Bylting fíflanna - besta hugmyndin hingað til.

Var að lesa bloggfærslur frá Ástu Hafberg, Rakel S. og Dúu, ég hvet ykkur til að lesa líka og kynna ykkur pælingar þeirra um nýtt sameiningartákn.  http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/

Loksins geta allit tekið þátt og látið vita af óánægju sinni og staðið saman.  Það kostar bara hugsunina, einn fána og flaggstöng.  Flestir eiga flaggstöng ég á að vísu enga, en ætla að koma mér upp slíkri til að geta dregið fánan að húni. Eð bara flagga honum þar sem ég kem því við. 

En á bloggi Ástu hér að ofan getið þið lesið hugsunina að baki þessu, sem þær kalla bylting fíflanna.  Ég er til. 

Er ekki loksins komin besta lausnin á því að láta í ljós hugsun okkar?

safe_image

Hvað er betra sameiningartákn ef fífillinn.  Hann er ekki bara grasrótin sjálf, hann er lækingajurt, góður í sultur og vín. Og svo er hann illdrepandi.  Það er mjög erfitt að uppræta hann, þó góður vilji sé til þess.  Ég mæli með Byltingu fíflanna.

c_documents_and_settings_skrufa_my_documents_my_music_my_pictures_akureyri_906461_907385

Svona lítur fáninn út. Ekki slæm hugmynd. 

bara spurning um hvar við getum nálgast fánann.  Getur einhver upplýst mig um það?


Kúlulíf í smáu og stóru.

Ég er í það heila svona frekar jákvæð manneskja.  Og ég get tekið áföllum held ég ágætlega.  Það sem ég þoli ekki er óréttlæti og mismunum í hvaða mynd sem er.  'Eg get alveg lagt á mig meiri byrgðar og hert sultarólina.  En ég er ekki sátt við að gera það til að aðrir sérstaklega þeir sem komið hafa okkur í þessa aðstöðu komist hjá ábyrgð.  Og þá á ég við alla sem hafa komið að málinu.  Útrásarvíkingana, stjórnvöld bæði fyrr og nú og svo þá sem eiga að vinna að því að koma réttlætinu á, til dæmis saksóknurum og dómsvaldi. 

Þetta fólk verður að átta sig á því að óréttlætið brennur á okkur sem tókum ekki þátt í vitleysunni nema að hluta til, og eigum nú að sitja í súpunni, meðan ekkert er gert til að láta þá sem komu þessu af stað, sleppa bara með skrekkinn.  Það er orðið afskaplega ótrúverðugt svo ekki sé meira sagt eftir heilt ár frá hruninu að það hafi ekki verið nægur tími til að taka á þessum fjanda.  Og á meðan fyrnast málin óðfluga, þeir menn - pólitíkusar sem bera mesta ábyrgð eru til dæmis að sleppa, og sennilega verður líka séð til þess að aðalsakamennirnir sleppi líka með skrekkinn. Því þetta virðist vera eitt allsherjar samsæri, stjórnvalda og peningamanna.  Og það sem er verst að við getum engum treyst til að vinna í okkar hag.  Það er eins og allt kerfið sé kolsjúkt og samtryggingin algjör.  Verðum við að setja upp höggstokk á Lækjartorgi og byrja að afhausa?

En ég ætla að hvíla mig á þessu svartnætti um stund, hef sofið illa undanfarið og haft áhyggjur.  En ég ætla ekki að láta beygja mig í duftið.  Lífið heldur áfram, hvað sem gerist.  Og ég ætla að sigla minn sjó ofansjávar og ekki láta drekkja mér.  Til þess mun ég beita öllum mínum kröftum, viti og reynslu. 

Tek ég þar með upp léttara hjal.

IMG_3621

Fyrst nokkrar fjalla og skýjamyndir fyrir fjallafólkið mitt.

IMG_3622

Það er hlýtt þó það hafi rignt í dag.

IMG_3623

Tunglið veður í skýjum, enda er máni gamli á sínu venjulega fylleríi þessa dagana.  en seinnipartinn braust þó sólin fram.

IMG_3644

Þessa bæjarmynd tók Hanna Sól í dag, þegar við ókum frá leikskólanum hennar.

IMG_3673

Hér er hún svo að spá í að fá sér núðlur í eftirmiðdagsrétt.

IMG_3675

Og restin af börnunum ákvað líka að fá sér núðlur, enda góður og ódýr matur.

IMG_3676

Sigurjón kíkti við með pabba sínum. 

IMG_3681

Ásthildur sem er orðin voða stór og dugleg er hér að hjálpa afa að setja utan um rúmin.  Og tekur því alvarlega, enda nýkomin úr sturtu.

IMG_3684

Á meðan var barist með sverðum og vatnsbyssum út í garðskála.

IMG_3689

Þar eru allir jafnir af hvoru kyni sem er.  Enda er kynþáttamisrétti aldrei meðal barna, þau vita sem er að allir eru jafnir.

IMG_3693

Ekki bregst fyrirsætunni bogalistinn frekar en fyrri daginn. 

IMG_3694

Svo er að finna íslenska barnaefnið, meðan amma eldar matinn.

IMG_3696

Og laukurinn í tölvunni með músik og syngur við raust.  Hann er allur í músikinni drengurinn sá. 

Svona er lífið í kúlunni.  Og verður vonandi áfram.  Við sjáum til. 


Eru menn ekki að grínast?

Svei mér þá ég starði á þingkonuna og búsáhaldabyltingarsinnan í fréttunum í gær, og var að spá í hvort þetta væri spaugstofan eða hvað.  http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/2009/09/06/ Það á sem sé að nota nokkra milljarða af litlu sameiginlegu fé þjóðarinnar til að byggja háskólasjúkrahús.  Gríðarleg frjárfesting og mikill mannafli.  Ég get svo svarið það.  þau falla eitt af öðru vinstri grænu hetjurnar sem ég hélt í fáfræði minni að væru fyrst og fremst að hugsa um heill íslenskrar þjóðar.  En sé svo að þau eru einungis að hugsa um eigið rassgat.  Álfheiður Ingadóttir, það er bara ekkert vit í því að leggja þennan pening í háskólasjúkrahús, meðan við erum að skera niður í heilbrigðisgeiranum, loka skurðstofum og fækka starfsfólki.  Þið eruð væntanlega að grínast, hafið ákveðið að við þyrftum að hlæja svolítið, það ku vera gott fyrir heilsuna og sálarlífið.  Ef þér hins vegar var alvara þarna í fréttunum í gær, þá verð ég að segja að þú varst aumkvunarverð að þurfa að standa þarna eins og illa gerður hlutur og setja þetta á borð fyrir okkur sem erum að missa allt út úr höndunum á okkur, erum að spá í hvort við eigum fyrir salti í grautinn á morgun, hvað þá borga fyrir skólamat, tryggingar, skatta og aðrar álögur sem sífellt hækka.

Þið eruð bara ekki í lagi, verð að segja það hreint út.  Það ætti að taka helmingin af laununum ykkar, og síðan setja bæði ykkur og alla aðra pólitíkusa í sama fasa og aðra lífeyrisþega.  Meðan þið skynjið ekki hvað er að gerast í þjóðfélaginu, þá þarf að grípa til þess að þið virkilega finnið til þess í pyngjunni. 

Samtrygging og spilling meðal ykkar sem trónið þarna uppi er algjör.  Og íslenskur almenningur er svona um það bil að fá alveg nóg af ykkur.  Það hefur nefnilega komið í ljós, sem maður vildi ekki trúa, að það er sama rassgatið undir ykkur öllum, hvort sem þið kallið ykkur vinstri græn, samfylkingu, sjálfstæðisflokk eða framsókn.  Skrifa með litlum staf til lítilsvirðingar. 

En það er hingað og ekki lengra, vinsamlegast hættið strax að hugsa um háskólasjúkrahús, meðan þið getið ekki mannað þau sjúkrahús sem fyrir eru í landinu.  Þetta blaður um að það skapi svo mörg störf eru hlægileg eða sorgleg eftir því hvernig á það er litið.  Vinsamlegast annað hvort farið að reyna að setja ykkur í spor okkar sem erum að missa tökin og falla í vonleysi, eða segið af ykkur og farið fram á að hér verði sett á laggirnar utanþingsstjórn, eða þjóðstjórn.  Það er orðið hverjum manni augljóst að þið ráðið ekki við ástandið.  ´Hér er klæmst á ESB og Icesave út og suður, eins og það sé það eina sem þarf að gera í augnablikinu.  Jæja ég get sagt ykkur að það er einfaldlega ekki á dagskrá.  Því hér bíða miklu fleiri og brýnni mál að sinna. 

Það er komið nóg. Hingað og ekki lengra.  Nú þarf að endurvekja mótmælin á Austurvelli og á öllum stöðum um allt land.  Til að láta ykkur vita að við viljum þetta ekki lengur.  Við viljum fá réttlæti, tryggingu fyrir því að við getum staðið teinrétt og borgað það sem okkur ber, (ekki meira) og við viljum að börnin okkar séu ekki sett á ævilangan skuldahala, bara af því að þið berið einhverja fáránlega ofurtrú og bleyðugang gagnvart útlendingum. 

Segi nú ekki margt.  En þetta var held ég dropinn sem fyllti minn mæli. Það á sem sagt bara að huga að Reykjavík, háskólasjúkrahús og tónlistahöll.  Þið eruð bara ekki í lagi segi og skrifa. En sagan mun dæma ykkur og það mun verða þungur dómur að lifa með.  Þið megið aðeins huga að því. 

c_documents_and_settings_jon_steinar_desktop_hvitur_fani2


Til hamingju með afmælið Bára mín!

Í gær þann 6. september átti stúlkan mín afmæli.  Ég sé litlu stúlkurnar mjög mikið í mömmu sinni.  Hún var alla tíð afskaplega dugleg og ákveðin einstaklingur.  Strákastelpa, alveg eins og ég var þegar ég var lítil.  Ég er mjög hreykin af henni hvað hún er dugleg við að láta draum sinn rætast.  Alveg vrá því að hún var pínulítil ætlaði hún að verða dýralæknir.  Enda var húsið alltaf fullt af gæludýrum, fuglum, köttum, naggrísum og ég veit ekki hvað og hvað. 

Við pabbi hennar erum afskaplega glöð yfir að geta hjálpað henni með því að annast prinsessurnar hennar meðan hún er í námi.  Þær eru svo sannarlega gleðigjafar.  Æ hvað allt verður tómlegt eftir að þær fara sagði afi í gær.   Og já, svo sannarlega verður lífið snautlegra þegar þær hafa yfirgefið hreiðrið.  Þangað til njótum við samvistanna við þær.  Og fylgjum mömmunni eftir með því að senda henni myndir og láta hana vita að við elskum hana rosalega mikið.  Innilega til hamingju með afmælið í gær elsku Bára mín. CIMG2606[1]

HeartHeartHeart

Og knús frá okkur öllum.

 

 


Sitt lítið að hverju.

Þið verðið að afsaka mig kæru bloggvinir, ég er orkulaus og vitlaus þessa dagana.  Bæði hefur Ásthildur verið lasin og ég líka, og svo bara þetta vesen hjá okkur hjónum. 

En ég ætla að setja inn nokkrar myndir.

IMG_3478

Það flæða hormónar hér um allt heimilið.  Stóri strákurinn okkar fékk að halda bekkjapartý í gærkveldi, hér er hann að undirbúa tónlistina. 

IMG_3483

Farðu frá ég þarf að komast framhjá.

IMG_3484

Nei ég fer ekki fet, ég má sitja hérna.

IMG_3485

Þú ert fyrir mér, viltu gegna!

IMG_3487

ég bíð eftir að þú farir frá.

IMG_3490

Þá keyri ég bara á þig.

IMG_3491

Jæja þá.

IMG_3493

En ég má fá hjólið.

IMG_3494

Nei láttu það vera!

IMG_3495

ég er að hjóla...

IMG_3500

Nei ég má núna...

IMG_3501

ég ætla að hjóla núna....

IMG_3502

Stelpur stelpur, þið megið ekki rífast svona.  Við skulum bara koma og gera eitthvað annað skemmtilegra.

IMG_3503

Við skulum bara koma og setja Dóru í tækið...

Smá systrakærleikur.  LoL

IMG_3505

Nú er allt að verða klárt fyrir partýið.

IMG_3509

Við aftur á móti áttum inni matarboð niður í Neðsta.  Í tjöruhúsinu sem er frábær veitingastaður, rekinn af Magga Hauks og Ragnheiði Halldórsdóttur. Þangað kemur fólk allstaðar að úr heiminum til að borða fiskiréttina sem þar eru matreiddir af snilld.

IMG_3511

Og það þarf að fínstilla græjurnar.  Þessir piltar standa mörgum fullorðnum á sporði þegar kemur að DJ hlutverkinu.  Þó ekki séu þeir háir í loftinu.

IMG_3515

Hér er náttúrulega eitthvað á seiði.

IMG_3518

Við erum komin niður í Neðsta Kaupstað.  Elstu samstæðu hún á landinu held ég bara.

IMG_3519

Meðan við biðum eftir að maturinn yrði framreiddur var farið aðeins niður í fjöru.  En það var hlaðborð og við vorum frekar snemma.

IMG_3521

Litla stúlkan og hafið.

IMG_3522

Bless stóra haf.

IMG_3524

Eins gott að grufla ekki á henni þessari. Ég man ennþá hvað mig sveið í hendurnar, þegar við vinkonurnar vorum niður í fjöru að handfjatla marglittur.  Varst það ef til vill þú Dísa mín sem varst með mér þá. LoL

IMG_3525

Það er óhætt að segja að maturinn var algjört lostæti.  Og þarna má sjá skreytingar frá syni mínum.  Steinana hans  hér og þar.

IMG_3527

Hér er allt í gömlum stíl og upprunalegt, hrátt en óskaplega vinalegt.  Og þjónustan ljúf og góð.  Enda sækir fólk í að komast til að borða hér, bæði íslendingar og útlendingar, sem hafa lesið um eða heyrt af þessum frábæra veitingastað.

IMG_3528

Og hér er allt til staðar, líka fyrir litlar stúlkur sem þurfa eitthvað við að vera.

IMG_3532

Fiskurinn er glænýr, og flakaður sama daginn, og hér stendur Dóri sveittur við að steikja hann ofan í svanga matargesti, sem greinilega voru mjög ánægðir með það sem þeir fengu.  Enda var úrvalið gott. Kærar þakkir fyrir mig bæði vertar í Neðsta og svo Júlli minn. Heart 

IMG_3537

Og partýið var í fullum gangi þegar við komum heim.

IMG_3539

Það var búið að færa allt út í góða veðrið.  Veit ekki hvort nágranninn var hrifinn, því hávaðalaust er þetta ekki. Tounge En Doddi lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

IMG_3552

Þau er flott þessir krakkar, sem eru að verða táningar og lífið blasir við þeim, vonandi gott líf.

IMG_3570

Þau eiga allavega rétt á því að við stöndum vörð um þau og látum ekki misvitra stjórnmálamenn gera einhverjar vitleysur sem stofna þeim í hættu eða á skuldaklafa.  Við verðum að vernda þau með öllum ráðum, og þau ráð hljóta að vera að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn vitleysugangi stjórnmálamanna að þeir vilji frekar sleikja skósóla útlendinga en að vernda hagsmuni þjóðarinnar.  Það segi ég og skrifa.

 


Laugardagsmorgun.

Það er laugardagsmorgun, sólin hún brýst inn um gluggann, bráðum.  Hún er að þrengja sér gegnum skýin.  Það er hlýtt og allt í rólegheitum.  Ásthildur er að verða góð af skarlatssóttinni, og við erum bara heima þrjár.  Úlfur fær að halda partý í kvöld og er að bjóða vinum sínum.  Við hljótum að lifa af eitt bekkjarpartý eða svo. 

IMG_3471

Þessi mynd var tekin í gær.

IMG_3472

Og þessi í dag.

IMG_3473

Skotturnar mínar dansa.

IMG_3474

Þær eru glaðar og kátar. Heart

IMG_3475

En nú bankar einhver upp á og ég hef fengið heimsókn.  Svo ég segi bara eigið góðan dag elskurnar.


Lífið og tilveran, og hvað er svo framundan ?

Lífið heldur áfram og haustið er gengið í garð.  Mánuðurinn minn.

IMG_3392

Perurnar mínar að verða fullþroska.

IMG_3394

Einhvernveginn svona líður mér nákvæmlega núna. Smile Fyirtæki sem ég hef lagt mikla peninga í verður gjaldþrota á morgun.  mestmegnis vegna þess að hjól atvinnulífsins eru að hjakka og fjara út.  Ráðamenn samfélagsins hugsa meira um breska og hollenska sparifjáreigendur en að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg.  En svona er þetta, veit ekki einu sinni hvort ég held húsinu mínu.  En svona er lífið. 

IMG_3395

Vinir fagna.  Reyndar eru þetta fólk hvort tveggja vinir okkar, en þau hafa samt aldrei hist áður, samt sem áður hafa þau vitað af hvoru öðru gegn um okkur Ella. 

En hér eru Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitektin af húsinu okkar, og arkitekinn Birgit Abrecht og þeirra fjölskyldur.  Heart

IMG_3406

Okkur var boðið í holusteik á heimili þeirra Abrechthjóna í Hnífsdal í fyrradag.  Frábært kvöld.

IMG_3422

Manuela og Birgit náðu vel saman.  Tvær yndælar konur og frábærir listamenn hver á sínu sviði.

IMG_3428

Brandur heldur áfram að velja sér staði til að slaka á.  Sumir eru frekar óvenjulegir.LoL

IMG_3429

Við Elli buðum svo vinum okkar í mat í gærkveldi. Steikta ýsu, sem er algjört lostæti.

IMG_3432

Frábært að hafa góða vini í kring um sig.

IMG_3443

Rositha les upp ljóðin sín á þýsku. 

IMG_3446

Svo er að fá sér te og hunang.  Og Klaus hellir í bollana úr potti hehehe...

IMG_3450

Brugðið á leik með húfu sem við keyptum í Póllandi, stríðið var mikið í umræðunni í gær, og þar gerðust margir skelfilegir hlutir. Við erum heppinn að hafa ekki þurft að standa frammi fyrir loftárásum, hatri og skjótandi hermönnum.  Vonandi verður þar svoleiðis hér um ókomna tíð.

IMG_3451

Í morgun kom svo Brandur í fyrsta skipti og heilsaði að fyrra bragði upp á Ásthildi.  Venjulega heilsar hann bara Hönnu Sól og lætur sig hverfa þegar sú litla réttir fram hendurnar.  En nún ákvað hann að hún væri orðin nógu þroskuð til að hægt væri að heilsa upp á hana.

IMG_3454

Fyrir Ísfirðingana mína er hér mynd frá í morgun.  Þegar á daginn leið birti til og sólin kom fram.  September verður sólríkur og hlýr ég veit það bara.

IMG_3457

Milli sjúkrahússins og Sólborgar leikskóla stelpnanna er púttvöllur, þar hafa verið eldri konur aðallega í allt sumar að pútta, gaman að sjá þær,  Hlíf er þarna beint á móti.  En í dag voru margir ungir strákar innan um eldri dömurnar,  mér fannst það svo flott, og hugsaði hve skemmtilegt það væri fyrir þær að hafa þessa ungu frísku stráka í púttinu með þeim.

IMG_3460

Hanna Sól tók þessa mynd af ömmu sinni á leið him frá leikskólanum.

Þó lífið sýnist stundum óréttlátt og maður missi eitthvað, þá er það bara einhvernveginn þannig að lífið heldur áfram.

Meðan missirinn er bara peningar þá er það ásættanlegt.  Verra er að missa ættingja eða góða vini. 

Ég hefði svo sem viljað lifa við meira öryggi svona í ellinni.  En ég er alveg tilbúin að takast á við það sem framundan er.  Ég er vel sett með fulla heilsu, frjóa hugsun og í ágætis vinnu... ennþá.  Orðin nógu gömul til að fara að taka ellilífeyrir. Það er ekkert öruggt í heimi hér, og allt er fallvalt.  En meðan maður hefur bjartsýnina og kærleikan að leiðarljósi þá skiptir hitt minnsta máli.  Þó vil ég halda áfram að eiga heima hér því hér liggur mitt ævistarf.  Í gróðrinum og öllu því góða sem hér er í kring um mig.

Við munum svo sannarlega halda áfram með lífið og tilveruna. 

Mín elskueg eigið gott kvöld og kveðja héðan frá Ísafirði. 


Þýsk heimsókn og ljóð.

Búin að vera með gesti frá Þýskalandi í heimsókn.   Það var yndislegt fólk.  Þetta voru Einar Þorsteinn sem teiknaði kúluhúsið okkar og Manuela konan hans, móðir hennar Rosvitha og Klaus hennar maður.  Við vorum boðin í holusteik í Hnífsdal á Sunnudagin til Birgit og Stefan Abrect þýskra vina okkar og áttum við skemmtilegt kvöld. 

Síðan bauð ég þeim í mat til okkar í gærkveldi og var með steikta ýsu.  Við áttum yndislegt kvöld  ég ætla að setja inn myndir seinna í dag.

Virkilega gaman og mikið umræðuefni.  Það var talað um kreppuna, og svo leiddist talið að Þýskalandi í og eftir stríð.  Bæði móðir Birgit og Rosvitha bjuggu í Austur Þýskalandi og fjölskyldur þeirra urðu að flýja yfir allslaus.  Þau gátu klætt sig í nokkrar flíkur, en ekki of áberandi, til að láta ekki vita að þau voru að fara burtu. 

Klaus bjó í næsta bæ þegar Pforsheim var skotinn í tætlur.  Hann man ennþá eftir hvernig þeir lýstu upp borgina, til að auðvelda bretum að skjóta á allt kvikt og sem flest hús.  Enda drápu þeir 18 þúsund manns á einni nóttu.  Mikið eigum við samt sem áður gott að eiga ekki svona minningar, þó allt virðist vera svart.

Við þurfum nefnilega að muna að þó erfitt sé í ári, þá eigum við það sem mestu máli skiptir, frið og okkur sjálf og fjölskyldur og vini.  Því skulum við ekki gleyma.

En Rositha er ljóðskáld og hefur gefið út ljóðabók allavega eina, hún las upp nokkur ljóða sinna í gær, og eitt þeirra er um Ísland.  Ég skil að vísu ekki mikið í þýsku, en þetta ljóð fór inn í hjartað.  Ég ætla að setja það hér inn, fyrir þá sem skilja þýsku og kunna að meta ljóð.

 Ég held að við höfum gott af að hlusta á hvað útlendingar segja um land og þjóð. Það er nefnilega miklu fallegra og innilegra en þær fréttir sem okkur eru sagðar í dag.  Og ég tel vera stórum ýktar.

En hér kemur ljóðið.

 

Island, ursprüngliches Land.

 

Ins Meer ergossen die Vulkane ihr Inneres

 

Neue Schichten auf die erstarrte Lava.

 

Dick aufgebrochene Gesteinsblasen

 

Warten auf Erosion, auf einen Ausbruch,

 

dass Formen und Strukturen sich wandeln.

  

Ergriffen stehe ich im aufersissenen Felsenapalt

 

Zwichen östlicher und westlicher Kontinentalplatte.

 

Dort entsteht isländiches Land noch immer

 

die heilige Stätte der Isländer,

 

Der Ersten Thing, heute Fest- und Ehrenplatz.

  

Dice Wolkeninseln Hängen am Himmel,

 

Eine Zudecke über dem Land,

 

aus der er wieder und wieder regnet.

 

Mal  zart, mal stärker es schüttet,

 hört schnell auf, um gleich wieder zu beginnen.  

 

 

 

Regensatte, feuchte Luft lässt

 

Moose, Steinbrech, Flechthen wachsen.

 

Schwere Polster liegen die rauen Felsen weich,

 

kriechen Berge hinauf, grünen die Landschaft.

 

Tönen in Rousseauscher Grünapalette.

  

An den Hängen der Berge steigin Dampfwolken auf.

 

HeiBe Quellen treten aus de Erde,

 

die Engergie des Landes.

 

Schwimmen in des Blauen Lagune,

 Eis – und Schneefrie Bürgersteige en der Stadt. 

 

 

Geysire schmücken ockerfarbene Lavaflächen,

 

die Atem holen, füllen eine Glocke blauen Geysirswassers,

 

exlodieren, schleudern dreiBig Meter hohe

 

heiBe Fontänen in die Luft.

   

Weiter geht die weite Fahrt im weiten Land,

 

an einen ungeheuer groBen, gewaltigen Wasserfall.

 

Es stürzt so viel süBes Wasser, es genüge,

 

der ganzen Menscheit Durst zu löschen .

  

Meer und Wolken liegen aufeinander,

 

lange Steinzungen ragen ins Wasser.

 

Meerschaum nagt den Fels,

 

Mahlt  den kristallinen Sand su  Strand.

  

Wenn der Wind, der beständig bläst,

 

die Wolkendecke aufreiBt, leuchtet das helle Blau

 

des nördlichen Himmels, es spiegelt im Meer

 

eine gleibende silberne Platte, der Walfjord.

 

Jeder Stein – ein Edelstein.

 

Die Sonne tief am Firmament,

 

Mutter und Tochter mit langen Schatten.

 

Zur flachen Lagune fliegen Zwei Weibe Gänse.

 

Von der in Stein gehauenin Strabe kein Laut. 

Gaman ef einhver sem þetta les treystir sér til að þýða þetta fallega ljóð yfir á Íslensku. 

En njótið dagsins og ég set inn myndir seinna í dag.  

 


Skírn og beautisaloon.... eða smá mömmó!

Við fórum í skírnarveislu í gær, frænka mín Sunneva Sigurðardóttir var að skíra litlu stúlkuna sína.   Innilega til hamingju Eyjólfur og Sunna. Wizard

IMG_3338

Þó ég sé ekki kristinnar trúar þá virði ég ákvörðun míns fólks um slíkt.  Og þessar athafnir eru vissulega fallegar og gleðilegar. 

IMG_3325

Börnin mín voru stillt og prúð í kirkjunni og líka í veislunni.

Þegar heim var komið var brugðið á smá fegrunarferli.  Amma má ég nota augnskuggana þína?  Já já.

IMG_3357

Já það er fylgst með af áhuga.

IMG_3358

Vá en fín.  Annars er uppáhaldsorðið hennar Ásthildur í dag ógislegt.  Það er allt bókstaflega ógislegt.  Oj svanur ógislegt. LoL

IMG_3361

En ÞETTA er sko spennandi.

IMG_3363

Og svo þarf að prófa líka...

IMG_3365

Vá svo flott..

IMG_3366

Svo þarf maður sjálf að bæta aðeins pínkupons við. 

IMG_3368

Voða sæt og fín Hanna Sól.

IMG_3374

Það má auðvitað ekki skilja tásurnar útundan LoL

IMG_3379

svo er upplagt að fíflast með afa.

IMG_3382

Og dansa.

IMG_3383

Og þá er bara eftir að bjarga fiðrildi upp úr tjörninni.

Eigið góðan sunnudag elskurnar. Heart


Kerfið er hrunið, og ekkert fyrir pólitíkusana að gera annað en að biðjast lausnar og láta öðrum eftir að þrýfa upp skítinn eftir 20 ára stanslausan vitleysugang.

Já það er málið, það þarf að semja upp á nýtt segja Hollendingar.  Það var þá það.  En getum við treyst stjórnvöldum til að semja upp á nýtt?  Ég tók nefnilega eftir því að fyrstu viðbrögð breta og hollendinga voru þau, að þau hefðu samið við ríkisstjórnina en ekki alþingi um greiðslu á Icesave.

Af hverju sögðu þessir aðilar einmitt það?  Jú þeir vita sem er að þeir geta ráðið við stjórnarflokkana sem ólmir vilja vera góðir og þægir, en verra með almenningsálitið og alþingi tekur að einhverju leyti mark á því.  Það er nefnilega sannleikurinn í þessu.

Nú eru íslendingar uppteknir við að rífast um hver beri mesta ábyrgð á hruninu og afleiðingum þess.  Það var og.  Í stað þess að einhenda sér í að vinna málið upp á nýtt, og hætta þessari vitleysu.  Þá dettum við í sandkassan og byrjum að rífast um hver sé sekastur, Sjálfstæðismenn og Framsókn, sem ollu hruninu ásamt Samfylkingunni, eða á hinn veginn núverandi stjórnvöld Vinstri Græn og Samfylking.

Er ekki allt í lagi heima hjá okkur?

Auðvitað bera allir þessir flokkar sína ábyrgð.  Það er komið ár frá því að allt fór í hönk, vissulega veldur sá miklu sem upphafinu veldur, en ábyrgð þeirra sem síðar komu að málinu og klúðruðu því jafn hrikalega og sést hér, er ekkert síðri.

Það þarf því ekkert að rífast um hver sé sekastur, heldur þarf að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna heimavinnuna.  Standa saman um að gera það sem þarf til að bjarga Íslandi.  Hvernig væri að byrja á því að hlusta á Evu Joly?

Við íslenskur almenningur sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut gerast.  Það er hægt að jarma sig hásan um hvað fólk hefur lagt af mörkum og unnið marga klukkutíma, en þegar enginn árangur sést, og svo er komið að öll þessi vinna og stríð var til einskis, og við stöndum ekki bara í sömu sporum og í upphafi heldur ennþá verri, á er komin tími til að fjórflokkurinn viðurkenni að hann ber ekki gæfu til að leiða þessi mál til lykta.  Þetta fólk þarf að ganga til forsetans og leggja þar inn umboð sín til að stjórna landinu. 

Bara það að alþingi skuli voga sér að taka sér frí til fyrsta október, þegar landið liggur helsært og fólk er í öngum sínum, er þvílíkt rugl að það hálfa væri nóg.  Það á sem sé ekkert að gera til 1. október, og þá upphefst sama karpið aftur.  Við erum búin að fá nóg.  Ég er búin að fá nóg, og mér sýnist flestir í kring um mig búnir að fá nóg.  Þó einstaka dyggir flokksmenn og sértrúarsöfnuðir kring um flokkana reyni að verjast.  Þá er byrjað að fjara undan alþingi og alþingismönnum og ráðherrum.

Viðurkennið bara að þið ráðið ekkert við ástandið þið eruð menn að meiri fyrir vikið.  Við getum ekki lengur tekið þátt í einhverskonar hetjuleik eða upphefðarleik kjörinna fulltrúa.  Þeir hafa einfaldlega tapað skákinni og eiga bara að viðurkenna það og biðja um að verða leystir frá þessu öllu saman.

Hér þarf miklu hæfara fólk og meiri bóga til að standa í hárinu á bretum og hollendingum, sem heimta allt sitt fé til baka af okkur sem höfum ekkert frá þeim tekið.  Á meðan greifarnir sem stálu fénu ganga lausir og leika sér um allan heiminn.

Menn eru teknir og stungið inn fyrir að stela kjötlæri eða lifrarpylsu, það er þjóðarátak í að hanka iðnaðarmenn sem selja sig svart.  Það er átak í að koma upp um öryrkja og atvinnulausa sem reyna að ná sér í aukaaur út úr kerfinu.  En auðkýfingarnir bankamennirnir og millistjórnendur sem voru á bólakafi i sukkinu sitja enn og deila og drottna svipta fólk aleigunni og meira en það.  

Þetta er bara ekki allt í lagi, svo það sé á hreinu.  Og við þurfum að láta vita að okkur finnst það andskotan ekki í lagi, og að við viljum eitthvað annað og meira réttlæti en það sem birtist okkur hvern dag nú.

Það sagði við mig prestur í dag, réttlætið er innbyggt í mannssálina og ég óttast að þegar óréttlætið er orðið svona mikið, þá gerist eitthvað ófyrirsjáanlegt.  Að fólk hreinlega ofbjóði svo mikið að einhversstaðar springi eitthvað með skelfilegum afleiðingum.  Ég deili þessum ótta með honum. Þetta einfaldlega gengur ekki lengur.

Eigið góðan dag elskurnar og munið að við verðum að standa saman um að koma okkur út úr þessu.  Það þýðir ekki að við eigum að láta kjörna fulltrúa klúðra hverju málinu á fætur öðru.  Það þýðir að hver er sjálfum sér næstur og við verðum að standa saman um að heimta að við fáum hæfar manneskur til að leiða okkur út úr þessu, án þess að pólitíkin sé neinsstaðar nálægt.


mbl.is Semja verði aftur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband