15.1.2015 | 21:23
Icesave og ESB.
Menn fara mikinn vegna yfirlýsinga forystumanna stjórnarflokkanna um að afturkalla ESB umsóknina. Hótanir um að standa vaktina niður á Austurvelli og jafnvel safna undirskriftum.
Ég spyr bara hvar var þetta fólk þegar ákveðið var að sækja um?
Ég hef verið að lesa bókina hennar Margrétar Tryggvadóttur, frábær bók og afar upplýsandi um alþingi og alþingismenn og starfsandann og RÉTTLÆTIÐ þar á bæ. Ráðlegg fólki að kaupa hana og lesa vandlega, því svo sannarlega opnar hún glugga inn í dýragarðinn Alþingi.
Mig langar til að grípa aðeins niður í bókina hennar og það væri ágætt ef menn hefðu í huga þegar þeir fara að andskotast niður á Austurvelli hvernig sú umsókn gekk fyrir sig.
Reyndar er þetta ekki alveg í tímaröð en gripið er hér og þar niður í bókina.
´
UM ESB umsóknina.
(Islendingar héldu að þeir fengju flýtimeðferð hjá Evrópusambandinu)
Svo segir Margrét; "Ýmislegt studdi þetta: Í lok janúar hafði t.d. birst frétt á forsíðu breska blaðsins The Guardian þar sem háttsettir heimildamenn blaðsins í Brussel og Reykjavík fullyrtu að Ísland fengi flýtimeðferð hjá Evrópusambandinu til að forða landinu frá efnahagshruni og gæti orðið aðili að sambandinu eftir tvö ár - árið 2011 - ef umsókh bærist á næstu mánuðum".
"Líkið í lestinni.
Í lok maí bárust okkur fréttir af hinu risamáli sumarþingsins Icesave. Haft hafði verið eftir forsætisráðherra að til stæði að ræða málið í byrjun júní: Heimildarmaður okkar sem hafði samband við Birgittu fullyrti hins vegar að samningurinn væri nánast tilbúinn og til stæði að undirrita hann þegar sendinefn kæmi til landsins í byrjun júní. Við nýgræðingarnir vissum ekkert hvernig við áttum að koma þessum upplýsingum á framfæri og óttuðumst að væru fréttirnar raktar til okkar kæmist upp um heimildarmanninn. Ég spurði Eygló Harðardóttur hvort þau í framsókn heðu eitthvað heyrt en hún kannaðist ekki við það.
Þegar Sigmundur Davíð spurði svo Steingrím um Icesave málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma þann 3. júní hvort til stæði að undirrita samkomulag á næstu dögum, sagði Steingrímur að sú væri ekki raunin.
Tveim dögum síðar skrifaði formaður samningarnefndarinnar Svavar Gestsson hins vega undir tilbúinn og flókinn samning sem hafði greinilega ekki fæðst fyrir tveimur dögum".
"Næstu daga reyndi stjórnarandstaðan að fá að sjá samninginn en hann fékk enginn að sjá. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu jafnvel að þeim nægði að fá að vita helstu atriði hans og Steingrímur taldi miklu betra að samningurinn væri leyndó því hann væri svo flókinn og mikil hætta á að fólk misskildi hann. Auk þess væri það að kröfu viðsemjenda sem ekki mátti birta samninginn.
Birgitta og Þór áttu fund með aðila úr hollensku samninganefndinni sem var alveg hissa á þingmenn hefðu ekki fengið að sjá samninginn".
Síðar segir Margret þegar þingmenn kröfðust þess að fá að sjá samninginn eftir að honum hafði verið lekið til Defenshópsins og ríkisútvarpsins: " Í möppumum tveimur var mikið magn gagna; fundargerðir og bréf sem vísuðu hvert á annað. Það var nokkrum vandkvæðum bundið að lesa þetta saman því framhald gagna í þinghópsmöppunni var gjarnarn að finna í leynimöppunni og öfugt. ekki mátti taka þinghópsmöppuna með sér inn í leyniherbergið því hún var ekki leyni."
"Evrópusambandumsóknin.
Ég skildi þetta ferli á eftirfarandi hátt og veit um fjöldann allann af fólki se skildi þetta á sama hátt fyrir kosningar. Við sækjum um aðild að ESB en þetta eru í raun og veru eins konar könnunarviðræður þar sem við fáum að sjá hvað er í boði en við erum samt eiginlega ekki að sækja um aðild að ESB heldur kanna hvort kröfum okkar verði mætt. Ef okkur líkar illa við þann samning sem okkur verður boðin getum við alltaf afþakkað og haldið áfram þar sem frá var horfið. Við erum sem sagt að fara í könnunnarviðræður því að það er ekki víðtækur meirihluti, hvorki á Alþingi né meðal þjóðarinnar um stuðning við að ganga í Evrópusambandið"
Svo segir Margrét: "Það fóru hins vegar að renna á okkur tvær grímur þegar við áttuðum okkur á tengslum Icesave- málsins og ESB umsóknarinnar og þeim mikla hraða sem átti að vera á umsókinni. það átti sem sagt að vera sérstaklega hentugt fyrir okkur að sækja um þegar Svíar væru með forsæti í ESB og því var alls ekki hægt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort rétt væri að leggja af stað í þennan leiðangur því það væri of tímafrekt. Eftir á að hygga held ég að það hafi verið stórkostleg mistök að fá ekki samþykki þjóðarinnar fyrir aðildarumsókninni, sér í lagi þar sem annar stjórnarflokkurinn var í raun á móti öllu þessu brölti".
Seinna segir: "Sjálfstæðismenn höfðu borið fram breytingartillögu um að þjóðin yrði spurð hvort sækja bæri um aðild".
Og enn skrifar Margrét, á bls. 65. segir svo: "Af samviskusemi las ég mig í gegnum herlegheitin þ.e. (Icesave samninginn) og þegar öllu hafði verið púslað saman var nokkuð ljóst í mínum huga að planið var að Ísland tæki á sig þessar skuldir, gengið í ESB og þar yrði málinu reddað með einhverjum hætti."
Eftir að Hreyfingin var á báðum áttum við að samþykkja umsóknina þá segir á bls. 75: "Það sem gerðist auðvitað í kjölfarið - og við höfðum ekki séð fyrir sökum reynsluleysis en var eftir á að hyggja alveg augljóst var að upprunalegu atkvæðagreiðsunni var frestað og farið var að snúa upp á hendur ESB andstæðinga í stjórnarliðinu og fá þá til að greiða atkvæði gegn tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu en með þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar. Nýir þingmenn Vinstri grænna voru sendir einn af öðrum inn til Jóhönnu sem reyndi að tala þá til og einhverjir komu skælandi út. Við höfðum aldrei upplifað nokkuð þessu líkt og ætluðum ekki að trúa því sem væri að gerast.
Já svo mörg voru þau orð. Og ég tek undir með Margréti þetta eru ekki boðleg vinnubrögð. Og þegar málið er skoðað í þessu ljósi, þ.e. hvernig ESB umsókninni var þvingað upp á fólk með þessum hætti finnst mér eiginlega að menn ættu nú aðeins að hugsa sinn gang um að fara í einhverja herferð niður á Austurvöll og mótmæla eða safna undirskriftum. Það var ekki unnið að umsókninni með heilindum og raunar með ofbeldi og andstyggilegheitum. Svo það ætti ekki að vera nein goðgá að hætta þessum viðræðum, það er alltaf hægt að byrja upp á nýtt og þá með samþykki þjóðarinnar ef okkur sýnist svo.
En þetta er bara hingað og ekki lengra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2015 | 19:04
Skuldsett fyrirtæki, skuldsett heimili.
Getur verið, en þarf ekki líka að skoða skuldastöðu heimilanna, með tilliti til þess að heimilin eru jú undirstaða þess að fyrirtæki dafni. Eða erum við svo heillum horfin að við ætlum enn og aftur að afskrifa skuldir fyrirtækja á kostnað heimilanna. Er bara ekki komið nóg?
![]() |
Fyrirtækin of skuldsett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2015 | 15:12
Sunnudagspistill Ólafs
Endilega hlustið á mann sem þekkir og veit allt um kvótakerfið og gæðin.
http://olafurjonsson.blog.is/blog/olafurjonsson/#entry-1576732
Hef því miður ekki lag á að setja myndbandið beint inn en þetta er linkurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2015 | 21:03
Nú er lag að láta í okkur heyra með kvótakerfið.
Kæru samskoðunar sinnar um kvótakerfið látum rödd okkar hljóma og deilum þessu frábæra myndbandi, og gerumst áskrifendur að síðunni, látum verkin tala og röddina hljóma.
https://www.facebook.com/soknarhopurinn?notif_t=fbpage_fan_invite
Skoðið þetta á fésbókinn og gerist vinir Sóknarhópsins.
Þetta varðar okkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2015 | 16:37
Nýr fjölmiðill mitt í öllu fárinu.
Þessi góðu viðbrögð sýna ástandið á fjölmiðlum á Íslandi í dag, og er raunar traustsyfirlýsing á fyrrverandi ritstjórn og efnistöku þeirra DV manna sem hafa horfið á braut frá því blaði.
Ég er afar ánægð með að heyra þessi viðbrögð og vona að hér sé í bígerð góður og heiðarlegur fjölmiðill með mikilli þátttöku hins almenna borgara.
Nú þarf bara að gæta þess að græðgisöflin nái ekki að klóra hann til sín og eyðileggja eins og gerst hefur á fleiri fjölmiðlum undanfarna mánuði. En það byggir fyrst og fremst á heiðarleika og framsýni þeirra sem fara með stjórnun á málefnum Stundarinnar.
Ég óska þeim bara góðs gengis, og ætla mér að styrkja þetta framtak.
Áfram krakkar þið getið þetta.
Ég er afskaplega ánægð með þetta framtak.
![]() |
Stundin slær met á Karolina Fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2015 | 21:03
London með mínum augum.
Ég var víst búin að tala um að segja frá Londonferðinn okkar Ella. En málið er að það er ekkert bent flug frá Vín til Keflavíkur, svo við urðum að velja um nokkra staði til að staldra við á. Og í þetta skipti ákváðum við hjónin að heiðra Lundúnir með nærveru okkar.
Þar sem þessi útúrdúr var í boði eiginmannsins lét ég hann alveg um að skipuleggja ferðina. Hann gerir það yfirleitt fljótt og vel.
Það eru samt nokkur ljón á vegi þar sem fólk er ekki mjög kunnugt aðstæðum. Þó auðvitað megi segja að með almennri heilbrigðri skynsemi geti fólk séð hlutina nokkurnveginn fyrir. Þannig er nú það. En ég verð samt að segja að ég skemmti mér afar vel.
Við flugum sem sagt með lággjaldaflugfélaginu Easy Jet til Gatvick, ákváðum að eyða tveimur dögum í London sem reyndist reyndar ekki vera nema einn, því flugið var að kvöldi til. Heimferðin átti svo að vera frá Luton.
Hér er kort af flugvöllum kring um London. Eins og svo margita og við komumst að eru Gatvick og Luten sitt hvoru megin við borgina. Við vorum búin að kanna hvað það gæti kostað að taka leigubíl frá Gatvick á hótelið sem við ætluðum að gista á, en það er í Bloomsbury, rétt við Covent Garden. Og rétt þar hjá British museum.
Ojæja. Þetta var nú draumurinn.
Elli minn var lasinn svo við ákváðum að taka leigubíl, klukkan var að verða tíu og við þekktum ekki mikið til.
Verðið var ásættanlegt eða um 95 pund, sérstaklega þegar í ljós kom að ferðin varði í tvo klukkutíma bæði vegna lélegra samgangna, umferðar og biðraða vegna vegagerðar. En bílstjórinn var þægilegur og virtist ekki vera neitt óánægður með þennan langa bíltúr, það var hægt að fylgjast með umferðinni og svo var þetta laugardagskvöld og það var ekið gegnum marga smábæi og hægt að fylgjast með unga fólkinu að koma sé á skemmtanir og í gleðskap. Okkur leiddist því ekkert á leiðinni.
Okkur hlakkaði nú samt til að komast upp á hótel og hvíla okkur. Regla númer eitt, aldrei taka ódýrasta hótelið sem þú finnur
Það leit nú samt ágætlega út eftir myndum að dæma.
Þetta yrði svona notaleg stund.
Eða reyndar svona, við misstum nefnilega af hjónasvítunni, en þessar nætur kostuðu 130 pund fyrir tvær nætur.
Jæja bílstjórinn fann að lokum götuna, en ekki hótelið alveg strax, hann þurfti að spyrja annan bílstjóra og viti menn þarnan blasti nú hótelið okkar við.
Kall greyið búin að þvælast með okkur í tvær klukkustundir. En við áttum að fá 35 pund til baka ef við kæmum aftur við á Gatvick, fengum miða upp á það.
Já ósköp notalegt ekki satt.
Það var reyndar einhver vandræða svipur á manninum í lobbíinu þegar hann sá okkur, því við vorum sett upp á þriðju hæð, og þarna var enginn lyfta hehehe.
Jamm ... eða þannig. Túpusjónvarpið virkaði svo auðvitað ekki.
Þetta var þó að minnsta kosti þak yfir höfuðið eða þannig.
Og auðvitað má maður ekki vera kröfuharður, Elli komst þó í bað, nema það var ekkert ljós á baðinu sem var frammi á gangi, það var að vísu spotti til að toga í en það kom ekkert ljós, svo hann notaði símann sinn til að lýsa sér. En bjórinn bjargar auðvitað öllu. Höfðum vit á að kaupa kippu áður en við komum á hótelið.
Jamm ekki virkaði sjónvarpið. Skáparnir eru líka listasmíð hehe. Verð að segja það að ég gat ekki annað en hlegið að þessu öllu saman.
En við lifðum nóttina af og um morguninn fórum við að skoða okkur um. Það er ekki hægt að gera né sjá mikið í stórborg eins og London á einum degi, svo við tókum bara Bus Tours, sem áttu að gilda í tvo sólarhringa, en við fengum á niðursettu verði, þar sem við ætluðum bara að vera þarna til kvölds. Fyrri dagurinn hvarf nefnilega í ferðina til London.
Þetta er náttúrulega bráðskemmtileg leið til að skoða stórborg á hundavaði.
Þetta hús minnir mig á mynd sem ég sá einhverntíman um gamla konu sem neitaði að yfirgefa húsið sitt sem átt að rífa til að byggja skýjakljúf. Yndislegt alveg.
London er allskonar borg, menninginn lifir hér góðu lífi.
Sá reyndar þessa sýningu bæði á Broadway og svo í þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Og svo höfðum við einmitt farið á ótrúlega safnið San Fransisco.
Hér er mikið verið að byggja skal ég segja ykkur, og byggingarkranar ná næstum til himins.
London eye, þeir eru afskaplega stoltir af þessu auga sínu skilst mér og það var hægt að sjá víða frá líka á nóttunn en þá skin það í fallegum bláum lit.
Höllin og Westminster abbey voru líka heimsótt og herra Big Ben.
Nelli gamli hátt uppi á Trafalagar Squer.
Viktoríuminnismerkið held ég.
Big Ben.
Þessi nýtur sín afskaplega vel á torginu ekki eins hástemdur og Nelson, en örugglega háværari ef hann gæti galað.
Viktoria Station.
Það góða við svona rúnt er að maður getur stoppað þar sem maður vill og farið á pubb eða fengið sér að borða.
Já ég sagði einmitt að London væri allskonar
Þetta er sko ekkert HOF.
Stoppuðum á Trafalagar torginu áður en við héldum heim og fengum okkur dýrindis máltíð.
Hér aftur á móti gáfum við okkur tíma til að fara á ekta enskan pubb.
Eitt er alveg á tæru það eru hinir vel hirtu og skemmtilega klipptu skrúðgarðar Lundúna.
Þessi hefur fengið sér einum of mikið.
Þetta er nýnasta trendið í stórborgum heimsins. Veit ekki hvernig þeir fara að þessu. En svona er þetta bara, hef séð svipað bæði á Ítalíu og í Austurríki.
Fólk að njóta sín í veðurblíðunni á torginu.
Þetta er auðvitað enginn fræðsluferð, því ég veit afskaplega lítið um London, bara svona til skemmtunnar.
En það er alltaf gaman að heimsækja önnur lönd og upplifa andrúmsloftið.
En þá áttum við eftir að fara um nóttina til Lutonflugvallar, ákváðum að taka leigubíl þangað líka. Fengum uppgefið verð hjá manninum í mótttökunni, 85 pund átti hann að kosta. Elli var ennþá frekar slappur og bílstjórinn vildi endilega koma við í búð og kaupa handa honum hálstöflur það var allstaðar opið þó klukkan væri að nálglast fimm. Það tók nú styttri tíma til Luton eða um þrjúkorter minnir mig enda hraðbrautir og lítil umferð.
En sem sagt reglurnar þrjár, ekki taka ódýrasta herbergið, reynið að fljúga ekki frá sitt hvorum flugvellinum, og ætla að gista í miðjunni. Og ef þið ætlið að vera tvo daga ekki fara að kvöldi til og fara snemma morguns þó dagatalið sýni tvo daga, þá er það tálsýn.
Njótið kvöldsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2015 | 00:34
Þannig er það bara og ég er auðvita rakin asni.
Ímynd konunnar er að verða spennandi á Íslandi í dag. Ég þarf fyrst að segja að ég er ekki feministi, ég er jafnréttissinni sem er allt annað mál. Í gær horfði ég á ágætt áramótaskaup sem var skipað konum. Konum sem báru það uppi og ég er alveg ánægð með það, svona eftir aðra áhorfun, skildi ekki alveg á gamlárskvöld enda komin smá í glas.
En í kvöld horfði ég svo á þátt sem heitir Tónafljóð, sem var í Hörpu. Tónafljóð vegna þess að þar skipuðu konur æðstu sætin. Þetta var frábær þáttur og margt svo fallegt og gott.
Flest var afar flott og skemmtilegt. Það voru þó tvö atriði sem mér fannst ekki alveg nógu góð. Það fyrra var eftir Jórunni Viðar, eldurinn hennar brann fyrir minn smekk of hægt, en samt áheyrilegt og fyrir symfóníuelskendur örugglega góð veisla.
Hitt atriðið var og ég verð að gera svolitla grein fyrir því, var túnfífillinn hennar Ragnhildar Gísladóttur.
Fyrir svona 30 árum eða svo var ég einlægur aðdáandi hennar, ég er oft frekar barnaleg og tilfinningarík manneskja og ég viðurkenni alveg að ég lét aðdáun mína á Ragnhildi örugglega of mikið í ljós á þeim tíma. En svo liðu bara 30 ár.
Ágæta Ragnhildur ég hef lært á löngum ferli að það sé betra að þegja en að segja eitthvað leiðinlegt við fólk. Þess vegna segi bara túnfífillinn Þetta reyndar fallega blóm á svo miklu betra skilið en túlkun þín á tilveru hans.
Ég mun aldrei gleyma svipnum á þér núna fyrir tveimur árum þegar þú varst hér með Fjallabræðrum á Aldrei fór ég suður. Ég var þarna eins og svo oft áður baksviðs, og sá þig, og þú sást mig og það var eins og ég væri ebólusjúklingur þú raukst í burtu eins og ég hefði gert þér eitthvað. Þetta augnaráð og viðbrögð hafa fylgt mér síðan. En ég skal alveg segja þér að ég ætlaði mér aldrei að heilsa þér, hvað þá abbast upp á þig, því eftir 30 ár hef ég þroskast ótrúlega mikið... eða þannig. Ég abbast ekki upp á fólk sem augsýnilega vill það ekki.
Þannig að þú getur sofið alveg róleg. Þá er mitt sjónarmið komið fram.
En sem sagt þessi uppákoma var svo sannarlega veisla fyrir augu og eyru, og ég er stolt af mínum kynsystrum.
Ég veit að ég get verið algjör asni í svo mörgum málum. Ég læt tilfinningarnar hlaupa með mig í ógöngur og hef oft þurft að sjá eftir því svona með sjálfri mér. En ég er fyrst og fremst manneskja og við gerum öll axarköft sem við sjáum svo eftir. En þá þurfum við líka að komast að samkomulagi við okkur sjálf og elska okkur sjálf fyrir að vera svoddan kjánar og læra og vita að við erum bara ekki ein í svoleiðis kjánaskap. Vegna þess að stundum erum við bara kjánar.
Ég er auðvitað asni, en ég er frekar saklaus, hamingjusamur og góður asni, sem á ást og kærleika svo margra og það er ótrúlega gott. Þannig að þegar eitthvað svona nagar mann, þá bara einfaldlega á það ekki að skipta neinu máli og nú þegar ég hef komið þessu annars neyðarlega atviki frá mér þá er það þar með farið.
En konur geta alveg gert allt það góða og flotta sem karlmenn geta. Og það er einmitt málið að við gerum það með stæl, með því að virkilega sýna fram á hvers við erum megnugar, en ekkk með einhverum fjandans tiktúrum og æsing sem einatt er í kringum feminisma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2014 | 13:15
Kærar þakkir til Björgunarfélags Ísafjarðar og fleiri aðila.
Það er svona frekar hvasst í dag og nótt, og þýða sem er ekki heppilegasta veðrið fyrir ástandið á kúlunni minni. Og spáð meira hvassviðri í dag.
En sem betur fer fékk ég góða aðstoð í gær frá nokkrum aðilum. Netagerð Vestfjarða eða hvað hún heitir í dag, lét okkur í té net til að leggja yfir kúluna, því það er hætt við að restin af þaki garðskálans fjúki í vestanáttinni. Mágur minn kom með lyftara og fékk líka hellur frá Steypustöðinni til að fergja. Hópur fólks kom svo frá Hjálparsveit Skáta og vann þrekvirki við að koma neti yfir kúluna.
Ég vil líka þakka Geirnaglanum fyrir að senda menn daginn eftir að þakið brast og spengja þakið upp sem stóð ennþá. Það væri sennilega farið líka ef það hefði ekki verið gert.
Hjálparsveitarmennirnir eru að koma og byrja á verkinu.
Það þurfti að fá hellugrjót til að fergja netið, því ekki er hægt að koma því niður að jörð.
Það þurfti svo að bera netin upp að kúlunni.
En þetta voru fumlaus handtök og allir virtust vita nákvæmlega hvað þeir áttu að gera.
Eins og sjá má var veðrið einkar fagur í gær.
Og svo þarf að spá aðeins í hvernig er best að haga þessu.
Þá er netið komið uppeftir.
Þá þarf að koma grjótinu upp eftir og þá var nauðsynlegt að hafa lyftarann.
Nokkrir fóru svo í að moka frá eins og hægt var.
Og lyftarinn var líka notaður til að ná sem mestu af þakinu út úr garðskálanum.
Mikið er gott að hafa svona sveitir manna um allt land sem eru alltaf reiðubúnir til að hjálpa þar sem þarf.
Þetta virðist ef til vill ekki svo slæmt, en ef vindur stendur þannig, getur hann svift restinni af þakinu upp og þá myndi það fara upp í loftið en ekki niður.
Það var reyndar mágur minn Sævar sem lét sér detta þessa lausn í hug, og ég hefði ekki viljað vera án öryggis netsins í nótt þegar byrjaði að blása.
Það var hægt að draga eitthvað af þakinu burtu með lyftaranum.
Mörg fallegu trén mín eru ónýt, perutréð, kirsuberjatréð, Pernille fallega bleika rósin mín, sem hefur glatt svo marga er í smalli.
Það er því mikill tregi í mínu hjarta, þó ég sé auðvitað glöð að enginn meiddist þegar þetta gerðist.
Jukkan mín er brotinn í toppinn, en ef hún lifir veturinn af svona ekki undir þaki, mun hún ná sér. En stóra tréð sýprisin stóð og stendur enn keikur sem betur fer. Zakúrakirsuberjatréð féll við og liggur nánast ofan á beðinu, en virðist ekki brotið, það á samt eftir að koma í ljós.
Syprisin stendur samt ennþá.
Jukkan mín er toppbrotin, en gæti náð sér ef hún lifir veturinn af.
En sumt er alveg í small, þetta var kirsuberjatréð mtt.
En það þýðir ekkert að gefast upp eða grenja, það þarf bara að halda áfram og vona að eitthvað gott komi út úr þessu.
Skaðinn kemur nú reyndar ekki alveg í ljós fyrr en í vor. En á móti kemur sá hlýhugur sem okkur er sýndur og þessi hjálp sem er veitt svo góðfúslega af öllum. Það gefur manni trú á lífið og tilveruna.
Og þess vegna vil ég endilega minna fólk á að versla rakettur og annað áramóta dót hjá hjálparsveitunum um allt land því það er þeirra aðal innkoma til að viðhalda sínum búnaði.
Innilega takk fyrir mig allir sem lögðust á eitt við að gera kúluna öruggari það sem eftir lifir veturs.
Hér eru fleiri myndir, teknar af Dóru systur minni.
Mágur minn.
Þær eru svona óskýrar af því að það er búið að senda þær og seifa.
Annar mágur minn.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.12.2014 | 14:48
Virðing og upphefð. Slíkt er ekki hægt að kaupa sér, hlýtur alltaf að þurfa að vera áunninn.
Já aldeilis stóruppákoma. Ég get ekki betur séð en að margir hneykslist á tiltækinu. Við skulum líka hafa í huga að það var einmtt Sigmundur Davíð sem skipaði Guðna Ágústsson formann orðunefndar.
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur skipað Guðna Ágústsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og ráðherra, sem nýjan formann orðunefndar. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur".
Ég verð bara að segja að ég er löngu hætt að hneykslast á forystumönnum og pólitískum toppum landsins í dag, þeir eru eins og hver upp úr rassgatinu á öðrum, og halda í sinni einfeldni að við fylgjumst ekki með, eða vitum ekki betur.
Ég er farin að spekulera hversu langt þeir ætla að ganga og halda sig komast upp með það.
"Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, var sæmdur æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir íslenskum eða erlendum borgara fyrir utan þjóðhöfðingja; stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu. Stjarna stórkrossriddara fálkaorðunnar ásamt rósettu. Stórkrossinn Stjarna stórkrossriddara fálkaorðunnar ásamt rósettu. Fjölmiðlar fengu ekki að vita af athöfninni og þá er ekki vitað hvort hún hafi farið fram á Bessastöðum líkt og venja er. Einu upplýsingarnar um þessa afhendingu er að finna á undirsíðu embættis forseta Íslands á veraldarvefnum en þar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi verið sæmdur stórkrossinum laugardaginn 13. desember".
Eitthvað hafa þeir nú skammast sín blessaðir að láta ekki fjölmiðla vita, það hefur hríslast ónot niður bakið á þeim af tilhugsuninni um beinskeytta blaðamenn, spyrjandi óþægilegra spurninga svo sem um fyrir hvað Sigmundur fær orðuna?
En íslensk þjóðarsál er seinþreytt til vandræða og lætur svo sem ekki mikið í sér heyra opinberlega, en þetta fólk má alveg vita að menn hugsa sitt.
Að skreyta sig með fjöðrum sem maður hefur ekki unnið til, gefur engum upphefð, heldur þvert á móti. Ég held að þessar orður, sem reyndar eru löngu gengnar út sér vegna vals á orðuhöfum mörgum hverjum, séu löngu komnar yfir síðasta söludag. Það er ekki lengur upphefð sem vekur aðdáun almennings, heldur miklu fremur er fyrirlitning sú tilfinning sem heltekur mann þegar hugsað er út í þessa hluti. Allir þurfa nefnilega að vinna sér inn virðingu og álit, hún verður hvorki keypt með gulli né prjáli.
En mér finnst allof margir ráðamenn séu ennþá litlir karlar í stórustrákaleik, af því þeir geta það á okkar kostnað.
Virðing hefur ekkert með það að gera, hvorki án kross né með. En vonandi er Sigmundur Davíð glaður með krossinn sinn, hætt er samt við að hann hafi einhverja smáónotatilfinningu þegar hann setur hann upp. En það er auðvitað bara hans mál.
![]() |
Sigmundur sæmdur fálkaorðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
24.12.2014 | 17:31
Stórt jólatré, nei lítið jólatré... nei eiginlega bara grein.
Nokkrar nýjar myndir af hruninu, þ.e.a. s. okkar hruni.
Við höfum fundið fyrir ótrúlega fallegri hugsun og aðstoð frá þeim sem í kring um okkur eru.
Gömmlu vinnufélagarnir mokuðu fyrir mig snjóinn upp að kúlunni, takk Jói minn.
Menn frá Geirnaglanum komu og spengdu upp það sem eftir var af þaki garðskálans.
Svo núna lítur þetta út eins og frumskógur.
Ekkert smá vesen því lofthæðin er sumstaðar 5 m.
En inni loga jólaljósin.
Hér má svo sjá gatið sem myndaðist.
Og hér.
Já svona lítur þetta út frá götunni. Netagerðin ætlar að bjarga okkur um troll til að leggja yfir kúluna, því ef gerir vestanátt, þá er hætt við að restin af þakinu fari. Og hjálparsveitinn Tindar ætla að vera svo elskulegir að festa það. Svo þið sjáið að við erum í góðum höndum. Og fyrir það er ég afskaplega þakklát, vinir hafa líka hringt og boðið fram penngagjöf.
Og svo er það þetta með jólatré.
Við kaupum alltaf jólatré af hjálparsveitinn, og vorum frekar sein í ár, svo það voru öll tré búin, nema einhver risastór.
Elli minn sagðist myndu bjarga því við.
Hér stendur tréð okkar alltaf.
En svo bar við um þessar mundir að við misstum af því að kaupa tré.
En Elli minn dó ekki ráðalaus hann fór út með sög..
Og sagaði eina stóra grein af einni furunni í garðinum okkar.
Hér er svo þessi elska að skreyta tréð. Og kötturinn fylgist með af athygli, hún er afar spennt fyrir jólakúlunum.
Eins og sjá mál.
Og hér er svo jólatréð komið upp og fyrsti pakkinn komin undir það. Allt í anda jólanna.
En nú þarf ég að fara að huga að steikinni og leggja á borð. Ég vil bara óska ykkur öllum enn og aftur gleðilegra jóla og vona að þið eigið góða hátíð, munum svo að hugsa til smáfuglanna, hrafnanna og svartþrastanna sem líka eru komnir hingað.
Með bestu jólakveðjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2023127
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar