29.8.2009 | 09:45
Að sitja eins og hundur og bíða eftir korni af borði húsbóndans.
Ef þetta væri ekki svona sorglegt, þá væri það eiginlega fyndið. Hvað ríkisstjórn Íslands gengur með sínar vonir og drauma langt í burtu frá meirihluta landsmanna. Meðan við viljum halda höfði og reisn, og fara að vinna okkur út úr þessum öldudag með það að vopni sem við höfum, þ.e. auðlindir okkar, fyrirgreiðslur frá ríkisstjóði og til dæmis þeim milljarði sem lífeyrissjóðirnir vilja lána til uppbyggingar atvinnulífsins. Þá bíður ríkisstjórnin með Steingrím og Jóhönnu slefandi við dyrnar hjá AGS eftir að fá bitling og hundakex.
Ég skammast mín niður fyrir tær yfir þessu verð að segja það.
Af hverju má ekki byrja endurreisnina hér heima, með tilhliðrunum og til dæmis með því að fara að vinna að því ötullega að koma höndum yfir eignir þjófanna. Sem reyndar eru ekki þeirra eignir heldur okkar.
Nei það er betra að bíða slefandi framan við luktar dyr nýrra húsbænda, sem þetta fólk hefur kosið yfir okkur annað hvort vegna barnaskapar eða hreinlega vilja koma skjóðunni inn fyrir gullna hliðið hvað sem það kostar.
Ég er svo reið inn í mér og líka sorgmædd yfir þessu hundshætti að ég á ekki til orð við hæfi. En ég veit líka að sagan mun dæma allt þetta fólk, bæði þá sem upphafinu ollu og svo hina sem spiluðu með.
Hvar er stoltið og sjálfsbjargarviðleitnin? Ég bara spyr?
![]() |
Icesave losi lánastíflu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.8.2009 | 23:57
Smá mömmó, í berjamó og lítil en flott sýning.
Ætla að setja inn nokkrar myndir fyrir svefninn.
Indíjánaprinsessa undirbýr sig að fara í leikskólan.
Meðan sú stutta hefur bara áhuga á sjónvarpinu.
Veðrið var leiðinlegt í dag, en ágætt í gær.
Og þau ætla að skreppa til berja, það er búið að kaupa skyr og rjóma, vantar bara aðalbláberin.
Og svo er lagst í berja át.
Sumir týndu bara upp í munninn.
En áhuginn leynir sér ekki.
Nú blánar yfir berjamó,
og börnin smá i frið og ró,
í lautum leika sér.
Þau koma koma kát og létt,
á kvikum fótum taka sprett.
Að týna týna ber... að týna týna ber.
En heima situr amma ein
við arninn hvílir lúin bein,
og leikur bros um brá.
Er koma þau með körfur inn,
og kyssa ömmu á vangann sinn.
Og hlæja berjablá og hlæja berjablá.
En Júlli minn er með eina sýningu núna niður við Neðsta Kaupstað. þetta er það nýjasta hjá honum.
Þetta hlýtur að vera geimvera.
Þetta er afskaplega flott sýning, þó ekki sé hún stór í sniðum. En svo flott einmitt á þessum stað.
Mjög skemmtileg.
Sumir dálítið ófrýnilegir fiskarnir.
Til lukku Júlli minn með þessi flottu listaverk.
Og ég segi bara góða nótt.
Bloggar | Breytt 29.8.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2009 | 16:45
Með því flottara sem ég hef séð nýlega.
http://www.youtube.com/watch?v=eHN_XLBykyY
Þetta er með því flottara sem ég hef séð. Set það hér inn megi það fara sem víðast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2009 | 12:23
Helvítis fokking fokk.
Þá er það komið á hreint. Eins gott að geyma nafnalistan og skoða hvernig menn greiddu atkvæði.
Undarlegt að sjá menn sem fundu þessum samningi allt til foráttu, samþykkja hann nú, hvernig á að treysta svoleiðis fólki til að efna kosningaloforð. Og hvers vegna að samþykkja? hvað hangir á spýtunni?
Svo eru þeir sem ætluðu að vera á móti sínum flokki, en játast nú undir klafann. Af hverju ?
Auðvitað var um þá sem ætluðu allan tíman að koma okkur í þessa ánauð, með góðu eða illu, jafnvel sem trúnaðarplaggi óbreyttu gegnum alþingi. Þeirra er skömmin.
Þeir sem stóðu í lappirnar og sögðu nei, eiga mína virðingu.
Svo voru þeir sem sátu hjá. Hverslags afgreiðsla er það eiginlega ? Ég tel svoleiðis þá mestu hræsni sem finnst. Að geta ekki tekið ákvörðun til eða frá, þýðir að menn eru ekki starfi sínu vaxnir. Þeir eru að skorast undan þeirri ábyrgð að taka afstöðu. Þeir eiga ekkert erindi inn á alþingi sem bregðast þannig við í þessu stærsta máli þjóðarinnar hingað til. Svei þeim bara.
En hér er listinn, við skulum geyma hann og ekki gleyma í næstu kosningum.
Já sögðu:
Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Nei sögðu:
Árni Johnsen, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Margrét Tryggvadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þráinn Bertelsson.
Eftirtaldir sátu hjá:
Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þór Saari.
I
llugi Gunnarsson var fjarstaddur.
Ég veit að það voru gerðir einhverjir fyrirvarar á þessu skrípi. En það eru áhöld um það hvort þeir haldi. Og hvað er bretum og hollendingum tekst að komast fram hjá fyrirvörunum?
Nei ég er búin að fá mig fullsadda af þessari ríkisstjórn. Sem kennir sig við velferð í orði en ekki á borði.
Ríkisstjórn sem þóttist ætla að vinna af heiðarleika og gagnsæi að uppbyggingu þjóðarbúsins, en slær svo hendi á móti tilboði Lífeyrissjósa um milljarða uppbyggingu. Og borðið er farið að lyftast af öllum leyniplöggunum sem það geymir.
Stjórn sem þóttist ætla að sameina þjóðina en leggur svo allt kapp á að tvístra henni með því að hafa það í forgang meðan allt annað brennur að þröngva okkur inn í ESB og Icesave.
Ég hef fyrir löngu misst alla trú á Jóhönnu Sigurðardóttur. Þvílíkt sem sú kona hefur fallið af stalli. Og ég hugsa "froðusnakkur" þegar ég hlusta á Steingrím í dag. Enda hefur oltið upp úr honum allskonar vitleysa undanfarið, eins og þegar hann í sjónvarpsviðtali taldi samninginn það besta sem hægt væri að gera, og ætlað svo að pína hann gegnum þingið sem trúnaðarplagg. Hvar var heiðarleikin og allt upp á borðið þá?
Og hvað á þá að hugsa um Ögmund Jónasson, Lilju Mósesdóttur og Guðfríði Lilju? Ég veit það ekki.
Nei þessi ríkisstjórn hefur valdið gífurlegum vonbrigðum. Allt sem þau ætluðu að gera hefur snúist á verri veg. Og þolinmæði mín og örugglega fleiri er á þrotum.
Ég hef heldur ekki gleymt þeim sem leiða Sjálfstæðisflokkinn þeir halda að maður gleymi þeim í öllu þeirra gjammi núna, og í þykjustunni löngun til að bjarga þjóðfélagi sem þeir komu á hausinn.
Framsóknarflokkurinn er þó sýnu trúverðugri með því að segja nei. Þó ekki megi gleyma þeirra hlut í hruninu.
Það verður hreinlega að koma þessari spillingu frá, og þá á ég við allt fjórflokkakerfið eins og það leggur sig. Það er nokkuð ljóst að þó þau tali og tali. Öskri og öskri þá meina þau ekkert með því í raun og veru. Samtryggingin er það sem blívur. Spillingin algjör og allt svo rotið að það er farið að leggja náfýlu frá alþingi og stjórnarráði.
Það hefur ekkert breyst með það. Nýju stjórnvöldin eru ennþá að hygla vinum og vandamönnum, og ráða sitt fólk í hin ýmsu embætti. Nú er bara búið að finna ný nöfn á þetta.
Ég vona að íslendingar beri gæfu til að skipta þessu liði öllu út næst þegar við fáum að kjósa ef það verður þá nokkurn tíman aftur. Þá þurfa menn að gefa nýjum framboðum tækifæri og nýju fólki. Eing og Borgararhreyfingunni og Frjálslynda flokknum. Fjórflokkarnir eru sami grautur í sömu skál. Og með þá hverja þeirra sem er við stjórnvölin breytist nákæmlega ekki neitt. Þetta verður hinn almenni maður að fara að skilja og meðtaka. Það þýðir ekki lengur bara að halda með sínum mönnum ef þeir reynast svo ekki traustsins verðir. Þá verður að gefa öðrum brautargengi. Annars verður spillingin endalaust viðloðandi.
Og þá er bara eftir að endurtaka; Helvítis Fokking Fokk.
![]() |
Icesave-frumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.8.2009 | 22:18
Mömmublogg.
Já kúlulífið gengur sinn vanagang, þó amma gamla missi sig stundum í pólitíkinni greinilega við litla hrifningu bloggvina, nema örfárra, en þannig er nú lífið.
Að skoða fræ getur verið djúp hugsun. Í þessu tilfelli umfeðmingur, eða belgjurt.
Himnagalleríið er alltaf opið hér.
Litla skottið mitt var veikt í gær og hvað er þá betra til að dreyfa huganum en að pússla.
Svo má alltaf taka til.
Afi hjappa mé!!!
Jamm allt í lagi.
Nú get ég.
svo þarf að prófa að klifra aðeins.
Afi þó hvað ertu með?
Á hausnum??
en ég elska þig samt.
ég skal mála allan heimin elsku amma!!
Kostgangararnir mínir, vinir Ella sem eru reyndar fluttir í burtu, en komu til að hjálpa vini sínum að ljúka við að ganga frá að utan félagsheimilið í Bolungarvík.
Lítil og lasin.
Stóra stúlkan mín á leið í leikskólann.
Þessi er spes fyrir ísafjarðarfólkið mitt, svona var veðrið í dag.
Álfaprinsessa.
Kerru prins heheh. þessi er fyrir Jóhann bloggvin minn.
Og sumir eru bara fæddir í að sitja fyrir og vera flottir.
Þannig er það bara
Og svo eru auðvitað aðrir sem eru bara flottir svona i sjálfu sér.
Eigið gott kvöld elskurnar. Knús á alla mína bloggvini.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nú svellur mönnum móður út af myndbandinu fræga með Sigmundi Erni Rúnarssyni, margir vilja að hann segi af sér, ennþá fleiri vilja að hann biðjist afsökunar. En að mínu mati eru alltof margir uppteknir af þessari uppákomu.
Ég verð að segja að við íslendingar erum oft svo auðveldlega afvegaleidd í umræðum. Og gjörn á að láta plata okkur frá aðalatriðum út í smáatriði. Þetta er ef til vill okkar akkílesarhæll.
Fyrir mér er þessi uppákoma hans aðeins honum einum til skammar. Hver veit svo hvort þetta var gert til að afvegaleiða umræðuna um Icesave??? Nei ég segi nú bara svona.
Þó einhver alþingismaður tali fullur í þingsal, þá er það fyrst og fremst hans skömm, og einnig þeirra sem eiga að gæta aga á vinnustaðnum ef þeir gera ekkert í málinu. Fylleríisræða á alþingi festir ekki börnin okka og barnabörnin í hlekki ánauðar til framtíðar. Þó ræðan sjálf hafi verið í þeim anda svo sem að þessi gjörningur væri bara í góðu lagi.
Við megum ekki hætta að einblína á það sem skiptir máli, en það er þessi Icesavesamningur og framsal fullveldis okkar til annara þjóða. Ef almenningur vill ekki sjá þessa framkvæmd, þá verður hann að láta í sér heyra og láta vita af því. Sem betur fer hlusta núverandi stjórnvöld aðeins meira á þjóðina en sú fyrri. Þökk sé hluta Vinstri Grænna. Ekki trúi ég svo öðru en að Borgarahreyfingin muni hlusta, eða var ekki þjóðina á þing þeirra mottó.
Hér er ein gjörð sem fólk getur gert til að mótmæla:
http://vidhorf.blog.is/blog/vidhorf/entry/937374/#comment2570221
Þeir sem eru í Reykjavík ættu að fara niður á Austurvöll og gera hávaða sem aldrei fyrr. Við hin getum þeytt bílhornið eða bara staðið og öskrað.
Annars hef ég verið að hugsa um á hvaða leið við erum íslendingar í lýðræðinu. Það eru margir reiðir og ég heyrði í gær í viðtali við mann sem vinnur með félagsskap um hag heimilanna. Hann sagði að þolinmæði fólks væri á þrotum. Það er örugglega ekki ofsagt, og ég verð að segja að þolinmæði íslendingar er alveg rosalega mikil. Og það þarf mikið þanþol til. En einhverntímann springur þetta allt saman, og þá er aldrei að vita hvað gerist. Því seinna sem hlutirnir gerast því alvarlegri verða þeir að mínu mati. Því alltaf magnast reiði fólks yfir því hve lítið er að gerast í því að hjálpa til við að bjarga landinu upp úr kreppunni. Öll áhersla lögð á Icesave og ESB. Það er óþolandi að mínu mati.
Hér er frétt sem mér finnst ákaflega sorgleg og segir meira en þúsund orð um áherslur ríkisstjórnarinnar:http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/26/litil_vidbrogd_stjornvalda/
mbl.is/Ásdís
Lítil viðbrögð stjórnvalda
Viðræðum stjórnvalda og aðgerðarhóps lífeyrissjóða vegna stórframkvæmda til að stuðla að aukinni atvinnu miðar hægt. Fyrsti fundurinn var haldinn í seinustu viku og hefur enn ekki verið boðað til annars fundar. Í stöðugleikasáttmálanum í júní er kveðið á um að stefnt skuli að því að þessum viðræðum stjórnvalda og lífeyrissjóða verði lokið fyrir 1. september. Nú er öllum orðið ljóst að það markmið næst ekki.
Vaxandi óþolinmæði gætir meðal fulltrúa á vinnumarkaði og meðal lífeyrissjóða vegna þess hve lítil viðbrögð stjórnvalda hafa verið til þessa. Líta þeir svo á að boltinn sé hjá stjórnvöldum. Enn liggur ekkert fyrir um hver á að verða forgangsröðun framkvæmda sem rætt var um við gerð stöðugleikasáttmálans í júní.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins urðu forsvarsmenn lífeyrissjóða og heildarsamtaka á vinnumarkaði fyrir vonbrigðum á fundinum í seinustu viku vegna þess hversu undirbúningurinn virðist vera skammt á veg kominn í stjórnkerfinu.
Lífeyrissjóðirnir hafa lýst sig reiðubúna að setja um 100 milljarða kr. í opinberar framkvæmdir og til stofnunar Fjárfestingarsjóðs Íslands á næstu fimm árum. Þeir lýsa sig tilbúna að hefjast handa og setja sérfræðinga í einstök verkefni. Var rætt um þessi mál á fundi aðgerðahóps þeirra í gærmorgun. Fulltrúar stjórnvalda hafi hins vegar ekki enn sett fram neinar hugmyndir um ákveðin verkefni sem lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega fjármagnað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2009 | 10:34
Icesave enn og einusinni enn einn ganginn..
Það er nokkuð ljóst að það hefur myndast gap milli Alþingis og almennings. Það er nokkuð ljóst að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessum Icesavesamningum, og margir hafa bent á að dæmið gengur engan veginn upp. M.a. hefur hagfræðingurinn Gunnar Tómasson ritað alþingismönnum bréf, þar sem hann bendir á að þessi samningur stangist á við stjórnarskrá landsins. Sjá hér:
Í Icesave lánasamningi Bretlands og Íslands segir m.a.:
Breski tryggingasjóðurinn hefur greitt út tryggingar til meirihluta innstæðueigenda hjá Landsbankanum í London vegna krafna þeirra á hendur Landsbankanum og Tryggingasjóði innstæðueigenda samkvæmt lögum nr. 98/1999 og í staðinn hafa þessir innstæðueigendur Landsbankans í London framselt breska tryggingasjóðnum þessar kröfur.
Hér er farið með rangt mál.
(a) Umræddar greiðslur voru að frumkvæði brezka tryggingasjóðsins án heimilda í viðkomandi tilskipun Evrópusambandsins (Directive 94/19/EC) og án samþykkis Tryggingasjóðs innstæðueigenda sem var skylt að fylgja lögboðnu ferli 4. gr. laga nr. 98/1999:
Viðskiptavinir aðildarfyrirtækis skulu senda sjóðnum kröfur sínar skriflega ásamt þeim gögnum sem sjóðurinn metur nauðsynleg. Sjóðurinn tekur ákvörðun, í samráði við Fjármálaeftirlitið, um lengd þess frests sem viðskiptavinir aðildarfyrirtækis hafa til að gera kröfu á sjóðinn. Fresturinn má þó ekki vera styttri en fimm mánuðir í því tilviki þegar viðskiptavinir aðildarfyrirtækis eiga kröfu á sjóðinn í tengslum við viðskipti með verðbréf en eigi lengri en tveir mánuðir þegar innstæðueigendur eiga kröfu á sjóðinn. Ákvörðun um lengd frests skal auglýst í Lögbirtingablaðinu og dagblöðum.
(b) Fjármálaeftirlitið gaf út formlegt álit sitt um greiðsluþrot Landsbankans þann 27. október 2008 í samræmi við Directive 94/19/EC að slíkt skyldi gert innan þriggja vikna frá greiðsluþroti (6. október 2008). Innstæðueigendur Landsbankans í London áttu því engar lögformlegar kröfur á Tryggingasjóð innstæðueigenda til að framselja brezka tryggingasjóðnum fyrr en í fyrsta lagi tveimur mánuðum síðar, eða 27. desember 2008.
Lagalegar forsendur fyrir kröfu brezka tryggingasjóðsins á Tryggingasjóð innstæðueigenda vegna framsals viðkomandi krafna innstæðueigenda Landsbankans í London eru því ekki til staðar.
Í lánasamningi landanna er lágmarksupphæð innstæðutrygginga samkvæmt Directive 94/19/EC, Є20.887, talin jafngilda £16.873, og endurspeglar það gengisskráningu Seðlabanka Íslands þann 27. október 2008. Brezkir viðsemjendur íslenzku samninganefndarinnar virðast því hafa gert sér far um að hlýða ákvæðum Directive 94/19/EC þar sem því var við komið.
© Skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta samkvæmt lögum nr. 98/1999 eru skilgreindar í íslenzkum krónum. Samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu er ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenzkum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi, segir í athugasemdum við viðkomandi lagafrumvarp.
Í lánasamningi Bretlands og Íslands eru krónuskuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta skilgreindar í sterlingspundum. Það jafngildir því að þær séu bundnar við dagsgengi erlends gjaldmiðils, sem er óheimilt að íslenzkum lögum. Hér er um afdrifaríkt lögbrot að ræða, sbr. 12.4% hækkun höfuðstóls brezka lánsins vegna gengisfalls krónunnar frá 27. október 2008 til 21. ágúst 2009.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur.
Það virðist vera að bæði ríkisstjórnin og alþingismenn hafni algjörlega að hlusta á fólkið í landinu. Spurningin er svo í hvers umboði þetta ágæta fólk starfar? Ég hélt að við þjóðin hefðum kosið þá til alþingis til að vinna fyrir okkur, að vernda land og þjóð. En kemst svo að því að svo virðist vera að hér sé eingöngu verið að hugsa um eigið skinn og æru.
Þið megið alveg vita það, sem sitjið sveitt við að klúðra saman einhverju moði ofan á annað moð, að það eruð þið ekki að gera í nafni meirihluta þjóðarinnar, að því er virðist allavega. Steingrímur sagði í viðtali í sjónvarpinu, þegar spyrill benti honum á að það væru margir sérfræðingar sem hefðu bent á mikla og alvarlega ágalla á fullkomna samkomulaginu sem vinur hans og samflokksmaður gerði við breta og hollendinga, að þeir hefðu rangt fyrir sér, en þeir sem töluðu eins og hann vildi heyra hefðu rétt fyrir sér. Öðruvísi gat ég ekki skilið svar hans.
Alvarlegast í þessu öllu er að þið skulið ennþá sitja við að sulla þessu saman, en ganga ekki hreint til verks og hafna þessu alfarið og byrja upp á nýtt. Að þið skulið ennþá teygja á þanþoli þjóðar sem er að gefast upp og sligast undan aðgerðaleysi ykkar allra.
Svo virðist sem þið haldið að þið getið endalaust setið og kennt hvorum öðrum um glæpinn. Jæja ég get sagt ykkur að þið eigið öll sök á honum. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn fyrir að gera þjófnaðinn mögulegan, og sitja svo þétt við bakið á glæpalýðnum þangað til glæpurinn var fullkomnaður, og Vinstri Grænir og Samfylking fyrir að gera ekkert til að losa okkur undan þessu fargi. Borgarahreyfingin hefur að vísu haft eina opna gluggann í þessu máli og á skilda þökk fyrir það. En þeir virðast líka hafa látið plata sig út í eitthvert miðjumoð.
Þið í Vinstri Grænum lofuðu fyrir kosningar að þið skylduð taka á þessu af festu og var ekki annað að heyra en þið vilduð losa þjóðina undan okinu. Samfylkingin sér ekkert nema ESB og situr þar og stendur en aðallega fellur með því þegar við höfnum inngöngu.
Það grátlegasta við þetta er svo auðvitað að bæði bretar og hollendingar eru að átta sig á því hvers lags svíðingsgjörð þetta er við örríkið Ísland. Meðan þið sem sitjið í okkar umboði, þrákallist við og viljið vera stórir karlar og borga bara svo við lítum ekki illa út í augum útlendinganna. Well ég get sagt ykkur að þeir sem ég hef talað við skilja ekkert í þessu brölti í ykkur, og þið eruð meira til athlægis ef eitthvað er. Meðan almenningur í landinu nýtur meðaumkvunar. Þó við viljum ekki sitja undir því að vera undismálsfólk, þá er það eiginlega betra en að vera þrælar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB.
Þið eruð rúin öllu trausti þeirra sem ég umgengst, og mér sýnist bæði á bloggi og spjallrásum að þeim vaxi sífellt meira ásmeginn sem gagnrýna og vilja að þið hættið þessum sandkassaleik og barnaskap og farið að snúa ykkur að því sem raunverulega skiptir máli. Þ.e. að taka á vanda þjóðarinnar, setja hjól atvinnulífsins í gang aftur.
Taka þjófaféð og nota það til uppbyggingar, og skila nauðungnarfénu aftur til AGS. Verði þeim að góðu.
Vaknið og farið að hlusta á þjóðina, það fólk sem ráðleggur ykkur heilt, fólkið sem þekkir til og hefur ekki hagsmuna að gæta nema umhyggju fyrir landinu og þjóðinni.
Það er eiginlega komið nóg af fíflaganginum. Fyrirgefið orðalagið, en þolinmæðin er á þrotum og allt stefnir í að þessu máli verði klúðrað til langframa. Ekki veit ég hvar ég verð árið 2024. En ég á börn og barnabörn sem ég vil að búi áfram á Íslandi, og ég krefst þess að þið gerið þeim það kleyft að geta lifað hér og verið frjálsir einstaklingar.
Ef þið getið það ekki, þá vinsamlegast segið af ykkur og farið heim..
![]() |
Ríkisábyrgðin falli niður 2024 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2009 | 16:08
Fljótavík - seinni hluti.
Já veðrið var misjafnt á okkur þarna fyrir norðan. Tvo seinustu dagana var ofboðslegt rok og rigning, hrikti í öllu, maður verður eitthvað svo lítill þegar náttúruan hamast svona. Við vorum samt örugg í góðu húsi og yl, með nógan mat og skorti ekkert.
Þarna voru líka ýmiskonar ævintýraverur, hér er indíjánaprinsessa í öllu sínu veldi.
ég er líka viss um að Evíta var að hugsa eitthvað djúpt í glugganum, með reigninguna dynjandi á rúðunni.
Svo var tíminn notaður í að spila, Hanna Sól elskar að spila veiðimann, og Sumir eru viljugri en aðrir að spila við hana.
Það var líka spil fyrir eldri krakka og föndur og teikningar.
Úlfur bjó til þessa líka fínu súpu handa öllum skaranum með dyggri aðstoð Sóleyjar Ebbu.
Hún smakkaðist rosalega vel.
Hér eru svo kóngur og drottning í ríki sínu.
Það var gaman að gantast við Leon.
Hann var svo krýndur konungur, og mamma situr og hlær að öllu saman.
Svo var hægt að fara í mömmó í eldhúsinu, ýmislegt skemmtilegt þar til að leika sér með.
Og hún er svo sæt.
Enn ein galagreiðslan frá Möttu frænku.
Loks stytti upp og lagði, og þvílík litadýrð.
Birtan hreint ótrúleg.
Allt rautt.
Notalegheit.
Svo var að pakka öllu saman. Nú var illt í ári, því við reiknuðum með að fara aftur með bát. En urðum að fljúga, og þó flugvélin sé góður kostur og flugmaðurinn ekki bara heillandi sjarmur, heldur mjög góður flugmaður, þá var ekki hægt að taka allan farangurinn með. Og ekki gátum við beðið lengur, því næsti hópur þurfti að komast að. Þau voru kominn bróðir minn Gunnar Þórðarson, bloggari og ferðalangur og fjölskyldan hans.
Sumir létu sér þó fátt um finnast.
En það var ljóst að brimið var það mikið að það kæmist enginn bátur í land.
Allt að verða klárt.
Fararskjótinn náttúrulega mest spennandi.
Mágkona mín kominn með annan ömmustrákinn sinn.
Jamm farartækið...
Það þarf svo að ganga frá rusli, brenna það sem hægt er að brenna og urða það sem ekki brennur.
Og þá var hægt að skemmta sér í fjörunni á nýjan leik.
Hér er Gunni bróðir og fjölskyldan hans mætt með veiðigræjurnar sínar.
Hér kemur flugvélin.
Gott að geta flutt dótið á þessum bíl eða hvað þetta farartæki nú kallast.
Þetta er svona margnota völlur, flugvöllur golfvöllur og örugglega eitthvað meira.
Þá er að vita hvað kemst með af farangrinum, sem var ansi mikill, það þarf marga umganga á tápmikil börn, og við vorum viss um að fara aftur heim með báti. En svona er það bara þarna norður frá, náttúran er börsk og lætur ekki að neinni stjórn nema sinni eigin.
Þá leggjum við í hann þeir bíða eftir næstu ferð.
Úlfur sat fram í hjá flugmanninum, og tók flestar myndirnar hér á eftir.
ég er skíthrædd við að fljúga, en þessi ferð var frábær, flugmaðurinn traustur og vissi hvernig áttir að gantast við flughræðsuna og svo var gaman að sjá Hornstrandirnar svona ofan úr loftinu, ég hef aldrei flogið þetta áður.
Hér má sjá hversu eggslétt fjöllin eru svona ofaná toppnum, þetta er reyndar Straumnesfjallið og þarna höfðust við bandarískir hermenn í risastórum skálum fyrir ekkert svo löngu síðn, nú er þar ekkert að sjá nema veginn frá Látrum og eitthvað smárask eftir þá. En Móran í Atlatungu sem veit alla skapaða hluti sagði mér að eftir að þeir komu hefði allt líf í kring um fjallið drepist af ókunnum ástæðum, en sem betur fer þá hefur náttúran hæfileika til að rétta sig við ef hún fær til þess frið og tíma.
Hér sést það betur sléttlendið ofan á Vestfirsku fjöllunum.
Og brimið myndar hvítfryssandi knipplinga um ströndina.
Allstaðar bjó fólk í þá góðu gömlu daga, þegar lífsbjörgin var sú að vera sjálfum sér nógur, njóta þess sem landið gaf, og krefjast ekki meira en hægt er. Við mættum ef til vill stundum líta til baka og hugsa til forfeðra okkar, og ekki svo löngu síðan, faðir minn er uppalinn í Fljótavík. Móðir mín í torfkofa inn í Ísafjarðardjúpi.
Þetta er landið okkar, hrikalegt ógnvekjandi, en á einhvern hátt heillandi fyrir ferðalanga, hvaðan sem er úr heiminum. Þeir koma hingað í hvernig veðri sem er, kvarta aldrei yfir veðrinu, og klæða sig af skynsemi. Þjóðverjinn vinur minn sagði mér að hann hefði komist að því að á Íslandi væru bar til tvennskonar veður. Gott veður og frábært veður.
Takið eftir birtunni.
Hér birtist svo Hnífsdalur.
Ísafjarðarhöfn með skemmtiferðaskip staðsett þar, eitt af mörgum.
Lent á Ísafjarðarflugvelli komin heim.
Flugstöðin bara fyrir okkur...
Og svo þarf bara að fara í sama farið heima í kúlu og alltaf, komin heim.
Sú stutta þurfti auðvitað að tékka á tjörninni.
Og daglegt kúlulíf aftur.
Þessi svo tekin rétt áðan fyrir ísfirðingana mína sem fylgjast með snjóalögum í fjöllunum og svoleiðis.
Það er virkilega hlýtt og gott veður hér núna, og börnin kunna svo sannarlega að njóta þess.
En þannig var þessi saga. Vona að þið hafið haft gaman af smá ferðalagi inn í náttúruperlur Hornstranda. Fyrir mig er það nauðsynlegt að fara einu sinni á ári til að finna kjarnan í sjálfri mér. Finna hjarta landsins slá. Og vita að ég tilheyri þessum stað á jarðarkringlunni. Fyrir mér má margt ganga á fyrr en ég samþykki að óvitapólitíkusar og businessmenn fái að selja náttúruperlur okkar fyrir slikk, og þó það væri meira til útlendinga, sem fyrir löngu hafa gert sér grein fyrir hvað við eigum og vilja komast yfir það á einhvern hátt. En oftast til þess að nýta það í þágu mammons. Megi það aldrei verða. En við skulum hafa í huga að það er okkar sjáftra að gæta hagsmuna þjóðarinnar okkar mál að láta í okkur heyra og knýja á um viturlegri stjórnarhætti og meiri virðingu fyrir náttúrunni en nú er uppi því miður.
Eigi svo góðan dag elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.8.2009 | 19:39
Aftur til framtíðar - Fljótavík.
Þá er maður komin úr vikudvöl í Fljótavík, perlu jarðarinnar. Datt í hug að setja inn nokkrar myndir af þeirri ferð, en eins og vanalega get ég ekki gert upp við mig hvað á að velja úr, svo þetta verða því tvær færslur.
Smáleikur áður en lagt er af stað. Við áttum að mæta út í Bolungarvík kl. átta um kvöld til að fara norður, og ákváðum að sjóða kjötsúpu í kúlunni og koma þar öll saman og borða áður en við færum norður.
Það er eftirvænting í loftinu hjá ungviðinu. En við erum 12 krakkar á öllum aldri og fjögur fullorðin.
Komin um borð. Evíta dálítið smeyk og þá er gott að vera hjá mömmu.
Fjölskyldan okkar út Svartaskógi kom með. Enda elska þau Hornstrandir og sérstaklega auðvitað Fljótavík.
Allar tilfinningar verða einhvernveginn meiri og innilegri, þegar maður er í nánu sambandi við náttúru landsins.
Tvær flottar saman.
Þessar ekki síðri pæjur hehehe...
Land í augsýn og Leon tilbúinn til að hjálpa skipstjóranum að flytja fólki og farangur í land.
Klárir í bátana. Og Ásthildur á fullu að kyssa hundinn
Og þá fara fyrstu farþegarnir í land.
sumir á útkikkinu sko!!!
Og það þarf að gæra vel að öllum.
Komnar upp í bústað, þreyttar en í góðu skapi.
Í bústaðnum loksins, eftir klifur upp úr fjörunni og Matta þurfti að bera bæði Evítu og Símon Dag, alla leið, um veit ekki 4 km. Ég bar Ásthildi eina og þótti nóg um.
Símon í góðu formi. Hann er bara þriggja mánaða, en er stinnur sem sönn hetja og flottur eftir því.
Hér er svo tryllitækið sem notað er til að transsportera farangri heim í bústaðinn. Við urðum reyndar að geyma hann hjá Boggu í Atlatungu (Fljótavíkurmóru), því ásóknin var slík í að leika sér í honum.
Börn og hvönn er algeng sjón í Fljótavík.
Krakkarnir hreinlega elska Fjótavík og hlakka til allt árið að fara aftur.
Allt verður þeim að ævintýrum og þau geta bara verið þau sjálf í eina viku, nó matter the age.
Og Hvönnin blívur.
Hér er verið að setja mjólkina í "kælinn".
Lítil kríli elska að fara í bað, þegar þau hafa sullað í vatninu eða bleytt sig í röku grasinu.
Þess vegna er gott að hafa djúpan sturtubotn með tappa.
Svo þarf að hugsa um börnin...
Líka gott að hita á sér bossan við eldinn.
Vá ætli þetta sé það sem þau kalla Jól?!!!
Já og kærleikurinn blómstrar svo sannarlega.
Þetta er Daníel Örn ömmustrákur.
Og lífið er yndislegt.
Það finnst Símoni Degi líka.
Og svo þarf að pússla, og segja sögur, helst draugasögur.
Og Matta prjónar, hún er rosalega dugleg.
Svo þarf líka að sinna heilsunni
Og allir hjálpast að.
Og ég meina ALLIR
Og það er ýmislegt hægt að dúlla sér, þó maður sé táningur.
Og mikil ósköp hvað hægt er að dunda ser við smíðar og allskyns útiveru.
Ætli Leon sé ekki bara að hugleiða í rökkrinu?
Hér er indíjána prinsessa alvöru sko. Matta er flott hárgreiðslukona og hefur gaman af að flétta og greiða flottum prinsessum.
En litla skrímslið gerir allt af heilum hug sem hún tekur sér fyrir hendur.
Og pabbi Abrecht kom svo gangandi frá Látrum og það urðu fegnaðar fundir hjá þýsku fjölskyldunni okkar.
Og það er stússast í eldhúsinu, krakkar eru alltaf svangir í útilegum. Og sérstaklega tápmiklir strákar sem eru í örum vexti.
Og ýmislegt var hægt að gera sér til dundurs, ef það rigndi og ekki var hægt að komast út.
Ég fíla dilla dilla... ég fíla dilla dilla... dilla!!!
Prinsessan.
Með fastafléttur...
Kristján að lesa.
Hanna Sól og Kobbi.
svo sæt og fín.
Veðrið getur verið kyngimagnað þarna á norðurslóðum.
Bæði kalt og svo hlýtt.
Með sólarlag engu líkt.
Og sína hráu fegurð og friðsæld.
Bústaðurinn sem tvær stórar ættir eiga, og skipta á milli sín mest í sátt og samlyndi, sem er ótrúlegt því við erum öll skapstór og forn í skapi. En með hjartað á réttum stað. Ætli það sé ekki málið.
Svo erum við öll samtvinnuð í frændskap. Og hér eru ekki færri en þrír flugvellir get ég sagt ykkur.
Og Hvönninn allsráðandi og fleiri eðaljurtir.
dagur á ströndinnni.
Litlar skottur búnar að ganga aðeins og langt.
Þá er nú gott að geta fengið far hjá Pabba, stórum og stæðilegum.
En sumir kjósa að bara labba sjálfir í rólegheitum.
Tveir víggreifir guttar.
Og prinsessa, sól, sandur og vatn.
Það er einfaldlega bara best.
Aðallega sandur.
Og það má moka honum ansi mikið.
Reyndar alveg rosalega mikið.
Alveg upp í háls..
eða þannig...
Já þetta er skrýtið ég vil líka segir Aron Máni.
Hehehehe talandi um skrýtið...
Hundur og barn.
Og það var veiddur silungur, bæði fóru Elli og Ingi Þór fram í Reiðá og veiddu í matinn ,og til að grafa og svo veiddi Stefan í matinn niður við ós, og fyrri matreiðslan var a la Fljótavík, sem er steiktur silungur með sykri og svo í seinna skiptið pott í panna a la Maggi Hauks í Neðsta Kaupstað, special.
Og það var ekki alltaf verði að klæða sig upp fyrir morgungöngu.
Á kvöldin var svo spilað við kertaljós.
Og það er hægt að elda pizzur á grilli ef maður hefur réttu græjurnar og svo Möttu til að sjá um eldamennskuna.
Já ég sagði spilakvöld kvöld eftir kvöld.
Hér er verið að undirbúa för á ströndina í rigningu.
Út út allir mínir menn.
En hér eru svo nokkrar sólarlagsmyndir.
Ótrúleg fegurð.
Ótrúlega falleg birta.
Fallegt.
Blóðrautt sólarlag.
Og nú er ég komin heim. Það var reyndar bandvitlaust veður í tvo daga, og ég veðurteppt, og varð að fljúga heim, sem tekur reyndra bara korter, og það var besta flugveður ever, en samt. Ég þakka bara fyrir mig og þessa yndislegu viku með hluta af fjölkyldunni. Svo verður meira á morgun.
Eigið góðar stundir mín kæru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.8.2009 | 11:47
Það er fyrst og fremst fólkið sem er svo gott, hreina vatnið, fámennið og ferska loftið.
Ég hef heyrt marga þá sem vilja ólmir skrifa undir Icesave vilja það til að halda andlitinu gagnvart útlöndum. Þeir hugsa ekki lengra en svo að best sé bara að borga og þegja, sama hvernig það fer með þjóðarhag og skuldsetur börnin okkar og barnabörn.
Ég var farin að halda að Samfylkingin væri sami trúflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, og er reyndar enn á þeirri skoðun. Samt er gott að vita að innan þess stjórnmálaflokks eru líka efasemdarmenn rétt eins og í vinstri grænum, þó þar á bæ sé meira afgerandi andstaða. Sem betur fer hafa þau Ögmundur Jónasson, Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir sýnt að þau taka kosningaloforð sín hátíðlegar en stundarvinsældir í útlöndum.
En eftir hverju erum við að hlaupa?
Eiginmaður mitt var að aka í Dölunum um daginn og hirti upp ferðamann amerískan, sem ekki er í frásögur færandi. En þeir tóku tal saman og Elli spurði auðvitað hvort hann hefði komið til Íslands áður. Ferðamaðurinn er frá sveitinn kring um Boston.
Ég hef komið hingað árlega í 22 ár, sagði maðurinn.
Og hvað er það sem dregur þig hingað svona oft og mikið, spurði minn karl.
Jú það er fyrst og fremst fólkið, sem er svo vinalegt og gott fólk. Í öðru lagi hreina vatnið ykkar , og svo fámennið og hreinaloftið. svaraði maðurinn.
'Eg veit að þetta er ekkert einsdæmi, margt fólk kemur hingað árlega til að njóta einmitt gestrisni þjóðarinnar, ferska loftsins og hreina bragðgóða vatnsins okkar. Sumir verða að koma árlega til að hlaða batteríin, sumir jafnvel kaupa sér sumarhús hér á landi til að geta átt hér samastað. Það er líka aukning í slílku.
Það er því að mínu mati ódýrt áróðursbragð að segja að við séum svo óvinsæl í útlöndum að við þurfum að borga þungar skuldir til að halda vinsældum. Óróðurinn hefur þyngst mikið undanfarið og ég er ekki alveg að skilja af hverju stjórnvöldum, þ.e. tvíeykinu Jóhönnu og Steingrími er svona umhugað um að koma þessum skuldaklafa á okkur, af því að það er ljóst að það þarf ekki að greiða svona mikið. Það er leið til að semja um lægri upphæðir, og okkur munar um slíkt á þessum síðustu og verstu tímum.
Mín reynsla er frekar sú að almenningur í útlöndum hafi áhyggjur af þjóðinni sem slíkri. Og það er mín meining að það sé alltaf farsælla að standa í lappirnar og berjast fyrir réttlætinu, en að gefast upp. Mér er sem ég sjái hvar við værum stödd núna ef við hefðum lyppast niður í Þorskastríðunum. Þá væru sennilega enginn fiskimið lengur hér við land.
Sleikjugangur og undirgefni er allstaðar illa liðin, og fyrirlitleg. Slíkt hefur ekkert með sanngirni eða kurteisi að gera.
Það eru sárafáir að tala um að borga ekki, en fólk vill fá sanngirni og að geta staðið undir því sem samið verður um. Það er því regin misskilningur hjá þeim sem bara vilja kvitta undir og borga að verið sé að neita að greiða skuldirnar. Þó svo mann langi helst til þess.
Og ég spyr mig aftur og aftur, af hverju er svona erfitt að ná til óreiðumannanna og kyrrsetja eignir þeirra. Það er alltaf sama sagan, verndin nær bæði til stjórnmálamanna og óreiðuútrásarpésa. Og ég veit að útlendingar furða sig á því mjög svo. Þeir furða sig miklu meira á þeirri linkind sem þjófunum er sýnd, en að við streitumst við að borga þann klafa sem á okkur er lagður.
En í mínum huga er Jóhanna Sigurðardóttir og allt hennar hyski sem aðhyllist ESB, landráðafólk. Steingrímur og nokkrir þar innanborðs dansa svo með, af einhverjum ástæðum. En sem betur fer eru í báðum þessum flokkum fólk sem efast og dregur lappirnar. Megi félagar þeirra hlusta á þau rök og skoða nú hvað þessi óskapnaður Icesave felur í sér.
Spurningin er svo í mínum huga, hvað veldur því að þau "Mamma og Pabbi" leggja allt í sölurnar til að sannfæra okkur um að þetta eina sé það besta, sem allir sem vilja sjá það vita er er ekki rétt. Hvað hangir á þeirri spýtu? Von um upphefð? Hræðsla við sært stolt? Eða að þurfa að éta ofan í sig stóru orðin? Ég hélt nefnilega að þau bæði væru heilsteyptar manneskjur, og hef því orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Þegar maður gerir engar kröfur til fólks, eins og fyrrverandi ríkisstjórna, þá er ekki mikið að ergja sig yfir, nema að reyna með öllum tiltækum ráðum að koma þeim frá. En þegar maður ber væntingar í brjósti, og sér svo að einmitt það fólk er nákvæmlega sama rottuliðið og hinir, og gleyma almenningi um leið og þau eru komin við hlýja kjötkatla, þá verður maður sár og vonlaus.
Er engum treystandi til að hreinsa spillinguna og skera burt rotið og fúið samtryggingakerfi íslenskrar pólitíkur í dag.
![]() |
Andstaða líka í Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar