvörðun að fara í skóla og ræða við börn um útlit og hvað það er sem gefur lífinu gildi.  Henni var alls ekki hugað líf,  í viðtali grét móðir hennar af stolti yfir hvað dóttirinn hefur náð langt í lífinu.  Sjálf segir hún; árangri mínum í því sem ég er að gera er að þakka útliti mínu.  Það er það sem hefur áhrif. 

Ég var í matarboði í fyrradag, skrapp í frábærlega eldað læri hjá syni okkar Ella og tengdadóttur, málið er að þau búa í Mosfellsbæ.  Ég lagði af stað eftir hádegið og kom í matinn kl. 7.  eftir mat var svo haldið heim aftur, sem sagt 1000 km í matarboð ekki svo slæmt.  Reyndar var ástæðan líka að sækja minn elskulega eiginmann sem var að koma frá Noregi. 

563889_10151016100714490_1275313087_n

Yndislegt að hitta litlu drengina þeirra barnabörnin okkar, hér er Davíð Elías.

536805_10150948050389490_1607804736_n

Og Arnar Mílos, ég gerði þá auðvitað alveg kolbrjálaða í leik rétt fyrir svefninn LoLHeart En ömmu mega svoleiðis auðvitað. En þetta var afskaplega ánægjulegur dagur.

3632_356157924458256_362509870_n

Svona í framhaldi af skóumræðunni hans Jens um daginn þá er hér mynd af þeim skóm sem ég myndi fá mér hehehehe...

2-IMG_4133

Tveir yndislegir herramenn fengu að gista hjá ömmu í fyrradag, þeir Aron Máni og Kristján Logi í heimsókn frá Noregi. Þeir eru auðvitað flottastir.

3-IMG_4135

Og þá var auðvitað grillað fyrst afi er komin heim.

4-IMG_4136

Einkar ánægjulegur dagur í gær.

5-IMG_4138

Og það var etið á sig gat.Heart

6-IMG_4139

Já ánægjan er auði betri. Það mætti hin valdasjúki Steingrímur J. og fleiri taka til sín og ekki síður útrásarvíkingarnir. Hið einfalda yndæla heimilislíf og hversdagurinn og að fá að njóta þess sem bara ER, það er það sem skiptir máli og hressir og bætir sálina.

7-IMG_4141

Mamma litla stendur sig rosalega vel Heart

Svo á ég von á bæði Hönnu Sól og Ásthildi Cesil um mánaðarmótin og þá er allt fullkomnað. Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2023355

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband