Kærar þakkir til Björgunarfélags Ísafjarðar og fleiri aðila.

Það er svona frekar hvasst í dag og nótt, og þýða sem er ekki heppilegasta veðrið fyrir ástandið á kúlunni minni.  Og spáð meira hvassviðri í dag.  

En sem betur fer fékk ég góða aðstoð í gær frá nokkrum aðilum.  Netagerð Vestfjarða eða hvað hún heitir í dag, lét okkur í té net til að leggja yfir kúluna, því það er hætt við að restin af þaki garðskálans fjúki í vestanáttinni.  Mágur minn kom með lyftara og fékk líka hellur frá Steypustöðinni til að fergja. Hópur fólks kom svo frá Hjálparsveit Skáta og vann þrekvirki við að koma neti yfir kúluna. 

 Ég vil líka þakka Geirnaglanum fyrir að senda menn daginn eftir að þakið brast og spengja þakið upp sem stóð ennþá.  Það væri sennilega farið líka ef það hefði ekki verið gert. 

IMG_8422

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjálparsveitarmennirnir eru að koma og byrja á verkinu.

IMG_8424

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þurfti að fá hellugrjót til að fergja netið, því ekki er hægt að koma því niður að jörð.

 

IMG_8425

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þurfti svo að bera netin upp að kúlunni. 

 

IMG_8426

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þetta voru fumlaus handtök og allir virtust vita nákvæmlega hvað þeir áttu að gera. 

 

IMG_8427

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má var veðrið einkar fagur í gær.  

 

IMG_8428

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo þarf að spá aðeins í hvernig er best að haga þessu.

 

IMG_8429

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er netið komið uppeftir.

 

IMG_8430

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá þarf að koma grjótinu upp eftir og þá var nauðsynlegt að hafa lyftarann.

 

IMG_8431

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrir fóru svo í að moka frá eins og hægt var.

 

IMG_8432

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og lyftarinn var líka notaður til að ná sem mestu af þakinu út úr garðskálanum.  

 

IMG_8434

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikið er gott að hafa svona sveitir manna um allt land sem eru alltaf reiðubúnir til að hjálpa þar sem þarf.

 

IMG_8435

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta virðist ef til vill ekki svo slæmt, en ef vindur stendur þannig, getur hann svift restinni af þakinu upp og þá myndi það fara upp í loftið en ekki niður.

 

IMG_8436

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var reyndar mágur minn Sævar sem lét sér detta þessa lausn í hug, og ég hefði ekki viljað vera án öryggis netsins í nótt þegar byrjaði að blása.

 

IMG_8437

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var hægt að draga eitthvað af þakinu burtu með lyftaranum.

 

IMG_8438

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mörg fallegu trén mín eru ónýt, perutréð, kirsuberjatréð, Pernille fallega bleika rósin mín, sem hefur glatt svo marga er í smalli.

 

IMG_8439

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er því mikill tregi í mínu hjarta, þó ég sé auðvitað glöð að enginn meiddist þegar þetta gerðist.

 

IMG_8442

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jukkan mín er brotinn í toppinn, en ef hún lifir veturinn af svona ekki undir þaki, mun hún ná sér.  En stóra tréð sýprisin stóð og stendur enn keikur sem betur fer. Zakúrakirsuberjatréð féll við og liggur nánast ofan á beðinu, en virðist ekki brotið, það á samt eftir að koma í ljós.  smile

IMG_8448

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Syprisin stendur samt ennþá.  

 

IMG_8450

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jukkan mín er toppbrotin, en gæti náð sér ef hún lifir veturinn af. 

 

IMG_8451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En sumt er alveg í small, þetta var kirsuberjatréð mtt.  

 

IMG_8452

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það þýðir ekkert að gefast upp eða grenja, það þarf bara að halda áfram og vona að eitthvað gott komi út úr þessu.  

Skaðinn kemur nú reyndar ekki alveg í ljós fyrr en í vor.  En á móti kemur sá hlýhugur sem okkur er sýndur og þessi hjálp sem er veitt svo góðfúslega af öllum.  Það gefur manni trú á lífið og tilveruna. 

 

Og þess vegna vil ég endilega minna fólk á að versla rakettur og annað áramóta dót hjá hjálparsveitunum um allt land því það er þeirra aðal innkoma til að viðhalda sínum búnaði.  

 

Innilega takk fyrir mig allir sem lögðust á eitt við að gera kúluna öruggari það sem eftir lifir veturs.  

 

 Hér eru fleiri myndir, teknar af Dóru systur minni. 

5

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mágur minn.   

7

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þær eru svona óskýrar af því að það er búið að senda þær og seifa.  

 

8

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

unnamed

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annar mágur minn. 

1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigið góðan dag. smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er Björgunarfélag Ísafjarðar ekki satt?

kv

d

Dóra (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 15:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú rétt skal vera rétt smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2014 kl. 16:47

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þegar á reynir er mikið til af góðu fólki til þess að hjálpa samborgurum sínum!

Sigurður Þorsteinsson, 29.12.2014 kl. 13:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sem betur fer Sigurður.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2014 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband