Að sitja eins og hundur og bíða eftir korni af borði húsbóndans.

Ef þetta væri ekki svona sorglegt, þá væri það eiginlega fyndið. Hvað ríkisstjórn Íslands gengur með sínar vonir og drauma langt í burtu frá meirihluta landsmanna.  Meðan við viljum halda höfði og reisn, og fara að vinna okkur út úr þessum öldudag með það að vopni sem við höfum, þ.e. auðlindir okkar, fyrirgreiðslur frá ríkisstjóði og til dæmis þeim milljarði sem lífeyrissjóðirnir vilja lána til uppbyggingar atvinnulífsins.  Þá bíður ríkisstjórnin með Steingrím og Jóhönnu slefandi við dyrnar hjá AGS eftir að fá bitling og hundakex. 

Ég skammast mín niður fyrir tær yfir þessu verð að segja það.

Af hverju má ekki byrja endurreisnina hér heima, með tilhliðrunum og til dæmis með því að fara að vinna að því ötullega að koma höndum yfir eignir þjófanna.  Sem reyndar eru ekki þeirra eignir heldur okkar.

Nei það er betra að bíða slefandi framan við luktar dyr nýrra húsbænda, sem þetta fólk hefur kosið yfir okkur annað hvort vegna barnaskapar eða hreinlega vilja koma skjóðunni inn fyrir gullna hliðið hvað sem það kostar.

Ég er svo reið inn í mér og líka sorgmædd yfir þessu hundshætti að ég á ekki til orð við hæfi.  En ég veit líka að sagan mun dæma allt þetta fólk, bæði þá sem upphafinu ollu og svo hina sem spiluðu með.

Hvar er stoltið og sjálfsbjargarviðleitnin?  Ég bara spyr?

mail


mbl.is Icesave losi lánastíflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Skorrdal.  Já víst svíður mann undan svona linkugangi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er líka sammála þér, stjórnin hefur gert okkur að betlurum.  Ég verð líka að segja þér að ég les yfirleitt alltaf bloggið þitt, ekki skrifa ég oft athugasemdir.  Ég dáist að elju þinni með barnabörnin, ekki gæti ég hugsað mér að gera svipað fyrir mín. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér fyrir hlý orð Jóna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eitthvað gremst okkur ræfildómur stjórnmálamannana okkar núna Cesil !

Haukur Nikulásson, 29.8.2009 kl. 11:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mig svíður svona undirmálsheit og ræfildómur Haukur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 12:05

6 identicon

Já Ásthildur mín. Svona er Ísland í dag !

Ekki gleyma því að allir flokkar eru á einhvern hátt samsekir frá byrjun til enda þessa máls ! Og ég tek ekki þátt í því sjónarspili frá mínum flokki að sitja hjá. Þeir hefðu átt að neita þessu alfarið !!!

Ég hef unnið í félagsstörfum til fjölda ára og aldrei fyrr hef ég fundið fyrir eins mikilli hræðslu og núna hjá fjölskyldum. Það veit enginn hvað morgundagurinn mun bjóða upp á, nema að við skuldum meira þá en í gær !

Það eina sem ég get gert er að bjóða áfram fram mína krafta í félagstörfin og mun gera mitt til þess að hræðslan nái ekki tökum á krökkunum okkar. Það tekur allan bæinn að ala upp barn og vænti ég þess að við sameinumst um þetta verkefni.

Ég skammast mín fyrir margt sem ég hef gert á ævi minni og hef beðið afsökunar á því og hlotið uppreisn æru. En núna er ég staddur í martröð þar sem ég hef gert eitthvað sem ég hreinlega vissi ekki um og hvern á ég að biðja afsökunar ?

Get ég treyst því að forseti Íslands neiti að taka þátt í þessari martröð og skjóti þessu máli til þjóðarinnar. Nei, ég held ekki, og ástæða þess er að hann tók þátt í þessu og Dorrit, Ísland er EKKI "stórasta" land í heimi. Við erum eins og staðan er núna asnalegasta, heimskasta og aumasta land í heimi að mati margra !

Og herra Ólafur R. Grímsson, ef þú samþykkir þetta þá skora ég á þig að segja af þér umsvifalaust

Meira hef ég ekki að segja núna, enda of reiður....

Guðjón M. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 14:05

7 identicon

Skorrdal, Ég veit allt um stjórnmálamennina og hef ekki gert annað undanfarna mánuði en að fylgjast með þeim á þingi. Þetta eru meira eða minna vanhæft fólk. Og þegar ég "þéraði" forsetann þá var það gert með vanþóknun, það sást bara ekki svipurinn á mér þegar ég ritaði þetta :(

Guðjón M. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 14:59

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorsteinn minn og Ólafur SKorrdal við deilum öll þessum sömu áhyggjum og reiði.  Það er afar skiljanlegt.  Og við eigum fullan rétt á þeirri reiði og áhyggjum.  Þess vegna er gott að snúa bökum saman og vita að við erum ekki ein í heiminum.  Það er góð tilfinning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 16:58

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég veit.  Það er okkar akkílesarhæll.  En ég vona að nú verði breyting á.  Ég hef séð að það er að losna um tökin sem flokkarnir hafa á fólki.  Og ef til vill er það okkar sem þora að fara annað, að vekja hina og láta þá vita að það er ekki endir heimsins að kjósa einhvern annan flokk en maður hefur kosið í tíu ár eða meira. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2020555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband