Ánægjuvogin. - Ánægja er auði betri.

Já ánægjuvogin hvernig er hún mæld?  Ég heyri þetta stundum í auglýsingum og hugsa sem svo hvernig er þessi ánægjuvog mæld?

Hér er mín ánægjuvog. 

Sú feita

Þessi stúlka er of feit, en hún er ánægð og hún ætlar að grennast af heilsufarsástæðum auðvitað, en hennar kúr er allt öðruvísi en annara, hún stundar kynlíf með unnusta sínum sjö sinnum á dag. Það er hennar trimm fyrir daginn.

Örmjó

Þessi elska er hins vegar allt of grönn, en hún er ánægð.  Hún er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki fitnað.  Hún hefur tekið þá ákvörðun að fara í skóla og ræða við börn um útlit og hvað það er sem gefur lífinu gildi.  Henni var alls ekki hugað líf,  í viðtali grét móðir hennar af stolti yfir hvað dóttirinn hefur náð langt í lífinu.  Sjálf segir hún; árangri mínum í því sem ég er að gera er að þakka útliti mínu.  Það er það sem hefur áhrif. 

Ég var í matarboði í fyrradag, skrapp í frábærlega eldað læri hjá syni okkar Ella og tengdadóttur, málið er að þau búa í Mosfellsbæ.  Ég lagði af stað eftir hádegið og kom í matinn kl. 7.  eftir mat var svo haldið heim aftur, sem sagt 1000 km í matarboð ekki svo slæmt.  Reyndar var ástæðan líka að sækja minn elskulega eiginmann sem var að koma frá Noregi. 

563889_10151016100714490_1275313087_n

Yndislegt að hitta litlu drengina þeirra barnabörnin okkar, hér er Davíð Elías.

536805_10150948050389490_1607804736_n

Og Arnar Mílos, ég gerði þá auðvitað alveg kolbrjálaða í leik rétt fyrir svefninn LoLHeart En ömmu mega svoleiðis auðvitað. En þetta var afskaplega ánægjulegur dagur.

3632_356157924458256_362509870_n

Svona í framhaldi af skóumræðunni hans Jens um daginn þá er hér mynd af þeim skóm sem ég myndi fá mér hehehehe...

2-IMG_4133

Tveir yndislegir herramenn fengu að gista hjá ömmu í fyrradag, þeir Aron Máni og Kristján Logi í heimsókn frá Noregi. Þeir eru auðvitað flottastir.

3-IMG_4135

Og þá var auðvitað grillað fyrst afi er komin heim.

4-IMG_4136

Einkar ánægjulegur dagur í gær.

5-IMG_4138

Og það var etið á sig gat.Heart

6-IMG_4139

Já ánægjan er auði betri. Það mætti hin valdasjúki Steingrímur J. og fleiri taka til sín og ekki síður útrásarvíkingarnir. Hið einfalda yndæla heimilislíf og hversdagurinn og að fá að njóta þess sem bara ER, það er það sem skiptir máli og hressir og bætir sálina.

7-IMG_4141

Mamma litla stendur sig rosalega vel Heart

Svo á ég von á bæði Hönnu Sól og Ásthildi Cesil um mánaðarmótin og þá er allt fullkomnað. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með að vera búin að fá hann Ella þinn heim.  Eigum við ekki að vera ánægð með okkur eins og við erum?????  Til dæmis á ég engan minn líkan... 

Jóhann Elíasson, 20.7.2012 kl. 12:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega ég sömuleiðis, við erum bara eins og við erum, flott og fín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2012 kl. 12:33

3 identicon

Yndislegtað þú ert búin að fá Ella heim og ég tala nú ekki um að fá prinsessurnar . En við erum öll best eins og við erum og eigum ekki að breyta nema sú þörf komi innan frá. Allavega vil ég bara hafa þig eins og þú ert, yndisleg .

Dísa (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 13:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskuleg mín, sömuleiðis Við verðum alltaf bestu vinkonurnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2012 kl. 13:27

5 Smámynd: Dagný

Gleðikveðja til þín og þinna Ásthildur mín. Gott að karlinn þinn er heima. Njóttu sem best.

Dagný, 20.7.2012 kl. 14:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Dagný mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2012 kl. 14:38

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.7.2012 kl. 15:56

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur..Hvað voruð þið með á grillinu??Var þetta Æðafugl? Æðafuglinn er altaf bestur í Djúpinu..

Vilhjálmur Stefánsson, 20.7.2012 kl. 16:57

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna Ragna mín

Vilhjálmur von að þú spyrjir, nei þetta er fjallalamb að norðan, svona kryddað og bragðgott en dökkt eins og sjófugl.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2012 kl. 17:21

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

1000 km er langt í matarboð :) Flott að Elli þinn er kominn heim aftur ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2012 kl. 17:33

11 Smámynd: Jens Guð

  Frábærlega gaman að skoða myndir að vanda hér.  Kisukrúttin eru yndisleg.  Lífið er gott þrátt fyrir allt.  Efstu myndirnar eru stuðandi.  Ég sá um daginn myndband frá konunni sem er með hrörnunarsjúkdóminn.  Hún kvartaði undan myndbandi þar sem hún var úthrópuð sem ljótasta kona heims.  Það var sárt að horfa á myndbandið.  Á móti vóg að hún ákvað að berjast og gera gott úr sínu vandamáli með góðum árangri.

Jens Guð, 20.7.2012 kl. 22:51

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Aumingja konan,en hún sýnir hetjulund. Skórnir nýtast í sundi greinilega,þið eruð yndislegir æringjar,bestu kveðjur og knús.

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2012 kl. 23:43

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

kæra vinkona, ég veit hversu gott er að sækja þig heim!

takk fyrir lifið sjálft í myndum

Þín Anna

ps....  http://blog.pressan.is/stefano/2012/07/20/rodd-skynseminnar/#respond

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.7.2012 kl. 02:15

14 Smámynd: Kidda

Þessi mikla keyrsla í matarboðið hefur verið þess virði :)

Það er víst ýmislegt sem ömmur komast upp með að gera með ömmubörnunum sínum :)

Njóttu þess að hafa Ella heima hjá þér <3

Kidda, 21.7.2012 kl. 10:49

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín, jamm dálítið langt EN.... hvað gerir maður ekki fyrir ánægjuna?

Takk Jens minn, já ég horfði á þetta myndband, og þessi kona er svo sannarlega hetja, hún er ekki nema 23 ára gömul, en hún er elskuð og virt af fjölskyldu sinni og það er það sem skiptir öllu máli

Já Helga mín ég hugsa bara að það væri svo sem ágætt að nota þá í sundi, en ef til vill væri fótastaðan ekki nógu góð hehehehe

Takk elsku Anna mín, þú ert alltaf jafn yndæl, takk fyrir linkinn las hann og er sammála því sem þar stendur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 10:53

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt eins og alltaf, til lukku með afð hafa fengi Ella þinn heim.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2012 kl. 11:36

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2020871

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband