22.9.2009 | 15:49
Mannlegt eðli.
Ég hef æ oftar spáð í það sem við köllum mannlegt eðli undanfarið. Það er ef til vill vegna þess að ég hef sjálf þurft að fara í naflaskoðun, vegna breytinga í mínu lífi, vegna hrunsins mikla, líka vegna viðbragða fólks á alla vegu við því sem það les og svarar. En ef vil vill fyrst og fremst vegna þess að ég er orðin 65 ára gömul og reynslunni ríkari. Hef gert allar þær skyssur og vitleysur sem hafa þroskað mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Og ekki síst vegna þess að ég hef alltaf haft gaman af að skoða mannlífið og hlusta á umhverfið, og ekki bara mannanna heldur líka bæði dýra og plantna.
Þegar ég segi plantna og dýra, þá hristir einhver haus. En málið er að allar lifandi verur hafa tjáningu og vilja til að lifa af. Það má vel sjá tjáningu hjá hundum og köttum. Þeir hafa lifað svo lengi með okkur, að þeir hafa jafnvel svipbrigði og viðbrögð sem sýna vel hvað þeim finnst. Önnur dýr hafa líka tjáningu en ef til vill ekki jafn skýra. Plöntur hafa líka tjáningu en hún er okkur oftast hulin. Það er hægt að mæla viðbrögð þeirra, en það sem hægt er að sjá er til dæmis viðbrögð þeirra við birtu, þar sem þau snúa framhlið blaðanna alltaf að ljósinu, en líka geta þau komið sér upp varnarkerfi til dæmis ef sjúkdómur herjar á skóg, þá mynda trén inn í skóginum vörn við honum. Ráðstöfun náttúrunnar segja menn. En á ráðstöfun náttúrunnar bara við um dýr og plöntur en ekki fólk?
Erum við undanskilin? Ég held ekki. Til dæmis vorum við hjónin fyrir allmörgum árum á skútuferðalagi um Grísku eyjarnar, með tvö ung börn okkar. Þar sem við komum að landi settu börnin sig í samband við börn á svipuðum aldri í höfnum Grikklands, og orð virtust óþörf. Þau skildu hvort annað án tungumálsins, þar var bara notuð líkamstjáning. svona rétt eins og hjá dýrunum.
En ég ætlaði að tala um mannlegt eðli. Og hvernig mikilvægi þess eykst þegar upp koma vandamál. Það er alltaf allt í lagi meðan menn eiga nóg að eta og hafa rúm til að sofa í. Þegar grunnþarfir hans bregðast, þá er kemur í ljós að við erum eins og dýr merkurinnar.
Sumir grípa til þess að reyna að halda í það sem þeir hafa sankað að sér, nota öll meðul til að fá að halda prikinu sínu, meðan þorrinn verður að sætta sig við að vera á gólfinu. Við höfum komið okkur upp goggunarröð sem erfitt er að riðla. Líka vegna þess að þeir sem hafa valist til að ráða samfélaginu þurfa að reiða sig á þá sem sitja á prikinu. Það er liðið sem hefur komið þeim þangað sem þeir sitja. það er því takmarkaður vilji til að breyta neinu, alveg sama hvað menn kalla sig, pólitískt séð. Þeir hafa meira og minna selt sig priksitjurunum.
Völd spilla, það er alveg dagsljóst, hvað þá völd sem hafa viðgengist áratugi. Því lengur sem menn sitja því erfiðara er að snúa þróunninni við. Því allt hefur jú miðast við að tryggja völdin. Og þó til dæmis svo komi að þeir missi tímabundið tangarhaldið. Þá hafa þeir búið svo um hnúta að arftökum gengur ekki vel að halda völdunum.
Margir muna sjálfsagt eftir breskum þáttum sem hétu Já Ráðherra. þar sem ráðuneytisstjórar réðu nánast öllu, og snéru kjánalegum ráðherrum eftir sínu höfði. Ég hef á tilfinningunni að það sé einmitt að gerast hér hjá okkur. Það hefur komið fyrir oftar en ekki að skjöl týnast, plögg frá erlendum aðiljum sem vilja koma til hjálpar finnast eftir dúk og disk, þegar farið er að grennslast um þau. Það vekur upp spurningar um hvernig það geti gerst að svona plögg gufi upp.
Hef reyndar heyrt svona á skotspónum, án ábyrgðar að fólk sem ráðið er af fyrrverandi stjórnvöldum sem situr í ráðuneytum dragi lappirnar og reyni allt til að gera óskunda fyrir þá ráðamenn sem nú ríkja. Það væri ágætt að fá um það staðfestingu að það væri ekki rétt. En meðan enginn segir neitt lifir þessi saga góðu lífi hér niðri í lágróðrinum, sem kallast grasrótin.
Ég vaknaði s.l. sunnudagsmorgun við það að ég heyrði viðtal við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn væri velferðarflokkur. Ég viðurkenni að í fyrstu í svefnrofunum hélt ég að hér væri á ferðinni spaugstofuútgáfa hjá útvarpinu. Og ég lagði við hlustir. Þarna kom fram að það væri alrangt að Sjálfstæðisflokkurinn ætti nokkurn þátt í hruninu, og að þeir væru hinir einu og sönnu björgunarmenn fólks sem minna má sín. Allt gott hefði komið frá Sjálfstæðisflokknum og allt slæmt frá hinum. Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta.
En það er nokkuð ljóst að áróðursmaskína Valhallar er komin á fullt og farin að mala, rétt eins og alltaf. Þeir misstu sig dálítið svona í miðju hruninu, en nú koma þeir aftur á fullu og ætla sér að koma því inn hjá almúganum að þeir muni bjarga öllu. Hvað sagði slagorðið? Ábyrg fjármálastefna? Nei ég man það ekki og nenni ekki að rifja það upp. En það sorglegast við þetta allt, er að það er fullt af fólki tilbúið til að gangast undir þennan "sannleika" enn og aftur. Hvers vegna? Jú af því að sú ríkisstjórn sem nú ríkir er ekki að standa sig. Hefur ekki staðið undir væntingum og orðið ber að því að svíkja kosningaloforð sín, eins og skjaldborgina margfrægu og allt upp á borði. Meira leyndó hefur ekki viðgengist í manna minnum. Og allt kapp lagt á að styrkja bankana og fjármálakerfið í staðin fyrir heimilin.
Sem sagt Sjálfstæðisflokkurinn er að græða á því í dag, að það er ekkert sem tekur við. Borgarahreyfingin sem margir bundu vonir við brást illilega. Sem er enn ein birtingarmynd forpokunar okkar íslendinga. Að taka alla af lífi sem ekki eru svartir hrafnar. Eða þannig. Hrafninn gerir það nefnilega hann drepur hrafn sem er svo óheppin að fæðast hvítur, og hver man ekki eftir Jónatan Livingstone mávi?
Frjálslyndi flokkurin lifði í tíu ár, og vonandi fær að fljúga aftur. Honum var fórnað einmitt af því að vera ekki í slagtogi við fjórflokkinn. Það var fundið flokknum allt til foráttu og menn nýttu sér að öfgafullir einstaklingar fengu tímabundna fótfestu þar. Þar fór fólk sem virkilega vildi breyta samfélaginu til hins betra, og ein besta stefnuskrá sem gerð hefur verið og stendur enn. Það dugði samt ekki til. Því fjórflokkurinn leyfir ekki nýjum framboðum að lifa. Það er of hættulegt fyrir samtryggingu spilltra pólitískra afla, sem manni finnst mest hafa það að fá að vera í friði með sitt á þurru.
Sama var um Íslandshreyfinguna. 'Eg er alveg viss um að Ómar Ragnassyni gekk gott eitt til að stofna þá hreyfingu. því miður lenti hann í svipuðu og við að fá yfir sig allskonar besservissera sem alltaf grípa tækifærið þegar ný framboð koma. Fólk sem sér tækifæri til að komast til valda og ráða í skjóli annara. Ég held að það hafi líka orðið innan Borgararhreyfingarinnar, og mín persónulega skoðun er að þrír þingmenn hennar hafi orðið fyrir holskeiflu illra afla sem tókst að kæfa góðar ætlanir í fæðingu. Vegna reynsluleysis þeirra sem þar völdust til forystu. Það þýðir nefnilega ekki að segja mér að Birgitta Jónsdóttir til dæmis sé haldin drottnunargirni eða stjörnustælum. Þar fór góður biti í hundskjaft. Þau voru tekin eins og gerðist hér í denn í vilta vestrinu, velt upp úr tjöru og fiðri og hengd án dóms og laga.
Í dag er ég sorgmædd yfir því hve þröngsýn við erum og tilbúin til að leggjast á þá sem vilja gera vel. Eins og hungruð úlfahjörð, okkur er auðvitað stjórnað þó við vitum það ekki, af þeim sem trompin hafa, okkur er sigað á þá sem ógna valdastrúktúrnum. Og við erum nógu barnaleg og tilbúin til að drepa til að láta hotta okkur til að gera nákvæmlega það sama og gert var í vilta vestrinu. Þegar búið var að egna þorpsbúa nógu mikið til að fara og taka þann sem bæjarstóranum stóð mest ógn af og hengja án dóms og laga.
Já við erum lítil þjóð, við ættum svo sannarlega að geta haft það svo gott og látið kærleikan fylla allt. En smæðin er sennilega okkar akkilesarhæll. Því öfundin og illgirnin er oft á tíðum það sem stjórnar okkur í stað þess að reyna að átta sig á heildarmyndinni og sjá að við erum þrátt fyrir allt öll í sömu súpunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.9.2009 | 13:02
Má bjóða ykku í smábíltúr um Djúpið?
Langar að bjóða ykkur í haustferð um Djúpið. Við skruppum inn í Heydal í gær, með Úlfinn okkar, en hann hefur fengið að fara í vikuferð þangað.
Aldrei er Ísafjarðardjúp fallegra en á haustinn, þegar litadýrðin er sem mest.
Við erum rétt komin inn í Hestfjörðinn hérna.
Reyndar eru litirnir ekki alveg komnir fram, vegna þess að hér hefur verið tiltölulega hlýtt og rigning.
Þetta sem er hvanngrænt enná er reynirinn okkar, en honum hefur fjölgað mikið á þessum slóðum í góðu árferði undanfarin ár. Og nú er hann víða fullur af berjum, svo vonandi eykst hann mikið enn.
Gróður og grjót er falleg blanda.
meira að segja klettarnir eru litskrúðugir.
Það var ekki stoppað, svo þetta er tekið á ferð, enda er ég orðin þrælvön að taka myndir út um bílrúður
Hvalskurðará. Hún er í Skötufirðinum.
Hlíðin mín fríða má líka segja hér, Hjalla meður græna. Reyndra rauða, gula og gráa í dag.
Hér er svo brúin yfir Mjóafjörð komin í gagnið loksins. Við tókum rúnt yfir hana, en þar sem við vorum að fara inn í Heydal, fórum við aftur til baka og héldum okkar ferð áfram hinu meginn.
Heydalur þetta er móttökustaður fyrir gesti, hlaðan hefur verið gerð upp og er virkilega notaleg og hlýleg. Hér keypti fólk frá Reykjavík, en þau hafa sest hér að og gert Heydalin að ferðaþjónustu. Hér er heitt vatn sundlaug og hesta og kajakleiga. Virkilega skemmtilegt að koma.
Stubbur var ánægður með aðstöðuna, hann hlakkar til að eyða hér einni viku í afslöppun.
Virkilega kósý og skemmtilega gerð upp gamla hlaðan. Þetta fólk er alþjóðlegt, þau eru hér á vegum félagsskapar sem kallast Seeds, eða svipað og Veraldarvinir. Vinna hér við ýmsar lagfæringar fyrir gistingu og mat. Svona á lífið að vera.
Stubbur strax farin að láta til sín taka.
Hér kveðjum við hann í bili þessa elsku. Hann mun hafa það gott í sveitiinni.
Haldið heim aftur, þetta skilti hef ég ekki séð áður. Skemmtilegt, og hverfandi eftir því sem malarvegum fækkar hef ég trú á.
Endalaus fegurð.
Skarfurinn er tignarlegur fugl, sérstaklega þegar hann er að þurrka vængina, þessum finnst greinilega ekki þörf á slíku.
Vigur sú fræga eyja, sem margir heimsækja sumar og haust. Eyjan græna.
Á hvað ertu eiginlega að glápa? það er dónalegt að stoppa svona og glápa á mann
Og ég er sko hvergi banginn við þig frú mín góð.
Flott útstilling, gæti allt eins verið listaverk einhvers útilistamanns. en ekki hvað.
Fyrstu jarðgöng á Íslandi, voru auðvitað hér. Hamarsgatið.
Komin heim og þetta er sorbus decora, eða skrautreynir, ber nafn sitt með rentu.
Svo útsýnið okkar venjulega.
Hér er vinaleg mynd af fólki að gefa hrossi. Við erum á leið inn á flugvöll að sækja englana okkar.
Músikfólk, Maggi Reynir bassaleikari og Ingibjörg okkar sem alltaf er kölluð Ingibjörg í BG.
É datt í drullupoll amma.
ég hljóp svo hratt, að ég hrasaði og datt.
Og það er gott að komast heim í durtu:
er hún að verða mátuleg afi?
Og nú er allt komið aftur í fastar skorður.
Eigið góðan dag elskurnar megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur öllum og vernda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.9.2009 | 09:37
Kúlulíf.
Verð að segja að það er hálf einmanalegt í kotinu þennan morgunin. Engir litlir armar utan um ömmu sín, eða góðan daginn amma frá þeirri stærri. En ég veit að þær eiga yndislega daga í réttunum sjá allar kindurnar og hin dýrin, hesta, hunda og hvað eina.
Þarna vill Ásthildur sitja, hún er eins og besta hússkraut þarna
ég er að týna blómvönd fyrir mömmu mína.
Þetta verður fínn vöndur.
Ætti ég að hafa fleiri liti?
Nei mamma verður svo glöð með þennan vönd. Blóm handa þér mamma mín.
Þessi er ekki fyrir viðkvæma. Hún er tröllsleg kóngulóin.
Og loksins varð svo klukkan brottfarartími. Þær höfðu þá farið með afa í bókasafnið til að láta tímann líða.
Fjörugir ferðalangar.
Heppin var ég að Hrólfur Vagnsson var þarna á ferð og það var sko ekkert mál að bera ábyrgð á þeim stelpunum suður. Takk Hrólfur minn.
Þessi var þarna líka Dorritlaus, ég er samt viss um að hann hefði tekið stelpurnar fyrir mig ef ég hefði lent í vandræðum. Það er einhvernveginn svo að við erum alltaf fyrst og fremst manneskjur, en ekki titlar og tog. Hann heilsaði mér meira að segja með virktum fyrr um daginn.
Kvöldið er fagurt.
Og dagurinn líka.
Svo kom elsku Júlíana mín í heimsókn með vinkonu sína. Það var yndislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.9.2009 | 09:05
Mömmó og ýmislegt.
Í dag fara litlu skotturnar mínar suður á Hellu til ömmu og afa í réttirnar. Það verður gaman, það er frí í leikskólanum í dag, og þær eru alveg upprifnar, spyrja endalaust hvað klukkan sé. Hanna Sól var vöknuð fyrir kl. 7 í morgun.
Þessar voru teknar í gærmorgun.
Hanna Sól er búin að breyta um stíl í fyrirsætu störfunum Eins og sjá má.
Prakkari. Í fyrradag þegar við vorum að lesa, segir hún alveg upp úr þurru; Amma andskotinn Og ég byrja að hlæja, þetta var svo óborganlega fyndir. Hættu að hlæja amma; segir hún. Svo tekur hún upp knúsirottuna sína og segir, ég á itta mús. Hún á að koma með á leikskólann. Þú mátt ekki koma með á leikskólan þú ert að fara að vinna amma.
Þú átt að koma og sækja mig.
Svo er rosagaman að lita.
Afi er líka góður en amma er samt best.
Þær fengu leiksýningu í leikskólann í fyrradag og voru rosalega ánægðar.
Hættu essu afi!
Hehehehe...
Láttu mig í friði. Engar áhyggjur þetta stóð yfir í 10 sekúndur svo var allt búið.
Hanna Sól á vinkonu í þarnæsta húsi, sem hún er voða glöð með. þetta er Snæfríður, þær geta farið sjálfar á milli húsanna. Þær eru líka saman í leikskólanum, sundi og ballett.
Flottar saman.
Búin að mála sig og voða sæt.
Hér er verið að borða grænmeti úr eigin garði.
Svo er verið að borða kvöldmat. Og tala við pabba í símann.
Það er gaman.
Þessar myndir eru fyrir ísfirðingana mína.
Skýjafar og skuggar.
Og sólin kom fram í gærdag. En það er alltaf stutt í regnið.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.9.2009 | 09:53
Væri ekki nær að byggja fangelsi.
Það eru tvær fréttir sem ég get ekki gleymt, það er annars vegar fésið á Álfheiði Ingadóttur, þar sem hún rakti að það ætti að byggja háskólasjúkrahús, eða hátæknisjúkrahús hvaða nafni sem ráðamenn vilja nefna þessi ósköp, annars vegar og svo viðtal við Erlend Baldursson um stórlega vöntun á fangelsisplássum.
Nú þekki ég dálítið til, eða gerði hér í denn um fangelsismál. Ég hef líka átt góð samskipti við Erlend Baldursson. Og veit að þar fer gegnheill maður. Einnig gladdist ég mjög þegar Margrét Frímannsdóttir var ráðin forstöðumaður að Litla Hrauni. Enda held ég að þar hafi verið unnið gott starf undir hennar stjórn. Og margt gott áunnist.
En betur má ef duga skal. Ég þekki það að það er afar erfitt fyrir fólk sem hefur hlotið fangelsisdóma að þurfa að bíða eftir að fá að afplána, og því erfiðara eftir því sem tíminn lengist. Málið er að þeir sem þannig er ástatt fyrir, búa við streitu og kvíða meðan á biðinni stendur, en ekki bara það, heldur hafa þeir oft á tíðum unnið í sínum málum, eru komnir í annað líf, með fjölskyldu, börn hafa unnið bug á fíkn og slíkt. En eiga samt alltaf þetta inni. Það er bara óásættanlegt að mínu mati að menn þurfi að búa við svona aðstæður.
Þetta hefur líka annan flöt og miður skemmtilegan, en það er að þeir sem verst eru settir, hugsa sér til að það sé í lagi að fremja glæpi, vegna þess að þeir þurfi ekki að fara inn fyrr en eftir dúk og disk. Það er hinn flöturinn á peningnum.
Ég set hér inn grein eftir Lýð Ægisson, þar sem hann tiplar á þessu hátæknisjúkrahúsi, Lýður er læknir og veit um hvað hann er að tala. Ég set líka hér inn viðtal við Erlend Baldursson.
Og ég spyr er ekki nær að byggja fangelsi, ef menn vilja endilega bruðla með fé almennings til bygginga, í stað þess að taka skynsamlegri ákvarðanir?
Það er í raun og veru absúrd að þau skuli virkilega halda að þetta gangi í almenning, þegar verið er að loka deildum, segja upp fólki í stórum stíl og skera niður þjónustu. Áð þá getum við sætt okkur við að setja 45000 milljónir í slíkt bruðl?
Við skulum muna að þeir sam hafa lent á rangri braut eru líka fólk, og það er betra fyrir samfélagið að þeir hljóti þá umönnum og aðstoð við að komast út í lífið sem fyrst sem betri menn. Það verður ekki gert með ástandið eins og það er núna.
http://bb.is/Pages/82?NewsID=137179
Lýður Árnason | 07.09.2009 | 15:31Hátækni í hallæri
Samkvæmt stjórnarliðum á að fara á fjörurnar við lífeyrissjóðina og fá þá til að fjármagna draum fyrrum einræðisherra um hátæknisjúkrahús. Ætla mætti að Perlan og ráðhúsið dygðu sem bautasteinar en allt skal vera þegar þrennt er. Fulltrúi stjórnarmeirihlutans sagði í sjónvarpi byggingu hátæknisjúkrahúss ekki bara atvinnuskapandi heldur einnig arðbæra og nefndi í því sambandi 2000 milljónir árlega. Byggingin sjálf á svo að kosta 45000 milljónir. Ekki veit ég á hvaða plánetu þetta fólk lifir en samkvæmt niðurskurðaráætlun sömu aðila slagar tap fyrirliggjandi hátæknisjúkrahúss hátt upp í þessar 2000 milljónir. Að ekki sé minnst á uppsagnir starfsfólks og lokanir deilda. Atgervisflótti blasir við og þvæla um atvinnusköpun er móðgun við starfsfólk heilbrigðisgeirans hvar í lagi sem það er.
Hvers vegna er aflögufærni lífeyrissjóðanna ekki notuð til að tryggja landsmönnum áframhaldandi eignarhald orkuauðlinda? Sjá stjórnmálamenn ekki að utanaðkomandi yfirtaka verður fjármögnuð með hækkun orkuverðs? Hagur hluthafans verður metinn hærra en neytandans eða hefur fólk ekkert lært? Umgengni einkaframtaksins hefur vægast sagt ekki verið til fyrirmyndar gagnvart íslenskum almenningi og nóg að vísa til gegndarlausrar sjálftöku, skírða ýmsum nöfnum og réttlætta enn verri rökum. Fjármagn, innlent sem erlent, er auðvitað innspýting og eftirsóknarvert en fyrst þarf að hanna regluverk sem tryggir almannahagsmuni. Þangað til verður að stíga varlega niður í þessum efnum.
Skuldastöðu Íslands lýsa sumir í einu orði: Gjaldþrot. Hvort ofmælt sé kemur í ljós á næstu mánuðum en endurreisnarvonin felst ekki í hátæknisjúkrahúsi né músikhúsi, hvorutveggja er í peningum talið óarðbærar framkvæmdir og ætti að flokka sem dekurverkefni ríkra þjóða sem ekki vita aura sinna tal. Endurreisnarvonin felst í nýju sjókorti, nýrri stjórnarskrá þar sem einkaframtakinu eru settar skorður og almenningur varinn fyrir öllu því forréttindasukki sem viðgengist hefur í stjórnsýslu og fjármálalífi. Endurreisnarvonin felst ekki í endalausum fjárskuldbindingum heldur þvert á móti fjárhagslegu sjálfstæði. Endurreisnarvonin felst í raunverulegri verðmætasköpun og hana sækjum við til sjós, fiskurinn spriklandi út um allt. Endurreisnarvonin felst í skýrum skilaboðum frá stjórnvöldum um að þeir sem að hruninu stóðu og hinir sem létu yfir höfuð leggjast að bregðast við séu látnir sæta ábyrgð, sóttir til saka eða látnir taka pokann. Hvað allt þetta áhrærir eigum við langt í land og valdhafar fastir í rangri forgangsröð. Og þetta innlegg núna með byggingu hátæknisjúkrahúss veikir enn vonir manna um vitrænan kúrs. Að hanga á vondum hugmyndum í góðæri er bruðl en í hallæri eins og núna brjálæði.
Sé eitthvert vit í atvinnuuppbyggingu ríkisstjórnarinnar ætti hún að beinast að tugthúsi undir útrásarlabbakútana sem rændu bankana og betrunarhúsi fyrir stjórnmálamennina sem sváfu á meðan. Ekki væri amalegt að vera arkitekt og fá að teikna slíkt.
L Á.
Brotamenn bíða þess að afplána
Erlendur S Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að brotamenn þurfi í sumum tilvikum að bíða í nokkur ár eftir plássi í fangelsum. Um 240 manns bíða eftir því að geta byrjað afplánun.
frettir@ruv.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.9.2009 | 21:51
Umgengni og þankagangur og smá fjör.
Það var hvasst í dag, bæði í veðrinu og fólkinu í landinu. Mér sýnist að almenningur sé búin að fá alveg upp í kok af öllu því sem elítan er að gera. Og ekki síst hvernig þau réttlæta allt sem þau gera. Afgreiðsla meirihlutans í Reykjavík í dag, á eftir að draga verulegan dilk á eftir sér. Þessi meirihluti var búin að reyna að vera ósýnilegur og láta sem þeir væru heilagar kýr, en standa svo allt í einu berskjölduð og eitthvað svona 2007 frammi fyrir almenningi og fólkið hrópar keisarinn er nakinn. Og vissulega standa þau nakinn. Aumlegar afsakanir Hönnu Birnu er eitthvað sem fólkið er búið að fá nóg af. Og þar er sko af nógu að taka.
Það hringdi í mig maður í dag, kynnti sig sem grafískan hönnuð, sem væri með verkefni um Jónsgarð. Hann vantaði mynd af garðinum. Mér var bent á þig, sagði hann, þú ert víst sú sem veist allt best um þetta, og svo hef ég heyrt að þú sért góður ljósmyndari líka. Ég var nátturlega ákaflega glöð með hrósið, hver væri það ekki. En ég fór auðvitað og tók nokkrar myndir af garðinum.
ég verð að segja að ég varð fyrir áfalli þegar ég kom inn í garðinn. Jónsgarður og Austurvöllur eru einstakir garðar, ásamt Simsongarði og Skrúð, ekkert sveitarfélag getur státað af fleiri skipulögðum skrúðgörðum. En það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir mikilvægi þeirra. Ég hef í um 30 ár haft umsjón með Austurvelli og Jónsgarði, og verið ákaflega stolt af umhirðunni og hve þeir hafa dafnað í minni tíð. En að fara þarna í dag, var hræðilegt. Allt fullt af illgresi og umgengnin hræðileg. Reyndar hefur bærinn aldrei verið druslulegri í langan tíma. þar er við að sakast þeirrí ákvörðun bæjaryfirvalda að hafa enga garðyrkjudeild í sumar, en ætlast til að unglingavinnan sjái um hreinsunina. Það er ekki við börnin að sakast, þau eru bara börn. Þetta gengur ekki að mínu mati. Og það verður miklu erfiðara að hreinsa næsta vor, eftir svona druslugang.
En það var ekki það eina. Heldur gengur fólk um eins og fílahjörð. Það eru einhverjir sem alltaf stytta sér leið yfir hvað sem fyrir er í görðunum. Það eru hlið en sumir vilja bara rölta og brölt yfir þar sem þeir koma að görðunum. Fyrst hélt ég að þetta væru börn, þangað til ég sá rígfullorðna konu stytta sér leið með því að skríða undir girðinguna á leið í vinnuna fyrir nokkrum árum. Það lá við að ég fengi áfall.
Hér má sjá hvernig trén hafa verið kubbuð í sundur og kastað um allan garðinn.
Þetta var beð, en hér hefur einhver eða einhverjir búið sér til einkagöngustíg til að stytta sér leið sennilega í vinnuna.
Fólk lætur sig hafa það að brjóta niður gróðurinn og skemma bara til að stytta sér leið um nokkra metra, ætli þetta sama fólk borgi svo ekki peninga fyrir að fara á göngubretti í stúdíói? Þetta er rosalega leiðinleg aðkoma fyrir þá sem eru að reyna að hafa gróðurinn heilan og óskemmdan. Það ætti að vera hverjum ísfirðingi kappsmál að þessir garðar væru sem fallegastir, og fjandinn vorkenni fólki annað hvort að fara inn um hliðið nú eða labba fyrir neðan garðinn í vinnuna.
En nóg um þetta. Ég vona að bæjarstjórnin taki sér tak og sjái að það gengur ekki að það sé ekki ábyrgur mannskapur sem sér um þessar perlur bæjarins.
Amma taktu mynd....
Hver er svo stilltastur?
Ójá prinsessurnar mínar eru ólíkar, en báðar flottar.
Og svo var kjúlli í matinin, við mikla hrifningu.
Hér er svo nýja línan hans Júlla. Ef þið eruð að spá í tækifærisgjafir, afmælis- eða jólagjafir, eða til ástvina, þá er ekkert flottara en íslenskt fjörugrjót sem er hjarta. Þeir sem hafa áhuga geta látið mig vita. Þetta er algjör snilld, það eru líka fiskarnir og blómin. Og verðið ræðst af stærðinni, ekkert flóknara en það.
Ég bið svo að allir góðir vættir vaki yfir okkur öllum og verndi, oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Vonandi fer að greiðast úr öllu hjá okkur þjóðinni. Mér heyrist að stjórnvöld séu farin að rumska og sjá að þau verða að gera eitthvað áður en allt springur framan í þau. það er gott. Og vissulega vil ég heldur þau Jóhönnu og Steingrím af tvennu illu, heldur en Sjálfstæðismenn og framsókn, sem sýndu sitt rétta andlit í dag eina ferðina enn.
En hvenær kemur Nýja Ísland?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.9.2009 | 21:54
Kúlulíf.
Smá mömmó undir svefninn.
Birtan getur stundum verið dularfull.
Og ótrúlega flott.
Litla skottan mín er heilmikið fyrir krækiber, og bara allskonar ber.
Nammi namm.
Nýkomin úr sundi og uppáklædd enda fór hún fyrst í afmæli.
Best að klæða sig í peysu.
svo má aðeins róla, áður en haldið er heimá leið.
Afi kann líka að róla.
Evíta litla kíkti aðeins við til ömmu í dag.
Og það var ekkert rifrildi, þær eru orðnar svo stórar stúlkur.
Hér eru nokkrar myndir frá Báru minni.
Hér er sænskt himnagallerí.
Og sólstafir.
Fallega stóra stúlkan mín með veturgamalt tryppi. Þeir eru stórir þessir sænsku, enda reif ég ekki minna en tvennar buxur þegar ég var ung stúlka í skóla í Svíþjóð og datt í hug að fara á reiðnámskeið. Versta var að komast upp á hrossið.
Tvö flott saman.
Svona er lífið hjá dýralæknanemum.
En megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Eigið góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.9.2009 | 13:21
Erum við menn eða mýs?
Mikið finnst mér sorglegt með þessar deilur hjá Borgarahreyfingunni. Ég er að vísu ekki flokksmaður þar, né hef ég kosið eða stutt hana. En ég hef fylgst með henni, fyrst og fremst vegna þess að það er þörf á nýju blóði í pólitíkina, og ég studdi mótmælin á Austurvelli og víðar í vetur, og mun gera áfram. En líka vegna þess að ég sem félagi í Frjálslyndaflokknum þekki til, hve erfitt það er fyrir svona ný framboð að komast að.
Það virðist vera að þjóðin meðvitað eða ómeðvitað geri allt sem hægt er til að drepa niður ný framboð. Af hverju það stafar veit ég ekki. En hatursfull tilskrif og komment eru mér ekki óþekkt. Því svo virðist vera að það megi allt segja og gera til að drepa niður fólkið sem vill reyna að bera fram eitthvað nýtt og breyta pólitíkinni á Íslandi.
Erum við virkilega svona forpokuð að það megi engu breyta, eða getur verið að aðilar innan fjórflokkana geri út á það með undirróðri og falsi að koma því inn að ný framboð séu óalandi og óferjandi?
Ég veit það svo sannarlega ekki. En stundum finnst mér eins og það sé þannig. Fjórflokkurinn er greinilega ekki á því að þurfa að sæta nýgræðingum inn i klíkuna. Því það gæti skapast óheppileg umræða um hvernig þeirra samtryggingu er í raun og veru háttað. Þetta komst á dagskrá þegar Frjálslyndi flokkurinn komst á þing, og ennþá betur þegar nýjir þingmenn Borgarahreyfingarinnar settust á alþingi.
Og fólk virðist kokgleypa allt saman. Og þá er stutt í að taka Lúkasin á þetta. Mér ofbýður umræðan og dauðaóskir fólks til hreyfingarinnar og þá rifjast upp fyrir mér öll hatursskrifin um minn flokk, og undirróðurstalið í forystumönnum hinna flokkanna. Sem er reyndar ennþá til staðar, svona til öryggis ef við kæmumst nú á lappirnar aftur.
Við segjumst vilja breytingar, en við viljum í raun og veru engu breyta. Við segjumst vilja réttlæti og sannleika, en um leið ástundum við sjálf að sveigja hjá sannleikanum, ef það þjónar illgirni okkar eða einhverju öðru.
Ég neita að trúa því að Birgitta Jónsdóttir sé framagosi og dramadrottning. Ég hef séð allt annað til hennar, og ég segi að Birgitta Jónsdóttir sé einn heilsteyptasti stjórnmálamaðurinn á Íslandin í dag, sá réttlátasti og með mesta viljan til að breyta samfélaginu. Ég þekki minna til hinna tveggja, er trúi því líka að þeirra vilji sé sá sami. Því blæs ég á það að þau hafi bara ekki þolað að verða undir og rigsað út af fundi án þess að vera með í lausnum. Ég hef líka lesið það sumstaðar að þetta virðist ekki vera allur sannleikurinn og ef til vill hefur farið fram tilraun til að laga málin fyrir fund og þau hafi séð að stríðið var tapað.
En það er synd ef hreyfingin liðast í sundur vegna þessa ágreinings. Ég bið menn að hugsa sinn gang og skoða hvað hefur gerst í raun og veru áður en þeir fella dóma. Það er ef til vill skrýtið að þetta komi frá mér sem stend utan við Borgarahreyfinguna. En ég tel það lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að sem flestir sem vilja skera sig út úr þeirri pólitík sem er rekin í dag, standi saman og reyni að styðja hvor annan. Jafnvel þó þeir ætli ekki að sitja í sömu hreyfingu við það.
Ég er sorgmædd yfir því hvernig farið er með yndælt gott fólk sem vill virkilega gera vel. Og þarf eiginlega meiri upplýsingar um hvað er aðgerast þarna, en hástemdar yfirlýsingar í blöðum og bloggi. Það þarf meira en að segja að þau hafi talið sig yfir aðra hafinn og verið með hroka, sem mér finnst reyndar vera mesta bull.
Þeir einu sem fitna og líður vel undir svona skrifum eru ráðamenn úr öllum flokkunum fjórum, sem vilja enga utanaðkomandi til að segja frá félagsskapnum á þingi, leikaraskapnum og leikritunum sem eru sett upp þar til að plata almenning.
En ef við lærum ekki að fara að hugsa sjálfstætt og láta ekki mata okkur endalaust á því sem elítan í þessu landi vill að við kokgleypum, þá er það rétt mat að við erum fífl og eigum ekkert betra skilið en að sitja í þessarið bölvaðri súpu án bjargar.
Munið bara að það er okkar að velja. Ekki einhvers annars að hugsa fyrir okkur. Við þurfum að hætta að græða á daginn og grilla á kvöldin. En fara að nota heilann og ályktunarhæfnina til að skilja hvers vegna við sitjum í súpunni, en erum ekki löngu búin að gera fráveitu og hleypa þykninu út.
![]() |
Harma deilur í Borgarahreyfingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.9.2009 | 21:11
Smá kúlulíf.
Haustið er tími uppskeru og árangurs.
Fjölskylda mín frá El Salvador bauð okkur í mat í gær í tilefni afmælisins. Isobel er meistarakokkur.
Og veislan var fín. Takk fyrir okkur
Veðrið var fallegt í dag. Og upplagt að gera eitthvað skemmtilegt.
Til dæmis að vera börn í bala.
Eða setja saman kojur sem pabbi sendi stelpunum.
Það var mjöööög spennandi.
Sumir þurftu samt aðeins að nota sér að athyglin var annarsstaðar og fá sér tesopa.
Sona þetta er alveg að koma.
Jamm nammi namm!
Afi þú átt að geraedda sona!!!
Ég skal hjálpa.
Svo eru sólberin þroskuð, við Hanna Sól týndum nokkur sólber sæt og góð. Það finnst Ásthildi líka.
en svo þarf að klæða sig, því nú á að fara upp í fjall og týna aðalbláber.
Það er dálítið langt fyrir stutta fætur, en afi er líka sterkur og getur borið mann. Svo er gott að hvíla sig á leiðinni.
Og meðan við Hanna Sól týndum berin, týndu aðrir bara upp í sig.
Hanna Sól er nefnilega rosadugleg að týna ber, með berjatýnu.
Jammí.
Best að borða bara beint af lynginu hehehe...
Við höfðum líka með okkur nesti, sem var gott, því það var töluvert löng ferð upp í berin fyrir stutta fætur.
Afi eru álfar í þessum steinum? Eða dvergar?
Þegar boxin voru full, var hægt að týna smávegis upp í munninn og leggja svo af stað heim á leið.
Og nú er afi búin að setja kojurnar saman, og allt klárt í kvöldverkin. Fara í bað, bursta tennurnar, fara í náttfötin lesa og sofa.
Og Júlli minn gaf mömmu sinni fallega afmælisgjöf. . Það er hægt að fá hjá honum allskonar gjafavöru, eftir pöntun. Og þetta er allt jafnfallegt.
En eigið góða helgi elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
11.9.2009 | 13:15
Uppskera og fleira gott.
Ég fékk afmælissöngin í morgun, fjórradda meira að segja þar sem allir sungu með .
En hér eru nokkrar myndir af uppskeru og fleira góðu.
Það er hlýtt úri bæði í gær og í dag, þó það sé drungalegt.
stelpurnar fundu sjálfsáinn sólberjarunna með berjum á, og þær voru ekki lengi að fá sér ber.
Hér inni má líka fá sér ýmislegt góðgæri, svo sem gulrætur.
Svo eru það brómberin, alltaf jafn gómsæt.
Best er að týna þau bara beint upp í munninn.
Það er langbest.
Og á meðan tók amma upp kartöflur, eitt gras dugði í matinn, enda uppskeran góð.
Hér er svo allskonar nammi.
Þó gulræturnar séu ekki stórar, þá eru þær gómsætar, það þarf aðeins að skola smá af þeim og borða þær svo beint eins og þær koma fyrir.
Svo er gaman að föndra smá, þegar maður er komin inn.
Ásthildur er rosalega dugleg að taka inn meðalið sitt. Sem betur fer er síðasti dagurinn í dag. Því hún þurfti að klára skammtinn.
Sjáðu amma!!!
Og sjáðu þetta !!!
Og regnboginn sýndi sig í gær.
Eða eins og stelpurnar syngja; gulur rauður grænn og blár, svartur hvítur fjólublár.
brúnn bleikur banani, appelsína talandi. Gulur rauður grænn og blár, svartur hvítur fjólublár. hehehehe..
Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins kom og fór í gær. Þessi sjón blasir því ekki aftur við fyrr en á næsta ári.
Sú stutta hefur mikið gaman af að lita og teikna, mest á borðin og veggina, en það er reynt að stýra henni á blað eða pappír. Blómin týndu afi og Hanna Sól í garðinum.
Og það komu þrír ungir menn í heimsókn í gærkveldi, svona um kvöldmatarleytið. Strákar eru alltaf svangir, af því að þeir eru svo kraftmiklir.
Eigið góðan dag elskurnar. Ég er svo heppinn að vera boðin í mat í kvöld til EL Salvadorsku fjölskyldunnar minnar. Svo það verða bara næsheit á mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 16
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2023123
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar