Brot úr sögu og smá mömmó.

Sonur minn féll síðasumars 2005. Eftir stutta ferð til Reykjavíkur með kærustunni.  Hann þoldi ekki gamla andrúmsloftið, og hélt að hann gæti fengið sér smáhass til að reykja.  Það kostaði hann ústkúfun í fjölskyldunni.  Það er sárt, en það er víst það eina sem hefur áhrif.

Hann var nýbúin að taka lán, sem ég og unnusta hans erum skrifaðar fyrir, til að borga niður skuldir, og lífið virtist blasa við. 

Hann stóð stoltur í kirkjunni þann 16 júní og hélt syni sínum undir skírn.  Það var yndisleg stund.

Því sárara var þegar ljóst varð að hann var fallinn.  Hann hafði komið með soðningu, og eldað mat, bauð okkur öllum í mat.  Þá sagði unnustann mér, að hún vissi að hann væri byrjaður að nota efni aftur.  Hún var voða sár.  Mest reið var hún þó yfir lyginni, sem alltaf fylgir þessu.  Og reiðiköst, undanbrögð og slíkt.  Það er óþolandi.  Ég studdi hana í að loka bara á hann, þangað til hann gerði eitthvað í sínum málum.  Hann var um stund á heimili fyrrverandi konu sinnar, þar var allt út um allt, og öll merki neyslu.   Svo færði hann sig yfir til gamals vinar, sem var hallur undir flöskuna.  Við misstum samband við hann um hríð.

Um tveim mánuðum seinna, fór hann að koma í heimsókn aftur, hann virtist vera edrú, en þreyttur. 

Ég er ekki á neinu núna manna, sagði hann.  Ég talaði við lögregluna, og stuðningsmann minn og þeir, ætla að koma mér inn á Vog, en það tekur tíma. 

Svo fór hann að hjálpa mér í garðinum.  Hann var þreklaus og pirraður, en lét sig hafa það. 

Unnusta hans kemur oft í heimsókn, ég hvatti hana til að koma, því ég vil fylgjast með fjölskyldunni.  Hún er líka stundum einmana, því hún á ekki stóra fjölskyldu hér.  Þetta er prýðisstúlka, og það besta sem hent hefur son minn á hans ævi. 

 Rosir 

Já eins og ég hef sagt áður, þá hef ég skrifað ýmislegt niður gegnum tíðina.  Það er ef til vill komin tími til að láta sumt af því uppi, ef það gæti aukið skilning á því hvað fjölskyldur fíkla ganga í gegn um. 

Það er samt svo að ég held að það sé varla fjölskylda í landinu sem ekki er á einn eða annan hátt tengd fíkli. 

Málið er bara að það eru allir að berjast inná við, margir vilja fela stöðuna, eða eru hræddir við að segja frá neyslu barnsins eða ættingjans.  Það er oftast út af ótta við viðbrögð lögreglu og yfirvalda.  Því um leið og fólk ánetjast fíkniefnum eru þau um leið orðin glæpamenn eftir hugsunargangi fólks. 

Það er aftur á móti alröng nálgun.  Svo röng að það er eins og að gera reykingafólk að glæpamönnum fyrir að reykja á almannafæri.  Það gerist auðvitað um leið og reykingar verða bannaðar.  Þá verðið þið gott fólk sem reykið gerð umsvifalaust að glæpalýð eftir kokkabókum samtímans.  

Ég var að ræða við lögreglumann í fyrradag.  Hann sagði mér að hann ætlaði ekki að verja kerfið, en málið væri að lögreglunni væri skapaður ákveðin rammi til að fara eftir. 

Já ég veit það sagði ég.  Eg held að það sé einmitt það sem er að í samfélaginu, hver og einn sem þarf að eiga við brotið fólk hefur sinn ramma og enginn fer út fyrir hann.  Þess vegna, sagði ég er svo þarft og mikilvægt að setja á stofn ráðstefnu um fíkniefnavandann á Íslandi. 

Hann tekur yfir ekki færri en fjögur ráðuneyti ef ég gleymi engu. Og allir þessir aðilar koma á einn eða annan hátt að vanda fíkils og afleiðingum neyslu.

Það er Dómsmálaráðuneytið, þar eru tollarar, dómarar, fangelsismálayfirvöld, lögregla. 

Heilbrigðisráðuneytið, þar er landlæknir  sjúkrastofnanir, læknar, geðlæknar sálfræðingar.

Félagsmálaráðuneytið.  Þar eru yfirvöld félagsmála, barnaverndarnefndir, meðferðarfulltrúar, félagslega kerfið.

Fjármálaráðuneytið.  Þeir þurfa að skapa skjaldborg um brotna fólkið og byggja meðferðarheimili sem kemur í stað fangelsis.

En það eru fleiri sem koma að þessu, eins og tryggingafélög, lögfræðingar, prestar, aðstandendur og fíklarnir sjálfir.

Þetta er ótrúlega víðtækt vandamál.  Og ef hver og einn er að sitja bara í sínum ramma og hugsar ekki inn í næsta skref.  Þá erum við áfram í vondum málum. 

Hér þarf að koma á ráðstefnu sem inniheldur alla þessa aðila.  Þar yrði að kryfja málin niður í kjölinn, og gera sér grein fyrir vandanum, og ekki síst hvað er hægt að gera til að snúa þessari þróun við.  

Þetta er orðið risastórt kýli, sem fólki hættir til að líta framhjá og sópa undir teppi, af því að það er ekkert sem knýr yfirvöld á um að gera eitthvað í málinu.  Foreldrar eins og ég sagði brotnir og búnir á taugum og orku.  Fíklar sem vita að þeir eiga engann rétt á neinu, eins og fram er komið við þau í dag af mörgum.

Meðferðarstofnanir sem flestar eru á framfæri kristilegra félaga eða samtaka eru yfirfull og langur tími í bið.  Sem er nokkuð ljóst að fíkill sem finnur hjá sér þörf fyrir að gera eitthvað í sínum málum, getur ekki beðið eftir.  Hann þarf að komast inn um leið og kallið kemur. Annars er hætt við að allt renni út í sandinn. 

 Minn sonur var oft að reyna að komast inn í meðferð.  Það leið alltof langur tími uns hann átti að komast að, og þá var hann sprungin á viljanum.  Auk þess taka stofnanirnar ekki við einstakling sem er í harðri neyslu fyrr en þeir hafa farið í niðurtrapp á Geðdeild landspítalans í 10 daga. 

Minn sonur missti af innlögn á Vog einmitt út af því að eftir að ég loksins hafði komið honum inn á Landspítalann, þá fékk hann bæjarleyfi eftir þrjá daga í stofnuninni, og svo skyldu þau ekkert í af hverju hann kom ekki inn aftur fyrir kl. sex um kvöldið.  Maður sem var búin að vera í harðri neyslu fleiri vikur.   

Það eru ansi margar brotalamir í kerfinu okkar.  Og foreldrar sem eru að berjast grípa ansi oft í tómt.  Auðvitað hefur þetta lagast eitthvað sem betur fer.  En tölur sýna að betur má ef duga skal.

Versta sem gert er, er þegar kerfiskarlar og konur afskrifa fíkla og afgreiða sem úrþvætti. Þá er ég ekki að tala um fólkið sem vinnur með þeim á stofnunum og slíku.  Heldur þeim sem eru ofar í þrepi og gætu lagað hlutina.  Það þarf ekkert að leggja sig fram um að skapa umhverfi til að laga þetta.  Lafir meðan ekki sekkur virðist hugsunin vera.

Ég er að tala um stjórnvöld og frammistöðu ríkisins gagnvart þessum stóra hópi.  Í raun og veru er þetta risastórt heilbrigðismál.  Þar sem ekki bara fíklarnir eru veikir.  Heldur líka brotnir foreldrar, systkini, afar og ömmur.  Veit ekki hversu margir eru komnir á róandi, eða með magasár af áhyggjum af einstaklingum sem hafa fyrir löngu síðan misst allan hemil á neyslu sinni. 

Og það er svo rangt að dæma þau vondar manneskjur, því þær eru það alls ekki í flestum tilvikum.  þau eru veik og geta ekki bjargað sér sjálf.  Þess vegna er óraunhæft að tala um að það þýði ekkert að reyna að bjarga manni sem vill ekki bjarga sér sjálfur.  Fæstir vilja vera í þessu helvíti.  En þau hafa ekki þrek til að standa á móti fíkninni.  Þar þarf að koma til stofnun sem hægt er að setja þau inn í, sem er lokuð og þau komast ekki frá, fyrr en árangur hefur náðst.  Það eru svona stofnanir á flestum norðurlandanna.  Þetta eru dýr vistunarúrræði fyrir einstaklinga. 

En þar til dæmis í Danmörku er fólk sem brýtur af sér dæmt í svona lokaðar meðferðarstofnanir.  Fangelsun er ávísun á áframhaldandi neyslu með tilheyrandi meiri vitneskju um neðanjarðarkerfið.   

IMG_4101

Ísafjörður í gær.

 IMG_4330

Öll börnin fengu svona jólagjafir frá Júlla fyrir síðustu jól.  Hann var alltaf að gefa fiskana sína og var alltaf svo glaður með það.

  IMG_4412

Og alltaf var hann fyrstur til að ganga frá, leggja á borð eða skera steikina.  Alltaf boðin og búin þessi elska mín.

 Júlli-sýning

Æskuvinir.   

 

Smá mömmublogg.

 IMG_4103

Maður þarf nú ýmsar aðferðir til að borða.

  IMG_4105

Hér er verið að fá sér það sem krakkarnir í kúlu kalla afaskyr.

 IMG_4107

Margir sem færa okkur engla í minningu Júlla míns.  Enda var hann örugglega engill. Heart

 IMG_4108

Afaskyr í hávegum haft á þessu heimili.

 IMG_4109

Og þá er auðvitað við hæfi að það sé afi sem hjálpar til.

 IMG_4111

Og hér er smá grettukeppni.

  IMG_4112

Það þarf að skoða hvort tennurnar séu nógu vel burstaðar.

 IMG_4113

Já það er gaman að geifla sig fyrir framan spegilinn.

  IMG_4117

Þið sjáið að okkur er lífsnauðsyn að afa svona gleðigjafa hjá okkur mitt í sorginni.

  IMG_4118

Í morgun að klæða sig fyrir leikskólann.

  IMG_4120

Lítil skotta kát og glöð.

  IMG_4122

Svo er alltaf smákeppni um hver á að fá að slökkva á sjónvarpinu þegar lagt er af stað í leikskólann.  

 

 Ég vona að ykkur fiinnist ekki leiðinlegt að lesa svona pistla eins og hér að ofan.  En mér þykir mikilsvert að þessir hlutir komi fram til þess að vekja til umhugsunar um raunveruleikan í heimi fíkilsins.  Og það hefur ekkert með mannkosti fíklisins að gera.  Þetta eru yndislegar manneskjur flestar, sem hafa festst í neti kóngulóar sem engu sleppir. Og það er barátta lífsins að halda sér edrú það sem eftir er.  Þess vegna er best að byrja aldrei, og aldrei prófa neitt slíkt fyrir áeggjan eða fagurgala heimsins.  Í því felast hættur og jafnvel dauði.  Eigið góðan dag elskurnar mínar og megi allar vættir heimsins gæta ykkar allra.  Heart 


Ég vil að þið vitið....

að hvert kærleiksríkt orð sem hér er skrifað, hvert huggunarorð, hvert hrós bæði til mín og Júlla míns, er skrifað í sálina mína, lesið meðtekið og nýtt til að þreyja daginn.  Líka símtölin og heimsóknirnar.  Ég veit ekki hvar ég væri án þessa. 

Í dag er ég ekki lengur með kjökrið upp í koki, heldur hálf frosin.  Ég horfi á myndirnar af fallega drengnum mínum og það er eins og allt fjarlægist, ég trúi ekki að þetta sé að gerast.  Og þegar Úlfurinn minn grætur sárt og segir; þetta má ekki vera að gerast.  Pabbi Pabbi ekki fara frá mér.  Þetta er óréttlátt.  Þá veit ég ekki hvað ég á að segja við hann.  Reyni bara að faðma hann og knúsa.

En kennarinn hans hún Hlíf hefur verið alveg yndisleg, hún kom hér og færði honum stjörnu.  En hún gerði meira, hún kom bekkjarsystkinum hans til að skrifa til hans falleg kort á miða, hvert barn með sinn miða, og svo komu nokkrir bekkjarfélagarnir í gær og færðu honum fallega öskju með þessum yndislegu skilaboðum frá þeim.  Þeir sátu hér og spjölluðu lengi vel.  Og allt var svo fallegt.

 Skólabræður hjá Úlfi 30. sept.09 003

Drengirnir komu fyrir hönd alls bekksins.

Skólabræður hjá Úlfi 30. sept.09 004

Þeim gekk mjög vel að spjalla saman.

Málið er að Úlfur litli er nýkomin úr vikudvöl í Heydal í Djúpinu hjá yndislegu fólki, hann kom svo glaður á mánudaginn um hádegið og fær svo þessar hræðilegu fréttir nokkrum tímum seinna.  En hann fær að fara aftur inn í Heydal þegar allt er búið, og hann tilbúin til að finna ró.  Allt góðu og yndislegu fólki að þakka, og ég er svo þakklát.

En mig langar að tala um Júlla minn.  Og ég ætla að ræða hér tvo atburði sem gerðust í hans lífi, sem sennilega mörkuðu hvað stærstu skrefin í lífsmynstri hans.  Ég segi þetta ekki af heift eða illsku, heldur til að fólk geti áttað sig á því hve mikils virði það getur verið að hafa í huga þetta fallega máltæki; aðgát skal höfð í nærveru sálar.  Og einnig setninguna; Það sem þér gjörið yðar minnsta bróður það gjörið þér mér.

Fyrri sagan gerist á tímabili sem Júlli  minn var í neyslu, þó ekkert alvarlega.  Hann hafði þá nýlega verið í fangelsi á Litla Hrauni og sagði vinum sínum að þangað ætlaði hann aldrei aftur.  Hann sagði við vin sinn.  Gættu þín að komast aldrei í þá aðstöðu að vera settur í fangelsi, þangað vil ég aldrei fara aftur.

En þau vinur hans og unnusta voru að rúnta á bíl, þeir í glasi, hún bláedrú.  Þau voru á bíl sem Júlli minn átti gamalla Volvó minnir mig, og var hann lúin og lasinn og enginn kunni almennilega á hann nema Júlli.

Svo stoppar bíllinn og fer ekki í gang, þau reyna að ýta honum en ekkert gengur.  Júlli minn segir þá við vinkonuna, færðu þig aðeins ég skal koma honum í gang.  Hann sest undir stýrið og kemur bílnum í gang.  Hann er svo kominn út úr bílnum aftur, þegar lögreglan birtist.  Þeir vilja taka hann fastan.   Hann segir; ekki gera mér þetta strákar, þið sáuð að ég var bara að koma bílnum í gang.  Ég var ekki að keyra. 

Þeir malda í móinn, hann sárbænir þá, og segir ef þið takið mig núna, þá verð ég settur aftur inn í fangelsi.  Þeir hringja svo upp á stöð og segja að þeir séu með Júlla Tomm, og hvað þeir eigi aðgera; skipunin var klát; komið með hann strax.

Hann er færður upp á stöð, vinirnir fara með, og biðja um að það verði tekin skýrsla og blóðprufa af bílstjórnaum. Nei þess þarf ekkert sögðu lögreglumennirnir, þetta verður allt í lagi.

En nei, fyrir þennan "glæp" var hann settur aftur inn í fangelsi.  Þarna brast eitthvað í drengnum mínum. Hann misst trúna á réttlætið og hann missti trúna á lögregluna.  Og ég segi nú bara, hvað bjó þarna að baki.  Þessa sögu sagði hann mér sjálfur, og nýlega staðfesti vinur hans hana, og sagði mér nákvæmlega eins.  Ég verð köld af angist bara við að rifja þetta upp.  Svo illt og harkalegt og vont að ég á ekki orð. 

Hann var aldrei samur eftir að hann kom heim aftur sagði vinur hans.  Og það veit ég líka allof vel.  Og ég segi, þarna var ekki bara illmennska að verki, heldur líka ólöglegt athæfi lögreglunnar.  Og ég segi er það hægt að brotið sé svona á fólki, þó sumum finnist þeir vera úrkast?  Á lögreglan ekki að vera hafin yfir svona vinnubrögð?  Sonur minn talaði svo aldrei meira um þetta, og hann var búin að fyrirgefa öllum allt, eins og hann gerði alltaf.  En það situr í mér, og það situr í vinum hans.  Og þegar þeir menn sem þarna komu illa fram lesa þetta sem ég vona að þeir geri.  Þá vona ég að þeir læri af því og næst þegar þeir komast í þá aðstöðu að gera góðverk eða illvirki, að þeir muni hvað þeir gerðu, og breyti rétt. 

Ég vil af þessu tilefni taka fram að þetta á ekki við um flesta sem nú eru í lögreglunni hér, sem eru góðir menn og voru vinir Júlla, og hjálpuðu honum á margan hátt, síðar.  Eftir að sá sýslumaður sem þá var hafði flutt og nýr og réttlátur sýslumaður komin til starfa. Sem átti síðar stóran þátt í því að hjálpa Júlla mínum.

Hin sagan er reyndar fallegri.  En hún er þannig.  Að eftir að sonur minn hafði verið í innbrotum og allskonar veseni, þá komum við því þannig fyrir að hann var settur í síbrotagæslu.  Það var gert til að stöðva hringrásina, sem var að hann fór inn, út aftur, braust inn til að ná í fíkniefni og svo endalaust.  En af því að sýslumaðurinn (konan) sem þá var hér var einstaklega skilningsrík og mannleg, þá setti hún inn að ef hann kæmist inn í Krýsuvík, væri honum sleppt.  Ég var þá að reyna að koma honum þangað í meðferð. 

Svo er hringt í mig og mér sagt að þeir geti tekið við honum ef hann komi fyrir kl. 11.00 til þeirra þetta var á þriðjudagsmorgni.  Þeir taka eða tóku þá inn, tvo menn í einu, en þeir urðu að vera mættir á réttum tíma á ákveðin stað.  Ég byrja að reyna að losa drenginn, átti samt dálítið erfitt vegna þess að það var auðvitað ekki 100% öruggt að hann kæmist, vegna þessara skilmála.  En ég ákvað að láta slag standa, að duga eða drepast.  Það gengur svo loksins að fá hann lausan.  Lögreglan ekur honum svo af stað.  En þeir fara með hann upp í Krýsuvík í staðin fyrir skrifstofuna í Hafnarfirði.  Hann kemur því of seint, og búin að missa plássið, mér er sagt að hann sitji bara hjá þeim í Hafnarfirðinum vegalaus og ráðalaus, fangelsismálstofnun taki ekki við honum aftur. 

Lögregumaður hér sem hlut átti að máli, hringdi þá í mig og helti sér svoleiðis yfir mig, að ég hélt að ég myndi deyja, var sennilega hræddur um sjálfan sig.  Ég held eftir á að ég hafi fengið taugaáfall þennan dag.  Og átti í miklum erfiðleikum næstu vikur og mánuði.  Ekki bara vegna þessa reiðilesturs, heldur líka vegna áhyggna af drengnum mínum, nú myndi hann fara á götuna og hverfa. 

En svo hringir í mig sýslufulltrúi frá sýsluskrifstofunni hér, maður sem ég hafði verið í sambandi við, um að láta Júlíus lausan. Ásthildur mín, sagði hann.  Viltu ekki að ég hringi í þá hjá Krýsuvíkursamtökunum og biðji þá um að taka hann Júlíus inn svona aukalega. 

Guð minn góður hvað þetta bjargaði mér, þetta gekk svo eftir og Júlíus fór inn í Krýsuvík á sérplani.  Hann var það í fimm mánuði, og blómstraði.  Mamma sagði hann, þetta er í fyrsta skipti sem ég get verið heilan dag án neyslu.  Þetta hélt ég að ég gæti ekki og mér líður svo vel.  Þarna byrjaði hans endurreisn.

Vinur minn sagði mér um daginn þegar hann kom til mín að Júlli hefði sagt: ég sat við gluggan í Krýsuvík og horfði út, og allt í einu fann ég svo mikinn frið í sálinni, ég vissi að ég var laus undan fíkninni.  Og mér leið svo vel. 

Þessi sýslufulltrúi gaf okkur öllum nokkur góð ár með syni mínum, vegna þessa kærleiksverks fæddist yndislegur drengur, og stórkostleg listaverk voru gerð. 

Ég segi ykkur þetta til að þið sjáið svart á hvítu, að allt sem þú gerir bróður þínum kemur til baka tífallt.  Ef þú vilt nota aðstöðu þína til að sparka í liggjandi mann, þá áttu sjálfur tíu spörk skilið.  En það er ekki bara það, spörk gróa, en ör í sálinni með vitneskju um að þú hafir eyðilagt góða sál, grær aldrei.  Í innsta kjarna hvers manns er réttlætið fólgið.  Og sálin meðtekur og veit, þó sá hinn sami vilji ekki horfast í augu við sjálfan sig og gjörðir sínar.

Sá sem gefur og vinnur kærleiksverk, fær það þúsundfalt borgað í góðri líðan yfir góðu verki.  

Sem betur fer varð Júlli minn aldrei hatrinu að bráð.  Hann notaði sína eigin niðurlægingu til að hjálpa öðrum.  Hann notaði líf sitt sem aðvörun til unga fólksins sem hann sá að var að fara ranga braut.  Hann var stórbrotinn persónuleiki og mitt í allri niðurlægingunni var hann samt stór manneskja.

Ég get sagt ykkur að mér leið ekki verst þegar hann var í þessu ástandi, þegar hann braust inn og stal til að ná í fíkniefni, eða jafnvel braust inn til fólks sem mér þykir vænt um, og þurfti að takast á við skömm og annað.  Verst leið mér þegar hann hafði náð að koma einhverju fallegu inn í líf sitt, ég sá hamingjuna og birtuna í augum hans slokkna vegna svona atburða eins og ég lýsti hér fyrst.  Sá vonina deyja um að hann gæti orðið hamingjusamur vegna fólks sem taldi sig vera honum æðra og hafa tök á að upphefja sjálft sig á því að niðurlægja hann. 

Það er þess vegna sem ég segi í kvæðinu mínu.  Ég get ekki varið þig fyrir áföllunum, ekki hlíft þér við miskunnarleysi mannanna. 

Á þessum árum var oft erfitt.  Erfitt að takast á við þá leið sem Júlli ákvað að fara.  En ég hef alltaf elskað hann og trúað á það góða í honum.  Erfiðast var þrátt fyrir allt að fálma út í tómið, þar sem enga hjálp var að fá.  Enginn úrræði, enginn mannréttindi handa fólki eins og honum.  Ég vona að við höfum komist lengra í dag, en samt alltof stutt.  Hér á að rísa meðferðarheimili fyrir fíkla.  Það gengur ekki að fangelsin séu yfirfull af fólki sem er í raun og veru fangar fíknarinnar.  Ekki glæpamenn heldur sjúkt fólk sem þarfnast og þráir betra líf. 

Ég heyri oft sagt að það sé ekki hægt að bjarga þeim sem ekki vilja bjarga sér sjálfir.  Ég ætla að lýsa því yfir hér og nú að þetta er alrangt.  Þetta er mýta sem á að friðþægja þá sem ekkert hafa fram að færa fyrir fólk eins og Júlla minn.

Það er hægt að bjarga fólki með því að hafa lokaða meðferðarstofnun, þar sem fagfólk er til staðar, læknar, geðlæknar og sálfræðingar, ráðgjafar og meðferðarfulltrúar.  Það vill enginn vera í þessum sporum, en þau eru ekki sjálfráð gerða sinna.  Og þegar ekkert er sem stoppar þau af að fara út af meðferðarstofnun, þá er það bara þannig.  Fíknin yfirvinnur allt.  Þetta ætti reykingafólk að vita.  Þeir hætta ekki að reykja þó þeim sé bannað að reykja innandyra.  Þeir fara bara út.  Sama gerir fíkillinn, munurinn er sá að reykingamaðurinn er með ráði og rænu, hinn er veikur. 

Júlli fermingarmynd

Fermingardrengurinn minn.

Júlli lítill.

Lítill drengur ljós og fagur.

Ég skrifaði oft um málefni fíkla hér fyrir 30 árum eða svo.  Opnaði umræðu sem legið hafði í þagnargildi, því fólk vill ekki opna sig um að börnin þeirra séu í svona.  En það voru margir sem hringdu í mig og þökkuðu mér fyrir.  Ég fann að ég var að opna á málefni sem voru ekki í góðu lagi, og ekkert var verið að vinna í.  Það var enginn þrýstihópur frá foreldrum fíkla, sem flest voru eins og ég, uppgefin og vonlaus, örþreytt af angist, bæði yfir hvað yrði næst, og hvort presturinn og lögreglan kæmu og bönkuðu uppá.  Það er líka þannig að það er erfitt að hringja í yfirvöld og segja barnið mitt er í neyslu.  Því hver vill verða valdur að því að barnið manns sé meðhöndlað eins og ég hef upplifað með minn son.  Það má eitthvað breytast til að slíkt gerist. 

Og ég tek fram að ég er ekki að alhæfa langflestir eru góðir og gegnir menn.  Það er allstaðar innan um fólk sem gengst upp í því að upphefja sjálft sig á kostnað annara.  Málið er bara að það er óþolandi að slíkt fólk sé í þeirri stöðu að geta í krafti embættis leyft sér slíkt.  Það á ekki að fá að líðast. 

Þá hef ég romsað út úr mér reiðinni.  Það bara rifjast svo margt upp þegar ég fer að hugsa um lífshlaup drengsins míns.  Og ef eitthvað af hans mistökum getur orðið til þess að bjarga öðrum, þá er það einmitt það sem hann hefur alltaf verið að gera.  Það er alveg í anda þess sem hann hefði viljað.

Eigið góðan dag.  Og innilega takk fyrir allan hlýhug, kærleik og væntumþykju sem ég hef fundið hér á þessum síðum undanfarið.  Og ekki bara ég, því fjölskyldan mín sem er í sárum les líka það sem þið skrifið og einnig vinir hans, sem sumir hverjir eru alveg jafn hrærðir og sorgmæddir og við. 

Innilega takk. Heart 


Ég vil þakka

Ykkur öllum sem sýnt hafa syni mínum og okkur hluttekningu, vináttu og kærleika. Það er svo óendanlega mikils virði þegar maður missir ástvin að finna hug fólks.  Ég vil líka þakka þeim sem hafa hringt og komið. 

Ég verð að reyna að skilja og sætta mig við að vinurinn minn komi ekki aftur með brosið sitt bjarta og segi mér frá fyrirætlunum sínum, draumum eða vonum.  Eða færandi hendi.  Nú síðast með lúðu og kola, alveg algjört sælgæti mamma sagði hann og brosti.  Eða kemur í mat á sunnudegi og borðar mömmulæri af ákefð og lætur mann vita að það sé besta læri í heimi. 

En ég verð líka að sætta mig við að hann valdi líf sitt sjálfur, hann tók  líka fulla ábyrgð á því þegar hann þroskaðist nóg til að vita hvað hann vildi. Og átti yndislegan tíma nú síðustu árin, búin að vinna til baka traust samfélagsins og virðingu margra.  Hann elskaði bæinn sinn, og þó fólk væri að ráðleggja honum að flytja í annað samfélag, þar sem ef til vill yrðu minni fordómar, þá kom það aldrei til greina.  Hér voru hans rætur og hér skyldi hann vera.  Hjá sínum nánustu, sonunum tveimur, sem hann elskaði út af lífinu, fjölskyldunni sinni og vinkonu og barnsmóður.

Hann átti líka vini allstaðar í kring um sig.  Hann mun líka fá virðulega og fallega útför. 

Rétt áðan kom Halldór besti vinur hans í heimsókn.  Hann var sannarlega sleginn, en hve gott það var að ræða við hann um Drenginn minn.  Þau hjónin sögðu fallega frá og hann var þeim eins og svo mörgum öðrum góður vinur og hjálparhella.

 Júlli minn valdi þá leið sem hann fór, vissulega hefði móðir óskað sér beinni brautar fyrir son sinn.  En við getum ekki valið fyrir börnin okkar.  Þau verða að fá að fljúga og læra af reynslunni.  Það eina sem við getum gert er að styðja við bakið á þeim andlega, og elska þau.  Ef þau fara alvarlega út af brautinni eins og minn drengur gerði fyrir löngu, þá verðum við að aðskilja afkvæmið og fíkilinn.  En það er ekki bara aðstandendur sem þess þurfa heldur þurfa opinberir aðilar að gera það líka.  Sú fyrirlitning og virðingarleysi sem oft einkennir til dæmis lögreglu og læknum gagnvart fíklum er óþolandi.  Og ég er viss um að oft hefur það einmitt leitt til þess að brotinn manneskja verður ennþá verr haldinn við slíkar aðstæður. 

Ég ætla ekki að nefna nein nöfn hér en þeir sem eiga mega svo sannarlega taka til sín þessi orð mín.  Og skammast sín, en jafnframt draga þann lærdóm af afskiptum sínum af Júlla mínum og haga sér betur við þá sem á eftir koma.

Júlíus aftur á móti þessi ljúflingur hefur alltaf fyrirgefið og aldrei hnjóðað í nokkurn mann.  En sum samskipti hans og lögreglu og lækna eru geymd hjá mér en ekki gleymd. 

Ég vil nota þetta tækifæri til að skerpa á þeirri ósk minni nú til margra ára að það verði hætt að setja fíkla í fangelsi, þangað eiga þeir ekkert erindi.  Slíkir eiga að fá að fara inn á lokaða meðferðastofnun, þar sem fagmenn hlú að þeim og koma þeim út betri manneskjum með von um betri framtíð.

Ég hef fengið að heyra að fólki finnst gott að ég skrifi hér um drenginn minn.  Og það geri ég með mikilli ánægju, það losar líka um einhver tilfinningahöft hjá mér að geta sagt frá því hve góður og frábær hann var.  Og ég finn svo sannarlega að hann átti marga vini og velunnara sem vilja leggja sitt af mörkum honum til heiðurs.  Fyrir það er ég óendanlega þakklát.

IMG_4064

Ísafjörður staðurinn sem hann neitaði að yfirgefa, skartaði sínu fegursta daginn sem hann dó.


En ég vil ekki að við gleymum okkur alveg í sorg, það var ekki hans stíll.  Hann vildi gleði og ástúð í kring um sig.  Þess vegna ætla ég að segja smásögu af litla syni hans, sem mamma hans sagði mér í gær. Vona að það sé í lagi.  Og svo ætla ég að setja inn nokkrar myndir af börnum.  Það er alveg í hans anda.

Mamma Sigurjóns Dags er dýralæknir.  Hún hafði fundið mús sem var mjög illa farinn eftir kattarkjaft.  Hún var með snjóskóflu í höndunum og tók á það ráð að greiða músinni banahögg með skóflunni.  Sigurjón Dagur horfði á þessar aðfarir og spurði svo; Mamma hvað myndir þú gera ef ég væri svona slasaður?

Elskan mín sagði mamma, ég myndi auðvita fara með þig beint niður á sjúkrahús og kalla á lækni.

Sigurjón horfir smá stund á móður sína og segir svo: Nei! ég vil heldur skófluna. 

IMG_4067

Sól á fjallatoppum.

IMG_4069

Sól í firði.  Landsins vættir fagna góðum dreng í sinn faðm.

IMG_4071

Köttur á heitu þaki eða vélarhlíf.

IMG_4074

Og á þaki.

 IMG_4066

Í kúlu heldur lífið áfram þökk sé litlum hnátum.

IMG_4077

Fyrsta alvörumynd Ásthildar, hún er efnileg.  Þetta er draugur sagði hún.  Og nokkrum dögum seinna þegar ég var að skanna hana inn, og hún sá myndina endurtók hún að þetta væri draugur, svo það er alveg rétt.

IMG_4078

Þetta er myndar stelpa hugsar Símon Dagur.

IMG_4079

Hún er svo sæt,best að smakka á henni Sólveigu Huldu.

IMG_4080

Vissi það, hún er sæt.

IMG_4082

Vá hvað þetta er fallegur engill.

IMG_4085

Mér finnst hann líka fallegur.

IMG_4086

ég vil fá hann!

IMG_4091

Ég áida...

IMG_4092

Nei ekki þú!!!

IMG_4093

Hæddu ðessu!!

IMG_4094

Pabbi hún er að takida af mér!!Heart Segiði svo að börnin viti ekki hvað þau vilja.

En ég bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur öllum og vernda.  Og til allra þeirra sem sakna Júlla míns, sendi ég risastórt knús.  Við skulum minnast þessa ljúflings með birtu í sálinni og gleði yfir því að honum líður vel. 

 


Júlíus Kristján Thomassen, fæddur 8. júlí 1969, dáinn 28. september 2009.

Ég ætla að setja inn nokkrar myndir fyrir þá sem þykir vænt um Júlíus en eru fjarri í dag, og komast ekki.

Ljúflingurinn minn lifir ennþá í minningum okkar allra. 

Sorgin er sár

 

svíður hjarta.

 

Tómleiki og tár

 

tilfinning svarta.

 

Samt lifir sú von

 

að góð sé þín köllun

 

minn elskaði son

 

á Ódáinsvöllum. 

  

Ljúflingur og ljósið mitt

 

leggðu á veginn bjarta.

 

Löngunin og lífshlaup þitt

 

liggur mér á hjarta.

 

 

 

Í dýpstu sorg um dáinsgrund

 

döprum hug mig teymdir.

 

en fórnfýsi og fagra lund

 

í fylgsnum hugans geymdir.

 

   

Ekki barst þú mikið á

 

elsku sonur mildi.

 

Varst samt alltaf þar og þá.

 

Þegar mamma vildi.

 

 

 

Í mér sorgin situr nú

 

sárt er upp að vakna.

 

Hér ég vildi að værir þú

 

vinur þín ég sakna.

 

 

 

Englarnir nú eiga þig.

 

engan frið það lætur.

 

Við það sætta má ég mig

 

móðirin sem grætur.

 

 

 

Elsku Júlli ástin mín.

 

yfir þér nú vaka.

 

Allir vættir. Ævin þín

 

er óvænt stefnutaka.

 

 

 

Ég veit að elsku mamma mín

 

miðlar með þér gæsku.

 

Hún var æðsta ástin þín.

 

öll þín árin æsku .

 

 

 

Nú gráta blessuð börnin þín.

 

bestur alltaf varstu.

 

alltaf setja upp í grín.

 

alla tilurð gastu.

 

 

  

Sendi ég þér sátt og frið.

 

með söknuði í hjarta.

 

held þú eigir handan við,

 

hamingjuna bjarta.

 

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 029

 

 

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht089

Alltaf tilbúin til að aðstoða ungviðið.  Bæði sín eigin og annara.

 

IMG_2137

 

Hann var líka duglegur við að segja þeim að borða hollan mat, og kenndi þeim góða umgengni.

 

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht108

Í faðmi fjölskyldunnar.  Þar var hann ánægðastur.

 

IMG_3875

Hann færði Dvalarheimilinu Hlíf 18 fiska, sem hafa verið hengdir upp á veggin hússins og eru til mikillar prýði.

 

 

IMG_3877

Stolt sinnar móður. Heart

 

IMG_4175

Glettinn og skemmtilegur var hann.

 

IMG_5135

Og fannst gott að koma til mömmu og fá sér í gogginn.  En oftast kom hann þó færandi hendi, með fisk, harðfisk eða fallegan stein, eða eitthvað til að gleðja mig.  Heart

 

IMG_5249

Þetta er Júlli minn, alltaf svo góður við börnin, enda elska þau hann öll.

 

IMG_7352

Hann gat líka verið töffari. 

 

IMG_7596

Eða natnin uppmáluð.

 

IMG_7674

Hér hjálpast þeir feðgar að við að elda fiskisúpu (Gourme) Ofan í fjölda manns.

 

IMG_7695

Og hann var einlægur aðdáandi Frjálslyndaflokksins.

 

IMG_8236

Hann tók þátt í öllu með börnunum.

 

IMG_8240

Og eins og ungamamma með syni sína.

 

IMG_8247

Sama hvað var.

 

IMG_8836

Alltaf leikið með.

 

IMG_9060

Borða saman ís.

 

IMG_9844

Synd hvað sá litli hafði lítin tíma með pabba sínum.

 

SA401253

 

Skemmtileg mynd sem vinkona hans Frída tók.

 

SA401277

Fallegi grallarinn minn. Heart

 

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 067

Og listaverkin flott.

 

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 128

Steinninn varð lifandi í höndunum hans.

 

IMG_3508

Hann var mjög hreykin af þessum steini. 

 

IMG_3702

Hulk í góðum fíling.

 

IMG_3705

Og aðstaðan var enginn, hálfónýtur gámur og ljósavél.  En aldrei kvartaði hann.  Það var fjarri honum að kvarta yfir einhverju.  Hann tók hverju eins og það var.  Og var búin að fyrirgefa öllum þeim sem svo sannarlega reyndust honum vondir.  En flestum þótti vænt um hann.

 

IMG_3799

Hjartað sem hann gaf mömmu sinni.  Ég á eftir að slípa það aðeins betur mamma sagði hann og brosti.

 

IMG_7684

Skreyting hjá Frjálslynda flokknum í kosningunum.

 

Ég bið að þið eigið öll góðan dag.   Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum sem hafa hringt og komið til okkar á þessum erfiðu tímum.  Öllum sem hafa boðið fram aðstoð og viljað hjálpa til.  Það verður örugglega haft samband.

 

Með kærri kveðju Ásthildur Cesil.

 


Í minningu ástkærs sonar.

Ég fékk þá köldustu kveðju í hádeginu í dag sem nokkur móðir getur fengið.  Þó var hún sögð hlýlega og af ástúð.  En það dugir ekki til.

Í dag fékk ég að vita að elskulegur sonur minn Júlíus Kristján Thomassen er dáin, farin fyrir fullt og allt.  Ó hve sárt það er að missa svona allt í einu barnið sitt.  Í yfir 30 ár hef ég borið hann fyrir brjósti, barist fyrir hann eins og ég hef getað.  Ég veit að hann var þakklátur fyrir það.  Nú er hann horfinn þessi ljúflingur og yndislegi drengur, sem alltaf setti aðra fram fyrir sjálfan sig.  Krafðist aldrei neins, en var alltaf sá fyrsti sem kom færandi hendi eða lét vita af ást sinni og kærleika.  Barnið sem þurfti mest á móður sinni að halda. 

Það á að setja í lög að börnin eigi skilyrðislaust að lifa foreldra sína.  Hitt er of sárt. 

julli

Elsku hjartans barnið mitt, ég hef ekki orku til að skrifa mikið, ég er tóm af sorg.  En þú varst perla sem öllum vildir vel, og varst alltaf tilbúin til að hjálpa til.  Í dag grétu öll börnin þig.  Og þau grétu sárt.  Þú áttir alltaf tíma fyrir þau, fara með þau að veiða, í sund eða bara fjöruferð.  Sú minning mun lifa með þeim löngu eftir að þau verða fullorðin.  Hvað sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel, hvort sem það var að elda fiskisúpu fyrir tugir manns, eða steikja fisk, svo ekki sé talað um listaverkin sem þú varst að gera undanfarin ár, og gafst flest þeirra til fólks sem þér fannt þurfa á þeim að halda.  

Hjarta mitt er yfirfullt af sorg.  Þegar presturinn og lögreglan komu í hádeginu til mín, vildi ég að þeir hyrfu á braut.  Ég vissi hvað þeir vildu segja mér, en ég vildi ekki heyra það.  Gat ekki trúað því að tími aðskilnaðar væri komin.  En ég vissi það.  Ljúflingurinn minn, það eru margir sem sakna þín.  Því þú varst alltaf tilbúin til að hlú að öðrum, þó þú værir sjálfur í rúst.  Eða eins og sonur þinn sagði í dag; pabbi átti alltaf tíma fyrir alla aðra, en hann átti aldrei tíma fyrir sjálfan sig.  Þetta er óréttlátt og ég vil ekki að það sé svona. 

IMG_4075

Nú blaktir sorgarfáni við hún í kúlu.  Sjálf er ég í rusli, og langar mest til að draga sængina mína yfir haus og láta sem þetta sé bara erfiður og vondur draumur.  Að þú sért ekki farin horfin mér og okkur hinum.  Huggunin er samt að við vitum að þú ætlaðir ekki að deyja.  Heldur var tíminn þinn einfaldlega komin. 

Vertu sæll barnið mitt og vegni þér vel hjá englunum.  Við munum hittast síðar. 

Sonur minn

  Þú flýtur sofandi að feigðarósiog vilt ekki vakna.  

ég stend álengdar, en næ ekki til þín.

Þó elskan ég þig svo mikið.

Ég kalla til þín með hjartanu – en þú heyrir ekki.

Ég kalla til þín með skynseminni – en þú skilur ekki.

Ég kalla til þín með örvæntingu – en þú aðeins flýtur framhjá.

Hvað á ég að gera.  

Ég get ekki varið þig fyrir áföllunum,

ekki hlíft þér við miskunnarleysi mannanna.

Þú ert fastur í víti – þar sem ég næ ekki til þín.  

En ég elska þig.  

Kanske nær ástúðin að bræða burt kalið í hjartanu þínu,

svo Ísdrottningin vonda haldi þér ekki að eilífu.  

Mamma. 

 


Smá mömmó í kúlu.

Smámömmó.  Við mæðurnar blívum þó allt annað hrynji.  Og þannig mun ég allavega setja hér inn myndir af börnunum, þó ég finni mætavel að allt hér fer hnignandi.  Allavega þar til ég hef fundið eitthvað annað sem tekur við og fólkið mitt getur fundið og skoðað.  En það gæti allt eins orðið fljótlega.

IMG_4030

Það þarf náttúrulega að matreiða snjóinn að hætti kokksins.

IMG_4032

Þar duga enginn vettlingatök LoL

IMG_4034

Og svo er að smakka. Tounge

IMG_4031

Ungfrú Hanna Sól, er að verða svo stór stúlka.  Hún var í afmæli í dag hjá enn einni vinkonu sinni henni Sunnevu Sól.

IMG_4035

Við vorum líka í afmælisboði í gærkveldi, Alejandra okkar elskuleg er orðin 13 ára.

IMG_4038

Myndarleg og dugleg stelpa.  Skyldu yfirvöld veita henni leyfi til að verða sá íslendingur sem hún vill verða.

IMG_4037

Drottin blessi heimilið, hvað getur fjölskylda orðið íslenskari en það, enda hafa Pablo og Ísobel nú íslenskt ríkisfang, en ekki litla stúlkan þeirra, það er vegna regluverks sem ekkert vit er í skriffinnsku og asnalátum sem eiga að vernda en birtast hér í algjörri andhverfu sinni og hafa gert Alejöndru ótrúlega erfitt fyrir.  Vonandi lagast það.

IMG_4036

Og afi gamli er auðvitað heiðursgestur.

IMG_4039

Og börnin eru mörg.

IMG_4041

Sólveig Hulda og afi.

IMG_4044

Hér er hún með mömmu sinni.  'Eg gæti verið að missa þessi yndislegu barnabörn og fleiri til Noregs, vegna ástandsins og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.  Það verður sárt.

IMG_4057

Dansað upp á borði.

IMG_4058

Hún er með músikina í blóðinu þessi stelpa.

IMG_4060

Dansa dansa!!

IMG_4061

Og Hanna Sól ræðir við afa.  henni finnst gaman að spá og spekulera, núna er hún á fullu að læra stafina.

IMG_4063

Þau tvö eru bestu vinir Heart

IMG_3930

Það hringdi í mig vinnufélagi og vinur í kvöld og sagði mér að hann hefði verið að skoða myndirnar úr djúpinu sem ég setti hér inn um daginn, og þar hefði hann séð andlit á einni myndinni.  Ég skoðaði hana og sá þetta andlit, set það hér inn í gamni.

En það var svo annar maður sem sá andlit í annari mynd í sömu færslu.  Ég fór að skoða það og sá þessar.

IMG_3928

 

Ef vel er skoðað má sjá þarna mannsmynd.

IMG_39281

en það þarf ef til vill að rýna aðeins í myndirnar til að sjá þær í fyrstu.  þetta er nú bara til gamans.

En eigið góða nótt elskurnar mínar.

Og svo sem hér líka. 


Minnihlutastjórn Vinstri grænna fram á vorið.

Mér lýst vel á tilllögu Páls Vilhjálmssonar um að Vinstri grænir sitji sem minnihlutastjórn til vors, og að kosið verði aftur þá.

Sjá hér:

Minnihlutastjórn Vinstri grænna

Bretar og Hollendingar hafna fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Þar með er ríkisstjórnin fallin. Aðeins á eftir að tímasetja afsögn ríkisstjórnarinnar. Minnihlutastjórn Vinstri grænna ætti að taka við og sitja fram á næsta vor, þegar kosið yrði á ný.

Minnihlutastjórn myndi starfa í skjóli breiðrar samstöðu á Alþingi um brýnustu mál. Vg er með hreinar hendur af hruni og er treystandi fyrir framkvæmdavaldinu. Stjórnmálaflokkarnir þurfa tíma til að móta stefnu sína til að bjóða kjósendum valkosti við næstu kosningar. Eftir hrun hefur reddingarpólitík verið ráðandi og verður um sinn.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga að lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að verja minnihlutastjórn Vg falli. Samfylkingin mun emja enda ekki skipuð fólki yfirvegunar. 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er búin að vera.

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/954876/

 

Með þessu yrði ESB-ógninni aflétt í bili allavega.  Þ.e. ef menn tjúna Steingrím niður.  Þeir hugsa öðruvísi en Samfylkingin það er nokkuð ljóst.

 

Ég er líka sammála því að lítið hefur breyst í reddingapólitíkinni.  Og að enginn tími hefur farið í að bjarga heimilum og atvinnufyrirtækjunum.  En allt púðrið farið í hlaup eftir duttlungum útlendinga, svo sem eins og ASG, ESB og Icesave.   Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að allt þetta sé runnið að mestu undan rifjum Samfylkingarfólksins.  Þar er yfirborðsmennskan meiri að mínu mati.

 

Ég gæti vel hugsað mér að Vinstri græn bæru áfram stjórn landsins fram að kosningum, og aðrir flokkar færu þá í ímyndarvinnu og settu sér raunhæf markmið um hvað þau ætla að standa fyrir eftir næstu kosningar.  Vinstri Græn verða auðvitað líka að huga að sínum loforðum, og ganga til baka með vitleysuna sem samstarfsflokkurinn hefur greinilega verið allof ráðandi um. 

 

Margir kusu þá einmitt vegna andstöðu þeirra við ESB og Icesave.  Og það er ekki gott að breyta svo í lauf þegar sætin eru í höfn.  Það verða þeir að læra.

En allir hinir fjórflokkarnir eru gjörspilltir og rotnir inn að beini því miður.  Döpur endalok Borgarahreyfingarinnar setur fólk líka í vanda.  Mér finnst það synd að svona fór, því þetta hefur styrkt fjórflokkinn í sessi.  Það má ekki gerast.  Það breytist ekkert ef við höfum ekki kjark til að senda það fólk út í hafsauga sem skóp vandræði okkar, og situr ennþá og kjamsar allt kjöt af beinum, fyrir sig og vini sína. 

Ég les daglega í DV niðurdrepandi upplýsingar um bruðl, svindl, svínarí og þjófnaði og ótrúlegan hroka ári eftir hrunið, og menn segja bara að þetta taki svo langan tíma.  Það er einfaldlega ekki svo, það ætti þá að bæta við fólki, það ætti að vera nóg framboð af frambærilegu fólki í dag til að vinna að rannsókn mála og flýta því að þjófagenginn verði sett bak við lás og slá.  Það er einfaldlega komið nóg.

 

Þess vegna skulum við gera þessa kröfu.  Allir rétthugsandi alþingismenn verji minnihlutastjórn Vinstri Grænna falli, og kosið verði næsta vor. 

 

Og þá verða líka kjósendur að hafa þor og vilja til að kynna sér stefnur flokkanna og láta vera að kjósa af gömlum vana, en fara að kjósa eftir sannfæringu sinni og þora að refsa þeim sem illa standa sig.  Öðru vísi er vonlaust að skapa nýtt Ísland. 

IMG_4028

 

images


Fyrsti snjórinn skreytingar og fáni samstöðu og réttsýni.

Já fyrsti snjórinn féll í morgun.  Fullorðnum til ama en börnum til mikillar gleði.

IMG_4018

Fallegt samt.

IMG_4019

Þær voru kátar í morgun skotturnar mínar að sjá snjóinn.

IMG_4020

Hef nú samt ekki trú á að hann vari lengi.

IMG_4021

en það þurfti að smakka.

IMG_4022

Já sjáið bara vinirnir mínir fá Ísafirði, nú er það svart allt orðið hvítt. LoL

IMG_4023

Jamm og já.

IMG_4024

Get samt sagt ykkur í trúnaði að þessa veðurlag fer miklu betur með plöntur en þurrafrost og vindur.

IMG_4026

Kúla í felulitum eins og rjúpan.

IMG_4027

Og birtan æðisleg.

IMG_3996

Hér kemur svo mótsögnin við snjóinn.  Hanna Sól lisakona og skreytingardama, kann svo sannarlega að búa til fallegar skreytingar.

IMG_3998

Held meira að segja að hún hafi búið til hér eitthvað nýtt sem hægt er að nýta sér í skreytingar.

IMG_3999

eða hafið þið séð svona áður?  Og svo kann hún nöfnin á fullt af blómum.

IMG_4000

Sjáðu!

IMG_4001

Já það má ýmislegt læra af þeim sem eru fæddir listamenn.

IMG_3997

Skottið hefur meiri áhuga á stóru blómunum.

IMG_4007

Alvöru prinsessa með alvöru kórónu sem hún gerði sjálf.  Hanna Sól tók þessa mynd.

IMG_4013

Svo er allt í lagi að fíflast smá.

IMG_4016

Það er vel við hæfi að fá vinkonu í heimsók að nafni Snæfríður.

IMG_4017

Og að er spáð í blómaskreytingar.

IMG_4028

Að lokum ég er búin að fá fánan frá Þórshöfn, hann kostaði bara 5622 krónur með sendingarkostnaði, og nú er bara að finna einhversstaðar stöng til að hengja hann upp á, og byltingin er hafin. 

Eigið góðan dag elskurnar mínar.   


Svona létt hugleiðsla um .. Það skyldi þó aldrei vera. Og gef mér ýmsar forsendur.

Já nú tel ég að upphefjist tími uppgjöra.   Hafi menn talað um leirslag hingað til, mun sá atburður fá enn dýpri merkingu héðan í frá. 

 

Fyrst varð ég hissa og reið yfir ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól moggans.  Þá var ég náttúrulega fyrst og fremst að hugsa um sjálfa mig og hvort mér yrði hent út af blogginu, og hvert ég ætti þá að snúa mér.

 

En ég er farin að sjá skondnu hliðina á þessu.   Það mun koma í ljós hversu margir hætta að kaupa Morgunblaðið og hversu margir ákveða að byrja að kaupa það.   Og svo á líka eftir að koma í ljós hvernig það fer allt saman. 

 

Það skondnasta við þetta allt og sýnir íslensku þjóðarsálina svo vel er, að margir andstæðingar ESB gleðjast yfir að fá öflugan málsvara fyrir því að ganga ekki í Evrópusambandið.  Aðrir hætta svona fyrir fram af því að þeir eru vissir um að allt fari til andskotans með karlinn í brúnni.  Við erum sem sé ennþá við það heygarðshornið að sjá alltaf aukaatriðin, en ekki það sem skiptir mestu máli.  Þannig erum við bara.

 

Ég gat ekki heyrt annað í gær eða fyrradag en að Ingibjörg Sólrún sé að boða endurkomu sína í stjórnmálin.  Hún ætlar þá væntanlega að bola Jóhönnu burt, fólk er hvort sem er hundóánægt með hana.   Það skyldi þó ekki vera runnið undan rifjum þeirrar sem vill komast í stólinn?  Segi svona.   Trúi öllu upp á þá manneskju. 

 

Málið er að ég er ekki viss um að Steingrímur verði ánægður með skiptin.  Hann hefur nánast verið með allt í sínum höndum,  Jóhanna hefur látið honum eftir allt streðið, sem hann hefur notið í botn, ásamt athyglinni.  Ég er nokkuð viss um að Ingibjörg Sólrún vill sjálf vera í sviðsljósinu þegar hún tekur við.  Og þá verður Steingrímur að láta sig hafa það, að vera ekki aðal lengur.   Það verður forvitnilegt að fylgjast með því.

 

En í ljósi þess að nú hefur sest í ritstjórastól Moggans maður sem hefur aldrei þolað Ingibjörgu Sólrúnu, og það maður sem skirrist ekki við að láta skoðanir sínar í ljós.  Maður sem er uppvís að því að elta uppi óþægilegar staðreyndir um fólk sem hann vill koma á kaldan klaka.   Þá verður forvitnilegt að sjá viðbrögðin við endurkomu hennar. 

 

Málið er nefnilega að konan sú hefur margar beinagrindur í sínum skáp í sambandi við hrunið.  Beinagrindur sem hún vill ekki endilega að komi upp á yfirborðið nákvæmlega þegar hún ætlar að koma til baka.  Eins og peningaausturinn þegar hún ætlaði sér inn í Öryggisráðið, ferð hennar til New York til að dásama bankaútrásina og fleira slíkt.

 

Og ég er nokkuð klár á því að ritstjóranum er nákvæmlega sama  þó Geir lendi líka í súpunni með vinkonu sinni og kossadömu. 

 

Ég held sem sagt að við munum upplifa spennandi vetur með leirböðum og skítkasti sem aldrei fyrr.  Hvort þar verður einhversstaðar pláss fyrri björgun heimila og atvinnu á Íslandi verður svo að koma í ljós.  Það virðist hvort sem er enginn áhugi á því lengur að gera neitt í þá áttina.

 Enda geta núverandi stjórnvöld sjálfum sér um kennt yfir óánægju almennings, vegna aðgerðaleysis og ráðaleysis.  Flótta undan staðreyndum og aumingjaskapar við útlenda óvini okkar.    

Smá mömmó og kúlulíf.

Nokkrar myndir af stelpunum okkar.

IMG_3971

Hanna Sól og Brandur eru góð saman á morgnana.

IMG_3972

Ásthildur er líka góð á morgnana.

IMG_3974

Notalegt að vera hjá afa.

IMG_3975

Hönnu Sól finnst líka gaman að sitja svona

IMG_3976

Eitthvað spennandi í barnatímanum.

IMG_3980

Þá er nú notalegra að lesa bara Barbapabba undir svefninn.

IMG_3981

Barbafjölskyldan er nefnilega skemmtileg og jákvæð.

IMG_3982

Og Ásthildur er sniðug, því fyrst fer hún með afa og Hönnu Sól að lesa, svo á amma að lesa fyrir hana á eftir alveg sér LoL

IMG_3983

 

Hún er að breytast í töffara þessi stelpa.

IMG_3984

Litla skottan mín.

IMG_3989

Amma taktu eina mynd svona !

IMG_3992

Það er sól þegar komið er heim úr leikskólanum.  Og upplagt að dunda sér aðeins úti við.

IMG_3995

Til dæmis að týna blómvönd.

IMG_3990

Og það er orðið hvítt í fjallatoppa hér á Ísafirði.

Eigið góðan dag elskurnar og megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur öllum og vernda.Heart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband