Dagurinn í dag.

Nú rignir hann, ég er bara ánægð með það, þar sem útplöntun er í gangi, og ekki auðvelt allstaðar að koma við vökvun.

IMG_5543

Þessi mynd var samt tekin í gær, með snæfjallaströndina í baksýn.

IMG_5544

Þessi elska er örugglega vinsælasti nágranninn í dag LoL

IMG_5557

Ævintýri á gönguför, æskublómin okkar á rölti niður í bæ með fóstrunum. 

IMG_5561

Nú eru svona skip daglega í höfinni Sjáið bara skuttogarann stolt sjómannanna í samanburði og Gueen Elisabeth á leiðinni.  En hún leggst varla að hafnarkanti, heldur mun hún lóna úti fyrir.  Glæsilegt og sögufrægt skip sem hún er.

IMG_5565

Næst síðasti dagurinn hjá kajaknámskeiðskrökkunum.  Á morgun verður fjallganga og að stökkva í sjóinn.  Aldeilis frábært námskeið fyrir ungmenninn.  Þökk sé kajakklúbbnum og kennurum á námskeiðinu.  En hér er ljósmyndarinn Smári á ferð, til að taka myndir af hópnum.

IMG_5552

Þessa er ekki inngangur í geimskip, né einhverskonar ævintýraheims.  Þetta er uppdæling á efni til steypugerðar.  Flott samt.

IMG_5568

Já svona blasir við mér núna út um dyrnar. En sólin hún er þarna uppi, og hitar götur og torg.  Það sést vel á því að mikil uppgufun er upp af götum og gangstéttum. 

Og svo er þetta bærileg vökvun fyrir gróðurinn.  Heart

 


Bara svo að þið vitið það....

Þá var veðrið svona kl. 7 í morgun hér á Ísafirði.

 

IMG_5515

IMG_5522

Hér er svo hún Dagný að ganga úti með hundinn, eða eigum við að segja hjóla ??

IMG_5525

Hér voru líka nokkrir ungir menn að leggja hellur í góða veðrinu.

IMG_5526

Allt á fullu hér.  En nú verð ég að þjóta aftur.  Sé ykkur seinna elskurnar. Heart


Læri, balabörn og fjögurra laufa smárar. Allt þetta kemur sér vel.

Gærdagurinn var skemmtilegur.  Ég var á fullu í garðinum, og svo hafði ég boðið föður mínum í mat, og svo bættust fleiri og fleiri í hópinn, sem gerði í raun og veru ekkert til, því lærið sem ég keypti mettaði 5 þúsund manns eins og hjá Ésúsi.  Eða ef til vill allavega 7 fullorðna og 6 börn, og samt var afgangur. 

IMG_5472

Allir saddir.  Tengdadæturnar elska sósuna mína, svo ég verð sennilega að hafa sósunámskeið fyrir þær.  Þær segjast vera búnar að reyna að elda eins og ég, en ekki tekist hingað til.  heheheh.

IMG_5451

Hér sést hvernig kötturinn Brandur fær sér að drekka, hann setur vatnið í loppuna og svolgrar svo í sig. Það er virkilega fyndið.

IMG_5458

Hér er eitt stykki balabarn, en þau eru orðin nokkur í kúlunni. 

IMG_5460

Væri þetta ekki flott myndastytta við tjörnina ?  Heart

IMG_5466

Og svo knús og kossar smjúts Heart

IMG_5469

MMM svo er gott að fá sér sopa hjá mömmu. 

IMG_5468

Á meðan hjálpar þessi stubbur afa með pappírana, hann er að gata skjölin sem fara svo öll í möppu.

IMG_5487

Þessi ungi hafði samt meira gaman af að sulla í tjörninni.

IMG_5478

Hmmm hvað ætli hún sé að gera ?

IMG_5486

Eða þá þessi stubba ?

IMG_5485

Jú þær komust í fjársjóð, marga fjögurra blaða smára hjá ömmu í Kúlu, auðvitað, til hvers annars að eiga norn fyrir ömmu. Ninja

IMG_5488

Svo verða þeir þurrkaðir og geymdir, slíka fjársjóði má ekki fara illa með eða týna.

IMG_5491

Og litla lady Cesil tilbúin til að fara heim. 

IMG_5452

Gallerí himinn, í gær.

IMG_5453

Svolítið villtur sýnist mér.  En það er að birta til hér núna, var þungbúið og kallt í dag. 

IMG_5493

Aumingjans fólkið sem var í þessari rútu, þegar hún ók á risastórt tré, held samt að enginn slys hafi orðið á fólki.

IMG_5494

Gott að allt fór vel.

Svona er lífið hér á Ísafirði og á fleiri stöðum. 

 


Vantar ekki upp á að fólk sé upplýst um réttindi sín og skyldur ?

Ég er dauðfegin að heyra að ekkert amar að fólkinu.  En það vakna spurningar um hvort ekki þurfi að gera fólki grein fyrir því að það þarf að láta vita af sér, ef það breytir um ferðaáætlun.   Öll þessi vinna við að leita að fólki sem er svo bara að láta sér líða vel.  Það verður að leggja áherslu á það við erlent fólk að hér upp á Íslandi fer leit mjög snemma af stað, ef fólk kemur ekki fram á réttum stað á réttum tíma.  Það er von að útlendingar átti sig ekki á því, það er sennilega einsdæmi í heiminum að svona vel sé staðið að málum. Og þetta kostar allt saman óheyrilegt fé. 

En gleðilegt er nú samt að svona fór.  IMG_5352


mbl.is Kajakræðarar fundnir heilir á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

líf og fjör á Ísó.

Já þegar ég kom fram í morgun, sá ég að það voru ekki færri en þrjár flugvélar á vellinum.  Við fórum náttúrulega að spá í hvað gæti verið á seiði.  Sérstaklega vegna þess að ein þeirra var þyrla.

IMG_5448

Veit ekki hvort það var samhengi í þessu og þessum hér ?

IMG_5443

En sá svo á Mbl að hópur kvenna hafði týnst á Grænlandi.  Sem betur fer fundust stúlkurnar og var bjargað, þær voru að hvíla sig hér, áður en haldið var með þær suður.  Þær eru sennilega á leiðinni þangað núna, þar sem vélarnar voru að fara.

En í gær þá blasti við mér fyrsta skemmtiferðarskipið sem ég sé þetta sumarið.

IMG_5420

Þetta sem er í baksýn er dalalæða, svokölluð, og er vegna hitamismunar á landi og sjó. Hún náði sér samt ekki á strik.  Læddist bara svona hægt inn og hvarf svo.

IMG_5426

Sonur minn kom færandi hendi í gær, með þennan flotta skötusel. 

IMG_5424

Undi maðurinn hafði geysimikinn áhuga á fiskinum.

IMG_5429

Og gott ef ekki pabbinn líka.

En ég hef aldrei eldað skötusel, svo ég ákvað bara að gera eitthvað upp úr mér. Sonur minn flakaði hann, og tók burtu himnu sem er innan við roðið, hann sagði að það væri mjög mikilvægt að fjarlægja hana, því hún er svo seig.  Ég vissi líka að það má alls ekki steikja eða sjóða skötuselin of mikið, því þá er hætt við að hann verði seigur.

Ég setti olíu á pönnu og setti út í hana Season all, pipar og papriku.  Ég er ekki mikið fyrir sterkan mat, þannig að það má setja meira krydd, eða velta fiskinum upp úr kryddi.  En allavega skar ég firkinn í frekar litla bita, hitaði olíuna vel og snöggsteikti fiskinn.  Setti hann síðan í eldfast mót, setti smávegis af gratínosti, og stífþeytti eggjahvítur setti smá salt út í, og smurði yfir, og svo restina af gratinostinum.  Setti inn í vel heitan ofninn í korter, lækkaði samt hitann strax oní 150 ° .  Síðan setti ég bara á yfirhita, til að fá ostinn fallega brúnan. 

Af hverju er ég að segja frá þessu, jú, þetta var algjört sælgæti, fiskurinn beinlínis bráðnaði upp í manni.  Alveg eins og hann á að gera. 

IMG_5433

Svona er stuppurinn þegar hann er reiður, og sullið á mallakút er eftir nána skoðun á "Sköd-sel"

IMG_5436

Thí maður lekur.

IMG_5441

Best að fara bara í bað. 

En í dag verður bara dundað í garðinum.  Sólin er að brjótast fram.  Það rignir á nóttunni þessa dagana, en svo er sól á daginn, eða hálfskýjað.  Hlýtt og notalegt.

IMG_5450

Þessa tók ég fyrr í morgun, en nú hefur létt heldur til.  Vona bara að þið eigið öll sömul góðan dag. Heart


mbl.is Landhelgisgæslan veitir ísklifrurum aðstoð á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huggulegt kvöld, sem endar með skothríð í næsta nágrenni.

Jamm sem við hjónin sátum úti í garðskála og "hugguðum" okkur með bjór urðum við vör við að það kom þyrla aðsvífandi, en hún settist ekki á flugvöllinn heldur hélt áfram austur fyrir, við vorum að spá í hvað þetta gæti verið.  Maðurinn minn hélt að það væri verið að vinna að einhverri endurvarpsstöð á Bolafjalli.  En annað átti nú eftir að koma á daginn. 

IMG_5405

Þessi er tekin fyrr í kvöld.

IMG_5411

Aðeins seinna.

IMG_5415

Svo er komið kl. 00.00

IMG_5418

Jamm svona kvöldar á Ísafirði.

IMG_5410

En við vorum sem sagt að hafa það huggulegt, þegar þyrlan kom.

IMG_5409

Brandur var þarna líka. Ertu nú ennþá einu sinni að taka mynd?

IMG_5414

Best að láta sem ekkert sé.

Við vorum náttúrulega ekkert að spá meira í þyrluna, fyrr en þulurinn í útvarpinu tilkynnti að sérsveit lögreglunnar hefði verið kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífsdal.

Vá! hér á þessu fallega kvöldi, var einhver, sem við örugglega þekkjum sem hafði dregið upp byssu og hleypt af skoti á konuna sína.  Hvað getur ekki gerst á fallegu sumarkvöldi í litlum bæ úti á ysta nesi ?

En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinni sem það gerist í Hnífsdal.

Fyrir allmörgum árum voru nokkir ungir menn að byggja sér hús þar.  Einn þeirra var að snudda fyrir utan húsið sitt, inni voru píparar við vinnu sína. 
Þá bar þar að nágranna mannsins.  Hann var í síðum dökkum frakka.  Þeir heilsuðust.  En svo hneppti sá aðkomni frá sér frakkanum, dró fram byssu ósamsetta.  Hann byrjaði í rólegheitum að setja hana saman.

Hvað ertu að gera ? spurði sá sem var að byggja.

Ég ætla að skjóta þig, sagði hinn sallarólegur, og hélt áfram að setja saman riffilinn. 

Vinurinn starði á aðfarirnar, og í þann mund sem nágranninn setti magasínið í, tók hann viðbragð og hentist inn fyrir dyrnar og lokaði á eftir sér, og í þann mund dundu skotinn á hurðinni. 

Það var uppi fótur og fit inni, og pípararnir og eigandinn þustu út um bakdyrnar. 

Engum varð meint af þessari uppákomu, og vonandi verður heldur ekki þannig núna.  En við erum mitt í tragedíunni.

Vonandi fer samt allt vel.  En þetta er aldeilis uppábrot á huggulegri stund á fallegri sumarnótt.  Say no more.


mbl.is Sérsveit lögreglunnar kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól á himni og sól í sálu minni.

Enn einn góður dagur í dag.

IMG_5388

Svona var veðrið kl. átta í morgun.

IMG_5389

Brosandi morgunin lofar góðu.

IMG_5391

Og ekki versnaði veðrið um hádegið.

IMG_5403

Seinnipartinn var dásamlegt að setjast út í dyragættina og njóta veðursins.

IMG_5394

Stubbur í afaskóm.

IMG_5396

Ó mamma mamma gef mér rós í hárið á mér, því tveir litlir strákar eru skotnir í mér, söng hann af fullum hálsi.

IMG_5399

Bíllinn er með gleraugu.

IMG_5404

en afi ákvað að skreppa smá á kajak.

En ég segi nu bara þvílíkur dýrðardagur þetta var.  Við gróðursettum fullt  af blöntum, í græn svæði í bænum.  Meðan jarðvegurinn er rakur.  Því það er erfitt að koma að vökvun. 

Vonandi hafa allir átt góðan dag.  Annars er bara að láta sig hverfa inn í sólarmyndirnar mínar og upplifa Ísfirskt sumarveður, eins og það gerist best.  Heart

 


Hitt og þetta á góðum degi.

Dagurinn byrjaði fagurlega eins og sjá má hér:

 IMG_5369

Þetta var rétt fyrir átta í morgun. Það var notalega hlýtt líka.  Þó fór að rigna seinnipartinn, sem var mjög gott þar sem við vorum að gróðursetja plöntur.

IMG_5371

Nokkuð langt síðan þessar voru gróðursettar, en þær eru á lóðinni hjá mér. 

IMG_5377

Hér er svo smá blómaskreyting úr sölunni hjá mér.

En að kajaknámskeiði stubbsins.  

IMG_5378

Hann var að æfa hjálp í viðlögum á kajaknámskeiðinu í dag, og æfir sig  her á afa.

IMG_5382

Þetta eru sko tilþrif í lagi.

IMG_5383

Allt undir kontról...................... eða þannig.

IMG_5386

Og svo ræða menn málin.  Hér er verið að tala um skútur og seglastærðir og allskonar svona strákamál. 

Amma og afi sagði hann svo í kvöld, ef ég get hamið mig við að horfa á sjónvarpið núna, þá mun það hjálpa mér í framtíðinni að forðast sígarettureykingar, bjór og brennivín.

Hann er kýr skýr stubburinn minn.


Það má lengi vona.......

Þessi frétt vekur upp meiri spurningar en svör.  Í fyrsta lagi, lögreglan gerði húsleit í húsinu, ef enginn vissi af tilveru stúlkunnar þarna, af hverju var lögreglan að fara inn í húsið.  Eitthvað hlýtur að hafa orðið til þess.  Og svo auðvitað hvað voru þau að gera með 15 ára gamla stelpu í haldi  hjónin ?  Var hún látin skúra gólfin, eða þjóna þeim til sængur ? Og hvers vegna var hún geymd í lokuðu földu herbergi ? Og svo ofan á allt annað, þá voru menn ekki vissir um hvort henni hafði verið haldið nauðugri ? Shocking  Hvurskonar frétt er þetta eiginlega.  Mér finnst nú að fréttamennirnir hefðu átt að bíða með að birta fréttina, þangað til að ljóst var hvað var í gangi.  En það hefur greinilega legið mikið á að koma þessu í loftið.  Segi nú ekki margt.  
mbl.is Unglingsstúlka fannst á lífi eftir að hafa verið saknað í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn dagur í einu.

Dagurinn í dag var erfiður, en samt sem áður góður. Byrjaði með að koma fólkinu mínu af stað í vinnu, síðan að fara með stubbinn á kajaknámskeið, sem hann getur ekki beðið eftir að komast á.  Gjörsamlega frábært.

IMG_5352

IMG_5354

Allskonar farartæki þar á ferð.

IMG_5355

Svona leit himininn út í morgun. 

 

IMG_5363

En svo byrjaði að rofa til, seinnipartinn, meira að segja gægðist sólin fram aðeins.  Ég fór og eitraði með Round up, milli trjáa sem ég þarf að planta meira inn á milli.

IMG_5365

Jamm hér má sjá að hún er að brjótast fram blessunin.

IMG_5366

Sumir þurfa að fylgjast með því sem er að gerast hjá Sæfara. 

 

 

 

 

IMG_5367

Jamm og nú má sjá hér komið undir kvöld, að það mun verða sól og léttskyjað á morgun.  Sem betur fer.  Þó rigningin sé góð, þá er sólin ennþá betri.

Og ég segi bara góða nótt. 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2007
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband