Ferðasagan - Ferðalok.

Ég er að hugsa um að setja hér inn link á fyrri hluta sögunnar, svo þeir sem vilja geti lesið allan pakkann.  

Og bara fyrir mig að hafa þetta allt á einum stað.

 

Ferðasagan.   Fyrsti hluti Ísafjörður – Tallinn.  http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/920756/Ferðasagan.  Síðustu dagar í Tallinn.  Dans og sönghátíðin mikla. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/921340/Ferðasagan.  Frá Tallinn til Warsár. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/922304/Ferðalag Warsjá. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/922828/Ferðasagan. Warsjá – Pforsheim.http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/923555/Ferðasagan.  Karlsrhue – Belgrad. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/924783/Ferðasagan.  Beograd.http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/926199/Ferðasagan.  Giftingin – fullkomið brúðkaup.http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/927315/

Næstsíðasti dagurinn í Belgrad. 

Sumir voru dálítið framlágir þennan morgun.  Þau höfðu nefnilega brugðið sér á krána til að halda áfram að sulla.

En kl. 12 var lagt af stað til Zikin Salas, sem er bóndabær utan við Belgrad, býlið er líka kanínusafn.  Þ.e. allskonar uppstoppaðar og teiknaðar kanínur af öllum stærðum og gerðum.  Það var okkur borin ekta heimatilbúin serbneskur matur. Virkilega góður.  við Elli höfum ekið hluta leiðarinnar þegar við komum frá Novo Sad. Í smáþorpunum utan við Belgrad fer öll ræktun fram.  Heilu akrarnir eins langt og augað eygir.  Þar er ræktað til dæmis maís, sólblóm, sykurreyr, hveiti og allt kornmeti.  Þar eru líka kýr, kindur, svín, hænsni og öll þau húsdýr sem hér eru.  Húsin í þorpunum standa í röðum en bak við hvert hús er fjölskyldan með um 50 - 100 ekrur þar sem þær halda dýr eða eru með ávaxtatré fyrir heimilið, svo eiga þau landsvæði utan við þar sem rækað er matvörur til sölu.

Bóndabærinn sem við fórum til er kanínusafn eins og áður sagði.  Myndir af kanínum allstaðar, þetta er líka safn um gamla siði og hefðir.

TIl dæmis þurftu serbneskar stúlkur að sauma út í linda sem lagði voru yfir axlir gesta í brúðkaupi þeirra. Þær þurftu að sauma út slíka linda fyrir hvern og einn gest.  Þær sem voru hagsýnar byrjuðu að sauma þessa linda strax við 11 - 12 ára aldur.

Þegar við ókum heim aftur fórum við framhjá Bandaríska sendiráðinu, þar má ekki stopa bílinn né taka myndir.  Þar ekki langt frá er svo serbneska hermálaráðuneytið sem Nato skaut niður.

Við ókum líka fram hjá forsetahöllinni og safni um Tító. Þeir halda mikið upp á hann.  Við ókum líka fram hjá svæði sem stóð autt þar hafði staðið bygging sem Nató jafnaði við jörðu.  Bandaríkjamenn keyptu síðan lóðina og þar á að byggja nýtt sendiráð.

Um kvöldið kvöddum við ferðalangana, þar sem þau áttu flug snemma morguns daginn eftir heim. 

Næsta dag lögðum við svo af stað út í sveitina í þorpið hennar Marijönu, þar sem hún á hús.  Á leiðinni þar rétt hjá er stærsta óskipulagða svæði í Evrópu.  Fólk hefur bara byggt hvar sem er, án leyfis.  Svo voru gerðir krákustígar inn á milli. Krúttlegt finnst mér.  Í þorpinu þeirra Bjössa og Marijönu var svo mamma hennar búin að útbúa ekta serbneskan mat, þar var til dæmis kjötsúpa með lambakjöti og margt fleira góðgæti.  Marijana hiti svo vinkonur sínar um kvöldið en við Elli og Bjössi fórum niður í miðborg Belgrad og gengum þar um og fengum okkur bjór.  Seinna kom svo Marijana og við fengum okkur kvöldmat á kósí veitingastað, þar sem þjónarnir klæðast allir serbneskum þjóðbúningum.

Bjössi var búin að vara okkur við því að bændurnir myndu aka framhjá húsinu frá því kl. fimm um morgunin.  Þeir fara þá út á akrana til vinnu, hér eru einlega allir á traktorum og bara karlarnir sem aka þeim sýnist mér.  Konurnar fá þó fara með bónda sínum, annað hvort með því að standa við hlið bóndans eða sitjandi í kerru aftanvið. 

Við Elli sváfum mjög vel, þó við vöknuðum við drunurnar í traktorunum sem fóru eldsnemma út á akrana.  En hér koma verkamenn frá Rúmeníu til að vinna.  Við fundum vel að við vorum komin í hjarta Serbíu. 

Þegar við loks komum niður í eldhús um. kl. hálf tíu var mamma Marijönu búin að dekka borð og hlaða allskyns brauðum, áleggi, jógúrt og ávöxtum.  Við fórum síðan í göngutúr um þorpið tókum og nokkrar myndir. 

Í húsinu býr kona Mira með syni sínum.  Hún var búin að laga fyrir okkur bleksterkt serbneskt kaffi, og sýndi okkur með táknum að hún ætlaði að spá fyrir okkur, þegar Marijana vaknaði, svo hún gæti þýtt fyrir okkur. Hér  í sveitinni talar fólkið bara serbnesku og dálítið í Rúmensku.

Íbúar þorpsins eru æði forvitnir go feimnir við okkur.  En yfirleitt eru serbar elskulegt fólk sem vill allt fyrir okkur gera.

Marijana og fjölskylda hennar eru serbar en bjuggu í Króatíu.  Í stríðinu 91 voru um 300.000 serbar reknir út úr Króatíu.  Þeir fengu örfáa tíma til að pakka niður það sem þeir gátu borið, og áttu svo að hypja sig burt.  Þeir flúðu svo flestir til Serbíu í sveitirnar þar sem þeim var komið fyrir í flóttamannabúðum, sem voru hótel fyrir.  Og fékk hver fjölskylda eitt herbergi .  Þegar Marijana fór svo til Króatíu 1997 var nánast ekkert eftir af húsinu þeirra nema veggirnir, öllu hafði verið stolið meira aðsegja rafmagnsleiðslum úr veggjum.  Þetta var nýbyggt hús sem heimilisfaðirinn hafði lagt mikið á sig til að gera sem best úr garði. Og allt farið á einu bretti.

Hér í sveitinni eru Rúmenar sem koma til að vinna á ökrunum við að týna ávexti og annað sem þarf að gera. Þeir búa hjá bændunum frá mat og vasapeninga.  Svo er þeim ekið á akrana á morgnana í kerrum aftan á traktorunum.  Þeir safnast svo saman á kvöldin á þorskránni og fá sér bjór.

Loks rann upp dagurinn sem við héldum heim.  Daginn eftir var spáð 40° hita, og ég var bara fegin að komast hjá því að vera í svo miklum hita.  Þá er betra hryssingurinn sem mætti okkur í Keflavík.

En við flugum til Kastrup, og tókum vél heim um kvöldið.  Stoppuðum nokkra klukkutíma og heimsóttum systur mína sem býr í Köge.  Fallegu þorpi rétt utan við Kaupmannahöfn.  Gamalt fallegt þorp, með fína baðströnd og gamlan miðbæjarkjarna.

IMG_2071

Japanarnir og Palli fóru daginn áður en hinir, þau til Japan en hann til Noregs þar sem hann dvelur nú.

IMG_2074

Þetta er íþróttahöllin þeirra.  Þeir eru afskaplega hreyknir af sínum mönnum. 

IMG_2075

Tók nokkrar myndir af áhugaverðum húsum svona á leiðinni í rútunni til Zikin Salas.

IMG_2076

IMG_2078

Eitthvað kunnuglegt hér....

IMG_2154

svona blokkir eru skemmtilegri en flestir kassarnir heima.

IMG_2080

Þorpin eru svo í miðjum ökrunum, og bændurnir eiga sína skika.

IMG_2081

Sölumaður úti á túni Smile

IMG_2086

Komin í kanínubúgarðinn.

IMG_2092

Hálf asnalegur þessi.

IMG_2095

Þessi skemmtilegu stráþök eru úr maísstönglum.

IMG_2102

Nokkrar kanínur.

IMG_2108

Það var gaman að skoða þetta fallega safn.

IMG_2110

Og ég get svarið það að þetta eru sömu munstrin og ég man eftir frá ömmu minni.

IMG_2115

Hér má svo sjá lindana sem stúlkurnar þurftu að sauma fyrir giftinguna. 

IMG_2116

Hér er mikið handverk og útsaumur.

IMG_2118

Hér er hugmynd að jólagjöf fyrir handlagnar konur, fyrir ættingja sem eiga allt. 

IMG_2125

Íslendingarnir gerðu matnum góð skil.

IMG_2127

Hér er líka góð hugmynd ef maður vill fela snjáðan sófa eða slíkt.

IMG_2129

Já maturinn í Serbíu er góður.

IMG_2130

IMG_2140

Við ættum ef til vill að fara að ferðast ódýrara hehehehe

IMG_2151

Matarkista Serbíu.

IMG_2152

svo slá þeir meðfram hraðbrautunum slíkt er einnig gert í Ungverjalandi. Ég held að þetta sé að hluta til atvinnubótavinna.

IMG_2153

Veit ekki alveg hvaða kvikindi þetta er Varúlfu ef til vill.

IMG_2161

Áin Sava.

IMG_2171

Á ljósunum koma ungir menn, sígaunar og bjóðast til að þvo framrúðuna.  Þetta er svipað í Mexícó.  Menn gefa svo smápening fyrir.  En þeir eru skotfljótir að þvo meðan beðið er eftir grænu ljósi.

IMG_2177

Rétt misstum af þessum.

IMG_2205

Borðað á serbneskum veitingastað.

IMG_2207

Komin í sveitina, Elli vígalegur að drepa moskítóur.

IMG_2209

Það er vinalegt og falleg húsið hennar Marijönu.

IMG_2213

Notalegt í elhúsinu.

IMG_2217

Gunna Jóns Smile

IMG_2220

Og Jón og Gunna.

IMG_2223

Hér er svo húsið.

IMG_2224

Göngutúr um þorpið. 

IMG_2231

Hér er Dóná.  Þorpið stendur á bökkum hennar.

IMG_2225

Þorpskirkjan.

IMG_2226

Og traktorar fyrir utan hvert hús.  þessir eru framleiddir í gömlu Yugslavíu.

IMG_2231

Áin er örugglega gjöful, og héðan róa menn til fiskjar.

IMG_2241

Hér hefur verið stungið niður staurum og eins og sést eru þeir farnir að laufgast.

IMG_2251

Ég var alveg heilluð af þessum fararmáta, og svona rétt framhjá húsinu sem við vorum í.

IMG_2252

Morgun á altani.

IMG_2255

Og ekki er farartæki póstsins síðra.

IMG_2256

Í aktion.

IMG_2261

Það þarf líka að huga að vatninu.

IMG_2264

Notaleg stund í eldhúsinu.

IMG_2265

spáð í bolla.

IMG_2267

Séð yfir Dóná.

IMG_2274

Hér má sjá þetta óskipulagða svæði, það er risastórt.  og það er verið að reyna að koma skikki á það.  en gengur erfiðlega, því fólk er jú búið að byggja húsin og svo hafa göturnar verið lagðar eftirá.

IMG_2276

enn einn traktorinn

IMG_2277

Þorpskráin.

IMG_2278

Og útflutningshöfnin þeirra. 

IMG_2279

Hér koma fljótabátarnir að og taka vörur.

IMG_2290

Frænka Marijönu rekur leikskóla.  Þetta er einkarekinn leikskóli, og hér eru um 50 börn.  Þegar við komum var hvíldartími.

IMG_2291

Ósköp notalegur leikskóli, með vingjarnlegt starfsfólk.

IMG_2292

Greinilega mikið lagt upp úr að börnin fái að njóta sköpunnar.

IMG_2293

Þessi tvö voru eldri og þurftu ekki hvíld.

IMG_2297

Og Arnar Mílos var strax farin að leika sér.  Hann varð svo eftir meðan við Marijana fórum í hárgreiðslu og strákarnir á pubbinn.

IMG_2322

Flottar og fínar.

IMG_2341

Hér sitja rúmenarnir og bíða eftir að verða sóttir á traktorskerrum sem flytja þá á akrana.

IMG_2342

Hér má sjá þetta skipulagða kaos.  Við erum sum sé á leiðinni út á flugvöll.

IMG_2343

Ríkir Serbar sem búa erlendis byggja sér svo "smáhýsi" í heimalandinu, þar reyna þeir að toppa hvor annan.  Þessi á heima í Ástralíu.  2007 hvað??? LoL

 

IMG_2351

Ætli við fáum einn svona?

IMG_2354

Og þá er take off.

IMG_2357

Vertu sæl Serbía.  Ég þakka fyrir mig.  En ég er viss um að ef Evrópa lokar á okkur, þá munum samt sem áður örgglega hafa nægileg sambönd hér til að skipta á kornvörum og fiski og jafnvel kjöti.

IMG_2364

Og við erum komin til Köge til Siggu systur.

IMG_2367

Hér eru hjónin.  Þau eru bara tvö eftir í kotinu.  Drengirnir þeirra þrír allir flognir burtu.  Einn sölustjóri í Nettó, annar að verða yfirforingi í Danska hernum, og sá þriðji á leið til Ameríku í nám.

IMG_2369

Systir mín bauð okkur svo í gómsætan kvöldverð.

IMG_2371

Hér er svo Gísli sonur þeirra komin í heimsókn.  Og við áttum notalega stund áður en við fórum í loftir til Keflavíkur.  Takk fyrir okkur elsku Sigga og Ragnar.

IMG_2373

Þá er bara eftir heimferðin, dálítið hrikalegt landslag eftir allan gróðurinn í Evrópu.

IMG_2374

Við stoppuðum á leiðinni og fengum okkur ekta íslenskan bændaís.

IMG_2375

Þarna getur fólk skoðað fjósið og fylgst með mjöltun og keypst sér svo heimagerðan ís.

IMG_2376

Og hann er góður.

IMG_2379

Komum svo við í Svansvík og tókum með okkur nokkra hænuunga.

IMG_2381

Skruppum svo í sund og kvöldmat í Reykjanesi.

IMG_2383

Þar voru kokkarnir kunnuglegir.  Er þetta ekki Ásthildur spurði konan.  Jú sagði ég, já ég er systir hennar Sollu bloggvinkonu þinnar sagði hún og hló.  Og strákurinn hennar er í eldhúsinu. 

Þá læt ég smella af okkur mynd fyrir Sollu sagði ég.  Heart

IMG_2385

Köttur út í mýri setti upp á sig stýri, úti er ævintýri.

Ég vona að einhver ykkar hafi haft gaman af að ferðast með mér og upplifa brot af því sem við sáum.  Það er ævintýri að heimsækja aðrar þjóðir og kynnast þeim nánar en bara eins og túristi.  Bjössi sagði við mig.  Íja þið eruð ferðamenn, ekki túristar.  Það er munur þar á. 


Nýr flötur eða allavega stungið undir stól. Þurfum við svona stór lán?

Stórmerkileg samantekt hjá Frosta Sigurjónssyni í dag.  Ég vil gera orð hans að mínum og birta greinina hér hjá mér líka.

AGS lánin til óþurftar

thorlindurÞórlindur Kjartansson hagfræðingur vakti athygli á því í vikuni að frekari AGS lán væru gagnslítil. Ég mæli sterklega með grein hans "Ólán í láni" sem birtist á Deiglunni. Hér eru nokkrir punktar úr henni:

1. Ef við tökum það ekki mun erlend skuldastaða ríkisins áfram vera mjög góð í samanburði við önnur lönd, þótt innlend skuldastaða verði verulega slæm.

2. Ef við tökum það þá stendur ekki til að nota það til þess að verja gengi krónunnar, þótt vafasamt sé að treysta stjórnmálamönnum til að standast þá freistingu.

3. Lánaloforðið hefur verið notað til þess að þrýsta á Íslendinga að gangast undir hrikalega ósanngjarna samninga um Icesave skuldbindingarnar og með því að fá ekki lánið ættum við að geta rétt úr bakinu í þeirri deilu.

4. Lánaloforðið hefur haft í för með sér að ekki hefur verið unnt að lækka vexti - og í ofanálag hafa verið sett hér gjaldeyrishöft sem virka eins og fótlóð á hina þreyttu fætur íslensks athafnalífs. Hvernig stuðlar það að "endurreisn íslensks efnahagslífs?" má spyrja.

5. Niðurstaða þess að taka lánin munu líklega verða til þess að með einum eða öðrum hætti (til dæmis með innspýtingu fjár í bankana eða gervi-gengishækkunum) mun stærri hluta kostnaðar af gjaldþroti íslensku einkabankanna verða velt af erlendum áhættufjárfestum og yfir á íslenska skattgreiðendur.

Aðspurðir hafa fleiri hagfræðingar tekið undir sjónarmið Þórlinds.

Eyjan.is leitaði álits Jóns Steinssonar, lektors í hagfræði við Columbia háskóla í Bandaríkjunum, og hafði hann meðal annars þetta að segja:

Ég held að það sé alltof mikið gert úr mikilvægi þess að við byggjum upp stóran gjaldeyrisvaraforða við núverandi aðstæður. Eins og Þórlindur bendir á hafa stjórnvöld þráfaldlega tekið fyrir það að þennan gjaldeyrisvaraforða eigi að nota til þess að styðja við gengi krónunnar. En til hvers er hann þá? Jú, hann skapar ákveðið öryggi varðandi ýmsa erlenda fjámögnun á næstu misserum. En hættan er - eins og Þórlindur bendir á - að stjórnmálamenn og/eða Seðlabankinn freistist til þess að sóa honum í vitleysu eins og stórkostleg gjaldeyrisinngrip til þess að halda í falskt gengi.

Í viðtali við Fréttastofu Stöðvar 2 sagði Jón Daníelsson hagfræðiprófessor við London School of Economics meðal annars þetta:

Ef við setum þetta í samhengi, þá eru þessi lán hærri upphæð en allur Icesave-pakkinn. Ef við höfum ekki efni á að taka Icesave á okkur, þá hlýtur að liggja ljóst fyrir að við höfum ekki heldur efni á að eyða þessum peningum í að styrkja krónuna. Þetta vita allir sem fylgjast með gjaldeyrismörkuðum.

Gjaldeyrisvaraforði, sem ekki má eyða, hefur engan tilgang.

Hin hlutlausa fréttastofa RÚV náði greinilega ekki sambandi við Þórlind Kjartansson, Jón Daníelsson né Jón Steinsson vegna málsins en tók hinsvegar viðtal við Vilhjálm Egilsson doktor í hagfræði og framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins. Spurning RÚV virðist hafa verið sú hvort "gjaldeyrisvarasjóður af þessu tagi sé óþarfur eða hafi ekki tilgang". Vilhjálmur gat auðvitað ekki svarað öðru en að betra væri að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð. Sjá umfjöllun RÚV um málið.

Í tilefni af þessu ritaði Ólafur Arnarson, hagfræðingur og MBA pistil á Pressuna og kemst að eftirfarandi niðurstöðu:

Þess vegna er óhætt að fullyrða að við þurfum ekki að ganga frá Icesave og fá lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum til að byggja hér upp gjaldeyrisvarasjóð.

Sá sjóður verður vitagagnslaus og mun ekkert gera annað en að ala á falskri öryggistilfinningu þeirra, sem ekki skilja alþjóðlega fjármálamarkaði.

Þetta er allt mjög merkilegt því fram til þessa hefur það verið viðtekinn stóri sannleikur að við þurfum að taka gríðarleg erlend lán frá AGS og víðar til að málin gangi upp.

Reynist það á misskilningi byggt þá kallar það að sjálfsögðu á endurmat á aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar og það tafarlaust. 

Hvernig skyldi ríkisstjórnin bregast við?

 

Ég set hér inn líka góða grein frá Ögmundi Jónassyni sem hann ritar í Fráttablaðið,  þar kemur han ninn á svipaða hluti. 

Uppgjöf Fréttablaðsins Umræðan Ögmundur Jónasson skrifar um Icesave-samningana Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag.UmræðanÖgmundur Jónasson skrifar um Icesave-samninganaDauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli "sitja uppi" með "andóf og tafleiki" af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan.Steinunn Stefánsdóttir kallar leiðara sinn "Það er búið sem búið er". Þar er viðkvæðið svipað og hjá Þorsteini, búið sé að semja og síðan er því slegið fram að "hver dagur" sé dýr sem líði án þess að gengið sé frá ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Hvers vegna skyldi hver dagur vera dýr? Vegna þess að okkur séu ella allar bjargir bannaðar hér innanlands og vegna tafa á gjaldeyrislánum. En hversu mikill á gjaldeyrisforðinn að verða og hve mikils er til kostandi? Eru þau Steinunn og Þorsteinn sammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að þessi þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi 5,2 milljarða Bandaríkjadala forða, sem kemur til með að kosta okkur upp undir 20 milljarða kr. árlega í nettóvexti? Gæti dugað helmingi minna? Er ef til vill meira um vert í þröngri stöðu að leggja höfuðáherslu á lækkun vaxta og fara hægara í sakirnar með slökun gjaldeyrishafta? Ég sakna þess að fréttaskýrendur reyni að taka þátt í gagnrýninni umræðu og velti vöngum yfir valkostum Íslands.En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka augunum; segja að við séum búin að fyrirgera öllum rétti okkar og verðum að leggja allt traust á AGS.Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki gengist í ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir að undirgangast hana án þess að gera minnstu tilraun til að kynna sér samninginn! Okkur ber skylda til að tryggja okkur eins vel og hægt er inn í framtíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að hafa styrk til að endurmeta stöðuna - svo lengi sem það er hægt.Í Icesave-samningnum er okkur gert að greiða vexti frá síðustu áramótum af meintri skuld við Breta og Hollendinga enda þótt Evróputilskipunin kveði ekki á um að slík kvöð vakni fyrr en undir júlílok. Þetta gera 100 milljónir á dag. Það munar um hvern dag Steinunn. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fékk 500 milljóna skuldabagga í arf út úr þenslutímanum. Það jafngildir vöxtum af Icesave yfir verslunarmannahelgina. Það getur orðið okkur dýrkeypt að búa við fjölmiðla sem hafa ekki hugrekki og staðfestu til að horfast í augu við vanda okkar og þora aldrei að endurmeta það sem gert er. Ég ætla að vona að menn gangi ekki til viðræðna við Evrópusambandið með þá uppgjöf í farteskinu sem birtist okkur í Fréttablaðinu sl. laugardag.Höfundur er heilbrigðisráðherra.

 

Þessi sjónarmið hafa kraumað lengi niðri í þjóðarsálinni, en verið keyrð í kaf af stjórnovöldum sem ætla sér hvað sem það kostar að þröngva ábyrgð upp á íslenska þjóð.  Og ég spyr eigum við ekki að skoða möguleika sem þennan?  Áður en  við gerum eitthvað sem við getum engan veginn staðið við.  Þurfum við allt þetta lá?

Ég krefst þess sem íslenskur ríkisborgari og þar sem mér er ætlað að taka þátt í að greiða skuldina, og ég krefst þess líka fyrir öll mín börn og barnabörn að þessir hlutir verði endurskoðaðir og geri lokaorð Frosta að mínum:

 Þetta er allt mjög merkilegt því fram til þessa hefur það verið viðtekinn stóri sannleikur að við þurfum að taka gríðarleg erlend lán frá AGS og víðar til að málin gangi upp.

Reynist það á misskilningi byggt þá kallar það að sjálfsögðu á endurmat á aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar og það tafarlaust. 


Ljósbrot og annað fallegt

Það var yndislegt veður í dag, við fórum í sund á Suðureyri, en í eftirmiðdaginn fór að hellirigna, eins og hreinlega við miðbaug, og rignir enn.

IMG_2741

En fyrst ein prinsessumynd.

IMG_2743

Dimma, sól og regn og ylur, þegar þetta allt spilar saman verður úr því symfónía sem leikur fullkomið lag til dýrðar jörðinni.

IMG_2743q

Bara eitthvað svo dularfullt og yndislegt.

IMG_2745

Leikur að ljósi og skugga.

IMG_2746

Svona alveg til að leika sér með.

IMG_2746a

svona er þetta auðvitað í raunveruleikanum

IMG_2747

En hvar endar raunveruleikin og hugleikurinn tekur við?

IMG_2773

er það ekki bara undir okkur sjálfum komið?

IMG_2748

Í hverju liggur svo fegurðin?

IMG_2750

Ef til vill bara í því smáa og einfalda.

IMG_2751

Því stundum leitum við langt yfir skammt í leit að lífsfyllingu. 

En þetta er bara svona smábrot af þankagangi. Heart


Kúlublogg.

Hið daglega lík í kúlunni gengur sinn vanagang.

IMG_2736

Fyrst er það Ísafjarðarmynd.  Logn í dag, eftir kuldakast og rigningu. 

IMG_2703

Það er ennþá verið að prinsessast, og nú er sú litla ennþá ákveðnari en sú stóra.

 

IMG_2705

Afi og stelpurnar fara reglulega saman á bókasafnið og fá sér bækur til að lesa á kvöldin.  Og þeirri stuttu þykir afskaplega gaman af dýramyndum, meðan Hanna Sól vill helst prinsessubækur.

IMG_2707

Þetta er ugla, hún segir UHUU!

IMG_2711

Sorró er í pössun hjá okkur, og Ásthildur hefur mikinn áhuga á því sem hann gerir.

IMG_2710

Það þarf að fylgjast með því sem hann étur til dæmis.

IMG_2716

Og passa upp á hann.

IMG_2719

Hanna Sól með rabbabara.. eða sólhlíf.

IMG_2722

Sigurjón.

IMG_2733

Fröken Evíta Cesil.

IMG_2724

Símon Dagur að spjalla við ömmu sína.

IMG_2730

Amma taktu mynd af mér LoL

IMG_2732

Evíta er mjög ánægð með litla bróður sinn.

IMG_2734

Hanna Sól og afi.

IMG_2717

Ætli þetta sé ekki bara samlestur LoL eða góðanótt sögur. 

 


Ferðasagan. Giftingin - fullkomið brúðkaup.

Giftingardagurinn rann upp bjartur og fagur.  Marijana og Bjössi hafa staðið á haus undanfarnar vikur við að undirbúa mótttöku gestanna og hafa ofan af fyrir þeim.  Dugnaðarfólk.  Marijana réði unga konu til að sjá um allt batteríið í sambandi við giftinguna og fórst henni það vel úr hendi.

Sem betur fer kom mamma Marijönu úr sveitinni til að vera henni innan handar og passa Arnar Milos.  En hann var þvílíkur engill allan tímann ótrúlegur þessi litli gullmoli. 

Dagurinn hjá okkur Ínu mömmu Bjössa, Marijönu og mömmu hennar fór allur í að láta dúlla við okkur, mála, greiða og gera okkur fínar.  Sem betur fer voru Marijana og Bjössi í stórri svítu, því þar var bókstaflega allt að gerast. Þar var heilt ljósmyndastúdíó, Þrír ljósmyndarar, kvikmyndatökumaður, þrír hárgreiðslumeistarar, förðunardama, og svo komu ættingjarnir margir til að heilsa upp á.

Bjössi, pabbi hans og nánustu vinirnir fánaberinn Geir og svaramaðurinn Palli voru í öðru herbergi því þau máttu ekki sjást fyrr en þau fóru af stað í kirkjuna.  Ég var eitthvað að spá í hver ætti að leiða hana inn kirkjugólfið.  Hvort tengdapabbi ætti að gera það eða hver?? Nei sagði Marijana vinkona mín verður með mér.  Þá veit maður það.  Ekkert svona pabba eitthvað.  En samt sem áður þá átti Elli að leiða hana til Bjössa upp á hótelherbergi þegar þau voru tilbúin til að leggja af stað í kirkjuna.  Íslenski fánin og sá serbneski léku líka stór hlutverk, því þeir voru settir út um glugga á tveimur bílum sem fóru undan brúðarbílnum.  En það var bifreið Títós sem fékk það hlutverk. Á eftir kom svo rútan með gestunum.

IMG_1707

Hér er Ína mamma Bjössa í greiðslu.

IMG_1708

Fánarnir tilbúnir.

IMG_1710

Arnar Milos alveg rólegur yfir öllu þessu umstangi.

IMG_1713

Í greiðslu.

IMG_1714

Mamma brúðarinnar.

IMG_1718

Brúðurin sjálf.

IMG_1721

Allt að gerast. Ljósmyndarar og kvikmyndarar.

IMG_1722

Og litli Arnar Milos bara að dunda sér.

IMG_1724

Hann hafði líka mikinn áhuga á öllu dótinu sem ljósmyndararnir voru með.

IMG_1728

Svo er að mála brúðina.

IMG_1738

Kjóllin kominn ekkert smáflott stúlka.

IMG_1744

Besta vinkona og svaramaður. Mér varð oft hugsað til textans hans Bubba eitt lítið serbneskt blóm.  Serbneskar konur eru nefnilega engin blóm, þær eru valkyrkjur.  Þær eru allar mjög sterkar og viljafastar og ákveðnar. Það voru konurnar sem voru mest ógnvekjandi á landamærunum.  En þær eru líka alveg frábærar.

IMG_1745

 Marijönu Vinkona Marijönu.

IMG_1747

Og mamma glæsileg kona.

En við skulum bregða okkur yfir í karladeildina.

IMG_1752

Feðgarnir ekkert smáflottir.  Takið eftir skónum.

IMG_1754

Fánaberinn Geir og konan hans Edda.  Stórglæsileg. Það var grænt Thema í brúðkaupinu.

IMG_1756

Hér gefur Elli Bjössa brúði sína.

IMG_1760

Fallegt par.

IMG_1765

Prúðbúnir gestirnir eru þegar farnir að bíða úti.

IMG_1769

Tilbúnir í veisluna.

IMG_1766

Fyrir utan er líka verið að skreyta bílinn.

IMG_1771

Og orðin klár, þetta er bíllinn hans Títós gamla.

IMG_1770

Og Ína mamma með fallega skreytta körfu með grænum orkideum.

IMG_1785

Svo var haldið af stað.  Fánabílar, brúðarbíll og rúta. 

IMG_1787

Og takið eftir mótorhjólinu, kvikmyndarinn situr öfugt á hjólinu, og myndar alla leið. 

IMG_1794

Komin að kirkjutröppunum.

IMG_1802

Ótrúlega flott þarna inni.  Serbar eru mjög trúaðir, þeir játa Serbien Orthodox.  Sem er komin frá Grikklandi.

IMG_1805

Athöfnin í fullum gangi.

IMG_1815

Sjáið hvernig presturinn bindur saman hendur þeirra.

IMG_1817

Brúðhjón, svaramenn og brúðarmeyjar.

IMG_1822

Kóróna á höfuð.

IMG_1828

Flott eru þau.

IMG_1836

Síðan gefur hann þeim rauðvín.  Síðan eru kirkjugestir látnir dreypa á víninu eftir athöfnina.

IMG_1842

Blessunin.

IMG_1846

Brúðarkossinn.

IMG_1851

Og fjölskyldan.

IMG_1853

Svaramenn.

IMG_1858

Músikk fyrir utan kirkjuna.

IMG_1863

Hér má sjá hrísgrjónin.

IMG_1870

Og meiri músik.

IMG_1871

Og komin inn í bíl.

IMG_1893

Veislan er að komast í gang. Ætla að laga þig aðeins góði minn.

IMG_1895

Rosaflott hljómsveit lék svo allt kvöldið, og fyrir dansi.  Þeir dansa þjóðdans sem er ekkert ólíkur þeim færeyska.  þau spiluðu bæði þjóðlagamúsik og svo allar tegundir bara að nefna það.

IMG_1897

Og auðvitað höfðu þau heimsótt Ísland.  Ekkert ólíkur Keith Ritchard þessi serbneski tónlistarmaður.

IMG_1908

Brúðhjónin dansa.

IMG_1910

Og haldiði ekki að þau hafi verið búin að æfa þennan líka flotta dans öllum að óvörum.

IMG_1913

Vöktu mikla lukku.

IMG_1917

Þetta var frábært kvöld.

IMG_1919

Walking lika an Egypsen.

IMG_1922

Ótrúlega skemmtilegt.

IMG_1936

Afi og stubbur horfðu á.

IMG_1942

Og sólin ljómaði yfir Savaánni.

IMG_1953

Og sá litli reyndist ekki vera eftirbátur foreldrana.

IMG_1954

Náði sér í dömu og dansaði líka.

IMG_1969

Og amma fékk að vera með.

IMG_1981

Og konurnar í lífi Ella náðu vel saman.

IMG_1982

Japan - Ísland.

IMG_1987

Og svo myndatökur.

IMG_1990

Hann var rosakrútt þessi prestur.

IMG_1994

Og íslendingarnir og japanarnir.

IMG_2004

Kvöldsólin með sína skugga og birtu.

IMG_2015

Og svo hneig hún til viðar.

IMG_2019

Og nú hófst dansinn fyrir alvöru; allir dansa kónga!!!

Það var borið vín í mannskapin svoleiðis að um leið og kláraðist úr glasinu var komið nýtt á borðið.  Maturinn var líka rosalega góður eins og alltaf hér.

IMG_2021

Arnar Milos og eina af ömmunum.

IMG_2025

Og ég skal segja ykkur að fólk dansaði með tilþrifum.

IMG_2029

Og Elli komin á trúnó.

IMG_2030

Hér er svo kakan skorin.  Þau gerðu okkur rosalegan grikk, því kakan var borin út á svið sem var þar, og á miðri leið missti kokkurinn tertuna, allir tóku andköf, en ... þetta var allt í plati.  Átti bara að koma okkur á óvart. Svo var flugeldasýning þarna úti í kvöldhúminu.

IMG_2037

Við erum komin í fjölskyldubönd við Serba, þau eru hluti af þeirri fjölskyldu núna.

IMG_2038

Fjölskyldufaðirinn.  Serbar eru gott fólk.

IMG_2039

Mæli alveg með því að fara til Belgrad í sumarleyfi. Maður verður ekki svikin af því.

IMG_2049

Ójá þá er maður komin á knúsistigið hehehehe..

IMG_2050

Þessi mynd er líka alveg óborganlega fyndin. LoL

IMG_2051

Þið sjáið að það er fjör....

IMG_2062

Og auðvitað tók ég lagið.  Stelpan er hörkusöngkona og mér finnst hún lík Heru Björk.

IMG_2070

Þetta var gaman.

Brúður og skámamma1

Svo að lokum ein af okkur Marijönu.

Ég skemmti mér rosalega vel.  Stóð reyndar upp og var sú eina.  Ræðuhöld tíðkast víst ekki þarna.  En ég vildi þakka fyrir mig og þetta dásamlega kvöld.

Ég flutti brúðhjónunum líka smá drápu, sem ég set hér inn.

Í sólríku Serbíulandi

Sameinast halur og sprund.

Helgun á því hjónabandi,

hefst því á erlendri grund.

 

Og gestirnir safnast hér saman,

frá Serbíu, japan og... já.

Íslandi - þetta er gaman

og allt eins og best verða má.

 

Hvar sem á jörðinni erum

öll stígum á hvers annars reit.

Og allt það gott sem við gerum,

til gæfu oss verður - ég veit.

 

Bjössi og Marijana mætust

mergjaðan sendi ykkur knús.

Þið erð sérstök og sætust

og sérlega erumvið dús.

 

TIL hamingju brúðhjónin bestu

og blessist vel um ár og síð.

Megi gæfan og Guð svona að mestu

gleðja ykkur all'ykkar tíð.

Hér með lýkur hápunkti ferðarinnar. En ég mun sam sem áður setja inn eina færslu í viðbót.  Það er ferð sem við fórum daginn eftir á sveitakrá sem er kanínusafn, og svo ferðina til hjarta Serbíu. Sveitina hennar Marijönu.  

En vona að einhver hafi haft af þessu gaman.  Og verðið örlítið fróðari um land sem hefur verið okkur fjarlægt, en þó svo mikið í fréttum hér fyrir nokkru.  Það voru öðruvísi fréttir.  En ég upplifði landið og fólkið allt öðruvísi en þar var gefið til kynna. 


Það er búið að semja.

Já það er nefnilega það.  Von að Steingrímur reyni eins og rjúpa við staurinn að réttlæta samninginn og telja okkur trú um að hann haldi og við ráðum við hann.  Allir sérfræðingar sem hann hefur talað við segja það. En hvað með alla hina? spyr fréttamaðurinn.  Jú þeir eru nefnilega ekki marktækir.  Það er bara rætt við þá sem segja eins og ráðherrann vill.  Nú veit maður hvers vegna.

Það er nefnilega búið að semja; . Hann segir bresku ríkisstjórnina skilja samskipti sín við íslensku ríkisstjórnina svo að sú síðarnefnda sé reiðubúin að afla stuðnings þingsins við samkomulagið um Icesave sem var undirritað 5. júní síðastliðinn. Það séu góð tíðindi fyrir bæði löndin að þetta mál verði nú leyst.

 

Ef þetta er ekki landráð þá veit ég ekki hvað.  Og fullt af fólki er tilbúið að skrifa undir þetta og hrósa Steingrími fyrir.  Maður fer að spyrja sig hvað sé í farvatninu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar, maður fer að huga að því hvort það geti verið að þeim hafi verið lofað vellaunuðu jobbi í Brussel, ef þeim tekst að koma okkur inn í ESB.  Hluti plottsins er auðvitað að ganga svo hart að okkur með að greiða Icesaveskuldbindingarnar að við verðum gjaldþrota.  Þá er eftirleikurinn afskaplega auðveldur. 

Ég veit að þetta er klúður á klúður ofan.  Og svo sannarlega var ekki auðvelt fyrir þessa ríkisstjórn að ná vopnum sínum í viðræðum eftir barnaskap og kúður Geirs H og félaga. 

 En einmitt þess vegna hefði fjármálaráðherrann ekki átt að senda samflokksmann sinn gamlan pólitíkus til þess að stýra samningnum.  Það var loka dauðadómurinn.  Þar hefði verið nær að finna fólk sem hafði bein í nefi og vit í kolli til að ganga leggja lokahönd á þær viðræður og lágmarka skaðan. 
En því miður og ef til vill vegna þess að niðurstaðan átti að vera þessi, hvað veit ég, sendi hann mann sem var nokkuð ljóst að hafði ekkert að gera í hendurnar á hákörlunum. 

Það hefur marg oft komið fram í umræðum bæði hjá mér prívat og svo í allskonar viðtölum og blaðaskrifum að margir erlendir stjórnmálamenn liggja undir ámæli um að vera mútað með góðri vellaunaðri vinnu í Brussel, ef þeim tekst vel upp með að veiða þjóðina í netið stóra.  Ekki veit ég svo sem hvað er hæft í þessu.  En mín skoðun er sú að þar sem er reykur þar er eldur.  Ekkert kviknar af sjálfu sér.  Aldrei hafði mér svo sem dottið í hug að sú vá vofði yfir okkar fólki.  En er það ekki barnaskapur að halda slíkt?

Getur ekki einmitt verið að lykilmönnum í ríkisstjórn Íslands hafi verið boðið eitthvað slíkt?  Þessi frétt í MBL.  þykir mér benda til þess.  Það er nefnilega algjör viðsnúningur hjá Steingrími, því fyrir kosningar talaði hann mikið um að við ættum ekki að borga þessar skuldir.  Eitthvað hefur fengið hann til að snúast svo gjörsamlega við, að hann hefur lofað að vinna að því að afla stuðnings þingsins við samkomulagið. 

Jóhanna er horfin af yfirborði jarðar eða svo sýnist allavega.  Getur verið að það sé vegna þess að hún sem er í eðli sínu hrein og bein, geti ekki horfst í augu við þetta allt saman.  Að hún hafi látið leiða sig út í eitthvað sem hún getur svo ekki framkvæmt.  Mér þykir það líklegt.  Hún er svo sem ekki minni manneskja fyrir vikið, því þetta er örugglega ekki auðvelt mál.  En þá vær nær að gefa boltan og hætta, heldur en að láta sig hverfa á ögurstundu. 

Málið er að það er enginn trúverðugur í Samfylkingunni til að taka við af Jóhönnu, þrátt fyrir allt.  Mér er sagt að nýji félagsmálaráðherrann sé krónprinsinn.  Miðað við framgöngu hans í félagsmálaráðuneytinu er ljóst að flokkurinn verður ekki stór í hans umboði.  Það fólk sem naut góðs af veru Jóhönnu sem félagsmálaráðherra hefur eflaust veitt flokknum atkvæði sitt hennar vegna.  Hún var einn besti félagsmálaráðherra Íslands ever.  Það verður aldrei af henni tekið.  En að gera þennan mann að eftirmanni sínum sýnir að henni er heldur betur farið að förlast.  Hún hefði átt að vita að þetta gekk ekki upp.  Eins er með þráhyggjuna um að allt myndi lagast af sjálfu sér ef við sæktum um aðild að ESB.  Það hefur aldeilis ekki gengið eftir. 

Ekki frekar en að allt muni blómstra bara ef við göngum inn í Bandalagið.  Það sem er sorglegt við það allt saman, að það er til fólk sem virkilega trúir því að svoleiðis verði þetta.  Svo eru aðrir sem vilja ganga inn til að komas hjá því að Sjáflstæðisflokkur og Framsókn fái aftur forræðið yfir Íslandi.  Það er alveg með ólíkindum sú röksemdarfærsla. 

Sannarlega er framtíðin ekki beysin hjá okkur.  Stjórnmálaflokkarnir og allir þeirra helstu forvígismenn rúnir trausti og illa þokkaðir.  Þeir geta að vísu engum kennt um nema sjálfum sér.  Þegar maður segir eitt og gerir annað, þá er ekki við því að búast að menn haldi trausti.  Það er alveg sama hvernig menn reyna að fegra hlutina, eða segja að þetta bara verði að vera svona.  Það er bull.  Það er alltaf hægt að gera betur.

Samt sem áður eru nokkrir menn sem standa upp úr  mitt í öllu þessu ástandi.  Þar ber einna hæst Ögmund Jónasson.  Mér skilst að það hafi margoft verið reynt að bola honum burt, og halda honum niðri, því málflutningur hans þjóni ekki flokkselítunni sem svo er kölluð.  Veit ekki hvort það er satt.  En þetta kemur frá flokksmönnum hans, bæði hér og á fleiri stöðum. 

Ég held að Ögmundur sé eini stjórnmálamaðurinn í dag sem ég get sagt að ég geti treyst fullkomlega til að vinna að framgangi og vilja fólksins í landinu en ekki eitthvert vindhanagal fyrir sjálfan sig eða bitling.  Það er auðvitað fyrir utan unga fólkið í Borgararhareyfingunni (þrír aðilar), sem ég held að séu að reyna að gera það sem rétt er.  Þau eru að vísu nýgræðingar og eiga því erfitt uppdráttar, þar sem allstaðar eru menn sem bíða þeirra í hverju skrefi til að berja niður og ráðast á. 

Þau hafa haldið glugganum opnum fyrir okkur rétt eins og þau lofuðu fyrir kosningar.  Verið dugleg við að sýna okkur fram á leikaraskapinn og sérkennilegt gildismat þeirra sem við höfum valið inn á þing. 

Ég skynja að þjóðin er að springa.  Fólkið er vonlaust og reitt.  Það er ekkert gert til aðstoðar, allt hjal um skjaldborg og fyrirgreiðslur er látið danka og dragast.  Á sama tíma sem starfsmenn bankana eru að hirða húsin og eignirnar af þeim.   Og til hvers?  Sennilega eiga svo auðmennirnir að kaupa þetta allt á brunaútsölu þegar fennir í sporin.  Því auðvitað reikna þeir með að við séum ennþá með gullfiskaminni.  Við höfum jú kennt þeim að þannig er það.

Ef við viljum þá getum við gert svo margt.  Það hefur sýnt sig að þegar við tökum okkur saman þá skilar það einhverju.  Til dæmis sprengdu mótmælin síðustu ríkisstjórn, við klikkuðum bara á limminu með því að koma sömu aðilum aftur að kjötborðinu, í stað þess að fara alla leið og hreinsa út. 

Sennilega höfum við aldrei komist almennilega út úr torfkofunum.  Sitjum bara á bæjarburstinni og bíðum eftir því að mjaltatíminn komi.  Það sem gerist á næsta bæ er ekki okkar mál. Meðan fólk í útlöndum byggðu flottar hallir og hús, hokruðum við í moldarkofum sátt við myglað mél og ormétið.  Við erum ennþá að eta myglað mél.  Við tuldrum yfir því hvert í sínu horni, en við gerum ekkert til að laga ástandið. 

Vanhæfi stjórnmálamanna í dag og forystumanna ríkisins skrifast því á okkar reikning.  Við höfum kennt þeim að það er alveg saman hvernig allt veltur, við bara höldum áfram, kyssum á vöndinn og borgum svo þegjandi og hljóðalaust, veitum þeim brautargengi aftur og aftur og aftur, af því að "hinir eru sko verri".

Ekkert aðhald, enginn refsing fyrir að standa ekki við kosningaloforð.  Spilling sem kemst upp er bara þögguð niður, æ greyið honum var ekki sjálfrátt.  Og svo er ekkert gert meir.  Það má ekki rugga bátnum, gefa nýjum framboðum tækifæri, eða breyta til.  Bara sama tuggann upp aftur og aftur.  Og svo sitjum við bara áfram í súpunni, kámug upp fyrir axlir og höldum áfram að gefa sjens.  En erum við ekki bráðum búin að fá nóg?


Smámömmublogg og heimsóknir.

Smá mömmublogg undir svefnin.

Já það hefur verið gestkvæmt í kúlunni undanfarið.  Og auðvitað hafa börnin komið að kíkja á ömmu og afa.

IMG_2442

Þær voru ánægðar að koma heim litlu skotturnar okkar.

IMG_2447

Þegar við komum heim að kvöldi laugardags fyrri rúmri viku voru skilaboð og kampavínsflaska við dyrnar.  Vinir okkar frá Austurríki höfðu komið og litið við.  Gáfu upp símanúmer.   Ég hringdi strax og þá voru þau komin á Drangsnes.  Ég bauð þeim að koma og gista hjá okkur.  Og daginn eftir komu þau svo.  Veðrið var frekar kalt og rigning.  Það var virkilega gaman að hitta þau og spjalla.  Þau hafa komið nokkrum sinnum áður og eru mjög hrifin af Vestfjörðum og Ísafirði.  En við fórum samt í smá kynnisferðir, til Jónasar Finnboga í harðfiskinn, dúkkusafnið á Flateyri og í sund á Suðureyri.  Allt sómaperlur. 

IMG_2458

Og ég kann ekki að hafa gesti, aðeins mismunandi heimilisfólk. Tounge

IMG_2448

Þrjár prinsessur.

IMG_2449

Alveg tilbúnar í ævintýrið.

IMG_2460

Geiri frændi minn kom í heimsókn með sína fjölskyldu.

IMG_2465

Atli frændi minn kom við á leið Í Fljótavíkina.

IMG_2468

Og litla Sólveig Hulda kíkti við til ömmu.

IMG_2469

Auðvitað með mömmu sinni og stóra bróður.

IMG_2474

Sem er rosa kúl.

IMG_2473

afi þurfti líka aðeins að knúsa.

IMG_2479

Þessi ungi vildi heldur bara brjóstið á mömmu sinni. Símon Dagur.

IMG_2487

Og Evíta Cesil Dansar.

IMG_2495

Og svo vill hún láta mömmu mála sig.

IMG_2491

En Brandur og Kobbi eru eins og .... ja köttur og hundur LoL

IMG_2580

Segið svo að dýrin geti ekki tjáð sig.  Það er skrifað yfir allt andlitið á Brandi hve hann fyrirlítur hundinn, og hundurinn er ekkert nema forvitniin, er samt alveg viðbúin að leggja á flótta.  Þetta er bara svoooo spennandi.

IMG_2505

Hanna Sól hefur engu gleymt í fyrirsætustörfnum.

IMG_2507

Smá veiðisaga.  Eitthvað hefur dottið ofan í tjörnina.

IMG_2509

Og það þarf að bjarga því.  Það þarf að hjálpast að...

IMG_2512

Já þetta er að hafast...

IMG_2513

Búnar að ná því.

IMG_2515

Já það er sennilega bara dáið.

IMG_2516

en var sett í glerbúr eins og Mjallhvít.

IMG_2518

Skottan mín  er sami stríðnipúkinn, en hún er hætt með bleyju og farin að tala svo mikið.  Hún kann fullt af lögum, eins og svíf ég í draumaheim og dagana lofa.  Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa og margar margar fleiri.

IMG_2532

 

ég hef ekki þorað að segja þeim hvað þetta er í raun og veru.  Eða súper vatnsbyssur. Eins og er eru þær týndar.  Það er samt í lagi að leyfa þeim að fara með þær í sund á Suðureyri.

IMG_2545

Og svo er allt farið að ganga sinn vanagang í kúlunni.

IMG_2559

Litli villimaðurinn minn vill kjöt og engar refjar.  Meðan Hanna Sól vill helst jógúrt og ávexti.

IMG_2572

Þessir líta líka við af og til eins og venjulega.

IMG_2594

Og þau fóru að sækja sér rabbabara eins og oft áður, en lentu á geitungabúi, og komu illa stungin til baka.

IMG_2603

Þetta leit ekki vel út.  En amma kann ráð við öllu.  Ég setti alua Vera safa úr plöntunni á öll stungusárin og það varð ekkert meira úr því.  Það sást ekki eftir smátíma.  Ótrúleg þessi planta.

IMG_2629
En það er kátt í kúlunni.

IMG_2662

Flottur afi, einkabílstjóri með húfuna hennar Hönnu Sólar á leið í sund á Suðureyri.

IMG_2673

Og heimsmeistaramótið í Mýrarbolta stóð yfir.

IMG_2682

En við segjum góða nótt hér í kúlunni.  Heart

 


Ferðasagan - Beograd.

Það er komin fimmtudagur og við höfum verið hér í Belgrad síðan á þriðjudagsmorgun.  Við höfum gengið um miðborgina aðalgöngugötuna Skatarlija og Rebublictorgið.  Í gær komu 2 vinir Bjössa, Geir frá Austjörðum og Jussi frá Japan og þeirra konur. Við fórum svo út í sveit að borða kvöldmatinn í gærkvöldi Etno Restoran Domace Kuhinje "Munarevsan", sem er fallegur veitingastaður og safn, með serbneskan mat.  Dobro.

Hinn hluti gestanna kemur svo í dag og á morgun hefst kynningin á Belgrad með fararstjóra og rútu.

Það verður gaman.  Þó finnst mér frábært að ruslast svona upp á eigin spýtur með Ella mínum.  Það er auðvelt að rata í borginni og ekkert mál að labba niður í miðbæ frá hótelinu.   

 

16. júlí.  Þá eru allir gestirnir komnir, þetta eru vinnufélagar Bjössa ásamt mökum.  Skemmtilegt fólk sem er að vinna gott starf við að selja fisk til útlanda og útvega okkur langþráðan gjaldeyrir.

Við Elli fórum í göngutúr um miðborgina.  Ég rakst inn á útimarkað keypti mér blússu, hvítan kjól og pils. Seinnipartinn kom reyndar hópurinn frá Íslandi. Gestirnir eru um 20 talsins, sem ætla að heiðra Bjössa og Marijönu í giftingunni.

Um kvöldið fórum við svo í rútu niður á Skadarlija og borðuðum kvöldmat á veitingastað sem heitir Ima Dana.  Hér í Serbíu er allur matur góður og vel útilátinn.  Við ætluðum að sitja inni en urðum að flytja okkur út í garðinn vegna hita.  Það er smá vindur úti.

Menuið er, Cold start, Serbien ordever, Mixed grill, Serbian mixed salad. Desert - Tufahija.

Við röltum svo heim i góða veðrinu eftir mat og skemmtilegt kvöld.

17. júlí lögðum við af stað kl. 10 í útsýnistúr um Belgrad skoðuðum St. Sava Temle, sem er stærsta kirkja í Serbíu.  reist frá 1169 - 1236 á rústum annarar kirkju sem Tyrkir brenndu.  Hún tekur að  m.k. 10.000 manns.  Hún er reyndar í viðgerð núna og hefur verið lengi.  Því mörg stríð hafa sett strik í reikningin.   Serbar eru afskaplega trúaðir og hver fjölskylda hefur sinn dýrðling, þeir hafa altari og mynd af dýrðlingnum heima hjá sér, og elsti sonur verður að taka við að dýrka dýrling fjölskyldunnar.  Þeir gera mikið úr þessu og fjölskyldan hittist reglulega til dýrðar dýrðlingi sínum.  Fararstjórinn ákallaði St. Nikulas, þ.e. þann sem svo varð að jólasveini.  Einnig skoðuðum við Pasic torg, þjóðleikshúsið og Rebublictorgið.  Gengum síðan um Kalemegdan virkið, sem er frá tyrkjatímabilinu að hluta til, en líka frá tímabili þegar austurrísku Habsborgararnir réðu yfir Yugoslavíu.  Virkið er upp á hæð og þaðan sést vel yfir árnar Sava og Dóná, þar mætast þær og sameinast. Borðuðum hádegismat á Kalemgdanska Teres restaurant.

Loftkælingin hafði bilað í rútunni á leiðinni, og það var um það bil 36° hiti úti.  Við vorum öll orðin blaut af svita og komin með hálfgerða köfnunartilfinningu þegar rútan loksins stöðvaðist. Þá kom í ljós að rafmagnið var allt bilað og hurðirnar opnuðust ekki heldur.  Við vorum orðin ansi vondauf þegar bílstjóranum loksins tókst að opna framdyrnar, svo við gátum staulast út.  Og ég get svarið það, okkur fannst í alvöru svalandi að komast út í 36° hita.  Einhver tautaði; hvað ætli hafi verið heitt inn í rútunni fyrst það er svalandi að komast út?

Skoðuðum Saborna kirkju afskaplega falleg og lítil kirkja, þar á giftingin að fara fram, Princess Ljubica pension,  Knez Mihailovastræti, og gengum svo á Rebublictorgið og Terazijetorg.  Þar settumst við niður til að fá okkur bjór eða eitthvað annað.  Rútan sótti okkur svo þangað kl. fimm. 

Um kvöldið fórum við svo í Stærsta spilavíti í Evrópu Grand Casino on New Belgrade.  Það var nú meira ævintýrið.  Það er veitingastaðurinn Diva sem er 5 stjörnu veitingstaður og fínheitin eftir því og þjónustan líka.

Það stóð í kynninugnni að við yrðum að taka með okkur vegabréfin.  Og það var sko ekki auðvelt að komast inn.  Fyrir utan voru herskáar moskítóur sem réðust að okkur út öllum áttum, og ef maður komst lifandi inn úr dyrunum þurfti að sína vegabréfin og fylla út eyðublað með allskonar spurningum. Nafn, aldur starf, heimilisfang, símanúmer nærbuxnastærð.... nei grín.  Hvað pabbi manns heitir og svo framvegis.  Síðan þurftum við að fara gegnum flugstöðvarhlið, allar myndavélar voru teknar af manni og símar af flestum.  Loks komumst við inn í herlegheitin, en það voru líka strangar reglur þar, það mátti ekki halla sér upp að veggjunum, ekki sitja í stiganum.  Þarna voru í glerskápum til sölu allskonar vörur sem kostuðu nokkur hundruð þúsund.  Eins gott að gleyma sér ekki í spileríi þarna inni.

Eftir matinn urðu samt nokkrir eftir til að spila.  Og sumir græddu smáupphæðir, en höfðu vit á að hætta tímanlega.

18. júlí. 

Þennan dag var planað að fara í stórt moll, síðan fékk Marijan hugmynd um að bjóða þeim sem ekki ætluðu í moll, að fara á ströndina við Sava ána, en þar er aðalbaðstaður Belgradbúa.  Við völdum það frekar en að vera í verslunarleiðangur, enda vorum við ekki með á dagskránni að kaupa neitt. 

Við Elli áttum svo skemmtilegan dag á ströndinni Elli synti yfir Savaána, en ég lét mér nægja að synda við bakkann.  Það voru margir á ströndinni enda laugardagur og fólk í fríi.

Serbar eru langflestir grannir og spengilegir, þó borða þeir mikið brauð, en líka mikinn maís, engar sósur eru með matnum.  Stúlkur og konur eru alltaf vel til hafðar vel greiddar og búnar að hafa sig til, þegar þær fara út fyrir hússins dyr, allar með uppsett hár eða vel greitt.  Einhvern veginn fannst mér líka að karlarnir væru mikið eldri en dömurnar sem þeir voru með.  En það er bara mitt hugboð.

Kl. átta fórum við svo með rútunni niður á höfn og um borð í Sirona ferju sem sigldi á Dóná og Sövu.  Borðuðum þar í góðu yfirlæti og söng.  Mest þótti mér koma til, þegar þessi fallega söngkona söng lagið hans Eltons Johns, Nicita.  Textin er svo fallegur um stúlkuna on the otehr side, you will never know about my home.  Það er ekki langt síðan það ástand var þegar Elton samdi þetta ljóð.  Og allt í einu sér maður hvernig tíminn hefur flogið og svo margt breyst.  Ég fór til söngkonunnar eftir á og þakkaði henni fyrir sönginn, sagði að þetta lag hefði hrært mig.  Já sagði hún þetta lag er í miklu uppáhaldi hér. 

En ég veit ekki hvort ég hef sagt frá því, en lagið hennar Jóhönnu var mjög mikið spilað í Tallinn, í Þýskalandi heyrði ég aftur á móti lag með Emiliönu Torrini.  Hér sá ég aftur á móti að Madonna var að koma, Sinid O´ Connor hafði verið hér, Santana og fleiri frægir. 

Fyrrrverandi Yugoslavía hefur lengi legið undir árásum frá rómverjum, tyrkjum, ungverjum, húnum, gotum, austurríkismönnum og mörgum fleiri.  Kirkjan þeirra er Serbian Orthodox sem líkist helst Grískri kirkjumenningu.  Enda eru mörg heiti innan kirkjuskipsins á grísku.  Serbneska Orthodoxkirkja fékk sjálfstæði 1219. 

1284 fékk Stefan Dragutin Belgrad að gjöf frá ungverjum, og er þá í fyrst skipti komin undir Serbneska stjórn. 

Í lok stríðsnins árið 1945 höfðu um 1.700.000 serbar látist í stríðinu.  Konungsríkið er leyst upp og Yugoslavía varð lýðveldi,  Josip Broz Toto komst til valda, hann deyr 1980 og er grafin í Belgrad. . 

1968 er stúdentauppreisn í   Belgrad og fljótlega eftir það eru hundruð þúsunda Belgradbúa sem fara á Nikola Pasictorg og mótmæla innrás Rússlands á Tékkóslóvakíu. 

Svona út af hinsegindögum þá var ég að lesa viðvörun í kynningarbækling frá Serbíu.  það hljóðar svo: Samkynhneigð.

Samkomur homma og lesbía er ekki ásættanleg í Belgrad.  Ef þú er samkynhneigður, er þér ráðlagt að vera ekki of áberandi á götum úti vegna óþols íbúa, og menn geta átt von á allskyns árásum.  Það eru þó nokkrir klúbbar samkynhneigðra í Belgrad. 

Serbar eru elskulegt fólk og að mínu mati líkt okkur íslendingum.  Þeir eru glaðlyndir, hjartagóðir og vingjarnlegir.  Þó það væri varað við leigubílstjórum, urðum við aldrei vör við neitt plat hjá þeim sem við höfðum samskipti við.  En ef fólk er með háuljósin á, berandi allkonar pelli og purpura utan á sér er ég viss um að allstaðar í heiminum verður það fyrir einvherskonar svikum.  Það er því alltaf best að vera bara venjulegur og ekki með glingur og glit. 

Þeir eru greinilega sárreiðir Nato og Natoþjóðunum.  Þeir sýndu okkur allir sprengda hermálaráðuneytið.  Einnig sáum við að verið var að reisa sjónvarpsturnin sem sprengdur var.  Þeir segja að vesturveldin hafi ákveðið að þeir væru vondu gæjarnir og króatar þeir góðu.  Þeim líkar það illa. 

Þeir sögðu mér að það hefði enginn minnst einu orði á að Serbar sem áttu heima í Króatíu hefðu orðið að yfirgefa heimili sín, var gefinn stuttur frestur nokkrir klukkutímar til að rýma húsin sín og koma sér burt úr landinu.  Og það voru engir smáfluttningar við erum að tala um 300.000 manns, eða alla íbúa Íslands.  Flestir þeirra snéru sér til Serbíu. 

Fjölskyldan okkar var ein af þeim sem þurfti að flýja svona. 

Belgrad 15.7.09 009

Á hótelinu, vinir Bjössa frá Japan eru mætt. Yndislegt fólk.

Belgrad 15.7.09 012

Við erum komin upp í sveit á Munarevsan.  Vinirnir að austan líka.

Belgrad 15.7.09 019

Og hér erum við að borða.

Belgrad 15.7.09 021

Maturinn var mjög góður og ekta serbneskur.  Þeir elda góðan mat og mikið af honum.

Belgrad 15.7.09 024

eigendurnir voru mjög stoltir af veitingastaðnum, sem er reyndar líka hálfgert safn.

Belgrad 15.7.09 025

Elli skoðar Vínbarinn.

Belgrad 15.7.09 030

Hér er óskabrunnur.

Belgrad 15.7.09 031

Eigandinn reyndar eiga þau staðinn bæði hjónin sem uppvörtuðu.

Belgrad 15.7.09 034

Gaman að skoða.

Belgrad 15.7.09 041

Við Marijan á góðri stund.

Belgrad 15.7.09 053

Þá er að gera upp herlegheitin.  Myndin hér er Dinar og er um helmingi verðmætari en íslenska krónan.

Belgrad 15.7.09 056

Morgunmatur á Hótel Zira.

Belgrad 15.7.09 058

Útsýnið af veitingastaðnum.  Það má segja að hér sé gamli og nýi tíminn. 

Belgrad 15.7.09 072

Von á Madonnu, vonandi fer hún ekki að troða Serbneska fánanum upp í pjölluna á sér eins og hún gerði í Argentínu, og allt varð brjálað.

Belgrad 15.7.09 076

Allir komnir og við erum á Ima Dana.

Belgrad 15.7.09 082

Glatt á hjalla og skemmtilegt fólk.

Belgrad 15.7.09 083

Fólkið sem vinnur við að skapa gjaldeyririnn fyrir okkur.

Belgrad 15.7.09 084

Og maturinn var góður eins og alltaf þarna.

Belgrad 15.7.09 087

Og það voru skemmtiatriði.

Belgrad 15.7.09 090

Músik og dans.

Belgrad 15.7.09 096

Tvær sætar saman.

Belgrad 15.7.09 108

Hér er svo hermálaráðuneytið. Það hafði verið sprengt, en engar byggingar sem stóðu þar nærri.

Belgrad 15.7.09 111

Þeir eru reiðir og sárir.  Ekki ætla ég að setja mig í dómarasæti.  En segi bara, ef svona elskulegt og geðþekkt fólk getur gripið til þeirra meðala sem voru gerð þarna í stríðinu, þá fer um mig nettur hrollur.  Því þá getur hver sem er gert hvað sem er, ef reiðin og vonleysið er nógu mikið.

Belgrad 15.7.09 118

St. Sava Temple.

Belgrad 15.7.09 121

Hópurinn í skoðunarferðinni.

Belgrad 15.7.09 123

fararstjórinn okkar og nokkrir ferðafélagar.

Belgrad 15.7.09 126

Götumynd.

Belgrad 15.7.09 130

Þjóðleikhúsið þeirra.  Þeir eiga líka gamalt kvikmyndasafn, en serbar voru með þeim fyrstu að gera kvikmyndir.

Belgrad 15.7.09 132

Kalemegdanvirkið.  Tyrkir byggðu það að hluta síðan austurríkismenn.  Habsborgararnir.

Belgrad 15.7.09 136

Við erum á leið á veitingastaðin til að borða hádegismat.

 Belgrad 15.7.09 143

Veitingastaðurinn hefur verið skemmtilega hannaður inn í virkið, og þarna sjáum við Dóná.

Belgrad 15.7.09 156

Hér sést svo hvernig Dóná og Sava sameinast.  Frá eyjunnir þarna voru árásir gerðar á virkið.  Menn héldust við í eynni og reyndu að ráðast á virkið frá ánni.

Belgrad 15.7.09 159

Fallegur staður.

Belgrad 15.7.09 171

Innan við múrana var svo hergagnasafn.

Belgrad 15.7.09 172

Stick them up!!!

Belgrad 15.7.09 177

Garðurinn kring um virkið var líka mjög fallegur og blómlegur.

Belgrad 15.7.09 190

Nú erum við komin aftur niður á Terazijetorg og þjóðleikhúsið blasir við.

Belgrad 15.7.09 194

Miðborgin.

Belgrad 15.7.09 216

Hér er svo ströndin.  Það var dálítið erfitt að labba á bakkanum, því steinvölurnar voru frekar stórar, og brennandi heitar í þessum hita.

Belgrad 15.7.09 221

tveir litlir tatarar að sníkja, þau báðu um pönnukökur, og konan las þeim pistilinn, ég skildi auðvitað ekkert hvað hún var að segja enda talaði hún á serbnesku, en ég heyrði tónin.  Þið eigið ekki að vera að sníkja hérna, ég skal gefa ykkur pönnsur, en þá verðið þið að lofa að koma ekki aftur og biðja um meira!

Belgrad.15.7.09 001

Út um gluggan á hótel Zíra.

Belgrad.15.7.09 006

Ég þurfti að leita mér að fötum til að vera í við giftinguna.  Nennti ekki að burðast með föt alla þessa leið.  Þetta er búð fyrir stórar stelpur.

Belgrad.15.7.09 010

Önnur götumynd.

Belgrad.15.7.09 013

Útimarkaður,  hérna fann ég þennan líka fína kjól, pils og blússu. 

Belgrad.15.7.09 012

ekki eru öll hús falleg í Belgrad.

Belgrad.15.7.09 011

Góð hugmynd fyrir íslendinga sem hafa ekki efni á að leigja sér húsnæði undir verslunina LoL

Ansi ódýrt eitthvað og ekki 2007.

Belgrad.15.7.09 045

Nei annars ætli heilbrigðiseftirlitið myndi nokkuð leyfa svona hér?

Belgrad.15.7.09 043

Það er hvort sem er mest verið að skipta sér af litla Jóni og Gunnu, því ekki má hrófla við hinum.

Belgrad.15.7.09 016

Við komin í Skadarlijastræti.  Gott að skoða kort og sjá hvað er í boði.

Belgrad.15.7.09 018

Og ekki skaðar að fá músik.  Mér sýnist Elli vera að ná í pening, ætli 1000 dínarar séu ekki við hæfi.

Belgrad.15.7.09 022

Le Petite Piaf.

Belgrad.15.7.09 023

Skadarlije að morgni.  Hér lifnar allt þegar líða tekur á daginn músik frá hverju veitingahúsi, þar sem hljómsveitir reika um í von um að fá að spila fyrir einhvern og fá pening..

Belgrad.15.7.09 024

Þessi er örugglega búinn að bíða lengi.

Belgrad.15.7.09 025

Hér er staðurinn sem við borðuðum á fyrsta kvöldið.

Belgrad.15.7.09 027

Götumynd.

Belgrad.15.7.09 028

Gott að fá sér ís í þessum hita.

Belgrad.15.7.09 031

Á Rebublictorgi var svona leirlistasýning.  Mjög skemmtileg.

Belgrad.15.7.09 034

Hér rís hótel Moskva hátt og tignarlegt.

Belgrad.15.7.09 039

Alþingishúsið þeirra.

Gifting og fleira 004

Já og ég að skrifa ykkur elskurnar.

Gifting og fleira 021

Við erum á leiðinni um borð í Sirona til að borða og hlusta á góða músik.  Það er dálítil rigning, það gerir ekkert til því við erum inn í sal.  Og svo gerir þrumur og eldingar sem skreyta ferðina, þegar myrkrið dettur yfir.

Gifting og fleira 023

Allir um borð.

Gifting og fleira 028

Hljómsveit og kór.  Þessi gaur minnir mig dálítið á Steinar Berg ég veit ekki af hverju.

Gifting og fleira 037

Syndaselirnir úti að reykja LoL

Gifting og fleira 054

Svo var gaman að fylgjast með þrumum og eldingum, og auðvitað ljósin í bænum og brúnum.

Gifting og fleira 057

Nicita I need you so.  Heart

Gifting og fleira 065

Þá er eftir síðasti hluti ferðasögunnar, hápunkturinn giftingin og undirbúningur að henni. 

Vona að þið hafið haft gaman af þessum pistli og að hann hafi ekki verið of langur.  Mig langar bara svo að koma svo miklu til skila af þessari frábæru ferð. 


ESB og almennir borgarar í hinu nýja ríki Sambandsríkið Evrópa.

Ætli það verði svo að réttlætið komi utanfrá og þá frá bretum af öllum mönnum.  Það skyldi þó aldrei vera. 

Rannsókn á bankahruninu er eitthvað sem hefði þurft að vera löngu búið að skoða hér á landi, en ráðamenn heykst á því af einhverjum ástæðum.  Ef til vill of invíklaðir í ástandið.  Það þarf líka að passa upp á vini og vandamenn, þó maður sé ef til vill ekki sjálfur flæktur í málið.

Mér var bent á bloggsíðu frá einum þingmanni breska íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.

http://blogs.telegraph.co.uk/news/danielhannan/100005606/icelanders-go-chilly-on-eu-membership/#comments

Þetta er mjög áhugavert og skemmtilegt blogg plástur á sár okkar íslendinga.

En hann segir:

Icelanders go chilly on EU membership

Euro-enthusiasts became terribly excited when the Icelandic Parliament, the Althing, voted to begin discussions with the EU. Not this blog. Their boasts passed me by as the idle wind that I respect not. I pointed out that, in every country in Europe, MPs were more pro-Brussels than their constituents. Iceland would be no different.

Well, we now have the first opinion poll since the parliamentary vote. It shows that 48.5 per cent of Icelanders oppose EU membership, 34.7 per cent are in favour and 16.7 per cent are undecided.  The figures suggest a 14 per cent swing to the “No” camp since the last poll, conducted by the same company three months ago. Exactly, ahem, as predicted here.

I’ve said it before and I’ll say it again. Icelanders are the sturdiest, bravest, most self-reliant people in the world. A thousand years of subsistence farming and fishing has bred independence into their bones. They will never surrender their democracy. I’ll offer a pound to a krona on it.

 svörin eru líka skemmtileg aflestrar:

Hér til dæmis.

good point. I saw on the great Conservativehome site the UK spends £12billion a year on being in the EU but only gets £7 billion back. so £5billion goes to other EU states, we could use that money to help pay our debt.

it is like being in a gym membership when u hardly go, give it up and save money.

Why can’t Britain pull out of many programs of the EU and not pay for them, but still have the advantages of free-trade.

===

Ætli við þurfum ekki líka að borga í púkkið, eða halda menn í einfeldni sinni að við bara fáum eitthvað  en þurfum ekkert að leggja af mörkum?

Eða þetta:

The reason that MPs, of all countries within the EU, are EU groupies is the prospect of a nice little earner when their electorate finally realise that they are a waste of space and give them the heavho. A well paid job, with limitless expenses, and a pension, is of course is on the proviso that they have been sufficiently sycophantic towards Brussels. The Welsh Windbag, Mrs Windbag and son have done very nicely indeed out of Brussels.

 Ætli þeir sem mest tala fyrir ESB hér á landi lumi á einhverju slíku í farteskinu?

 

Get auðvitað ekki sett inn endalaust en hér er eitt skemmtilegt svar.

Hope you are right about Iceland Dan. If they know anything about icebergs, they should steer a course as far away from Brussels as possible or their fishing fleet will be sunk.

It’s ironic but the one man who could save us from the blight of the EU is the Czech President. He should know a thing or two about totalitarianism.

Þetta er breskur almenningur og það er meira þarna.  Bullandi óánægja með ESB, og sama er að segja um almenning í Þýskalandi, Austurríki og Danmörku. 

En íslendingar sumir hverjir vilja bara banka hausnum í steininn og hlusta ekki á hvað fólkið er að segja.  Inn skal skjóðan hvað sem hver segir.  Er nema von að maður sé að verða brjálaður úr reiði út í stjórnvöld og þá þingmenn sem hyggjast styðja þennan ósóma allan?

 Og ég segi nú bara, hverju hefur þeim verið lofað?  Hvað hangir á spýtunni?  Sem betur fer er drullan farin að sullast út um göt sem loksins hafa komið á fyrirbærið.

 

Í upphafi var manneskjan frjáls.  Hún hafði frjálsan vilja og allir voru jafnir.  Einhversstaðar er þetta lögmál ennþá í gildi.  Við getum gert hvað sem við viljum.  Ef við trúum á okkur sjálf og setjum traust okkar á eigin herðar en bíðum ekki eftir að einhver annar taki af skarið.  Í svona þrengingum þurfum við að finna þennan innri kraft og virkja hann.  Við getum gert það með hugleislu eða jafnvel með því að mótmæla yfirgangi og brölti fólks sem greinilega hugsar ekki um hag almennings, heldur eitthvað allt annað. 

 

Það þarf að endurvekja mótmælastöður á Austurvelli.  Það þarf að láta yfirvöld finna að okkur er nóg boðið.  Við þurfum að finna reiðinni farveg sem beinist í rétta átt.  Að því að koma þeim skilaboðum á framfæri að við viljum ekki taka þátt í þessu samfélagi sem nú er að skapast fyrir framan nefið á okkur.  Samfélag ójöfnuðar og óréttsýni.  Þar sem eingöngu er hugsað um hag þeirra sem hafa lapið rjóman frá okkur hinum.  Samfélag þar sem fólk er gert að öreigum í stórum stíl til að bjarga peningum auðmannanna, og hver er tilgangurinn? Jú það á nefnilega að selja þeim bankana aftur á brunaútrsölu. Því það er heppilegra að þeir séu í einkaeigu heldur en ríkiseigu.  Það hefur legið fyrir frá upphafi.  Ætlum við að láta bjóða okkur það?  Ég segi NEI!  Fyrsta krafan er að ríkisstjórnin fari frá og hér verði sett á stofn Utanþingsstjórn. 

Það ætti ekki að þurfa að skipuleggja svona mótmæli, heldur gæti hver og einn tekið það upp hjá sjálfum sér að mæta og mótmæla.  Það ætti að vera nóg að staðsetja og tímasetja slíka uppákomu.  Því eins og ég sagði áðan.  Hver er sjálfum sér næstur og það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar geri hlutina fyrir okkur. Og það þýðir sáralítið að setja sig í skotgrafir og verja "sinn flokk" það er enginn annars bróðir í leik og það hefur komið berlega í ljós undanfarna daga að það á ekkert að gera til bjargar almenningi í þessu landi.  Bjargráðið er að troða okkur inn í ESB hvað sem það kostar, og það kostar mikið.  Alltof mikið til að við leyfum að það sé gert.  Það er mín skoðun allavega.


mbl.is Rannsaka íslensku bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Jóhanna fundin!

Jæja þá er konan fundin í bili.  Þið verðið að fyrirgefa mér að ég tali svona um Jóhönnu, en málið er að enginn manneskja hefur valdið mér meiri vonbrigðum en einmitt hún, sem hefði getað sameinað þjóðina og leyst stóran hluta vandans, en kaus í stað þess að kasta sprengju út í samfélagið og sundra fólkinu sem hún ætlaði að bjarga.

Ekki hefur heyrst púst í henni, auðvitað átti hún að tjá sig þegar aðstoðarmaður hennar réðst fram gegn Evu Joly,  hún hefði getað slegið á þær gárur, eða á að segja risaöldur.  Hún hefði einnig átt að koma sjálf fram í fréttum en ekki senda fjölmiðla fulltrúa sinn,  því það var ljóst að hann hafði ekkert að segja.  Og hún átti auðvitað að koma sjálfviljug fram strax þegar fréttabannið var sett á ríkisútvarpið.  Hún gerði ekkert af þessu, það segir mér að hún sé í rauninni búin að gefast upp.  Hún á ekkert eftir til að stappa stálinu í fólkið í landinu.  Hún virðist ekki skilja að fólk vill að skjaldborgin rísi og aðstoðin verði að raunveruleika.  En þess í stað er bankayfirvöldum gefin laus höndin með að framkvæma stærsta þjófnaðinn.  Þ.e. að ræna fólk eigum sínum, og jafnvel hygla gæðingum sínum.  Allavega ef sagan er sönn sem ég heyrði. 

Hún er um mann sem hafði nýlega byggt sér hús.  Hann var eins og svo margir aðrir fastir í lánasnörunni,  sagan segir að hann hafi farið á fund bankastjórans síns og sagt að hann gæti ekki borgað lánið svona, en var samt með áætlun sem hann bar undir yfirmenn bankans.  Svarið var nei, svo hann missti húsið.  Svo frétti hann seinna að starfsmaður í bankanum hefði fengið húsið hans á þeim kjörum sem honum var neitað um. 

Ég hefði vilja fá meiri staðfestingu á þessari sögu, og hvet þá sem þetta lesa og vita um þetta dæmi eða svipuð að láta í sér heyra.  Því þetta er það ósvífnasta af allri ósvífni sem ég hef heyrt.  Og ef þetta er satt, þá vil ég bara segja, hvað gengur stjórnvöldum til að hafa þvílíkar skepnur stjórnandi ríkisbönkunum?  Það er mér óskiljanlegt.  Samúð þeirra fyrir almenningi í landinu er þá ekki túsildingsvirði.

En núverandi forsætisráðherra hefur sýnt það undanfarið að hún er gjörsamlega óhæfur stjórnandi, og ætti því að rjúfa þing og fara fram á að landinu yrði stjórnað utanþings, með fólki sem væri algjörlega óháð stjórnmálaflokkum, fólk með reynslu, sérfræðiþekkingu á málefninu og hefði kjark og þor til að takast á við okkar brýnu málefni.  Það mættu gjarnan vera erlendir aðilar.  Eva Joly kemur þar sterklega til greina sem aðili, eða að tilnefna fólk sem getur og kann. 

Mér er alveg ljós að Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki kjark eða úthald til að vera í forsvari fyrir þjóð sína því miður og á því þann kost einan að stíga niður og gefa okkur landsmönnum tækifæri til að vinna okkur út úr vandanum með fólk í fararbroddi sem er ekki á kafi í spillingunni eða samþættingunni. 

Ég vil svo persónulega að flokkar verði tímabundið bannaðir á Íslandi, meðan þeir eru aflúsaðir og hvítþvegnir af þeim vandræðagangi og heimóttarskap sem þeir hafa sýnt síðan hrunið átti sér stað.  Við viljum nefnilega athafnir en ekki innantóm orð, eins og Guð blessi Ísland, eða við viljum byggja skaldborg um fólkið í landinu.  Þetta heita frasar með ekkert innihald, ekki frekar en peningar útrásarvíkinganna sem hvergi finnast og ekki einu sinni gerð tilraun til að nálgast þá. 


mbl.is Forsætisráðherra segir lögbann fráleitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2023125

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband