Erum við menn eða mýs?

Mikið finnst mér sorglegt með þessar deilur hjá Borgarahreyfingunni.  Ég er að vísu ekki flokksmaður þar, né hef ég kosið eða stutt hana.  En ég hef fylgst með henni, fyrst og fremst vegna þess að það er þörf á nýju blóði í pólitíkina, og ég studdi mótmælin á Austurvelli og víðar í vetur, og mun gera áfram.  En líka vegna þess að ég sem félagi í Frjálslyndaflokknum þekki til, hve erfitt það er fyrir svona ný framboð að komast að. 

Það virðist vera að þjóðin meðvitað eða ómeðvitað geri allt sem hægt er til að drepa niður ný framboð.  Af hverju það stafar veit ég ekki.  En hatursfull tilskrif og komment eru mér ekki óþekkt.  Því svo virðist vera að það megi allt segja og gera til að drepa niður fólkið sem vill reyna að bera fram eitthvað nýtt og breyta pólitíkinni á Íslandi.

Erum við virkilega svona forpokuð að það megi engu breyta, eða getur verið að aðilar innan fjórflokkana geri út á það með undirróðri og falsi að koma því inn að ný framboð séu óalandi og óferjandi?

Ég veit það svo sannarlega ekki.  En stundum finnst mér eins og það sé þannig.  Fjórflokkurinn er greinilega ekki á því að þurfa að sæta nýgræðingum inn i klíkuna.  Því það gæti skapast óheppileg umræða um hvernig þeirra samtryggingu er í raun og veru háttað.  Þetta komst á dagskrá þegar Frjálslyndi flokkurinn komst á þing, og ennþá betur þegar nýjir þingmenn Borgarahreyfingarinnar settust á alþingi.

Og fólk virðist kokgleypa allt saman.  Og þá er stutt í að taka Lúkasin á þetta.  Mér ofbýður umræðan og dauðaóskir fólks til hreyfingarinnar og þá rifjast upp fyrir mér öll hatursskrifin um minn flokk, og undirróðurstalið í forystumönnum hinna flokkanna.  Sem er reyndar ennþá til staðar, svona til öryggis ef við kæmumst nú á lappirnar aftur.

Við segjumst vilja breytingar, en við viljum í raun og veru engu breyta.  Við segjumst vilja réttlæti og sannleika, en um leið ástundum við sjálf að sveigja hjá sannleikanum, ef það þjónar illgirni okkar eða einhverju öðru.

Ég neita að trúa því að Birgitta Jónsdóttir sé framagosi og dramadrottning.  Ég hef séð allt annað til hennar, og ég segi að Birgitta Jónsdóttir sé einn heilsteyptasti stjórnmálamaðurinn á Íslandin í dag, sá réttlátasti og með mesta viljan til að breyta samfélaginu.  Ég þekki minna til hinna tveggja, er trúi því líka að þeirra vilji sé sá sami.  Því blæs ég á það að þau hafi bara ekki þolað að verða undir og rigsað út af fundi án þess að vera með í lausnum.  Ég hef líka lesið það sumstaðar að þetta virðist ekki vera allur sannleikurinn og ef til vill hefur farið fram tilraun til að laga málin fyrir fund og þau hafi séð að stríðið var tapað.  

En það er synd ef hreyfingin liðast í sundur vegna þessa ágreinings.  Ég bið menn að hugsa sinn gang og skoða hvað hefur gerst í raun og veru áður en þeir fella dóma.  Það er ef til vill skrýtið að þetta komi frá mér sem stend utan við Borgarahreyfinguna.  En ég tel það lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að sem flestir sem vilja skera sig út úr þeirri pólitík sem er rekin í dag, standi saman og reyni að styðja hvor annan.  Jafnvel þó þeir ætli ekki að sitja í sömu hreyfingu við það. 

Ég er sorgmædd yfir því hvernig farið er með yndælt gott fólk sem vill virkilega gera vel.  Og þarf eiginlega meiri upplýsingar um hvað er aðgerast þarna, en hástemdar yfirlýsingar í blöðum og bloggi.  Það þarf meira en að segja að þau hafi talið sig yfir aðra hafinn og verið með hroka, sem mér finnst reyndar vera mesta bull.

Þeir einu sem fitna og líður vel undir svona skrifum eru ráðamenn úr öllum flokkunum fjórum, sem vilja enga utanaðkomandi til að segja frá félagsskapnum á þingi, leikaraskapnum og leikritunum sem eru sett upp þar til að plata almenning. 

En ef við lærum ekki að fara að hugsa sjálfstætt og láta ekki mata okkur endalaust á því sem elítan í þessu landi vill að við kokgleypum, þá er það rétt mat að við erum fífl og eigum ekkert betra skilið en að sitja í þessarið bölvaðri súpu án bjargar. 

Munið bara að það er okkar að velja.  Ekki einhvers annars að hugsa fyrir okkur.  Við þurfum að hætta að græða á daginn og grilla á kvöldin.  En fara að nota heilann og ályktunarhæfnina til að skilja hvers vegna við sitjum í súpunni, en erum ekki löngu búin að gera fráveitu og hleypa þykninu út. 


mbl.is Harma deilur í Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er mjög leið yfir þessu öllu og skil ekkert í þessu, sannleikurinn hlýtur að koma i ljós, fórflokkarnir hafa ekkert efni á því að státa sig af betri vinnubrögðum.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei nákvæmlega Ásdís mín.  Ég skora á Borgarahreyfinguna að setja allt upp á borðið.  Hef ekki trú á að sannleikurinn sé þar allur.  Það dæmi gengur ekki upp að mínu mati.  Og við erum orðin hundleið á hráskinnaleik tvöfeldni og áróðri.  Sannleikann takk! Frá öllum hliðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sælar dömur. Ég er svo heppin að þekkja til þeirra allra. Þau eru einbeitt í sinni hugsjón og ef þau eru framagosar, þá er ég froskur:)

Set hér inn link á færslu mína ef það er í lagi.

http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/948070/#comment2601148

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.9.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já bara gott mál Lísa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 13:46

5 identicon

Mér líst rosalega vel á Birgittu og hin tvö en síður á Þráinn. Finnst reyndar að Þráinn eigi að víkja af þingi fyrst hann sagði sig úr flokknum. Við þurfum að fá nýtt blóð í pólítíkina sérstaklega á þessum tímum.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 14:14

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Að sjálfsögðu er þetta ágætis fólk!! Öll með tölu. Kynntist þeim ágætlega og fullyrði að þau séu öll ágætis fólk.

Þó að fólk deili um einhverja útfærslur er engin ástæða til að gera það persónulegt.

Borgarahreyfingin á eftir að dafna ágætlega, með þingmönnum innanborðs vonandi. En ef ekki þá á hún samt eftir að dafna.

Heiða B. Heiðars, 14.9.2009 kl. 14:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi Heiða.  Það synda hákarlar allt í kring um ykkur og hugsa sér gott til glóðarinnar.  Það er eins gott fyrir ykkur að gera ykkur grein fyrir því.  Er tildæmis eitthvað hæft í því að Samfylkingin sé að voma yfir yfirtöku? Það hefur svona flogið fyrir, eins gott að fá það þá frá, nóg er kjamsað samt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 16:41

8 Smámynd: Neddi

Þessi samfylkingarþvæla, því þetta er nú einu sinni þvæla, er eitthvað sem að stuðningsmaður þremenninganna reyndi að koma á kreik. Það er mér vitandi ekkert til í þessu en ef samfylkingin reynir að ná tökum á Borgarahreyfingunni þá er mér að mæta.

Á tímabili var líka verið að reyna að spyrða okkur við Frjálslynda en þegar að hin hræðilegu tengsl okkar við FF voru könnuð kom það í ljós að það var af því að nokkur okkar þekkja Helgu Þórðar. Ekki var nú það plott merklegra en svo ekki frekar en hin hræðilegu tengsl Valgeirs Skagfjörð við Samfylkinguna, sem að hann, nota bene, sagði skilið við.

Neddi, 14.9.2009 kl. 18:28

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ágætt að vita að svo er ekki.  En slíkt fæst ekki fært til baka ef ekki er spurt.  Þvæla frá stuðningsmönnum þingmanna segir þú.  Ég heyrði þetta reyndar ekki frá þeim, heldur frá bloggi sem ég las fyrir fundinn, þar sem sagt var að þarna væri slagur milli Samfylkingararms Borgarahreyfingarinnar og hinna.  Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2020892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband