Dagurinn í dag.

Nú rignir hann, ég er bara ánægð með það, þar sem útplöntun er í gangi, og ekki auðvelt allstaðar að koma við vökvun.

IMG_5543

Þessi mynd var samt tekin í gær, með snæfjallaströndina í baksýn.

IMG_5544

Þessi elska er örugglega vinsælasti nágranninn í dag LoL

IMG_5557

Ævintýri á gönguför, æskublómin okkar á rölti niður í bæ með fóstrunum. 

IMG_5561

Nú eru svona skip daglega í höfinni Sjáið bara skuttogarann stolt sjómannanna í samanburði og Gueen Elisabeth á leiðinni.  En hún leggst varla að hafnarkanti, heldur mun hún lóna úti fyrir.  Glæsilegt og sögufrægt skip sem hún er.

IMG_5565

Næst síðasti dagurinn hjá kajaknámskeiðskrökkunum.  Á morgun verður fjallganga og að stökkva í sjóinn.  Aldeilis frábært námskeið fyrir ungmenninn.  Þökk sé kajakklúbbnum og kennurum á námskeiðinu.  En hér er ljósmyndarinn Smári á ferð, til að taka myndir af hópnum.

IMG_5552

Þessa er ekki inngangur í geimskip, né einhverskonar ævintýraheims.  Þetta er uppdæling á efni til steypugerðar.  Flott samt.

IMG_5568

Já svona blasir við mér núna út um dyrnar. En sólin hún er þarna uppi, og hitar götur og torg.  Það sést vel á því að mikil uppgufun er upp af götum og gangstéttum. 

Og svo er þetta bærileg vökvun fyrir gróðurinn.  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alltaf jafn fallegar myndir.  Hvað getur maður sagt?  Af hverju ætli börnin séu öll í öryggisvestum á myndinni?  Varla daglegur klæðnaður á Ísó þrátt fyrir nálægð við sjóinn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2007 kl. 18:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er umferðaröryggisatriði Jenný mín.  Þau eru að spássera niður miðbæinn.  Svo bílstjórarnir sjái nú örugglega þessa litlu gimsteina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2007 kl. 19:17

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég  ég seigja og sama og jenný fallegar myndir þú ert frábær. Elsku Ástildur mín

Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Gaman að skoða lífið í mynd frá þínum heimaslóðum. Takk fyrir að koma við á síðunni minni, því miður hef ég mjög lítinn tíma til að blogga núna, en reyni nú samt í veikum mætti!

G.Helga Ingadóttir, 13.6.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Brugga Ísfirðingar ekki mjöð úr þessum vinsælu uppá þrengjandi nágrönnum

Solla Guðjóns, 13.6.2007 kl. 23:18

6 Smámynd: Saumakonan

innlitskvitt frá langtíburtistan

Saumakonan, 13.6.2007 kl. 23:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef gaman að þessu, satt að segja og fyrst þið hafið það líka gleður það mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 06:44

8 Smámynd: IGG

Takk fyrir Ásthildur mín að halda manni við efnið varðandi heimabyggðina. Dásamlegt!

IGG , 14.6.2007 kl. 09:23

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband